Lögberg


Lögberg - 21.08.1952, Qupperneq 5

Lögberg - 21.08.1952, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. ÁGÚST, 1952 5 vvwvwvwwvvwwwwwvwwvw* ÁtiUeA/HÁL •LVENNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON LÍTILL FUGL í GRÆNU GRASI Það var á fríðum sumardegi. Sólin var að hallast að viðum en geislarnir glóðu fagurlega á sléttunni, skóginum og öllu sem fyrir varð. Mér varð litið út um eldhúsgluggann. Þar sá ég svo fallega mynd, að hún fellur ekki úr huga mínum. Lítil, hvít hæna, Leghorn að ætt, um tveggja mánaða gömul, svo fallega vax- in og fjöðruð, að hún líktist dúfu, kafaði í grængresinu, sem óx upp við girðinguna í kring- um hænsnaunga kofann. Annað slagið stanzaði fuglinn alveg, teygði litla, fallega höfuðið yfir grængresið og horfði tindrandi augum inn í girðinguna í gegn- um vírnetið. Ekki vissi ég þá, að hún var hrædd, en mér fanst myndin svo falleg og fas fugls- ins svo sérkennilegt, háttfallegt og kyrlátt, að mér kom til hugar þetta litla stef: Lítill fugl í grænu graöi, gægist yfir strá. Augun tindra af undrafasi, óðalssviðum hjá. Þegar ég fór að láta inn ung- ana um kveldið, var litla hænan ekki með þeim. Mig grunaði strax að eitthvað gengi að. Ég svipaðist um eftir henni, en sá hana ekki. Seinna um kveldið fann maður minn hana út í jaðrinum á runnanum á bak við húsið. Hún var látin inn með hinum ungunum. Þess má geta, að í ungakofunum voru aðeins þrjár eða fjórar fullorðnar hæn- ur, þær er ungað höfðu út þess- um ungum sem voru þar. Daginn eftir hvarf hvíti ung- inn aftur, en fanst fyrir vestan runnann þar sem hún var ein að dunda sér. Manni þótti þetta háttalag kynlegt, en það gekk svona í eina þrjá til fjóra daga. Þá komst upp hvað um var að vera þegar við vorum að sinna fuglum þessum. Fullorðnu hæn- urnar tvær ömuðust við henni og það var hræðsla við þær, sem kom henni til að flýja eftir því sem við sáum bezt. Við bægðum þeim hænum frá, sem hættar voru við unga sína, þessar tvær, en það var erfitt að eiga við þær, þær sóttu þarna að, sem þær höfðu verið um tíma og hvítu, litlu hænuna máttu þær ekki sjá þá hlupu þær á hana. Hún flýði undan vörgunum og kæmist hún út fyrir girðinguna, hirtu þær ekki um að elta hana fyrst í stað. Svo var það eitt kveld rétt þarna á eftir, að við vorum að láta ungana inn og litla Leghorn vildi vera með, komast heim til sín, en það var uppi á lofti í ofur- litlum kofa með lausu þaki og vírglugga, opnar dyr og ofur- lítill brekku kendur stigi til að ganga upp á, fyrir þessa fiðruðu íbúa. Ber nú ekki til tíðinda og ungarnir fika sig smátt og smátt, að þessu sérstaka híbýli Leg- horn með eini hvíti fuglinn í hópnum. En viti menn, rétt þegar hún heldur sig vera að sleppa að stiganum sínum, dynja ósköpin yfir hana. Gríðar- stór grá hæna dembir sér yfir hana og hefði áreiðanlega lokið við hana ef við hefðum ekki ver- ið viðstödd til að bjarga henni. Þegar við tókum hana upp þarna, tókum við eftir því, að á bakinu á henni var var sár. Ekki var það inn úr og farið að svella að því og fjaðrir huldu það. Er líklegt að gammurinn hafi verið að reyna að hremma hana, hann gerði nokkrar atrennur og usla á meðal hænsnanna bæði hjá grannkonu og mér þetta sumar. Litla Leghorn hefir líklega ver- ið of þung fyrir hann eða stygð komið að, en það er hænsna eðli að vilja drepa særðan fugl. Svo var önnur orsök þarna til, veit ég ekki hvor er réttari, máske báðar séu upphafið að þessu. Litla Leghorn var eini hvíti unginn þarna. Hinir voru allir gráir. Ég hef endurtekna reynslu fyrir því, að fuglum er illa við þá sem ekki hafa sama lit, og þeir, svo illa, að þeim af ókunna litnum er alls ekki viðvært. Ég hefi vitað rauða fugla tutla í agnir stóran, gráan hana. Svo það var dag eftir dag þarna, að litla Leghorn mátti ekki láta sjá sig innan um hina ungana, en hana langaði til að vera með þeim og í girðingunni sinni. En það var ekki viðlit. Svo við urð- um að loka hana inni. Og inni var hún dag eftir dag. Ég vor- kendi henni inniveruna þó vel færi um hana að öðru leyti, svo ég hleypti henni út eina kveld- stund, en gætti þess að hafa góðan vörð. En það tók engum tökum. Óðar en fuglinn kom niður á jörðina komu tvær gríð arstórar, gráar hænur (Plymouth Barred Rocks) í fljúgandi ferð inni og steyptu sér yfir hvíta fuglinn, sem þá komst aðeins út í hornið á girðingunni undan flögðunum. Þar tók vírinn við. Það er vart hægt að hugsa sér meiri grimd en þá sem skepnur þessar sýndu þessu ofurlitla dýri, sem var þó fugl eins og þær. Það tók ekki nema fáein augnablik að bjarga henni enda var gagn í því, því þær hefðu ekki þurft nema örfáar mínútur til að drepa fuglinn. Maður minn hljóp strax á eftir þeim og reif gráu flögðin ofan af fuglinum litla og tók hann upp. Nú var ekki nema um tvent að gera, ganga á milli bols og höfuðs á litla fuglinum, sem svo mikið ónæði stafaði af eða loka hana inni. Okkur þótti slæmt að stytta henni aldur. Litla Leg- horn var saklaus. En það vár ekki skemtilegt fyrir hana að vera inni alla daga og einhvern- tíma þurfti hún að fara saman við stóru hænsnin, en alls engin líkindi til að gráu hænsnin tækju hana í sátt fyrir hvíta litinn. Ég skrifaði þá dóttur minni, sem ég vissi að hafði hvíta fugla þetta ár, og sagði henni frá vand- ræðum okkar með fuglinn. Við áttum von á að hún kæmi bráð- lega, og ég spurði hana að hvort hún vildi reyna að taka af mér ungann og hafa hann saman við sína fugla. Já, hún vildi gjarnan reyna það. Við höfðum þá ungann inni. Um ekkert annað var að gera. Svo kom dóttir mín, maður hennar og börn. Börnunum þótti ekki ónýtt að sjá litla Leghorn þarna inni í kofanum. Það var hægt að horfa svo grandgæfilega á hana í slíkri nálægð. Þau eru fimm, sex og níu ára að aldri. Og þau hugðu gott til að hafa hana heim með sér. En litla Leghorn skildi ekki hvað var gott fyrir hana. Hún fann smugu á kofahliðinni sinni þar sem saman kom þakið lausa og veggurinn. Og mér varð enn litið út um gluggann til hennar þá sá ég að hún var að smeygja sér þar út. Og þó við hlypum bæði út maðurinn minn og ég, þá voru þær gráu fljótari að steðja að henni og ætluðu nú að gleypa hana fyrir gott, sem fyr. En nú tók sú litla til fótanna og hljóp og hljóp og hænurnar á eftir henni. En eitthvað varð fyrir þeim og tafði þær um augna blik og á því augnabliki hvarf unginn út í skóginn. Gráu hæn- urnar gáfu þá upp hlaupin, — mistu víst alveg sjónar á henni. Maður minn og ég fórum nú út í skógar-runnann, sem manni finst að maður þekki eins og fingurna á sér, og leituðum svo vandlega sem okkur gat til hug- ar komið, lyftum upp trjágrein- um og horfðum í hverja laut. En alt fyrir ekki. Svo við urðum að hætta við leitina við svo búið og fórum heim sáróánægð. „Það þarf sjálfsagt ekki að eltast við hana meir,“ sagði mað- ur minn. Honum sárnaði að fugl- inn skyldi hafa sloppið út. Mér sárnaði það líkt, en það var bezt að þegja núna því ef ég hefði byrgt þessa smugu nógu vel, þá hefði unginn ekki komizt út. Svo ég dundaði bara við rennblaut föt mín úr skóginum, því regn hafði veri um daginn. Já, auð- vitað væri litla Leghorn úr sög- unni. Ekkert var líklegra en að eitthvert kvikindi lyki nú við hana þarna í nótt, í skóginum, þefdýr, blóðsuga eða eitthvað annað þó við hefðum ekki orðið þeirra vör rétt núna upp á síð- kastið. — Svona fór það. — Og litla fólkið varð bara alvarlegt á svipinn. Svo varð þögn um þetta, það var ekki til neins að fást um það. En viti menn. Morguninn eftir sé ég enn „Lítinn fugl í grænu grasi“ vera að smá læðast fram með ungagarðs girðingunni og horfa heim til sín. Enn var hún þarna komin. „Römm er sú taug.“ — Við vorum ekki sein á okkur núna. Þær gráu sýndust ekki vera neitt á verði þarna. Við, maður minn og ég, hand- sömuðum litla Leghorn þarna og lokuðum hana dyggilega inni. Hún komst ekki út aftur dag- ana, sem gestirnir dvöldu hjá okkur eftir þetta. Og þegar farið var á stað, að morgni dags í sól- skini og góðu veðri, þá var búið um Litla Leghorn í pappírs- öskju og börnin höfðu hana hjá sér í aftursætinu á bílnum á leið- inni heim. Ferðin gekk .að öllu leyti vel. Litla Leghorn var nú látin sam- an við hvítu ungana þar. En þó hún væri stærri en þeir þá gerði hún þeim ekkert mein. Þeir voru heldur ekkert hræddir við hana. Síðast þegar ég frétti til henn- ar, lifði hún í sóma og yfirlæti á meðal þessara vina sinna og gerði engum mein. R. K. G. S. Noregsför skógræktarmanna bæði gagnleg og ónægjuleg Róma viðlökur Norðmanna Skógræktarfólkið íslenzka, sem dvalið hefir um þriggja vikna skeið í Noregi, kom hingað til lands aftur með Heklu í fyrradag, eins og kgm fram í blaðinu í gær, þar sem skýrt er frá Noregs- för Heklu. Fararstjóri skógræktarfólksins var Haukur Jörundsson kennari á Hvanneyri, og átti tíðinda- maður frá Vísi tal við hann og spurði hann um hvernig ferðin hefði gengið og um árangur af henni. Skýrði Haukur svo frá: — Við vorum alls 62 í förinni, 9 voru frá Reykjavík, hitt fólk víðsvegar af landinu. Eins og kunnugt er áður var farið héðan með Brand V. sama skipinu og norska skógræktarfólkið kom með hingað. Hóparnir hittust þó aldrei hér, því áður en íslenzki hópurinn hafði safnast saman hþr í Reykjavík, voru Norð- menninir komnir út um hvipp- inn og hvappinn. Norðmennirnir héldu síðan heim til sín með Heklu, er hún fór í þessa Noregsferð sína, sem við komum nú heim með. Hóp- arnir hittust heldur ekki í Nor- egi, því norska fólkið yfirgaf skipið í Bergen, en við söfnuð- umst saman í Osló og tókum skipið þar. Þessi skógræktarför hefir stað- ið yfir í röskar 3 vikur, og er óhætt að fullyrða, að hún hefir verið hin ánægjulegasta frá upphafi til enda. Norðmenn voru með afbrigðum gestrisnir við okkur og sýndu okkur mikla vinsemd í hvívetna. Við fórum beint til Bergen og þar skiptist fólkið í tvo hópa, fór annar til Sunn-Mæri, en hinn að Harð- angri. Innbyrðis skiptist svo hópurinn, sem fór til Sunn- Mæri í tvennt, en hinn í þrennt. Við unnum síðan í Noregi að skógplöntun og sáningu og tel ég okkur hiklaust hafa haft gagn af förinni bæði varðandi skóg- ræktarmál og einnig því að kynnast frændum okkar, Norð- mönnum, starfi þeirra og jþjóð- lífi. Þótt mikið hafi verið starf- að í förinni gafst fólkinu þó tæki færi til þess að skoða sig nokkuð um. Við komuna til Bergen var borgin skoðuð og næsta ná- grenni, farið upp á Flöjen, en þar er gott dæmi um hverju skóggræðsla getur áorkað. Þar voru fyirir 50—70 árum naktir klettar, sem nú eru þaktir skógi. Á vesturlandi er úrkomusamt og í Bergen mun svipuð úrkoma vera og í Vík í Mýrdal eða um 2000 mm. á ári. Veldur það því að skógrækt gefst þar vel, þótt hlýindi séu þar minni en í Aust- ur-Noregi. Hafa Norðmenn svo óbilandi trú á skógræktinni að t. d. timburframleiðandi, Börre- gard, hefir nýlega lagt fram 2 milljónir króna til skógræktar á Vesturlandinu. Eins og áður er sagt, ákváðu svo hóparnir tveir að mætast í Osló og komu þeir þar saman 16. júní s.l. Þótti þá öllum mikil á- nægja í því að hitta landa aftur, þótt ekki væri langt um liðið síðan farið var að heiman. Þann 17. júní var svo verið í Osló, en haldið heimleiðis um kvöldið með Heklu. Heimkomunni þarf ég ekki að lýsa fyrir yður, því veðrið lýsir því betur en nokkur orð. —VISIR, 24. júní Á yaldi eiturlyfja Framhald af bls. 3 Bixbys og sat þar í reykjarsvæl- unni. Það keypti eitthvað og hlustaði á Tommy, sem lék á hljóðfæri. Hann var glæsilegur unglingur. í hléunum kom hann venjulega að okkar borði. Hann var vel klæddur og hafði ofur- lítið efrivararskegg. Við Sunny vorum staddar heima hjá mér kvöld nokkurt. Við ætluðum að lesa undir næsta dag. Mér virtist Sunny eitthvað öðruvísi en venjulega. Hún var mjög óróleg. Ég spurði, hvort hún væri lasin. Hún kinkaði kolli og sagði: „Við förum niður á Bixby í kvöld.“ „Ertu frá þér?“ sagði ég. „Við eigum að skrifa stíl í skólanum á morgun og þurfum að búa okkur undir það. Við þurfum líka að lesa.“ „Ég hefi lofað Tom að koma,“ mælti Sunny. Hún fór hjá sér og leit ekki á mig. Ég fór með henni á Bixby þetta kvöld. En það varð upp- haf ógæfu minnar. Ég gerði allt, sem Sunny stakk upp á. Það var ekki margt manna í Bixby drugstore, er við-komum þangað. Það var rigning og hefir hún ef til vill dregið úr aðsókn- inni þetta kvöld. Nokkrir ungl- ingspiltar stóðu umhverfis slag- hörpuna. Tom Metcalf var ekki viðstaddur. „Hvað gengur að þér?“ spurði ég. ,jÞú ert á nálum.“ Sunny svaraði ekki, en starði óaflátanlega á herbergisdyr nokkrar. Skyndilega lifnaði yfir henni. „Hann kemur,“ sagði hún. „Hann hefir komið auga á okkur og kemur að borðinu okkar.“ Já, hún hafði rétt að mæla. Tommy kom og með honum var lítill og kubbslegur maður. Hann var kringluleitur og mér geðj- aðist ekki vel að honum. „Sælar, smástúlkur," sagði Tommy brosandi. „Nú getið þið heilsað húsbónda mínum.“ Þannig var ég kynnt Domenic Orlotti. En hann var oftast nefndur Dom og er einn af slæg- ustu eiturlyfjasölunum. Þegar Sunny leit á hann, varð svipur hennar ljómandi. Ég sagði aðeins: „Sælir.“ — „Sælar,“ sagði Dom. Mér þótti rödd hans viðfeldin og augna- ráðið of hvasst. Hann tók stóran vindil úr brjóstvasanum, skar af enda hans og kveikti í. Mig langaði til þess að berja Dom 1 andlitið. Ég veit ekki hvers vegna mér kom það til hugar. . Dom mælti: „Ef þið eruð vin- stúlkur Tommy, þá eruð þið líka vinkonur mínar. En þið verðið að bragða á einhverju því, sem hér er á boðstólum. Við höfum te.“ Te? Ég vissi, að te var leyni- nafnið á mariguana. Reefer- vindlinga hafði ég líka heyrt nefnda. „Ég þakka. Ég vil ekkert fá,“ sagði ég. Tommy hló, og mér til undr- unar brast Sunny líka í hlátur. Orlotti horfði á Sunny, og hún kinkaði kolli. „Ég þyrfti að fá bursta,“ sagði hún. Ég skildi ekki hvað hún átti við, en vissi, að það var eitthvað dularfullt. Tommy klappaði henni og hún bauð honum varir sínar. Mér þótti það andstyggilegt. „Jæja, flýttu þér að fá þetta, sem þú ætlar að ná í“, sagði ég við Sunny. „En þú skalt ekki reyna að fá mig hingað með þér öðru sinni. „Ég skal sækja Coca Cola handa þér, Terry," sagði Tommy, er alltaf sat og strauk handlegg Sunny. „Ég fer með þér,“ sagði hún við Tommy. Þau fóru og komu að fimmtán mínútum liðnum með Coka Cola í glasi, er hann setti á borðið framan við mig. „Ég verð að hugsa um hljóð- færasláttinn. Gættu að stúlkunni minni á meðan,“ sagði Tommy. Ég saup á glasinu og mælti: „Heyrðu, Sunny. Ertu búin að gleyma stílnum? Það er kominn tími til þess að fara héðan.“ Sunny svaraði ekki. Hún sat með lokuð augu og hlustaði á hljómlistina. Ég drakk það sem eftir var í glasinu. Mér varð ónotalegt í höfðinu rétt í svip. En svo leið mér vel. Mér þótti ég hvíla á skýi. Hljóðfæraslátturinn virtist í fjarska. —TIMINN, 26. júní Hægt að rækta hér ananas, apríkósur, ferskjur og fleiri óvextí Eflirleklarverð grein efiir INGIMAR SIGUÐRSSON í Garðyrkjurilinu í nýútkomnu Garðyrkjuriti skrifar Ingimar Sigurðsson garðyrkjumaður í Hvera- gerði athyglisverða grein um um garðyrkjumál, þar sem hann telur að íslendingar geti ræktað í gróðurhúsum ýmsar matjurtir og ávexti, sem hafa ekki verið ræktuð hér áður. í því sambandi nefnir hann fjölda grænmetis- og ávaxtateg- unda, er ekki hafa verið ræktað- ar hér til sölu áður, en auðvelt og arðvænlegt muni vera að rækta hérlendis. Þar á meðal eru apríkósur, plómur, ferskjur, jarðarber og ananas, sem séu vel seljanlegar og líklegar til þess að gefa mun betri arð en t. d. banapar, því aðalgallinn við bananarækt er Lsá, að bananar geta varla gefið svo mörg kíló á flatareiningu að ræktun þeirra í gróðurhúsum verði arðvænleg. Af grænmeti nefnir Ingimar ýmsar smátegundir, sem hægt, er að hafa á markaðnum langt fram á haust og snemma vors, sumar hverjar jafnvel allan vet- urinn, sv'o sem graslauka, karsi, spínat, hreðkur, rabarbara, skarfakál, ætisveppi og margar fleiri. En Ingimar telur að aðeins í þessum tegundum muni vera Læknir einn hefir nýlega sagt, að sá maður, sem syngi eina klukkustund á dag verði hundr- að ára. Þetta er þó því skilyrði bundið, að enginn maður búi nær honum en sem svarar mílu vegar. tök á sölu fyrir hundruð þús- unda kr. árlega, ef rétt er á haldið. Og kæmi þá jafnframt að góðu gagni hin tómu gróðurhús og lítt notaði vinnukraftur yfir vetrarmánuðina. Hliðstæðu máli gegnir einnig um blómarækt í gróðurhúsum, því enn sé fjölmargar tegundir sem við höfum enn ekki spreytt okkur á að rækta og að full á stæða sé til að gera blómarækt- un sem fjölbreytilegasta úr því að við á annað borð fáumst við hana. Þá telur Ingimar að sölu grænmetis sé mjög ábótavant Reykjavík og telur merkilegt að ekki skuli vera reknar græn- metis-sérverzlanir í Reykjavík á áþekkan hátt og blómaverzlanir. En auk þess kemur hann svo með tillögu um nýja aðferð á sölu garðyrkjuafurða, sem á síð- ari árum hefir rutt sér allmjög til rúms í öðrum löndum, en það er að sélja þær daglega á upp- boði. Kosti þessarar söluaðferð- ar telur Ingimar vera ýmsa, m. a. þá, að uppboðsaðferðin sé ör- uggasta leiðin til að aukinnar vöruvöndunar, að á uppboðum sé undantekningarlaust allt gegn staðgreiðslu, að uppboðsaðferðin hafi hvarvetna reynst ódýrasta söluaðferðin og loks að allir framleiðendur hafi jafna aðstöðu til sölu á jafngóðri vöru. —VÍSIR, 14. júní Sparið peninga! Sparið meira en hálf útgjöld við reykingar!

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.