Lögberg - 24.01.1952, Blaðsíða 2

Lögberg - 24.01.1952, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 24. JANÚAR, 1952 Björn Stefónsson FRÁ KIRKJUSKARÐI Fæddur 22. sept. 1873 — Dáinn 24. nóv. »1951 Á villustigum II. Meinleg örlög margan hrjá mann og ræna dögum. Sá er tiöum endir á íslendingasögum. S. Breiðfjörð Ein af hinum flóknu gátum, sem aldrei verða ráðnar, er sú: hvort hin svokölluðu „forlög“ eða „frívilj i“ ráði meiru um að marka þá lífsstefnu einstakl- ingsins, er gjörir hann að gæfu- manni eða hið gagnstæða. Margt virðist mæla með því að vel gefinn og gegn maður ætti að geta orðið gæfumaður, en svo er því miður ekki ætíð. Lífsfley hans getur borist að eyðiströnd óhappanna og brotnað þar í spón, alveg eins, og ef til vill fremur en hinna er miður virt- ust að manni. Margir munu færa fram þá á- stæðu að hönd formannsins hafi skort hnitmiðun og styrkleika. 1 þeirri röksemd eru mikil sann- indi falin, en ekki má gleyma hinu, að þar sem veður öll eru válynd, er landtaka stundum hæpin og óviss; virðist slík hafa verið og vera enn í dag reynsla margra ágætra íslendinga fyr og síðar. Vel má vera að hinn rauði þráður slíkra harmsagna sé sá, að hjartað hafi á stundum verið tíðari ráðamaður en heilinn. ☆ Björn Stefánsson fæddist í Brennigerði í Skagafirði 22. sept. 1873. Foreldrar hans voru hjón- in: Stefán Guðmundsson, ættað- ur úr Skagafirði, og Sigríður Björnsdóttir frá Mjóadal í Lax- árdal í Húnavatnssýslu. Á unga aldri Björns fluttu foreldrar hans búferlum að Kirkjuskarði í Laxárdal og bjuggu þar öll uppeldisár Björns og öll sín bú- skaparár. Hann var einbirni og augasteinn foreldra sinna, hlaut ágætt uppeldi og varð snemma ágætt mannsefni. Innan tvítugs aldurs lærði hann trésmíðaiðn hjá Þorsteini Sigurðssyni kirkjusmið á Sauð- árkrók, varð hann brátt víð- kunnur fyrir listfengi og smekk- vísi í þeirri grein. Árið 1895 kvæntist hann Sig- þrúði Jónasdóttur frá Undirfelli í Vatnsdal, var hún talin beztur kvenkostur þar um slóðir, ekki vegna ríkulegs heimanmundar, heldur mannkosta og prúð- mensku. Björn stundaði iðn sína heima um nokkurra ára bil, þar til hann fluttist vestur um haf til Kanada 1889. Hér í Winnipeg vann hann við trésmíði og varð brátt mjög eftirsóttur vegna síns prýðilega handbragðs. Árið 1905 flytur Björn frá Winnipeg til Nýja-lslands, gjör- ast þá hin fyrstu ógæfu tímamót í lífi hans. Hann slítur samvist- um við hina ágætu konu sína og má óhætt fullyrða að með þeim atburði hafi útlagatímabil hans hafist — eins og hann sjálfur kallaði það — er varaði til dauðadags. Má vera að hon- um hafi verið það óhappaspor mjög minnisstætt, þó hann segði fátt um, nema við beztu vini sína ef svo bar undir. Birni og Sigþrúði konu hans varð 3 barna auðið. þau eru: Sigurður, trésmiður í Selkirk; Wilhelm, sjómaður í Vancouver, B.C.; Lára, (Mrs. B. Erlendson) E1 Paso Texas. Auk þess átti hann 2 dætur með Helgu Sigurðardóttur, sem var bústýra hans á síðari árum. Þær eru: Ásta (Mrs. Walld) í Winnipeg. Sigríður í Winnipeg. Síðustu fjögur árin lá Björn rúmfastur og ósjálfbjarga; dvaldi hann fyrri part þess tíma- bils hjá Ástu dóttur sinni í Win- nipeg við ágæta hjúkrun. Síðari tvö árin var hann í sínu eigin húsi á Gimli undir verndarhendi Mrs. Oddnýjar Johnson, er stundaði hann með þeirri snild er seint verður fullþökkuð. Síð- ustu tvær vikurnar lá hann á sjúkrahúsi Gimlibæjar og and- aðist þar 24. nóvember s.l. Vert er að geta nokkurra góð- kunningja Björns í nágrenni hans á Gimli, sem veittu hon- um margskonar aðstoð, bæði með stórgjöfum og vinnu sem þurfti að framkvæma gagnvart heimilinu. Meðal þeirra, sem ég vissi mestan greiða gjöra voru: Jóhann Sæmundsson, Þorsteinn heitinn Kardal og Mr. og Mrs. Kernested, öll á Gimli, að ó- gleymdri konu Björns sáluga, Sigþrúði, sem á heima í Selkirk. ☆ ♦ Björn var prýðilega skýr mað- ur, skáldmæltur og vel lesinn á íslenzka vísu, glaður í viðræðum og kynningu. Eftir 50 ára dvöl í þessu landi var „hin ramma taug er rekka dregur, föðurtúna til“ styrkari hin síðustu ár en nokkru sinni fyr. Hugur hans reikaði tíðum heim til ættjarð- arinnar í samræðum við kunn- ingjana, því átthaga- og æsku- minningarnar voru hans kær- ustu umtalsefni. Hann lifði upp aftur bernsku æfintýri sín og lék æskuleiki sína að nýju, í hópi fyrri leiksystkina. Hann Það er alltaf heldur til skap- raunar vönduðu fólki, að apar og menn skuli líkjast hver öðrum í svo ríkum mæli. Þessi frásögn er ekki líkleg til þess að gera þessu fólki léttara í skapi. Innfæddir menn á Borneó og Súmatra kalla órangútanginn skógarmann og nafngiftin er af því, að þeir telja þennan stóra mannapa ekki aðeins eins vitran og manninn, heldur mun gáf- aðri. — Ástæðan fyrir því, að apinn talar ekki mannamál, segja þeir, er eingöngu sú, að þá mundi hann vera settur til að vinna og hann er nógu slung- inn til þess að forða sér frá þeirri ógæfu! í elztu frásögnum frá Afríku er líka sagt frá merki- legum skógarmönnum, sem voru svartir eins og negrar og voru loðnir á öllum kroppnum. 1 vltund innborinna manna í þessum löndum hafa stóru ap- arnir alltaf verið „nærri-því- menn“. — Nýjustu kenningar náttúruvísindanna á sviði dýra- sálarfræði, eru ekki fjarri því að styðja þessa skoðun frum- byggjanna, einkum þó síðan sannað var með gáfnaprófum, að mannaparnir geta ekki aðeins lært að nota ýmis tæki og á- höld, heldur eiga þeir það líka til að búa til hluti sjálfir, sem þeim geta komið að gagni, eins og t. d. búa til langt prik úr tveimur bambusbútum og nota það síðan til þess að veiða með því banana, sem eru fyrir utan rimlabúr apanna. Gáfaðastur mannapanna er Sjimpansinn. Gáfnafar hans hef- ir líka verið betur athugað en annarra apa, einkum þó af ame- rísku hjónunum Catherine og Keith J. Hayes við Birker Laboratories of Primate Biology í Florida. Þau tóku Sjimpansa- unga og ólu upp með barni sínu og veittu honum sömu aðhlynn- ingu og athuguðu nákvæmlega framförina og samanburðinn á hverju stigi tilraunarinnar. Ung- inn var aðeins fárra daga gamall, þegar Hayes-hjónin tóku hann. Þetta var kvendýr. Sjimpansa- barnið, sem þau kalla Viki, er nú rösklega þriggja ára gamalt og býr enn hjá hjónunum, og sálfræðingarnir hafa skýrt frá athugunum sínum, m. a. nýlega í fyrirlestrum við The American Philosophical Societý. í greinargerð þessari er svo frá skýrt, að þroski apa-barnsins endurdreymdi alla hina fornu framtíðardrauma sem aldrei rættust. Hann var sæll í heimi minninganna, með þetta brota- silfur horfinnar æsku og svik- inna vona. — Hann lét aldrei á öðru bera en hlutskipti sitt væri hið á- kjósanlegasta og aldrei brá hann skapi þrátt fyrir aðköst snöggra og illra veðrabrigða. Hann var skemtilegur félagi og drengur góður, en sjaldgæfur er sá hlyn- ur þó valinn sé- og kostaríkur, að ekki finnist vankantar og veilur, víðar en varir. Vel má vera að kröfur þær og mat er hann lagði á sjálfan sig og heim- inn í heild hafi verið lægra en ákjósanlegt var. Ástæðan fyrir ritun þessara lína er sú, að ég vildi ekki láta Björn Stefánsson frá Kirkju- skarði liggja óbættann hjá garði, en við endurskoðun þessara hug- renninga minna, virðist mér hnútar mínir svo hnýttir að hann sé nú, enn þá óbættari en nokkru sinni fyx. Þessi látni frændi minn og æskuvinur liggur nú í grafreit Gimlibæjar og gott mun þar að hvíla, því svo segir „Völuspá": Sal veit eg standa sólu fegra, golli þaktan á Gimli; þar skulu dyggvar dróttir byggva ok af aldrdaga yndis njóta. fylgi í stórum dráttum þroska mannsbarnsins. Áhugamál Viki eru mjög svipuð, þroskast í sömu röð og ná yfir svipað svið. í um- gengni er Viki rétt eins og hvert annað barn. Hún er mjög vin- gjarnleg og hlýðin, en dálítið stjórnsöm, þegar þeir eiga í hlut, sem láta auðveldlega stjórna sér. Leikur hennar er líkamsstyrkari en barns (vegna þess að Sjim- pansinn er að eðlisfari vöðva- stæltari). Hún hleypur, stekkur og klifrar allan daginn. En Viki þekkir líka rólegri leiki. Hún teiknar og skrifar með blýanti og klippir með skærum með sama áhuganum og önnur börn sýna við þess konar verkefni. Vöðvastjórn hennar virðist fullt eins örugg og hjá þriggja ára barni. Hún vill heldur sinna leikjum, sem hafa fleiri þátt- takendur, rétt eins og börn. „Hún tekur í hönd okkar og leið- ir okkur þangað, sem hún vill fara“, segja „foreldrarnir". „Hún glettist við okkur og vill fá að koma á hestbak! Ef hún eignast nýjan félaga, vill hún heldur leika við hann en einhvern með- lim fjölskyldunnar! Þörfin á til- breytingu er því þegar mjög rík. Viki hermir eftir störfum fullorðins fólks, rétt eins og hvert annað barn. Hún þurrkar af í stofunni, þvær upp og yddar blýanta. Hún bjástrar við að líma ljósmyndir í mynda-albúm. Greind hennar virðist hafa sama þroskahraða og eðlilegs barns og er í dag talin standa jafnfætis jafnaldra manns-barni! Það er hið uppörvandi uppeldi, um- hverfið og tækifærin til fjöl- breyttra leikja, sem hafa flýtt þessari þróun“, segja sálfræð- ingarnir. Aðeins á einu sviði hafa „for- eldrarnir“ fram til þessa fundið stóran mismun í andlegum þroska apa-barnsins og manns- barnsins. Það er hið talaða orð. Sem smábarn hjalaði Viki mun minna en jafnaldra hennar. Þegar hún var fimm ára hætti hjalið auk heldur nær alveg. Þar skildi fyrst í milli í þrosk- anum. Eigi að síður hefir Viki lært ofurlítið að tala. Með því að fikta við varir hennar með fingr- unum, þegar hún gaf frá sér rödduð hljóð, var hægt að kenna henni að segja „mamma“. Þegar Viki var 2% árs, gat hún líka sagt „pop“ (pabbi) og „cup“ (bolli), en aðeins þegar hún hvíslaði. En hún ruglast enn í í bók sinni „Úti í heimi“ minn- ist dr. Jón Stefánsson á skóla- málin og er mjög athyglisvert það, sem hann segir um þau. Er vonandi að íslenzkir skólamenn taki það til rækilegrar íhugunar. Hann segir: „Á síðasta þriðjungi 19. aldar urðum við sjálfir að bera okkur eftir björginni. Okkur langaði til’ þess að vita meira og meira. Skólar höfðu ekki skemt hjá okkur meltingarafl heilans. Við Hafnarháskóla vorum við keppi- nautar Dana, sem höfðu verið í skóla 7, 8 og jafnvel 9 ár, en við bárum ætíð sigur úr býtum. Hvers vegna? Af því að skólinn hafði skaðskemt þessa Dani, svo að heili þeirra var orðinn hræri- grautur, þar sem öllu ægði sam- an. Mér finst það vera fólsku- gys að ausa út mörgum miljón- um króna á ári hverju til þess að skemma hina uppvaxandi kynslóð .... Hve lengi ætla Is- lendingar að líða það, að skól- arnir drepi þá námfýsi, sem raunverulega er sterkari hjá Is- lendingum en öðrum þjóðum? Afturför vofir yfir, ef við lofum skólunum að murka lífið úr hinni gömlu fróðleiksfýsn, sem gert hefir garðinn frægan .... (Börn) sitja á skólabekkjum mest allan daginn í sex eða sjö ár. 1 þau er troðið margs konar fróðleik á hverjum klukkutíma', fróðleik, sem þau fá ekki melt. Öllum börnum er meðfædd sterk forvitni og fróðleiksfýsn. Þau vilja vita hvernig stendur á hinu og þessu og eru natin við að komast að því. Þessa fýsn, þessa forvitni drepur skólinn oft og tíðum — og alltaf þegar meira er í börnin troðið en þau geta melt. Ofát er altaf óholt. Skól- inn veldur andlegu mentingar- leysi hjá börnunum. Undir eins og þau eru sloppin úr skólan- um, flýta þau sér alveg ósjálf- rátt að gleyma eða varpa fyrir borð öllu, sem í þau hefir verið troðið, en þau gleyma ekki því, sem þau bera sig sjálf eftir og j^era á náttúrlegan hátt í for- eldrahúsum". ríminu og veit þá ekki hvað er hvað. Af þessari tilraun virðizt mega ráða, að sálarlíf mannsins og Sjimpansans sé skyldara en menn höfðu til þessa álitið. Eini stóri munurinn virðist vera á sviði erfðahæfileika mannsins að tala, hefir það vissulega úr- slitaþýðingu. Málið opnar mögu- leika til þess að safna saman og deila öðrum reynslu og kunnáttu margra kynslóða. Ef maðurinn væri uppalinn í algeri einangr- un og lærði aldrei neitt nema það, sem reynsla hans sjálfs kenndi honum, er líklegt að þroskaskeið hans yrði ekki ó- aþekkt ævi apans í skóginum. Hayes-hjónin álíta, að Sjim- pansinn þeirra líkist forfeðrum okkar, hinum menningarsnauða fornaldarmanni, sem hljóti að hafa haft svipaða hæfileika, fyr- ir utan talhæfileikann. Þessi tilraun hinna amerísku salfræðinga, hlýtur að vera mjög skemmtilegt viðfangsefni og þó ber stóran skugga á: Hvað verð- ur síðar um Viku litlu, sem er uppalin eins og manns-barn? Hafa menn sig til þess að senda hana aftur í apabúrið? Ef ekki, hvað verður þá um þetta barn, sem hefir lært að treysta mann- inum og reynir að líkjast hon- um í öllu? Aðeins húðliturinn og hárvöxturinn verður ærið vandamál í umgengni við fólk. Málleysið gerir e. t. v. minna til. Kannske gætu stöðuvalssér- fræðingar fundið starf handa henni, t. d. sem yes-manneskja eða ritari hjá stjórnmálafor- ingja eða kvikmyndamógúl. En hvort svoleiðis „job“ gleddi við- kvæmt hjarta Viki litlu er ó- víst. — Líklegt er, að Viki eigi eftir að verða „problem-child“ fyrir foreldrana. (Þýtt) —DAGUR Enginn efi er á því, ,að börn- um er ofboðið með námi, eins og kenslu er nú háttað hér í landi. Þetta ættu allir kennarar að vita og það er skylda þeirra að kippa því í lag. Skal því ekki fjölyrt um það. En ummæli dr. Jóns Stefáns- sonar benda til annars, að það sé skólunum að kenna hvað móðurmálinu okkar stórhrakar ár frá ári, mæltu máli, rituðu máli og hugsun. Því afturför í hugsun er eðlileg afleiðing af afturför tungunnar. — Hnignun tungunnar stafar af óheppilegri kensluaðferð. Það er byrjað á því að troða „gramma- tík“ í börnin, námsgrein, sem þeim er ofviða og þau fá þegar skömm á, og þá um leið skömm á íslenzkunámi. „Þau flýta sér alveg ósjálfrátt að gleyma því þegar þau losna úr skólanum“. Því fer sem fer. Þessa kenslugrein kalla kenn- arar málfræði. En það er til önn- ur og miklu þýðingarmeiri mál- fræði, en fram hjá henni er gengið. Það er sú málfræði, sem kennir börnunum að þekkja og skilja merkingu orðasambanda, þekkja hin óendanlegu blæ- brigði málsins eftir því hvernig hugsanir eru orðaðar, merkingu orða innbyrðis eftir því hvernig þau standa og hvernig áherzla legst á þau. Þetta mætti kalla líffræði tungunnar, ekki síður en mál- fræði. Hér er einn vísuhelmingur til dæmis um þetta: „auðurinn vex, en grasið grær í götunni heim að bænum“. „Grammatíkusinn" b r ý t u r þetta upp og skipar orðunum í flokka, nefnir tíðir þeirra, föll, bendir á nafnhætti sagnanna o. s. frv. Honum tekst að gera úr þessu ólífrænt efni, sem börn- unum leiðist og láta sem vind um eyrun þjóta. En sá kennari, sem hugsar um líffræði málsins, bendir börnunum á þá duldu og djúpu merkingu, sem í þessum fáu orðum liggur. Hann gerir efnið lifandi, hann opnar fyrir börnunum lífheim íslenzkrar tungu. III. Fyrir 50 árum voru engir skól- ar í sveitum Þingeyjarsýslu. En þar kunni hver maður að lesa og skrifa. Og þeir kunnu meira. Þeir höfðu náð þeim tökum á málinu að þeir gátu orðað hugs- anir sínar ljóst og skipulega. Þeir gerðu það sér til gamans í fásinninu að skrifast á og segja hver öðrum fréttir. Það voru jnerkileg bréf, vegna frásagnar- listar og hreinnar íslenzku. Ég fékk einu sinni bréf frá gamalli konu, sem barist hafði við ör- birgð alla ævi. Bréfið var skrif- að með sótbleki. En málið á því og frásagnarstíllinn var arfur frá Snorra. Alþýðumentun var þar í bezta lagi. Menn voru að læra alla sína ævi og fróðleiksþráin var tak- markalaus. Til voru þeir bænd- ur, er af sjálfsdáðum höfðu lært eitt eða tvö erlend mál. Almenn- ingur ritaði fegurra mál og lýta- lausara en annars staðar, átti fegurri rithönd. Hver var ástæðan? Þeir, sem skrifuðu bezt, voru fengnir til þess að gefa börnunum forskrift- ir. Völdu þeir þá vanalega hin fegurstu Ijóð, eða einhver gull- korn úr fornbókmentum. Þegar börnin þurftu ekki lengur á for- skrift að halda, voru þau látin afrita ljóð og sögur. Á þennan hátt lærðu þau málið, hið lifandi mál. Þau kyntust þeim skyndi- myndum og líkingum, sem skáldin brugðu upp. Þau kynt- ust ósjálfrátt blæbrigðum máls- ins, en auk þess fengu þau þekk- ingu á ljóðum og sögum og mörgu öðru. Afritunin varð þeim ekki aðeins æfing í skrift, heldur margvísleg fræðsla, sem Jónbjörn Gíslason MANNAPINM þau drukku í sig um leið og þau afrituðu. Fólkið var ljóðelskt. Það var t. d. gaman að afrita Hjálmars- kviðu Sigurðar Bjarnasonar: Orga hróðug hrædýrin, hvorgi bjóðast varnir, korg úr blóði bergja minn borginmóði og arnir. Hin dýrt kveðna vísa lét vel á vörum og myndin, sem hún brá upp var bæði átakanleg og stór- fengleg. En nú koma „gramma- tíkusarnir“ og tæta hana sundur á sinn hátt og segja að hún sé meingölluð. Hin ískalda hönd þeirra sviftir ljóma skáldskapar- ins af henni og brýtur hana nið- ur í „rusl“. „Grammatík“ og skáldlist á ekki saman. Ég þekki mann, sem hefir verið sex vetur í barna- skóla og aðra sex í mentaskóla, og hann hefir sagt mér, að þar hafi hann aldrei heyrt minst á að til væri stuðlar og höfuð- stafur. IV. Um 9 ára skeið var ég auglýs- ingaritstjóri við Morgunblaðið. Vegna þeirrar atvinnu hefi ég kynst stíl og réttritun fleiri manna en flestir aðrir. Mér of- bauð oft þegar ég las þau hand- rit, sem bárust og bar þau í hug- anum saman við bréfin heima í s^eitinni, þegar ég var krakki. Munurinn til hins verra var svo stórkostlegur. Ekki er það eingöngu „gramma tíkurstaglinu“ að kenna. Sífeld- ar breytingar á stafsetningu hafa átt sinn þátt í því líka. Pilturinn, sem kom með reikn- ing: „Ferer flöttning á kussum" sýndi þó að hann hafði tileinkað sér hina nýju reglu um tvöfald- an samhljóðanda. En hverju var hann nær fyrir það? V. Hvað kunni höfundur Njálu í grammatik? Hvað vissi hann um núliðna tíð, þáliðna tíð, þáfram- tíð, þáskyldagatíð og slík vís- indi, sem nú er talið nauðsyn- legt að troða í fólk á barnsaldri? Ekkert — bókstaflega ekkert. Aumingja maðurinn. Þessum fáfróða manni tókst þó að skrifa bók, sem enn er „voldug og sterk í hreinleik máls og listar“. (Niðurlagsorð í for- mála Guðna mag. Jónssonar fyr- ir Njálu). „Efni hennar er bæði unaðslegt og sorglegt, og einkar mikilvægt að sögulegri þýðingu. Enn auk þessa jafnast engin saga við hana að því, er orðfærið snertir; það er bæði lipurt og létt og hátignarfult og alvöru- mikið. Málið á Njálu er hin full- komnasta fyrirmynd fagurs orð- færið. Sagan er hin þýðingar- mesta fyrir fræðimennina, hvort sem eru sögufræðingarnir eða málfræðingarnir“. (Séra Janus ónsson). VI. Það má heita nýjung í íslenzk- ummálvísindum, að gera setn- ingu lestrarmerkja að málfræði. 'Með þessu er enn verið að rugla skilning barnanna. Mér er sagt að oft liggi við að nemendur falli á prófum vegna þess, að þeir hafi ekki getað lært þessa grein „málfræðinnar". Nú er setning lestrarmerkja einkamál hvers rithöfundar, al- veg eins og það er einkamál hvers manns hvernig hann legg- ur áherzlu á mælt mál. Þeir Ari fróði, Snorri Sturluson og höf- undur Njálu gátu ritað sæmilegt mál, þrátt fyrir það að þeir voru svo óheppnir að vera fæddir löngu áður en þessi lestrar- merkja vísindi komu til greina. En ættu þeir nú að ganga undir inntökupróf í mentaskóla, mundu þeir allir falla á íslenzku vegna vanþekkingar sinnar á málfræði, stafsetningu og kommusetningu. Þannig erum vér á villustig- um. A. Ó. —Lesbók Mbl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.