Lögberg - 17.04.1952, Page 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN, 17. APRÍL, 1952
3
Náttúruhamfarir
ÞAÐ Var að kvöldi hins 16. des-
ember 1920. Ma Shan-ren foringi
Múhameðstrúarmanna í Kansu-
fylki í Kína hafði boðað 500 af
trúnaðarmönnum sínum til
fundar, og var fundur sá haldinn
í helli miklum þar í fjöllunum.
Tilgangur fundarins var að
ganga frá lokaundirbúningi upp-
reisnar, sem hefjast skyldi innan
fárra daga og sú upreist miðaði
að því að slíta Kansu úr tengsl-
um við Kína og gera það að sjálf-
stæðu ríki.
Ma Shan-reh var einmitt að
lýsa því fyrir mönnum sínum
hvernig þeir gæti unnið sigur,
og að innan skamms mundi hinn
græni fáni spámannsins blakta
yfir hverri borg og hverju
þorpi í Kansu. En í sama bili
kvað við svo ógurlegur vábrest-
ur, að það var eins og hleypt
væri af hundrað fallbyssum í
senn og allt lék á reiðiskjálfi.
Fundurinn leystist upp, menn
gripu vopn sín og æddu fram að
hellismunanum. Aðeins einn
þeirra komst út. Ógurleg skriða
féll fyrir hellismunnann og gróf
alla hina lifandi þar inni.
Þetta var aðeins ein af ótelj-
andi skriðum sem féllu úr fjöll-
unum í Kansu það kvöld. Veður
hafði verið kalt og hvast og
sandbylur ofan af Gobi eyði-
mörkinni hafði knúð alla íbúa
Kansu til þess að leita skjóls í
húsum inni. Og svo kom allt í
einu ógurlegur jarðskjálfti, svo
að jörðin gekk í bylgjum. Hús
hrundu eins og spilaborgir og
þúsundir manna urðu undir
þeim og biðu bana.
Nístandi skelfing gagntók þá,
sem uppi stóðu og í æði lögðu
þeir á flótta. Öll jörðin var um-
turnuð. Þar sem áður höfðu ver-
ið götur og vegir, voru nú víða
gapandi gjár. í tryllingnum ætl-
aði fólk að komast þar yfir,
stökk unnvörpum niður í jarð-
föllin og hugðist mundu komast
upp hinum megin. En þá kom
ný jarðskjálftahryna, jarðföllin
lokuðust og fólkið var kviksett
þar og beið þar skjótari dauða
heldur en margur, sem orðið
hafði undir húsunum og skorð-
ast þar. Vegna kuldans hafði
eldur verið kveiktur í hverju
húsi, og er þau nú hrundu, kvikn
aði í rústunum oð þeir, sem þar
voru, stiknuðu blátt áfram.
Kansu-fylki er orðlagt fyrir
það hvað þar er frjór jarðvegur.
En það er allt áfoks-jarðvegur.
'Haijn þekur fjöllin í stórum
dyngjum. Og þegar jarðskjálfti
kemur hrista fjöllin þessar
dyngjur af sér og koma þá ógur-
legar skriður. Og skriðurnar
þennan dag urðu þúsundum
manna að bana.
Mörg einkennileg atvik komu
fyrir. Musterið á Pingliang hæð
losnaði og rann með skriðunni
niður hlíðina, en klukkur þess
hringdu í sífellu. Sum hús tók-
ust bókstaflega á loft og hent-
ust langar leiðir og stórir klett-
ar flugu í loftinu og urðu mörg-
um að bana. Hver skriðan kom
Kaupið Lögberg
COPENHAGEN
Bezta munntóbak
heimsins
á aðra ofan. Tvær slíkab skriður
féllu á borgina Sakhu óg færðu
hana algjörlega í kaf ásamt öll-
um íbúum hennar, 10 þúsundum
að tölu. í Kuyuan fórust 40 þús-
undir manna og 70 þúsundir í
Haæheng.
Þegar dagur rann var landið
óþekkjanlegt vegna þess hvernig
allt hafði umturnast. Vegir voru
horfnir undir skriður, eða þar
voru gapandi gjár, er þeir höfðu
áður verið. Fyrir einu borgar-
hliði höfðu staðið tíu úlfaldar í
hóp þegar skriðan féll og sá nú
aðeins á hausana á þeim upp úr
moldarskaflinum.
Þeir, sem lífs höfðu af komist,
fóru nú að reyna að grafa þar
sem húsakynni þeirra höfðu
verið, til þess að leita að ætt-
ingjum sínum og eignum. En
hættan var ekki um garð geng-
in. Skriðurnar höfðu víða stífl-
að ár og mynduðust þar nú uppi-
stöðulón. En er vatnsþunginn
jókst, biluðu þessar stíflur, og
nú fóru skelfileg vatnsflóð yfir
Ingólfur andaðist á Elliheim-
ilinu Betel á Gimli, þann 28.
des. s.l. Hann var fæddur að
Álftanesi í Mýrasýslu 28. okt.
1867; foreldrar hans voru Páll
Einarsson og Ólöf Guðmunds-
dóttir. Ingólfur mun hafa verið
af hinni víðkunnu Hjaltalíns-
ætt, þótt láðst hafi að fá upp-
lýsingar þar að lútandi, meðan
að hans náut við. Heldur munu
æskuár hans óblíð verið hafa,
þótt lítt léti hann þar um mælt.
Sextán ára að aldri kom hann
á heimili merkishjónanna Grím-
ólfs Ólafssonar og Steinunnar
Jónsdóttur konu hans er bjuggu
í Máfahlíð í Snæfellsnessýslu;
átti hann heima hjá þeim þar
til að hann fullþroska maður fór
til Vesturheims árið 1893, og
taldi hann það jafnan blómatíð
æsku sinnar.
Brátt mun Ingólfur hafa orðið
heimilisfaðir í Mikley, og mun
frá byrjun hafa stundað fiski-
veiðar á Winnipegvatni, enda
eðlilegt Breiðfirðingi og Snæ-
fellingi eins og hann var, „sjó-
trjónum vanur frá barnæsku.“
Jafnan mun hann að hverju
verki er bauðst gengið hafa,
enda duglegur maður og kapp-
samur. —
Þann 21. sept. 1907 kvæntist
hann Helgu Vilhjálmsdóttur
Ásbjarnarsonar og konu hans
Sigfríðar Tómasdóttur, er var
systir Helga heitins Tómassonar
á Reynistað í Mikley. Helga,
kona Ingólfs, var fædd á íslandi
22. okt. 1883, en kom barn að
aldri vestur um haf með foreldr-
um sínum 1887 og ólst upp með
þeim, unz hún giftist Ingólfi. Um
hríð dvöldu ungu hjónin hjá
foreldrum og tengdaforeldrum
sínum; en móðir Helgu andaðist
um þær mundir — og fluttu ungu
hjónin þá að Hóli í Mikley og
bjiiggu þar um allmörg ár.
Eftir lát Vilhjálms fluttu þau
að Helgastöðum og bjuggu þar
þaðan af. Síðar, er heilsa Helgu
konu Ingólfs þraut, fluttist hún
að Hóli til Sigfríðar dóttur sinn-
ar og Ross Thorsteinssonar
tengdasonar síns, og hjá þeim
andaðist hún 22. marz 1936 og
var lögð til hinztu hvíldar í
Mikleyjar-grafreit 29. marz.
Helga var góð kona, ágætlega
verki farin, einkar dugleg til
verka, fíngerð og heilsa hennar
fremur veil, en störfin og skyld-
ur lífsins aðkallandi í kröfum
sínum.
Af börnum Ingólfs og Helgu
eru á lífi: —
Sigfríður, gift Ross Thorstein^
syni, nú búsett í Winnipeg, eiga
6 börn.
Páll Hjaltalín, kvæntur Fjólu
Helen, dóttur Ólafs og Kristínar
Helgason; Páll og kona hans eru
búsett í Mikley, eiga 2 dætur.
Emily Ólöf, gift G. A. Wil-
landið. Þau sópuðu burt því er
fyrir varð, dreifðu úr skriðun-
um og báru mold og aur yfii
þau svæði, þar sem skriður
höfðu eigi farið yfir áður. Þá
félk mönnum allur ketill í eld
Gegn slíkum náttúruöflum dugði
enginn mannlegur máttur. Allar
matvælabirgðir höfðu farið for-
görðum og nú kom hungrið. Og
sem fylgifiskar þess komu svo
allskonar drepsóttir.
Allar símalínur höfðu brotn-
að niður og allir vegir voru ó-
færir. Fregnirnar um þessar
ógnir hárust því ekki fyrr en
löngu seinna, og þá trúðu menn
þeim ekki og héldu að þetta væri
uppspuni. Svona stórkostlegar
náttúruhamfarir gæti alls ekki
átt sér stað.
Nokkrir trúboðar brutust þó
til Kansu til þess að reyna að
hjálpa hinu aðþrengda fólki.
Samkvæmt skýrslu, sem • þeir
gáfu, höfðu farist þarna að
minnsta kosti 200.000 manna. En
þegar sú skýrsla var birt var
svo langt um liðið, að heiminum
fannst þetta ekki lengur neitt
fréttnæmt.
liams kaupmanni í Mikley, eiga
5 börn.
Kristín, gift Guðfinni Péturs-
syni Bjarnasonar, búa í Mikley.
Bessi Valtýr, kvæntur konu
af enskum ættum, Phyllis að
nafni, er nú dvelur á Englandi
ásamt 3 börnum þeirra, heilsu
sinnar vegna, en maður hennar
starfar í Prince Rupert, B.C.
Látin»bÖrn Pálssons hjónanna
eru: —
Rósinant, er lézt á 4. ári; Vil-
hjálmur, er dó um árgamall, og
enn annað barn fætt andvana.
Auk eiginbarna þeirra fóstr-
aðist einnig upp með þeim
Helen, dóttur-dóttir þeirra, elzta
barn Sigfríðar dóttur þeirra; var
hún þeim hjartfólgin, sem þeirra
eigin börn. Helen er 'gift Skúla
Pálssyni, búandi í Mikley. Þau
eiga 2 börn. — Alls eru 4 barna-
börn Ingólfs og Helgu á lífi.
Ingólfur var mjög vel greind-
ur maður og bókhneigður, átti
gott innræti, fór vel með skepn-
ur sínar og hafði þeirra góð not..
Hann var að dómi ævilangs vin-
ar síns, er þekkti hann vel,
góður mönnum og málleysingj-
um.“ Dulur var hann í skapi, en
tilfinningamaður með heil-
steypta skapgerð, gat verið orð-
hvass, en fljótur til sátta. Sjálf-
stæður í skoðunum og frjáls-
lyndur, og unni því sem gott var.
Búskapur og lífsbarátta farnað-
ist honum farsællega, enda
studdur af góðri konu, er ávalt
var hans önnur hönd. Þau eign-
uðust mannvænleg börn, er, á-
samt dóttur-dóttur þeirra, sem
fyr er getið, urðu þeim til gleði.
Voru þau bæði umhyggjusamir
foreldrar. í viðskiptum var Ing-
ólfur ábyggilegur og sanngjarn.
ekki sízt ef snauðir áttu hlut að
máli. Mikils misti hann í, við
lát konu sinnar, enda fór sjón
augna hans að þverra upp frá
því. Eftir lát konu sinnar dvaldi
hann um nokkur ár meðal barna
sinna, varð hann loks alblindur,
bar hann þann kross með karl-
mensku og án allrar umkvört-
unar. Þann 4. febrúar 1946 gerð-
ist hann vistmaður á Betel og
dvaldi þar til æviloka. í milli-
bilsþjónustu, sem sá, er þetta
ritar, innti af hendi á Elliheim-
ilinu, um hríð, endurnýjaðist
kunningsskapur við þennan vin
og sóknarbarn frá liðnum árum.
Bar hann ellina vel, var fáorður
og fáskiptinn um annara hag,
átti góða kunningja meðal vist-
fólks og starfsfólksins — og var
þakklátur fyrir umhyggju og
kærleika, er hann varð aðnjót-
andi.
Ingólfur var jarðsunginn í
Mikleyjar-grafreit og lagður til
hinztu hvíldar við hlið konu
sinnar. Sóknarpresturinn í Gimli
prestakalli, séra H. S. Sigmar,
jarðsöng. \ S. Ólafsson
—Lesb. Mbl.
Minmngarcrð um Ingólf Pólsson
Director
Line Elevators Farm Service
Winnipeg, Manitoba
STEM RUST
What’s Ahead for 1952
A plain statement of the situ-
ation is that Race 15B of stem
rust presents a serious threat to
wheat production in Western
Canada in 1952. None of the
wheat varieties now g r o w n
commercially in the Prairie
Proyinces are resistant to Race
15B.
Rust in the South
During the past winter, Race
15B of stem rust caused consider-
able damage to grain crops in
central Mexico. Stem rust has
already been found in Texas.
However, crop conditions in that
state are unfavorable for the de-
velopment and spread of rust.
Present indications are t h a t
there will be no important build-
up of rust in Texas this spring.
Crop conditions in Oklahoma
and Kansas, however, are excel-
lent, and it is possible that a
heavy outbreak of stem rust may
occur in these states this spring.
If this hapens, and the prevailing
winds are just right (from the
South) billions of spores of Race
15B of stem rust may invade and
infect the wheat fields of West-
ern Canada during the critical
months of June and July. It is
impossible for anyone to forecast
at this time whether or not an
epidemic of stem rust will occur
in Western Canada in 1952. It all
depends upon the weather, par-
ticularly the weather conditions
of June, July and August.
Protective Measures
For their own protection, west-
ern farmers are advised to use
the following rust control meas-
ures this Spring: (1) Use only
good, high-germinating seed of a
recommended wheat variety.
(2) Clean and treat all your seed
grain this Spring. This will not
stop rust, but it will help the
plants to get off to a faster start
and lead to earlier crop maturity.
(3) Where practicable, use a
phosphate fertilizer. This will al-
so help to induce early maturity.
(4) Above all, plant your wheat
as early as possible. Wheat crops
that mature early have a much
better chance of escaping rust
damage than crops that mature
late. These are definite, practical
steps which Western farmers can
and should take this Spring to
protect themselves against pos-
sible losses from stem rust in
1952.
Sjómamanni bjargað
fró drukknun á hafi úti
Félagi hans stakk í sjóinn
Það vildi til á mánudaginn, er
vélbáturinn Erlingur frá Ólafsvík
var að veiðum, að einn bátverja,
Eggert Ingimundarson frá Safidi
féll útbyrðis. En annar bátverji
stakk sér í sjóinn og bjargaði
honum.
Bátverjar voru að draga lín-
una, er þetta gerðist, og var
strekkingsvindur og þung úthaf-
salda. Það var Jón Guðmundsson
frá Lækjarhvoli í Ólafsvík, bróð-
ir skipstjórans á Erlingi, rösklega
tvítugur piltur, harðfylginn og
vel syndur, er stakk sér í sjóinn
til þess að bjarga félaga sínum.
Eggert, sem er um tvítugt, var
hins vegar lítt eða ekki syndur.
Björgun á síðustu stundu
Jóni tókst að ná til Eggerts í
tæka tíð, en ekki mátti þó tæpara
standa. Hélt hann Eggert á floti,
þar til hjálp barst frá hinum bát-
verjanna.
Björgun þessi þykir hin vask-
legasta við þær aðstæður, er
hún var framkvæmd, og sýna
mikið snarræði.
TÍMINN 20. marz
Business and Professional Cards
1 PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6—«52 HOME ST. Viðtalstfmi 3—5 eftir hádegi S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smiih Si. Winnipeg PHONE 924 624
J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ut. vega peningalán og eldsábyrgC, bifreiSaábyrgð o. s. frv. Phone 927 538 Phone 21101 ESTIMA TES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs and Inanlated Slding — Repalrs Country Orders AtteodeO To 632 Simcoe St. Wlnnipeg, Man.
SARGENT TAXI PHONE 204 845 PHONE 722 401 FOR QUICK. RELIABLE SERVICE 1 GIMLI FUNERAL HOME 51 Firsl Avenue Ný útfararstofa með þeim full- komnasta útbúnaði, sem völ er á, annast virðulega um útfarir, selur likkistur, minnisvarða og legsteina. Alan Couch, Funeral Director Phone—Business 32 Residence 59
DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selklrk, Man. Office Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDINO Telephone 97 932 Hoine Telephonpe 202 398
*
Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LögfrœtUngar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 DR. ROSERT BLACK Sérfrœöingur i augna, eyma, nef og hdlssfúkdömum. » 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graliam and Kennedy St. Skrifstofusimi 923 815 Hsimasími 403 794
1 CANADiAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 !jfai)stil JEWELLERS 447 Portage Ave. Branch Store at 123 TENTH ST. BRAND0N Ph. 926 885 |
GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Nettino 58 VICTORIA ST. WINNIPEQ Phone 928 211 Manager T. R. THORTALDSON Your patronage wlli be appredated
HAGBORG FIJfL/2w! PHONE 21351 J- dBtaanEQi.r»imiJvaciLi«ai,iMd
Offlce Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Offlce Hours: 4 p.m. - 6 p.m. and by appointment. Minnist DETEL í erfðaskrám yðar.
A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. StofnatS 1894 Stmi 27 324 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPIG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Wlnnlpeg PHONE 928 441
Phone 23 996 706 Notre Dame Ave. Opposite Matemlty Pavillion. General Hospital. Nell’s Flower Shop Wedding Bouqueta. Cut Flowers. Funeral Deatgna, Coraagea, Beddlng Plants Nell Johnson Res. Phone 27 482 PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON * CO. Chartered Acconntants 505 Confederatlon Llfe Bldg. WTNNIPEG MANTTOBA
Offiee 933 587 Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Maln Street WTNNIPEG CANADA PARKER, PARKER & ' KRISTJANSSON Barristers - Solicilors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadian Bank of Commerce Chambera Winnlpeg, Man. Phone K3M1
SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hltaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- vlð, heldur hita frá að rjúka út með reyknum.—Skrifið, símið til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street Winnlpeg Just North of Portage Ave. Simar: 33 744 — 34 431 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK, Simi 925 227
DR. H. W. TWEED Tannlœknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. Phone 926 952 WINNIPEG Bullmore Funeral Home Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr.