Lögberg - 06.12.1951, Blaðsíða 8

Lögberg - 06.12.1951, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. DESEMBER, 1951 MINNING ARORÐ: Guðjón Ármann 1866 — 1951 Úr borg og bygð Nyísöm jólagjöf Nytsamari o g kærkomnari jólagjöf er naumast unt að hugsa sér, en hina vönduðu og full- komnu Matreiðslubók, sem Dorcasfélag F y r s t a lútreska safnaðar lét undir búa og gaf út; þegar þess er gætt, hve bókin er frábærlega vönduð að efni og ytri frágangi, er það undrunar- efni hve ódýr hún er; kostað að- eins $1.50 að viðbættu 15 centa burðargjaldi. P a n t a n i r, ásamt andvirði, sendist: Mrs. A MacDonald 11 Regal Ave. St. Vital Sími 205 242 Mrs. H. Woodcock 9 Louis Road, St. Vital Sími 209 078 eða til Columbia Press Limited, Sími 21 804 ☆ Þann 29. nóvember síðastlið- inn var haldin Blood Donor Clinic í Árb^rg við góðum ár- angri; í Framnesbygðinni gaf hver einasti og einn maður sig fram; ef öll bygðarlögin í hérað- inu hefðu tekið jafn rösklega í streng, er áætlað að tala blóð- gefenda hefði numið nálega fimmtán hundruðum. ☆ Mr. S. Sigbjörnsson frá Leslie, Sask., sem dválið hefir hér í borginni undanfarinn þriggja vikna tíma í heimsókn til dætra sinna lagði af stað heimleiðis í lok fyrri viku. ☆ ^ Mrs. Kristján Freeman frá Ashern, var stödd í borginni í fyrri viku. ☆ Mr. Freeman Thordarson frá Langruth var staddur í borginni í vikijymi, sem leið. ☆ Mr. Ólafur Hallsson kaupmað- ur frá Eriksdale dvaldi í borg- inni nokkra daga í fyrri viku, ☆ Mrs. Guðrún Johnson frá Wynyard leit inn á skrifstofu Lögbergs á leið norður til River- ton í heimsókn til fóstursystur sinnar, Mrs. Stefaníu Magnús- son. ☆ Mr. Árni Stefánsson frá Tyn- dall, Man., var staddur í borg- inni í byrjun vikunnar. ☆ Rósmundur Árnason frá Elfros, Mr. Sg Mrs. Skúli Bjarna- son og Miss Kristín Borgfjard, öll frá Foam Lake, Sask., komu til borgarinnar síðastliðna viku. Mr. Árnason sagði að töluvert af uppskeru væri enn á ökrunum og yrði ekki hægt að hirða hana fyr en að vori, en ekki kvað hann neitt hallæri þar vestra. ☆ Vegna hinnar óvanalegu veðr- áttu er Winnipegvatn víða autt ennþá, og lítur illa út fyrir vetr- arveiðina, því fiskimenn geta ekki lagt net sín fyr en ísinn er orðinn nógu traustur. Hermt er að ísinn hafi brotið upp við Clements tangann, austanverðu vatnsins og fiskimenn þar hafi tapað miklu af netum. ☆ Mr. Victor Sturlaugsson for- stjóri tilraunabúsins að Lang- don, N. Dak., kom til borgarinn- ar í byrjun vikunnar með unga dóttur sína til læknisaðgerða. • ☆ Mrs. Márus Brynjólfsson frá Riverton er um þessar mundir í borginni í heimsókn hjá Mr. og Mrs. T. L. Hallgrímsson, 805 Garfield Street. ☆ . Þann 22. nóvember síðastlið- inn voru gefin saman í hjóna- band í borginni Bexley í Ohio- ríkinu 1 Bandaríkjunum þau séra William Gates og Lois Gwyne Gangwer. Brúðguminn er af amerískum ættum, en brúðurin er íslenzk í móðurætt. Móðir hennar er Mrs. Barbara Gangwer, dóttir Mr. og Mrs. G. E. Eyford, er lengi bjuggu í Winnipeg. ☆ Kvenfélag Sambandssafnaðar heldur sinn árlega haust bazar og sölu á heimatilbúnum mat og kaffi næstkomandi þriðjudag, 11. þ. m., kl. 2 til 4.45 í veizlusal T. EATON-félagsins á sjöundu hæð. — Margir eigulegir munir, hentugir til jólagjafa, verða þar á boðstólum. — Hafið þetta hug- fast og fjölmennið, jafnt karlar sem konur. i* * Mikið úrval af íslenzkum jóla- kortum með fallegum jólavísum, 15 cent hvert, fást nú í Björnssons Book Store, 702 Sargent Ave., Winnipeg, Man. ☆ Leiðrélling við gjafalisla Belels. Mrs. Solveig B. Helgason, Hayland, Man., $5.00, en átti að vera: Miss Solveig B. Helgason, Hayland, Man., $5.00 í þakklátri minningu um Sigríði og Jónas Helgason. — Kærar þakkir. J. J. SWANSON, féhirðir, 308 Avenue Bldg. Tilvalin jólagjöf! Enn eru eftir óseld nokkur hefti af 60 ára afmælisbókum Lundar-bygðar. Niðursett verð til nýárs 1952. Fyrri bókin $1.50, og seinni ’oókin $1.00. Sendið pantanir til Jóns Gutt- ormssonar, Lundar. ☆ Nýlega voru haldnar ^tvær silfurbrúðkaupáveizlur í River- ton, þeirra Mr. og Mrs. Valdi Johnson, og Mr. og Mrs. Einar Johnson. Væntanlega verður hægt að skýra frá þeim nánar síðar. ☆ Þau Victor B. Anderson bæjar fulltrúi og frú, áttu fjörutíu og átta ára hjónabandsafmæli síð- astliðinn mánudag; komu börn þeirra og tengdabörn þeim að óvörum þá um daginn og veittu þeim margháttaðan fagnað; þau Victor og frú njóta mikilla vin- sælda og eru gestrisin og hjálp- fús. Bókmenntir . . . Framhald af bls. 7 þeirra hafa átt mestum vinsæld- um að fagna, og svo auðvitað skáldsagna-höfundurinn g ó ð - k u n n i, Jóh. Magnús Bjarna- son. Áþugi landa okkar vestan hafs á þjóðlegum fræðum hefir einn- ig verið mikill, en fæstum mun þó hafa verið kunnugt um, að svo mikið lægi eftir þá á þessu sviði og safn þetta ber vott um, og er það þó aðeins eitt bindi af mörgum. Langflestir af sagna- þáttum þessum hafa áður verið prentaðir á víð og dreif í blöð- um og tímaritum vestra, og eru því í fárra manna höndum hér á landi, svo að full þörf var á að safna þeim í eina heild. í bindi þessu er fjöldi sagna- þátta um náfnkunna menn frá fyrri öldum. Um suma þeirra er áður skrifað af öðrum, en í þátt- um þessum er eigi að síður margt nýtt. Svo er t. d. um þátt E. S. Wiums af Þorleifi skáldi Þóraðarsyni (Galdra-Leifa). Aðr- ir þættir fjalla um sérkennilega menn. Skemmtilegastur finnst mér þáttur Otúels Vagnssonar, er Jón Kristjánsson færði í let- ur. Otúel var hraustmenni mik- ið og nokkuð forneskjulegur. Er því ekki undarlegt, að sögur hafi skapast um hann, eins og raunar marga af hinum djörfu vest- firsku sjósóknurum í gamla daga. Þá er sagan um Hlaupa- Manga og nautið ekki leiðinleg. Yfirleitt eru margar af sögun- um með viðfelldnum kýmnisblæ. Síðari hluti bókarinnar nefn- ist „Sögur af ýmsu tagi“, og eru þær allar eftir S. J. Austmann. Flestar þeirra fjalla um dulræn efni, og eru draumar höfundar sjálfs uppistaðan í mörgum þeirra. Sumar gerast þær heima á íslandi áður en höfundur flutti vestur um haf, en hann var ætt- aður af Austfjörðum. Aðrar ger- ast aftur á móti vestur í Ame- ríku. Hvað sem menn annars kunna að álíta um hina dular- fullu reynslu höfundar, er þar enginn skortur á ímyndurnar- afli. Sögurnar „Staddur í himna- ríki“ og „Eftir dauðann“ eru glöggt vitni um það. Annað er það og í frásögnum þessum, sem veldur því, að þær eru að ýmsu leyti ólíkar hliðstæðum sögum héðan að heiman, en það eru samskipti íslendinga við fólk af öðru þjóðerni. Þjóðarmetnaður landans leynir sér ekki. Hann vill ekki vera minni maður en þeir, sem í kringum hann eru. Þetta kemur víða fram á mjög skemmtilegan hátt, eins og í hinni forkostulegu frásögn af ís- lenzku lönguhausunum, sem ollu úrslitum í einni sjóorustu rúss- nesk-japanska stríðsins. Aust- mann virðist hafa verið mjög berdreyminn. Draumurinn um Vilhjálm Stefánsson landkönn- uð á bls. 178 er ljóst dæmi um það. Yfirleitt er óhætt að segja að margar sagna þessara séu með því bezta í sinni röð. —Mbl., 19. okt. Guðjón Ármann var fæddur 1. desember 1866 á Iðu í Biskups- tungum í Árnessýslu á íslandi. Hann var sonur Jóns Vigfússon- ar og Ingveldar Markúsdóttur, sem bjuggu á Iðu. Hann kom frá íslandi ungur maður. Fór fyrst til Canada og svo til Grafton stuttu seinna eða 1893 (þá 27 ára), var þess vegna Guðjón Ármann búinn að vera í Grafton 58 ár samfleytt, er hann var kallaður. Þann 1. marz 1895 giftist hann Sigríði dóttur Jóns og Sólveigar frá Kóreksstaðagerði á Islandi. Faðir Sigríðar (konu Guðjóns) dó á Akra í maí 1884, en móðir hennar Sólveig dó nokkru seinna hjá þeim í Grafton. Þau byggðu sér fallegt heimili og eignuðust sjö mannvænleg börn, en þrjá drengi af þeim mistu þau: Guð- jón 5 ára, Soffanías, 21 árs (dó í hernum 1918) og Ingvar dó í Bismarck 1943. Hann var mið- aldra og mjög vinsæll maður. Ingvar átti konu og einn son 21 árs, sem dó í Kóreu síðastliðið ár af áverka sem hann hlaut þar. Guðjón var gleðimaður og mjög mikill bókamaður; frár á fæti og fríður sýnum. Það var hart á honum að vera upp á aðra kominn er lasleiki og elli fóru að gjöra vart við sig, en Guð létti þeirri byrði af honum er hann tók hann mánudaginn 15. október. Guðjón fékk áfyll (datt) laugardaginn fyrir Pálmasunnu- dag í vor sem leið, þá var hann tekinn til Bismarck og var þar á spítala um tíma, kom svo heim en var mesti aumingi til síðustu stundar. Svo 10. október fékk hann slag, varð alveg máttlaus, og dó svo eftir fimm daga, þá nærri 85 ára. Hann var lagður til hvíldar miðvikudaginn 17. október frá Lútersku kirkjunni í Grafton undir umsjón Adams útfararstofu. Séra T. H. Med- gorden jarðsöng og yndislegur söngur fór fram. Mikið fjölmenni var viðstatt. Hann var jarðaður í Crescent-grafreit. — Líkmenn voru: Joe Rinde, Hugo Kutz, Arthur Johnson, Henry Op- perod, A. B. Thompson og L. R. Roney. Eftir jarðarförina voru öllum veittar góðgjörðir í kirkju kjallaranum af kvenfélagssystr- um Mrs. Ármann. Og var það eftir , þessara hjóna hugsunar- hætti, því þau hafa ævinlega verið gestrisin og veitandi. Guðjón tilheyrði slökkviliði Grafton-bæjar og var á því sviði mjög duglegur og snar, því hann var fjarska duglegur meðan hann var yngri, og síðustu árin var hann heiðursmeðlimur þeirra. Slökkviliðið fjölmenti og þeir gengu út í einni heild með kistunni hans. Mr. og Mrs. Ármann var hald- ið mjög myndarlegt gullbrúð- kaup 1945 af börnum og sam- ferðafólki þeirra. Guðjóni veittist sú gleði, að fá að sjá fæðingarland sitt, ís- land. Hann fór þangað 1930 og hafði mikið yndi af því. Hann var mjög sönghneigður, var söngstjóri í Lúterska íslenzka söfnuðinum hér fyr á árum í Grafton. Og til síðustu stundar söng hann alla fögru íslenzku sálmana heima hjá sér; var allt- af sí-syngjandi. „Við störum á eftir þér! Og stundum, ef leiðin er löng, þá unum við ennþá í anda, við óminn af þínum söng“. Hjálpsamur var Guðjón í fylsta máta ef einhver átti bágt. Munu flestir, sem þekktu hann, segja með skáldinu: „Svo vertu sæll og sofðu rótt, því sólskin vermir leiðið hljótt“. Og líka þetta: „Af hjarta vér þökkum hvert handtakið þér. í hugum þótt rökkvi við skilnaðinn hér“. Guðjón eftirskilur, auk ekkj- unnar, eina dóttur, Mrs. Lyman Bjerker, Grafton, N. D., og þrjá syni: Stefán W., Minneapolis, Minn., Magnús O., Bismarck, N. Dak og John í Fargo, N. Dak. og tíu barnabörn. Hann átti mörg skyldmenni og vini á íslandi. „Kveðjuorð frá öllum börnum þínum, alheimssólin flytji á vængjum sínum, til þín yfir eilífðanna höf, ást og friður signi þína gröf“. Og frá öldruðu ekkjunni, sem situr ein og hnípin í húsinu þeirra: „Nú aftur vindur bærir rósabrár, svo blika um grafir ásthrein daggartár. Og sólin hrein, er signdi beðinn þinn, og sofðu væran ljúfi ástvin minn“. Fyrir hönd ekkjunnar, Mrs. M. F. Björnson. Newsletter . . . Framhald af bls. 4 car just made it back in time to avoid the Prairie blizzards. ☆ Baptisms—On August 26th— Sigurdur, son of Johann and Winston Hannesson of Berkeley. Sharon Lee, daughter, and Shephen Ray, son of Ray and Margaret Borge of Los Altos. * * * Craclle Roll—Born to: Norman and Irene Thorstein- son of Sacramento, a doughter Noreen Susan, on September 18. Ingi and Kristin Thordarson of Decato, a daughter Pamela In- grid, on September 19. Svenni and Asta Loa Olafsson of Berkeley, a son Svenn Erik, on October 4. Phil and Connie Yagotin of San Francisco, a son John Wes- ley, on October 9. (Connie is Sue Thorlaksson’s sister.) Wedding Bells—They rang for Lillian Thorpe and John Paul Sterling of Oakland on October 27. Congratulations and best wishes. (Lillian is “Johnnie” Ed- ward’s sister.) * * * New Homes—Ingi Thordarson at Decoto; Larry Erlandson and Chris Finnson at San Mateo; MESSU BOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Séra Valdimar J. Eylands. Heimili 686 Banning Street. Sími 30 744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. ☆ Lúterska kirkjan í Selkirk. Sunnudaginn, 9. des. Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 12 íslenzk messa kl. 7 síðd. Fólk boðið velkomið! S. Ólafsson ☆ — Gimli Lutheran Parish — H. S. Sigmar, Pastor Sund. Dec. 9th 9:00 a.m. Betel. 2:00 p.m. Confirmation Class, Riverton. 3:00 p.m. Service, Riverton. 7:00 p.m. Service, Gimli. Skozkur drengur var að sýna ferðamanni gamla skozka höll, og þegar ferðamaðurinn skildi við hann, við hlið hallarinnar, án þess að gefa honum þjórfé, sagði hann: — Þegar þér komið aftur heim á hótelið, maður minn, og finnið að þér hafið tapað peningum úr veskinu yðar, þá ætla ég að biðja yður að minnast þess, að þér opnuðuð ekki veskið yðar hérna. ☆ — Ó, ég er búinn að týna litla hundinum mínum, — honum „Kuta“. — Þau ættir að reyna að láta auglýsingu í blaðið. — Hvað ætli það þýði, ekki kann hundurinn að lesa! Lorne Christopherson at Red- wood City; Paul Sterling at Oak- land; George Goodman at Ber- keley; and Norman Thorsteinson at Sacramento. Addresses fur- nished on request. * * * Tom Thorpe, formerly of San Bruno, has moved with his fa- mily to Valdez, Alaska, where he is employed by the Marine Ter- minals. Best of luck and look out for the Bears! * * * Please send Sigga Benonys a note or card c/o Permanente Hospital, Room A-5, Cor. Broad- way and McArthur, Oakland, Calif. Or give her a telephone call, Humbolt 3-5720 Ext. 461. She also needs our prayers. * * * Our next picnic date is Janu- ary 27, 1952. Welcome! Very sincerely yours, Rev. and Mrs. Thorlaksson. Winnipeg, Man. BARLEY PRODUCTION IN CANADA In the last five years Canada has been producing annually from about 120,000,000 to 160,000,000 bushels. The average production is about 145,000,000 bushels. Of this some 134,000,000 bushels is produced in tne three Prairie Provinces and 11,000,000 bushels in Eastern Canada, mostly in Ontario and Quebec. In the Maritime Provinces, particularly in New Brunswick, an effort is being made to introduce more barley into the crop rotation. The proposed plan is to have it follow potatoes and to be used as a nurse crop for clover. In Quebec and Ontario some barley is being grown for the malting industry, but most of the crop is used for feed on the farms where it is produced. The Prairie Provinces produce most of the malting and milling barley and, in addition, ship large quantities of feed barley to Eastern Canada and when there is an export demand, also supply this market. British Columbia, with the excep- tion of the Peace River Block, produces very little barley and imports that used as malt and feed from the Prairies. i On the Prairies, malting barley is produced in quite definite regions. In Manitoba, the best malting barley comes from the Swan River Valley, the Southern slopes of the Riding Mountains, the Portage Plains and in the Pembina Hills. In Saskatchewan, the malting zone is in the Eastern area with the better barley coming from the Melfort and Nipawin regions. In Alberta, the malting areas are the Red Deed Triangle and the area North of Edmonton around Legal. P’or Further information write to Barley Improve- ment Institute, 206 Grain Exchange Building, Winnipeg. First of series of Advertisements—Clip for scrap book. This space contributed by SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD. MD-301 ROSEDALE LUMP (DRUMHELLER) GLEN ROGERS BRIQUETTES BOOKER NUT “Tons of Satisfaction99 THOS. JACKSON & SONS LTD. Phone 37 071 370 Colony St.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.