Lögberg - 10.04.1952, Blaðsíða 4

Lögberg - 10.04.1952, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 10. APRIL, 1952 1lÖBt»erg QeflB Ot hvern íimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARQENT AVENUE, WINNIPEO, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: HDITOR LOGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyriríram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authoriíed as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Trúnaður við stoðir samfélagsins Eitt hið mikilvægasta atriði varðandi æskilega og heilbrigða þróun hvaða félagslífs, sem um ræðir, er trúnaður við stoðir þær og stofnanir, sem starfandi eru innan vébanda þess; án slíks trúnaðar er hætta á að hin félagslegu samtök trénist upp og fuilnægi hvergi nærri tilgangi sínum. Megin stoðir samféíagsins eru heimilin, skólarnir og kirkjurnar; trúnaður við þessar stofnanir er menn- ingariegt sáluhjálparatriði ef alt á ekki að lenda í kalda kol. Eins og nú horfir við, verður sú staðreynd eigi um- flúin, að áhrif heimilanna á mótun æskunnar fari al- varlega þverrandi, fremur en hitt, og liggja til þess margar ástæður, þótt megin ástæðan sé sú, hve æska nútímans á greiðari aðgang að fjöibreyttara skemtana- og íþróttalífi utan heimilanna, en áður gekst við; í mörgum tilfellum er þetta sjálfsagt og horfir til bóta, þótt enn sem fyr sé það heimilið, er sérhvert siðmannað þjóðfélag byggir kjölfestu sína á. Fram til skamms tíma voru það heimilin, sem með margháttaðri fræðslustarfsemi mótuðu skapgerð æskunnar innan veggja sinna; þar var lagður grund- völlur að kristnifræðslu, þjóðfélagshollustu og öðrum borgaralegum dygðum; nú eru að verða hausavíxl á þessu og við ábyrgðinni af heimilunum varðandi upp- eldisstarfið hafa í æ ríkara mæli tekið skólar og kirkjur; hollusta við báðar þessar stofnanir er sjálfsögð og ó- umflýjanleg í þjóðfélagi, sem byggir tilveru sína á lýð- ræðislegum grundvelli þar sem allir menn eiga að vera jafnir fyrir lögunum jafnt í veraldlegum sem andlegum efnum. Menn skiptast í flokka um smá mál og stór; mis- munandi skoðanir á kennisetningum skipta kirkjunni í margar og sundurleitar fylkingar; þetta sýnist í rauninni ofur eðlilegt, því svo er margt sinnið sem skinnið. En hvað tæki við ef kirkjan leystist upp? Frumstæðir menn tilbáðu sína guði og færðu þeim fórnir, en síðari tíma menn reistu þeim hof og við af þeim tóku ölturu og kirkjur; frá upphafi vega hefir til- beiðslan í einhverri mynd orðið samferða mannkyninu; hún verður það um langan aldur enn, og hún verður það sennilega um allar ókomnar aldir; en kirkjan má ekki steinrenna; innan,takmarka hennar þarf að vera hátt til lofts og vítt til veggja, svo að þar geti rúmast allir, allir, og á hinu mega menn heldur ekki missa sjón- ar, að ólíklegt er, að ein kirkjudeild annari fremur, brenni inni með allan sannleikann; þær eru allar, eða að minsta kosti ættu að vera, í óendanlegri sann- leiksleit. Skyldur okkar gagnvart skólunum eru einnig margar og mikilvægar; þeir voru stofnaðir, og þeim er haldið við líði okkar vegna; en þeir mega ekki stein- renna fremur en kirkjurnar; þeir mega ekki sætta sig við að alt hjakki í sama farinu, þeir verða að beina hug- um nemenda sinna til hærri markmiða, en sagt er fyrir um í kenslubókunum, búa þá undir ábyrgð lífsins, en ekki dauðann, því alt af fást einhverjir til þess. Það er ánægjulegt til þess að hugsa, að sem allra flestir nemendur ljúki á síum tíma góðu prófi og hljóti að launum virðingarstöður í þjóðfélaginu; en ljúki mentun mannsins við prófið hefir illa tekist til. En hvað er um trúnaðinn við okkar allra nánasta umhverfi, sem tíðum er næsta fáment? Óhjákvæmi- legt er, að þar séu reknar einhverjar verzlanir, mat- vöruverzlun, álnavöruverzlun og járnvöruverzlun, að eigi sé fleira til tínt; allar eru þessar verzlanir nauð- synlegar og allar greiða þær skatt til opinberra þarfa, eigi aðeins heima fyrir, heldur einnig á hinum víðara vettvangi; þó mun það engan veginn óalgengt, að fólk í hugsunarleysi leiti langt yfir skamt og ferðist jafnvel margar mílur í bíl til innkaupa á varningi, sem fæst í sams konar verzlunum heima fyrir, alveg eins vandaður og svo að segja á sama verði. Er ekki eitthvað bogið við þessháttar hagfræði? Er ekki líka eitthvað bogið við trúnaðinn við hið nánasta umhverfi, sem það verð- skuldar, sé þannig farið að ráði sínu? Menn, sem við lýðræði búa, eiga eigi aðeins á því fullan rétt, heldur er það hvorki meira né minna en skylda þeirra, að benda á misfellur í meðferð opinberra mála, hvar sem slíkra misfellna verður vart; en allar aðfinslur verða að stjórnast af sönnum umbótahug eigi þær að ná tilgangi sínum og verða samferðasveitinni til heilla. í einræðisríkjunum, eru þær stöðir samfélagsins, sem þegnar lýðfrjálsra þjóða unna mest, svo sem heimilin, skólarnir og kirkjurnar, að vettugi virtar, nema að því leyti sem hægt yrði að beita þeim í þjón- ustu þeirra yfirgangsafla, sem ríki slíkrar tegundar einvörðungu styðjast við. Þótt mennirnir séu gleymnir, eru þeir ekki búnir að gleyma blindum ofstækiskenningum Hitlers um yfirburðakynþáttinn, Hitlers-æskunni, né heldur þeim endemum, er af slíku mikilmenskubrjálæði hlauzt; öll- um þeim samfélagslegum stoðum, sem öldum saman höfðu haldið uppi musteri þýzkrar menningar varð að rýma úr vegi vegna ofurmenskunnar, og nákvæmlega sama sagan endurtekur sig í Rússlandi þar sem upp- Erhættan á styrjöld 6-4? Berlrand Russel lýsir skoðun sinni á alþjóðamálum um seinuslu áramól. Á fundi, sem nýlega var hald- inn í London, fór m. a. fram við- tal milli hins fræga heimspek- ings Bertrand Russels og enska þingmannsins Woodrovi Wyath. Wyath lagði fyrir Russel ýmsar spurningar um alþjóðamál, er Russel svaraði jafnharðan. Þar sem marga mun fýsa að kynn- ast áliti hins fræga heimspek- ings, eins og honum koma al- þjóðamálin nú fyrir sjónir, verða svör hans birt hér á eftir, lítið eitt stytt í þýðingunni. Samvinna Bretlands og Bandaríkjanna. Wyath lagði þá spurningu fyrst fyrir Russel, hvaða þýð- ingu brezk-bandarísk samvinna hefði fynr varðveizlu friðarins. — Ef þessi samvinna helzt, svaraði Russel, er möguleiki til þess að tryggja friðinn. Annars er styrjöld óhjákvæmileg. Ýmsir erfiðleikar eru hins vegar á þessari samvinnu. Bret- ar verða t. d. að sætta sig við það að vera lægra settir. Þetta særir stolt þeirra. Af þessu staf- ar m. a. allur gauragangurinn í Churchill út af því, að amerískur aðmíráll stjórnar hinum sam- eiginlega flota á Norður-Atlants- hafinu. Annar erfiðleikinn er sá, að Bandaríkjamenn krefjast þess, að Bretar sætti sig við lakari lífskjör en þeir. Þeir geta ekki tamið sér jafnmikla nægjusemi og Bretar. Sá möguleiki er ekki til, að Bretar geti verið hlutlausir og óháðir eða hægt sé að mynda ríkjasamtök, þriðju blökkina, er haldi sér utan við deilur Banda- ríkjamanna og Rússa. Það eru ekki nema grillur að hugsa sér slíkt. Markalína milli ausiurs og vesíurs óframkvæmanleg. Wyath spurði næst, hvort Russel væri nú sömu skoðunar og 1948, er hann hélt því fram, að hægt væri að draga vissa markalínu milli hagsmunasvæða Rússa og vesturveldanna. — Slík markalína, sagði Rus- sel, ætti að geta gert það mögu- legt, að þessi stórveldasamtök gætu þróazt hlið við hlið, en sennilega er hún ekki fram- kvæmanleg. Það er t. d. ekki hægt að ætlast til þess, að þessi stórveldasamtök haldi sér hlut- lausum og fari ekki út fyrir á- hrifasvæði sín meðan aðstæð- urnar eru slíkar og þær eru nú í hinum nálægari Asíulöndum. Rússum hefir opnast möguleiki til að vinna Múhameðstrúarlönd- in til liðs við sig og þeir reyna vitanlega að notfæra sér hann. íran er á barmi stjórnleysis og kommúnistar taka þar sennilega völdin, því að þeir eru líklegastir til að^geta haldið uppi lögum og reglu. Við megum búast við því, að Mossadegh verði bráðlega kominn í fangelsi. Hlutleysisaf- staða Bandaríkjanna í Irandeil- unni var óskynsamleg. Þau áttu að standa við hlið Bretlands. Svo er það Þýzkaland. Skipt- ing þess er óframkvæmanleg fil frambúðar. Þróttmikil þjóð eins og Þjóðverjar getur ekki sætt sig við hana. Þriðja spurning Wyath var sú, hve langt mætti ganga í samn- ingum við kommúnista, án þess að um undanlátssemi væri að ræða. — Það getur aldrei verið um neina þá málamiðlun að ræða, er fær okkur til að fallast á eða sætta okkur við kommúnistiska stjórnarhætti. Hins vegar er það ekki undanlátssemi að sætta sig við landamerki, sem þegar eru staðreynd og ekki verður breytt án styrjaldar. Ég nefni sem dæmi innlimun Austur-Prúss- lands í Sovétríkin. Vígbúnaður vesturveldanna minnkar stríðshaettuna. Fjórða spurning Wyaths var sú, hvort vígbúnaður vestur- veldanna hefði dregið úr styrj- aldarhættunni. — Fyrir tveimur árum hefði verið miklu hagstæðara fyrir Rússa að hefja styrjöld. Þá máttu vesturveldin heita varn- arlaus. Ég hygg, að þá hafi það verið atómsprengjan, er hélt Rússum í skefjum. Vígbúnaður Bandaríkjamanna síðan hefir dregið úr líkunum fyrir því, að árásarstyrjöld geti heppnazt Rússum. Að þessu leyti hefir dregið úr stríðshættunni. Fimmta spurning Wyath var, hvort Rússar myndu vanmeta hernaðarstyrk vesturveldanna. — Þessu er erfitt að svara. Óbreyttur Rússi trúir því enn, að Rússar hafi sigrað Japani á fimm dögum. Ég hygg, að for- ráðamenn Rússa séu í vafa um úrslit næstu styrjaldar. Annars væri hún hafin. Trúa Rússar á styrjöld? Sjötta spurning Wyath var sú, hvort Rússar myndu trúa því, að styrjöld væri óhjákvæmileg. — Ég held, því miður, að Rúss- ar séu þeirrar skoðunar. Það er í samræmi við kennisetriingar leiðtoga þeirra, sem þeir trúa stranglega á. Þeir trúa því einn- ig, að vesturveldin þreytist, kreppa hefjist í Bandaríkjunum o. s. frv. Þeir trúa því, að tím- inn sé þeim hliðhollur og ekki sé um annað að geira en að bíða eftir réttu tækifæri. Sjöunda spurning Wyath var sú, hvort afstaða Rússa myndi ekki breytast eftir t. d. 20 ára bið, án þess að þessar vonir þeirra rættust. — Það er ekki ósennilegt, að þeir verði þá fúsari til samn- inga. Þá verða þeir og máske hættir að trúa því, að styrjöld sé óhjákvæmileg. Þá geta skapazt möguleikar fyrir friðsamlega sambúð alveg eins og milli Mú- hameðstrúarmanna og kristinna eftir margra alda styrjaldir og árekstra. Verða Bandaríkjamenn siríðsfúsir? Áttúnda spurningin var sú, hvort Br^ar myndu þurfa að draga vígamóð úr Bandaríkja- mönnum. — Ekki eins og er, en sá tími getur komið. Bandaríkjamenn eru ekki eins bardagafúsir í dag og Rússar. En þeir geta orðið það. Það er víst jafnvægislög- mál, er gildir um þetta eins og annað. Aukinn styrkur Banda- ríkjamanna getur gert þá stríðs- fúsari, en hann er líka jafnframt líklegur til að gera Rússa ófús- ari til styrjaldar. Þegar Rússar hafa náð jafnvægisaðstöðu á kjarnorkusviðinu, getur aftur dregið úr stríðshug Bandaríkja- manna. Níunda spurningin var sú, hvort vesturveldin myndu ekki falla fyrir þeirri freistingu að grípa til vopna eftir að þau væru orðin öflugri en Rússar. — Vígbúnaðarkapphlaupið mun halda áfram og er engan veginn séð fyrir endann á því enn. Báðir aðilar munu vígbúast af kappi og þetta mun leiða til mikillar kjaraskerðingar. Samt er þetta nauðsynlegt, ef halda á Rússum í skefjum. Stríðshættan er tvenns konar undir þessum kringumstæðum. Önnur er sú, að menn eins og Bevan komist til valda, dregið verði úr víg- búnaðinum og Rússar fái tæki- færi til árásar. Hin er sú, að valdamenn Bandaríkjanna segi: Við höfum vopnin og það er bezt að láta þau skera úr, því að það verður hvort eð er ekki umflúið. Báðar þessar hættur er bezt að gera sér ljósar, en jafn- framt það, að ótryggur friður er þó betri en styrjöld. Stefna veslurveldanna og stríðshættan. Tíunda spurningin var sú, hvort vesturveldin hefðu fylgt réttri stefnu seinustu þrjú árin í viðleitni sinni til að hindra styrjöld. — Já, ég trúi því, en við verð- um samt að varast að vera ekki á bandi afturhaldsins. Við gerð- um rétt í Indlandi, er Indverjum var veitt sjálfstæði. Við Franco Enskur hermaður stóð einn síns liðs á hæðahrygg á Kóreu- vígstöðvunum og barðist móti 600 kínverskum hermönnum. Hópur eftir hóp af skrækjandi og viltum árásarmönnum geyst- ist fram gegn honum, en hann sundraði hverjum hópnum af öðrum og sendi sömu leið til baka, og ásamt nokkrum félög- um sínum gerði þessi enski „Samson“ gagnárás eftir gágn- árás og bjargaði heilli sveit brezkra hermanna frá innilokun og tortímingu. Fréttin um þessa mestu hetju- dáð Kóreustríðsins, sem ef til vill er eitt mesta afrek einstaks hermanns, sem mannkynssagan getur um, var gerð heyrinkunn • laust fyrir áramótin, eftir að George Bretakonungur hafði sæmt William Speakman, 24 ára gamlan hermann frá Aktrincham í Chesshire, Viktoríukrossinum. í tilkynningunni sem fylgdi veitingu heiðursmerkisins er af- reki Speakmans lýst sem „hetju- dáð, er eigi verði með orðum lýst.“ Á hæð 217. Bardaginn átti sér stað að morgni dags 4. nóvember. Speak- man hafði þá verið lánaður til annars herfylkis, „The King own Scottish Borderers“, en Speakman er meðlimur í hinu fræga herfylki „The Black Watch“. Hann lá á hæð 217, þeg- ar Kínverjarnir geystust fram. Árásin varð svo öflug að brezku hersveitirnar urðu að hörfa og ensk sveit á hægra varnararmi var innikróuð. Flokkur Speakmans fékk skip- un um að hörfa, en hann fékk nokkra félaga sína til að vera eftir með sér og verjast. Hann hafði notað síðustu tímana fyrir árásina til að safna eins miklu af handsprengjum og hann komst yfir og þegar Kínverja- bylgjan nálgaðist hrópaði hann: „Látum þá nú hafa það, sem þeir eiga skilið!“ 1 fjórar stundir stóð Speakman á hæðartoppinum og varpaði handsprengjum að óvinunum án afláts. Þegar þeir hörfuðu fyllti hann vasa sína og belti af sprengjum og fylgdi þeim eftir. Tugir þeirra létu lífið — og Speakman særðist af sprengju- broti en hann neitaði að leita aðstoðar læknis, unz félagar hans tóku hann með valdi til læknisaðgerðar. Hljóp frá lækninum. Læknir bjó um sár hans og gerði boð eftir sjúkramönnum. Flytja átti Speakman í sjúkra- hús, þrátt fyrir mótmæli hans. En þegar læknirinn vék sér frá eitt augnablik hljóp Speakmav á ekki að hafa samstarf á friðar- tímum, þótt það geti orðið nauð- synlegt í styrjöld. í Bandaríkj- unum er það dyggð að vera and- kommúnisti, en því má ekki gleyma, að andkommúnistar geta verið glæframenn eins og Chiang Kai Shek. Seinasta spurningin var sú, hvort til nýrrar heimsstyrjaldar myndi koma. — Það eru meiri líkur fyrir styrjöld en að friður haldist eða 6—4, ef maður setur það upp sem reikningsdæmi. Hættan er sú, að einhver mistök verði gerð, er setja allt í blossa. Óvænt at- vik og smáskyssur geta stund- um valdið örlagaríkustu atburð- um. Hefði þýzkur embættis- maður ekki af misgáningi leyft Lenin að fara til Rússlands, hefði ef til vill ekkert orðið úr komm- únistabyltingunni. Keisaradæmi Napóleon hefði sennllega stað- izt, ef hann hefði ekki haft magapínu fyrir orustuna við Leipzig. Svona mætti lengi telja. Það gildir um það ástand, er við búum við í dag, að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. á brott og aftur til orustusvæðis- ins, hlóð á sig því sem hann gat borið af handsprengjum og hóf aftur bardagann við ofureflið. Félagar hans, fimm að tölu, voru nú fallnir, en einn hélt hann ótrauður áfram og að því kom að hann hafði skapað svo mikinn ótta meðal árásarmann- anna að hinni innikróuðu ensku sveit tókst að brjótast úr um- sátinni. Og þegar hann hafði varpað sinni síðustu hand- sprengju kastaði hann nokkrum hnullungssteinum á eftir hinum flýjandi Kínverjum. Speakman liggur nú á sjúkra- húsi í Tokíó. Hann lætur lítið yfir afreki sínu, en hefir sagt enskum blaðamönnum, „að þetta sé gömul og góð orrusta“. Annað segir hann ekki um af- rekið. En ensku blöðin hylla hann, sum með þversíðufyrir- sögnum á forsíðu og kalla hann ,;hetju þjóðarinnar". Krosslegðu fingurna. Speakman var í Kóreu sem sjálfboðaliði. Fyrir ári síðar var hann ásamt herdeild sinni í Þýzkalandi, en líkaði illa að vera í hernámsliði og bað um að vera fluttur til Kóreu. „Ég hafði ekki hugmynd um hvar Kórea var“, sagði hann, „en ég hafði heyrt að brezki herinn berðist þar og það var nóg“. Þegar fregnin um hetjudáð þessa enska hermanns barzt til móður hans, sem er hreingern- ingarkona, grét hún og sagði: „Hann var alltaf svo góður drengur, en ég vissi ekki að hann væri svona mikill bardaga- maður.“ Samtímis fékk hún bréf frá syni sínum sem sagði: „. . . . ég hefi óvænta fregn að færa þér. Ef allt gengur að óskum, kem ég heim í marz. Krosslegðu nú fingurna fyrir mig.“ Vill vera hermaður. Veglegar móttökur eru undir- búnar fyrir komu hetjunnar heim til litla sveitaþorpsins, þar sem meðal annars gamlir félagar hins fræga skozka herfylkis halda Speakman veizlu. Speakman hefir verið atvinnu- hermaður frá því hann var 17 ára. Þegar hann gekk í herinn hlaut hann viðurnefnið „Stóri Bill“ því hann er tveir metrar á hæð. Heimkoma hans í marz markar engan veginn endi á her- mennsku hans. Hann er her- maður af lífi og sál og þráir að komast aftur þangað sem líf er í tuskunum. Frá því að hann var 14 ára r átt lausn heimilanna hefir náð hámarki, ríkið er alt, en þegnarnir ánauðug peð; um frjálsa kirkju þar í landi er alls ekki að ræða, en hlutverk skólanna er einkum fólgið í því, að unga út kommúnistum. Þótt stoðum samfélagsins með lýðræðisþjóðum sé vafalaust í einu og öðru áfátt, má þó ávalt koma umbótum við, í stað þess að þær séu jafnaðar við jörðu og annað þúsund sinnum verra hlutskipti bíði framundan. —TÍMINN Barðist einn mófri 600 Kínverjum—og hlauf- Viktoríukrossinn

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.