Lögberg - 17.04.1952, Síða 2
*
é
\ 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 17. APRÍL, 1952
-----------------------«-----------------------------------------------------------------
Hvað gerðist í febrúar?
MINNING ÞJÓÐHÖFÐINGJA.
Útför forseta íslands, herra
Sveins Björnssonar, fór fram
með mikilli viðhöfn. Húskveðja
var fyrst að Bessastöðum og tal-
aði þar Bjarni Jónsson vígslu-
biskup. Síðan var kveðjuathöfn
í Alþingishúsinu og töluðu þeir
þar forsætisráðherrann og for-
seti sameinaðs Alþingis. Þá var
haldið í dómkirkjuna og var þar
mikill söngur og biskupinn yfir
íslandi las ritningarkafla. Síð-
asti þátturinn fór fram í kapell-
unni í Fossvogi, þar sem Bjarni
Jónsson vígslubiskuþ kastaði
rekum á kistuna áður en hún var
á bál borin. Líkfylgdin var afar
fjölmenn og gekk á undan henni
fjölmennt fánalið-og lögreglu-
sveit. Fleira stórmenni var við
þessa jarðarför en nokkra aðra,
fulltrúar erlendra þjóðhöfðingja,
sendiherrar, ræðismenn, ráð-
. herrar, alþingismenn og em-
bættkmenn, svo og 1 fulltrúar
hinna ýmsu stétta þjóðfélagsins.
Minningarguðsþjónusta um
Georg VI. Bretakonung, er lézt
hinn 6. febrúar, fór fram í dóm-
kirkjunni í Reykjavík á útfarar-
degi hans 15. febrúar. Voru þar
viðstaddir ráðherrar, sendiherr-
ar erlendra ríkja og sendifull-
trúar og helztu embættismenn
íslenzkir.
MANNALÁT.
Á bæjarstjórnarfundi hinn 7.
febrúar var Guðmundur Ás-
björnsson kosinn forseti bæjar-
stjórnar í 27. sinn. En viku
seinna andaðist hann af heila-
blóðfalli, 72 ára að aldri. Hann
hafði setið í bæjarstjórn óslitið
síðan 1918 og hafði haft heilla-
drjúg áhrif á öll bæjarmál um
34 ára skeið og kunnugri þeim
en flestir aðrir. Bæjarstjórn hélt
sérstakan fund til þess að minn-
ast hans hinn 21. febr. Daginn
eftir var svo útför hans gerð
með mikilli viðhöfn.
Sigurjón Helgason bóndi að
Geldingaholti í Skagafirði, d. 16.
febr. 75 ára. V
Alexander Valentínusson
smiður frá (Ólafsvík, d. 19. febr.
áttræður.
Ingunn Stefánsdóttir, ekkja
Einars Jónssonar alþingismanns
að Geldingalæk, d. 20. febr.
María Salome Kjartansdóttir,
kona Páls Sigurðssonar trygg-
ingalæknis, d. 20. febr.
Þórður Ólafsson útgerðar-
maður í Reykjavík, d. 22. febr.
sextugur..
VEÐRÁTTA.
í byrjun mánaðarins tepptust
allir vegir hér sunnanlands
vegna snjóa og gekk erfiðlega að
opna þá aftur. Mjólkurflutning-
ar til Reykjavíkur trufluðust
mjög og varð að taka upp
skömmtun á mjólk. Hér í bæn-
um var færð afar ill fyrstu daga
mánaðarins og lentu 50 bílar í
árekstrum fyrstu vikuna. Hundr
uð manna stóðu í snjómokstri og
þurfti að ryðja snjódyngjum af
þökum margra húsa, vegna þess
að mannhætta var af snjóhruni.
Hinn 4. febr. féll snjóskriða af
þaki Landsbankans niður á út-
byggingu, fór þar í gegnum
glugga og kom með miklu kasti
yfir reiknivél, sem stúlka vann
við, en stúlkuna sakaði þó ekki.
Margar fleiri snjóskriður féllu
af þökum, en ollu þó ekki tjóni.
Þessa daga tafðist sorphreinsun
mjög í bænum, vegna þess að
ekki var hægt að komast að
sorpílátunum.
Aðfaranótt 1. febr. gekk hríð
og stórviðri yfir norðurland og
olli miklu tjóni í Siglufirði. Reif
veðrið þök af húsum, þar á með-
al hluta af þaki tunnuverksmiðj-
unnar. Rafleiðslur og símalínur
slitnuðu svo að rafmagnslaust
varð í bænum og símasamband
rofnaði. Þessa sömu nótt braut
ofviðrið 70 símastaura á 4 km.
leið í Axarfirði. ,
3. febr. ætluðu nokkrir starfs-
menn Sogsvirkjunarinnar austur
yfir Hellisheiði í snjóbíl. Var þá
versta veður og bilaði bíllinn á
heiðinni svo að senda varð leið-
angur frá Reykjavík fólkinu til
hjálpar.
Viku af mánuðinum mátti svo
heita að vegir væri orðnir slark-
færir hér syðra.
6.-7. febr. gekk stórviðri yfir
austurland og norðurland. Urðu
þá talsverðar skemmdir í Aust-
fjörðum, reif veðrið þök af hús-
um, sleit rafmagnslínur og gerði
ýmsan annan óskunda. ÍJSkaga-
firði var svo mikil fannkoma að
hesta fennti.
Asahláku og stórrigningu
gerði hmn 17. febr. víða um land
og hélzt það veður í 3 daga. Snjór
var víðast mikill fyrir og urðu
því miklir vatna vextir víða, svo
sem í Þykkvabæ, Borgarfirði,
Kjósinni, Króksfirði, Svínadal í
Húnavatnssýslu, Eyjafirði og
víðar. Varð af nokkurt tjón.
Svo mjög tók upp snjó í þess-
um leysingum að hinn 21,’febr.
komust langferðabílar frá
Reykjavík til Akureyrar í fyrsta
skipti á þessu ári og höfðu ekki
verið nema tvo daga á leiðinni.
Hellisheiðarvegur hafði verið
ófær vegna snjóa síðan 22. des.,
en hinn 26. var byrjað að ryðja
snjónum af honum. Voru skafl-
arnir þá enn tveggja metjra
djúpir sums staðar. Skíðaskál-
inn í Hveradölum hafði þá verið
lokaður frá áramótum vegna
snjóþyngsla, því allan þann tíma
var bílum ófært þangað. Hellis-
heiðarvegurinn var opnaður
28. febr.
AFLABRÖGÐ.
Fyrra hluta mánaðarins voru
slæmar gæftir og afli tregur.
Markaður var þá lélegur í Eng-
landi, en hækkaði heldur þegar
á leið mánuðinn. Fyrstu vikuna
í febr. seldu 14 togarar þar fyrir
4.7 millj. króna, en seinustu vik-
una seldu 10 togarar fyrir 3.9
millj. kr. Alls voru farnar 34
söluferðir til Englands í mán-
uðinum og nam salan samtals
15.6 millj. króna. — Seinna hluta
mánaðarins glæddist afli á djúp-
miðum og bátar, sem þangað
gátu sótt fengu góðan afla.
Birt var skýrsla um fiskaflann
árið sem leið og var hann alls
370.655 smálestir, þar af síld
84.617 smál. (1950: heildarafli
323.027 smál., þar af síld 60.441
smál. — 1949: heildarafli 327.322
smál. þar af síld 71.407 smál.).
Af þorskafla síðasta árs höfðu
togarar fengið 185 þús. smál., en
bátar 100 þús. smál. Allur fyrra
árs afli hafði verið seldur í þess-
um mánuði, og voru söluhorfur
góðar á þessa árs framleiðslu.
Verkfall á togurum hófst 22.
febr. eftir árangurslausar samn-
ingaumleitanir. Náði það til
togara í Reykjavík, Háfnarfirði,
Keflavík, Patreksfirði, ísafirði,
Siglufirði og Akureyri. í Nes-
kaupstað og Eskifirði höfðu sjó-
menn ekki sagt upp samning-
um. I Vestmannaeyjum höfðu
þeir sagt upp samningum, en
ekki viljað verkfall. — Sátta-
umleitan hófst 27. febr. en ekki
hafði gengið saman um mánaða-
mót. En þá höfðu tveir togarar
stöðvast.
BRUNAR.
í öndverðum mánuðinum kom
upp eldur í nýju íbúðarhúsi í
Botni í Mjóafirði vestra. Brann
efri hæð og loft alveg, en neðri
hæðinni bjargaði steinsteypt
loft.
Óviti kveikti í gluggatjöldum
í Höfðaborg 103 í Reykjavík,
meðan móðirin brá sér frá. Þeg-
ar hún kom aftur var eldur orð-
inn allmagnaður en henni tókst
með aðstoð aðkomufólks að
slökkva og þótti það rösklega af
sér vikið.
Afaranótt 13. febr. kom eldur
upp í hraðfrystihúsi í Þorkötlu-
staðahverfi í Grindavík og urðu
á því nokkrar skemmdir. Menn
gátu haldið eldinum í skefjum
með snjó þangað til náðist í
vatn.
Aðfaranótt 19. febr. kom eld-
yr upp í íbúðarskála í Laugar-
neshverfi og brann hann allur
að innan og varð engu bjargað
Tvær konur og tvö börn, sem í
skálanum voru, björguðust
nauðulega út um glugga.
SLYSFARIR. •
Skipverji á Brúarfossi lenti í
umferðarslysi í Rotterdam í Hol-
landi og missti annan fótinn.
6. febr. varð það slys í við-
gerðarstöð Olíufélagsins á flug-
vellinum í Reykjavík, að maður
brenndist til bana og annar hlaut
mikil brunasár.
Sama dag fórst vélskipxð Ey-
firðingur frá Akureyri hjá Æðey
í Orkneyj um og fórust allir
mennirnir, sjö að tölu.
Þennan dag féll drengur á 2.
ári út um glugga á annari hæð
á húsi í Reykjavík, en kom nið-
ur í snjóskafl og sakaði ekki.
í stórhríðinni hinn 7. febr.
varð Stefán bóndi Benediktsson
á Þorvaldsstöðum í Vopnafirði
úti í túninu heima hjá sér.
13. febr. fannst lík í höfninni í
Hafnarfirði og reyndist vera af
manni, sem hvarf þar 12. nóv.
og hafði verið skipverji á s.s.
Fagrakletti.
Aðfaranótt 21. varð verka-
maður hjá Sogstöðinni undir
grjótskriðu og var skriðan 8
metra þykk ofan á honum. Eftir
mikið erfiði náðist hann og var
þá lítt skemmdur og þótti það
ganga kraftaverki næst.
Það slys varð þann 20. á tog-
aranum Agli rauða, er þá var
að veiðum, að maður lenti með
höfuðið milli vírkeflis og járn-
slár og beið bana.
27. beið maður bana í grjót-
námi Reykjavíkur hjá Elliðaár-
vogi.
25. féll fullorðin kona í Reykja
vík niður stiga og beið bana.
29. brenndist starfsmaður hjá
Mj ólkursamlaginu á Sauðár-
króki allmikið á gufu.
S. d. Maður, sem var að smíða
í nýju húsi í Reykjavík féll nið-
ur stiga og beið bana.
ÍÞRÓTTIR.
1. febr. tóku 4 íslendingar þátt
í Holmenkollenmótinu í Osló.
Keppendur voru 50 og urðu ís-
lendingarnir 14., 21., 28. og 34. í
röðinni.
Skjaldarglíma Ármanns var
þreytt 10. febr. Sigurvegari varð
Rúnar Guðmundsson.
Skautamót Islands fór fram í
Reykjavík og lauk 12. Kristján
Árnason varð íslandsmeistari.
Stórhríðarmótið (hið árlega
skíðamót á Akureyri) fór fram
í annari viku febr. Þar vann
K. A. Morgunblaðsbikarinn í 5.
sinn og nú til eignar.
Vetrarkeppni Olympíuleik-
anna lauk í Osló 25. Nokkrir
íslenzkir * skíðamenn höfðu
keppt, en sóttu engan sigur
þangað.
HEILBRIGÐISMÁL.
Stúdentafélag Akureyrar hóf
baráttu fyrir því að fullgera
fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri. Á fundi 7. febr. gaf það
5000 kr. í þessu skyni og fóru þá
margir að dæmi þess og næstu
daga streymdu að gjafir, er
námu um 50.000 króna. Seinna í
mánuðinum undirbjó félagið
allsherjar fjársöfnun.
10. afhenti Kvenfélag Kefla-
víkur sjúkrahúsinu þar vönduð
röntgentæki og 44.000 kr. \ pen-
ingum. Þetta sjúkrahús er eigi
tekið til starfa enn.
13. var bannað að flytja inn
erlent verkafólk á þessu ári
vegna ótta við að með því
mundi geta borizt gin- og klaufa-
veiki til landsins. Búnaðarfélagi
var falið að ógilda gerðar vist-
ráðningar.
14. afhenti Krabbameinsfélag-
ið Röntgendeild Landspítalans
að gjöf fullkomin geislalækn-
ingatæki, er kostað höfðu
250.000 króna.
FLUGMÁL.
í byrjun febrúar var flugleið-
um innan lands skipt milli flug-
félaganna tveggja, er haldið hafa
uppi samgöngum í lofti. Loft-
leiðir töldu sig bera skarðan hlut
frá borði og tilkynnti að það
gæti ekki haldið uppi áætlunar-
ferðum. Ráðuneytið fól þá Flug-
félagi íslands að halda uppi á-
ætlunarferðum á þeim flugleið-
um, er Loftleiðum voru ætlaðar.
Seinna í mánuðinum seldu Loft-
leiðir flugvélina Helgafell til
Spánar. Hafði hún áður aðallega
verið í förum milli Reykjavíkur
og Vestmannaeyja.
TRYGGINGAR.
Brunabótafélag íslands bauð
Akureyrarbæ að lækka vátrygg-
ingariðgjöld húsa þar um allt að
20% ef bærinn kæmi á hjá sér
fullkomnum brunavörnum. Auk
þess bauðst félagið til að lána
bænum hálfa milljón króna í
þessu skyni.
Rafha í Hafnarfirði stofnaði
vátryggingu fyrir öll rafmagns-
áhöld frá sér. Seinna stofnuðu
svo rafvirkjameistarar í Reykja-
vík aðra vátryggingu fyrir alls
konar rafmagnsáhöld.
ÚTHLUTUN STYRKJA.
Úthlutað var fjárstyrk lista-
imanna kr. 609.200, sem skiptist
í 101 stað. Alls höfðu borizt 180
umsóknir um styrk.
Menntamálaráð úthlutaði 720.
000 kr. í námsstyrki. Voru það
framhaldsstyrkir til 88 náms-
imanna og nýir styrkir til 56
námsmanna. Auk þess gerði
Menntamálaráð tillögur um að
veita 45 námsmönnum námslán,
samtals 192.500 kr.
44 íslendingar hlutu styrk úr
Sáttmálsjóði, samt. 26.900 d. kr.
TOGARAR SELDIR.
Tveir gamlir togarar, Hauka-
nes og Baldur, voru seldir til
Belgíu, sem bíotajárn. Þýzkur
dráttarbátur Harle var sendur
hingað til að sækja togarana.
Djúpt út af Vestmannaeyjum
bilaði stýri hans, en varðskipið
Ægir kom honum til hjálpar og
dró hann til hafnar þar sem
hann fékk viðgerð. Lagði hann
svo af stað með togarana í eftir-
dragi hinn 28. og voru þeir báðir
hlaðnir brotajárni.
Hallgrímur Benedikísson stór
kaupmaður var kosinn forseti
bæjarstjórnar Reykjavíkur í
stað Guðmundar heit. Ásbjörns-
sonar.
Fjársöfnun Rauða krossins
handa fólki á flóðasvæðinu í Pó-
dalnum á ítalínu er nú lokið.
Höfðu safnazt 260.000 kr. í pen-
ingum og mikið af fatnaði.
Almennings þvofiahús tók til
starfa í Reykjavík. Eru þar 18
þvottavélar, tvær stórvirkar
vindur og þurkvél, sem konur
geta fengið til afnota. s
Þjóðminjasafnið nýja var
formlega afhent ríkisstjórninni
hinn 22. Húsið hefir kostað 7.2
milljónir króna og verið 6 ár í
smíðum. Þessa atburðar minnt-
ist háskólaráð og heimspekideild
háskólans með því að kjósa
heiðursdoktora þá Matthías
Þórðarson fyrv. þjóðminjavörð
og Haakon Shetelig prófessor í
Bergen í viðurkenningarskyni
fyrir ómetanleg störf þeirra í
þágu íslenzkra þjóðfræða.
Skógræklarfélag Eyfirðinga
hélt aðalfund sinn 17. Það starf-
ar í 9 deildum. Árið sem leið
hafði það látið gróðursetja
44.000 plöntur.
Nýr barnaskóli var vígður í
Keflavík. Er það mikið hús og
hefir verið rúm 3 ár í smíðum
og kostað 7 milljónir kr.
Nýyrði. Menntamálaráð fól
stjórn íslenzku orðabókarinnar
(þeim háskólaprófessorunum Al-
exander Jóhannessyni, Þorkeli
Jóhannessyni og Einar ól.
Sveinssyni) að hafa umsjón með
skráningu og útgáfu nýyrða, og
skulu þau gefin út í bók á sumri
komanda.
Eyjólfur Jóhannsson var skip-
aður forstjóri Innkaupastofnun-
ar ríkisins.
Vélsf jóraskólanum barst að
gjöf vönduð diesel-kennsluvél
frá verksmiðju þeirri, sem smíð-
aði diesel-vélarnar í nýju togar-
ana.
Heimdallur, Félag ungra Sjálf
stæðismanna, hélt hátíðlegt 25
ára afmæli sitt hinn 16. Var þá
gefið út veglegt minni’ngarrit og
samsæti haldið í Sjálfstæðis-
húsinu.
Nýjung í símamálum. Hinn 11.
varð sú nýjung í símamálum að
talsímanotendur í Reykjavík
geta hringt beint á miðstöðina
í Borgarnesi og fengið samband
við menn þar, án þess að lang-
línumiðstöðin komi til skjal-
anna. Gefist þetta vel, er ráðgert
að koma á beinu talsímasam-
bandi við fleiri staði, svo sem
Akranes, Selfoss og Keflavík.
Bæjarúlgerðin. Kaupgreiðslur
hennar til sjómanna á árinu, sem
leið, urðu 9 1/3 milljónir króna.
Viðskipíasamningur var gerð-
ur við Finnland til jafnlengdar
næsta ár. Gert er ráð fyrir að Is-
lendingar selji Finnum síld,
síldar og fiskimjöl, lýsi o. fl. fyr-
ir 750 þús. sterlingspunda, en
kaupi af Finnum trjávið, bygg-
ingarefni, pappír o. fl. fyrir 830
þús. sterlingspunda.
Samsýning á höggmyndum,
vatnslitamyndum og málverk-
uqi norrænna áhugamanna var
opnuð í Reykjav’ík 23. febr.
Voru þar 128 verk til sýnis.
Nýr söngvari, Ketill Jensson,
hélt fyrstu söngskemmtun sína
í Reykjavík 5. febr. og fékk ágæt-
ar viðtökur. Fyrir 3 árum var
hann sjómaður á togara, en hefir
að undanförnu stundað söngnám
í Milano á Italínu.
Kemur að skuldadögum. ís-
lendingur nokkur, er kom með
skipi frá Svíþjóð 16. febr. var
handtekinn af lögreglunni í
Reykjavík við heimkomuna og
játaði á sig að hafa gert ofbeldis-
árás á mann hér í bænum í maí
1950. Síðan hefir hann verið er-
lendið.
Hollensk bóndahjón voru á
leið vestur um haf með flugvél.
Á meðan flugvélin stóð við á
Keflavíkurflugvelli varð konan
léttari og ól stúlkubarn. Frestað-
ist því för þeirra. Litla stúlkan
var látin heita María Fransisca
ísafold Meeks, svo að hún er
kennd bæði við landið og flug-
völlinn. Henni bárust miklar
gjafir frá starfsfólki flugvallar-
ins.
Alvinnuleysisskráning. Sam-
kvæmt skráningu atvinnulausra
í byrjun mánaðarins, voru töl-
urnar þessar í fjölmennustu
kaupstöðunum: Hafnarfirði 72
(þar af 40 einhleypir), á Akur-
eyri 131 og í Reykjavík 718 (þar
af 49 konur).
Hraðfrysiisiöð og beinamjöls-
verksmiðja tóku til starfa í Höfn
í Hornafirði í byrjun mánaðar-
ins.
Lánadeild fyrir smáíbúðarhús
í kaupstöðum og kauptúnum tók
til starfa í þessum mánuði sam-
kvæmt lögum frá seinasta Al-
þingi. G^inga fyrir um lán barna
fjölskyldur, ung hjón er stofna
heimili og fólk sem býr í heilsu-
spillandi íbúðum. Lánstími er 15
ár, vextir 5%%. Lán eru veitt
gegn 2. veðrétti í húsunum og
mega ekki vera hærri en 30 þús.
á hverja íbúð.
Bílar töldust samtals 10.634 á
öllu landinu, fólksbílar 6420,
vörubílar 4214. Auk þess voru
294 bifhjól.
Viðskiptajöfnuður við útlönd
var óhagstæður um 5,9 millj. kr.
í þessum mánuði. —Lesb. Mbl.
Mirmingarorð
Þorstína Soffía Þorsteinsdóttir
Borgfjörð var fædd 22. febrúar
1868 í Mýnesi í Suður-Múla-
sýslu. Hún lézt 28. marz s.l. á
heimili dóttur sinnar og tengda-
sonar, Mr. og Mrs. Sigurjón
Jónasson, Mary Hill, Man. For-
eldrar Þorstínu voru þau hjónin
Þorsteinn Vilhjálmsson frá
Hjartarstöðum og Jóhanna Vil-
hjálmsdóttir frá Mýnesi. Þor-
steinn faðir hennar varð úti
heima á íslandi árið 1867, tveim
mánuðum áður en dóttir hans
fæddist. Hún hét því í höfuð
föður sínum. Þorstína var tekin
til fósturs af föðursystur sinni
Soffíu Vilhjálmsdóttur konu
Jóhannesar Sveinssonar Hólm.
Hún átti einn bróðir og tvær
systur; Guðný og Gunnar dóu
heima á íslandi, Kristín, Mrs.
Eyjólfur Nicholson, dó í Min-
neota, Minn.
Þorstína kom frá íslandi til
Bandaríkjanna árið 1891 og stað-
næmdist fyrst í Minneota. Þar
mætti hún æskuvini sínum Ein-
ari Guðmundssyni Borgfjörð.
Þau giftust árið 1892 og fluttu
sama ár til Mary Hill við Lund-
ar, Canada. Þar áttu þau heimili
til æviloka. Einar dó árið 1939.
Þau áttu sjö börn: Jóhann
Soffanías dó úr spönsku veik-
inni árið 1919, hann var í heims-
stríðinu 1914—1918; Gunnsteinn,
Ingi og Sveinbjörg eru í heima-
húsum; Jóhanna, Mrs. Sigurjón
Jónasson, og Guðný, Mrs. Kjart-
an Goodman, eiga heima á Mary
Hill; Lilja Guðrún, Mrs. Th.
Thorgilsson, á heima við Lundar.
Barnabörn þeirra eru fjögur.
Þorstína var stilt og siðprúð,
góð kona og elskuleg móðir. Hún
var guðrækin og las guðs orð
mikið af hjartans þrá. Hún átti
við mikið heilsuleysi að stríða
seinustu árin og var alveg rúm-
föst í fimm ár. Hún bar sína
þungu byrði með stakri still-
ingu, var nærgætin og blíð við
alla. Hún þráði dauðann sem
góðan vin. Nú hefir hún fengið
hvildina, sem hún bað um svo
heitt og innilega. Vinir hennar
og ættingjar gleðjast yfir að hún
er bænheyrð.
„Þá hrörnar sjónin, heyrn og mál
mig heyra lát það innst í sál
af vinar vörum þínum.
Hve himnaríki indælt er
og að þú hefir búið mér
þar vist og vinum mínum.“
Jarðarförin fór fram frá Lút-
ersku kirkjunni á Lundar þann
2. apríl. Séra Jóhann Fredriksson
jarðsöng.
For VIGOR, SIZE, HARDINESS
Early Maturity
Heavy Production
of Big Brown Eggs—
GET BRETGOLDS, THE NEW
R.I.R. x B.R. CROSS
— A worthy addi-
tion to the popular
line of
Bred for
Productior
CHICKS
Unsexed
100 50
19.00 10.00
19.00 10.00
18.50 9.75
18.50 9.75
18.50 9.75
21.00 11.00
21.00 11.00
18.50 9.75
20.00 10.50
20.00 10.50
20.00 10.50
22.50 11.75
100% live
APPROVED
Bretgolds
White Rocks
New Hamps
Austra x White
Hamp x Leg.
Light Sussex
Blk. Australorps
R.O.P. SIRED
White Leg.
Barred Rocks
New Hamps
R.I. Reds
Lt. Sussex
COCKERELS
arr. gtd. Pullets
Pullets
100 50
32.00 16.50
32.00 16.50
34.00 17.50
35.00 18.00
35.00 18.00
34.00 17.00
34.00 17.50
36.00 18.50
34.00 17.50
36.00 18.50
36.00 18.50
36.00 18.50
96% acc.
Pioneer Hatchery
416 Corydon Ave. _ Winnipeg, Man.
Producing High Quality
Since 1910.
licks
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMU N DSSON
FREYJUGATA 34 . REYKJAVÍK
0
í
/