Lögberg - 17.04.1952, Side 5

Lögberg - 17.04.1952, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 17. APRIL, 1952 3 wwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww Áiiue/IMAL .LVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON HÚSSTJÓRNARFRÆÐI II. Ætlar að eldast skemmtilega Jakob Thorarensen: HRÍMNÆTUR . Ljóð . Helgafell Víkingsprent . Reykjavík 1951 í síðasta blaði var vikið að því hve nauðsynlegt það væri fyrir ungar stúlkur að undirbúa sig fyrir þá ábyrgðarmiklu og vandasömu stöðu, sem flestar þeirra taka að sér fyr eða seinna — húsmóðursstöðuna. Mæður, sem eru vel að sér í hússtjórnarfræði eru beztu kennarar dætra sinna, en nú á dögum fá þær stúlkur, sem eru svo lánsamar að geta sótt há- skóla, ágætt tækifæri til að nema hússtjórnarfræði — Home Economics. — Þær stúlkur sem velja þá námsgrein — og það ættu sem flestar að gjöra — fá meðal annars fræðslu í efna- fræði fæðutegundanna; þær læra að búa til hollan og góðan mat, sem hefir það næringargildi, er líkaminn þarfnast. Þær læra að þekkja fataefni og að búa til lagleg föt; þær læra hvernig á að halda fötum og heimilum hreinum og snyrtilegum og hvernig á að fegra heimilin og þeim er veitt fræðsla í því hvernig eigi að annast ungbörn,, auk margs annars, sem að heim- ilisstjórn lýtur. Sumar stúlkur vilja ef til vill ekki leggja stund á þessi fræði vegna þess að þær halda að það nám muni ekki veita þeim tæki- færi til að ná í arðvænlegar stöður að náminu loknu, en þetta er ekki rétt. í Saturday Nighl 5. apríl birtist grein, Home Economics the New Key to Top-Drawer Careers, er sannar hið gagnstæða. Hér fara á eftir kaflar úr þeirri grein: 1 Canada er mikil eftirspurn eftir Home Economists í marg- víslegar stöður. Sumar stúlkur halda að tækifæri þeirra séu takmörkuð við það að hafa um- sjón með mataræði í matsölu- húsum og öðrum opinberum stofnunum, en svo er ekki, eins og eftirfylgjandi dæmi gefa til kynna: Miss Grant í Montreal starfar við fræðsludeildina hjá Can- adian Spool Cotton þar í borg. Hún semur ritlinga um fata- saum og útsaum, og þeim er útbýtt í skólum og til kvenfé- laga. Hún ferðast og frá hafi til hafs og flytur fyrirlestra um þetta efni. Miss Treholme er forstjóri í Home Service deildinni hjá Canadd Packers. Hún og hennar starfsfólk sjá um matreiðslu- skóla, prófa matarframleiðslu félagsins og mataruppskriftir, sem félagið birtir í auglýsingum og bæklingum; svara spurning- um frá viðskiptavinum; fram- reiða mat, sem teknar eru mynd- ir af fyrir auglýsingar. Öll þessi stóru félög svo sem Swift Canadian og Maple Leaf Milling hafa sams konar deildir. Félög, sem framleiða eldhús- og heimilisáhöld, þarfnast einn- ig aðstoðar heimilisfræðinga svo sem Frigidaire Products og Moffats Limited. Raforkufélög- in hafa einnig sams konar deild- ir til þess að prófa hvernig á- höldin komi að sem beztum not- um og kenna kaupendum með námskeiðum og auglýsingum að nota þau svo þau komi að sem mestu gagni. Önnur stúlka starfar hjá Can- adian Wallpaper Manufacturers Limited. Hún veitir konum fræðslu um það hvernig þær eigi að fegra heimili sín og prýða. önnur ritar dálka í blöð- in um sama efni. Flest-allir rit- stjórar kvennadálka blaðanna eru útskrifaðir hústjórnarfræð- ingar. Kaupgjald þessara kvenna er hátt, sérstaklega þeirra, er ná æðstu stöðunum, sem að ofan eru greindar. ☆ NOKKRAR GÁTUR Þessar gátur bárust frá konu „utan af landi“. Kann ég henni beztu þakkir fyrir. Hún hefir einnig nokkuð af spakmælum og gömlum sögnum og verður það einnig þegið með þökkum. 1) Konungar og prestar, herra menn og bændur, neyta af því, og þó kemur það eigi á nokkurs manns borð. 2) Þau hlaupa yfir láð og lög, og hafa þó enga fætur. 3) Faðirinn er ekki fæddur; allt um það leikur sonurinn sér á húsþakinu. 4) Hvert er ílát það, sem hefir ekki nema eitt hólf, og hefir þó í sér tvennskonar drykk? 5) Hvert er hol það, er hefir hvíta gadda bæði úr lofti og gólfi? 6) Hver er sá járnhestur, er hefir langt tagl úr hör? 7) Hver plægir hinn stærsta akur og skilur þó ekki eftir neitt plógfar? 8) Hvað er það hið rauða, sem er innan girðingar og vinnur mest gagn og ógagn, en gerir hvorugt, nema girðingarnar falli sundur? 9) Þar er bót ofan á bót og þó sést ekkert nálsporið. 10) Hvers vegna éta hvítar kindur meira en svartar kindur? 11) Hver fugl er líkastur hrafninum? 12) Hver spýta er þyngst? 13) Hvar bjóða hrafnarnir hver öðrum góðar nætur? 14) Ég er móðurlaus, en hann faðir minn er maðurinn minn. 15) Hvað gjörir hver sá hlut- ur, sem lifir á jörðinni, syndir í vatninu, eða sveimar í loftinu alltaf þangað til hann deyr? 16) Hvað er það, sem ekki er soðið, ekki tuggið, ekki rennt niður, og smakkast þó mörgum vel? 17.) Hvað er það, sem ég sé og þú sérð, konungurinn sjaldan, en Guð aldrei? 18) Hvaða dýr gengur á fjórum fótum um morguninn, tveimur um daginn, en þremur að kveldi? 19) Gekk ég og granni minn, kona hans og kona mín, dóttir hans og dóttir mín, fundum fimm egg í hreiðri, tókum sitt hver og þá var eitt eftir. 20) Fullt hús matar og finnast hvergi dyrnar á. (Sjá ráðningar neðst í þessum dálld). ☆ Fæðingarstofa eða fæðing í heimahúsum í umræðum WHO, heilbrigðis- málastofnunar sameinuðu þjóð- annar var nýlega vikið að hinni gömlu deilu um fæðingardeildir §§3 (0Z Jt};9p saeuue saoAq n;;y (6x UUTjngBJAJ (81 eqji uujs (Ll • qeqpjqÁOH (91 1SÍPI3 (SI BA3 (H nj°i njaq jjpun (sx sujsuueuxnsnuiio jnje;g (gj uuiujbjh (II IJI3IJ }a4 JV (01 jngijtqSnH (6 uegunj, (8 jngeuiijÁJS (L ieuumes ppæjcj (9 uinuuoj gaui jnuunj^ (g S§3 (* jnqifan (g «?£lS (Z ujjngfuijnggpi (1 :HYDNINQVH og fæðingu í heimahúsum. Sjúkrahúsin bjóða upp á öll hugsanleg þægindi, fyllsta hrein lætis er gætt, en nefndin telur að þar með sé ekki allt sagt í þessu máli. Af sálfræðilegum og tilfinningalegum ástæðum getur umhverfi heimilisins oft verið mjög heppilegt og ef hægt er að gjöra nauðsynlegar heilbrigðis- ráðstafanir heima fyrir, er oft ákjósanlegra að fæðingin eigi sér stað þar. Nefndin bendir á, að konur 1 Austurlöndum ali börn sín heima og þar að auki við tiltölulega frumstæð skil- yrði, en samt sem áður með því öryggi og aðstoð, sem fjölskyld- an getur látið í té. Þessar konur fæða börn sín með allmiklu minni kvölum og eftirköstum en konur í Vesturlöndum, sem geta farið á nýtízku fæðingarstofur. Hugsanlegt ér, að andrúmsloftið á fæðingarstofunni tefji' fyrir fæðingunni ög geri hana erfið- ari. Konur í Vesturlöndum ættu að læra af konum Austurlanda. Þær ættu að taka hlutunum með meiri rósemi og hvíla taugarnar, en þetta er hægt með sérstökum æfingum. Frá Árborg, 8. apríl 1952 Heiðraði ritstjóri: Það mun nú vera komið mál, að senda þér línur, þó ófullkomn- ar verði, sem mun álitið af flest- um, „aðeins til að sýnast“, en það verður þá svo að vera. Tíð- indalítið hefir verið hér að und- ánteknum nokkrum dánartil- fellum, en þeirra hefir verið getið í blöðunum. — Veturinn hér í Norður Nýja- íslandi hefir verið að segja má ágætur, að menn muna varla eftir öðrum betri um langa tíð. Snjórinn er nú að hverfa, enda var hann ekki mikill, og ef á- framhald verður á blíðviðri fer hann fljótt, enda mun áhugi fyr- ir akuryrkju snemma láta á sér bera á tilvonandi sumri, og að tíðin verði þá hagstæð er aðal- iskilyrðið, en svo vona menn jafnan þess bezta, sem vera mun heppilegast að halda sig við, eins og máttarreipið hjá Skugga- Sveini. — Töluvert hefir „flúin“ látið á sér bera á þessu vori, bæði í ungum sem gömlum, einnig hef- ir skarlatsveiki verið að sýna sig, en ekki hefir skólum verið lokað enn, hvað sem verður er eftir að vita. Einnig hefir kvefið verið dálítið áberandi, en það hefir nú vanalega sín einkarétt- indi á vorin. — Síðastliðinn sunnudag, (6. apríl) safnaðist velviðeigandi hópur manna saman að Víðir Hall. Tilefnið var, að byggðirnar Framnes, Víðir, Sylvan og um- hverfi Árborgar, máske líka víð- ar að, höfðu samskot á þessu vori til að kaupa nýjan bíl, sem gefa átti Jónasi J. Jónassyni á Jaðri í Víðirbyggð fyrir hans ó- metanlegu hjálp árum saman við að lækna nautgripi, hesta, svín og sauðfé, sem að honum hefir tekizt mjög vel af ólærð- um manni í þeirri grein, og sem hann hefir mjög litla borgun viljað fyrir taka. Kallaður hefir hann verið jafnt á nóttu sem degi. Fyrir þetta vildu menn sýna honum réttláta viður- kenningu með þessari gjöf, sem hann var vel að kominn. — Þeir, sem töluðu til heiðurs- gestsins, voru: Helgi Austmann, Sigurður kaupmaður Sigvalda- son, (báðir frá Víðir) og Sigurður Vopnfjörð frá Framnesi, er af- henti honum lykilinn að bíln- um. Líka fóru þar fram íslenzkir söngvar. Guðmundur O. Einars- son frá Árborg flutti heiðurs- gestinum kvæði. — Að endingu þakkaði heiðursgesturinn alla þá velvild í sinn garð er kæmi fram í þessari velvöldu og gagnlegu gjöf, með velvöldum orðum. — Að því loknu voru bornar fram rausnarlegar veitingar. Og allir skildu glaðir og kátir. Virðingarfyllst, Styrbjörn í Króki JAKOB THORARENSEN er sérlundaður sem ljóðskáld og stundum ærið forn í skapi. Kvæði hans eru auðkennileg, hvort sem hann kveður þrótt- mikla bragi um hetjur fortíðar og dyggðir þær, sem hann metur mest í dómum sínum um menn og málefni, eða slær á strengi persónulegrar og sérstæðrar kímni. Hann fengi ekki dulizt,' þó að hann vildi. Aldur hans og lífsskoðun skipar honum á bekk með skáldum nítjándu aldarinn- ar, en vinnubrögð hans sýna, að hann hefir fylgzt vel með því, sem heillavænlegast er og far- sælast í ljóðagerð þeirra skálda, er tuttugasta öldin hefir í senn alið og fóstrað. Afbfagðskvæði hans eru mörg og munu þola vel tímans tönn eins og skáldskapur Gríms Thomsens, Stephans G. Stephanssonar og Guðmundar Friðjónssonar, en þeim er Jakob skyldastur. Hitt er þó ekki síður frásagnarvert, hvað Jakob Thor- arensen hefir verið blessunar- lega laus við að birta léleg kvæði. En ljóðagerðin er aðeins annar askurinn af tveimur í ríki skáldskapar hans. Hinn er smá- sagnagerðin. Þar hefir Jakob gengið svo vel til verks, að vandasamt er að gera upp á milli beztu smásagna hans og ekkert álitamál, að þær beri að telja til úrvalsins í þeirri grein ís- lenzkra bókmennta. „Hrímnætur" er áttunda ljóða- bók Jakobs Thorarensens. Hún eykur naumast orðstír hans, en samt fer því fjarri, að ellimörk sjái á hinu hálfsjötuga skáldi. Jakob hefir sjaldan verið glettn- ari og skopskýggnari en í þess- ari bók, enda þótt í henni séu mörg kvæði, sem eiga megin- stoð í alvöru og festu. Ljóðin um Hornstrandir og Þórð kakala eru svipmikil og Jakobi lík, en ekki á borð við það, sem hann hefir áður bezt ort um svipað efni. Minningakvæðin um Guðmund Friðjónsson og Jón Magnússon virðast ekki rísa hátt í fljótu bragði, en þau leyna á sér og eru minnisstæðar og áreiðanlega sannar mannlýsingar. Kvæðin Gömul klukka, Fjallagrös, Eyði- bærinn, Tréð við gluggann, Strokuhestur, Frú allra frúa, Tólf ára telpa og Húsfreyju- hróður eru harðmeitluð og sorf- in eins og Jakob kemst að orði um skáldskap Guðmundar heit- ins á Sandi, og öll kæmu þau til álita í úrval af ljóðum Jakobs. Gist á víðavangi og íslandsstef eru einnig ágæt kvæði, en helzt til misjöfn. Undirritaður telur samt hin kímnu smákvæði bók- arinnar eins og Dýrabogann, Samtal þrevetlinga, Höfuðsigur, Lófaklapp, Mikinn mun, Sam- býli og Hugfall órækust vitni þess, hvað Jakob ætlar að eldast skemmtilega sem ljóðskáld. Fyndni þeirra og ádeila missir hvergi marks, og þau þola mæta- vel rækilegan lestur. Jakob Thorarensen er að mestu hættur að yrkja rímaðar frásögur, en leggur því meiri á- herzlu á að bregða upp myndum 1 kvæðum sínum. Ljóðin í „Hrímnóttum“ eru flest stutt, og það stafar af þessum nýju vinnubrögðum skáldsins. Sú ný- breytni er tvímælalaust til bóta. Hún stækkar Jakob varla sem skáld, enda naumast sanngjarnt að krefjast slíks, þegar hliðsjón er höfð af aldri hans og fyrri af- rekum. En Jakob á henni Mns vegar það að þakka, að kvæðin í „Hrímnóttum“ eru jafngóð og fjölbreytileg. Hún hjálpar hon- um að halda sér ungum í and- anum. Strokuhestur er yrkisefni, sem flest skáld nítjándu aldarinnar hefðu séð ástæðu til að leggja út af í löngu máli. Jakob gerir því þessi skil: Rokviðri á Kili ríkir, rumbur og slög í bland. Stórlyndur strokuhestur steðjar um reginsand. Svangur og vegavilltur veit hann sig hrjáðan gand. Fyrr skal þó dauður falla en fjötrast við Suðurland. Auðvitað er hér margt látið ósagt. En manni finnst, að þetta nægi. Lesandinn sér í huganum myndina af strokuhestinum og skynjar sögu hans alla. Kvæðið mikill munur vitnar um sömu öruggu vinnubrögðin. Það er svona: Hóglæti er háttur Skrautu, hún er að jórtra í kyrrð, liggjandi í grænni lautu; lítils hún skyldi ei virð, auðug að lífsins lindum, ljómandi nytja þing, saklaus af öllum syndum og siðspilltri heimsmenning. — Ofbeldis gammar óðir árangri miklum ná, lamandi lönd og þjóðir, lífið þeir smá og hrjá; sturlan og styrjardunur stofna þeir víða um heim. Já, mikill er gagnsins munur á mjólkandi kúnni og þeim. Þetta eru ef til vill ekki beztu kvæðin í „Hrímnóttum", en á sinn hátt táknræn sýnishorn þessara nýju ljóða Jakobs Thor- arensens. Skáld, sem þannig kveður, þolir ágætlega að bæta enn árum við ævi sína og halda áfram að yrkja. Helgi Sæmundsson —Alþbl. Sigurður hét bóndi í Skaga- firði. Hann reri eitt sinn til Grímseyjar og seig í bjargið eftir eggjum. Þá er hann var niður kominn, greip hann slík skelfing, að honum fannst sem bjargið myndi þá og þegar yfir sig hrapa. Bað hann þá guð að fulltingja sér og heitstrengdi, að láta allt gott af sér leiða, ef hann kæmist úr þessari raun heill á húfi. En þá er hann var uppkom- inn, kvaðst hann aldrei skyldi neinum gott gera, því guð hefði ekki þurft að leiða sig í þessa ófæru! Comfortex the new sensation for the modem girl and woman. Call Lilly Maithews, 310 Power Bldg., Ph. 927 880 or evenings, 38 711. FOR POWER When and Where You Need II You Can Depend on wm MARÍNB MOTOfíS SASaUHE JOIBMCÍ We have just the size you need. Ask for particulars. /VVumford, A\edlanp, flíWITED, Phone 37 187 ---- 576 WaU St. WINNIPEG DRAUMUR Mig dreymdi í nótt, að dauður væri ég. — Mér datt í hug, að líta inn til þín. — Minn andi fór með hraða um hulinn veg, og hafði um sig vafið snjóhvítt lín. hver hugsun fullri framkvæmd óðar náði, — hver fjarlægð varð, að augnabliksins gráði. En — ef ég hafði vængi vissi ég ei en víst er það, að fóta ei ég naut, því einhvernveginn gegnum þýðan þey sem þögult ský á loftstraumum ég flaut, og ráðgátan um takmörk rúms og tíma, varð tölulaus í jarðarkendum svíma. Ég numdi staðar þarna rétt hjá þér, og þú leist upp: „Hver skrattinn gengur á?“ Mér virtist eins og ótta slægi af mér í augu þín, því síga léstu brá, þá skildi ég að lík mitt huldi haugur, en hjá þér stóð nú blæjum vafinn draugur. En nú fór ég að hlæja og heilsa þér sem hissa stóðst, með ráðaleysis svip; „Hvað er að frétta’ og hvaðan að þig ber, og hvaðan sigldu úr höfn þín duldu skip?“ Þín Glámskygn augu greindu návist mína og gestrisni þú vildir fljótur sýna! Ég reyndi að tala, en máls mér varnað var, — samt vildi ég gjarnan hafa við þig kaup; því sannarlega’ ég voðaþyrstur var, og vildi biðja um dropa í lítið staup, því það er svo með dularfulla drauga, ef dropann skortir, — hætta þeir að spauga. Nú skildi ég, hvað vanans máttur var, — að vaninn hafði fjötrað mína sál, að ennþá nautna-lífsins byrði eg bar en burt var getan, til að drekka’ úr skál. Mig kvaldi löngun nú að geta notið, en — nautnatækin dauðinn hafði brotið. Hið liðna varð nú gamalt glis og fjas, öll gæði lífsins aðeins verðlaust prjál. Ég gat nú ekki glasi hringt við glas, og gat því ekki þorstan slökt í sál, — en er þú fyltir glösih þekti ég þefinn því það er list, sem draugunum er gefin. Ég hryggur var. — Nú skildi ég skapa lög, — ég skildi lífsins hegning eftir gröf. Ég hvarf frá þér, — en sá þá sólskins drög, því sólin skein á veruleikans höf: Ég rakst á drauga er innflytjendum unnu, sem allir drukku þef úr glasi og tunnu! PÁLMI

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.