Lögberg - 29.05.1952, Page 1
Þrjú forsetaefni verða í kjöri
29. júní í sumar
Ásgeir Ásgeirsson, séra Bjarni
Jónsson og Gísli Sveinsson
Framboð til forseiakjörsins
verða að vera komin, form-
lega, 24. maí
Fullvíst var í gærkveldi um
þrjú forsetaefni, sem í kjöri
verða 29. júní íi sumar, er hinn
nýi forseti íslands verður kos-
inn: Ásgeir Ásgeirsson, séra
Bjarni Jónsson og Gísli Sveins-
son. Standa að framboði Ásgeirs
kjósendur úr öllum lýðræðis-
flokkunum, að framboði séra
Fyrsta Sumarmót
Fróns
Eins og sjá má af auglýsing-
unni í þessu blaði verður engum
þeim í kot vísað, sem sækir
sumarmótið næsta mánudag, 2.
júní n.k.
Þess var áður minst að séra
V. J. Eylands myndi flytja
ræðu og munu flestir, sem dóm-
bærir eru á þá hluti, fúslega
viðurkenna, að hann eigi fáa
sína líka sem ræðumaður. Þá
þarf ekki að kynna Mrs. Pearl
Johnson, sem okkur er að góðu
kunn fyrir söng sinn í lútersku
kirkjunni hér í borg, svo að
maður gleymi ekki útvarpinu,
sem flutt hefir rödd hennar til
fjarlægustu landa á '“Praiiie
Schooner”, sem fróðir menn
telja vinsælasta program sem
C.B.C. hefir útlandinu að bjóða.
Enn annað stendur þó til boða,
sem sé það, að okkur hefir
heppnast að fá mann til þess að
kveða rímur. Við, sem fædd er-
um á íslandi, munum hvað mikil
ánægja það var að heyra rímur
vel kveðnar. Hinir, sem aldrei
hafa heyrt þær kveðnar í nokk-
urri mynd, ættu ekki síður að
hafa gaman af þessu. Nú ætlar
einn af ágætustu kvæðamönn-
um okkar hér vestra, Tími
Böðvarsson frá Árborg, að kveða
fyrir okkur nokkur stef.
Þeim, sem röddinni beita, hafa
þegar verið gerð nokkur skil, en
til eru þeir, sem á aðra strengi
slá og má sízt gera þeim lægra
undir höfði. Harold Jónasson,
sem kominn er af frægum
músiköntum í landi hér og þegar
hefir aflað sér mikilla vinsælda,
hefir lofast til að spila fyrir
okkur á cello. Hann hefir einu
sinni áður spilað fyrir okkur á
þetta hljómfagra hljóðfæri öll-
um til ánægju.
Enn er þess að minnast að
Próf. F. Guðmundsson tók sig til
með það að biðja nokkra íslend-
inga að heiman, sem hér eru vel
þekktir, að flytja stuttar ræður
á hljómplötur um ýms efni, sem
við Vestur-íslendingar látum
okkur nokkru skipta. Tvær eða
þrjár af þessum hljómplötum
verða að líkindum spilaðar á
Sumarmótinu.
Minnist þess, að þetta verður
að líkindum síðasta íslenzka
samkoman á þessu vori í Win-
nipeg-borg og gleymið ekki að
aðgangur verður ekki nema
50 cent.
Samkoman verður haldin í
G.T.-húsinu á mánudaginn, 2.
júní n.k.
H. Thorgrímsson,
ritari Fróns.
Bjarna miðstjórnir stjórnar-
flokkanna, og að framboði Gísla
samtök, sem kalla sig frjáls
samtök kjósenda.
Ekkert þessara framboða hef-
ir þó verið lagt fram formlega
enn, enda framboðsfrestur ekki
útrunninn fyrr en 24. maí. En
þá verða öll framboð til forseta-
kjörsins að vera komin fram á-
samt skriflegum meðmælum frá
1500—300 kjósendum, sem verða
að vera úr öllum fjórðungum
landsins, tiltekin lágmarkstala
úr hverjum.
Kunnugt er að söfnun með-
mælenda með framboðúm Ás-
geirs Ásgeirssonar og Gísla
Sveinssonar er þegar hafin, en
framboð séra Bjarna Jónssonar
mun ekki hafa verið ráðið fyrr
en 1 §ær' —Alþbl., 10. maí
Aukakosningar til
sambandsþings
Síðastliðinn mánudag fóru
fram í sex kjördæmum austan
lands aukakosningar til sam-
bandsþings og lauk þeim á þann
veg, að íhaldsflokkurinn vann
fjögur þingsæti, en Liberalar
tvö; fjögur kjördæmanna voru í
Ontario, eitt í New Brunswick
og eitt í Quebecfylki. Mr. Drew
lét mikið af sigri flokks síns og
var í sjöunda himni eftir að
hljfSi ært .• að um leikslokin.
Á leið til mikils
frama
Dr. Sveinbjörn S. Björnson
Læknir sá hinn efnilegi, sem
hér um getur, útskrifaðist af
Manitobaháskólanum 1946 og
gegndi næstu fjögur árin á eftir
læknisembætti að Ashern, Man.
Að þeim tíma liðnum, tók hann
að leggja fyrir sig sérfræðigrein,
réttarfarslega læknisfræði (For-
ensic Medicine), og vann eitt ár
á rannsóknarstofu spítalans í
Regina, Sask. Því næst hlaut Dr.
Sveinbjörn styrk til frekara
náms að New Britain í Connecti-
cut ríki, en hefir nú verið veitt-
ur þrjú þúsund dollara styrkur
til framhaldsnáms við Harvard-
háskóla.
Dr. Sveinbjörn er sonur hinna
góðkunnu hjóna Dr. Sveins E.
Björnsonar skálds og frú Marju
Björnson, sem nú eru búsett í
Miniota, Man. Hann er kvæntur
Helgu, dóttur S. V. Sigurðsson-
ar, hins mikla athafnamanns í
.Riverton, og frú Kristrúnar
Sigurðsson. Þau Dr. Sveinbjörn
og frú Helga eiga tvö mann-
vænleg börn.
Mr. Leifur Hallgrimson lög-
fræðinemi við Manitobaháskóla
fór austur til New York síðast-
liðna viku og mun dvelja þar í
viku.
Flugpóstur til Hecla
Miss Oddný Eiríka Bjarnason
Lýkur prófi í
hjúkrunarfræði
Þessi unga stúlka, sem fædd
er í Churchbridge, Sask., 29.
marz 1929, hefir nýlokið með á-
gætum vitnisburði prófi í hjúkr-
unarfræði við Winnipeg General
Hospital. Foreldrar hennar eru
þau Magnús Bjarnason póst-
meistari í Churchbridge og frú
Jónína Bjarnason. Amma henn-
ar í föðurætt hét Oddný, sem
numið hafði hjúkrunarfræði í
Danmörku og gegndi' við mik-
inn og ágætan orðstír margvís-
legum hjúkrunarstörfum meðal
íslendinga á frumbýlingsárum
þeirra í Churchbridge og grend.
Séra Harald S. Sigmar sókn-
arprestur á Gimli, gekk nýverið
undir all-alvarlegan uppskurð á
Almenna sjúkrahúsinu í Winr.'**
peg, en er nú á góðunr-batavegi
að því er síðast fréttist. Séra
Harald er frábærlega vinsæll
maður, og streyma því til hans
víðsvegar hlýjar óskir um fulla
heilsubót.
☆
Séra Harald Sigmar fermdi 16
ungmenni í lútersku kirkjunni
á Gimli sunnudaginn 18. maí.
Þau eru þessi:
Sharon Olson
Delores Bolin
Rosalie Thorsteinson
Wanda Magnússon
Evelyn Isfeld
Valdine Geirholm
Hulda Bjarnason
Anna Johnson
Dorothy Thorkelson
Edward Stevens
Harold Bjarnason
Clarence Stevens
Franklin Scribner
Carl Thorsteinson
Kenny Hjörleifson
Billy Valgardson.
☆
Te-samkomur þær, er Sam-
bands kvenfélagið efndi til á
miðvikudaginn síðastliðna viku
voru vel sóttar, sérstaklega
um kveldið, og var ánægjulegt
að hlusta á Mrs. S. E. Björnsson
segja frá ferðalagi þeirra hjóna
til íslands; varð hún mjög hrifin
af heimsókninni og hinum höfð-
inglegu viðtökum, er þau nutu
þar. íslenzku munirnir, sem
hún sýndi, eru mjög fallegir.
Dregið var um þrjá muni og
hlaut Murray Johnson, Oak
Point, armband úr gullnu víra-
virki; Miss S. Hjartarson, Gimli,
hlaut ofinn dúk og Mrs. E.
Eyjólfsson útsaumaða dúka.
Samkomurnar voru haldnar
til arðs fyrir Hallveigarstaða-
sjóðinn.
Séra Friðrik A. Friðriksson á-
varpaði samkomugestina og
flutti þeim kveðjur frá ættjörð-
inni.
☆
Mrs. Geir Thorgeirsson og
systir hennar, Lena Gudmund-
son, brugðu sér suður til Fargo,
N. Dakota um helgina.
Úr borg og bygð
Veitið athygli auglýsingunni
um skemtisamkomu Þjóðrækn-
isfélagsins á þriðjudagskveldið
í Fyrstu lútersku kirkju; er þar.
um óvenjulega góða skemtun
að ræða. Hmn kærkomni gestur
frá íslandi, séra Friðrik A.
Friðriksson, flytur ræðu; Mrs.
Elma Gíslason hin kunna söng-
kona skemtir með söng. Dorothy
Mae Jónasson, 16 ára, dóttir Mr.
og Mrs. S. O. Jónasson 177
Waverley Str., byrjaði snemma
að leika á fiðlu; hún lék í fyrra
fyrir Mr. Eli Spivak, frá To-
ronto Conservatory of Music og
fanst honum svo mikið til um
hæfileika hennar, að hann veitti
henni styrk til að stunda nám
við hljómlistarskólann og hefir
hún verið þar í ár, en kemur nú
heim um helgina.
Oscar Sigvaldason er ungur
piltur frá Árborg, sem hefir oftar
en einu sinni hlotið verðlaun í
samkepni í framsögn íslenzkra
ljóða. — Fleira verður til skemt-
unar og fróðleiks á samkomunni.
☆
Síðastliðinn mánudag, 26. maí,
barst sú fregn hingað, að Mar-
grét Sigfússon, ekkja Sigurðar
sál. Sigfússonar á Oak View,
hefði dáið þá um morguninn.
Margrét var fædd á Hvammi
í Svartárdal í Húnavatnssýslu
og var 89 ára að aldri. Fæðingar-
dagur hennar var 2. júlí, 1862.
Faðir hennar var Illugi sonur
Jónasar frá Gili í Svartárdal,
Einarssonar af Skeggstaðaætt
og konu. hans Guðrúnar Illuga-
dottur Gíslasonar frá Holti í
Svínadal í Húnavatnssýslu. —
Móðir Margrétar var Ingibjörg
dóttir Ólafs Björnssonar að Auð-
óífsstöðum í Langadal og konu
hans Margrétar Snæbjörns-
dóttur prests í Grímstungu,
Halldórssonar biskups á Hólum
í Hjaltadal.
Árið 1899 giftist Margrét
Sigurði Sigfússyni og aldamóta-
árið fluttu þau vestur um haf, og
eftir stutta dvöl í Westbourne
settust þau að á Oak View, þar
sem Sigurður nam land og bjó
til dauðadags.
Kveðju- og minningarathöfn
fer fram í kirkjunni á Vogar,
fimtudaginn 29. maí. Séra Philip
M. Pétursson jarðsyngur.
☆
Mr. Jóhann Johnson, sonur
þeirra Mr. og Mrs. J. B. Johnson,
Gimli, Man., útskrifaðist nýlega
í dýrafræði við Guelph háskól-
ann. Hann stundaði nám í eitt
ár við Manitoba-háskólann áður
en hann gekk í herinn, og tvö ár
við sama skóla eftir að hann
fékk lausn frá herþjónustu, en
lauk síðan námi sínu við ofan-
greindan háskóla.
☆
Dr. S. O. Thompson, þing-
maður Gimlikjördæmis, var
staddur í borginni í vikunni,
sem leið.
Á þriðjudaginn 3. maí hefst
póstflutningur á flugvél frá
Riverton til Hecla og Manigo-
togan austan við Winnipegvatn;
Riverton Airways hefir þetta
starf með höndum og flytur póst
til þessara staða á þriðjudögum
og föstudögum. Rúm er í flug-
véhnni fyrir nokkra farþega.-
Ekki telst þetta til stórvið-
burða, en þeim, er þarna þekkja
til, finst það skýr smámynd af
þeim stórfeldu breytingum, er
átt hafa sér stað í samgöngu-
málum víðast hvar um heim
síðustu áratugina. Miðaldra fólk
í Mikley og eldra man enn
glöggt þegar pósturinn bar
bréfa og blaðapokann á bakinu
í gegnum mýrar og for þvert
yfir eyjuna og reri þaðan á flat-
botnu til Islendingafljóts — en
á vetrum voru þessar 24 mílur
farnar á sleða, er 5 eða 6 hundar
drógu. Eins og nærri má geta
voru þetta afar erfið ferðalög,
sérstaklega á sumrin og ekki
léttist á póstinum þegar Eaton's
bögglarnir komu til sögunnar;
þrátt fyrir þetta fanst þeim, er
biðu með óþreyju eftir hinum
vikulegu bréfa- og blaðasending-
um, að póstinum væri ekki nein
vorkunn að skila af sér á lög-
ákveðnum tíma. Menn kölluðu
ekki alt ömmu sína í þá daga.
Ekki voru þessar ierðir hættu-
lausar; árið 1910, er pósturinn
var að fara eftir vatninu ný-
lögðu á hundalest, brast ísinn
og hann drukknaði; annar póst-
ur fórst, er hann var að sigla á
smáfleytu áleiðis til Fljótsins. —
Árið 1915 var byrjað að flytja
póstinn á mótorbátum, en á
vetrum á hestum og nokkru
síðar fékst póstur fluttur tvisvar
Kjörinn
heiðursforseti
Paul Bardal, M.L.A.
Á nýafstöðnum ársfundi fé-
lags útfararstjóra í Manitoba-
fylki, var Paul Bardal fylkis-
þingmaður kjörinn heiðursfor-
seti félagsins; er hann hvers
konar sæmdar maklegur sakir
mannkosta sinna.
í viku og voru þetta miklar um-
bætur. Á síðustu árum hefir
hann verið fluttur á Bombadiers
á vetrum. En ávalt hefir verið
erfitt að komast á milli þegar
vatnið er að leggja og leysa, en
með þessari nýju ráðstöfun er
nú að fullu úr þessu bætt.
Flugferðin stendur yfir í tíu
til tólf mínútur.
Virðuleg athöfn
Síðastliðið föstudagskvöld fór
fram í þinghúsi Manitobafylkis
fjölsótt og virðuleg athöfn, helg-
uð Canadian Citizenship Day,
hinum canadiska þegnréttinda-
degi; er hér um alþjóðarsamtök
að ræða, er sambandsstjórn stofn
aði til, og á W. J. Lindal dómari
sæti í framkvæmdarnefndinni
og situr tíðum fundi hennar í
Ottawa, en það var Manitoba-
deildin er í þessu tilfelli átti
hlut að máli. Mr. Lindal stýrði
athöfninni af ágætri háttlægni
og skýrði með áhrifamiklum for-
málsorðum gildi áminstra sam-
taka.
Stuttar, en markvissar ræður
fluttu fylkisstjórinn, Mr. Mc-
Williams, Campbell forsætis-
ráðherra, Coyne yfirdómari og
Bachynsky þingforseti; voru
allar ræðurnar skipulega fluttar
þar sem áherzla var lögð á raun-
verugildi canadiskra þegnrétt-
inda og síaukin áhrif canadisku
þjóðarinnar á viðhorf heims-
.málanna.
Söngflokkur úr Machray-skól-
aunm skemti með nokkrum þjóð-
lögum, er unun var að hlusta á.
Yfir athöfninni allri hvíldi
eftirminnilega fagur eindrægnis-
blær.
Kjóll Evu Braun
fundinn í kafbót
ó sjóvarbotni?
Einkennilegur fundur dansks
kafara
„NEW YORK TIMES“ flytur
þá fregn frá Kaupmannahöfn,
að danskur kafari hafi fyrir viku
síðan komið með part af kven-
mannskjól upp úr þýzkum kaf-
bát, sem sökkt var vorið 1945 af
brezkum flugvélum í Litlabelti,
milli eyjarinnar Fjóns og Jót-
lands.
Þessi fundur hefir undir eins
framkallað getgátur um það, að
kafbáturinn hafi haft nazistíska
flóttamenn frá Þýzkalandi innan
borðs, kannske jafnvel Hitler og
Evu Braun, og það séu máske
lifar af kjól hennar, sem kafar-
inn fann.
Það er auðvitað ekki talið ó-
hugsandi að einhver af áhöfn
kafbátsins hafi haft með sér
kvenmannskjól sem einhverja
endurminningu; en danskur
lögreglufulltrúi sagði: „Við tök-
um fundinn sem vott þess, að
kona hafi verið um borð í
kafbátnum.“
—Alþbl., 29. apríl
— DÁNARFREGN —
Sunnudaginn, þann 25. maí,
lézt Ármann skáld Björnsson
snögglega að heimili sínu,
2075—E. 43rd Ave., Vanc., B.C.,
kl. 2 e. h. Banamein hans var
hjartabilun. Hann lætur eftir
sig ekkju, tvær giftar dætur, og
son til heimilis hjá móður sinni.
Þessa mæta manns verður
minnst síðar.
Blöðin á Islandi, einkum
Norðanlandsblöðin, eru vinsam-
lega beðin að taka upp þessa
dánarfregn.
Sat ég undir Siggu litlu
Sat ég undir Siggu litlu
söng við hana og kvað
hélt um hennar mjóa mitti
minnisstætt er það;
yfir hennar ljósu lokka
lófa hrjúfum strauk,
unz að blíður svefn um síðir
Siggu hvörmum lauk.
Lagði ég hana hægt í hvílu
heyrði hve ’ún dró
andann rótt í álfheim drauma,
ennþá vanginn hló.
íLæddist ég frá henni hljóður
horn mitt settist í
aftur sá ég söngvareyfur
sól í gegnum ský.
P. GUÐMUNDSSON