Lögberg - 17.04.1952, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN. 17. APRIL, 1952
7
Leitin oð týndu londi
Doktor í þjóðorétti við Svartaskóla suður
\---------
Einhvern tíma á þessu ári von-
ast fornleifafræðingur einn í
Lundúnum til að rekast á út-
höggna steinmola eða tilhöggvið
grjót, er geti valdið því, að sagn-
fræðiritin verði úrelt í einni
svipan. Til þess að svo geti orð-
ið, þarf að vera hægt að koma
með þá upp á yfirborðið frá hinu
sokkna landi Atlantis. Finnist
slíkir steinar, munu þeir geta
sannað, að menningi hafi átt sér
stað á landsvæðum, sem nú eru
hulin sjó vestarlega í Atlants-
hafi.
I munnmælum og helgisögum
er víða getið um Atlantis. Sagnir
af þessu fagra, vel ræktaða og
siðmenntaða landi hafa lifað
mann fram af manni svo lengi
sem sagan greinir í þeim lönd-
um, sem liggja að Atlantshafi og
Miðjarðarhafi, allt frá Babýlon
til Mexico, Egyptalandi til
Panama. En á vettvangi nútíma
mannfræði og landafræði eru
háðar rammar deilur um það,
hvort hugsanlegt sé, að land
þetta hafi nokkurn tíma verið
til á þeirri hálfu milljón ára,
sem mannkynið hefir lifað.
1 húsi einu í Chelesa í London
býr sá maður, sem er öllum öðr-
um kunnugri í sögum og sögn-
um Atlantis, Mr. Egerton Sykes.
Hann skipuleggur nú leiðangur,
útbúinn tveim loftþéttum stál-
klefum og neðansjávar mynda-
tökuvélum, til þess að finna
leifar landsins.
En hverjar eru staðreyndirn-
ar varðandi Atlantis? Ýmsir sér-
fræðingar halda því fram, að
þar hafi vagga mannkynsins
staðið. Og þeir halda því einnig
fram, að endalok þessa lands-
svæðis hafi haft í för með sér
mörg þúsund ára afturkipp í
framför mannanna.
Geysilegur fjöldi bóka hefir
verið skrifaður um þetta efni.
Bókasöfnun telst svo til, að þær
séu um það bil 5000. Þær hafa
verið skrifaðar á ýmusm tímum,
allt frá því Platon reit um At-
lantis 400 árum fyrir Krists-
burð, en það ver^ var endur-
skoðað af Ignatius Donnelly á
öldinni sem leið og seinast gefið
út í New York í fyrra.
Nú hafa fengizt sannanir fyrir
því, að einhvern tíma, endur
fyrir löngu, hafi verið land,
stórt og hálent, þar sem nú er
haf. Þessi neðansjávar fjallgarð-
ur liggur eftir endilöngum botni
Atlantshafs frá íslandi og næst-
um alla leið til Suður-lshafs,
líkur teygðu S í laginu. Örfáir
tindar hans standa upp úr sjó —
20.000 fet yfir sjávarmál — en
það eru eyjarnar Tristan og
Shuna, Ascension og Azoreyj-
arnar.
Það sem er einna athyglis-
verðast við þetta neðansjávarrif
er, að lögun þess samsvarar
ströndunum beggja megin hafs-
ins. Það virðist vera eins konar
landsbrot, sem vantar, svo hægt
sé að mynda samfellda heild
með því að færa löndin saman
á kortinu. Landfræðingum kem-
ur saman um það, að Ameríka
hafi smám saman fjarlægst
Evrópu, og hún er enn að fjar-
lægjast. Umbrot þau, sem valdið
hafa því, að hryggur þessi skild-
ist frá þeim hlutum, sem nú eru
Evrópa og Ameríka, hljóta að
hafa átt sér stað mörgum millj-
ónum ára áður en nokkur spen-
dýr lifðu á jörðinni. En það hef-
ir löngum verið deiluefni, hve-
nær þessi fjallgarður sökk í sæ.
Það er almenn skoðun vísinda-
manna, að hvarf landsins niður
í djúpin hafi verið samsvarandi
bylting í þróun jarðarinnar og
aðskilnaður landanna beggja
vegna við Atlantis hafi áður
verið.
„En vitanlega hafa landabreyt-
ingar þær, sem áttu sér stað áður
en spendýr lifnuðu á jörðinni,
ekki komizt inn í munnmælin“r
segir Mr. Sykes. „Þó eru sagn-
ir af geysilegum vatnsflóðum
mjög alþjóðlegar. Þær fyrir-
finnast í sagnfræðiritum Norður
landa, Eddunum, helgisögum
Azteca, Maya, Tolteca og Mið-
og Suður-Ameríkubúa, ásamt
ritum Babýloníumanna, Hebrea
og Egypta. Flestar fornþjóðir
eiga til helgisagnir af sæluríki,
hesperidum, aldingarðinum
Eden, jarðneskri paradís — og
Atlantis.
Áreiðanlegasta frásögnin, sú
sem er fjærst því að vera helgi-
sögn, er sú sem skráð var af
Platon. Hún er ekki fullgerð, því
hann lézt áður en hann fengi
lokið henni.
Hann lýsir landinu, stjórnar-
farinu, tækni í áveitum og sam-
göngum, einnig byggingum all-
ýtarlega.
Platon skrifaði um Atlantis
sökum þess, að Sólon, ættfaðir
hans, hafði haft mikinn áhuga
á sögum þeim, sem af því fóru;
en Sólon gerði sér ferð alla leið
til Egyptalands til þess að fá
vitneskju um landið frá ritum
þeim, er þar voru í vörzlu
presta.
Það, sem mestu máli skiptir
er það, að Platon var heimspek-
ingur en ekki skáld eða ævin-
týraritari. Hann gagnrýndi hvað
eina, áður en hann lagði út í að
skrifa um það.
Platon gerði ráð fyrir því, að
tortíming Atlantis hafi átt sér
stað á einum sólarhring' á að
gizka 9.500 árum fyrir Krist. Það
er miklu fyrr en nokkrar sagnir
voru skráðar.
Aðrar frásagnir af svipuðum
hamförum, til dæmis sagan af
syndaflóðinu, láta hlutina ger-
ast á lengri tíma en einum sól-
arhring. En ýmislegt mælir
bæði með því og á móti, að land-
ið hafi sokkið á skömmum tíma.
„Ein ástæðan er sú“, segir
Mr. Sykes, „að álitið er, að
tunglið hafi ekki verið fylgi-
hnöttur jarðarinnar, heldur
pláneta, er átt hafi jarðveg ein-
hvers staðar milli jarðarinnar
og Marz. En það komst of nærri
jörðinni, varð fyrir áhrifum að-
dráttarafls hennar, sökum þess
hversu miklu minna það var en
hún, og hefir verið fylgihnöttur
hennar síðan.“
Þegar þetta skeði urðu geysi-
legar hræringar á yfirborði sjáv-
arins, og pólarnir skiptu um
halla. S ö k u m aðdráttarafls
tunglsins hækkaði skyndilega
yfirborð Atlantshafsins um
mörg hundruð fet. Á nokkrum
dögum flæddi gersamlega yfir
Atlantis — en þó ekki skyndi-
legar en svo, að nokkrum íbú-
anna tókst að komast á bátum
til gamla og nýja heimsins og
flytja með sér frásagnir, sem
síðan hafa orðið að helgisögum.
Fyrst um sinn heiir Atlantis
að líkindum ekki verið mjög
djúpt undir yfirborði sjávar.
Smám saman mun það hafa
sokkið dýpra. En hvernig svo
sem þetta hefir skeð, áætla At-
lantis-sérfræðingar, að hamfar-
irnar hafi átt sér st'að ca. 10.000
árum f. Kr.
Elztu minjar eftir menn eru
einmitt frá þeim tíma, litmynd-
ir og hellnaristur á Spáni og
Suður-Frakklandi. Listaverk
þessi bera vott um tiltölulega
mikið vald og hugmyndaflug
varðandi línur, liti og tjáningar-
hæfni. Og menn þeir, sem þetta
gerðu, voru ekki í meiri fjar-
lægð frá hinu týnda meginlandi
■en sem svaraði nokkurra daga
sjóferð.
Mr. Sykes hefir hugsað sér að
framkvæma rannsóknir sínar
undir yfirborði sjávar í nánd við
Azoreyjar.
„Þegar Portúgalar fundu þess-
ar eyjar, voru þær óbyggðar,“
segir Mr. Sykes, „og finnist því
einhverjar minjar þar um gaml-
ar byggingar, hljóta þær að vera
frá eldra menningartímabili.
Vitanlega get ég ekki búizt við
því, að finna mjög mikið, því
svæði það, sem ég mun geta
rannsakað, hefir upphafalega
verið ofarlega í fjallahlíðum. Það
samsvaraði því, að fornleifa-
fræðingar framtíðarinnar yrðu
að leita ofarlega á Mont Blanc
eftir leifum af evrópiskri
menningu.
En leifar ættu að finnast þarna
eigi að síður — handrit, upp-
hleðslur, stigar, jafnvel hof.
Tækist mér að ljósmynda örfáar
slíkar minjar og jafnvel hafa
eitthvað með mér upp á yfir-
íorðið, tel ég lítinn vafa á því,
að sendir myndu verða leiðangr-
ar til að athuga þetta miklu
nákvæmar."
Um líf og venjur Atlantis-búa
hefir Mr. Sykes viðað að sér
miklu efni. Þeir eru taldir hafa
verið sóldýrkendur, og trú þeirra
síðar flutzt til Egyptalands og
Mið-Ameríku. Þeir voru breið-
höfðar.
Atlantis-búar kunnu hvorki
að skrifa né smíða úr járni, nema
hvað þeir fóru eitthvað með ó-
hreinsaðan málm, er Platon
nefnir orichalcum, en um hann
er ekkert vitað nánar, enda þótt
talið sé líklegt. að um kopar hafi
verið að ræða.
Eins dg flestar steinaldarþjóð-
ir, réðu þeir yfir furðumikilli
byggingartækni; og skrautgjarn-
ir voru þeir, einkum notuðu
þeir mikið til skrauts steinteg-
und er nefnist jade.
Sú staðreynd leiðir athyglina
sérstaklega til eins hluta þeirra
heimilda, er Sykes hefir viðað
að sér um Atlantis. í gröfum
"Mayanna á Yucaten-skaga í Mið-
Ameríku hafa skartgripir úr
jade fundizt. I elztu grafhvelf-
ingunum eru skartgripirnir
stórir, en í þeim nýrri eru þeir
mjög litlir. Birgðir af jade hafa
eftir þessu að dæma minnkað
skyndilega og steintegundin orð-
ið fremur sjaldgæf. Jade-munir
finnast ekki nærri þessum stað
fyrr en kemur alla leið til Brezku
Columbíu eða jafnvel til Alaska,
þúsundum mílna norðar, þar
sem vitað er, að Mayarnir hafa
aldrei komizt. Kynþættir þeir,
sem byggðu Ameríku áður en
sögur hófust, eru óleyst gáta
nema því aðeins, að gert sé ráð
fyrir Atlantis, — eða þá, að farn-
ar hafi verið óhemjulangar sjó-
ferðir frá Evrópu eða Polyn-
esíu.“
Sagt er, að Atlantis-búar hafi
reist upptyppinga, höggvið út
fílamyndir eins og Indíánar og
lifað miklu menningarlífi á
þeim tíma sem Evrópa var enn
á stigi villimennsku.
Meðal alls þess fjölda af bók-
um, bæklingum og kortum, sem
fyrirfinnast í vinnustofu Mr.
Sykes, vekur ein skjalamappan
ef til vill mesta athygli, og vera
má, að þar sé geymd einhver at-
hyglisverðasta sagan um At-
lantis af öllum þeim sögum, sem
af þyí hafa gengið um þúsundir
ára. Þessi saga er frásögn flug-
manns eins úr síðasta stríði.
Hann var flugmaður í flugvél,
er átti leið frá Natal á Brazilíu-
strönd til Dakar.
Honum segist svo frá, að hann
hafi séð leifar bygginga á botni
sjávarins, þar sem hann flaug
yfir, skammt undar Afríku-
ströndum. Sólin var að setjast
og geislar hennar mynduðu 90
gráða horn með neðansjávar-
fjallshlíð þeirri, er hann sá
byggingar á. Greinilegir skugg-
ar sáust af húsunum.
„Hafa verður það í huga“,
segir Mr. Sykes, „að maður þessi
hafði æfzt í því að skyggnast
eftir. kafbátum, mönnum á
björgunarflekum og hverju öðru
óvenjulegu, sem sjást kynni á
eða undir yfirborði sjávar og
skýra skilmerkilega frá því.
Það er mjög ósennilegt, að
hann hefði villzt svo hrapallega
á venjulegum neðansjávarfjall-
garði og mannvirkjum.“
Leyndardómar Atlantis eru
því enn í fullu gildi. En Mr.
Egerton Sykes er viss um, að
sér muni takast að ráða fram úr
þeim á þessu ári.
—(The Sunday Express)
Viðtal við dr. Hafþór Guðmunds-
son, lögfræðing
Þegar Gullfaxi sveif silfruðum
vængjum að landinu fyrir sein-
ustu helgi, var Hafþór Guð-
mundsson, doktor í þjóðarétti, í
hópi farþega. Kominn um langan
veg, alla leið frá Parísarborg, þar
sem hann hafði dvalizt 4 undan-
farna mánuði og varið doktors-
ritgerð sína við Svartaskóla.
Þar sem allir hafa gaman að
frétta af suðrænum slóðum og þá
ekki síður um frama landans í
fjarska, þá hefir Morgunblaðið
snúið sér til Hafþórs, og hér er
árangurinn.
Doktorsritgerðin og efni hennar
— Hver voru tildrög þessarar
doktorsritgerðar, sem þú varðir
við Sorbonne?
— Ég lauk lögfræðiprófi frá
Háskóla íslands 1946. Árið 1947
fór ég til Parísarborgar til fram-
haldsnáms, þar sem ég lagði
stund á frakknesku auk þjóða-
réttar. Tók ég próf í þeirri grein
1949 og hvarf heim við svo búið.
í fyrravetur hóf ég undirbún-
ing doktorsritgerðarinnar, en fór
utan í haust og lagði þar seinustu
hönd á verkið.
— Hvert var viðfangsefni þitt
í ritgerðinni?
— Ég tókst þar á hendur að
gera grein fyrir áhrifum Kefla-
víkursamningsins á þjóðréttar-
stöðu íslands, en annars var víða
komið við, því að ritgerðin er
400 blaðsíður. Var auk Keflavík-
ursamningsins fjallað um áhrif
nokkurra annarra samninga á
sjálfstæði landsins, samningsins
um efnahagssamvinnu Norðiv-
álfunnar, Marshallsamningsins,
Atlantshafssáttmálans og her-
verndarsamningsins frá 1951.
Ennfremur lítils háttar drepið
á athafnir ríkisstjórnarinnar í
landhelgismálunum og þá fyrst
og fremst um heimild Islendinga
til að segja up landhelgissamning
um við Breta frá 1903.
Niðurstaða máls míns er dreg-
in saman í 4 meginatriði: 1) um
ábyrgð ísl. ríkisins vegna Kefla-
víkursamningsins, 2) samræmi
hans eða ósamræmi við sáttmála
S. þ.. 3) áhrif hans á hlutleysis-
stefnu þá, sem íslenzka stjórnin
hafði fylgt frá 1918, og 4) áhrif
hans á sjálfstæði íslands og í því
sambandi rætt um sjálfstæðis-
hugtakið í þjóðaréttinum, með
því að þjóíjréttarhöfundar hafa
ekki komið sér saman um það.
Frá vörninni
Hvað um vörnina sjálfa?
— Lögfræðilega fékk ritgerð
mín litla sem enga gagnrýni. Eins
og annars staðar höfðu prófessor
arnir kynnt sér ritgerðina áður
en til sjálfrar varnarinnar kom.
Komu þeir einn og einn inn,
lögðu fram spurningar sínar og
gerðu athugasemdir. Annars
voru þarna engir sérfræðingar í
þjóðrétti viðstaddir nema mexi-
könsk stúlka.
— Sú mexíkanska hefir haft
áhuga á málinu?
— Ekki veit ég það, en hún
varði ritgerð í þjóðarétti sam-
tímis mér, og því var hún þarna.
Fjallaði hennar ritgerð um kjarn
orkuvandamálið. Áður en vörn
hennar hófst létu prófessirarnir
hana sverja, að hún hefði samið
ritgerðina sjálf.
Frankskir stúdentra fátœkari en
tslenzkir
—Var ekki stúdentunum heim-
ilt að hlusta á ykkur?
—Ju, að vísu, en þeir hafa öðr-
um hnöppum að hneppa, mega
eiginlega aldrei vera að neinu.
Verða þ e i r skilyrðislaust að
stunda námið og leggja á það allt
kapp. Fé þeirra er mjög tak-
markað, þeir eru enn snauðari en
íslenzkir stúdentar. Foreldrarnir
styrkja þá raunar alltaf, en sá er
munurinn á þeim og stúdentum
hér, að þeir vínna yfirleitt ekkert
Er enga vinnu að hafa fyrir þá
að sumrinu. Þeir fáu, sem at-
vinnu hafa, stunda hana árið um
kring.
Oft stunda þeir líka einhverjar
aukagreinir. Lögfræðinemarnir
sækja til að mynda stjórnamála-
vísindaskólann mjög.
Ríkið styrkir stúdenta til
fœðiskaupa
— Hvað geturðu annars sagt
o k k u r um háskólanámið al-
mennt?
—Fyrirkomulagið er í megin-
atriðum ekki ósvipað því, sem
hér er. Stúdentunum er yfirleitt
í sjálfs vald sett, hvort þeir sækja
tíma eða ekki en gegnum lækna-
deildina munu þeir þó varla kom
ast nema sækja skólann að stað-
aldri.
1 Sorbonne eru framhalds-
deildir fyrir 11 greinir lögfræð-
innar. I einni þeirra er þjóðarétt-
ur kenndur. Sækja til lögfræði-
deildarinnar stúdentar frá öllum
löndum heims bæði til almenns
náms og framhaldsnáms.
Öllum þessum erlendu stúdent-
um er veittur réttur til að borða
í stúdentamatsölunum, sem ríkið
styrkir ,svo að fæði er þar miklu
ódýrara en annars staðar. Svo
margir hafa heimild til að borða
í matsölum þessum, að menn
verða yfirleitt að bíða hálftíma
að minnsta kosti eftir að komast
að.
Hefir þetta valdið nokkurri ó-
ánægju með frönskum stúdent-
um. Þykir þeim stjórnin helzti
frjálslynd í þessum efnum.
Allmargir franskir stúdentar
fá styrki frá ríkinu, sem eru því
skilyrði bundnir, að hlutaðeig-
andi nái prófi árlega.
Margir stúdentanna búa í gisti
húsum, en auk þess er stúdenta-
hverfi, Cieé Universitaire, hálf-
tímagang frá Latínuhverfinu,
þar sem háskólarnir eru. I stú-
dentahverfinu búa þúsundir stú-
denta í stúdentagörðum. Eiga
ýmsar þjóðir þar stúdentagarð út
af fyrir sig, og munu Danir og
Svíar í þeirra hópi.
Islenzku stúdentarnir búa hér
og þar um borgina. I einum
hinna frönsku stúdentagarða er
auk þess eitt herbergi, sem ís-
lendingar eiga rétt til.
Kvenfólk er margt við
háskólanám
— Stundar ekki margt kven-
fólk háskólanám í Frakklandi?
— Jú. I lækna- pg lagadeild er
til að mynda fjöldi kvenna. Marg
ar heltast úr lestinni í báðum
þessum delidum. Læknastúdent-
arnir giftast margar hverjar, en
lögfræðistúdentarnir e r u a ð
sögntrauðla eins útgengilegar og
giftast því miklu færri. Aftur á
móti er það þeirra hagræði að
þær fá margar hverjar atvinnu í
skrifstofum.
Kuldar í Frakklandi
— Þér hefir vitaskuld brugðið
við að koma hingað í kuldann?
— Ekki get ég sagt það. Venju-
lega hefjast vetrarkuldarnir ekki
fyrr en í desember í Frakklandi.
Að þessu sinni voru þeir óvenju-
snemma á ferðinni. Lagðist hann
að með kælu þegar í október.
Frostið var þó ekki mikið og
snjókoma engin, en þurrakuldar.
Um hátíðar brá hann til rigninga.
Business College Education
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commence YourBusiness Traininglmmediately!
For Scholarships Consult
THE COLUMBIA PKESS LIMITED
PHONE 21 804 695 SARGENT AV ’, wINNIPEG
1 NÝTT
"SEi M-TI TE" íf J
LOK Heldur fggií’
vindlingatóbaki %SL 1
b ínu fersku