Lögberg - 29.05.1952, Síða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 29. MAÍ, 1952
Lögberg
GefiC út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáskrift ritstjórans:
EDITÓR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN.
PHONE 21 804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið — Borgist fynrfram
The "Lögberg" is printed and published by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Fylkjum einhuga Siði
í öndverðum næsta mánuði verður háð hér í borg-
inni ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi
hið þrítugasta og þriðja í röð, og er þetta í fyrsta
skiptið sem þing félagsms hefir verið að sumarlagi;
vonandi er að akneytakaup dragi livorki úr aðsókn að
fundum félagsins, né heldur að erindrekar þurfi að
leggja lykkju á leið sína vegna snjóskafla, en slíkt hafði
klingt í eyra á nokkrum þingum hinna síðustu ára.
Telja má víst, að miklu fremur verði það hugarfar en
veðurfar, er rnestu ræður um velfarnan þjóðræknis-
félagsins og áhrifaöfl þess í framtíðinni.
Hér verður engin tilraun til þess gerð, að rekja
sögu þjóðræknisfélagsins; því fylgdu úr hlaði ýmist
hollspár eða helspár; tilgangur félagsins var það ljós-
lega skilgreindur í félagslögunum, að lítil ástæða sýnd-
ist til áttavillna, hvað þá heldur að menn þyrftu að
tapa áttunum alveg; þó er ekki örgrant um að slíkt hafi
að minsta kosti í ýmissum tilfellum hent, hverjar svo
sem orsakirnar eru.
Það er of seint að iðrast eftir dauðann og það er
heldur engan veginn aðdáunarvert að verða þess var,
að svo hafi milliþinga svefnværðin fallið í frjóvan akur,
að fólk sé naumast búið að þurka stýrurnar úr augun-
um, er á þing kemur.
Á vettvangi viðskipta og iðju þykir það holt og í
rauninni alveg sjálfsagt, að tekin sé niðurjöfnun, er
leiði í ljós hvernig ástatt sé um afkomuna, hvað hafi
græðst eða hvað kynni að hafa tapast; þessi gullna
regla ætti engu síður að ná til hinnar andlegu hliðar
menningarmálanna, því einmitt þar er hennar eigi
síður þörf.
Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?
Ekki verður um það deilt, að þjóðræknisfélagið
hafi mörgu góðu til vegar komið, er að öðrum kosti
myndi hafa verið ógert; það hefir frá upphafi vega
sinna haft á stefnuskrá sinni og veitt lið, hugmyndinni
um stofnun kenslustóls í íslenzkum fræðum við Mani-
tobaháskólann, það hefir haldið úti vönduðu tímariti,
og það beitti sér fyrir um langt skeið við góðum ár-
angri kenslu í íslenzkri tungu meðal barna hér í borg-
inni, og naut við slíkt starf forustu æfðra og ágætra
kennara; nú er þetta mikilvæga þjóðræknismál komið
í kalda kol. Laugardagsskólinn í Winnipeg man sinn fífil
fegri, er Ásmundur P. Jóhannsson var upp á sitt bezta,
og fór eigi aðeins í fyrstu leitir, heldur jafnvel í eftir-
leitir hér í bænum og smalaði íslenzkum börnum í
Laugardagsskólann, sótti þau tíðum sjálfur og ók mörg-
um þeirra heim í bíl sínum ef ilt var í veðri og þung-
fært um götur bæjarins; þessi maður, að eigi séu fleiri
tilnefndir, sannaði í verki ást sína við íslenzka tungu
með því að vilja nokkuð á sig leggja henni til vegs og
langlífis í þessu landi. Hvað ætli þeir séu margir nú,
jafnvel úr hópi sjálfra fyrirliðanna, og hvað er um þeirra
heimilisfahg, er eitthvað hliðstætt þessu vildu á sig
leggja íslenzku kenslunni til viðreisnar hér í bænum?
Þó er það engum vafa bundið, að áminsta kenslu þarf
að endurvekja með haustinu þótt kosta muni nokkura
fyrirhöfn; nokkru betur hefir tekist til upp á síðkastið
um íslenzkukensluna utan Winnipegborgar, svo sem á
Gimli og skyldi slíkt að makleikum metið.
Þjóðræknisfélagið hefir int af hendi notadrjúgt
starf varðandi kynningarstarfsemina við ísland; það
hefir tekið drengilega á móti mörgum góðum gestum
af Fróni, er annars hefðu átt þess lítinn kost, að kynn-
ast ættbræðrum sínum á vestrænum slóðum; þetta er
alt þakkarvert og horfir í rétta átt.
En hvað er uqi útbreiðslu þjóðræknisfélagsins og
hvað hefir framkvæmdarnefndin á sig lagt varðandi
öflun nýrra félaga? Þessari spurningu verður væntan-
lega afdráttarlaust svarað á þinginu. Og hvernig er svo
hag déilda þjóðræknisfélagsins háttað? Þess hefir orð-
ið vart, að blóð stigi ónotalega einum og öðrum til
höfuðs sé á þetta minst, sem þó var ekki unt að láta
liggja í þagnargildi. Hvað er um deildir félagsins í River-
ton og Mikley? Eru þær enn við líði, eða hafa þær safn-
ast til feðra sinna? Spurningar sem þessar verða eigi
umflúnar hvort sem einum fellur betur eða ver.
Tímarnir breytast og mennirnir með; við allar nýjar
breytingar skapast ný viðhorf, er krefjast þess að þau
séu tekin föstum tökum fyrirhyggju og raunsæis; þeir
einstaklingar og þær félagsstofnanir, er sætta sig við
öfugþróun í stað lífrænnar og markvissrar framþróun-
ar, daga uppi og verða að nátttröllum; slík mega ekki
verða örlög þjóðræknisfélagsins og verða heldur ekki,
geri það að kjörorði sínu þrotlaust vökustarf og búi
sig undir lífið.
Innan vébanda þjóðræknisfélagsins þarf jafnan að
vera hátt til lofts og vítt til veggja, þannig, að í þjóð-
ræknislegum skilningi geti þar rúmast allir, allir! Geti
það ekki víkkað landnám sitt á íslenzku svo sem vera
ber verður það líka að taka enskuna í þjónustu sína
og nema með því á brott fjarlægðir milli fólks af ís-
lenzkum ættum, sem með öðrum hætti verða eigi lagð-
ar undir sig; þó þarf sérhvert skref að vera stigiö með
það höfuðmarkmið fyrir augum, að vernda íslenzkuna
sem lifandi mál vegna eðlislögmáls hennar og innra gild-
ís; við eigum að hætta að tala um andlát íslenzkunnar í
Uppreisn franskra listamanna
gegn kommúnismanum
Picasso
og Maiisse
sovéilisi
gagnryna
Eftirfarandi grein, sem þýdd
er úr danka blaðinu Nation-
altidende, fjallar um hina
eftirtektarverðu uppreisn
nokkurra málara Frakk-
lands gegn tilraun þar-
lendra kommúnista til að
fjötra list þeirra samkvæmt
sovézkri fyrirmynd.
PARÍS — 1 Frakklandi hefir
komið upp athyglisverð bylting
nokkurra heimsfrægra lista-
manna, sem allt til þessa hafa
fylgt kommúnismanum að mál-
um, en virðast nú í þann veginn
að segja skilið við hann.
Líklegt þykir, að hinum heims
fræga málara, Pablo Picasso, á-
samt hinum kunna vísinda-
manni, prófessor Jolioi-Curie,
sem allt til þessa hefir verið for-
vígismaður friðardúfuáróðurs
kommúnista, verði vikið úr
flokknum fyrir uppreisn þeirra.
Aðdragandi alls þessa var sá,
að eitt af kommúnistablöðum
Parísar „Lettres Francaises“
endurprentaði í einu af síðustu
tölublöðum sínum rússneskt
málverk, er nefnist „Stjórnar-
fundur í sovét-rússneska vísinda
akademíunni.“
Mynd þessi mun vera máluð
upp á há-sovétiskan máta og í
mjög realistiskum stíl, sem
keppir nánast við ljósmyndavél-
ina, en gefur listamanninum
nær ekkert tækifæri til sjálf-
stæðrar listsköpunar.
Skömmu eftir að blaðið kom
út hitti ritstjóri þess, sem er
franski rithöfundurinn Aragon,
fimm franska málara á kaffi-
húsi einu og réðust þeir þar að
honum og kváðu málverkið
vera gjörsneytt allri list, og væri
ekki þess virði að það yrði hengt
upp á vegg á nokkru listasafni
í álfunni.
Aragon, sem var flokknum
fylgispakari en listamennirnir
fimm, tók þessu mjög illa og
sneri sér þegar í stað til aðal-
ritaara flokksins í París og bað
hann að kalla saman fund komm
únistiskra listamanna og list-
gagnrýnenda til þess að ræða
málið og ákveða hvað skyldi
talin sönn, kommúnistisk list.
Fundurinn var þegar í stað á-
kveðinn þann 23. apríl s.l. og
skyldi hann haldinn undir leið-
sögn Laurent Casanova, sem er
sérfræðingur franska kommún-
istaflokksins " í svonefndum
„marxistiskum rétttrúnaði“ og
einn af sterkustu mönnum
franskra kommúnista.
Frönsku meisiararnir
Listamennirnir, sem ollu upp-
haflega þessari deilu, eru vissu-
lega kommúnistar, en þeir vilja
engu að síður fá að stunda list
sína í friði og óáreittir fyrir
skipunum og fyrirmælum frá
flokksleiðtogunum, bæði í heima
landi sínu og Sovétríkjunum,
um það hvérnig þeir eigi að
mála, hvaða viðfangsefni þeir
eigi að velja sér, hvaða skóla
þeir eigi að fylgja og hvað sé hin
eina og sanna list.
Þeir hafa ekki viljað lúta að
slíku og hafa því bundizt sam-
tökum gegn hreinni flokkslínu í
málaralistinni.
Uppreisarforinginn er talinn
vera hinnn þekkti málari,
Pignon, og einnig listgagnrýn-
andinn kunni Besson.
Þeim fylgir síðan hópur hinna
stóru, hinir víðkunnustu málar-
ar landsins svo sem Fernand
Légér, Henri Malisse og síðast
en ekki sízt guðfaðir og skapari
Friðardúfunnar, Picasso.
Margir þessara frönsku lista-
manna eru nú orðnir fjörgamlir
menn, og hafa málað allan sinn
aldur á þann veg einn, sem and-
inn hefir þeim 1 brjóst blásið.
Nú hefir rekið að því, að komm-
únistaflokkurinn hefir gripið
fram fyrir hendur þeirra í list-
sköpun þeirra, sem allur heim-
urinn hefir dáð þá, fyrir um
langt skeið.
Þeir eiga ekki lengur að fylgja
anda sínum og innblæstri, þeir
piga ekki lengur að túlka nátt-
úruna, á sinn sérstæða, mynd-
ræna hátt, heldur skulu þeir að-
hyllast hina sovét-rússnesku
stefnu í málaralist, sem er al-
gjör náttúrustæling, öfgafullur
realismi og reynir hvað mest að
líkja nákvæmast eftir því, sem
málað er.
Gegn slíkri nauðgun listarinn-
ar hafa hinir frönsku meistarar
risið og þverneitað að láta fjötra
snilld sína og listræna hæfileika
flokknum einum til framdráttar.
Því hefir þessi „uppreisn“
þeirra vakið feiki athygli um
allan hinn menntaða heim, og
endalok hennar munu sýna fram
á hvort kommúnistum tekst að
fjötra málaralistina í sjálfri há-
borg hennar, París.
—Mbl. 30. apríl
Nýjung í stjörnufræði, sem kalla
mætti útgeislunarfræði
Það eru nú rúm 30 ár síðan
að viðvaningar, sem voru að
fást við stuttbylgjusendingar
skýrðu frá því hvað eftir annað
að þeir hefðu orðið varir við
skeyti utan úr geimnum og það
væri eins og þessar sendingar
væru miklu stöðugri en aðrar.
Svo liðu nokkur ár, að menn
urðu ekkert fróðari um það
hvers konar skeyti hér væri um
að ræða né hvaðan þau kæmu.
En svo var það árið 1932, að
maður nokkur, Jansky að nafni,
sem vann að rannsóknum hjá
Bell-símafélaginu í Ameríku,
gerði merkilega uppgötvun við-
víkjandi þessum skeytum. Hann
komst að því að þrumuveður
höfðu engin áhrif á þau og að
þau voru sterkust á vissum tíma
sólarhringsins.
Með þessu þótti sýnt að skeyt-
in ættu ekki upptök sín hér á
jörð og nokkru seinna þóttist
Sir Edward Appleton hafa fund-
ið, að sum þessi skeyti mundu
koma frá sólinni. Árið 1940
komust menn svo að því að
skeyti þessi komu úr öllum átt-
um og allt benti til þess að þau
kæmu frá ótal stöðum úti í
geimnum.
Það var dr. A. C. Lowell við
háskólann í Manchester, sem
réði þessa gátu að lokum. Hann
sýndi fram á að þessar útvarps-
bylgjur hegðuðu sér mjög líkt
og ljósbylgjur frá stjörnunum,
en þær kæmu frá þeim stöðum
í geimnum þar sem engar stjörn-
ur væru sýnilegar. Síðan hefir
hann smám saman fært út þekk-
inguna á þessu og hann hefir nú
sannað að slík skeyti og mjög
öflug, koma að staðaldri frá
því heimshverfi, er nefnt er
Varnarsamningurinn við
Bandaríkin ársgamall í gær
Ráðgert að varnarliðið fái nú
svæði lil afnota í Hvalfirði og
við Reykjavík
Ár var liðið í gær síðan ríkis-
stjórn íslands gerði varnar-
samninginn við Bandaríkja
stjórn, innan ramma Atlants-
hafsbandalagsins; og á morg
un er liðið ár síðan fyrsta
sveit varnarliðsins kom til
landsins.
Síðan varnarliðið kom hingað
hafa glæðzt vonir manna um
það, að hægt verði að afstýra
styrjöld með öflugum vörnum
lýðræðisríkjanna, og dvöl varn-
arliðsins hér er þáttur í þeirri
viðleitni. En það fylgja því ýmsir
agnúar að hafa erlendan her
með svo fámennri þjóð sem ís-
lendingar eru. Reyna andstæð-
ingar landvarnanna, þeir, sem
vilja hafa landið varnarlaust og
opið fyrir árás einræðisins,
stöðugt að ala á þeim agnúum
til þess að gera málstað lýðræðis
þjóðanna óvinsælan í landinu.
En þjóðin hefir samt sýnt þá
háttvísi, sem dugað hefir til
þess að ekki hefir komið til
neinna vandræða, og stjórn
varnarliðsins hefir haft nána
samvinnu við íslenzk stjórnar-
völd um að fyrirbyggja árekstra
og viðhalda góðri sambúð með
þjóðinni og liðinu. Hefir hún
sýnt glöggan skilning á viðhorf-
þessari álfu og kistulagningu hennar; íslenzkan lifir
eins lengi og við viljum að hún lifi; það er hið mikla
markmið okkar, sem af íslenzku bergi erum brotin, að
búa svo um hnúta, að á þessum slóðum verði í aldir
fram við líði á vestrænum slóðum harðsnúin fylking
manna og kvenna, er gerskilji íslenzkar bókmentir og
mæli á íslenzka tungu; ekkert minna en það getum við
sætt okkur við.
Glatið ekki göfgi málsins,
góðar konur, vaskir menn;
þó að liggi leið á brattann
langt er fram til nætur enn.
Hittumst heil á þjóðræknisþingi og fylkjum ein-
huga liði!
um þjóðarinnar í þessum efnum.
Aðalbækistöðvar hershöfð-
ingjans eru á Keflavíkurflug-
velli og yfirstjórn hervarnar-
svæðisins. Bera aðalbækistöðv-
arnar heildarábyrgð á. vörnum
landsins og fara með yfirstjórn
annarra samningssvæða, sem í
té verða látin.
Ný saminngssvæði
í ráði er nú, að varnarliðið fái
til afnota svæði hjá olíutönkun-
um í Hvalfirði og þar verði haft
lið, komið verði upp radarstöðv-
um á ýmsum stöðum og einnig
að það fái svæði til afnota í
grennd við Reykjavík.
Þá mun varnarliðið kynna sér
í samráði við stjórnarvöld lands-
ins ýmsa staði, sem taldir eru
hafa hernaðarlega þýðingu. í
sambandi við þetta hafa aðstæð-
ur til flugvallar- og hafnargerð-
ar verið rannsakaðar í Rangár-
vallasýslu. Þykir rétt og nauð-
synlegt að gera slíkar rannsókn-
ir, þótt ekki verði ráðizt í fram-
kvæmdir, nema því aðeins, að
ríkisstjórnin telji þær nauðsyn-
legar til að efla varnir landsins
og þar með öryggi þess.
—Alþbl., 6. maí
Andromeda-þokan, en þangað
eru um 750.000 ljósára héðan frá
jörðinni.
Tilraunir Lowells hafa sannað
það, að skeyti þessi koma frá
jarðstjörnum, sem eru dimmar
og sjást því eigi, og af skeytun-
um virðist mega ráða, að hinar
dökku stjörnur séu ekki færri
en hinar björtu, eða sólirnar.
Manchester-háskólinn hefir
rannsóknarstöð hjá svokölluð-
um Jodrell Bank og þar hefir
dr. Lowell komið upp rannsókn-
arstöð fyrir þessi undarlegu
skeyti utan úr geimnum. Hafa
þar verið reistar ýmsar bygg-
ingar í þessu skyni og þar komið
fyrir margs konar áhöldum til
rannsókna. Ber þar mest á mót-
tökustöðinni sjálfri, því að hún
er reist á grænni grund ein sér
og blasir við hverjum manni,
sem þahgað kemur. Er það gríð-
armikið vírnet, eins og skál að
lögun o'g stendur á háum járn-
grindum, og í sambandi við það
er annað vírnet, rúmlega 65
metra á hvern veg, sem þanið
er út líkt og björgunarnet í
hringleikahúsi. Þetta er alveg
nýtt í úvarpstækni og hefir ver-
ið fundið upp af starfsmönnum
rannsóknarstöðvarinnar. — Þessi
merkilega stöð tekur nú við
hljóðbylgjum frá jarðstjörnun-
um, alveg eins og hin mikla víð-
sjá á Palomar-fjalli tekur við
ljósbylgjum frá sólunum.
Fjarlægðir virðast ekki hafa
nein áhrif á þessar útvarps-
bylgjur, sem koma frá stjörnun-
um, því að nýlega hefir stöðinni
tekizt að greina slíkar bylgjur,
sem komnar eru frá heimshverfi,
er liggur óralangt fyrir utan
Andromeda-þokuna. Þetta
heimshverfi, eða stjarnþoka,
hefir á vísindamáli fengið nafn-
ið M 31. Þannig er það sannað
að rafma^nsbylgjurnar fara sól-
hverfanna milli. Og nú hefir
það verið sannað, sem menn
grunaði aðeins áður, að hinar
dökku stjörnur í himingeimn-
um, sem ekki er hægt að sjá í
beztu sjónaukum, eru að minnsta
kosti ekki færri en hinar lýs-
andi sólir. En í voru heims-
hverfi, eða vetrarbraut, eru um
200.000 milljóna sólna.
—Lesb. Mbl.
Friðarsattmáli
staðfestur
Nú hefir verið undirskrifaður
í Bonn friðarsáttmáli við Vestur-
Þýzkaland, er veitir þeim hluta
þjóðarinnar, er þar býr og telur
um 50 miljónir íbúa, svo að segja
óskorað fullveldi; sáttmálann
staðfestu með undirskrift sinni
ríkiskanzlari Þjóðverja og utan-
ríkisráðherrar Breta, Frakk-
lands og Bandaríkjanna. Skil-
máli þessi verður svo lagður
fyrir þing hlutaðeigandi þjóða
til fullnaðarsamþyktar.
1,J * ^ ~ ~ ~ ’ ; PLANT A GARDEN!
• Vegetable Seeds
Sow • Flower Seeds
: EATON'S • Lawn Grass Seed * Weed Killers
Seeds * Flowering Bulbs
• Fertilizers
• Insecticides
^T.EATONC?,m_ WINNIPEG CANADA