Lögberg - 21.08.1952, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. ÁGÚST, 1952
3
Þekking frumstæðra þjóða
Efíir O. RYNNING JENSEN
Hinn þekkti landkönnuður
Helgi Ingstad segir að Upplands-
Eskimóarnir í Norður-Alaska séu
hraustustu og hamingjusömustu
menn jarðarinnar. Aðrir könn-
uðir, sem dvalizt hafa meðal
frumstæðra þjóðflokka á ýmsum
stöðum jarðarinnar, hafa einnig
fullyrt, að margir þeirra úrkynj-
unarsjúkdóma, sem þjaka fólk
í hinum svonefndu menningar-
löndum,* fyrirfinnist alls ekki
meðal frumstæðra þjóða. —
Hvað veldur því? Hefir frum-
stætt fólk arfgenga þekkingu á
lækningum, eða eru það með-
fæddar eðlishvatir, sem hjálpa
því til þess að lifa heilbrigðu
lífi?
Dr. Weston Price frægur ame-
rískur manneðlisfræðingur (ný-
lega dáinn), sem dvaldist nokk-
urn hluta ævi sinnar meðal
frumstæðra þjóðflokka til þess
að rannsaka mataræði þeirra,
hefir skrifað stærðar bók um ár-
angur rannsókna sinna, sem
hann nefnir “Nutrition and
Physical Degeneration” (Næring
og líkamleg hnignun). Dr.
Weston setur fram margar
skemmtilegar athuganir, sem
sýna hve afar mikið holl fæða
hefir að segja til þess að halda
góðri heilsu.
Dr. Weston átti samtal við
frægan skurðlækni — Dr. Rom-
ing, sem í allra munni norður
þar var talinn „ástsælasti mað-
urinn í Alaska“, og sem var
starfandi læknir meðal Eskimóa
og Indíána í 36 ár. Hann sagðist
aldrei hafa fyrirhitt eitt einasta
tilfelli af illkynjuðum sjúkdómi
hjá þessu frumstæða fólki, þótt
þetta hendi oft, þegar það tekur
upp nútíma mataræði og lifnað-
arhætti. Hann hafði aldrei þurft
að gera uppskurð vegna sjúk-
dóma í innri líffærum eins og
gallblöðrunni, nýrunum, magan-
um eða endaþarminum á þeim,
sem héldu sínu gamla matar-
æði, en aftur á móti var það oft
nauðsynlegt að gera hann á
þeim, sem lifðu alveg eða að
nokkru leyti á „nútíma“-mat.
Vegna þessarar reynslu sinnar
lét hann marga „nútízku“-Eski-
móa og Indíána, sem fengið
höfðu berklaveiki, taka upp
gamla mataræðið og lifnaðar-
hætti. Hann gerði þetta 'ekki
vegna þess þess, að dauðsföll
væru færri meðal þeirra, sem
héldu frumstæðum lifnaðarhátt-
um, heldur líka vegna þess, að
reynslan varð sú, að meiri hluti
þeirra, sem veiktust náðu heilsu
sinni alveg aftur.
Kynni frumstæðra þjóðflokka
af hvítum mönnum og eftiröpun
nútíma mataræðis þeirra, hafa
orðið þeim til mikillar óham-
ingju. Og eftir því sem Dr.
Weston segir er þeim orðið þetta
ljóst sjálfum. — Gamlir sjó-
menn hrósuðu íbúum Markúsar-
eyja fyrir fegurð og líkams-
hreysti. Nú hefir íbúatalan lækk-
að úr 100 þús. niður í hér um bil
2 þúsund, aðallega vegna berkla-
veiki, sem herjað hefir meðal
þeirra eftir að þeir tóku upp nú-
tíma mataræði. „Það er líklega
hvergi annars staðar í heimin-
um, sem hægt er að benda á
jafn ömurlega mynd líkamlegr-
ar hnignunar og einmitt þarna,“
segir Dr. Weston. „1 100 manna
hópi, fullorðinna og barna, voru
fæst 10 sem voru horuð og höfðu
öll greinileg einkenni berkla-
veiki. Margir þeirra stóðu úti
hjá lækningastofu og biðu eftir
aðgerð í átta stundir áður en
opnað var. Verzlunarskip lá á
höfninni og færði íbúunum fínt
hveiti og sykur en tók í staðinn
þeirra gamla feitmeti — hval-
lýsi. íbúarnir hafa yfirleitt hætt
að borða sjóföng. Fæstir þeirra
nærast á gamaldags mat.“
Frumstæðu fólki er það ljóst,
að fái móðirin ekki nægilegt af
heppilegri fæðu áður en hún
elur barn sitt, mun bæði heilsa
hennar og barnsins bíða tjón við
það. Hjá sumum frumstæðum
þjóðflokkum er það siður og
venja, að ungar stúlkur fái sér-
stakan mat marga mánuði áður
en þær gifta sig. Og í einstökum
tilfellum kemur það fyrir, að
verðandi feður fá skamrpt af sér-
stakri fæðu. Meðal hinna frum-
stæðu Masaiþjóðflokka í vissum
landshlutum Afríku er ungum
stúlkum fyrirskipað að bíða
með að gifta sig þangað til sá
tími er kominn, að kýrnar fá að
éta nýtt, gróandi gras. Svo eiga
stúlkurnar að drekka mjólkina
úr kúnum í nokkra mánuði áður
en þær gifta sig.
Hjá sumum íbúum Kyrrahafs-
eyjanna er það siður, að þegar
einhver kona verður þunguð, þá
er höfðingja ættbálksins til-
kynnt það tafarlaust, en hann
útnefnir tvo unga menn til þess
að annast það, að hin væntan-
lega móðir fái daglega skammt
af ætum þörungum (söli?), sem
hún þarfnast til þess að ófætt
barn hennar fái næringu sem
dugar.
Alls staðar þar sem Dr.
Weston dvaldist í þágu mann-
eldisfræðinnar — hvort sem það
var hjá dvergþjóðunum í skóg-
unum við Amazonfljótið eða
meðal Eskimóa ríyrzt á jörðinni
— þá sá hann að það var ekki
tilviljun sem réði, heldur arf-
geng þekking í tilliti til matar-
æðis, sem var undirrótin að
líkamshreysti þeirra.
Þessi arfgenga þekking hjá
frumstæðu fólki er afar merki-
legt fyrir brigði. Það veit til
dæmis hvernig það getur haldið
tönnunum fallegum og óskemmd um
um og líkamanum stæltum og
heilbrigðum. Og stundum býr
það yfir þekkingu, sem gerir því
fært að komast hjá sérstökum
sjúkdómum. — Nútímalækna-
vísindi eru hreykin af því, að
hafa uppgötvað hve áríðandi
það er, að joð sé í fæðunni til
þess að forðast skjaldkyrtils-
bólgu. En það er staðreynd, að
hjá mörgum þjóðflokkum í
Afríku er það ’siður að safna
saman joðríkum jurtum, sem
þeir brenna og nota öskuna til
viðbótar daglegum mat til þess
að komast hjá því, sem þeir
kalla „stóran háls“ (skjald-
kyrtilsbólgu).
Við vitum nú hvernig á að
komast hjá skyrbjúg. En Indíán-
arnir vissu það löngu áður en
hvítir menn uppgötvuðu leynd-
ardóminn. Það er rétt að Indí-
ánar kölluðu skyrbjúg „sjúk-
dóm hvíta mannsins“. Við þykj-
umst af því að geta bent á or-
sök veikinnar, en hún er vöntun
á C-bætiefnum. Indíánarnir í
Norður-Ameríku, sem borða að
mestu leyti kjöt af villidýrum,
voru vanir að neyta nýrnahett-
anna úr elg í þeim tilgangi að
forðast skyrbjúg. Nútíma vís-
indi hafa uppgötvað, að þessir
kyrtlar séu allra dýra og plöntu-
vefja auðugastir af C-bætiefn-
um.
Dr. Weston og samstarfsmenn
hans í leiðangri til Indíánanna
nyrzt í Canada björguðu tveim-
ur flugmönnum, sem neyddust
til þess að lenda flugvélum sín-
um. Öðrum þeirra var bjargað
af Indíána frá sorglegum örlög-
um. Dr. Weston segir í bók sinni
um þennan atburð:
„Annar þessara manna sagði
mér eftirfaíandi sorglega sögu:
Meðan hann var á leiðinni gang-
andi yfir háa heiði, varð hann
allt í einu næstum því alveg
blindur og fékk svo kveljandi
verki í augun, að hann var
hræddur um að hann missti
vitið. Það var ekki snjóblinda,
því að hann hafði góð snjógler-
augu. Það var augnsjúkdómur)
sem orsakast af vöntun á A'
bætiefnum. Hann settist á stein
og grét af örvæntingu. Hann
hélt, að hann fengi aldrei framar
að sjá konu sína og börn. Meðan
hann sat þarna og hvaldist í
höfðinu, heyrði hann manns-
rödd og leit upp. Hann sá gaml-
an Indíána, sem var á bjarn-
dýraveiðum. Indíáninn sá strax
hvað var að manninum. Og þótt
þeir skildu ekki hvor annars
mál, athugaði Indíáninn augu
hans og leiddi hann síðan að
læk, sem liðaðist niður fjalls-
hlíðina.
Meðan flugmaðurinn sat og
beið, byggði Indíáninn silunga-
gildru úr steinum þvert yfir
lækinn. Svo gekk hann upp með
læknum, sneri sér og uslaði nið-
ur eftir aftur og skvetti vatninu
frá sér í allar áttir til þess að
hræða urriðann í gildruna. Svo
tók hann silunginn og kastaði
honum upp á bakkann og sýndi
manninum síðan hvað hann ætti
að borða af hausnum, einkum
augun og það sem bak við þau
er. Þetta hafði þau áhrif að sárs-
aukinn linaðist er nokkrar
stundir voru liðnar, og tveimur
dögum seinna var hann orðmn
nærri jafngóður í augunum. —
Innilega þakklátur sagði hann,
að Indíáninn hefði áreiðanlega
bjargað lífi sínu með þessu.
Nú hafa nútímavísindi stað-
fest, að auðugustu A-bætiefnin,
bæði í fiskum og dýrum, er að
fmna í vefjunum, bak við augun
og í nethimnu augans."
Valdimar Össurarson þýddi
—Lesb. Mbl.
Á valdi eiturlyfja
Eiiurlyf janoikun fer nú vax-
andi víða um lönd, einkum
meðal unga fólksins, og
hefir því verið hafin bar-
átia gegn henni á alþjóðleg-
um grundvelli. í efiirfarandi
grein, sem Jóh. Scheving
hefir þýii og seni blaðinu,
er rakin saga ungrar slúlku,
er komsi á vald eiiurlyfj-
anna. Sú raunasaga er vissu
lega iil aðvörunar. — Þess
má og vel minnasi. að á-
fengið er í mörgum lilfell-
um litlu betra en þau eitur-
lyf. sem hér ræðir um, og
því er ekki síður þörf að
herða barátluna gegn því,
enda hefir það leili fleiri
menn á glapsiigu, en nokk-
uri annað eiiurlyf.
Eiturlyfjanotkun meðal æsku-
lýðsins í Ameríku færist mjög
í aukana upp á síðkastið. Eink-
verður skólaæskan lesti
þessum að bráð. Þeir, sem selja
eiturlyfin, gera allt sem í þeirra
valdi stendur til þess að venja
unglingana á þau.
Maryuana, heroin, reefer-
vindlingar og kokain eru al-
gengustu eiturlyfin. Fólk venst
fljótt á að neyta þeirra, og oft
er eitrinu laumað í drykk fórn-
arlambsins. Má telja það glæp
að tæla ungt fólk til eiturlyfja-
notkunar á þennan hátt. Má
segja, að eiturlyfjasalar svífist
einskis til þess að geta grætt
sem mest á eiturlyfjaverzlun.
Frásögn sú, er hér fylgir sann-
ar þetta greinilega. Er það fylli-
lega tímabært, að athygli ís-
lenzku þjóðarinnar sé vakin á
því, hve voðalegan löst er um
að ræða, þar sem eiturlyfjanotk-
un festir rætur.
Terry Brunner, seytján ára
g ö m u 1 Bandaríkjanámsmær,
segir hér sögu sína. Greinin er
þýdd úr erlendu tímariti, sem
út kom í febrúar síðastliðnum.
Ég er í fangelsi, og var dæmd
til þess að dvelja þar í hálft ár.
Ég er örvæntingarfull og fæ
ekki skilið, hversu illa örlögin
hafa leikið mig.
Ég átti gott heimili og ágæta
foreldra. Ég þurfti ekki að hafa
neinar áhyggjur. Ég fékk mikil
og góð klæði og ríflega vasa-
peninga. Ég stundaði nám í
Central High School, sem er á-
gætur skóli og einn bezti skóli í
fylkinu. Mér gekk vel námið.
Einkunnir mínar voru yfir meðal
lag og ég var vinsæl meðal fé-
laga minna og bekkjarsystkina.
Allt lék í lyndi fyrir mér, þar
til fyrir einu ári. Fram að þeim
tíma hafði ég engar áhyggjur.
Ég verð aldrei svo gömul, að
ég gleymi þeirri óttalegu nótt,
þegar ég strauk að heiman. Ég
sé sjálfa mig þar sem ég stóð í
efstu tröppunni og var viti mínu
fjær af ílöngun í kokain. Hver
taug í líkama mínum krafðist
eiturlyfsins. Ég varð að fá það,
hvað sem það kostaði. Ég hafði
laumast hljóðlega út úr herbergi
mínu. Mamma svaf, en pabbi
var úti. Ég skildi eftir bréfmiða
til foreldra minna, þess efnis að
biðja þau að ómaka sig ekki
við það að leita mín. Ég gat ekki
yfirunnið í löngunina í kokain.
Viljaþrek mitt var' lamað.
Ég læddist niður stigann eins
DR. E. JOHNSON
304 lEVELIITE STREET Selkirk, Man.
Office Hours 2.30 - 6 p.m.
Phones Office 26 — Res. 230
hljóðlega og mér var unnt.
Skyndilega sá ég ljósgeisla í
myrkrinu í anddyrinu. Mamma
stóð við stigann með ljósker í
hendinni. Hún leit upp til mín.
Augun varu starandi, munnur-
inn hálf opinn, og undrun í
svipnum. Hún var óttaslegin.
Við stóðum þegjandi um stund.
Þá sagði mamma í örvænt-
ingu: „Terry! Hvert ætlarðu að
fara?“ Hún hefði ekki þurft að
spyrja mig. Um margra vikna
skeið hafði hún veitt mér at-
hygli, með leynd að hún áleit.
Ég rak upp óp. Þarna stóð
móðir mín og hugðist aftra mér
frá því að fara út. Ég gat ekki
hugsað til þess að fá ekki kokain.
Ég þaut niður stigann eins og
skot, hratt mömmu til hliðar og
hljóp út. Ég leit ekki við, er ég
hljóp eftir götunni áleiðis til
kokainsins og ógæfunnar.
Það er óyndislegt að heyra
stúlkurnar æpa í klefum sínum.
Þær eru friðvana af græðgi í
kokain eða önnur eiturlyf. Þær
berja hnefunum í veggina þar
til þær verða máttlausar og
hníga grátandi niður á bekkinn.
Þar liggja þær hágrátandi alla
nóttina. Köldum svil^a slær út
um þær og húðin herpist saman.
Kokain — kokain. Án þess geta
þær ekki hugsað til þess að lifa.
Það er þeim dýrmætara en lífið
sjálft. Það er erfitt að losna við
hina hamslausu þrá eftir eitur-
lyfinu. Ég barði í veggina, há-
grét heilar nætur og óskapaðist.
Ég gæti skellt skuldinni á
aðra. En það geri ég ekki. Mér
var inann handar að gæta mín.
Dyrnar voru opnaðar fyrir mér,
en ég þurft eikki að fara inrr.
Það er óskiljanlegt, hve mikið
getur gerzt á einu ári. Þetta tók
svo stuttan tíma, að ótrúlegt er.
Margir gera hið sama og ég.
Þeir fara í lyfjabúð Bixbys, fá
sér eitthvað að drekka og hlusta
á sjálfsala hljómlist. En þeim er
ekki ljóst, að þeir eru að leika
sér með eld. Bezt væri að menn
héldu sig fjarri þvílíkum stöð-
um.
Ég sagði Sunny Parker þegar
í maí í fyrra, að Bixby væri ekki
góður maður, og við ættum ekki
að fara þangað. Þá vissi ég þó
ekki, hve hættulegur staður
þessi er. En Sunny skellti skolla-
eyrum við fortölum mínum.
Hún vildi fara til Bixby hvað
sem ég sagði. Hún var þá á
valdi eiturlyfjanotkunar, án
þess að mér væri það kunnugt.
„Ég lofaði Tommy að koma,“
sagði hún þetta kvöld. Ég fór
með henni. Við höfðum verið
stallsystur frá því við vorum
litlar telpur. Við sátum við
sama borð í skólanum, og Sunny
hafði ætíð ráðið því, hvað við
höfðumst að.
Foreldrar mínir vildu vita,
hvað ég hefðist að í frítímum
og hverja ég umgengist. Ég
sagði þeim aldrei frá ferðum
okkar Sunny til Bixby. Ég hafði
grun um, að foreldrum mínum
geðjaðist ekki að þeim stað.
Hið ytra varð ekki séð, að
Bixby „Drugstore" væri eitur-
lyfjasölustaður. En þó var sem
eitthvað óhugnanlegt lægi
Dr. P. H. T. Thorlakson
WINNIPEG CLINIC
St. Mary's and Vaughan. Wlnnlpeg
PHONE 926 441
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG. WINNIPEG
Fasteignaaalar. Leigja hús. Ut.
vega peningalán og eldsábyrgð,
bifreiðaábyrgð o. s. frv.
Phone 927 538
SARGENT TAXI
PHONE 204 845
PHONE 722 401
FOR QUICK, RELIABLE
SERVICE
Andrews, Andrews,
Thorvaldson and
Eggertson
Lögfrœðlmgar
209 BANK OF NOVA SCOTIA BG.
Portage og Garry St.
Phone 928 291
C A N A D I A N FISH
PRODUCERS, LTD.
J. H. PAGE, Managing Directcr
Whoiesale Diatributors of Fresh and
Frozen Fish.
311 CHAMBERS STREET
Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917
Offlce Phone
924 762
Res. Phone
726 115
Dr. L. A. Sigurdson
528 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m. - 6 p.m.
and by appointment.
A. S. BARDAL LTD.
FUNERAL HOME
843 Sherbrook Street
Selur líkkistur og annast um út-
farir. Allur útbúnaður sá beztl.
StofnaO 1894
Bimi 27 324
Phone 23 996 700 Notre Dune Ave.
Opposite Matemity Pavillion,
General Hospital.
Nell’s Flower Shop
Wedding Bouquets, Cut Flowers.
Funeral Designs, Corsages,
Bedding Plants
Nell Johnson
Res. Phone 27 482
loftinu. Margt ungt fólk kom til
Framhald á bls. 5
Offlce 933 587 Res. 444 389
THORARINSON &
APPLEBY
BARRISTERS and SOLICITORS
4th Floor — Crown Trust Bldg.
364 Main Street
WINNIPEG CANADA
SELKRK METAL PRODUCTS
Reykháfar, öruggasta eldsvörn,
og ávalt hreinir. Hitaeiningar-
rör, ný uppfynding. Sparar eldi-
við, heldur hita frá að rjúka út
með reyknum.—Skrifið, sfmið til
KELLT SVEINSSON
625 Wall Street Winnipeg
Just North of Portage Ave.
Símnr: 33 744 — 31 431
J. WILFRID SWANSON 8t CO.
Insurance in all its branches.
Real Estate - Mortgages - Rentals
210 POWER BUILDING
Telephone 937 181 Res. 403 480
LET US SERVE YOU
Creators of
Distinctive Pringting
Columbia Press Ltd.
695 Sargenl Ave., Winnipeg
Phone 21 804
S. O. BJERRtNG
Canadian Stamp Co.
RUBBER & METAL STAMPS
NOTARY & CORPORATE SEALS
CELLULOID BUTTONS
324 Smiih Si. Winnipeg
PHONE 924 624
Phone 21101
ESTIMATES
free
J. M. INGIMUNDSON
Asphalt Roofs and Insulated
Slding — Repalrs
Country Orders Attendeð To
632 Slmcoe St.
Wlnnlpeg, Man.
GIMLI FUNERAL HOME
Sími 59
SérfræOingar i öllu, srm aö
útförum lýtur
BRUCE LAXDAL forstjóri
Llcensed Embalmer
DR. A.
V. JOHNSON
Dentist
50« SOMERSET BUILDING
Telephone 97 932
Home Telephonpe 202 398
DR. ROBERT BLACK
Sérfrœöingur i augna, eyma, ncf
og hálssjúkdómum.
401 MEDICAL ARTS BLDG.
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusími 923 815
Heimasími 403 794
Comfortex
the new sensation for the
modern girl and woman.
Call Lilly Maiihews, 310
Power Bldg., Ph. 927 880
or evenings, 38 711.
GUNDRY PYMORE
Limited
British Quality Fish Nettino
98 VICTORIA ST. WINNIPEG
Phone 928 211
Manager T. R. THORVALDSON
Your patronage wlll be appredated
Minnist
DCTEL
í erfðaskrám yðar.
PHONE 927 025
H. J. H. Palmason, C.A.
Chartered Acconntanti
505 Confederation Life Bldg.
WINNIPEG MANITOBA
PARKER, PARKER &
KRISTJANSSON
Barrisiers - Soliciiors
Ben C. Parker, K.C.
B. Stuart Parker. A. F. Kristjanason
506 Canadlan Bank of Commeree
1 Chambera
Wlnnlpeg, Man. Phone »23*61
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir.
Keystone Fisheries
Limited
Wholesale Distributors of
FRESH AND FROZEN FISH
404 SCOTT BLK, Sími 925 227
Bullmore Funeral Home
Dauphin, Manitoba
Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr.
Kaupið Lögberg