Lögberg - 10.04.1952, Blaðsíða 7

Lögberg - 10.04.1952, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN. 10. APRÍL, 1952 7 SAGA ÍSLENDINGA Af því að ég minnist þess ekki, að ég hafi séð í vestur-íslenzku blöðunum getið nema eins bind- is af sögusafni því, sem hér er gert að umtalsefni, finnst mér hlýða að rita nokkur orð um það. Of mikil þögn ríkir hér vestra um það, sem er að gerast í bók- menntum og öðrum menningar- málum á íslandi. Veldur því ýmislegt — þverrandi lestur ís- lenzkra bóka hér vestan hafs og ónóg kynningarstarfsemi. Er þetta mikið vandamál, er allt þyrfti að taka nýjum og föstum tökum. í þett'a sinn ætla ég þó aðeins að geta fyrnefnds ritsafns, Sögu íslendinga, í þeirri von að það geti orðið til þess, að þeir menn. hér vestra, er enn sinna íslenzkri sagnfræði, verði sér úti um það, hafi þeir ekki þegar eignazt það. Þetta söguverk er nú að koma út á vegum Menntamálaráðs og Þjóðvinafélagsins, og nær það yfir sögu Islands frá upphafi allt fram á þennan dag. Hlýtur það því að teljast hið mesta þarfa- verk. íslendingar hafa ekki til þessa átt sögu sína skráða á við- unandi hátt, þó að vísu séu til ýmis merkisrit um suma þætti sögunnar, eins og t. d. saga siðaskifta-aldarinnar (Menn og menntir eftir Pál Eggert Óla- son) og saga einokunnarverzlun- arinnar (Einokunarverzlun Dana á íslandi 1602—1787 eftir Jón Jónsson Aðils). Aftur á móti veit ég aðeins um fátt eitt, sem skrif- að hefir verið um fimtándu öldina, og þá einna merkast rit á danskri tungu um bókmennta- sögu hennar (Om Digtningen paa Island eftir dr. Jón Þorkelsson, en hann mun hafa verið fyrstur manna til þess að kveða þá sögu- villu niður, eins og dr. Árni Páls- son kemst að orði, að miðaldir íslands hefðu „nálega ekkert verðmæti af höndum innt,“ en sú skoðun er því miður allt of algeng hér vestra enn þann dag í dag. Menntamálaráðið og Þjóð- vinafélagið tóku sér það fyrir hendur skömmu fyrir árið 1938 að bæta úr þessari þörf íslands- sögu með því að gefa út tíu bindi, er ættu að segja þá sögu frá landnámsöld og fram á þennan dag. Til þessa verks voru valdir nokkrir sagnfræðingar, er höfðu sérþekkingu á þessu eða hinu tímabili sögunnar, og var þeim falið að rita um þá þætti hennar, sem þeir höfðu sérstaklega kynnt sér. Hafa nú þegar birzt fjögur bindi, er fjalla um tímabilið 1500—1830. Allur ytri frágangur útgáfunnar er prýðilegur — pappír góður, let- ur í stærra lagi og mjög auð- lesið, band gott og ásjálegt. Bindin eru prýdd myndum og, í einu orði sagt, hefir ekkert verið sparað til þess að gjöra þau sem bezt úr garði. Fimmta bindi kom út fyrst (1942) og var það saga seytjándu aldar, samin af Páli Eggert Óla- syni, hinum mikla sagnfræðingi siðaskiftaaldarinnar, sem nú er fyrir skömmu látinn. Skiptist þetta bindi í þrjá aðalkafla, er fjalla um stjórnhætti, menning og menntir, og þjóðhagi. Hér verður þetta verk ekki gagn- rýnt frá sagnfræðilegu sjónar- miði, enda er ég, þegar tekið er að fjalla um atburði í íslands- sögu eftir siðaskifti, þ. e. a. s. eftir 1550, alger lærisveinn. En það má ég segja, að ég hygg, að ekki verði í stuttu máli betur lýst, en gert er í þessu bindi og því er ég minnist á næst, þeim miklu straumhvörfum, er urðu í sögu íslands við hrun hinnar fornu og þjóðlegu kirkju og sigur hinnar lútersku kirkju, sem viljug eða óviljug gekk koungi á hönd og efldi vald hans yfir landsmönnum með þeim af- leiðingum, sem öllum erö kunn- ar. Ekki er heldur annað hægt en ljúka lofsyrði á kaflann um »** V) V' ■ _ r. , . n út í áður en ég minnist á það vil ég fara nokkrum orðum um fjórða bindið, sem kom út 1944. Höf- undur þess var enn Páll Eggert Ólason, og fjallaði það um sex- tándu öldina — einhverja merki- legustu tíma, sem gengið hafa yfir Evrópu og þá Island líka. Þarf ekki að lýsa fyrir þeim, er þekkja Menn og menntir. hversu dr. Páli hefir tekist að leysa þetta verk af hendi. En það vil ég segja, að fáa menn hygg ég hafa ritað af meiri samúð og skilningi um bæði hinn forna og nýja sið en dr. Pál, og er það þó ekki vandalaust í eins við- kvæmu máli, sem svo mjög snertir tilfinningar og skoðanir manna á ráðgátum tilverunnar að ónefndri gæfu íslands. Sjötta bindi, sem kom út 1943, rekur sögu landsins á tímabilinu 1701—1770. Tveir eru höfundar að því — Páll Eggert Ólason (árin 1701—1750) og dr. Þorkell Jóhannesson árin (1751—1770). Skiftist efni hér á sama hátt og í fimmta bindi, og þótt þetta bindi sé meir en 500 bls., er efn- ið, eins og höfundar taka fram, mjög samanþjappað. Rekja þeir báðir meginþætti þess tímabils, sem þeir fjalla um og verður ekki nánar sagt frá því hér. Ég vil samt segja nokkur orð um dr. Þorkel Jóhannesson. Hann er þegar að góðu kunnur okkur Vestur-íslendingum bæði per- sónulega frá þeim tíma, er hann heimsótti okkur árið 1950, og þá ekki síður fyrir hið mikla verk, sem hann vann með út- gáfu Bréfa og riígerða Siephans G. Siephanssonar (eitt þarfa- ‘verkið enn, sem Menntamála- ráðið og Þjóðvinafélagið hafa unnið) og útgáfu prédikana og Fyrir skömmu hóf Skúli Páls- son ræktun alisilunga í tjörnum, sem hann hefir látið gera við Grafarholtslæk í Mosfellssveit og fékk til gæzlu danskan mann, sem vanur er slíkri fiskrækt. Þessari nýstárlegu tilraun Skúla Pálssonar mun þó ekki hafa ver- ið mikill gaumur gefinn, en eigi að síður er. það álit fróðra manna, að við íslendingar mynd um standa vel að vígi um rækt- un alisilungs í tilbúnum tjörn- um. Heila valnið og hraðfrystihúsin. — Það er aðallega tvennt, sem veldur því, að ég tel slíka fisk- rækt vera álitlega fyrir okkur, sagði Pálmi Hannesson, er blað- ið sneri sér til hans með fáeinar spurningar. Það er heita vatnið og hraðfrystihúsin. Það er eðli fiska/að vaxtar- hraði þeirra eykst við hækkað hitastig vatnsins, sem þeir lifa í. Efnaskiptin í líkamanum verða örari og þeir taka til sín meiri fæðu. Venjulega er vaxtarhraði vatnafiska hér lítill, því að vötn- in eru yfirleitt köld, en með því að blanda vatn í tilbúnum tjörn- um hæfilega með heitu eða volgu vatni, mætti fá mjög hraðan vöxt alisilunga. Hraðfrystihúsin eru hér víða, og við fiskvinnslu í þeim fellur til mikið af úrgangi, sem gæti verið nothæf fæða handa ungum alifiski. Ætti eldi þeirra því að geta verið fremur ódýrt. Það er trú mín, að við gætum orðið samkeppnisfærir um sölu alisilunga á markaði í Bretlandi og Ameríku og silungaeldi eigi sér framtíð hér. Reykholtsdalur og Ölfus. Það eru einkum tvær sveitir, sem mér virðist í fljótu bragði, að vel væru fallnar til slíkrar silungaræktar í allstórum stíl, sagði Pálmi ennfremur. Það eru Reykholtsdalurinn og Ölfusið. Þar eru ár, sem hægt væri að fá í Vatn í silungatjarnirnar, og fyrirlestra dr. Rögnvaldar Pét- urssonar, Fögur er foldin. Það mun ekki leika á tveim tung- um, að dr. Þorkell er einn rit- færasti og vandvyrkasti sagn- fræðingur, sem íslendingar eiga um þessar mundir. Þarf ekki annað en að líta í þátt hans í sjötta bindi Sögu íslendinga og sjöunda bindið, sem kom út í fyrra, yfir tímbailið 1771—1830, en dr. Þorkell er einn höfundur þess. Þessi fjögur bindi eru allt, sem enn er komið út af þessu mikla söguriti. Mun hver sá, sem hefir lesið þau, bíða með óþreyju þeirra binda, sem enn eru ó- komin. Þar verður sögu Islands 1 fyrsta sinn gerð þau skil, sem hún verðskuldar, og hið mesta nauðsynjaverk verið unnið. Ég hefði gjarnan viljað rita lengra mál um þessar bækur og benda á ýmislegt, sem mér fannst sérstaklega vel rneð far- ið, en til þess er hér hvorki stað- ur né stund. Enda var það ekki ætlun mín með þessum orðum. Ég vildi aðeins vekja athygli á þessari útgáfu, ef ske kynni, að einhverjir, sem hafa áhuga á sögu íslands, hefðu ekki heyrt hennar getið. Ég tel víst, að það séu margir hér vestra, sem hefðu gaman af því, að eignast heildarsögu íslands í því formi, sgm hún birtist í þessum bók- um, enda værum vér aumastir allra, ef svo væri ekki. Ég má svo að endingu geta þess, að mér hefir verið tjáð, að af fimmta bindi muni nú aðeins fá eintök eftir, og skyldi því hver sá, sem hefði hug á að eignast þetta verk í heild sinni, ekki láta það dragast að biðja bóksala að panta það fyrir sig hið fyrsta. Verð á þessum fjórum bindum, sem komin eru út, er kr. 320 auk burðargjalds. Tryggvi J. Oleson gnægð af heitu vatni til þess að ylja með tjarnarvatnið, svo að hitastig þess væri hæfilegt og vaxtarhraði silunganna eins mikill og hann getur mestur orðið. Auðvitað s k o r t i r okkur reynslu og þekkingu á þessu sviði, en svo hefir ætíð verið, þegar fitjað hefir verið upp á nýjum atvinnurekstri eða nýj- um starfsaðferðum. Við þurfum því að þreifa okkur áfram. En við stöndum hér svo vel að vígi, að veigamikil rök liggja til þess, að eldi silunga í yltjörnum gæti orðið arðsöm atvinnugrein. Gömul aivinnugrein erlendis. Silungaeldi í tjörnum er gömul atvinnugrein erlendis, og er hún til dæmis allmikið stund- uð í Danmörku. Gefur hún þar góða raun. En vitaskuld þarf að stunda hana í allstórum stíl, svo að hægt sé að bjóða verulegt magn af silungnum í einu og er- lendum kaupendum þyki taka því að reka viðskiptin. Alvinnulífið of fábreyii. . Atvinnulíf okkar er of fá- breytt, og það er full nauðsyn á því, að upp komi nýjar starfs- greinar, ef hægt er að stunda þær á arðgæfan hátt. Það er einnig kostur við sil- ungaeldi, að til þess þarf ekki mikið að kaupa fyrir erlendan gjaldeyri. Tjarnirnar eru gerðar úr torfi, og þó að tréstokka eða pípur þurfi til þess að leiða að þeim vatnið, er kostnaður við það ekki mikill. 1 gmáum stíl gæti silungaeldi líka verið ígripa vinna heimilisfólks, en þar sem í meira væri ráðizt, gætu menn haft fulla atvinnu af silunga- eldinu, en á slíku er ekki van- þörf nú, er atvinnuleysi þjakar, og fjöldi manna sér ekki fært að reisa bú í sveit vegna gífur- legs stofnkostnaðar. —TÍMINN, 6. febr. Fáein Ijóðmæli Framhald af bls. 3 IX. Ertu að kalla.. kalla á mig í ríki sólar. Kalla hokna, lotna hækjubera. Hrópa á þá, en ekki mig. Farðu. Veröld sólar sortnar, söngur hennar blandast kveini. Leggur kul frá klæðum þínum. Kul í veröld mína inn. Stafar frá þér fýla, rotnun. Farðu burtu. Ekki að rétta þínar bláu hendur hingað. Horf ei svona gegnum mig. Fjandi ...... Varstu að kalla á mig grið ég hvorki fæ né sem. Ertu að fara í kvöld, Ég kem. (Ég kem) X. Því er söngrödd þín döpur, svanur, þó sölni í haustsins stormum hin grænu strá? Manstu ei morgun í júní glóð yfir glitrandi vogum, tindrandi daggir á trjám, dimmbláar vakir á vatni vorilm og niðinn frá átthagans lækjum og ám Syng því án krátklökkva, svanur, þó sumarsins litir fölni á heiðanna flosi, væringjar búist á burt. (Svanur) í döggvotu grasinu rakti ég ræningjans spor yfir rökkvaða fold og hatrið í sál minni brann. Langt inn í myrkviðsins forsælu felldi ég hann. Þá birtist mér fyrst hversu langt ég var villtur af leið. Hinn látni var eilífðardraumur míns hjarta um frið. (Friður) XII. „Hér hvílir undir Anna Pétursdóttir.“ Ártölin, fædd og dáin. Litlu neðar meitlað í gráan steininn styrkri hendi: „Guð, vertu syndugum líknsamur.“ (Lesið á legstein) ----■☆■--- Kerjing elli Mörg skáld og hagyrðingar hafa lýst ellinni í kvæðum sín- um og stökum, og flest á einn veg: sem ömurlegum veruleika Síra Stefán Ólafsson í Valla- nesi segir: Ellin að gerir kallast, aftrast fyrri kraftar, hrukkar hörundið blakka, hærur á kolli nærast, tennur taka úr munni trosnaðar að losna, dvínar dugur og ræna, dregið hold sígur að moldu. Síra Hallgrímur Pétursson segir í kvæðinu Mannsins ævi: Mannsins ævir tel ég tvær, því trúa máttu, ellin kæfir allt það nær, sem ungir áttu. Ungir hlæja, í leiknum láta listir reyna; ----☆----- X. Enginn það veit, þó var eitthvað, sem skeði innst mér í hug þennan kalda dag. Veröldin öll varð með öðrum brag. Sólin skein yfir sefgræn engi. Það var sungið á alla strengi. (Lag) XIV. Á hverjum morgni mætti ég honum, manninum með gráa hárið, signar axlir, bogið bak. Það var eins og fúaflak flyti hjá í morgunsárið. Hvílík raun að mæta manni morgun hvern, já, ævinlega, sama manni á sömu stund. Og ég skaut hann eins og hund. Augun voru djúp af trega. (Morð) seinna æja, síðan gráta, seinast kveina. Þessir æða, um sjóinn sigla í snörpum gjósti; seinna er mæði, síðan hrygla, seinast hósti. Eins og birna um völlu vasa og víða lalla. • Seinna stirðna, síðan rasa, seinast falla. Dándisvirðar dansinn stíga, dufl sér temja; seinna stirðir, síðan hníga, seinast emja. Unglingarnir bæi byggja ' og beinin teygja; seinna farnir, síðan liggja, seinast deyja. Lokkaskornir, lyndisjafnir leika núna; seinna útbornir, síðan grafnir, seinast fúna. Bjarni Thorarensen hefir bezt lýst því, hvernig ellin leikur söngvarann: Ungur þótti ég með söng yndi vekja í sveina glaumi, en öllum nú finnst ævin löng þá í þeir heyra drynja gömlum raumi. Ungir syngja ýtar mý óðarslög með flugi og köfum, en höldi glymja öldnum í eintóm hljóð úr forfeðranna gröfum. I Ungur syngur þú mest sem mátt, meðan hljóðin fagurt gjalla, brátt því hætta í elli átt áður en lýðir söng þinn náhljóð kalla. (B. Thor.: Karlagrobb) Þá munu og margir kannast við vísur Þorsteins Erlingssonar, Elli sækir Grím heim: Elli gamla fer um Frón, fala marga gripi lætur; höfuðóra, svikna sjón, sálarkröm og valta fætur. En þeir eru ekki margir, sem geta vísað Elli kerlingu á bug eftir höfðinglegar viðtökur, eins og „skáldið gamla á Bessa- stöðum.“ Eitt af góðskáldunum, Stgr. Thorst., hefir tekið málstað ell- innar: Oflof valið æsku þrátt elli sæmd ei skerði, andinn getur hafizt hátt þótt höfuðið lotið verði Elli, þú ert ekki þung anda guði kærum. Fögur sál er ávalt ung undir silfurhærum. Æska, ég hef ást á þér, fyr’ elli kné skal beygja; fegurð lífs þó miklist mér, meira er hitt, að deyja. Loks hafa margir hagyrðingar kastað fram stökum um ellina og ellimörkin, sem orðið hafa landfleygar meðal alþýðu manna. Ein þeirra er þessi: Ellinni fylgir kláði og kaun, kvef með hósta þungum; hæðni, spé og hvers kyns raun, hægara var mér ungum. Einn muldrar þetta í barm sinn: Ellin skorðar lim og lið, leggst að borði röstin. Ég er orðinn utan við ungdóms sporðaköstin. Annar huggar sig við þetta: Það er bótin þjáninga þegar sorg á stríðir, úr hafróti hörmunga hjálpar guð um síðir. Þriðji kemst svo að orði: Þá grafar fæ ég holu hitt, heims við skilinn ama, þótt lengi nafn ei lifi mitt ég læt mér standa á sama. Látum svo Hjálmar frá Bólu raula útgönguversið: Húmar að mitt hinzta kvöld, horfi’ ég fram á veginn, gröfin móti gapir köld, gref ég á minn vonarskjöld rúnir þær, sem ráðast hinum megin. G. E. tók saman FJAÐRAFOK Frídagur verzlunarmanna 1896 og jarðskjálflarnir miklu. Um dagmál laugardaginn 26. ágúst, safnaðist allt verzlunar- fólk, sem taka vildi þátt í skemmtunum dagsins, ásamt gestum sínum, saman á Læjar- torgi til sameiginlegrar göngu inn að Ártúni, því þar á ný- slegnu túninu var ákveðið að láta fyrirberast um daginn. Veðrið var blítt. Á tilsettum tíma lagði öll hersingin af stað og gekk upp Laugaveg eftir hljóðfalli frá hornaflokki Helga tónskálds Helgasonar. Fólkið skemmti sér allan daginn með ýmsu móti. Nesti munu flestir hafa haft með sér, en einhverjir höfðu þar veitingar, öl, kaffi, sælgæti og fleira. Vín var á þeim árum selt nálega í hverri búð í Reykjavík, en ekki man ég eftir að það væri selt þarna innfrá, og ekki man ég eftir nokkrum manni ölvuðum. Á þeim árum þótti skömm að því að láta sjá sig ölvaðan á almannafæri. Á- fengisverzlun ríkisins átti þá langt í land. — Eftir sólarlag, þegar rökkva tók, lagði fylking- in af stað heim aftur í nokkurn veginn sömu röðum og um morguninn, þegar inn eftir var gengið. Á miðri leið eða því sem næst byrjuðu hræringarnar. Jörðin virtist ganga í bylgjum annað k^stið, en ekki varð vart við að fólkið félli til jarðar eða tefðist til muna á göngunni. En þegar niður í bæinn kom, virtist allt vera á tjá og tundri. Fólkið var á götum úti, sumt 1 tjöldum fyrir utan húsin og á Austur- velli og allar húsdyr opnar, og yfirleitt hin mesta ókyrð á öllu. Hræðsla og kvíði vofði yfir. — — Skemmtun dagsins inni í Ártúni var lokið. Alvara lífsins var t'ekin við strax á eftir. Jarðskjálftar eru alltaf hræði- legir. (Endurminningar Gunnars ^Ólafssonar). Hróður þeim, sem hróður ber. Venjulega er tekið fram, að endurreisn íslenzkunnar í seinni tíð sé Fjölni að þakka, og eink- um Konráði og Jónasi, en menn gæta þess ekki, eða vilja ekki gæta þess, að Scheving og faðir minn lögðu grundvöllinn. Schev- ing hafði áhrif á Konráð, en faðir minn á Jónas og ritháttur þeirra beggja og skáldskapur Jónasar er beinlínis kominn fram af á- hrifum þessara tveggja kennara, hinna ágætustu manna, sem þá voru uppi og enginn hefir yfir- stigið. (Ben. Gröndal). Jarðhitinn og frystihúsin gera silungseldi í tjörnum álitlegt

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.