Lögberg - 10.04.1952, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 10. APRÍL, 1952
Úr borg og bygð
COOK BOOK
Matreiðslubók, sem Dorcasfé-
lag Fyrsta lúterska safnaðar lét
undirbúa og gaf út; þegar þess
er gætt, hve bókin er frábærlega
vönduð að efni og ytri frágangi,
er það undrunarefni hve ódýr
hún er; kostar aðeins $1.50 að
viðbættu 15 centa burðargjaldi.
Pantanir, ásamt andvirði,
sendist:
Mrs. R. G. Pollock,
708 Banning St.
Winnipeg,
Sími 36 603
Miss Rulh Bárdal,
5 — 54 Donald St.
Winnipeg.
Sími 929 037
☆
Gjafir til Betel.
Gefið í minningarsjóð Betels:
Mr. og Mrs. Finnur Sigurdson,
Leslie, Sask. í kærri minningu
um góðar vinkonur, Mrs. Ingi-
gerði Hólm, Árborg, Man., og
Mrs. Guðrúnu Hólm, Árborg,
Mah., $10.00; Mr. John Sigurd-
son, Foam Lake, Sask., í minn-
ingu um kæra vinkonu, Mrs.
Guðrúnu Hólm, Árborg, Man.,
$5.00; Mrs. Sesselja Sigurdson, í
minningu um kæra vinkonu,
Mrs. Guðrúnu Hólm, Árborg,
Man., $5.00; Mr. og Mrs. John
Goodman, Leslie, Sask., í kærri
minningu um systurnar Mrs.
Thoru Josephson, Leslie, Sask.,
er dó veturinn 1950, og Mrs. Guð-
rúnu Hólm, Árborg, Man $5.00;
Mr. og Mrs. J. R. Johnson,
Wapah, Man., „afmælisgjöf*
$15.00; Mr. Gísli S. Gíslason,
Lundar, Man., in memory of his
mother Hólmfríður Gíslason
who died at Betel March 25 1952,
$50.00; Mr. og Mrs Vígl. Vigfús-
son, Betel, „páskagjöf", $10.00;
Mrs. Kristín Kristjánsson, Gimli,
pönnukökur for residents and
staff; Mr. Harold Johnson, Win-
nipeg, kringlur for residents and
staff; Mrs. Kristín Kristjánsson,
Gimli, vöflur for residents and
staff.
Kærar þakkir frá nefndinni
fyrir allar þessar gjafir.
J. J. SWANSON, féhirðir
308 Avenue Bldg.
Winnipeg.
☆
Guðmundur Stefánsson bóndi
við Shoal Lake, Man., andaðist
sunnudaginn 6. apríl 76 ára gam-
all. Jarðað verður frá heimilinu
þann 11. apríl kl. 2 e. h.
Páskamessur í Nýja-íslandi
(Páskadag)
Betel kl. 9 f. h.
Gimli kl. 11 f. h.
(Nýtt orgel vígt)
Riverton kl. 2 e. h.
Gimli kl. 7 e. h.
(íslenzkir páskasálmar
sungnir)
Árborg kl. 9 e. h.
(íslenzk messa)
H. S. Sigmar
☆
Gerald Verne Breckman, og
Doreen Shirley June Vermettee,
bæði til heimilis í Winnipeg,
voru gefin saman í Fyrstu lút-
ersku kirkju á laugardagskvöld-
ið var, 5. apríl, að viðstöddu
fjölmenni. Fjölmenn og vegleg
veizla fór fram á Marlborough
hótelinu að afstaðinni hjóna-
vígslunni. Brúðguminn er sonur
Mr. og Mrs. G. K. Breckman að
Oak Point, en brúðurin er af
sænskum ættum. Heimili ungu
hjónanna verður í Winnipeg.
LÁDIES!
Save Cloihing Dollars
al ihe
Opportunity Store
689 SARGENT AVE.
Open 10.00 to 5.00 p.m.
Saturday: 6.00 p.m. to 9.00 p.m.
Comfortex
the new sensation for the
modern girl and woman.
Call Lilly Mailhews. 310
Power Bldg., Ph. 927 880
or evenings, 38 711.
Heimilisiðnaðarfélagið
heldur fund á þriðjudags-
kvöldið 15. apríl að heimili Mrs.
Harvey Benson, 589 Alverstone
St. — Fundurinn byrjar kl 8.
☆
Mrs. Douglas Warren Hilland
frá Edmonton dvelur um þessar
mundir í heimsókn hjá föður
sínum og stjúpmóður, W. J. Lín-
dal dómara og Mrs. Líndal, 788
Wolsely Ave. Hún fer heim í
næstu viku.
☆
Mr. P. Anderson kornkaup-
maður, 219 Overdale Avenue,
kom heim á mánudaginn í fyrri
viku ásamt frú sinni sunnan frá
Miami, Florida, en þar höfðu
þau hjón dvalið á þriðja mánuð.
☆
Mr. Guðmundur Breckman frá
Oak Poirtt, var staddur í borg-
inni um miðja fyrri viku; lét
hann vel af fiskveiðum á Mani-
tobavatni í vetur.
☆
Mr. Jón Jónsson, sem lengi
hefir dvalið á Matheson Island,
en átti heima í Riverton í vetur,
er staddur í borginni þessa dag-
ana.
☆
Grettir L, Johannson ræðis-
maður og frú og W. J. Johannson
leikhússtjóri frá Pine Falls, fóru
suður til Minneapolis, Minn., á
fimtudaginn var.
☆
ATTENTION
On Thursday & Friday, April
17th & 18th at 8:15 p.m. The
Dorcas Society are presenting
their annual plays in the church
parlors. There will be 2 one act
plays. Also a musical interlude.
An opportunity will be given
the public to support the work
og the society by means of a
collection.
Refreshments will be served
and Candy sold. Remember the
dates, and come and enjoy your
selves.
☆
Fyrirleslrarferð
Finnbogi prófessor Guðmunds-
son flytur erindi að Lundar á
fimtudaginn 17. apríl, kl. 8 e. h.,
og að Vogar á föstudaginn 18.
apríl kl. 8 e. h.
Talar hann bæði á íslenzku og
ensku. Er þess að vænta, að sem
flestir sæki samkomur þessar,
jafnt ungir sem gamlir.
☆
Ólafur tenórsöngvari Kárdal
kom til borgarinnar á þriðju-
dagsmorguninn frá Minneapolis;
var hann á leið til Gimli og mun
dvelja heima í vikutíma.
☆
Mrs. Margaret Anderson frá
Los Angeles kom hingað flug-
leiðis á þriðjudagskveldið í
heimsókn til systur sinnar og
manns hennar, Mr. og Mrs. Jó-
hann G. Jóhannson, 586 Arling-
ton Str.
☆
Jóhannes Guðmundsson, lézt
að heimili sínu í Selkirk á sunnu
daginn 6. apríl, 88 ára að aldri.
Hann kom til þessa lands fyrir
64 árum og gerðist landnáms-
maður í Poplar Park héraðinu
í Manitoba og stundaði þar land-
búnað í 40 ár. Hann lætur eftir
sig einn son, Grímsa, átta barna-
börn og 10 barna-barna-börn. írt-
förin fór fram frá lútersku
kirkjunni í Selkirk á þriðjudag-
inn; séra Sigurður ólafsson
flutti kveðjumál. Jarðað var í
lúterska grafreitnum í Maple-
ton.
☆
A sunnudaginn í fyrri viku
var skírður sonur þeirra Mr. og
Mrs. Robert Hudson Brown að
heimili þeirra 788 Wolsely Ave.
Var honum gefið nafnið Gordon
Líndal. Mrs. Brown er dóttir W.
J. Líndal dómara og fyrri konu
hans.
☆
Mr. Jón Hafliðason trésmíða-
meistari lagði af stað suður i
Bandaríki í gær áleiðis til
íslands. Hann siglir frá New
York með Dettifossi um þann
20. þ. m. Mr. Hafliðason gerði
ráð fyrir að verða að minsta
kosti þrjá mánuði í ferðalaginu.
IVI ESSU BOÐ
Fyrsta Lúterska Kirkja
Séra Valdimar J. Eylands
Heimili 686 Banning Street. Sími
30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
— Lundar Preslakall —
Páska sunnudag:
íslenz kmessa kl. 2 e. h.
Ensk messa kl. 7.30 um kvöldið
Rev. J. Fredriksson
— Langrulh —
Sunnudaginn þann 20. apríl
Ensk messa kl. 2 e. h.
Rev. J. Fredriksson
Frá hafi tií hafnar
Að slá „glas“. — A dögum
seglskipanna voru notuð stunda-
glös, sem runnu út á hálftíma
fresti. Þá var þeim snúið við og
um leið slegið högg með skips-
klukkunni. Einkennilegur er sá
siður á brezkum herskipum að
á miðnætti á gamlárskvöld er
slegið 16. glas í stað 8.
☆
Margir kannast við Græn-
landsfarið „Gústav Holm“. Það
var byggt árið 1893 og hefir nú
verið selt til Finnlands, en Finn-
ar hyggjast nota það sem móður-
skip við úthafsveiðar.
☆
Ameríkumenn hafa tekið
einkaleyfi á þeirri frumlegu
björgunaraðferð við sokkin skip,
að frysta sjóinn í kring, og flýt-
ur þá skipið upp í geysistórum
ísklump.
☆
Skip, sem gengur 20 sjómílur,
eyðir jafnmikilli orku-í síðustu
míluna og í 10 fyrstu mílurnar.
16 mílna hraði útheimtir aðeins
hálfa vélaorku.
☆
Spænskir sjómenn hafa fyrir
sið að berja talíublokkirnar um
borð í skipum sínum, til þess
að „reka djöfulinn út“. Siður
þessi er rakinn til atburðar, sem
skeði þegar spönsk flotadeild
ætlaði að leggja til orustu. Þegar
átti að fara að létta, voru allar
blokkirnar ryðgaðar fastar. Þá
var gefin út tilskipun um að
berja blokkirnar á 14 daga fresti.
Orðið „Typhoon“ (fellibylur)
er kínverskt og þýðir „Móðir
stormanna.“
☆
I gamla daga vildu sjómenn
ógjarna láta skrá sig á skip, sem
höfðu presta innanborðs. Ekki
var það þó af trúarlegum á-
stæðum, heldur kom það af því
að mannskapnum var gert skylt
að borga þeim fæði og kaup.
Um miðja 18. öld voru allflest
brezku Austur-indíaförin af
svipaðri stærð, eða 499 tonn.
Stærðin var engin tilviljun,
vegna þess að ef skipið náði 500
tonnum var samkvæmt lögum
skylt að hafa prest um borð.
☆
Sænskir útgerðarmenn stof-n-
uðu á s.l. ári sjóð, með 10.000,00
kr. sænskum, sem fréttamenn
um sigiingar og fiskveiðar fá
styrk úr, sérstaklega þeir, sem
ferðast í slíkum erindum með
sænskum verzlunarskipum.
☆
í Napóleons-styrjöldunum
höfðu Frakkar og Englendingar
samninga um fangaskipti. Fyrir
einn aðmírál fengust 60 vanir
hasetar. —VÍKINGUR
Tveir fornfræðirfgar sæmdir heiðurs-
doktors nafnbót við háskólann
Þeir Matthías Þórðarson og
Haakon Shetelig í Björgvin
Heimspekideild Háskóla ís-
lands og háskólaráð hafa
sæmt prófessor Matthías
Þórðarson, fyrrverandi þjóð
minjavörð, og Haakon Skete
lig, prófessor í Björgvin,
nafnbótinni heiðursdoktor í
heimspeki, doctor philo-
sophie honoris causa.
Var þetta kunngjört í sam-
bandi við það er byggingarnefnd
nÝÍu þjóðminjasafnsbyggingar-
innar afhenti menntamálaráð-
herra húsið.
í greinargerð um útnefningu
heiðursdoktóranna segir meðal
annars:
Prófessor- Haakon Shetelig er
í fremstu röð norrænna forn-
leifafræðinga og fremstur
norskra vísindamanna í forn-
leifafræði víkingaaldar. Hann
hefir og víðtæka þekkingu í
norrænum og íslenzkum fræð-
um. í mannsaldur gegndi hann
prófessorsembætti við Bergens
Museum og var um tíma for-
stjóri þess, en auk þess hefir
hann verið í stjórn margvíslegra
menningarstofnana, sem of langt
væri upp að telja. Hann hefir
verið ötull og fjölhæfur rithöf-
undur og eru vísindarit hans
fyrirferðarmest. Hefir hann lagt
sérstaka stund á víkingaöldina,
sögu hennar, menningarsögu og
fornleifafræði.
Haakon Shetelig er einlægur
vinur Islands. Hann var einn af
hvatamönnum og leiðtogum
Snorraferðarinnar 1947. Hann
var og einn af hvatamönnum
hinnar ágætu gjafar, sem norsk
söfn gáfu íslendingum 1950.
Hann hefir mikla þekkingu á
fornri sögu og menningu íslend-
inga og íslenzkum vísindum um
þessi efni. Með ritgerðum um ís-
lenzka forngripi hefir hann
aukið skilning á því, hve mikinn
auð Islendingar eiga þar, og átti
hann með þessu verulegan þátt
í því, að ákveðið var að reisa
hið nýja þjóðminjasafn.
Matthías Þórðarson var settur
til að hafa umsjón með forn-
gripasafninu 1908 og sama ár
skipaður þjóðminjavörður sam-
kvæmt nýjum lögum um vernd-
un fornminja. Þau lög voru sett
fyrir atbeina Matthíasar og eru
merkur áfangi í sögu fornminja-
vörzlunnar og þjóðminjasafns-
ins. Matthías ferðaðist um allt
landið á fyrstu embættisárum
sínum, friðlýsti fornminjar og
gerði nákvæma skrá um gripi í
öllum kirkjum landsins, og er
þetta stórmerk heimild.
Á fyrsta embættisári sínu
flutti Matthías Þórðarson safnið
úr Landsbankahúsinu í safna-
húsið við Hverfisgötu og setti
það upp þar. Sú uppsetning hélst
til 1950, er safnið var flutt í nýju
bygginguna. Við flutninginn
rannsakaði Matthías allt safnið,
raðaði gripununv og skipulagði
og skipti safninu í deildir. Mun
safnið efalítið alltaf búa að þess-
ari niðurröðun og deildaskipt-
ingu, enda hefir hann með starfi
sínu l^ngt grundvöll að safninu,
bæði sem sýningarsafni handa
almenningi og menningarsögu-
legu safni handa fræðimönnum.
Er þar ekki minnst um vert hin-
ar geysimiklu og rækilegu við-
aukaskrár fyrir árin 1876—’88 og
1904—’31, er hann hefir samið.
Eins og kirkjugripaskráin er
þetta mikla rit að mestu óprent-
að, en í því er fólginn mjög
mikill fróðleikur og sægur frum-
athugana, því Matthías hefir
haft þann hátt á að skrifa eins
konar ritgerð um hvern grip,
sumar langar og fullunnar.
Rit Matthíasar, þau er birzt
hafa á prenti, eru mikil og marg-
vísleg. Hann hefir manna mest
rannsakað Þingvöll og birt um
hann greinar, bæklinga og bæk-
ur. Þá hefir hann ritað bókina
Vínlandsferðir (kom einnig út í
Ameríku) og gefið út fornsögur
þær, er að þessu efni lúta,í safn-
inu íslenzk fornrit. Þá er minn-
ingarrit um þjóðminjasafnið 50
ára og leiðarvísar og bæklingar,
er safnið varða. Þá er að nefna
ritið íslenzkir listamenn I.—II.
bók um fánann og^ loks hina
stóru útgáfu rita Jónasar Hall-
grímssonar, og er rétt í því sam-
bandi að minna á störf Matt-
híasar í þágu Hins íslenzka bók-
menntafélags. Enn er ótalið, ^að
Matthías Þórðarson hefir frá
upphafi embættisferils síns
haldið uppi merki íslenzkrar
fornleifafræði, oftast einn síns
liðs, og verið fulltrúi hennar
heima og erlendis. Árbók Forn-
leifafélagsins hefir hann gefið
út lengi og skrifað í hana fjölda
ritgerða um íslenzk fornfræði-
leg efni, sumar langar, og marg-
ar greinar á hann í öðrum ís-
lenzkum tímaritum. I erlendum
tímaritum hafa einnig birzt
margar greinar eftir Matthías
um íslenzka fornleifafræði, bæði
fornleifarannsóknir, sem hann
hefir gert sjálfur, og einstaka
gripi og gripaflokka í þjóðminja-
safninu.
—Alþbl., 24. febr.
Aldar ártíS Oehlenschlagers
Hinn 20. þ. m. voru liðin 100
ár frá því að danska skáldið
Adam Oehlenschlager dó.
Hann var fæddur 1779 og
átján ára gamall hóf hann lista-
feril sinn sem leikari við kon-
unglega leikhúsið í Kaup-
mannahöfn, en leiklistin lét
honum ekki.
Veturna 1802—1803 og 1803—
1804 hélt Henrich Steffens fyrir-
lestra við Kaupmannahafnar-
háskóla um nýjar stefnur í
þýzkum skáldskap, og vöktu
þeir mjög mikla athygli. Oehl-
enschlager komst þá í kynni við
Steffens og þeim áhrifum, sem
hann varð fyrir, er líkt við þá
vakningu, sem Gotehe varð fyrir
af Herder.
Menn telja að upphaf hinnar
bókmenntalegu „gullaldar“ Dana
á 19. öld, sé að rekja til þess, að
Steffens vakti hjá Oehlens-
chlager nýtt viðhorf til skáld-
skaparins og hlutverks hans og
gaf honum beinlínis hugmynd-
ina að hinu fyrsta stóra kvæði
hans „Guldhornene“, sem varð
upphaf rómantísku stefnunnar í
skáldskap Dana.
Á árunum 1805—1809 ferðað-
ist Oehlenschlager um Þýzka-
land, Frakkland, Sviss og Italíu.
Árið 1810 varð hann prófessor
í fagurfræði.
Af kunnustu skáldritum hans
er „St. Hansaften Spil“, „Alad-
din“, „Hakon jarl“, „Baldur hin
Gode“, Axel og Valborg“,
„Helge“ og „Barth og Signe“.
„Helge er talið seinasta af-
reksverk hans (1814) enda þótt
margt gott kæmi út eftir hann
síðar. — Skáldskapur hans hafði
geysimikil áhrif um öll Norður-
lönd. Við hátíðahöld í dómkirkj-
unni í Lundi 1829 lagði sænska
skáldið Esajas Tegner lárviðar-
sveig um höfuð Oehlenschlagers
og kallaði hann „konung nor-
rænna söngvara og ríkiserfingj-
ann í heimi skáldskaparins, þar
sem Goethe skipar nú hásætið.“
Oehlenschlager komst snemma
í kynni við forníslenzkar bók-
menntir og varð innilega hrifinn
af þeim. Þangað sótti hann og
efnið í mörg helztu skáldrit sín.
„Völundarsögu“ samdi hann
eftir Völundarkviðu í Eddu,
„För Þórs til Jötunheima11 eftir
sögunni í Eddu um för Þórs til
Útgarða-Loka, „Baldur hinn
góða“ eftir 'frásögn Eddu um
Baldur. „Hákon jarl ríki“ er aft-
ur á móti saminn eftir Heims-
kringlu Snorra. I „Nordens
Guder“ reyndi hann að draga
upp skáldlega mynd af goða-
fræði Norðurlanda eins og hún
birtist í forníslenzkum heimild-
um, aðállega Sæmundar-Eddu.
Þá er og sorgarleikurinn „Kjart-
an og Guðrún“ samin eftir Lax-
dælasögu. Hann tók og Forn-
aldarsögurnar til fyrirmyndar
og jós þar af efni í skáldrit sín.
Alla ævi var hann innilega
hrifinn af hinum fornu íslenzku
bókmenntum og honum er það
máske manna mest að þakka að
athygli Dana .beindist að fjár-
sjóðum þessum. Þá var Oehlens-
chlager og mjög hrifinn af ís-
lenzkri ljóðagerð og hann reyndi
að yrkja á dönsku með stuðlum
og höfuðstöfum.
—Lesb. Mbl. 22. janúar
Innköllunar-menn Lögbergs
Bardal, Miss Pauline Minneota, Minnesota
Minneota, Minnesota Ivanhoe, Minnesota
Einarson, Mr. M. Arnes, Manitoba
Fridfinnson, Mr. K. N. S. Arborg, Manitoba
Arborg, Manitoba Geysir, Manitoba
Hnausa, Manitoba
Riverton, Manitoba
Vidir, Manitoba
Goodmundson, Mrs. ..........Elfros, Saskatchewan
Gislason, T. J..............Morden, Manitoba
Gislason, G. F. Churchbridge, Sask.
Bredenbury, Sask.
Grimson, Mr. H. B. Mountain, North Dak.
Mountain, N.D. Edinburg, North Dak.
Gardar, North Dak.
Hallson, North Dak.
Hensel, North Dak.
Johnson, Mrs. Vala.
Selkirk, Manitoba
Kardal, Mr. O. N. Gimli, Manitoba
Gimli, Manitoba Husavik, Manitoba
% “Betel”, Gimli, Man.
Winnipeg Beach, Man.
Lindal, Mr. D. J.............Lundar, Manitoba
Lyngdal, Mr. F. O. Vancouver, B.C.
5973 Sherbrook St.
Vancouver, B.C.
Middall, J. J................Seattle, Washington
6522 Dibble N.W.
Seattle, Washington
G. J. Oleson ................Glenboro, Manitoba
Glenboro, Man. Baldur, Manitoba
Cypress River, Man.
Olafson, Mr. J. Leslie, Saskatchewan
Simonarson, Mr. A............Blaine, Washington
R.F.D. No. 1, Blaine, Wash. Bellingham, Wash.
Sigurdson, Mrs. J. Backoo, North Dak.
Backoo, N.D., U.S.A. Akra, North Dak.
.. . y... “•:*; • Cavalier, North Dak.
Walhalla, North Dak.
Valdimarson, Mr. J. Langruth, Manitoba
Langruth, Man. Westb