Lögberg - 24.01.1952, Blaðsíða 7

Lögberg - 24.01.1952, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN, 24. JANÚAR, 1952 7 Sýnir Dufferins lávarðar Framþróunin er ávöxtur andlegs frelsis \ Þegar Napoleon Frakka- prins fór hingað í kynnisför á tveimur herskipum sum- arið 1856, sendi enska stjórn in Dufferin lávarð hingað til þess að fylgjast með er- indum prinsins og fyrirætl- unum Frakka hér á landi. Ferðaðist Dufferin víða um land og með honum Sig. Lár. Jónasson cand phil. Batt Dufferin þá vináttu og trygð við Islendinga, sem oft kom fram síðar, og eigi sízt eftir að hann var orð- inn landstjóri í Kanada, því að hann reyndist hinum ís- lenzku landnemur þar vinur í raun. Jafnan er hans minst af hlýjum hug meðal íslend- inga vestan hafs og austan. Frásögn sú, er hér birtist, er tekin úr amerískri bók, sem heitir „Ted Mafone’s Favorite Stories“. Það var kvöldið fyrir Allra- heilagramessu 1944. Vér stóðum nokkrir félagar fyrir utan Scribe Hótel í París. Handan við göt- una beint þar á móti var Grand Hótel og þar var hinn svonefndi Hermannaklúbbur bandamanna. „Ef þessar byggingar mættu mæla“---------sagði þá einhver, en ungur enskur liðsforingi greip fram í: „Þá mundi Grand að minsta kosti geta sagt merkilega sögu. Hafið þið nokkurn tíma heyrt söguna um sýn Dufferins lá- varðar?“ Þetta var upphafið að því, að farið var að segja draugasögur, en merkust þeirra allra var sag- an um sýnir Dufferins lávarðar, eins og þessi Englendingur sagði hana. Einhverju sinni hafði Dufferin lávarður farið til Irlands að sumarlagi og dvalist um hríð í gömlum kastala skamt frá Kil- larney. Fyrst í stað bar ekkert til tíðinda. ,En svo var það eina nótt, að hið ótrúlega skeði. Inn um gluggann á svefnherbergi Dufferins varpaði máninn græn- leitri glætu á gólfflísarnar. Fyrir utan skrækti ugla vesaldarlega, en einhvers staðar uppi í kastal- anum heyrðist skrölt, líkt og járngelgja væri dregin eftir gólfi-----og svo varð allt hljótt. Dufferin lávarður hafði ferð^ ast langt á hesti um daginn og var þreyttur. Hann sofnaði því bráðlega. Grænleitu geislarnir á gólfinu lengdust og færðust nær rúminu. Þeir voru eins og sjálf- lýsandi draugaloppa, sem seild- ist að rúminu. Og alt í einu var eins og hún hefði snortið lávarð- inn, því að hann hrökk upp með andfælum og settist upp í rúm- inu, titrandi af ónotahrolli. Uglan rak upp annað væl og þegar Dufferin leit út um glugg- ann, sýndist honum eitthvað kvikt vera á ferli í skugga trjánna úti fyrir. Honum datt skyndilega í hug að einhver væri þar hjálpar þurfi. Hann stökk á fætur og hljóp út um opnar gluggadyr fram á verönd og út í garðinn. Hann nam staðar skamt frá trjánum. Ský dró fyrir tunglið, svo að niðdimt varð, en samt hafði hann glögglega séð eitt- hvað kvikt rétt fyrir framan sig, og óljós skelfing hafði gagntekið hann, svo að hann stóð þarna um stund eins og negldur niður. Svo dró skýið aftur frá tungl- inu og myrkrið varð að græn- leitri birtu. Og þarna fram úr skugga trjánna rétt hjá honum, staulaðist maður með þunga byrði á bakinu. Dufferin sá *ekki framan 1 manninn fyrst í stað, því að byrðin skygði á andlitið. Og nú tók hann eftir því, sér til skelf- ingar, að það sem maðurinn rog- aðist með var — líkkista. Þetta hlaut þá að vera grafari. Þá var eins og martröð væri létt af Dufferin og hann kallaði: „Bíðið við! Hvað eruð þér að gera hér?“ Maðurinn sneri sér ofurlítið við svo að Dufferin sá framan í hann. Og jafn hryllilegt andlit, jafn viðbjóðslegan svip, hafði hann aldrei fyr séð á ævi sinni. Hann varð svo skefldur að hann hopaði ósjálfrátt aftur á bak. Þetta andstyggilega a n d 1 i t brendi sig inn í vitund hans. En hann áttaði sig fljótt, hleypti í sig kjarki, gekk nær manninum og sagði: „Hvert ætlið þér með þetta? Hvert eruð þér að fara?“ Hann bjóst til þess að stöðva manninn, en í sömu svipan hvarf hann og varð að engu. Það var alveg eins og Dufferin hefði gengið í gegn um hann og lík- kistuna. Undrandi sneri hann, sér við. En þar var ekkert að sjá. Maðurinn var gjörsamlega horfinn. Hann hafði leyst upp og orðið að engu þarna fyrir aug- unum á honum. Dufferin fanst sem hann stirðnaði upp af nístandi kulda. Hann sneri við, en leit þó aftur í hverju spori, og þannig gekk hann inn í herbergi sitt. Hann flýtti sér að læsa gluggahurð- inni og dró tjald fyrir hana. Svo settist hann við borðið og skrif- aði nákvæma frásögn um það, sem fyrir hann hafði borið. Morguninn eftir var hann þreyttur og syfjaður, því honum hafði ekki komið blundur á brá eftir þennan atburð. Hann skýrði húsráðanda frá því sem gerzt hafði. Húsráðandi var írskur barón. Hann gat ekki gef- ið neina skýringu á þessu. Þeir fóru báðir um alt nágrennið og spurðust fyrir. Enginn hafði heyrt að neinn hefði andast þar og engin jarðarför hefði átt að fara fram. Og engin kannaðist við lýsinguna á manninum, sem Dufferin hafði séð. Þessi fyrir- burður var öllum ráðgáta. ----•☆•--- Svo liðu mörg ár og Dufferin hafði að mestu gleymt þessum atburði. En þá var það að kon- ungur gerði hann að sendiherra í Frakklandi og hann fór til Parísar. Fagran vordag var hann svo boðinn til veizlu í Grand Hótel. Hann og fylgdarlið hans kom nokkuð seint og hann tafð- ist við að heilsa mörgum vinum sínum og kunningjum í anddyr- inu. En svo gekk hann rakleitt að lyftunni og þar biðu nokkrir hátt settir embættismenn eftir honum. Hann heilsaði þeim öll- um kurteislega, og í sömu svif- um kom lyftan niður og opnað- ist. Dufferin lagaði á sér kápuna, tók ofan hattinn og bjóst til að ganga inn í lyftuna. En í sama bili var eins og ís- köld hönd gæfi honum löðrung. Hann hröklaðist aftur á bak og dró skrifara sinn með sér. Og svo æddi þessi göfugi sendiherra eins og óður maður í gegn um mannþröngina og hratt mönn- um frá sér á báða bóga. Hann linti ekki sprettinum fyr en hann var kominn inn í skrifstofu forstjóra hótelsins. Um leið og hann kom þar kvað við hringing til marks um það að lyftan væri lögð af stað upp á loft. Það kom mikið fát á forstjór- ann er hann sá hvað Dufferin var æstur og hann reyndi þegar að sefa hann. En Dufferin lét hverja spurninguna reka aðra og var svo óðamála að hinn skildi ekki neitt. í sama vetfangi heyrðist ógurlegur dynkur og húsið lék alt á reiðiskjálfi. Svo heyrðust óp og hljóð. Dufferin varð eins og steingjörfingur. Æðið fór af honum en í stað þess varð hann skelfingu lostinn. Og hann heyrði varla hrópin fram í anddyrinu: „Slys — hræðilegt slys!. Lyft- an hefir hrapað — festin hefir slitnað — hún hefir hrapað ofan af efstu hæð!“ Þetta var lyftan, sem Dufferin var að því kominn að stíga inn í rétt áður og myndi hafa gert, ef hann hefði ekki séð hryllilega sjón í henni. Sagan er sönn. Hún birtist í öllum blöðum. Allir fór- ust í lyftunni, hinir hátt settu embættismenn, sendiherrar, að- alsmenn og lyftumaðurinn. Öllum var það ráðgáta — og ekki sízt blöðunum — að enginn vissi nein deili á lyftumannin- um. Enginn vissi hvaðan hann kom, né hvernig hann hefði fengið þetta starf. Honum hafði einhvern veginn skotið þarna upp, án þess að nokkur vissi — ekki einu sinni stjórnendur hótelsins. En Dufferin lávarður þekti hann. Hann hafði séð manninn áður og þá hafði svipur hans brent sig óafmáanlega inn í vit- und lávarðarins. Þess vegna varð hann svo hræddur þegar hann kom að lyftunni, og flýði þaðan í ofboði. Þetta var sami maðurinn, sem hann hafði séð í írlandi forðum — maðurinn, sem hann mætti þar um hánótt með líkkistu á bakinu. —Lesbók Mbl. Góðar stundir Góðar stundir. Bókfells- útgáfan, Reykjavík 1951. Það var býsna vel til fundið að gefa út bók um tómstundaiðj u manna, því að hvorutveggja er, að landinn leggur margt á gjörva hönd og menn eiga nú miklu fleiri tómstundir en feður þeirra áttu og mæður. I þessari bók segja 24 höfundar frá hugð- arefnum sínum, hjáverkum og stundastytti, og kennir þar margra grasanna, eins og vænta má. Einn málar, annar stundar laxveiðar, þriðji safnar bókum, fjórði teflir, fimmti gengur á fjöll, sjötti safnar frímerkjum. Enn aðrir spila á spil, taka mynd ir, sýsla við hesta, skjóta refi, skoða náttúruna, ferðast, lesa leikrit eða læra sanskrít, og þannig mætti halda áfram. Flest- ir höfundanna kunna vel að segja frá, sumir ágætlega, aðrir miður. Mjög margir þeirra eigá sammerkt í því, að þeir skýra frá reynslu sinni, tildrögum þess, að þeir hófust handa um hjáverkin og hvað þau veiti þeim í aðra hönd af hugarlétti og hvíld. Þeir segja brot af ævi- sögu sinni, eins og oss íslend- ingum er títt, og er það sízt að lasta. A hitt leggja þeir minni stund, að kenna til hjáverk- anna, þeim, er lært vildu hafa, segja, hvers þurfi með, hvernig þess verði aflað eða hvað það kosti. Má vera, að sumum virð- ist þetta vera ljóður á bókinni, en ég tel það ekki vera. Eins og bókin er, segir hún frá mönnum meira en tækjum, laðar fremur en kennir, og með því móti mun hún stórum læsilegri en ella hefði verið. m Síðasti þátturinn sker sig með Framhald af bls. 5 sér. Þessi skilgreining með umbun og refsing, nægði fjöld- anum. Heimspekingar hafa rifið nið- ur þessa skilgreiningu og „sann- að“ sér til ánægju að hún fengi ekki staðist. Það sem er kallað gott í einu landi, er kallað ilt í öðru landi, sögðu þeir. Fullkom- lega gott væri ekki til. Þeir hafa fæstir gætt þess, að þessi skil- greining er sprottin upp hjá frumstæðum mönnum og þess vegna hefir hún alveg sérstakt gildi. En það er hættulegt að rugla hugmyndir fjöldans um gott og ilt, og þess vegna er það raunalegt að eingöngu trúar- bragðafrömuðir og heimspeking- ar skuli hafa skýrt þetta frá sínu sjónarmiði. Þá skorti því miður vísindaleg rök, sem nauðsynleg eru til þess að sannfæra hina vantrúuðu. Hér er hætta á ferðum. Fjöldi manna, og þar á meðal margir gáfumenn, fylgja siðalögmálinu í breytni sinni, vegna þess að þeir telja það nauðsynlegt með- an þeir eru borgarar þjóðfélags, eða þá vegna þess að þeir hafa verið aldir upp við það í æsku. Þeir eru ekki hættulegir í sjálfu sér, enda þótt þeir trúi hvorki á gott né ilt. En þeir gera sér ekki grein fyrir því, að allur fjöld- inn hefir ekki slíkan sjálfsaga, eða hefir ekki fengið jafn gott uppeldi og þeir. Flestir menn þurfa eitthvert andlegt aðhald. Fyrir dómstólana kemur fjöldi unglinga og fullorðinna, sem í raun og veru er ekki hægt að sakfella, vegna þess að þeir hafa farið á mis við siðfræði í upp- eldinu. Þetta er aldagamalt vandamál, og það verður erfið- ara úrlausnar, ef mentamenn- irnir eru sannfærðir um að eng- inn munur sé á góðu og illu, og kennarar hafa ósjálfrátt smitast af þeirri skoðun. Sumir rithöf- undar þykjast meiri þeim, sem í blindni hlýða siðalögmáli kirkjunnar og kenningum læri- feðra. Þykjast þeir ekki þurfa á slíku að halda og trúa ekki á gildi þess. Áhrif þeirra og skrif þeirra geta verið stórhættuleg, og fæstir gera sér grein fyrir því. Þeir byggja skoðanir sínar á kenningum heimspekinga, sem þeir hafa lesið lauslega, eða vís- indalegum kenningum, sem þeir hafa alls ekki lesið. Þess vegna er algengt að heyra því haldið fram að Voltaire og Darwin hafi verið guðleysingjar. En ekkert er fjær sanni. Tökum til dæmis nokkrar línur úr „Philosophical Dictionary“ þar sem Voltaire skrifar um „Guðsafneitun". „N o k k r i r óheimspekilegir stærðfræðingar neita því að forsjón sé til, en sannir heim- spekingar viðurkenna hana, eins og nafnkunnur rithöfundur sagði einu sinni: Guðfræðingarnir kenna börnunum að þekkja guð, en Newton kennir hinum vitru að þekkja hann . , ,Guðsafneitun er löstur nokkurra vitringa; hjátrúin er löstur heimskingj- anna“. Því verður máske haldið fram, að frá vísindalegu og heim- spekilegu sjónarmiði sé Voltaire orðinn úreltur, en nokkrir af fremstu vísindamönnum Ame- ríku, þar á meðal tveir eðlis- fræðingar og Nobels-verðlauna- menn, eru einlægir trúmenn, og óllu úr hinum. Þar segir frá Þórði blinda á Mófellsstöðum, hversu hann barðist við hið ráðna myrkur og vann að minnsta kosti varnarsigur. Það er mikil saga, hetjusaga um ís- lenzkan alþýðumann, sem merk- ur er af sjálfum sér. Símon Jóh. Ágústsson hefir safnað efni í bókina, séð um út- gáfuna og ritað formála. Það hefir verið hans hjáverk um sinn, og má hann vel una sínum hlut, því að bókin hefir hið bezta tekizt. Því ber hún vitni sjálf. Pálmi Hannesson —TÍMINN, 19. des. Hafi þeim ékki tekist að sann- færast um að guð sé til, og að dýrmætustu fjársjóðir manns- ins sé andlegs eðlis, þá ætti þeir að leggja fyrir sig þá spurningu, og reyna að svara henni í ein- lægni, hvort hin neikvæða af- staða sín sé vísindaleg eða af ímynduðum uppruna. Hvert sem svar þeirra verður við þeirri spurningu þá ættu þeir enn- fremur að spyrja sjálfa sig að því, hvað þeir ætlast til að komi í staðinn fyrir hina margreyndu stoð og styttu mannkynsins — trúnao Og vér skulum vona að þessi einfalda spurning nái til hjarta þeirra þótt hyggjuvitið sé lokað. Það er hægt á einfaldan hátt að útlista hvað er gott og hvað er ilt. — G.ott er alt það sem styður að viðhaldi framþróunarinnar, fær- Kirkjubæjarklausti, 19. des.: Eldsvoði varð á Fossi á Síðu síðastliðna nótt. Brann þar til ösku hinn svonefndi Austúrbær (gamli bærinn), þar sem Óskar Eiríksson býr. í heimili hjá honum er ráðskona hans með barn á þriðja ári og unglingspiltur. Sakaði fólkið ekki. Bóndinn varð eldsins var. Nánari atvik urðu sem hér segir: Um kl. hálf fjögur s.l. nótt vaknaði Óskar og fann að eldur var laus í bænum. Virtist hann hafa komið upp í lofti yfir eld- lúsinu, eða í þili milli þess og Daðstofu. Var hann orðinn all- magnaður, er hans varð vart. Óskar vakti þegar heimilis- fólkið og komst það allt út ó- skaddað, en það gerði síðan að- vart um brunann á hinum bæj- unum að Fossi, sem eru fimm alls. Brann til ösku. Eldurinn breiddist mjög fljótt út um bæinn og brann hann til ösku á skammri stundu. Litlu ir oss fjær dýrseðlinu og nær frelsinu. Ilt er það, sem heftir fram- þróun og færir menn í fyrri fjötra, nær skepnunum. Með öðrum orðum, og beint frá mannlegu sjónarmiði, þá er hið góða að virða manngöfgi; hið illa er að óvirða manngöfgi. Að virða manngöfgi er sama sem að viðurkenna hið háleita hlutverk mannsins að vinna að framþróun, vera skaparanum samtaka. Þessi afstaða felur í sér viðurkenningu þess, að fram- þróunin sé andlegs eðlis, bygð á frjálsum vilja. Maðurinn hefir eigi aðeins eigin forlög í hönd- um sér, heldur einnig framþró- unina. Á hverri stundu sem er, á hann að kjósa um lífsstefnu og helstefnu. (Úr „Human Desliny") —Lesbók Mbl. var bjargað af innanstokksmun- um og máttu menn hafa sig alla við að verja næstu hús. Önnur hús varin. Bærinn var gamall torfbær, byggður 1914, en viðbygging úr timbri frá seinni tíma. Vestan við hann var stór hlaða, en þykk- ir veggir á milli úr torfi og grjóti. Austan við bæinn voru einnig hús, íbúðarbygging og fjós, en norðan við hann smiðja. Öll þessi hús tókst að verja. Var það gllt að þakka því að blæja- logn var á. Hefði nokkur vindur verið, er hætt við að eldurinn hefði læst sig í hlöðuna og ef til vill fleiri hús. Kunnur bær. Á Austurbæjunum að Fossi búa nú 4 bræður, synir Eiríks Steingrímssonar pósts, sem and- aðist s.l. vor. Bjó hann allan sinn búskap á Fossi og byggði bæ þennáh. Munu margir kann- ast vel við hann af myndum á póstkortum og í íslandsmynda- bókum. — Vakti hið fagra um- hverfi og táknræni bær hvar- vetna athygli. _Mbl ( 20 des KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON FREYJUGATA 34 . REYKJAVÍK INKÖLUNAR-MENN LÖGBERGS Bardal, Miss Pauline Minneota, Minnesota Minneota, Minnesota Ivanhoe, Minnesota Einarson, Mr. M. Arnes, Manitoba Fridfinnson, Mr. K. N. S. Arborg, Manitoba Arborg, Manitoba Geysir, Manitoba Hnausa, Manitoba Riverton, Manitoba Vidir, Manitoba Goodmundson, Mrs. Elfros, Saskatchewan Gislason, T. J. Morden, Manitoba Gislason, G. F. Churchbridge, Sask. Bredenbury, Sask. Grimson. Mr. H. B. Mountain, North Dak. Mountain, N.D. Edinburg, North Dak. Gardar, North Dak. Hallson, North Dak. Hensel, North Dak. Johnson, Mrs. Vala Selkirk, Manitoba Kardal, Mr. 0. N. Gimli, Manitoba 1 Gimli, Manitoba Husavik, Manitoba “Betel”, Gimli, Man. Winnipeg Beach, Man. Lindal, Mr. D. J. Lundar, Manitoba Lyngdal, Mr. F. O. Vancouver, B.C. • « 5973 Sherbrook St. Vancouver, B.C. Middall, J. J Seattle, Washington 6522 Dibble N.W. Seattle, Washington G. J. Oleson Glenboro, Manitoba ; Glenboro, Man. Baldur, Manitoba Cypress River, Man. Olafson, Mr. J. Leslie, Saskatchewan Simonarson, Mr. A. Blaine, Washington R.F.D. No. 1, Blaine, Wash. Bellingham, Wash. Sigurdson, Mrs. J. Backoo, North Dak. Backoo, N.D., U.S.A. Akra, North Dak. Cavalier, North Dak. Walhalla, North Dak. Valdimarson, Mr. J. Langruth, Manitoba Langruth, Man. Westbourne, Manitoba ; Gamli bærinn að Fossi á Síðu brann til grunna í fyrrinótt

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.