Lögberg - 10.04.1952, Blaðsíða 2

Lögberg - 10.04.1952, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 10. APRIL, 1952 Péfur mikli Rússakeisari PÉTUR MIKLI var aðeins tíu ára, þegar hann tók við zar-tign 1682. Móðir hans og eidri hálf- systir börðust miskunnarlaust um völdin öll uppvaxtarár hans, og ótti og kugun mörkuðu fyrstu æviár hans. Einhverju sinni skipaði hálfsystirin liðsveit úr hernum að taka Kreml með á- hlaupi. Pétur sá hermennina þyrpast upp hallartröppurnar og taka höndum gamlan aðals- mann, sem reyndi að stöðva þá, og varpa honum ofan á hvirf- ingu af spjótsoddum. í þrjú dægur var drengurinn vitni að því, hversu hermennirnir leit- uðu dyrum og dyngjum í Kreml að hirðfólki móður hans. Fórnar- dýrin voru brytjuð niður jafn- skjótt og þau komu í leitirnar. Pétur var alla ævi þjakaður af martröð. Hann þorði aldrei að sofa einn, og ef kvenfólk var ekki tiltækt, lét hann einhvern manna sinna sofa hjá sér. Hann fékk oft reiðiköst án minnsta tilefnis. Þá sveiflaði hann brandi sínum umhverfis sig, andlit hans varð öskugrátt, en líkami hans nötraði eins og í krampaflogum. Þegar Pétur stóð á tvítugu var hann risi á vöxt, góðir tveir metrar, og svo sterkur var hann, að hann gat beygt silfurpeninga milli fingra sér. Hann var ó- hemju matgírugur og stofnaði til taumlausra drykkjugilda, og átti þá til að þamí>a öl og vodka tíu tíma samfleytt. En þótt hann svallaði liðlanga nóttina voru afköst hans hans daginn eftir oft með ólíkindum — hann las þá kannske fyrir óhemju af bréfum og sendi æðstu embætt- ismönnum skæðadrífu af gagn- hugsuðum fyrirskipunum. Hann var einvaldur í ríki sínu — en vald hans takmarkaðist við Rúss- land eitt. Því þótt Rússland væri víðlent og íbúafjöldinn mikill, hafði það enga valda-aðstöðu í Evrópu þeirra tíma. Þjóðfélagsleg þróun Rússlands staðnaði fjórum öldum áður, fyr- ir atbeina eins manns — Djengis Khan, „svipu guðs.“ Mongóli þessi lagði undir sig mikinn hluta Asíu og braut Rússa undir ok sitt. Hann sótti langt inn í Evrópu, en var loks stöðvaður í Þýzkalandi og hopaði þá aftur austur á bóginn. En hann sleppti ekki tökunum á Rússlandi, og arftakar hans fóru með völd í Moskvu rúm tvö hundruð ár. Þegar mongólarnir voru loks hraktir úr landinu, hafði Vestur- Evrópa fengið forhlaup, sem Rússum var um megn að vinna upp. Lengi síðan máttu þeir kall- ast hreinræktaðir villimenn í samanburði við aðrar slavneskar þjóðir, svo sem Pólverja og Tékka, og viðhorf þeirra til Evrópu var blandað tortryggni og ótta. Fyrirrennarar Péturs höfðu gert fálmkenndar tilraunir til að tileinka sér vesturevrópska menningu og höfðu í því skyni ráðið í þjónustu sína fámennan hóp verkfræðinga. En útlend- ingunum var holað niður í smá- bæ í úthverfi Moskvu og þeir höfðu lítið samneyti við íbúa landsins. í þessari útlendinga- nýlendu dvaldi Pétur mikinn hluta unglingsára sinna. Sviss- neskur ævintýramaður, Francois Lefort, og skozkur liðsforingi, Patrick Gordon, töldust til nán- ustu vina hans, og frásagnir þeirra af vestrænni menningu örvuðu hugmyndaflug hans í þeim mæli, að þekkingarþorsti hans varð óslökkvandi æ síðan. Fyrsta ákvörðun hans eftir valdatökuna var að opna Rúss- landi „útsýn til umheimsins". Til þess voru tveir kostir: Eystra salt og Svartahafið. En í þann tíma var Eystrasalt naumast annað en sænskur fjorður, og Svíþjóð var stórveldi, sem hafði unnið hvern sigurinn á fætur öðrum. Strendur Svartahafsins lutu Tyrkjum. Pqtur zar ákvað að herja á Tyrkina, en þar eð Rússar áttu engan skipastól, varð hann fyrst að byggja hann. Hann hafði frá blautu barnsbeini haft mikinn áhuga á skipasmíði, og hann elskaði siglingar. Nú lét hann 26000 Rússa formálalaust ganga til skógarhöggs, og skipasmiðirn- ir lögðu nótt við dag. Pétur sætti sig ekki við að vera einungis á- horfandi, en sveiflaði smíðaöx- inni manna ákafastur. Pétur gerði strandhögg í tyrk- neska hafnarbænum Azof, aust- an megin Krímskagans, með flota, sem taldi 1300 skip, stór og smá. Hann stjórnaði flotan- um frá galeiðu, er hann hafði sjálfur byggt. Samtímis sótti að borginni landher mikill undir stjórn Patrick Gordons. En borgarbúar vörðust knálega og gáfust ekki upp fyrr en eftir fimm vikna umsát. öll herförin bar því dapurlegt vitni, hve van- máttugt Rússland var enn. Her- inn var illa þjálfaður, samgöngu- æðarnar að baki hans vildu tepp- ast, og iðnaður til framleiðslu á nauðsynjum hermannanna var ekki til, að heitið gæti. Pétri varð nú ljóst að hann varð sjálfur að ferðast til Vest- ur-Evrópu og nema þar iðnaðar- og styrjaldatækni, ef honum átti að heppnast að koma fótum undir Rússland. í marz 1697 hélt hann frá Moskvu með 270 manna föruneyti. Það var kynlegur flokkur. Á hæla „fyrirfólksins", sem bar hin ævintýralegustu skrautklæði á austurlenzka vísu, alsett perlum og eðalsteinum, fór herskari af þjónum, trúðum, dvergum og fíflum. Aðeins einn smiðanna, sem nefndur var Pétur Mikhailof, klæddist gróf- gerðum vinnufötum. Hinn vold- ugi zar kaus að ferðast í dular- klæðum. Pétur settist um tíma að í litla hafnarbænum Zaandaam í Hollandi, og hugðist nema þar grundvallaratriði skipasmíði. Hann keypti sér poka með skipasmíðatólum, fékk vinnu við eina skipasmíðastöðina og lifði við nákvæmlega sömu kjör og hinir verkamennirnir. Hann kveikti eld á hlóðunum í kofa sínum í birtingu dag hvern og hélt á vinnustaðinn. Síðar ferðaðist hann um land- ið og kynnti sér aðferðir við skurðgröft og hleðslu flóðgarða og heimsótti hvers konar verk- smiðjur og verkstæði. Hann sendi til Rússlands sýnishorn af hvers konar tólum og tækjum. Og hvar sem leið hans lá, réði hann til sín verkfræðinga og iðnaðarmenn og sendi heim í ríki sitt — og lofaði þeim höfð- inglegum launum. Læknavísindin vöktu einnig áhuga hans. Hann gróf upp lík og gerði á þeim vísindalegar rannsóknir undir leiðsögn frægs skurðlæknis. Tannlækningum kynntist hann í Amsterdam. Hann varð sér jafnskjótt úti um kennara í þeirri vísindagrein og keypti síðan verkfærin af kenn- aranum. Hann eyddi mörgum dögum við að draga tennur úr hirðmönnum sínum. Hann lét sig engu skipta hvort tennurnai" voru skemmdar eða heilar. Síðan hélt hann ferð sinni á- fram til Englands. í samtíma frásögn er þess getið, hvernig Rússarnir héldu innreið sína í London: „og hrundu af þeim perlur og lýs.“ í Deptford tók Pétur aftur að leggja stund á skipasmíði, en jafnframt svall- aði hann nú meir _en nokkru sinni fyrr. Skömmu eftir að hann flutti úr hinu ríkmannlega húsi, sem hann hafði haft aðsetur í ásamt fáeinum gæðinga sinna, setti eigandinn fram skaðabóta- kröfur á hendur honum. Listinn yfir tjón á húsinu var þannig: „300 rúður brotnar, 1 eldhús- gólf sprengt í loft upp, 1 girðing höggvin til eldsneytis, fjöldi arinhlífa sundurflakandi eftir stígvélaspyrnur og nokkrir eld- skörungar undir upp í göndul í aflraunaskyni, 21 málverk rifin í tætlur, allar hurðir, borð og skápar brotnir . . . .“ Og enn voru á listanum sundurtættar undirsængur, lök o. fl. Frá Englandi lagði Pétur leið sína til annarra Evrópulanda og kynnti sér flutningatækni, námu gröft, verksmiðjurekstur — og pyndingar. Hjól og steglur þekktust ekki í Rússlandi, þótt ótrúlegt kunni að virðast, og þegar Pétur frétti af þessari villimannlegu aflífunararðferð, bað hann strax um raunhlíta kennslu í henni. Þegar honum var sagt, að enginn afbrotamað- ur, sem unnið hefði til slíkrar refsingar, væri fyrir hendi í svipinn, hrópaði hann í óþoli: „Takið þá einn af þjónunum mínum og lofið mér að sjá hverig þið farið að þessu.“ „La grande ambassade“ fékk bráðan enda í Wien. Pétur hafði aldrei borið traust til sivelils- hermannanna og hafði því gefið út þá tilskipun fyrir burtför sína úr Rússlandi, að þeim skyldi vera komið fyrir sem lengst frá Moskvu. En nú bárust honum fregnir af að þeir héldu her- göngu til höfuðborgarinnar. — Stvelistarnir voru fastaher, sem taldi 20000 manna, og hafði ver- ið stofnsettur af Ivari grimma. Síðan höfðu þeir gert hverja uppreisnina á fætur annarri í því skyni að halda við áhrifum sínum. Þeir höfðu áður steypt rússneskum zar af stóli. Pétur hélt nú sem bráðast til Moskvu. En þegar til kastanna kom, var ástandið ekki nándar nærri eins alvarlegt og honum hafði borizt til eyrna. „Sam- særið“ hafði ekki verið fólgið í öðru en smávægilegum óeyrð- um, og Patrick Gordon, sem Pétur hafði útnefnt sem yfir- mann hersins, hafði haft í fullu tré við að halda þeim í skefjum. Hann hafði líflátið nokkra stvelista og rekið 1700 þeirra úr hernum. En Pétri var ekki að skapi að sýna stvelistum slíka linkind. Allt ríkisvaldið skyldi hvíla ör- ugglega í höndum hans, og hann ákvað að gefa hernum ráðningu, sem seint myndi fyrnast yfir. « Hefnd Péturs var svo hrylli- leg, að jafnvel hinum forhertu Rússum blöskraði. Burtreknu stvelitsunum var safnað saman að nýju og hrúgað í herbúðir skammt frá Moskvu, og þúsund- ir hermanna, sem engan dóm höfðu hlotið, voru handteknir og komið fyrir í herbúðum þessum. Fyrst voru fangarnir yfir- heyrðir. I fjórtán píslarklefum unnu böðlarnir sleitulaust viku eftir viku, og hin ógæfusömu fórnardýr létu stöðugt uppi nöfn nýrra félaga. Zarinn var oftast sjálfur viðstaddur pynding- arnar. Á Rauða torginu hafði verið komið fyrir fallöxum, og nú var hinum limlestu föngum ekið til Moskvu. Fæstir þeirra gátu gengið. Fyrsta aftökudaginn hjó Pétur með eigin hendi höfuðin af 200 föngum. Samtals voru 5000 stvelitsar hálshöggnir og 2000 lagðir á hjól og steglur. Pétur fór með völd 25 ár eftir þetta afrek sitt, og öll þau ár vantaði ekki líkin á Rauða torgið. * Nú fannst zarnum tímabært að hefja endurreisnina í Rúss- landi. Jafnvel útliti þegna sinna skyldi hann breyta. Hann bann- aði með lögum að bera sítt skegg, og í stað austræna bún- ingsins, sem þótti óþægilegur fyrirskipaði hann þýzka klæðn- aði. 1 veizlunni, sem hann hélt eftir heimkomuna, kom Pétur rússneskum aðalsmönnum á ó- vart með því að klippa af þeim skeggið. Þessi maður, sem sjálf- ur hélt úr einni svallveizlunni í aðra, færðist það líka í fang að kenna Rússunum mannasiði Hann lét semja handbækur, sem fræddu þá m. a. um það, að hér eftir væri þeim bannað að naga bein við máltíðir, hrækja á gólf- ið og ganga með hatt innan iúss. Hann ákvað að endurskipu- leggja allt atvinnulíf Rússlands. Sá litli iðnaður, sem fyrir var í landinu, skyldi margfaldast, og allverulegar umbætur skyldu gerðar á sviði landbúnaðar. Leiðangrar voru sendir út af örkinni til að finna nýjar járn- og kolanámur, og skurðir voru grafnir milli fljótanna til að auðvelda allar samgöngur. Nýr nautgripastofn var fluttur inn í landið, 4og sauðfjárrækt var efld að miklum mun. En kjör alþýðunnar bötnuðu ekki að sama skapi, enda hafði slíkt aldrei verið ætlun Péturs. Að baki allra hans framkvæmda lá sú ósk ein falin, að Rússland gæti er tímar liðu, staðið hinum Evrópulöndunum jafnfætis hern aðarlega. Ætlun hans var að koma sér upp vel æfðum her, sem skipaður væri Rússum ein- um, og jafnvel aðalsmönnum skyldi ekki lánast að kaupa sig undan herskyldu. Allar stéttir urðu jafnt að þola önn fyrir um- svif hans. Aðallinn glataði sínu fyrra frjálsræði, völd kirkjunn- ar voru skert og zarinn gerði sjálfan sig að æðsta drottnara hennar. Iðjuhöldar þeir, sem smám saman uxu úr grasi, urðu að gjalda hinum óseðjandi ríkis- sjóði obbann af tekjum sínum. En almenningur varð þó harðast úti. Áður en Pétur tók við völd- um, hafði aðeins lítill hluti bændanna verið ánauðugur, en brátt varð mestur hluti hinna frjálsu bænda að hlíta kjörum þrælanna, og þeim, sem tilraun- ir gerðu til að flýja undan okinu, var hegnt á hryllilegasta hátt. Margir hinna ánauðugu bænda voru sendir í verksmiðjurnar sem ókeypis vinnukraftur , og yfirleitt voru þeir algjörlega réttlausir. Pétur kunni að hagnýta sér ótta fólksins. Njósnarar hans voru á hverju strái, og leynilög- reglusveitir hans voru mjög vel skipulagðar. ■ Og hver var sú kempa, að hann þyrði að rísa gegn vilja zarsins, meðan beina- grindur stvelitsanna áttu legu- stað á Rauða torginu og töluðu sínu þögla máli? Pétur var aðeins 16 ára gamall, þegar móðir hans gifti hann ungri aðalsmey. Hún fæddi hon- um son, en Pétur hafði sagt skilið við hana löngu áður. Þeg- ar hann kom heim úr utanlands- för sinni, lét hann hermenn færa hana í klaustur. Pétur var alla tíð mikill kvennamaður ,en batt sig aldrei einni fremur annarri, nema Katrínu Alexejavnu, vinnu- stúlku, sem tilheyrði þeimjier- skara af kvenfólki, sem ætíð fylgdi herjum þeirra tíma. Hún kryddaði líf hershöfðingja og undirforingja, án tillits til met- °rða þeirra, og hafnaði loks hjá nánasta ráðgjafa Péturs. Pétri geðjaðist vel að stúlkunni og brátt varð hún eftirlæti hans, án þess þó að hann fækkaði öðrum frillum sínum fyrir þá sök. Katrín náði einkennilega sterk um tökum á zarnum. Hún ein var þess umkomin að róa hann, þegar hann fékk æðisköstin. Hún fylgdi honum í hernaði og á ferðalögum, og loks giftist hann henni. Árið 1700 hófst styrjöldin við Svía. Zarinn réðist inn í sænsku landsvæðin við Eystrasalt, ásamt Pólverjum, en við Narva beið hann hrapalegan ósigur fyrir Karli XII. Síðar réðist Svíakon- ungur á Pólverja og árum sam- an geysaði styrjöldin í Póllandi og Saxlandi. Á meðan gafst Pétri tóm til að sleikja sár sín. Honum fannst Moskva ekki hæfa sem höfuðborg hinu nýja Rússlandi, til þess var hún of nátengd fortíð hips gamla Rúss- lands. Hann hugðist reisa nýja höfuðborg með stórri höfn, sem átti að vera farvegur vestur- evrópiskrar menningu inn í landið. Og þess vegna byggði hann Pétursborg, — eða Lenin- grad, eins og hún kallast nú. Það var einstætt afrek. Hundr- uð þúsunda af stólpum varð að reka niður í fenin, þar sem hús- in skyldu rísa. Það var mikill hörgull á skóflum og hökum, en vinnuafl var nægilegt. Stríðs- fangar og ánauðugir bændur rótuðu fenjaleðjunni upp í poka með berum höndunum og báru hana á sjálfum sér. Þeir voru pískaðir áfram, jafnt í steikjandi sólarhita sem í gaddhörkum, og oft var það Pétur sjálfur, sem sveiflaði hnútasvipunni. Það er sagt, að 200 000 manna hafi látið lífið meðan stóð á borgarsmíð- inni. Úrslitaorustan milli Péturs og Karls XII. nálgaðist. 1708 ákvað hinn sigursæli konungur Svía að leggja í herför til Moskvu, og hann fékk sömu útreið og Napó- leon og Hitler. Veturinn var ó- venju harður, Rússarnir hopuðu jafnan undan án þess að ganga til orustu, og einnig þá notuðu þeir þá hernaðaraðferð, að brenna þorpin og akrana að baki sér á undanhaldinu. Margir Svíanna létu lífið af hungri og kulda, og fyrr en varði var her- inn aðeins svipur hjá sjón. I or- ustunni við Poltava beið hann algjöran ósigur fyrir ofurefli zar-herjanna, og enginn komst undan nema konungurinn og 500 liðsmanna hans. En endanlegur sigur var þó énn ekki unninn á Svíum — 12 ár liðu áður en þeir létu bugast að fullu. Það var ekki fyrr en við friðarsamningana í Nystad 1721 að draumur Péturs rættist að fullu: öll Eystrasaltsstrand- lengjan frá Karelen til Riga komst undir rússnesk yfirráð. Og þar með hafði Pétri tekizt að rjúfa einangrun Rússlands og gera það að stórveldi. Pétur stóð nú á hátindi veldis síns. I sigurhátíðahöldunum fór allt í tjá og tundur í Pétursborg, öl var veitt ókeypis á götum úti, og Pétur reikaði dauðadrukkinn um meðal fólksfjöldans. En Pétri auðnaðist aldrei að hrinda hinum helmingi fyrir- ætlunar sinnar í framkvæmd — honum tókst aldrei að leggja urldir sig Svartahafið. Eftir friðarfundinn í Nystad fór veldi hans stöðugt hrakandi. Saurlifn- aður hans hafði dregið dilk á eftir sér: nýrun voru eyðilögð, hann gekk með syfilis, og að honum sóttu hinir ferlegustu höfuðórar. Síðustu æviár hans náði geð- veilan yfirhönd á sálarlífi hans. Áður hafði grimmd hans ævin- lega þjónað einhverjum til- gangi, en nú pyntaði hann þegna sína einungis til að svala eigin kvalalosta. Hann átti til að svifta ungar stúlkur, sem af tilviljun urðu á vegi hans, klæðum, og láta svipuhöggin ganga á þeim nöktum. Aðrar lét hann pynda og síðan drepa án minnsta til- efnis. Svartasti bletturinn á ævi hans er þó ótalinn: Sonur hans af fyrra hjónabandi, Alexis, sem hafði alizt upp hjá móður sinni, var að eðlisfari sveimhugi og skildi ekki ráðagerðir föður síns um að skapa nýtt Rússland. Pétur hafði hvað eftir annað reynt að vekja áhuga hans á tækni og hernaði og brýna skap- gerð hans til stáls. En Alexis var gjörsneyddur athafnaþreki föð- ur síns og varð æ værukærari eftir því sem hann eltist. Ekk- ert bendir til þess, að hann hafi verið viðriðinn ráðabrugg um að steypa föður sínum af stóli, en Pétur vantreysti honum og óttaðist að allt endurreisnar- starf sitt myndi ónýtast þegar Alexis tæki við völdum af hon- um látnum. Alexis óttaðist hins vegar um líf sitt og flúði til Austurríkis, en Pétur sendi fjóra liðsforingja á fund hans og tókst að fá hann til að snúa heim aftur — honum skyldi ekkert mein gert. Fáeinum mánuðum síðar var honum varpað í fang- elsi og pyntaður, og var fundinn sekur um landráð og dæmdur til dauða. Morgun einn árla gekk Pétur inn í klefa hans, a* nokkrum ráðgjafa sinna. höfðu með sér pyntingartól og dvöldu í klefanum til kl. 11. Síðdegis þann dag lézt Alexis. Á síðustu æviárum Péturs flaut einnig blóð á milli hans og Katrínar. Hann komst á snoð- ir um, að hún ætti sér elskhuga, og í afbrýðiskasti lét Pétur pynda hann og hálshöggva. Höfuð elskhugans var síðan lát- ið í sprittglas og geymt í svefn- herbergi Katrínar. Hinn 28. janúar 1725 lézt Pétur zar hinn mikli, 52 ára gamall. Hann hafði með fádæma viljaþreki skapað nýtt Rússland. Hann hafði skapað herveldi, sem öllum Evrópulöndum stóð þegar mikill stuggur af, og hann hafði kennt Rússunum hlýðni. En það er vafamál, hvort af- reksverk hans hafa orðið einni einustu sál til gagns eða gleði. (Lauslega þýtt) —Alþýðuhelgin Skipulag Reykjavíkur Snemma á árinu 1904, eða fyr- ir 48 árum, skrifaði Páll Briem amtmaður grein í Norðurland um skipulag í Akureyrarbæ og öðrum bæjum hér á landi. Mun það vera hið fyrsta, sem skrifað er um þau mál hér á landi. Hann minntist þar einnig á Reykjavík og gerir þar meðal annars ráð fyrir því, að sporvagnabrautir hljóti að koma þar, torg og leik- vellir. Þetta segir hann um Reykjavík og skipulagið eða skipulagsleysið þar: Á síðari árum hefir Reykjavík tekið mjög miklum þroska, en það lítur eigi út fyrir, að menn hafi búizt við því, að hún yxi svona mikið, hvað þá heldur meira. Strætin í Reykjavík eru svo mjó, að nú þegar er orðinn hnekkir að því. Laugavegur er einhver helzta gata í bænum, en þessi gata er svo mjó, að ríð- andi menn geta oft jafnvel eigi haldið hiklaust áfram. Það er eigi hægt að sjá, hvar Reyk- víkingar hugsa sér að hafa spor- vagnabrautir um bæinn. I Kaup- mannahöfn geta menn farið á hjólhestum um allt, en þetta mun vera allerfitt í Reykjavík, bæði af því að götunrar eru svo mjóar og svo vegna annars, og það er hallinn. Ýmsar af götum bæjarins virðast vera lagðar beint upp brekkuna. Skólavörðu hæðin er ljómandi fallegt svæði, en því miður hafa göturnar þar verið lagðar of brattar og af mjóar, svo að þar hefir sannar- lega komið fram óhagsýni. — Annað, sem sérstaklega er ein- kennilegt í Reykjavík, er það, hversu víða eru byggð hús þvert fyrir göturnar. Ein gata í bæn- um, Lindargata, virðist liggja á- gætlega við allri umferð. Þegar vegur verður lagður yfir Arnar- hólstúnið liggur hún beint við; auk þess er hún hallalítil og því miklu betri sem akvegur en Bankastræti. En fyrst og fremst er gatan gerð svo mjó (18 álnir) að þar getur engin veruleg um- ferð orðið með flutningavagna; en auk þess er franski spítalinn byggður þvert fyrir hana. Hús eru byggð þvert yfir Tjarnar- götu, Amtmannsstíg og víðar. Það sýnist vera sannkallað vel ferðarmál fyrir Reykjavík og aðra bæi hér á landi, að fá fast ákveðið plan um húsaskipun, vegi, leiksvið og torg . . . .“ —Lesb. Mbl., janúar 1952 Ljósprentun orða- bókar Blöndals lokið fyrir 1. okfr. Stjórn íslenzks dansks orða- bókarsjóðs hefir gert samning við Lithoprent um að láta ljós- prenta orðabók Sigfúsar Blön- dals í 3000 eintökum og er gert ráð fyrir að prentun þessari verði lokið 1. okt. næstk. Þeir sem gerast áskrifendur fyrir 1. sept., fá bókina fyrir 450 kr. (ób.) en síðar verður bókjn seld á 500 k' ’ “

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.