Lögberg - 24.01.1952, Blaðsíða 3

Lögberg - 24.01.1952, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. JANÚAR, 1952 3 Fréttapistlar fré Kyrrahafsströndinni, 1952 Þar sem árið 1951 er nú liðið í aldanna skaut og mun aldrei koma til baka, þá langar mig til að minnast lítið eitt á félagslíf íslendinga í Blaine og Belling- ham, sérstaklega nokkra síðustu mánuði hins liðna árs. BLAINE. Ennþá eru það að minsta kosti tvö íslenzk félög í Blaine, sem töluvert kveður að enn, og starfa af lífi og sál, svo langt sem á- stæður leyfa, þau eru Lestrar- félagið „Jón Trausti“ og Þjóð- ræknisdeildin „Aldan“. Jón Trausti hefir starfað vel og dyggilega að íslenzkum mál- um alt að 33 árum og ávalt gefið meðlimum sínum tækifæri til þess að fylgjast með íslenzkri menningu með því að kaupa stöðugt flestar þær beztu og mest fræðandi bækur, sem ut hafa komið á íslenzkum bóka- markaði, enda er félagið mjög auðugt af ágætis, íslenzkum fræðibókum, sögubókum og ljóð mælum. Forsæti Jóns Trausta hefir ávalt verið skipað ágætis mönnum, sem hafa elskað ísland og alt sem íslenzkt er, enda hefir aldrei annað en íslenzka verið notuð á félagsfundum. Meðlima- tala félagsins heldur sér býsna vel, því þótt þeim öldruðu sé altaf að fækka, af eðlilegum á- stæðum, þá bætast stöðugt aðrir við, jafnvel þó flestir þeirra séu líka nokkuð hnignir að aldri. Allmargir landar hafa flutzt til Blaine nokkur hin síðustu ár, og margir þeirra hafa gengið í félagið, þar á meðal er herra Gísli Guðjónsson, ásamt konu sinni og mörgum efnilegum börn um, þessi fjölskylda kom frá Canada fyrir fáum árum síðan. Eitt af Guðjónssons fyrstu verk- um í Blaine var að gerast með- limur í lestrarfélaginu. Gísli, á- samt sinni ágætis dugnaðarkonu eru með þeim allra duglegustu og ósérhlífnustu meðlimum í Trausta. Fyrir hvern fund fé- lagsins fer Gísli um allan bæinn til að sækja það aldraða fólk, sem ekki hefir nein ráð að kom- ast á fund og ekur því fram og til baka endurgjaldslaust, enda er Gísli elskaður og virtur fyrir. sína miklu hjálp og þátttöku í íslenzku félagslífi. Sú hefir verið reglan hjá Trausta að allir fundir haldist í heimahúsum félagsmanna, eru það því altaf einhverjir sem boða til næsta fundar, og hefir slíkt fundarhald í heimahúsum ávalt reynzt vel. Fyrsti fundur Trausta eftir sumarfríið var haldinn heima hjá Guðjónssons hjónum. Heim- ili þeirra í Blaine er stórt og myndarlegt, enda veitti ekki af því þann 16< september; það var dagurinn sem félagið hóf starf sitt á síðastliðnu hausti. Húsið var vel skipað glöðu og ánægju- legu fólki. Fundurinn hófst, eins og venjulega, með sálmasöng og húslestri í bók Haraldar Níels- sonar (Árin og eilífðin). Þeir lestrar hafa flutt gleði og á- nægju inn í félagið vegna þeirr- ar dýrmætu og stórfræðandi kenningu, sem sú bók innheldur. Þeir lestrar hafa flutt heilsteypt bræðralag og sanna vináttu inn í lestrarfélagið,'*þar af leiðandi eru allir fundir Jóns Trausta ánægjan sjálf. Fundurinn, sem nefndur er að ofan, var vel sóttur, milli 30—40 manns. Þegar búið var að tala um mestu nauðsynjamál félags- ins, var skemmtiskránni snúið upp í gleðisamsæti handa þeim nýgiftu hjónum, Hannesi Teits- syni og Guðlaugu konu hans. Margar ræður voru flutar, til dæmis talaði Dr. H. Sigmar nokkur hlý og falleg orð í garð brúðhjónanna. Á þessum sama fundi gerðist Dr. Sigmar með- limur í lestrarfélaginu ásamt sinni ágætu frú. Einnig tóku til máls séra Albert Kristjánsson, séra Guðm. P. Johnson, Sigur- jón Björnsson, Jón Laxdal, Helgi Steinberg, Guðmundur Guð- brandsson, og kona hans flutti inndælt kvæði; einnig las frú Asta Johnson fallegt kvæði og nokkrir fleiri tóku til máis. Þá þökkuðu brúðhjónin fyrir þann heiður, sem þeim var sýnd- ur og fyrir þær gjafir, sem þeim bárust frá meðlimum félagsins. Herra Hannes Teitsson og kona hans eru bæði mjög trúverðugir meðlimir Trausta. Milli ræðanna voru sungnir margir íslenzkir söngvar með lífi og fjöri. Þá var sest að rausn- arlegum veitingum, sem frú Guðjónsson og dætur þeirra hjóna báru fram handa öllum viðstöddum. Síðan hafa verið haldnir tveir fundir Jóns Trausta, annar hjá Sigurjóni Björnssyni, ritara fé- lagsins, og hinn hjá Sigurði Arngrímssyni og frú hans, ljóm- andi fundir og sami rausnar- skapurinn hvað veitingar snerti. Þjóðræknisdeildin „Aldan". i Annað íslenzkt félag er í Blaine, sem mikið hefir kveðið að, þó ekki sé það mjög gamalt, það er Þjóðræknisdeildin Aldan, það félag er aðeins 7—8 ára gamalt. Mér er ekki nægilega kunnugt um hvað miklar framkvæmdir eða dugnað ýmsar þjóðræknis- deildir hafa sýnt af sér í Vestur- heimi, en það er mér nær að halda, að engin deild, sem stofn- uð hefir verið á meðal íslendinga í þessari heimsálfu, hafi verið þess megnug að hrinda af stað eins stórkostlegu verki og Aldan hefir gert, en þar á ég við bygg- ingu elliheimilisins í Blaine. Það má kannske segja, að það hafi verið ofdirfskufult tal af svo fáum íslendingum að hugsa sér að hrinda slíkri hugsjón í framkvæmd. En þessir menn voru fyrstu meðlimir hinnar ný- stofnuðu Öldu, og þeir létu ekki sitja við orðin tóm, heldur fóru af stað og söfnuðu milli 6 til 7 þúsund dollurum hjá löndunum í Blaine og nágrenni með því skilyrði að þessum peningum yrði skilað aftur til gefenda, ef ekki yrði af framkvæmdum. En áður en sá tími kom, að skila þyrfti peningunum, höfðu marg- ir góðir menn og konur gripið í sama streng og gefið álitlegar upphæðir, svo ljóst var að fram- kvæmdir myndu hefjast. Nöfn gefendanna hafa áður verið birt, svo ekki er þörf á því hér. En heimilið er nú fyrir löngu komið upp og er starfrækt með mestu prýði og til stórheið- urs fyrir alla íslendinga, sem þar hafa lagt hönd á plóginn. Og hefir það nú þegar orðið, og er, og mun verða, til óútmálanlegr- ar blessunar fyrír alla þá landa og afkomendur þeirra, sem þar njóta rólegrar og friðsamlegrar hvíldar á ævikvöldi sínu. Nú er þessari stofnun stjórnað af 9 manna nefnd, samkvæmt lögum stofnunarinnar. Heimilið er starfrækt af mikilli hagsýni og gætni, enda er stjónarnefndin skiptfö ágætis mönnum. Svo eftir alt þetta situr Aldan sem mikilhæf drotning og horfir með ánægju á það starf, sem hún reyndist megnug að hrinda af stað á hinum fyrsta og kröft- uga spretti félagsára sinna. Þó Aldan hafi nú, að nokkru leyti, byrjað að njóta hvíldar elliáranna, þó ung sé, þá er hún ennþá að reyna að halda í horf- inu. Hún heldur fundi sína reglu lega og starfar að heill og þrosk- un afkvæmis síns. í október s.l. hélt Aldan skemtisamkomu í Blaine, til arðs fyrir elliheimilið, og náði inn alt að 100 dollurum. Meðlimum hennar hefir fækk- að allmikið, því margir þeirra hafa dáið, en Aldan heldur starfi sínu áfram í sama anda og áður, til eflingar íslenzkri þjóðrækni og góðum verkum eftir föngum. BELLINGHAM, WASH. íslenzka Lestrarfélagið „Kári“ í Bellingham heldur nú bráðum upp á 38. afmælisárið sitt. Það félag hefir unnið mikið og merki legt starf á meðal íslendinga í Bellingham og nágrenni. Fyrir nokkrum árum síðan var Kári býsna öflugur félags- skapur, og þó að allir íslending- ar í Bellingham hafi ekki verið meðlimir félagsins, þá hafa þeir ávalt verið því hlyntir og tekið eindreginn þátt í hinujai árlegu skemtisamkomum þess. Það var altaf vani Kára að halda þrjár stórar samkomur a ári hverju: Hlutaveltu að haust- inu, og svo myndarlega jóla- veizlu; til þess mannfagnaðar bauð félagið flestum íslending- um, bæði í Bellingham og ná- grenni, og hafði þá ávalt sérstak- lega vandaða skemtiskrá, þar sem bæði úrvals söngfólk og góðir ræðumenn komu fram; síðan hafði félagið myndarlegt skógargyldi á hverju sumri, og margt fólk kom þar ávalt saman til þess að skemta sér. Öllum þessum skemtimótum hélt Kári áfram þar til fyrir þremur árum síðan að meðlima- töýlu félagsins hafði fækkað svo tilfinnanlega, að það varð að draga saman seglin að miklu leyti, og var ástæðan sú, að fjöldi af meðlimum félagsins hafði dáið og aðrir flutt í burtu frá Bellingham. Samt sem áður heldur Kári áfram að starfa eftir beztu getu. Jólaveizlan, sem altaf var haldin í' Bellingham, er nú ekki lengur höfð þar, en síðan ellihéimilið í Blaine tók til starfa, hefir Kári farið þangað fyrir hver jól, nú í þrjú ár, og sett upp rausnar- lega veizlu handa öllum á heim- ilinu með vandaðri skemtiskrá, þannig gerði Kári fyrir þessi síð- ustu jól. Þann 16. desember hafði félag- ið sérstaklega tilkomumikla skemtun og átveizlu handa öllu vistfólki og starfsfólki á heim- ilinu, þar að auki bauð Kári allri stjórnarnefnd heimilisins. Sá jólafögnuður hófst með messugjörð, þar sem séra Guðm. P. Johnson prédikaði, en herra Ársæll Augustson lék á hljóð- færið. Það var fullkomin lútersk messa með messusvörum, líkt og í kirkju, töluvert á annað hundr- að manns hlýddu þar messu. Eftir að fólk hafði heilsast með handabandi og talað saman en norrænu víkingarnir fundu landið og fóru að kanna það. Heichelheim, sem gert hefir hagfærði fyrri alda að sérgrein sinni, byggir kenningu sína á því, að fundizt hafi þrír fornir peningar á íslandi, en peningar þessir voru slegnir í Rómaveldi fyrir árið 300 e. Kr. burð. Er kenning prófessorsins á þá leið, að peningar þessir hafi verið í fórum þýzks sæfara, er hafði áður verið í þjónustu Rómverja, verið í her þeirra. Hann hafi rek- ið hér á land, og hafi þá grafið peningana, að líkindum til að friðþægja guðunum. Heichelheim segir, að pening- arnir hljóti að hafa verið fluttir til íslands ekki síðar en árið 300 e. Kr. burð, því að þeir hafi verið stutta stund, kvað sér hljóðs herra Björn Ásmundsson frá Bellingham, sem í mörg ár hefir verið forseti Kára og er ennþá; hann bað alla að syngja „Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur“; síðan ávarpaði forseti fólkið með nokkrum fallegum orðum og skýrði frá tilgangi þessa mannfagnaðar. Þá hófust' ræður og söngvar með gleði og: miklu fjöri. Fyrstur tók til máls, herra Andrew Danielson, skrifari Elli- heimilisnefndarinnar, síðan hr. Einar Símonarson, lögfræðingur og forseti nefndarinnar. Þeir létu í ljósi ánægju sína yfir heimsókn Kára og þökkuðu hana ínnilega. Þá talaði Hannes Teits- son, séra Guðm. P. Johnson, og kona hans, síðan tók til máls ráðskona heimilisins, frú Thora Pálsson Scully, hún þakkaði hjartanlega fyrir heimsóknina og talaði bæði fallega og á góðri íslenzku; síðan tóku nokkrir fleiri til máls; síðasti ræðumað- ur var séra Albert Kristjánsson, hann þakkaði öllum mjög hlý- lega: presti fyrir messuna, for- seta fyrir góða stjórn á skemti- skránni, spilara fyrir góðan söng og undirspil, Dalielson fyrir fallega ræðu, Símonarson fyrir valin orð og fallega íslenzku, ráðskonunni fyrir skörulega ræðu og gott hald á íslenzkri tungu, konum Kára fyrir góðan mat og kaffi, sem hann vissi að bráðum yrði á borð borinn, síðan þakkaði séra Albert öllum fyrir gott starf og alla góða hjálp fyr- ir elliheimilið. Síðan sagði prest- urinn skemtilega gamansögu, sem allir hlógu dátt að; séra Al- bert endaði ræðu sína með nokkrum hvatningarorðum um áframhaldandi starf til eflingar heimilinu. Á milli ræðnanna voru sungn- ir íslenzkir söngvar undir stjórn herra Augustons, sem bæði söng og spilaði undir af mikilli list. Að síðustu var sungið „Eld- gamla ísafold og „My Country tis of thee“. Þá var gefið hlé, svo konur Kára, sem stóðu fyrir veitingum gætu borið á borð. Það má segja að borð svignuðu undir góðum réttum: hangikjöti, rúllupylsu og fjölda mörgum fleiri hátíðaréttum. Um eitt hundrað manns sátu til borðs. Allir borðuðu vel, skemtu sér á- gætlega og voru glaðir. Mun þessi eftirmiðdagsstund verða ó- gleymanleg mörgum af þeim öldruðu börnum, sem gista „Stafholt“. skýrt frá á prenti, fyrst í bok sinni „Gengið á reka“, en síðan í tímaritinu „Scandinavian Amer- ican Reviw" og auk þess 1 danska tímaritinu „Nordisk Numisma- tisk Aarskrift“. Eichelheim prófessor hefir ný- lega ritað Kristjáni Eldjárn bréf, þar sem hann leitar nánari upplýsinga um rómversku mynt irnar, og má af því marka, hve „frumleg“ þessi tilgáta hans ef um hina fyrstu landkönnuði á ís- landi. —VISIR, 7. des. Hann: — Mig hefir langað til að spyrja þig einnar spurningar í margar vikur. Hún: — Ég hefi haft svarið tilbúið í marga mánuði! G, P. J. Kanadískur prófessor með íslenzka hugmynd Setur fram tilgátu byggða á athugunum Kr. Eldjárns Toronto (UP). — Prófessor Fritz Heichelheim við há- skólann hér í borg vill láta breyta íslandssögunni. Prófessor Heichelheim heldur því fram, að norrænir víkingar hafi alls ekki fundið ísland í öndverðu. Hann segir, að róm- verskir hermenn hafi komið þar um það bil árið 300 e. Kr. burð — að minnsta kosti 500 árum áður gefnir út á miklum verðbólgu- tímum, svo að þeir urðu verð lausir nokkru eftir árið 300. Prófessorinn mun bráðlega birta grein um þessa kenningu sína í brezka fornfræðiritinu „Antiquity”. í þessu sambandi vill Vísir geta þess, að „tilgáta hins kana- díska menntamanns er engan veginn ný af nálinni, og margt bendir til þess, að hann hafi stuðzt og styðjist hér við athug- anir, sem Kristján Eldjárn þjóð- minjavörður hefir áður gert, og Business and Pr< ifessional I Cards PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6—652 HOME ST. Vi5tals?tlmi 3—5 eftlr hádegi S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smiih Si. Winnipeg PHONE 924 624 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ct. vega peningalán og eldsábyrgfi, bifreiðaábyrgS o. s. frv. Phone 927 538 Phone 21 101 ESTIMA TES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnlpeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 204 845 PHONE 722 401 FOR QUICK. RELIABLE SERVICE g’Tmli funeral home 51 Firsl Avenue Ný útfararstofa með þeim full- komnasta útbúnaði, sem völ er á, annast virðulega um útfarir, selur líkkistur, minnisvarða og legsteina. Alan Couch. Funeral Direclor Phone—Business 32 Residence 59 DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selklrk, Jdan. Office Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDINO Telephone 97 932 Home Telephonpe 202 398 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœthngar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 DR. ROBERT BLACK Sérfræöingur i augna, eyrna, nef og hálssjtíkdömum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 923 815 Heimasími 403 794 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAQE, Managing Directcr Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. Branch (Æ* E • S Store at miBSITO1 123 1 JEWELLERS I TENTH ST. BRAND0N 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 447 Portage Ave. Ph. 926 885 ( GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettina 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage wlU be appredated /tv HAGBORG FtEL/^ PHONE 21531 J- imnnni jMiimaini^ Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson Minnist BETEL 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m. - 6 p.m. and by appointment. í erfðaskrám yðar. A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Stofnaö 1894 Simi 27 324 Dr. P. H. T. Thorlakson VVINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan. Wlnnlpeg PHONE 920 441 Phone 23 996 700 Notre Dame Ave. Opposite Matemlty PavilUon, General Hospital. Nell’s Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designa, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 27 482 PHONE 927 025 H, J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON & CO. Chartcred Acconntants 505 Confederation Life Bldg. WINNIPEG MANITOBA Office 933 587 Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Maln Street WINNIPEG CANADA PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrisíers - Solicilors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Wlnnipeg, Man. Phone RlHl SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hltaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út með reyknum.—Skrifið, stmiðxtil KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Simar: 33 744 — 34 431 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Whoiesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK, Símt 925 227 DR. H. W. TWEED Tannlœknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUtLDING Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 926 952 WINNIPEG Rovaizos Flower Shop 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Our Specialties: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Miss 4. Chrlstte, Proprtetress Formerly with Robinson & Co. i v

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.