Lögberg - 10.04.1952, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 10. APRÍL, 1952
Langt í burtu
frá
Heimsku Mannanna
Eftir THOMAS HARDY
J. J. BÍLDFELL þýddi
„Ég segi, segi ég, að veðrið er ágætt í dag
og svo kemur nístingskuldi í nótt“, heyrðist
sagt í dyrunum á ölgerðarhúsinu, sem opnaðar
höfðu verið, og Henry Fray kom inn á mitt
gólfið og stappaði snjóinn af fótum sér. Slík
ávörp og aðkoma virtust ekki nein nýmæli fyr-
ir ölbruggarann; því algengt var í nágrenninu,
að kveðjuávörp og gestasiðir voru sett til síðu,
og þar sem ölbruggarinn ásetti sér sama rétt
og aðrir, var hann seinn til svars. Hann tók
upp bita af osti á hnífsoddinum, eins og að
slátrari tínir upp mörmylsnu.
Henry var í máðri brúnleitri yfirhöfn yfir
sloppi sínum, og sást á hvítan sloppinn niður
undan yfirhöfninni, sem, þegar menn vöndust
þeim búningi, var ekki aðeins eðlilegur, heldur
jafnvel skrautlegur — hann var að minsta kosti
þægilegur.
Mathew Moon, Joseph Poorgrass og aðrir
flutningamenn komu á eftir Henry með stórar
luktir 1 höndunum, sem sýndi að þeir komu
beint frá flutninga- og hesthúsunum, þar sem
að þeir höfðu verið við vinnu frá því klukkan
fjögur um morguninn.
„Og hvernig gengur henni síðan umsjónar-
maðurinn fór?“ spurði ölbruggarinn.
Henry hristi höfuðið og brosti einu af þessu
bitra brosi, þegar hold og skinn á enni hans
drógst saman í einn hrulfkuhnút á miðju
enninu. „Hún eyðileggur það — vissulega, vissu-
lega!“ sagði hann.
Benjy Pennways var ekki ráðvandur mað-
ur eða heiðarlegur umsjónarmaður — eins mik-
ill svikari og Joey Iskaríot sjálfur. En að hugsa
sér, að hún geti stjórnað þessu sjálf! Hann velti
vöngum fjórum eða fimm sinnum. Aldrei á
allri minni lífstíð — aldrei!“
Þetta var viðurkennt af öllum sem endir á
bölsýnisræðu, sem látin héfði verið í ljósi með
höfuðhristingi. En Henry bar þó enn merki
þess á ásjónu sinni, að ósagt væri enn ýmis-
legt, sem að hann mundi segja þegar að hann
tæki aftur til máls.
„Allt verður eyðilagt, og við sjálfir líka,
ef að ég hefi nokkurt vit á hlutunum!“ sagði
Mark Clark eins og hann væri þess albúinn að
sleppa haldi á hlutunum og gefast upp.
„Einþykk kona, það er það, sem að hún er,
og þiggur ekki nokkurs manns ráð. Stolt og
hégómaskapur hefir orðið mörgum að fóta-
kefli. Herra minn, herra minn, þegar að ég
hugsa um þetta, þá hryggist ég eins og hel-
sjúkur maður!“
„Satt Henry, þú gjörir það“, sagði Joseph
Poorgrass í djúpum meðlíðunarrómi og með
eilitlu angistarbrosi. —
„Það væri engum dauðlegum manni skaði,
að eiga það sem að hún hefir undir hattinum11,
sagði^Billy Smalbury, sem var rétt nýkominn
inn. „Hún getur talað almennilegt mál og hlýtur
að hafa eitthvað af viti einhvers staðar. Fylgist
þið með mér?“
„Ég geri, ég geri; en engan umsjónarmann
— ég átti skilið að fá þá stöðu“, sagði Henry
gefandi til kynna, að miklir hæfileikar hans
hefðu verið misvirtir, með því að stara á slopp-
inn sem Billy Smalbury var í eins og að um
einhverja dásemdar hugarsýn væri þar að
ræða. „Ég býst við að það hafi átt svo að fara.
Þitt hlutskifti er þitt hlutskifti, og ritningin er
ekkert, því ef þú gjörir gott, þá fær þú ekki
umbun verka þinna eins og vera ber, en ert á
einhvern óheiðarlegan hátt svikinn um verð-
launin.“
„Nei, nei, ég er þér ekki sammála“, sagði
Mark Clark ákveðið. „Guð er stórheiðarlegur
herramaður í þeim efnum.“
„Góðverk, góð borgun, segir maður“, sagði
Joseph Poorgrass.
Það varð dálítið hlé — úokkurs konar
þátta skipti. Henry sneri sér við og slökkti ljós-
ið á luktunum, sem dagsbirtan gjörði óþarft,
jafnvel í ölbruggarahúsinu, þar sem ekki var
þó nema einn gluggi með einni rúðu í.
„Mér þætti gaman að vita hvað landbún-
aðarkona á að gera við hörpustrengi, dulcimer
(víra-strengjahljóðfæri) peaner, eða hvað það
nú er, sem að þeir kalla það“, sagði ölbruggar-
inn. „Liddy sagði að þær hefðu eitt nýtt.“
„Hefir hún pianer?“
„Já, það lítur út fyrir að þetta gamla dót
hans föðurbróður hennar sé ekki fullnægjandi
fyrir hana. Hún hefir keypt nærri allt nýtt.
Hún hefir fengið sterka stóla handa þeim stóru,
en léttari og liprari stóla handa þeim þunnu, og
stór úr, sem eru nærri eins og klukkur, til að
setja á hilluna yfir eldstæðinu.“
„Myndir, sem aðallega eru rammar fjarska
fallegir."
„Og langa hrosshárslegubekki með hross-
hárskoddum, handa þeim sem fullir eru til að
liggja í,“ sagði hr. Clark. „Og svo spegla handa
þeim, sem laglegir eru til að spegla sig í, og
lygasögur haflda óþokkunum til að lesa í.“
Það heyrðist hraustlegt fótatak úti fyrir;
dyrnar voru opnaðar svo sem sex þumlunga,
og eihhver fyrir utan þær sagði: —
„Félagar, hafið þið pláss fyrir nokkur ný-
fædd lömb?“
„Já, vissulega“, svörðuðu þeir, sem inni
voru.
Dyrunum var lokið svo harkalega upþ, að
hurðin skall upp að veggnum og hristist öll.
Gabríel Oak kom inn í dyrnar rennsveittur
með bönd úr snúnu heyi bundin fyrir ofan
öklana svo að snjórinn færi ekki ofan í skó
hans, með leðurbelti um sig miðjan utan yfir
sloppnum — hann var sönn ímynd heilbrigði
og hreysti. Fjögur lömb héngu um axlir honum
i ýmsum stellingum, og George, sem að Gabríel
hafði tekist að ná í frá Norcombe kom stik-
andi á eítir honum.
„Jæja, Oak fjárhirðir, hvernig gengur
sauðburðurinn í ár, ef ég mætti spyrja?“ spurði
Joseph Poorgrass.
„Akaflega þreytandi“, sagði Oak. „Ég hefi
verið gegnblautur tvisvar á dag, annað hvort
af snjó eða regm í síðastliðnar tvær vikur og
hvorki Cain né mér kom dúr á auga í nótt.“
„Margar tvílembdar, hefi ég heyrt.“
„Of margar, langtum of margar. Já, það
er einkennilegur sauðburður í ár. Hann verður
ekki hálfnaður á Maríu messu.“
» „En i fyrra var sauðburði lokið sjötta
sunnudag i föstu.“
„Komdu með þau lömb, sem úti eru ,Cam“,
sagði Gabríel, „og farðu svo til ánna. Ég kem
bráðum.“
Cainy Ball — rjóðleitur drengur og smá-
mynntur, fór og sótti tvö lömb, sem úti voru
og lét þau niður á gólfið og fór svo eins og að
honum var sagt. Oak lét niður lömbin, sem
að hann bar sjálfur og bjó um þau í heyi í
kringum eldstæðið.
„Og hvernig er heilsan í dag, ölmeistari?“
„Ég er hvorki hryggur né veikur, en yngist
ekkert.“
„Ja — ég skil.“
„Settu þig niður, Oak fjárhirðir,“ hélt öl-
bruggarinn gamli áfram. „Og hvernig var um-
horfs í gamla Norcombe, þegar að þú fórst
þangað að sækja hundinn. Mér mundi þykja
gaman að sjá það pláss nú, sem að ég þekkti
svo vel; en ég á ekki von á að ég þekki þar
neinn nú.“
„Eg á ekki von á því. Það er orðið ákaflega
breytt.“
„Er það satt, að búið sé að rífa timburöl-
gerðarhúsið hans Dicks Hill?“
„Ó, ja — fynr mörgum árum og cottage-ið,
sem að stóð rétt fyrir ofan það.“
„Ég átti von á því!“
„Já, og gamla epplatréð hans Tompkins er
fallið, það var vant að gefa af sér fimmtíu og
tvo potta af epplavíni á ári eitt saman.“
„Fallið? — Þú segir þó ekki það! Ó, það eru
umbrotatímar, sem við lifum á“.
„Þú manst eftir gamla brunmnum, sem að
var í miðjum bænum. Honum hefir verið
breytt. Sterk járnpumpa er komin í hann og
stórt steinker við hann, allt saman slétt og felt.“
„Ja, hérna! — Hvernig að útlit þjóðanna
getur breyzt. Já, það eru miklir byltingatímar,
sem að við lifum á! En þetta er eins hérna.
Þeir hafa rétt núna verið að tala um hinar
undarlegu athafnir ungfrúarinnar.“
„Hvað hafið þið verið að segja um hana?“
spurði Oak hvasst og sneri sér snúðuglega að
mönnunum.
„Þessir miðaldramenn hafa verið að hella
úr vandfýsnisskálum sínum yfir hana út af
stolti hennar og hégómaskap,“ sagði Mark
Clark. „En ég segi: gefið henni lausan taum-
inn. Blessað veri fallega andlitið á henni —
skyldi mér ekki þykja gaman að gjöra þetta
á rósrauðu varirnar á henni!“ og, hinn hug-
djarfi Mark Clark smellti í vörunum á sér á
þann hátt, sem margir kannast við.
„Mark!“ sagði Gabríel hastur, „þér er betra
að láta af þessu leiðinlega lausungar nöldri —
þessu smakk-kerknistali þínu um ungfrú Ever-
dene. Ég leyfi það ekki. Heyrirðu það?“
„Já, svo sannarlega, og það því fremur,
sem að mér er ljóst, að ég get aldeilis ekki kom-
ið mér í mjúkinn hjá henni,“ sagði Mark Clark
góðlátlega. %
„Ég á von á, að þú hafir verið að atyrða
hana“, sagði Oak og sneri sér reiðilega að
Joseph Poorgrass.
„Nei, nei — nei, ekki með einu orði. Ég —
það er mér sannarlega gleðiefni, að hún skuli
ekki vera verri en hún er. Það er það, sem að
ég segi,“ sagði Joseph rauður í framan og
skjálfandi af hræðslu. Mathew var að segja . . .“
„Mathew Moon! Hvað hefir þú verið að
segja?“ spurði Oak.
„Ég? Þú veist, að ég mundi ekki granda
einum einasta maðki, hvorki ofan jarðar eða
neðan,“ sagði Mathew Moon lafhræddur.
„Jæja, einhver ykkar hefir verið að því. —
En takið eftir, félagar!“ Gabríel, sem í eðli sínu
var allra manna hógvæastur og stilltastur, gat
undir vissum kringumstæðum orðið hvass og
hermannlegur. Hann lagði krepptan hnefann
á borðið, sem að var að stærð eins og brauð,
sem bakað er í potti, og sagði: „Þetta er hnef-
inn á mér“, og sló með honum einu sinni eða
tvisvar niður á mitt borðið, og var engu líkara
en Þór væri þar kominn með hamarinn Mjölni,
til að vera viss um að allir tækju eftir að ekki
væri holt að verða fyrir honum, ef í harðbakka
slægi. „Þessi hnefi skal dynja á hverjum þeim
manni hér í sveitinni, sem talar illa um hús-
móðurina — eða að ég er Hollendingur.“
Þeir sýndu allir ótvíræðlega með úliti sínu,
að hugur þeirra hafði ekki hvarflað að Hollandi
eina mínútu vegna þessarar staðhæfingar, en
voru að harma mismuninn, sem að gaf ástæð-
una til hennar; og Mark Clark hrópaði: „Ágætt,
ágætt! Þetta er einmitt það, sem að ég hefði átt
að segja.“
Hundurinn, George, leit upp um sama leyti
og fjárhirðirinn lauk hótunarmáli sínu, og þó
að enskukunnátta hans væri ófullkomin fór
hann samt að urra.
„Taktu þetta ekki svona nærri þér, fjár-
hirðir og sestu niður!“ sagði Henry með hálf-
hjartaðri friðarumleitun á borð við nokkuð það,
sem á sér stað í kristninni.
„Við heyrum sagt, að þú sért óvanalega
vel gefinn og góður maður, fjárhirðir,“ sagði
Joseph Poorgrass með hálfum huga utan úr
horni á bak við rúm ölbruggarans, en þangað
hafði hann hipjað sig, sér til frekara öryggis.
„Það er ómetanlega mikils virði að vera gáfað-
ur, það er ég viss um,“ bætti hann við og^
hreyfði sig, en sú hreyfing stafaði frá hugar-
ástandi hans, en ekki af líkamlegu fjöri. „Við
óskum, að við værum það líka, gjörum við ekki,
félagar?“
„Jú, það gjörum við vissulega,“ sagði
Mathew Moon og brosti með eftirvæntingu
framan í Oak, til að sýna hve vingjarnlegur að
hann vildi vera.
„Hver hefir verið að segja ykkur að ég
væri flínkur?“ spurði Oak.
„Það er altalað,“ sagði Mathew. „Okkur er
sagt að þú getir vitað hvað tímanum líður eftir
garigi stjarnanna, eins Vel og við eftir gangi
sólar og tungls, fjárhirðir."
„Já, ég get gert dálítið aðþví,“ sagði Gabríel
hæversklega, eins og sá, sem dálitla þekking
heíir öðlast í þeirri grein.
„Og þú getur búið til sólskífu og prentað
nöfn manna á vagna eins og að þau væru
koparstungin, með fallegu útflúri og stórkost-
legum hölum. Það er sérstaklega hagkvæmt
fyrir þig að vera svona flínkur, fjárhirðir.
Joseph Poorgrass var vanur að prenta fyrir
James Everdene á vagnana hans áður en að
þú komst, en hann gat aldrei munað eftir
hvernig að joðin og E-in áttu að snúa — gastu
Joseph?“ Joseph hristi höfuðið til merkis um
að það væri meira en satt, að hann hefði ekki
getað það. „Svo að þú varst vanur að snúa stöf-
unum öfugt, Joseph, eins og þetta, varstu ekki,
Joseph?“ Og Mathew dró stafiná á gólfið, sem
var óhreint, með endanum á svipuskafti sínu.
„Og James bóndi formælti og bölvaði og kall-
aði þig asna, gerði hann það ekki, Joseph? þeg-
ar að hann sá nafn sitt þannig umhverft,“ hélt
Mathew Moon áfram nærri klökkur.
„Jú, hann gerði það,“ svaraði Joseph auð-
mjúkur. „En ég skal segja þér, að ólagið á
J-unum og E-unum, sem að var svo óþægileg
gestaþraut fyrir minnið, um, hvort að þau áttu
heldur að snúa til hægri eða vinstri, var í raun-
inni ekki mín skuld, því að ég hefi verið minnis-
laus frá því fyrsta.“
„Þaó er ljóta armæðan fyrir þig, ekki sízt
af því að þú ert svo mikill hrakvallabálkur á
öðrum sviðum.“
„Já, svo er það, en almættið skipaði svo
fyrir, að það skyldi ekki vera verra en það er,
og fyrir'það ér ég þakklátur. En hvað fjárhirð-
inn þarna snertir þá er ég sannfærður um, að
ungfrúin hefði átt að gjöra hann að umsjónar-
manni sínum — eins ágætur maður og að
hann er.“
„Mér þykir ekki fyrir að segja, að ég von-
aðist eftir því,“ sagði Oak hreinskilnislega. „I
sannleika sagt, þá átti ég von á að hún gerði
það, en á hinn bóginn er sjálfsagt að viður-
kenna, að ungfrú Everdene á fullan rétt á að
gegna umsjónarstöðunni sjálf, ef henni sýnist
svo — og halda mig sem óbreyttan fjárgæzlu-
mann.“ Oak ándaði þungt, leit raunalega á
bjarmann í öskustónni, stóð hugsi um stund.
En birtan yfir þeim hugsunum var vafasöm.
Ylurinn vinsamlegi frá eldinum fór nú að
auka fjör lambanna, sem að nærri dauða voru
komin. Þau fóru að jarma og hreyfa höfuðin
og fætuma í heyinu, og voru í fyrsta sinn sér
þess meðvitandi að þau voru fædd, og jarmur-
inn hélt ekki aðeins áfram heldur óx, svo Oak
tók könnu, sem stóð við eldinn, og litla tekönnu
með stút á, sem að hann bar í vasa sínum,
fyllti hana með mjólk og kenndi hinum hjálpar-
lausu skepnum, sem móðurlausar voru, að
drekka af stútnum — aðferð, sem að þau kom-
ust undur fljótt upp á.
„Hún lætur þig einu sinni ekki hafa skinn-
in af dauðu lömbunum, heyri ég sagt,“ sagði
Joseph Poorgrass, sem horfði með nauðsynleg-
um raunasvip á það, sem að Oak var að gjöra.
„Ég hef þau ekki,“ sagði Oak.
„Það er ljóta meðferðin á þér, fjárhirðir,"
sagði Joseph með hálfum huga, í þeirri von,
að hann gæti fengið Oak til að taka þátt í rauna-
tölum sínum eftir allt. „Ég held, að hún sé snúin
á móti þér — það geri ég.“
„Nei, nei — aldeilis ekki,“ svaraði Oak
fljótt, og varp öndinni, sem að missir lamb-
skinnanna einn, hefði naumast komið honum
til að gjörj).
Áður en meiri samræður urðu bar skugga
í dyrnar og Boldwood bóndi kom inn í ölgerð-
arhúsið og heilsaði upp á þá, sem inni voru,
suma alúðlega, aðra með því að sýni lítillæti í
því að líta til þeirra.
„Ó! Oak, ég hélt að þú mundir vera hérna,“
sagði hann. „Ég hitti póstinn fyrir tíu mínútum,
og hann rétti mér bréf, sem að ég opnaði án
þess að líta á utanáskriftina. Ég held, að það
sé til þín. Þú gjörir svo vel að fyrirgefa yfir-
sjón mína.“
„Ó, já — það gjörir ekkert til hr. Bokh^ood
— ekki minnstu vitund,“ sagði Pabríel undir
eins. Hann skrifaðist ekki á við nokkurn mann
og hann átti ekki von á neinu bréfi, sem að
allt fólkið í sveitinni mátti ekki sjá.
Oak gekk til síðu og las eftirfylgjandi bréf,
sem að skrifað var með óþekktri héndi: —
„Kæri vinur: — Ég veit ekki hvað þú heit-
ir, en ég held að þessar fáu línur komist til þín,
sem að ég skrifa til að þakka þér veglyndi þitt
í minn garð kveldið sem að ég fór frá Weather-
bury í hasti. Ég sendi líka til baka peningana,
sem að ég skulda þér, sem þú fyrirgefur þó að
ég ekki haldi sem gjöf. Allt hefir farið vel á
endanum og ég er glöð yfir að geta sagt, að
ég ætla að gifta mig ungum manni, sem að
heíir verið í tilhugalífi við mig í nokkurn tíma
— Sargent Tray í elleftu Dragoon deildinni,
sem er nú hér í bænum. Ég veit að hann mundi
hafa á móti að ég tæki á móti nokkru nema
að láni, því að hann er mjög siðavandur maður
og strangheiðarlegur — í sannleika sagt eðal-
borinn maður.
Ég skyldi vera þér mikillega þakklát, ef
þú héldir bréfsefninu leyndu um tíma, kæri
vinur. Áform okkar er að koma fólkinu í
Weatherbury á óvart, með því að koma þangað
gift hjón bráðlega, þó að ég roðni við að segja
það við mann, sem má heita mér ókunnugur.
Tray óx upp í Weatherbury. Þakka þér svo
aftur fyrir góðvilja þinn og veglyndi.
Ég er, með beztu óskum til þín,
Fanny Robin.“
„Hefurðu lesið það, hr. Boldwood?“ spurði
Babríel; „ef ekki, þá er þér betra að gjöra það.
Ég veit, að þér er annt um Fanny Robin.“
Boldwood tók við bréfinu áhyggjufullur.
„Fanny — vesalings Fanny! Þessi endalok,
sem að hún sýnist svo viss um, eru ekki enn
komin og koma máske aldrei. Ég sé að hún
gefur ekkert heimilisfang. Ég held að hann sé
ekki mikið til að byggja traust sitt á í svona
tilfelli, tautaði Boldwood, þó að hann sé nógu
vel gefinn og framur. Saga hans er að nokkru
rómantísk. Móðir hans var frönsk og var heim-
iliskennari og það vorðist hafa verið leynilegt
samband á milli hennar og Severen lávarðar,
sem nú er dáinn. Hún var gift fátækum lækni,
og skömmu síðar átti hún barn, og á meðan
að peningar ekki þrutu fór allt vel. Svo vildi
það óhapp til fyrir drenginn, að hann misti
bezta vin sinn, eftir það fékk hann vinnu sem
aðstoðarskrifari á lögmannsskrifstofu í Caster-
bridge. Hann hélt þeirri stöðu um tíma og
hefði máske getað unnið sig upp í virðulega
stöðu, ef að hann hefði ekki tekið upp á þeirri
villimanna heimsku að ganga í herinn. Ég efast
stórlega um, að hún Fanny litla komi okkur
nokkurntíma á óvart á þann veg, sem að hún
talar um. Hún er heimsk — hún er heimsk!“
Dyrunum var skyndilega lokið upp og
Cainy Holl kom hlaupandi inn. Hann var móð-
ur og hóstandi af hlaupunum og varnirnar á
honum voru rauðar eins og rós.
„Cain Ball,“ sagði Oak alvarlega; „því
hleypur þú svona þanf
öndinni og getur
að vara þig við I