Lögberg - 24.01.1952, Blaðsíða 1

Lögberg - 24.01.1952, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 V.\n"'e c\ea*cTS Gt A Complele Cleaning Inslilulion PHONE 21374 U^e C\ea1(ieT ^^^|dcreTS tt^'0p.ÁGe LaiAn ^\3'P ® A Complete Cleaning Insiitution 65. ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. JANÚAR, 1952 NÚMER 4 Prof. Finnbogi Guðmundsson Guest Speaker at Banquet Prof. Finnbogi Gudmundsson will be guest speaker at the an- nual banquet of the Icelandic Canadian Club at the Blue Room of the Marlborough Hotel, Fri- day evening, January 25, at 7.00 o’clock. His subject will be: “A Chest of Books”. Prof. Gudmundsson was wel- comed by members of the I.C. Club at their social gathering, January 14th, at the First Fede- rated Church, and gave a short but impressive talk. His remarks Krisimann Guðmundsson: Bókmenntir Saga íslendinga í Vesturheimi IV. Ritslj. Tryggvi J. Oleson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. FJÓRÐA BINDI þessa mikia verks er nú komið út á bóka- forlagi Menningarsjóðs. Ritstjóri þess er Tryggvi J. Oleson, dr. phil. Þetta er stór bók, 423 bls. í stóru broti og yfirgripsmikil, en í henni er sagt frá þremur íslendingabyggðum vestra: —- Argyle-nýlendu, Lundar og Winnipeg. Sögu Argylenýlendunnar hef- ir faðir ritstjórans, Guðni Júlíus Oleson (Eyjólfsson) safnað til og ritað. Hefst hún á almennri sögu byggðarinnar, en síðan er land- nematal og æviþættir fjölda ís- lendinga frá síðari tímum í Argyle. Eru þeir býsna fróðleg- ir, þótt efninu sé mjög þjappað saman. Guðna J. Oleson er eink- ar vel lagið að vera stuttorður og gagnorður. Auk hins framan- talda er svo mikill fróðleikur um nýlendu þessa, prestatal hennar, þátttöku landa þar í heimsstyrjöldunum, um verzlun og opinber störf og ótalmargt fleira. Um Lundarbyggð hafa þeir skrifað í félagi, ritstjórinn og Heimir Thorgrímsson. Eru þar enn stuttir æviþættir fjölda landnámsmanna og síðari tíma' borgara Millivatnahéraðsins og Grunnavatnsbyggðar, auk alls konar fróðleiks. Þar er skemmti- legur kafli um fiskveiðar á Manitobavatni og annar um land búnaðarhætti, ásamt fleiru, sem gaman er að lesa. Þriðji og síðasti hluti bókar- innar fjallar um fyrstu ár ís- lendinga í Winnipeg. Er þar fyrst og fremst fjallað um mál- efni, eins og höf. kemst að orði, en einstaklinga aðeins getið í sambandi við þau. En margra er getið og söguþættir þessir vel ritaðir og fullir af fræðslu um líf landa okkar í höfuðstað þeirra vestur þar. Verðmæti þáttanna er ekki sízt fólgið í því, að þeir veita merkilega sálfræði- lega innsýn í félagslíf íslendinga í útlegðinni, fremur en fyrri hluti bókarinnar. — En skemmti legust þykir mér saga Argyle- byggðar. — Satt að segja byrjaði ég með hálfum huga að lesa þetta þykka bindi, — hélt að það myndi vera leiðinlegt! En það er í reyndinni allt annað. Hér er lesandinn leiddur inn í nýjan og hressileg- an heim, þar sem skýrt er frá ævi og örlögum mikils fjölda samlanda okkar, og ímyndunar- aflið fær óteljandi freistandi við- fangsefni. —Mbl., 15. des. showed that he has a thorough understanding of the value of the club’s cultural work, and he added, “I have been diligently reading the Icelandic Canadian Magazine from its beginning ten years ago and I am looking for- ward with pleasure to close co- operation with the club.” The club, which stands for the preservation of all that is best in the Icelandic heritage so that it may be passed on to coming generations. welcomes the op- portunity to work side by side with the brilliant young profes- sor, whose warm vitality and outstanding scholastic ability will be the greatest asset in our endeavors. The advance orders for reser- vations for the banquet show that people here are most anxi- ous to hear Prof. Gudmundsson at his first public appearance since he was officially welcomed to the Icelandic community, De- cember lOth. On the program will be fea- tured some very fine musical numbers. Miss Sigrid Bardal, popular pianist and accompanist, will give piano selection, and will also accompany Alvin Blon- dal, well known baritone and radio announcer, in a group of vocal solos. The dance will commence at 9.00 o’clock, with Jimmy Gow- ler’s orchestra supplying modern and old-time music, and Mr. Hart Devenney as master of ceremonies. ^ Hon. Byron Johnson Um fáa stjórnmálamenn í Canada er tíðræddara um þess- ar mundir, en íslenzka forsætis- ráðherrann í British Columbia, Hon. Byron Johnson, er knúði fjóra af ráðherrum bræðings- stjórnarinnar, sem til íhalds- flokksins töldust, til að láta af embætti. Sjá frekari umsögn á fjórðu blaðsíðu. Skipaður í óbyrgðarstöðu Stjórnin og allsherjar lög- fræðingafélagið í Canada hefir undanfarið verið að athuga borgaraleg réttindi landsmanna með tilliti til þess, að skipuleggja þau skýrt og ákveðið. Lögfræðingafélagið hefir skip- að sérstaka nefnd í það mál og hefir Jón Ragnar Johnson lög-^ fræðingur í Toronto, sonur Finns Jónssonar og Guðrúnar heit. Ásgeirsdóttur konu hans, verið skipaður formaður þeirrar nefndar. Útvarpserindi um Vestur-íslendinga Eins og lesendur Lögbergs mun reka minni til ferðuðust þau hr. Árni G. Eggertson, K.C., frú Maja, og (Ólöf dóttir þeirra, til Evrópu snemma sumars árið 1950. Á þeirri leið fóru þau til íslands í boði Eimskipafélags ís- lands, og voru viðstödd móttöku- fagnað félagsins og landsmanna er hið nýja og glæsilega skip GULLFOSS bar þar fyrst að landi. Ferðuðust þau með skip- inu meðfram ströndum landsins, ásamt öðrum boðsgestum. Á meðan þau dvöldu á íslandi fékk ríkisútvarpið Árna til að flytja erindi um Vestur-íslend- inga, sem hann gerði. Talaði hann erindi sitt á plötur í út- varpsstöð Reykjavíkur, sem svo útvarpaði því síðar. Á þriðjudaginn, 21. jan. gafst nokkrum Winnipeg-íslendingum kostur á að hlusta á þetta erindi í fyrsta sinni. Höfðu plöturnar verið sendar vestur; hafði Árni fengið Mr. Blick, forstjóra stöðv- arinnar C.J.O.B. til að spila þær á skrifstofu sinni í viðurvist ná- lega tuttugu kunningja sinna. Ekki verður annað sagt en að Árni lögfræðingur hafi í þessu sem öðru reynst góður fulltrúi Vestur-íslendinga í þessari ferð, og að hann hafi borið okkur góða sögu. Þetta er hálftíma erindi; er það mjög vandað að efni og orðfæri, og þrungið af yfirgrips- miklum fróðleik um sögu og at- hafnalíf okkar hér vestra frá fyrstu tíð til þessa dags. Að vísu eru ummælin um afrek okkar, sums staðar næstum um of lof- samleg, en það er einungis þar sem ræðumaðurinn tilfærir um- mæli annara um okkur, svo sem landstjóranna í Canada sem á ýmsum tímum hafa heimsótt Gimli, og hérlendra höfunda sem hafa gert þjóðarbrotið ís- lenzka hér, að umræðuefni í bókum sínum. En það sem ef til vill veldur mestri furðu er það hversu gott vald lögmaðurinn hefir á orðum og framburði ís- lenzkrar tungu. Stendur hann hann þar augsýnilega á gömlum merg frá uppvaxtarárum sínum, því í starfi sínu og daglegu lífi hefir hann lítið tækifæri til að nota mál feðra sinna. Erindi þessu var vel tekið af útvarps- hlustendum á íslandi, svo sem vænta mátti. Þarna hlustaði þjóðin á fræðimannlegt erindi um bræðurna vestra, flutt hóg- værlega á kjarnmiklu og hreinu máli af innfæddum Kanada- manni. Við, hér vestra stöndum í þakkarskuld við ræðumanninn fyrir frammistöðu hans, og á- gætt kynningarstarf. V. J. E. Stuart Garson og Vishinsky eigast við Stuart Garson flutti fyrstu ræðu sína á þingi Sameinuðu þjóðanna í París 8. janúar s.l. og kom við kaun utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Andrei Vishin- sky, þegar hann sagði að nú tal- aði ekki hinn vitri Maxim Lit- vinoff fyrir munn Sovétríkj- anna á alþjóðaþingum heldur Vishinsky, og það væri æskilegt að Sovétríkin tækju aftur upp stefnuna, sem Litvinoff hefði borið fram á þingum alþjóða- bandalagsins. Vishinsky varð öskuvondur og réðist á Garson persónulega með því að segja að nafn hans — Garson — þýddi piltbarn á frönsku, og rök hans væru eins barnaleg og nafn hans. Garson flutti svo aðra ræðu þann 16. þessa’ mánaðar, eina þá berorðuðustu og snörpustu, sem heyrst hefir á þingi Sameinuðu þjóðanna: „Við segjum við Sovét Rússland: Ef ykkur dettur í hug að þið getið farið með okkur eins og þið hafið farið með hverja evrópisku þjóðina af annari í seinni tíð, þá vona ég einlæglega að varnarundirbúningur okkar muni sannfæra ykkur um, að til raun til að yfirbuga og sovétéra okkur verður ykkar afar dýr- keypt og óholt ævintýri“. Garson sagði að Canada myndi ekki sýna neina andúð gegn raunverulegum umbótatillögum Sovétstjórnarinnar, en hann gæti ekki dæmt um þær fyr en hann hefði öll gögn í höndum. 1. Myndi alþjóðaeftirlitskerfi yfir kjarnorkunni vera reiðu- búið að taka til starfa um leið og samþykt um að banna kjarn- orkuvopn kæmi í gildi? 2. Myndi eftirlitsmönnum kjarnorkunefndar verða leyft að fara hvert sem þeir þyrftu að fara og hvenær sem væri, til þess að leysa störf sín af hendi? Vishinsky svaraði með stór- yrðum; sagði að Garson talaði ekki úr kennarastól, og að hann hefði ekki meira vit á þessum málum en svín hefði vit á trú- máladeilum. Flytur eina af hinum mörgu óviðjafnanlegu ræðum sínum Frá heimsókn Winston Chur- chills til Ottawa og hinu fyrra viðtali hans við Truman forseta hefir þegar verið skýrt, en í sam- einuðu þjóðþingi Bandaríkjanna í Washington flutti hann í fyrri viku eina af hinum kyngimögn- uðu ræðum sínum, er allur heimurinn hlustaði undrandi á, sem heldur var ekki mót von, því svo var ræðan meistaralega samin og djarfmannlega flutt; ræðan kom alveg flatt upp á ýmissa hinna háttvirtu þing- manna, er töldu nokkurn veginn víst, að Mr. Churchill væri kom- inn til Washington í bænarerind- um vegna hinna víðtæku og al- varlegu fjárhagserfiðleika, sem brezka þjóðin um þessar mundir horfist í augu við; en hér var engu slíku til að dreifa. Mr. Churchill, venju samkvæmt, fyltur af brennandi metnaði fyr- ir hönd þjóðar sinnar, sagði að erindi sitt til Bandaríkjanna að þessu sinni væri ekki í því fólg- ið að leita gulls, heldur stáls til að fullnægja að svo miklu leyti, sem auðið mætti verða brýnustu þörfum iðnaðarins heima fyrir, auk margs konar tæknilegra á- halda, er þjóðin gæti ekki undir neinum kringumstæðum án ver- ið; en hann kvaðst jafnframt vilja láta það skiljast, að fátt væri brezku þjóðinni fjær skapi en það, að vera upp á aðra kom- in og gerast gustukaþjóð, enda væri þjóðarmetnaði hennar slíkt með öllu ósamboðið; en á rétt- látri dreifingu hráefna ætti hún fulla heimting vegna fórna Þrjú flugslys á yesturströndinni Um síðustu helgi fórust 42 menn af völdum flugslysa vest- ur við haf. Stór flugvél á leið frá Kórea til Seattle steyptist í sjóinn við Queen Charlotte eyj- arnar með 43 menn innanborðs; aðeins 7 björguðust. Flugvél frá Seattle, sem tók þátt í að leita mannanna af fyrri flugvélinni, lenti í snjóbyl og rakst á Tyler fjallið í Washington-ríki. Fimm af áhöfninni komust af en 3 týndust í snjóskriðu og er verið að leita þeirra. Þriðja flugvélin varð að nauðlenda í California og kviknaði þá í henni; 6 menn brunnu til dauðs en 61 komust af meira og minna meiddir. Tveir íslenzkir merkismenn nýlótnir Með flugpósti hafa þær fréttir borist, að nýlega sé látinn i Reykjavík, Karl Finnbogason, fyrrum skólastjóri á Seyðisfirði og um eitt skeið þingmaður Seyðfirðinga, 77 ára að aldri. Karl var góður skólamaður og mælskur vel; hann var bróðir Dr. Guðmundar Finnbogasonar, föður prófessors Finnboga Guð- mundssonar, sem kom til Winni- peg í haust. Hinn maðurinn, látinn fyrir skömmu, er Sigurður Baldvins- son, póstmeistari í Reykjavík, ættaður frá Stakkahlíð í Loð- mundarfirði, 64 ára að aldri. Sigurður var gott ljóðskáld, vel að sér í hljómlist og samdi all- mörg scnglög. Hann var drengur góður og vinfastur sem þá, er bezt getur. Tvennar aukakosningar Síðastliðinn mánudag fóru fram tvennar aukakosningar til fylkisþingsins í Manitoba; þær breyttu engu til um þingstyrk flokkanna; — íhaldsflokkurinn sigraði í Brandon en stjórnar- flokkurinn í La Verendre. hennar og látlausrar baráttu í þágu persónulegra mannrétt- inda og frelsismála mannkyns- ins. Mr. Churchill fékk fullvissu um miljón smálestir af stáli frá Bandaríkjunum í vöruskiptum, að viðbættum ýmissum öðrum hlunnindum; í stað þess fá Bandaríkin af hálfu Breta jafn- virði af tini og aluminium frá Malaya og Canada; af þessu er sýnt, að Mr. Churchill fór ekki erindisleysu til Washington, þó eigi væri í fleira vitnað. Mr. Churchill, sem sjaldan er myrkur í máli, fór ekki dult með þá sannfæringu sína, hve miklu það varðaði fleiri þjóðir en Breta hvernig fram úr réðist deilunni um Suezskipaskurðinn og vildi hann að þar kæmu til fulltingis Bandaríkin, Frakk- land og Tyrkland; ákveðið lof- orð í þá átt, munu stjórnarvöld Bandaríkjanna hafa, að svo komnu máli, verið ófús að láta í té; þá varð Mr. Churchill að sætta sig við það, þótt honum væri slíkt síður en svo að skapi, að yfirflotamálaforingi Norður- Atlantshafsbandalagsins y r ð i amerískur maður en ekki brezk- ur, er brezk stjórnarvöld höfðu áður lagt mikla áherzlu á; en þrátt fyrir það, var það Mr. Churchill, er kom, sá og sigraði. Mr. Churchill lagði af stað heimleiðis síðastliðið mánudags- kvöld, fyltur eldmóði hins bjart- sýna æskumanns þrátt fyrir lit- brigðarík sjötíu og sjö baráttu- og byltingarár að baki. Arni G. Eggertson, K.C. Kosinn í forsetaembætti Á nýlega afstöðnum ársfundi Liberalsamtakanna í Mið-Winni- peg kjördæminu hinu syðra, var Arni G. Eggertson, K.C., kosinn í forsetaembætti. Mr. Eggertson er einbeittur flokksmaður og lætur ekki sinn hlut eftir liggja frjálslyndu stjórnmálastefnunni til fulltingis. Áhöfn Pennsyl- yania fórst Eins og skýrt var frá í síðasta Lögbergi fórst flutningaskipið Pennsylvania á Atlantshafinu fyrir tveim vikum. Skeyti, sem kom frá hinu sökkvandi skipi, skýrði frá því, að áhöfnin, 46 manns, hefði komist í 4 björgun- arbáta. Leit var hafin bæði á skipum og flugvélum eftir mönn unum; einn björgunarbáturinn fanst á hvolfi, en mennirnir ekki, og hinir bátarnir hafa ekki fundist og er nú talið að öll á- höfn skipsins hafi farist og leit- inni hefir verið hætt. Furðuleg fófræði Það er ekki ofsögum sagt af því, hve Bandaríkjamenn marg- ir eru fáfróðir um nágrannaland sitt, Canada, þó færist skörin upp í bekkinn þegar maður, sem talinn er hæfur til þess að skipa sæti á löggjafarþingi Banda- ríkjanna kemur fram með hug- mynd, sem lýsir algerri van- þekkingu á stjórnarstöðu Can- ada og raunar á stjórnmálasögu hans eigin lands. Þann 16. janúar s.l. flutti Timothy Sheehan Rupublican þingmaður frá Chicago, frum- varp á þingi þess efnis að Banda- ríkin innlimuðu Canada. „Við gætum boðið Englandi fé til þess að losa það úr þeim fjárhagslegu vandræðum, sem nú steðja að því, í staðinn fyrir réttindi þess og ítök í Canada“. Með öðrum orðum að Bandaríkin keyptu Canada af Bretlandi eins og Bandaríkjamenn keyptu Alaska af Rússum forðum. Sagði hann að tímabært væri að gera þessa tillögu, vegna þess að Churchill væri þar til staðar, að leita eftir gjafafé. Þ e g a r fréttaritarar tóku Sheehan tali, sagði hann þeim, að hann hefði ekki vitað, að Canada hefði verið sjálfstæð þjóð í langan tíma. En ekki hefir hann heldur kunnað mikið í sögu sinnar eigin þjóðar, sem sagði skilið við Bretland vegna þess, að henni var ekki leyfð íhlutun um sín eigin mál, svo sem skatta álagningu. Því furðulegra er, að honum skyldi detta í hug, að hægt væri fyrir Bandaríkin að innlima heila þjóð án hennar samþykkis. — Frumhlaup þessa þingmanns hefir vakið bæði undrun og athlægi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.