Lögberg


Lögberg - 29.05.1952, Qupperneq 3

Lögberg - 29.05.1952, Qupperneq 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN, 29. MAÍ, 1952 3 Eftirtektarverð niðurstaða af rannsókn á óhrifum öldrykkju Því hefir oft verið neitað af ýmsum, að venjulegur sænskur pilsner í öðrum flokki hafi nokk- ur áhrif á mannslíkamann, en nú hefir Leonard Goldberg, dó- sent í Stokkhólmi, komizt að allt annarri niðurstöðu í rann- sóknum sínum þeim hinum miklu, er hann hefir gert fyrir milliþinganefnd þá, er starfað hefir árum saman í Svíþjóð í áfengismálum. Sú rannsókn hefir meðal annars leitt í ljós, að ekki meira magn en tvær eða þrjár flöskur af pilsner hef- ir áhrif til hins verra á mikil- væga starfsemi taugakerfisins og að mjög lágur þúsundhluti (promille) áfengisinnihalds í blóðinu getur dregið verulega úr færni manna að aka bifreið. Rannsóknirnar voru gerðar í lyfjafræðideild læknaháskólans í Stokkhólmi (Karolinska Insti- tutet) árin 1946—1949, og var þar um að ræða bæði tilraunir í rannsóknarstofu og verklegar tilraunir. I rannsóknum í efna- rannsóknarstofunni voru sam- tals 37 menn látnir drekka mis- munandi magn af öli, tvær til ellefu flöskur með mismunandi áfengismagni (alkoholinnihaldi). Fimm aðferðir voru notaðar til að mæla áhrifin. Af þessum mönnum voru 14 hófdrykkju- menn, en 23 mjög vanir áfengis- neyzlu, flestir ofdrykkjumenn. Sumar tilraunirnar voru gerðar að morgni dags, áður en hlutað- eigendur höfðu smakkað mat, en aðrar eftir að þeir höfðu borðað. Ennfremur var samanburður gerður á öli og hreinum vínanda. í verklegum tilraunum við bif- reiða-akstur á sérstaklega merktri braut tóku þátt 37 menn aðrir, allir vanir kennarar í bif- reiða-akstri. Verklegar tilraunir í Morse-sendingum (simritun) voru einnig gerðar. Tóku þátt í þeim 22 Morse-sendinga-menn (símritarar) úr hernum. Pilsnerhættan Niðurstöður þessara yfirgrips- miklu rannsókna sýndu m. a., að starfshæfni hófdrykkju- manna minnkar um 30—40%, þegar þeir hafa drukkið þrjár og hálfa flösku af öli með 2,6% á- fengismagni (alkohol-innihaldi), en það er venjulegur pilsner í öðrum flokki. Mesta alkohol- innihald blóðsins er þá 0.48 pro mille. Sama magn af öli 1.9% sterku (er gert var sérstaklega til þessara tilrauna) minnkar starfshæfnina um 10—30% og alkohol-innihaldið í blóðinu verður þá mest 0.37 pro mille. Sama magn af 3,2% sterku öli (blandað saman öðrum og þriðja flokki) minnkar starfshæfnina um 50—60% og alkohol-inni- haldið í blóðinu eykst þá í 0.66 pro mille, en hjá þaulvönum drykkjumönnum minnkar starfs- hæfnin um 30%. Maður, sem er óvanur áfengis neyzlu, getur ekki drukkið mik- ið magn af áfengi nema honum sé þröngvað til þess. Að því er varðar öl, er neyzlumarkið nokkrar flöskur, ef tíminn til reynslunnar er takmarkaður við 30—40 mínútur. Ef neyzlan fer fram úr þessu takmarki, verður hlutaðeigandi venjulega lasinn og selur upp, en þessu veldur krampi í magaopinu, minnkandi blóðþrýstingur og fleira. Vanir drykkjumenn drukku við þessar tilraunir á sama tíma allt að því 11 flöskur án þess að verða flökurt eða á þeim sæist önnur einkenni vanlíðunar. Pilsner- drykkjumenn geta drukkið 40— 50 flöskur á dag eða meira. Einn þeirra hældi sér af því að hafa drukkið 96 flöskur á einum degi. Af tilraununum í bifreiða- akstri dregur Goldberg m. a. þá ályktun, að maltdrykkir, sem nema 3—4 flöskum af 3,2% öli, eða brennd vín, sem nema 10— 13 sentilítrum af brennivíni, minnka hæfni æfðs bílstjóra að aka bifreiö um hér um bil 25— 30% og er þá áfengismagnið í blóðinu 0,4 —0,6 pro mille. Þessi áhirf koma greinilega í ljós og verða aðgreind frá þeim, sem þreyta veldur og æfingar, þegar borið er saman við hóp bifreiðastjóra, sem látnir eru leysa af hendi sömu prófraunir án þess að hafa bragðað áfengi. Áfengismagnið í blóðinu ræð- ur úrslitum um stig áfengisáhrif- anna. Neðri mörk áfengisáhrifa við bifreiðaakstur eru að meðal- tali um 0,35—0,40 pro mille. En þetta alkohol-innihald verður að jafnaði í blóðinu, þegar mað- urinn hefir drukkið þrjár flösk- ur af 3,2% öli eða um það bil fjórar flöskur af öli í öðrum flokki, það er 2,6% öli, eða þegar maðurinn hefir drukkið 7,5—10 sentilítra af brennivíni. Þegar' illa stendur á og líkaminn tekur mjög fljótt við vínandanum, get- ur enn minna áfengismagn minnkað starfshæfni. Annars verður minna alkohol 1 blóðinu og áhrifin minni af öli en af sama magni áfengis í brennd- um vínum. Vínandinn hverfur skjótast úr líkamanum, þegar hans hefir verið neytt í öli, en seinast, þeg- ar hans er neytt í brenndu víni. 1 þessu felst skýringin á því, að bjórþambarar geta hellt í sig slíkum kynstrum af öli á stuttri stundu. Áhrif af 0,2 pro mille Um lágmarkið, sem áfengis- magnið í blóðinu þarf að ná til þess að áhrifa gæti, hefir áður verið sannað að þetta hlutfall getur verið mismunandi hjá ein- staklingum innan ákveðinna takmarka og að það hækkar eft- ir því sem maðurinn er vanari neyzlu áfengis. Hjá hófdrykkju- mönnum mun lágmarkið við til- teknar tilraunir í rannsóknar- stofum vera 0,2—0,4 pro mille. Ef þetta er umreiknað í áfengis- neyzlu, samsvarar það 2—4 flöskum af 1,9% , 1,6—3,2 flösk- um af 2,6% öli. Þessar tölur tákna þá minnsta magn öls með mismunandi áfengisinnihaldi, sem hófdrykkjumaður þarf að neyta til þess að áfengisáhrifa gæti hjá honum. Tvær ílöskur af öli Mikilsverð starfsemi í tauga- kerfinu tekur að bila hjá hóf- drykkjumönnum, er þeir hafa drukkið 2—3 flöskur af 2,6—3,2% öli. Þessar niðurstöður af athug- unum í rannsóknarstofunni koma heim við verklegu tilraun- irnar. Við bifreiða-akstur teljast mörk þess að áhrifa taki að gæta til hins verra um 0,35—0,45 pro mille. Raunveruleg áfengis- neyzla var í þessu tilfelli 3—4 flöskur af 3,2% öli. Við símnjtun eru mörkin um 0,20—0,25 pro mille. í báðum þessum tilfellum voru mennirnir, sem tilraunirn- ar voru gerðar á, vanir hóflegri neyzlu áfengis. (Þýtt úr ,,Reformation“) ☆ Ofanrituð grein sýnir, hve lít- inn skammt af áfengum drykk þarf til þess að trufla þann við- námsþrótt og starfshæfni, sem hverjum manni, sem stjórnar vélknúnu tæki, er svo ómissandi. Karolinska Institutet er trygg- ing fyrir því, að rannsóknum þeim, er hér um ræðir, megi treysta. Nafn Goldbergs dósents er að góðu kunnugt meðal allra þeirra, er kynnst hafa rannsókn- um hans. Það er nú svo komið, að jafnvel áfengisdýrkendur eru áhugasamir að tryggja sig og aðra gegn þeim hættum, er stafa af þeim ökuþórum og flugstjór- um, sem eru undir áhrifum á- fengis við stýrið. Sannleikurinn er sá, að áfengir drykkir til neyzlu eru ósamrýmanlegir þeirri vélaöld, sem vér nú lifum á, nema oss sé öldungis sama um allt. Þú, sem prédikar hóf- drykkju, viltu hafa „hófdrukk- inn“ ökumann við stjórn í bif- reiðinni, sem þú ekur í? Þú, sem ert áfengisdýrkandi, viltu hafa „hófdrukkinn“ flugstjóra í flug- vélinni, sem þú ert í? — Svona getum vér haldið áfram. Viltu hafa hófdrukkinn eða sæt- kenndan formann í bátnum, sem þú hefir fengið far með? Viltu láta „kenndan“ kennara sitja í kennslustofu og kenna börnum þínum? Viltu láta drukkinn lyf- sala eða lyfjafræðing taka til meðul handa þér? — Niðurstað- an af þessu öllu saman er bind- indisstefnunni alveg í vil. Rannsókn Goldbergs dósents leiðir í ljós, að því aðeins er ör- yggi fyrir hendi, að ökumaður- inn eða annar, sem á að leysa af hendi -eitthvað vandaverk, sé alger bindindismaður. Hér duga ekki kenningarnar um hóf- drykkju. Það verður jafnvel hver áfengisdýrkandi að viður- keniia, ef hann vill ekki gera sjálfan sig að flóni. Eina við- unanlega lausnin á áfengis- vandamálinu er algert bindindi um áfenga drykki. En þeir, sem sí og æ hampa vínglösum, ágæta áfenga drykki og heimta, að þeir séu sem víð- ast á boðstólum, bera ekki sízi ábyrgð á slysunum, sem hljótast af áfengisnautn. Það er áríðandi, að skólarnir séu hér vel á verði og brýni fyr- ir ungmennum þá hættu, er með svo mörgu móti stafar af áfengis nautn. Einmitt niðurstöður Gold bergs dósents eru vel fallnar til að vekja athygli unglinga á áfengishættunni. — Skólarnir mega ekki bregðast skyldu sinni á þessum vettvangi. Ef þeir bregðast, er framtíðin á valdi drykkjudrabbsins. Það er al- vörumálið mikla. B. T. —Mbl. 25. apríl Gróðurhúsm á öllu landinu eru alls tæpir 7.3 hektarar Ávextir fluitir inn fyrir 8.7 milljónir í fyrra — samlals 3313 tonn Gróðurhús á Islandi munu nú vera um 72.850 fer- metrar eða tæpir 7.3 hektar- ar, samkvæmt upplýsingum í Garðyrkjuritinu, sem ný- lega er út komið. Byggð gróðurhús á árinu 1951 nema um 2.190 fermetrum samtals. Gróðurhúsin, sem byggð voru í fyrra eru á þessum stöðum: Hveragerði 850 fermetra, Stóra- fljóti í Biskupstungum 540 fer- metrar, Reykjahlíð í Mosfells- sveit 300 fermetrar, hjá Jóni Magnússyni Mosfellssveit um 300 fermetrar og Helgavatni Þverárhlíð í Borgarfirði 200 fer- metrar. Garðyrkjuritið skýrir enn- fremur frá því, að fluttir hafi verið inn ávextir á árinu, sem leið, fyrir 8,7 milljónir króna, en verðmæti innlands káls, gul- róta, gúrkna og tómata er tæp- • lega þrjár milljónir króna. Inn- fluttu ávextirnir voru þessir: Apelsínur 2520% tonn, epli 570 tonn, sítrónur 158 tonn, vínber 66 tonn, perur 64 % tonn, melón- ur 30 tonn, plómur 3 tonn, grape fruit 1.3 tonn og týtuber 0.3 tonn eða 3313% tonn samtals. Inn- flutt grænmeti á árinu var: 110 tonn af hvítkáil, 18 tonn af rauð- káli, 30 tonn af rauðrófum og 19 % tonn af gulrótum. MININNG ARORÐ: Hólmfríður Sfefdnsdóttir Gíslason Hún var fædd að Urðarseli I Þistilfirði 15. marz 1870. For- eldrar hennar voru þau hjónin Stefán Kristjánsson og Guðrún Jónsdóttir; er mér ókunnugt um ævisögu Hólmfríðar á Is- landi. Átján ára fluttist hún vestur um haf og settist að í Winnipeg. Gekk hún þar í vist- ir þar til hún fór til frænku sinnar, Kristbjargar, og manns hennar, Jóns Eymundssonar, sem bjuggu í grend við Pembina í Norður Dakota. Þar kyntist hún Þorsteini Gíslasyni og gift- ist honum; voru þau gefin sam- an í Winnipeg þann 26. júlí ár- ið 1900. Áttu þau heima við Pembina þar til þau fóru til Gerald í Saskatchewan og hófu þar búskap. Árið 1914 misti Hólmfríður mann sinn, en hélt áfram að búa ásamt einkasyni þeirra hjóna, Gísla Stefáni, nú til heimilis að Lundar, Man. Gísli er fæddur þann 4. marz 1903. Árið 1936 var búi brugðið. Hélt Hólmfríð- ur til á ýmsum stöðum: var um tíma hjá Ólafíu og Guðmundi Isberg við Vogar, sem voru þá bæði lifandi; Guðmundur er lát- inn fyrir nokkrum árum. Líka var hún til helmilis í Winni- peg, Mozart, Wynyard, Lundar og víðar. Árið 1950 sótti Hólmfríður um inngöngu á Elliheimilið Betel á Gimli, Man. Þar andaðist hún þann 25. marz 1952. Jarðneskar leifar hennar voru jarðsettar, eftir eigin ósk hennar, í Valla- grafreit í grend við Gerald, Sask. Þar hvílist hún við hlið manns síns og fleiri ástmenna. „Hold í jörðu hægt lát blunda, helgra svo það bíði funda.“ Við, sem bárum gæfu til að kynnast Hólmfríði sálugu, finn- um til þess að það er ekki vanda- laust að lýsa skapgerð hennar eins og þyrfti að vera. Hygg ég þó, að kveðjuorðin, sem hún bar fram við Mrs. Tallman, forstöðu- konu á Betel, sýni að nokkru innræti hennar: Hólmfríður S. Gíslason „Guð blessi Betel og vinina þar.“ Orð þessi voru með því síðasta, sem henni varð að orði. Á Betel ávann Hólmfríður sér hylli-og virðingu allra. Er mér falið að votta þakklæti þeim öll- um, sem veittu henni hjúkrun og hlýleik. Iðulega næddi um Hólmfríði kaldur reynslu-svali á hinni löngu og viðburðaríku ævi, en aldrei heyrðist hún mæla æðru- orð eða kvarta yfir kjörum sínum: Mjög var hún grandvör í tali um aðra; var henni miklu ljúfara að leggja gott til manna og málefna. Hún var að eðlis- fari greind; hafði unun af að lesa nytsamar bækur, og las til fullra nota og fræðslu; ekki lét hún mikið yfir þekkingu sinni, en var skýrleg og alúðleg 1 tali. Trúin var henni vonarvölur, sem hún studdist við í blíðu og stríðu og hafði skapandi áhrif á alt hennar líf. Nú ríkir leyndardómsfull og heilög kyrð við dánarbeð Hólm- fríðar; sætt er komin á með lífi og dauða, hvíld er hlotin, friður er fenginn, sigur er unninn í honum og fyrir hann, sem sagði: „Þegar ég er farinn burt, og hefi búið yður stað, kem ég aftur og mun taka yður til mín, til þess að þér séuð þar sem ég er.“ —s. s. c. Business and Professional Cards i PHONE 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SXJITE 6—652 HOME ST. VlStalatfmi 3—5 eftir hádepri S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smiih Si. Winnipeg PHONE 924 624 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot. vega peuingalán og eldsábyrgð, bifreiðaábyrgð o. s. frv. Phone 927 538 Phone 21 101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDS0N Asphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attendeð To 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. SARGENT TAXI PHONE 204 845 PHONE 722 401 FOR QUICK. RELIABLE SERVICE GIMLI FUNERAL HOME 51 First Avenue Ný útfararstofa með þeim full- komnasta útbunaði, sem völ er á, annast virðulega um útfarir, selur Hkkistur, minnisvarða og legsteina. Alan Couch, Funeral Director Phone—Business 32 Residence 59 DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selklrk, Man. Office Hours 2.30 - 6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230 DR. A. V. JOHNSON Dentist 50G SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephonpe 202 398 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœövngar 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Phone 928 291 DR. ROBERT BLACK Sérfrœöingur i augna, eyma, nef og hdlssjúkdömum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusfmi 923 815 Heimasími 403 794 1 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAQE, Managing Dlrecter Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917 Comfortex the new sensation for the modern girl and woman. Call Lilly Malthews. 310 Power Bldg., Ph. 927 880 or evenings, 38 711. Office Phone Res. Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 pjn. - 6 p.m. and by appointment. GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Mettino 58 VICTORIA ST. WINNIPEG Phone 928 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage wtll be appredated A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur lfkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. StofnaO 1894 Sími 27 324 Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. Phone 23 996 700 Notre Dame Ave. Opposite Matemity Favillion, General Hospital. Nell’s Flower Shop Wedding Bouquets, Cut Flowers, Funeral Designs, Corsages, Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 27 482 Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary's and Vaughan, Wlnnlpeg PHONE 926 441 Offlce 933 587 Res. 444 389 THORARINSON & APPLEBY BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Main Street WINNIPEG CANADA PHONE 927 025 H. J. H. Palmason, C.A. H. J. PALMASON & CO. Chartered Aecoontanta 505 Confederation Llfe Bldg. WTNNIPEG MANTTOBA SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita frá að rjúka út með reyknum.—Skrifið, slmið til KELLT SVEINSSON 625 Wall Street Winnipeg Just North of Portage Ave. Símar: 33 744 — 34 431 PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barrislers - Solicitors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Krlstjanason 54M Canadlan Bank of Commeree Chambers Wtnnlpeg, Man. Phone W3M1 DR. H. W. TWEED Tannlœknir 508 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. Phone 926 952 WINNTPEG G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT BLK, Slmi 925 227 Creators of Distinctive Pringting Columbia Press Ltd. 695 Sargent Ave.. Winnipeg Phone 21804 Bullmore Funeral Home Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.