Lögberg - 29.05.1952, Síða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 29. MAÍ, 1952
Þar sem stórborg rís fyrir
samstilt ótök fjöldans
ÞroskuS íónlist styður atvinnu-
lífið.
RAGNAR JÓNSSON segir írá
viðtökunum í Hamborg
1 vor er Tónlistarfélagið tutt-
ugu ára. „Postularnir tólf,“ sem
voru, eru nú reyndar ekki nema
ellefu, hafa haldið hópinn síðan
1932, rekið Tónlistarskólann og
annast um meginið af þeirri
opinberu tónlistarstarfsemi, sem
hér hefir verið rekin á þessum
árum.
I tilefni þessa afmælis brá for-
maður félagsins, Ragnar Jóns-
son, sér um daginn til Þýzka-
lands, ásamt framkvæmda-
stjóranum, Birni Jónssyni, og
réði hingað hljómsveit, tæplega
30 manna, er skipuð er því nær
eingöngu einleikurum. En þeir
eru úrval úr Philharmonisveit
Hamborgar. Eru þetta sömu
menn, er fara nú víða um lönd,
meðal annars taka þeir þátt í
hinni miklu hljómleikahátíð
Edinborgar í ágústmánuði í
sumar.
En þegar til mála kom að ráða
þessa hljómsveit til íslandsferð-
ar, kom í ljós að vegna hátíða-
haldanna í Edinborg, var það
allmiklum erfiðleikum bundið
að fá þessa listamenn hingað í
sumar. Því að ráða varð í þeirra
stað menn til að starfa í Phil-
harmoni-sveitinni þann tíma,
sem Islandsförin tekur. Og kaup
þessara staðgengla þurfti að
greiða í erlendum gjaldeyri.
Fyrir alveg sérstaka góðvild
frá hendi bæjarstjórnar Ham-
borgar og stjórnar Óperunnar
þar hlupu þessir aðilar undir
bagga og skiptu á milli sín þeim
útgjöldum, sem nema 60—70
þús. kr. til þess að hljómsveitar-
mennirnir gætu komizt í þessa
íslandsferð.
Þetta sagði Ragnar Jónsson,
framkvæmdastjóri, Morgunblað
inu í gær og bætti því við:
Músikalskir forráðamenn
Borgarstjórn Hamborgar er
greinilega í höndum manna, er
Kaupið Lögberg
skilja uppeldis- og menningar-
gildi tónlistarinnar og eiga í því
sammerkt við Reykjavíkurbæ.
í ferð minni til Hamborgar
hitti ég frábærlega vingjarnlegt
fólk og gestrisið, er með orðum
og gjörðum vildi greiða götu
mína á alla lund.
Það má heita hverfandi lítið,
sem við þurfum að greiða í er-
lendum gjaldeyri til þess að fá
þennan hóp erlendra hljómlist-
armanna hingað, en ferð þeirra
tekur alls um mánaðartíma.
Stjórnandi hljómsveitriannar,
Ernst Schönfelder, er ungur
maður E.n unnusta hans, á svip-
uðum aldri, ér listdansmær og
verður sennilega eina konan í
förinni.
Rágðert er að Schönfelder
stjórni hér þremur hljómleikum
fyrir styrktarfélaga Tónlistar-
félagsins í Reykjavík og Hafn-
arfirði, en síðan sameinast Ham-
borgarmenn Sinfóníuhljómsveit-
inni, er heldur tvo hljómleika
með þeim undir stjórn Olavs
Kielland.
Kostnaður við ferð Þjóðverj-
anna mun alls verða 170 þús. kr.
Það er áform okkar félaganna í
Tónlistarfélaginu að leita til
ýmsra fyrirtækja hér í bænum
til að styrkja þessa hljómleika-
för.
Ég geri ráð fyrir, að það takist
eins vel og á undanförnum ár-
um. Hefi ég þegar fengið loforð
ýmsra um fjárhagsaðstoð áður
en ég var kominn svo langt að
leita til þeirra.
Hljómlistin og aivinnulífið
Síðan barst talið að því hvern-
ig umhorfs væri í Hamborg og
skýrði Ragnar meðal annars svo
frá:
Þar er geysi mikið tónlistarlíf
og jafnan hvert sæti skipað við
alla hljómleika og í Óperu borg-
arinnar og leikhúsum. En yfir-
borgarstjórinn þar er jafnan
boðinn og búinn til þess að greiða
götu forystumanna allra og vel-
unnara hljómlistar.
Ég orðaði þetta eitt sinn við
kunningja minn, að það væri
mikið happ fyrir Hamborgar-
búa, að eiga svo músikalskan
borgarstjóra og fékk þetta svar:
Það væri óhugsandi fyrir okk-
ur, að hafa borgarstjóra, sem
hefði ekki fullan skilning á tón-;
list. Hljómlistin er ekki aðeins
einn merkasti þáttur skemtana-
og menningarlífsins, heldur og
beinlínis undirstaða hins vísinda
lega skipulagða atvinnulífs, því
hvergi fer saman eins og í hinni
fullkomnu sinfóníuhljómsveit
hinn hnitmiðaði agi, þar sem
allir þátttakendurnir leggja af
mörkum alla sína persónulegu
kunnáttu og gáfur.
Þjóðverjar, sagði Ragnar, gera
sér ljóst hvað hægt er að vinna,
þar sem samhugur einstakling-
anna nýtur sín til fulls. En það
sem skapar samhuginn er þeim
ómissandi liður í daglegu lífi
þeirra.
Allsherjar lisivinafélag
Ég hefi oft verið að velta því
fyrir mér, heldur Ragnar áfram,
að hér á íslandi þarf að lifa og
starfa eitt allsherjar listvina-
félag, sem markvisst vinnur að
því að leiðbeina fólki til að kom-
ast í innilegt samband við hina
lifandi list, hjálpa því til að
skilja hvers virði það er fyrir
hvern þann mann, sem vill lifa
menningarlífi og vill heita
menntaður maður, að hann geti
lifað í og andað að sér þeim á-
hrifum, sem eru runnin frá list
og listiðkun.
Hér eru allir með ósvikinn á-
huga fyrir líkamsrækt og hent-
ugu mataræði, en minna um
það skeytt hvað uppeldi getur
áorkað og hvert er hið andlega
fæði sem þjóðin nýtur.
Eitt var það, sem vakti at-
hygli mína, er til Þýzkalands
kom og eftirminnilegt verður
mér, en það er vinnugleðin, sem
ljómar af hverjum manni, er
gengur til strafa sinna. Áhuginn,
samhugurinn um að vinna að
endurreisn þjóðarinnar eftir
hina miklu martröð styrjaldar-
innar, enda eru framfarirnar í
Hamborg svo örar að hún tekur
á hverju ári ævintýralegum
stakkaskiptum.
Fyrir fáum árum voru stór
borgarhverfi í rúst og hálf-
grónir haugar hrundra húsa ein-
kenndu þennan fyrrum svo
reisulega bæ. En nú má heita,
að rústirnar séu að hverfa að
baki reisulegra stórbygginga.
Það eru átök mikil, sem þar
hafa verið gerð. En verkin hafa
líka verið unnin með einbeitni
og samhug. Vinnugleði Þjóð-
verjanna hefir á ótrúlega
skömmum tíma fleytt þeim yfir
torfærur og erfiðleika.
Koptinn verður samgöngutæki framtíðarinnar
Mbl. 18. apríl
^.rsþÍÞg
VelfeomnÍT.
2. 3. °« 4-1
4.
Svona mikið
rir svona lítið!
Minnist fyrri daga, olíulampanna, viðar-
stónna, þvottabalanna, strásópanna og margra
annara gamaldags muna, er notaðir voru við
heimilishald.
Berið þetta saman við rafljósin, rafelda-
vélarnar, kæliskápana, þvottavélarnar, ryk-
sugurnar og mörg önnur nýtízku rafáhöld,
sem prýða nútímaheimilin. Að þessu athug-
uðu, getið þér gengið úr skugga um, hve
mikið nútíminn á rafurmagninu að þakka —
fyrir aðeins nokkur cents á dag.
Cr, V'
Sýningarstofur: Portage og Kennedy
Skrifslofur: 55 Princess Street
KOPTINN hefir reynzt framúr-
skarandi vel í Kóreustyrjöldinni
og miklu betur en nokkur maður
hafði gert sér í hugarlund. Með
honum hafa hersveitir verið
fluttar til vígvallanna og komið
þangað óþreyttar, í stað þess að
áður komu þær oftast til víglín-
unnar dauðþreyttar af langri
göngu. Með honum hafa her-
sveitir og birgðir verið fluttar
upp á fell og tinda. Þeir hafa
bjargað særðum mönnum, flutt
vistir og hjúkrunargögn til af-
skekktra liðsveita og haldið uppi
eftirli^i og njósnum. Þeir hafa
orðið svo vinsælir, að það geng-
ur ævintýri næst.
En koptinn er líka nytsam-
legur til margra friðarstarfa.
Hann er hin bezta björgunar-
flugvél sem þekkist. Með hon-
um er hægt að vökva víðlenda
akra, dreifa yfir þá fræi og á-
burði. Hann er heppilegastur
allra flugvéla til þess að taka
myndir úr lofti og rannsaka ó-
kunna stigu. Hann er heppileg-
ur til þess að halcfa vörð um
skóga og berjast gegn eldi í
þeim. Hann er heppilegur til
strandvarna og til þess að flytja
póst. Og sumir spá því að innan
fárra ára verði hann helzta sam-
göngutækið.
Hugmyndin er gömul
Þótt telja verði að koptinn sé
nýjasta gerð flugvéla, þá er þó
langt síðan að hann var upp
fundinn. Menn segja, að á 13.
öld hafi Kínverjar búið til leik-
fang, sem var alveg eins og
koptinn. Annars er franski flug-
vélasmiðurinn, Louis Breguet,
talinn vera sá, er fann hann
upp. Árið 1907 smíðaði hann
kopta, sem gat hafið sig til flugs,
en hætti við hann vegna þess
hve illa gekk að stýra honum.
En árið 1909 tók ameríski flug-
vélasmiðurinn Igor I. Sikorski
"íið fást við smíði kopta og hon-
um er það mest að þakka hverj-
ar framfarir hafa síðan orðið á
smíði þessara samgöngutækja.
Talið er, að 1200 koptar hafi
þegar verið smíðaðir í Banda-
ríkjunum og nú vinna verk-
smiðjurnar eingöngu fyrir stjórn
ina — hún kaupir alla koptana
— svo að þeir eru ekki orðin al-
menningseign ennþá. En verk-
smiðjurnar eru nú að búa sig
undir fjöldaframleiðslu. Og svo
mikla trú hafa menn á þessu
farartæki, að flugfélagið Wigg-
ins Airways í Massachusetts
hefir lýst yfir því, að það ætli
algerlega að skipta um flugvélar
og fá sér kopta, undir eins og
tækifæri gefst. Koma koptarnir
þá algjörlega í staðinn fyrir
venjulegar flugvélar á öllum
þeim flugleiðum, sem þetta fé-
lag hefir, og jafnframt ætlar
það að færa út kvíarnar og
halda uppi samgöngum við New
York og nágrenni hennar.
Flytja fólk til flugvalla
En enda þótt koptarnir út-
rými ekki öðrum flugvélum til
fólksflutninga, þá geta þeir kom-
ið að góðu gagni við að flytja
farþega frá borgunum út til
flugvallanna. Mörgum mönnum
þykir, sem von er, leiðililegt að
eyða jafn löngum tíma í það að
komast út til flugvallanna, eins
og flugferðin sjálf stendur yfir.
En þetta getur komið fyrir í
stórborgum. Flugvellirnir eru
utan við borgirnar og víða þarf
langt að fara í bílum til þess að
komast út á flugvellina. Menn
sætta sig þó við þetta á meðan
ekki er. hægt að komast fljótar
yfir. En þegar koptarnir koma
til sögunnar, breytist þetta. Þá
verða gerðir lendingarstaðir
fyrir koptana inni í sjálfum
borgunum. Fyrsti slíkur lend-
ingarstaður hefir verið gerður
á þaki hafnarbyggingflrinnar í
miðri New York borg. Frá slík-
um lendingarstöðum verður
fólk svo flutt út á flugvellina
og það ferðalag tekur ekki nema
nokkrar mínútur. —
Kostir koptanna fram yfir
kosti venjulegra flugvéla, eru
margir og miklir. Koptarnir
geta sest og hafið sig til flugs
á örlitlum bletti, svo að ekki
þarf að gera óhemjudýra flug-
velli fyrir þá. Þeir geta flogið í
hvaða veðri sem er, svo að segja.
Þeir get flogið aftur á bak og
áfram og til hliðar, þeir geta
farið löng renniflug og þeir
geta staðið kyrrir í loftinu, þar
sem þeir eru komnir.
Ef loftárásir eru gerðar á
borgir, er ekki hægt að koma
bílum við. En koptarnir geta
komið til hjálpar hvar sem er.
Þeir geta samstundis flutt
lækna, hjúkrunarlið og hjúkr-
unargögn á sprengjustaðinn. —
Þetta hafa þeir sýnt í Kóreu, og
þess vegna eru þeir kallaðir
„englar“ þar.
Koptinn kemur í stað bíla
Á vetrum, þegar ófærð teppir
alla vegi, geta koptarnir komizt
hvert sem er og flutt vistir og
nauðsynjar. Þeir geta líka orðið
til þess að byggð rísi upp þar
sem nú er ónumið land og engar
samgöngur. — Landnemarnir
byggja þá hús sín með flötu
þaki og þar setjast koptarnir,
sem færa þeim allar lífsnauð-
synjar og póst og flytja þá sjálfa
fram og aftur.
Sennilegt er talið að innan
skamms verði koptarnir almenn-
ingseign og komi algjörlega í
stað bíla. Menn geta farið á
þeim hvert sem þeir vilja. Á
góðviðrisdögum geta þeir skropp
ið með alla fjölskylduna sína
upp til fjalla og fagurra staða,
þar sem engir vegir eru. Og þá
skipta vegalengdirnar ekki svo
miklu máli. Það væri til dæmis
hægðarleikur að skreppa héðan
frá Reykjavík austur að Hall-
ormsstað að morgni og koma
heim að kvöldi. Og það er ein-
hver munur að sitja í kopta eða
bíl. Þar er enginn hávaði, engir
hnykkir né óþægindi af vondum
vegum. Það fer jafn þægilega
6m menn eins og inni í stofu og
þreyta gerir ekki vart við sig.
En hætt er við, að þeir, sem færi
í bíl í einum áfanga austur að
Hallormsstað, væri orðnir
þreyttir og aðþrengdir þegar
þangað kemur.
Það er miklu auðveldara að
stjórna kopta heldur en öðrum
flugvélum. Allur útbúnaður
þeirra er miklu einfaldari. Það
er ekki meiri vandi að fara með
þá og stjórna þeim, heldur en
taka bílpróf, og^þó enn minni,
því að á einum degi geta menn
lært að fljúga kopta.
Við skulum hugsa okkur að
einhver fjölskyldufaðir hér í
Reykjavík eigi kopta. Einhver
sunnudag ákveður hann að
skreppa með fjölskylduna upp
að Hvítárvatni. Hann dregur
koptann upp úr geymsluskúrn-
um og fólkið sest í hann. Það
hefir með sér nesti til dagsins.
Húsbóndinn sest fram í og styð-
ur á hnapp og í sama bili fer
hin mikla loftskrúfa á stað. Það
heyrist ekkert í henni og hægt
og rólega lyftir hún koptanumi
frá jörð. Þegar þau eru komin
1200 fet í loft upp, hreyfir hann
stýrissveifina svo að koptinn
hallast ofurlítið fram á við, en
við það breytist ferðalagið svo
að nú fara þau ekki hærra held-
ur tekur koptinn nú á rás. Eftir
stutta stund er Reykjavík horfin
og eftir svo sem hálfrar stundar
flug eru þau komin upp að Hvít-
árvatni. Þá er stýrissveifinni
kippt til baka og vængjunum úr
sambandi við hreyfilinn. Stutta
stund er þá eins og koptinn
standi kyrr í lausu lofti, en svo
fer hann að síga og þá fer skrúf-
an sjálfkrafa á stað af loftþrýst-
ingnum, og þannig svífur kopt-
inn hægt og rólega til jarðar.
En nú spyrjið þið: Hvernig fer
ef hreyfillinn skyldi bila á miðri
leið? Það gerir ekkert til. Skrúf-
an losnar óðar sjálfkrafa úr sam-
bandi við hann og koptinn er
orðinn að svifflugu, sem stýra
má hvert sem maður vill. Snún-
ingur skrúfunnar hindrar það,
að koptinn geti hrapað. Og það
þarf ekki stóran sléttan blett til
þess að hægt sé að lenda.
Þegar koptarnib koma í stað
bíla, verða færri umferðarslysin,
því lítil hætta er á árekstrum
í lofti. Helzt væri hætta á því
að aðrar flugvélar kynni að rek-
ast á koptana, en þegar koptinn
er orðinn algengt farartæki
verður honum ætlað að fljúga í
ákveðinni hæð, en leiðir flug-
vélanna liggja þar fyrir ofan.
—Lesb. Mbl.
By
H. J. Malher, B.Se.,
Assistant Director,
Line Elevators Farm Service,
Winnipeg, Manitoba.
Sponsored by the following
companies: Federal, Pioneer,
Alberta Pacific, Canadian Con-
solidated, Paterson, McCabe,
Parrish & Heimbecker, Inter-
Ocean, Independent, Canada
West, Ellison Milling and
Quaker Oats.
WILD OATS IN '52
Despite new and efficient til-
lage machines and a variety of
selective weedkilling chemicals,
the Wild Oat continues to be
the most expensive weed in
Western Canada. The control of
wild oats, however, is not a lest
cause. This year, with Spring
arriving much earlier than
usual, presents farmers with a
golden opportunity to destroy
a large number of wild oats.
Eslablished Facis. Research
has established the following
important facts with respect to
the growth of wild oats. (1) At
maturity, the wild oat seed has
a strong dormancy. In other
words, it must after-ripen be-
fore it will germniate. (2) The
seed must be dried before its
dormancy can be broken. (3)
Wild oats germinate at low
temperatures. It has been found
that few seeds sprout at temp-
eratures above 50°F.
Conditions this Spring have
been ideal for drying and after-
ripening wild oat seeds present
on or near the surface of the
soil. Concequently, many of
these seeds, when buried by
cultivation, will grow almost
immediately. Most farmers,
therefore, are likely to get a
heavy growth of wild oats on
infested fields this Spring.
Key to Control. The key to
effective control lies in the fact
that wild oat seeds grow well
at low temperatures, and that
few germinate after the soil
temperature exceeds 50°F. In
many districts of Western Can-
ada a soil temperature of 50°F.
will be reached very early this
year. Consequently, farmers who
cultivate their infested fields
periodically until the soil
warms up to this temperature
will be able to kill a great many
wild oats. On the basis of past
field results, it is safe to predict
that crops which are seeded
after this time this Spring will
be almost free of wild oats in
1952. Yes, indeed, this year looks
like a good one in which to
“catch up to” a lot of wild oats.
Detailed information on wild
oat control is contained in our
newly-revised circular called
“Wild Oat Control by Cultural
Methods.” You can obtain a free
copy of this bulletin from the
local agent of the Line Elevator
Companies listed above.