Lögberg - 21.08.1952, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. ÁGÚST, 1952
Lögberg
Gefið út hvern fimtudag aí
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA
Utanáakrlft ritstjórana:
EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN-
PHONE 21804
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram
The “Lögberg" is printed and pubiished by The Columbia Press Ltd.
695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada
Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa
Fagur vitnishurður og lærdómsríkur
íslenzka landnámið vestan hafs var enn ungt, er
Byron -Johnson fráfarandi forsætisráðherra British
Columbiafylkis, fyrst leit dagsljósið, hann er nú sextíu
og tveggja ára að aldri og lætur eftir sig slíkan orðstír
á vettvangi stjórnmálanna, að fyrst um sinn mun eigi
fenna í sporin; hann hafði lítt af skólagöngu að segja,
en nam þess meira af lífinu og sjálfum sér; hann verður
ungur brautryðjandi á sviði athafna og iðju, en hefir
jafnframt brennandi áhuga á stjórnmálum og er kos-
inn á fylkisþing 1933 og vissu þá fáir hverra manna
hann var; þó tókst Lögbergi þá að grafast fyrir um
uppruna hans og skýrði frá því að hann væri íslenzkur
í báðar ættir.
Byron Johnson verður fyrsti flokksforinginn af ís-
lenzkum stofni í þessu landi og fyrsti íslendingurinn,
sem tekur við stjórnarforustu í canadisku fylki; ekki
verður hann ellidauður í þeim sessi, því eins og vitað er,
beið Liberalflokkurinn undir forustu hans tilfinnanlegan
ósigur í fylkiskosningunum þann 12. júlí síðastliðinn;
ekki sýnist þó þetta hafa varpað neinum verulegum
skugga á nafn Byrons sem stjórnmálamanns, nema
síður væri, því enn á hann því sjaldgæfa láni að fagna,
að njóta jafnt aðdáunar andstæðinga sinna sem sam-
herja.
Blaðið Vancouver Sun, sem er eitt hinna vönduð-
ustu dagblaða borgarinnar, mintist eigi fyrir löngu
Byrons Johnson í ritstjórnargrein, sem Íslendingum er
holt að kynnast og með það fyrir augum, er hún birt
hér í þýðingu: —
Byron Johnson lætur af stjórnarforustu og hverfur
á ný að sínum fyrri störfum án nokkurrar minstu eftir-
sjár, að því er honum persónulega segist frá; tugir þús-
unda af íbúum British Columbiafylkis, myndu gjarnan
vilja víkja þessu lítillega við, því þó fólk vitaskuld sjái
ekki eftir þeim ríkulega ávexti, sem forusta Byrons
Johnson óneitanlega hefir borið, finnur það til djúps
saknaðar við brottför hans af stjórnmálasviðinu.
í viðbót við stranga ráðvendni og djúprætta ein-
lægni má telja það Byron Johnson til ágætis, hve hon-
um var það fjarstætt að verða pólitískur leikari; hann
var ávalt hinn sami ábyggilegi viðskiptafrömuður þó í
opinberri stöðu væri, er léði því sjaldan eyra hvaðan al-
menningsálitið blés með hliðsjón af því að halda em-
bætti sínu; hann varð sínum eigin dygðum að fórn, ef
svo mætti að orði kveða; hann lét engan leika með
sannfæringu sína og gerði það heldur ekki sjálfur, og
þetta orsakaði, sennilega öllu öðru fremur, kosninga-
ósigur hans.
Fyrir nokkrum árum komst Byron Johnson svo að
orði um ábyrgð forsætisráðherrans: „Gerðu það eitt,
sem þú ert sannfærður um að sé rétt, hugsaðu ráð þitt
sjálfur, því aðrir hugsa ekki fyrir þig.“ Þetta eru fögur
einkunnarorð drenglundaðs manns, en áhættuspil
stjórnmálamanns, er haldast vill við í völdum.
Svo margir menn eru sí og æ að reyna að hugsa
fyrir stjórnmálamanninn, að þegar til þess kemur að
hann að beztu vitund taki sínar eigin ákvarðanir, sætir
hann pólitískum útlegðardómi. Þetta má að minsta
kosti að einhverju leyti, heimfæra upp á pólitísk örlög
Byrons Johnson.
Eins og nú horfir við slær það óneitanlegum ljóma
á Johnson-stjórnina, að þau fimm ár, sem hún fór með
völd, voru vafalaust mestu velsældarárin, sem British
Columbia hefir lifað upp; þessa velsæld má í verulegum
atriðum þakka viturlegri forustu hins fráfarandi for-
sætisráðherra.
Við höfum það á vitund, að þegar sagan kveður
upp dóm sinn, verði minni áherzla lögð á velsældarárin,
en manninn, sem sat við stýri á því tímabili; hinn
grandvara mann, sem engin áhrifaöfl gátu spilt.
Enginn gengur þess dulinn, að Byron Johnson
hverfi úr ráðherradómi með jafn hvítan skjöld og dag-
inn, sem hann tók við hinu ábyrgðarmikla embætti sínu.
Völd hafa djúpstæð áhrif á flesta menn, jafnvel
einnig þá, sem sterkir eru á svelli og taumhald hafa á
skapgerð sinni; slíks varð ekki vart í fari Byrons for-
sætisráðherra; siðferðileg upplausn átti þar hvergi
griðland, en það út af fyrir sig, er sérstætt og aðdáunar-
vert.
Byron Johnson er nákvæmlega hinn sami látlausi
og grandvari maður og hann var, er hann tókst á hend-
ur forsætisráðherraembættið í fylki sínu; og á þessu
er sú skoðun okkar grundvölluð, að er tímar líða skýrist
það æ betur og betur, að á árunum frá 1947—1952, hafi
farið með völd í British Columbia mikill og voldugur
maður, er átti yfir að ráða aðdáunarverðum persónu-
leik.-----
Traustasta undirstaða íslenzkrar þjóðrækni í þess-
ari álfu er fólgin í því, að menn af íslenzkum uppruna
kafni ekki undir nafni, en verði ávalt menn með mönn-
um, er eitthvað sópi að; og það sakar að minsta kosti
ekki þótt Byron Johnson og starfsferill hans, verði tek-
inn til fyrirmyndar, því óneitanlega er þar um glæsilega
og göfgandi fyrirmynd að ræða.
THOROLF 'SMITH:
Fró Florida til Winnipeg — í
fjórum 800 km. dagleiðum
Landið og fólkið iekur miklum
stakkaskipium á svo langri leið
WINNIPEG, 8. júní—Frá Talla-
hassee í Florida norður til Win-
nipeg er um 3000 km. leið, en
þangað ákváðum við að skreppa,
einn' góðan veðurdag, er við
höfðum verið um kyrrt langa
hríð syðra.
Tengdaforeldra mína fýsti að
hitta ættingja og vini hér norð-
ur frá.
Líklega munu þeir fáir, ís-
lendingar heima, sem eiga ekki
eitt eða fleiri skyldmenni vest-
an hafs, og flest í Kanada, í fs-
lendingabyggðum þar. Verður
hér ekki fjallað sérstaklega um
íslendinga vestra, með því að
það hefir svo oft verið gert áður
í blöðum og bókum, og þá af
þeim, sem kunnugri eru í þeim
efnum en ég. Hitt er svo annað
mál, að ánægjulegt er að sækja
þessa frændur okkar heim, sem
nú hafa gerzt borgarar í nýju
landi, aflað sér þar trausts og
álits, en það er kunnara en frá
þurfi að segja hér. Ég hlakkaði
til þessarar ferðar, líkt og væri
ég barn á ný, ekki ósvipað
því, er maður fór í fyrsta sinn í
bíl austur í Ölfus, þótt þetta
væri heldur lengri spölur.
800 km. dagleiðir
Það er heilt ævintýr að aka
dag eftir dag á bandarískum
þjóðvegum og kynnast því lífi,
sem þar hrærist. Til þess að kom
ast alla þessa leið á þeim tíma,
sem við höfðum til umráða, var
okkur ljóst, að við yrðum að
aka nær 800 km. á dag. Þetta er
sæmilegur spotti, jafnvel miðað
við ameríska þjóðvegi og aðstæð
ur, en hins vegar var ökutækið
traust og við vongóð um, að
þetta mætti takast með 12.
stunda akstri á dag eða svo.
Það syngur í hjólunum á mal
bikínu, — áfram, áfram, 100 km.
hraði á klukkustund þykir eng-
in ofsa-akstur, enda „lítur það
betur út,“ þegar reiknað er í
enskum mílum, eða 60 mílur á
klst. Sjaldan er farið undir 80
km. á klst. — við höfum blátt
áfram ekki tíma til þess. Við
förum eftir ágætum vegakort-
um, en þjóðvegir allir eru kyrfi-
lega merktir, hvort heldur er
um alríkisvegi (U.S. Highway).
Víðast er tvöföld akbraut, skilj-
anlega breiðari miklu en hér
heima, alls staðar malbikuð eða
steinsteypt. Skilti gefa til kynna
í tæka tíð, ef beygja er fram-
undan ,en auk þess eru markað-
ar línur á miðja akbrautina
stundum tvöfaldar, en það merk
ir, að á þeim kafla megi ekki
fara fram úr öðrum marartækj-
um.
Kleinur og pylsur
Það er heitt um miðjan dag-
inn, þetta 35—38 stig í skugga
Þó forðumst við að nema staðar,
nema þegar nauðsyn krefur,
vegna eldsneytis, eða til að rétta
úr sér, og þá fá menn sér „kók“,
ávaxtasafa, eða annað, sem ben-
zínstöðvar hafa upp á að bjóða.
Stundum renna gríðar stórir
„trukkar“ með dilkvagni í hlað-
ið, oft hlaðnir 10 lestum eða
meira. Bílstjórarnir, sem aka
þessum ferlíkjum, láta sér ekki
allt fyrir brjósti brenna, heldur
aka allan daginn, stundum á
næturnar líka, en þá eru þeir
tveir á hverjum vagni, og sofa
til skiptis. Þeir fá sér kaffi og
„doughnuts”, sem segja mætti,
að væru kleinur á ameríska vísu
eða þá „hambur|er,“ sem er
einskonar malaður bauti milli
tveggja brauðsneiða. Svo er hald
ið af stað aftur, vörurnar verða
að komast áfram, því að sam-
keppnin er hörð. Þetta er erfitt
starf og þreytandi, en mér er
tjáð, að þeir hafi líka sæmileg
laun fyrir. Mér er hreint ekki
sama, þegar maður mætir þess-
um risavöxnu farartækjum, sem
koma þjótandi á móti manni, há-
ir og breiðir eins og heyhlaða,
oft með 75-90 km. hraða eða
meira. En sem betur fer gengur
þetta vel, einhver ósýnileg hönd
stýrir okkur Islendingunum
klakklaust gegnum umferðar-
þvögu, ókunnar borgir, framhjá
iðandi bílakösum og móti brun-
andi trukkum. Islenzkan fána
höfum við límdan innan á fram-
rúðuna, en fáir virðast gefa hon-
um gaum, né kannast við hann.
Það gerir þá ekkert til, því að
við vitum, að landar okkar í
Kanada munu bera kennsl á
hann, þegar þar að kemur.
Landið og fólkið breyiisi.
Okkur ber hratt yfir, allt of
hratt, svo að það verður ekki
nema augnabliksmynd, sem við
fáum af öllu því merkilega og
oft unaðslega, sem fyrir augun
ber. Við förum frá sléttlendi
Florida, gróðurhafinu, — og
„spænska mosanum," sem hang
ir niður úr sterklegum og bol-
miklum lauftrjám, um baðmull-
ar- og tóbaksekrur Georgíu og
Kentucky, um steineyðimerkur
stórborga eins og Atlanta, Nash-
ville og St. Louis. Og fólkið
skiptir um svip og yfirbragð.
Smám saman tekur að bera
minna á blökkumönnum, eftir
því sem norðar dregur, húsa-
gerð breytist, götubragur verður
annar. Þetta er sannarlega
landafræði og þjóða, sem mark
er á takandi, finnst okkur.
Komið að mikilli móðu
1 borg heilags Lúðvíks, St.
Louis, komum við að Mississip-
pi, hinu mikla fljóti, hinu legsta
í heimi. Gífurlegar stálbrýr
spanna fljótið, en á þeim og inn-
an í þeim, iðar umferðin, bílar,
gangandi fólk, meira að segja
múlasnar fyrir kerrum. Mér
koma í hug sögur, sem ég hefi
lesið um þessa miklu móðu,
„föður vatnanna“, eins og hið
indíanska nafn hennar mun
tákna. Ég hugsa um Mark
Twain, hinn mikla meistara
kímninnar og frásagnarlistar-
innar, um fljótandi spilavíti með
fornum, klunnalegum hjólum
aftan á eða til hliðanna, og loks
fer ég að raula stef úr „St. Louis
Blues.“ Þrátt fyrir alla umferð-
ina á fljótinu, því að Mississippi
er enn í dag geysi þýðingarmik-
il umferðaræð, finnst mér eitt-
hvað rómantískt við þetta fljót,
og ég sé sem snöggvast fyrir
hugskotssjónum mínum strit-
andi blökkumenn rogast með
þungavöru við lendingarpall, og
mér koma í hug kvæði eins og
„Ol’ Man River“, en allt um það
streymir fljótið áfram, óum-
breytanlegt, miskunnarlaust,
eins og náttúruöflin sjálf — „it
just keeps rollin’ along,“ eins og
stendur í kvæðinu . . .
Landið er marflatt þarna
Víðast finnst manni landslag-
ið heldur tilkomulítið á leiðinni,
að minnsta kosti orkar það svo
á Islending, sem vanur er fjöll-
um og blámóðu fjarskans. Hér
örlar ekki á mishæð víða, svo
hundruðum kílómetra skiptir,
en frjósemi jarðar er dásamleg.
Svo langt sem augað eygir sér
ekki á grjót, holt eða börð, held-
ur aðeins svarta, frjósama gróð-
urmold, akra, sem gefa af sér
tóbak, ávexti, b a ð m u 11 eða
hveiti. Og í stórborgunum ber
tröllslega reykháfa við himin,
svona til þess að minna mann á,
að til sé iðnaður í þessu risa-
vaxna landi. Náttúran virðist
gæla við börn sín þarna. Þar er
nóg af öllu.
Fegurst á leiðinni þótti mér
landslagið í sunnanverðu Ten-
nesee-ríki, í grennd borgar með
hinu kynlega og dularfulla nafni
Chattanooga. Það úir annars og
grúir af slíkum furðulegum og
rómantískum nöfnum á leiðinni,
sem öll eru rakin til Indíána, en
brátt verða þau líka einu menj-
arnar um Rauðskinnana, þessi
börn náttúrunnar, sem eitt sinn
áttu allt þetta land. Chicka-
mauga er annað nafn, sem ég
kannast við, skammt suður af
Chattanooga. Þar var háð mann
skæð orrusta í borgarastyrjöld-
inni 1861-65, og þar sem hinir
„bláu“ (norðanmenn) og hinir
„gráu“ (sunnanmenn) háðu hið
hinzta stríð, er nú minningar-
garður, sem Bandaríkjastjórn
sér um, en um allar slíkar menj-
ar er farið varfærnum höndum,
til minningar um þá, sem þarna
færðu hina hinztu fórn.
Kagaðarhóll
Við Chattanooga er fagur dal-
ur ,en lygn á fellur eftir botni
hans. Skógurinn teygir sig upp
kollótt fjöllin báðum megin
hans, bændabýlin eru snyrtileg
.og framfarasnið á flestu. Við
ökum utan í fjalli, sem ber nafn-
ið „Lookout Mountain,“ sem
kalla mætti á íslenzku Kagaðar-
hól, og ber það nafn með rentu,
því að við fætur okkar er fegurð
og yndisþokki þessa suðræna
ríkis, eins og þau geta verið bezt.
Við gætum þess að koma okk-
ur fyrir í svonefndum „motel-
um,“ en það mun vera stytting
úr Motor Hotel. Þetta eru smá-
hús, sem fólki, er ferðast í bíl-
um, eru leigð til næturdvalar.
Þau eru tiltölulega ódýr, kosta
þetta 2-3 dali fyrir manninn ýfir
nóttina. Þar er auðvitað raf-
magn, bað og önnur þægindi, og
þar má maður borða sinn eigin
mat, hita sér súpu, kaffi eða ann
að. Þar er ekkert þjórfé eða ann-
að, sem fylgir venjulegum hó-
telum, en bílinn stendur utan
við gluggann, tilbúinn hvenær,
sem maður kýs að leggja af stað
um morguninn. Sum þessara
„mótela“ hafa fögur auglýsinga-
skilti, alla vega lit, með neon-
ljósum svonefndum. Þessi „mó-
tel“ hafa rutt sér mjög til rúms
hin síðari ár í Bandaríkjunum,
og má sjá þau víða með þjóð-
vegum, einkum í grennd við hm
ar stærri borgir.
Slysin eru tíð.
Við ökum um Georgíu, Ten-
nessee, Kentucky, þar sem Lin-
coln fæddist, um Illinois, þar
sem hann bjó, þar til hann var
kjörinn forseti, Missouri, Iowa,
Minnesota og loks Norður Da-
kota.
Stundum verður maður þess
óþægilega var, að slys eru tíð á
þjóðvegum — atvik, sem einnig
geta hent þig eða mig, hugsum
við. Skammt frá borginni Du-
buque, norðarlega í Iowa, þar
sem þjóðvegir skerast, komum
við að mikilli mann þröng og
bílakös. Þarna hafði orðið slys.
Þungur vörubíll hafði rekizt á
farþegabíl, Ford 1951, með þeim
afleiðingum, að vélarhúsið á far-
þegabílnum bókstaflega lagðist
saman, en farþegarnir stórsköd-
duðust eða dóu. Um það vissu
menn ekki gerla, er okkur bar að
slysstaðnum. Þar sátu þrjár kon
ur á vegarbrúninni, alblóðugar,
en ein þeirra spurði í sífellu:
Hvar er ég? og grét. Sjúkrabílar
voru þarna á ferðinni, lögreglu-
menn, múgur og margmenni,
sem jafnan hópast að við slík
tækifæri. Við töfðumst þarna
um stund, en þetta var okkur
holl áminning um, að skammt er
milli lífs og dauða. Við ókum
hægar góða stund eftir þetta . . .
Talað við fjármálaráðherra
Þegar við komum inn yfir
landamæri Minnesota, fór ég í
síma og náði brátt tali af af-
bragðsmanninum Valdimar
Björnssyni, sem margir kannast
við hér heima af dvöl hans hér
hin síðari ár. Hann er nú fjár-
málaráðherra þessa ríkis, mikils
virtur, eins og að líkumiætur og
vinsæll. Hann reyndist jafn-
alúðlegur og ósvikinn íslend-
ingur í gestrisni sinni og fyrr,
bauð okkur heim til sín í Dor-
man Avenue og síðan út í veizlu
mikla, er Danir héldu í Country
Club svonefndum, mjög virðu-
legum stað, en þetta var þá þjóð-
hátíðardagur Dana, 5. júní, og
Valdimar sat það boð ásamt
fleiri Norðurlandamönnum. Var
þetta mjög ánægjulegt, þótt við
hefðum þar skamma dvöl, því að
áfram skyldi haldið það kvöld.
Björn bróður hans hittum við
einnig, fyrirtaks mann, eins og
allir vita, sem kynntust honum
hér heima.
1 Grand Forks í Norður-Da-
kotaríki býr próf. Richard Beck,
mikils virtur fræðimaður við há
skólann þar. Hann er hvort-
tveggja í senn, rithöfundur og
fræðaþulur, én jafnframt glæsi-
legur fulltrúi hins íslenzka kyn-
stofns vestan hafs. Það var drep-
andi heitf, er við renndum í hlað
ið hjá honum í háskólanum. Þar
eru fagrar, stílhreinar bygging-
ar, en vafningsviðir teygja sig
upp rauðbrúna múrana og gefa
þessu virðulega menntasetri
einkar hugstæðan blæ. Prófess-
or Beck var í prófum, en gaf sér
samt tíma til þess að sinna okk-
ur, gekk frá því að við kæmumst
viðstöðulaust yfir landamærin
til Kanada, og var það okkur ó-
metanleg aðstoð og öryggi.
Færð drápa
Er við komum aftur frá Kan-
ada, renndum við heim að húsi
hans við Lincoln Drive, sátum
þar rausnarboð á rammíslenzku
heimili þeirra hjónanna, sem
lauk með því ,að hann flutti okk
ur kvæði að fornum sið leysti
okkur út með gjöfum og árnaði
okkur faraheilla. Betri fulltrúa
okkar en þau hjónin fæ ég vart
hugsað mér.
Handan landamæranna blakti
fáni, öðruvísi en sá, sem við
höfðum víðast séð á þessu langa
ferðalagi: Brezku fánalitirnir
stungu í stúf við fagurgræn tré
og grasflöt við tollstöðina í borg
inni Emerson. Við vorum komin
til Kanada, á leið til Winnipeg
og landa okkar þar.
Handhæg ritvél
Vér getum útvegað yður rit-
vél, sem þér getið haldið á,
með letri yðar eigin tungu.
Samið um greiðslur
THOMAS & COMPANY
88 Adclaide Street West, Toronto
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það -léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMU N DSSON
FREYJUGATA 34 . REYKJAVÍK