Lögberg - 24.01.1952, Blaðsíða 4

Lögberg - 24.01.1952, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. JANÚAR, 1952 5.ÖBterg Qtífið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utan&skrift ritstjörans: BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is prlnted and published by The Columbia Press Ltd. 6 95 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Autnorlzed as Second Class Mail, Post Offlce Department, Ottawa Lætur ekki að sér hæða Um nokkur undanfarin ár hefir ráðið ríkjum í British Columbia, Byron Ingimar Johnson, íslenzkur í báðar ættir, eins og nú er fyrir alllöngu kunnugt. — Eftir að John Hart lét af völdum í British Columbia, þjóðkunnur ágætismaður, varð það að sjálfsögðu eitt helzta vandamál frjálslynda flokksins, að velja eftir- mann hans. Á flokksþinginu, er gera skyldi út um mál þetta, var Byron Ingimar Johnson kosinn foringi flokks- ins og hefir síðan skipað embætti forsætisráðherra við stuðning síns eiginn flokks og þingflokks íhaldsmanna. Eins og í Manitoba, hefir samsteypustjórn farið með völd í British Columbia, sem notið hefir misjafnrar lýðhylli, þrátt fyrir viðurkenda mannkosti og forustu- hæfileika Mr, Johnsons. Innan vébanda Liberal-flokksins hefir jafnan verið harðsnúin fylking, er hataðist við samstarfið við íhalds- menn og vildi, að því yrði slitið sem allra fyrst, og bar einkum á þessu í fyrra meðal yngri samtaka flokksins, er áfeldust stranglega Mr. Johnson fyrir trúmensku hans við bræðinginn. Sú alda féll samt sem áður fljótt um sjálfa sig; en nú, svo að segja alveg nýverið, reið yfir Mr. Johnson og samstarfsmenn hans úr Liberal- flokknum í ráðnuneytinu, önnur óánægjualda, er for- maður Liberal-samtakanna í fylkinu stofnaði til, þar sem hann bar Mr. Johnson á brýn, knjáliðakiknun og ýmislegt annað góðgæti slíkrar tegundar. Formaður Liberal-samtakanna krafðist þess að flokksþing yrði haldið í næstkomandi febrúarmánuði, þar sem teknar yrðu ráðstafanir varðandi megin stefnuskrármál flokksins, er iögð yrði fyrir kjósendur í næstu kosning- um. Er hér var komið sögu fór að þykkna í forsætis- ráðherra; taldi hann það deginum ljósara, að þar sem vitað væri, að fylkisþing kæmi saman í febrúar, kæmi ekki til mála að alment flokksþing yrði haldið í sömu andránni, og hann sagðist ekki heldur láta neinum manni líðast, hvort sem hann væri flokksbróðir sinn eða ekki, að taka fram fyrir hendurnar á sér eða leggja sér orð í munn. í stað þess að halda flokksþingið í febrúar varð það að ráði, a<5 slíkt þing skyldi haldið ekki síðar en þann þrítugasta júní næsta sumar. Naumast hafði lækkað í sjóinn vegna áminsts á- greinings innan vébanda Liberala sjálfra, er önnur alda skall yfir engu umfangsminni en hin, nema að síður væri, en hún átti upphaf sitt í herbúðum íhaldsmanna. Fjármálaráðherra fylkisstjórnarinnar, Herbert Ans- comb, er brugðið hafði sér til Ottawa og gert þar, fyrir hönd fylkisins, skattamálasamning við sambands- stjórnina, lét sér verða það á, að opinbera innihald samningsins áður en málið hafði verið rætt á ráðherra- fundi. Nú þótti forsætisráðherra sér nóg boðið, og krafðist þess þegar, að Mr. Anscomb bæðist lausnar frá embætti, er táknaði raunar það sama og brottvikn- ing, og mun með þessu sett met í stjórnmálasögu cana- dísku þjóðarinnar. Mr. Anscomb sá þann kost vænstan að hverfa úr stjórninni og slíkt hið sama gerðu þrír hásetar hans, er sæti áttu í ráðuneytinu; með því er endi bundinn á hið vafasama fóstbræðralag frjálslynda flokksins og íhaldsaflanna í British Columbia fylki. Úr því sem nú er komiö, er það auðsætt, að fylkis- kosningar í British Columbia fari eigi fram fyr en á komanda sumri. Mr Johnson hefir nú skipað menn úr sínum flokki í stað íhaldsráðherranna, er horfið hafa úr stjórninni og tekið sér sæti á andstæðingabekk. Alls eiga sæti í fylkisþinginu 48 þingmenn. Þingstyrkur frjálslynda flokksins nemur 23 þingsætum, en auk þess hafa þrír þingmenn, er töldust utan flokka, heitið stjórninni fylgi sínu. Stjórnin nýtur þess vegna af eigin rammleik nægilegs þingfylgis til að afgreiða fjárlög og önnur aðkallandi stórmál, er eigi þola bið. Mr. Byron Ingimar Johnson hefir auðsjáanlega svarið sig í ætt við hina fornu víkinga; hann er afger- andi húsbóndi á sínu heimili, er lætur munnhöggorust- ur, þótt snarpar verði, lítt á sig fá. Fréttabréf til Lögbergs fré Borgarfirði hinum meiri (Niðurlag) Ekki var annað hægt að segja, en að við tækjum lífinu með ró þar sem önnur dagleið okkar var frá Reykjavatni og að Skammá, sem rennur úr Réttarvatni í Arnarvatn-Stóra. Um miðja 19. öld þegar hið mikla fjárkláðaþras var að kom- ast í algleyming skipuðu Norð- lendingar, eitt sumar, varð- mönnum frá botni Hrútafjarðar til Langjökuls. Einn hópur varð- manna bjó í skála sem byggður var á bakka Skammár norðan megin. Þessi skáli, sem hlaðinn var úr völdum hellum, þótti furðu mikið mannvirki á sinni tíð, og stóð tóftin fram yfir síð- ustu aldamót, en þá var hann endurreistur og notaður sem sæluhús fyrir langferðamenn, sem áttu leið yfir þessar heiðar. Varðmennirnir nefndu skála þennan Hliðskjálf og heldur hann því nafni síðan. Hjá þess- um nafnkenda skála völdum við okkur tjaldstað. Og á þessum stað áttum við nóg umtalsefni frá liðnum tímum, bæði frá veiðimönnum og ferðamönnum, því Hliðskjálf var við hinn fjölfarna þjóðveg milli Suður- og Norðurlands. Ekki er langt til matfanga fyrir þá, sem dvelja við Hliðskjálf, því veiðivötnin eru þar til beggja handa Réttar- vatn og Arnarvatn stóra, sem bæði eru veiðisæl vötn, enda hefir veiði verið stunduð þar bæði vor og haust frá því snemma á öldum. Um það vitna bezt hinar mörgu rústir niður- hrundra veiðimannakofa; bera þeir horfnum kynslóðum gott vitni um það, að ekki eru það neinir aukvisar, sem leggja það á sig í nóvembermánuði að liggja dag eftir dag á ís við drag- netaveiði inni á reginheiðum og hýrast í slíkum hreysum um langar vetrarnætur. Þ e s s i r bjargræðisútvegir báru vott um listfengi og karlmensku, en þeir voru harðsóttir. Nú vorum við að skemta okkur í vorblíð- unni og höfðum ekki af öðru að segja en unaði lífsins. Kaldari voru kjörin þeirra eldri-tíðar- manna sem á ísnum lágu. Þriðja dagleið okkar var frá Skammá að Úlfsvatni. Var á þeirri leið margt að sjá og frá mörgu að segja. Á þeirri leið taka veiðivötnin við eitt af öðru, bæði stór og smá, og má það með réttu segja, að alt sé þar þakið í vötnum, sem merkileg eru að ýmsu leyti og hefi ég áður skrif- að um þau í sagnaþáttum mín- um, en það er dauður bókstafur, sem jafnast ekkert á við það, að skoða landið með eigin augum. Að kvöldi dags, eftir fjögurra daga ferð um Arnarvatnsheiði, tókum við okkur náttstað á Húsafelli og fengum þar einn af þeim hvíldarstöðum, sem sveit- ir íslands hafa beztan að bjóða. Aldrei eru vorannirnar meiri á íslandi en ym Jónsmessuleyt- ið. Stendur það í sambandi við sauðfjár eignirnar. Og svo var •það þetta vor. Þá sömu daga, sem við vorum að skemta okkur, var hið fáliðaða sveitafólk að rýja sauðfé sitt óg reka til fjalls. Þá daga hefir það lengi verið svo, að árla er risið úr rekkju og gengið seint til hvíldar, lýk- ur þeirri skorpu með því að fé er rekið til heiða, þar sem það unir sér vel í kostalöndum. Inn á reginheiðum kemst mað- ur í það millibilsástand að vita hvorki í þennan heim né annan, en þegar aftur er komið til byggða blasir alls staðar við annríkið, sem ekki verður um- flúið. En þegar annirnar og vinnugleðin verða samrýmd fellur allt í ljúfa löð. Það hefir mörgum þótt björgulegt verk að klyppa þykk og þelrík reifi af vel framgengnu fé og reka það svo tij heiða. Hefir mörgu fólki, bæði piltum og stúlkum lengi þótt það eftirsóknarverð skemtun, einkum þegar gæðing- ar voru í förinni, sem gátu fyrst á heimleiðinni neytt allra sinna kosta; svefn og þreyta mega lúta í lægra haldi hjá þeim, sem eiga þess kost að sitja á gæðing af beztu tegund á fögrum vor- morgni. Það er átján klukku- tíma verk að koma stórum rekstri af lambám neðan úr Reykholtsdal og austur fyrir þá girðingu, sem skilur á milli heimalands efstu bæja Hvítár- síðu og afrétta Hálssveitunga og Reykdælfhga á Arnarvatns- heiði. Eiga margir Borgfirðing- ar æskuminningar frá þeim vor- morgnum þegar öllum þeim á- hyggjum var lokið, sem því fylgja að reka fleiri hundruð lambær alla þessa löngu leið og að lokum að skilja ekki fyrr við hópinn en hvert lamb fylgdi sinni réttu móður. Vel má vera að margir telji það lítt mennt- andi starf að ríða hvíldarlítið í átján klukkutíma með sama fjárreksturinn og heyra ekkert annað en hið látlausa jarm í án- um og lömbunum, en við nánari athugun birtist þar sem alls staðar hin endalausa fjölbreytni í ríki náttúrunnar, því ekkert lamb og engin ær jarma alveg eins, og jarmur, einkum lamba, er það eina hljóð, sem geymist í hlustum manna 1 fleiri klukku- tíma eftir að þeir hafa yfirgefið reksturinn. Einkum er það þeg- ar komið er að árnið sem jarm- urinn verður ennþá hærri og skýrari heldur en hann var nokkru sinni meðan þeim var fylgt, en sömu breytilegu raddir kindanna, sem í rekstrinum voru, halda sér svo að maður heyrir þar sömu lömb og sömu ær jarma, þó þær séu orðnar í fimmtíu kílómetra fjarlægð. Um þetta get ég borið af eigin reynslu og hefir það engum breytingum tekið í mínum aug- um frá barnæsku til elli. Hann er sár jarmurinn bæði í á og lambi þegar þau hafa séð hvort af öðru og óttast um að ná ekki aftur saman. Það eru líka þær einu raddir sem ég veit um að enduróma lengst í hlustum manna. Ég hefi valið mér tíu ára gam- alt efni í þennan þátt meðal annars fyrir þá skuld, að þá voru hér að ýmsu leyti björgu- legri tímar í þessum sveitum heldur en á yfirstandandi ári, þegar engin sauðkind er uppi- standandi í allri Borgarfjarðar- sýslu' og er hluti af Mýrarsýslu líka sauðlaus með öllu. Muna því ýmsir bændur fífil sinn fegri meðan þeir ráku fleiri hundruð lambær til heiða og endurheimtu svo í réttum þenn- an glæsilega hóp sem tók svo hröðum vexti á beztu kosta- löndum heiðanna að undrun sætti. Vel fóðrað sauðfé sem gengur á kostalönd á sumrum er sterkasti þátturinn í sældarbú- skap sveitafólksins. Afurðir sauðfjár er nú bezta vara, sem sveitabændur hafa á boðstólum, ull og dilkakét, en það er margt fleira sem má bera því til hróss, bæði beint og óbeint. Það er sauðféð sem er sterkasti þáttur- inn í því að hafa laðað æskuna inn á veg útreiða. Það eru fjár- leitarmenn og æskumenn, sem hafa látið eftir sig þann aragrúa af örnefnum, sem geymzt hafa frá kyni til kyns. Ferðasagan um Arnarvatns- heiði, sem ég hefi skrifað hér að framan, verður eftirminnilegust fyrir þau örnefni, sem alls stað- ar gerðu landið lifandi og tal- andi bæði nær og fjær. Þetta er óskráð landafræði, en sem öllum fjárleitarmönnum er þörf á að kunna upp á sína tíu fingur. Það hefir sumum fjörugum piltinum þótt löng biðin eftir að þeir nái fjórtán ára aldri, en við þann aldur er það miðað, hvort þeir séu hlutgengir í kindaleit. Það hefir átt sér stað, þegar fjall- konungar hafa kannað lið sitt, eða úr byggðum haldið, að þeir hafa gert afturreka unga smá- sveina. Hefir það ætíð valdið sársauka. Þessir ungu menn, sem voru búnir að telja dagana til þessarar stundar, verða að ríða heim á leið, bæði hryggir og reiðir þegar þeir sjá hina ríða fylktu liði til heiða. En þegar þeir voru gerðir rækir, að ó- reyndu, fyrir þá einu ástæðu að þeir voru smávaxnir, gat það verið hæpinn úrskurður. Fót- hvatir, skarpskygnir og ratvísir unglingar eru vanalega efni í beztu leitarmenn og leitarfor- ingja. Þetta var kveðið um tvo velþekkta leitarforingja Vatns- dælinga. Þegar Jón á Hóli, sem í hálfa öld hafði stjórnað heiðar- leitum allt til Fljótsdranga og Réttarvatnstanga og rataði um allar þær leiðir á hverju sem gekk með vind og veður: „Vaxtarsmár en furðu frár, fór með þrár í barmi fjórtán ára fjalls um gjár og fegins tár á hvarmi“. Það væri skaði að gera slíka pilta ræka úr leit þótt ekki væru þeir háir í loftinu. Það eru þess- ir gömlu og greindu leitarmenn, sem á hverju hausti hafa rifjað upp þann aragrúa af gömlum nöfnum, sem alls staðar taka við eitt af öðru á heiðum uppi. Það er eins og flest annað gott í sambandi við sauðfjáreignina að þessar fornmenjar á heiðum uppi hafa geymzt svona trúlega sem raun ber vitni. Það er ekki einungis að gamlir og góðir leitarmenn þekki nöfn á hverj- um krók og kima, þeir elska ó- byggðirnar meir eftir því sem þeir kynnast þeim lengur og betur. Og fram til hárrar elli hlakka þeir til þess að fara í göngur: „Þegar halla hausti fer, hæðir kalla löngum, hugurinn allur unir sér inn til fjalla í göngum“. Þannig kveður Á s g r í m u r Vatnsdælingaskáld. Það er ó- svikinn og næsta fágætur vin- skapurinn, sem myndast hefir í Fljótsdrögum milli svokall- aðra gangnaforingja úr Vatns- dal í Húnavatnssýslu og Reyk- dælinga úr Borgarfjarðarsýslu. Ekki eru þau kynni meiri en það, að eina nótt á ári hverju hafa þeir sameiginlegt náttból í Fljótsdrögum, þar sem þeir mæt- ast í haustleitum. Vorið 1939 hófst nýr þáttur í þessum gömlu kynnum. Borgfirðingar vildu lofa Húnvetningum að sjá hvernig þeir litu út þegar þeir væru búnir að strjúka af sér hrosshárin og heiðarykið og sýna þeim konur sínar, börn og býli. En til þess að svo gæti orðið var eina ráðið að bjóða gömlum göngumönnum úr Vatns dal og Þingi, að þiggja sameig- inlegt veizluboð í Reykholtsdal. Veizluboð þetta var þakksam- lega þegið af öldruðum gangna- mönnum, sem það var sér í lagi stílað til. Um þrjátíu Húnvetn- ingar völdust til þessarar ferð- ar. Mátti telja þar fremsta í flokki Ágúst Jónsson á Hofi, Guðjón Hallgrímsson frá Norð- urmýri, Halldór Jónsson frá Brekku og þá bræður Lárus í Grímstungu og Eystein á Guð- rúnarstöðum; ýmsa fleiri mætti telja, sem ég verð þó að sleppa hér. Nú voru það akvegir og bílar sem gerðu mönnum hægt um hönd að finnast þótt vík væri milli vina. Á einni klukku- stund er nú farin á bílum sú leið sem eldritíðarmenn voru heilan dag að komast með klyfja- lestir sínar. Þótt hinir öldruðu gangnamenn væru reiðmenn góðir tóku þeir að þessu sinni þau fljótvirkari farartæki, bíl- ana. Það var laugardaginn 11. júní 1939, sem þessir gömlu gangna- menn heimsóttu Hálssveitinga og Reykdælinga í fyrsta sinni. Voru um þrjátíu manns í þeirri för, að meðtöldum konum og eitthvað af yngra fólki sem fyllti þennan flokk. Enginn veizlufagnaður af hálfu okkar Borgfirðinga var fyrirhugaður þann dag, en í þess stað slegist í för með þessum glöðu gestum um Reykholtsdal og Hálsasveit sunnanverða til Húsafells, þar sem margt er merkilegt að sjá og skoða. Það- an var ekið til baka um Hrauns- ár, að Barnafossi, þar er einn fegursti bletturinn í Borgar- firði. Notaðist svo vel úr þessu rólega vorkvöldi að áður en sól- in var gengin til viðar var búið að sýna Húnvetningum þeim, sem voru í þessari för, heim til allra bæja í Hálsasveit, Hvítár- síðu og Reykholtsdal. Var það vel að verið. Eftir þetta mikla dagsverk voru öllum þessum gestum reiðubúnir náttstaðir í Reykholtsdal og Fljótsdal; á öll- um bæjum í þeim dölum áttu Húnvetningar vinum að mæta frá gömlum kynnum úr Fljóts- drögum. Munu því allir hafa sætt sig vel við gististaðina og ekki þótt á þeim svo mikill kot- ungsbragur. Næsta dag var öllum þessum húnvetnsku gestum boðið til samsætis í ungmennafélagshúsi Reykdælinga. Var það gestaboð mjög við hæfi þeirra manna, sem hafa hlotið mestan þroska sinn í glímunni við hin breyti- legu kjör sveitalífsins. Meiri- hluti Reykdælinga hafa lengi verið hófsmenn og sumir hatað vín, ekki þótti það viðeigandi að bjóða Húnvetningum í þurra veizlu. Samt var öllu í hóf stillt, aðeins lítið eitt þéttari handtök að skilnaði þegar þessi góðvina- flokkur var kvaddur að kvöldi dags við Illafoss hjá Hvítárbrú. Nú h ö f ð u Vatnsdælingar kynnst efri byggðum Borgar- fjarðar og íbúum þeirra. Vildu þeir nú gjalda líku líkt, og sýna það í verki að þeir væru okkur fremri að rausn og örlyndi. Ekki létu þeir sitja þar við orðin tóm. Vorið 1946 vorum við gömlu heiðarvinir boðnir laugardaginn 22. júní, að koma 1 heimsókn til þessara góðu kunningja og átt- um við að vera komnir kl. 4 eftir hádegi að Gljúfurá utan Sveins- staða. í för þessari voru þrjátíu og sex manns, þar á meðal nokkrar konur. En í meirihluta voru bændur, margir aldraðir og sumir þeirra komnir á ní- ræðisaldur. Var það líkt um marga okkar, sem 1 förinni vor- um, að þetta var okkar fyrsta skemmtiferð á ævinni, að und- anskildum kindaleitum. Nokkr- ar konur og ungir bændasynir voru líka í þessari för. Þegar að Gljúfurá var komið gat að líta marga bíla og hóp manna, bæði konur og karla, sem tóku okkur opnum örmum. Höfðu þeir til reiðu samkomuhús hjá Sveins- stöðum, þar sem allt bar vott um rausn og myndarskap. Brot úr þessari ferðasögu mun ég áður hafa skrifað, svo að hér verður ekki farið lengra út í það mál. Ekki gátum við þegið slíka risnu, án þess að gjalda líku líkt. Vorið 1949 komu Vatnsdæling- ar í heimboð að öðru sinni; um það gleðimót mun ég vera búinn að skrifa ykkur. Ætlaði mér þá að láta fylgja bréfi mínu kvæði, sem Ásgrímur Vatnsdælinga- skáld orti við það tækifæri, en þá hafði ég ekki kvæðið við Framhald á bls. 5 Hi-Sugar New Hybrid Tomafro Sugar content so high they taste like grapes, eaten raw. Golf ball size, fiery red, firm, perfect form, quite early. A table sensation for pickles, preserves. gamishing, salads, desserts, etc. Makes big heavy bearing plants growing up to six feet across, or can be staked. Single plants often yield a bushel of ripe fruit. A dis- tinctly n e w and unusual garden de- light. Pkt. of 35 seeds, 35c postpaid. FREE—Our big 1952 Seed and Nursery Book. 14R

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.