Lögberg - 16.10.1952, Blaðsíða 6

Lögberg - 16.10.1952, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. OKTÓBER, 1952 Langt f Burtu frá HEIMSKU MANNANNA Eftir THOMAS HARDY J. J. BÍLDFELL þýddi Boldwood fór út úr herberginu. Hann stansaði í ganginum í svip til að ná jafnvæginu. þetta hafði borið svo brátt að, að hann gat ekki áttað sig á því, og nú þegar áð hann hafði gjört það, varð honum rórra aftur, því að hún hafði hvílt í fanginu á honum í fáeinar yndis- legar mínútur. Hvað gerði- það til, þó að hún hefði ekki vitað af því? Hún hafði legið við hjarta hans, og hann við hennar. Hann hélt á- fram, en sendi þjónustustúlku til hennar og fór út til að leita meiri upplýsinga um Tray, en hann frétti lítið annað heldur en það sem hann hafði þegar heyrt. Svo fór hann og lét setja hest Bathshebu fyrir vagn hennar og þegar allt var til reiðu fór hann og lét hana vita. Hann sá, þegar að hann kom til hennar, að þó að hún væri föl og niðurbrotin, þá hafði hún samt sent eftir manninum frá Budmouth, sem fréttirnar flutti til að spyrja hann nánar um atburðinn, er skeð hafði, en hann vissi lítið meira, en það sem hann hafði þegar skýrt frá. Bathsheba var naumast fær um að keyra ein heim, eins og hún haf-ði gjört þegar hún kom, svo að Boldwood, með sérstakri nákvæmni og gætni, bauðst til að útvega henni mann til að keyra hana heim, eða ef hún vildi koma með sér, þá væri það velkomið. Þessum boðum hafnaði Bathsheba kurteislega, og Boldwood fór undir eins. Eftir svo sem hálfan klukkutíma herti Bathsheba upp hugann, fór upp í vagn sinn, tók taumana, eins og að hún var vön að gera, og til að sjá eins og ekkert hefði komið fyrir. Hún fór krókóttar bakgötur út úr bænum og keyrði hægt heimleiðis án þess að veita vegin- um eða umhverfinu minnstu eftirtekt. Það var farið að húma þegar að Bathsheba kom heim til sín; hún sté þegjandi ofan úr vagninum og fékk vikadreng taumana, en fór sjálf inn í hús og upp á loft. I ganginum uppi mætti Liddy henni. Fréttirnar voru komnar á undan henni til Weatherbury og Liddy leit spurul til húsr móður sinnar. Bathsheba sagði ekki neitt. Hún fór inn í svefnherbergi sitt, settist við glugg- ann og sat þar og hugsaði þar til dimmt var orðið. Það kom einhver að dyrunum, drap á þær og opnaði. „Jæja, hvað er það, Liddy?“ spurði Bath- sheba. „Ég var að hugsa um, að það þyrfti að finna eitthvað handa þér til að fara í,“ sagði Liddy hálfhikandi. „Hvað meinarðu?“ „Sorgarklæði." „Nei, nei, nei,“ sagði Bathsheba snúðugt. „En ég býst við að eitthvað þurfi að gjöra fyrir vesalings......“ „Ég held ekki — ekki strax. Þess þarf ekki.“ „Hvers vegna ekki, frú?“ „Vegna þess, að hann er enn á lífi.“ „Hvernig veiztu það?“ spurði Liddy hissa. „Ég veit það ekki. En hefði það ekki verið öðruvísi, eða skyldi ég ekki hafa hfeyrt eitt- hvað meira, eða hefðu þeir ekki átt að finna han'n, Liddy? — Eða — ég veit ekki hvernig það er, en ef að hann hefði verið dauður, þá hefði þetta allt verið öðruvísi, en það er. Það leggst sterklega í mig, að hann sé enn á lífi!“ Bathsheba var ákveðin í þessari meiningu þangað til á mánudaginn, þegar tvö atriði urðu til að veikja trú hennar. Fyrra atriðið var stutt grein í blaði, sem gefið var út í nágrenn- inu, þar sem gefið var í skyn að miklar líkur bentu til þess að Tray hefði drukknað. Þessar upplýsingar voru hafðar éftir lækni, er Barker hét og átti heima í Belmouth, en hann skrifaði blaðinu bréf og í því stóð að hann hefði verið á gangi á hömrunum hinum megin við víkina rétt um sólarlagsbilið, og hefði hann séð strauminn hrífa sundmanninn fyrir utan vík- ina, og gekk hann út frá því sem vísu, að mað- urinn hefði lítið tækifæri til að bjarga sér, nema hann væri því kraftameiri og sundgarpur mikill. Maðurinn hafi borizt með straumnum fyrir nes á ströndinni og kvaðst hr. Barker hafa gengið í sömu áttina, en þegar að hann hefði verið kommn nógu langt til að sjá út á sjóinn, þar sem líkur voru til að maðurinn mundi vera, þá var farið að skyggja, svo að hann sá ekkert meira til ferða hans. Hitt atriðið var koma fatanna, og hún var kölluð til að bera vitni um, að það væru föt manns hennar, þó það hefði í rauninni verið vitað löngu áður af bréfum, sem voru í vösun- um. Bathshebu var það augljóst mitt í geðs- hræringum sínum, að Tray hefði farið úr föt- unum með þeim einlæga ásetningi að fara í þau aftur nálega undir eins, og hvorki henni né öðrum kom til hugar að nokkuð annað en dauðinn hefði varnað honum frá því. — Og Bathsheba hugsaði með sjálfri sér, hví skyldi ég ekki taka þetta trúanlegt, þegar allir aðrir eru vissir um það. Einkennileg hugsun kom fram í huga hennar, sem kom henni til að roðna: Tray var skilinn við hana til að vera hjá Fanny. Hafði hann gert þetta af ásettu ráði, en búið svo um, að það sýndist slys? Ein- kennilegt var það, að þessi hugsun um þennan atburð gæti verið önnur en sú rétta — kom henni til að hugsa um afbrýðissemina, sem að hún hafði borið til 'Fanny og samvizkubit hans um nóttina — blindaði hana svo, að hún gat ekki komið auga á nokkra möguleika — nokkra úrlausn eins sorglega, en þó óttalegri fyrir hana sjálfa. Um kveldið þegar henni var orðið rórra í skapi og stóð við arineldinn í herbergi sínu tók hún úr Tray, sem sent hafði verið með fötum hans og opnaði kassann á því, eins og að hún hafði séð hann gera fyrir viku síðan. Ljósi hárlokkurinn var þar enn, sem verið hafði eins og eldkveikja að ofsa hans. „Hann heyrði henni til og hún honum, og þau eru farin saman,“ sagði Bathsheba; „og ég meina ekkert til þeirra — hvorugs þeirra — og hví skyldi ég vera að halda upp á þennan hárlokk?“ Hún rétti út hendina yfir eldinn. „Nei, ég ætla ekki að brenna hann — ég geymi hann til minningar um hana, vesalinginn!“ bætti hún við og dróg að sér hendina og hár- lokkinn. XLIX. KAPÍTULI Haustið leið og fram á veturinn; fölnuð laufin lágu í flekkjum á flötunum, 1 lautunum og á mosaflákum í skóginum. Bathsheba, sem hafði lifað í óvissu, sem ekki var óvissa, lifði nú í friðarrós ástandi, sem ekki var friðsamt. Á meðan að hún vissi að Tray var á lífi þá gat hún hugsað um dauða hans með jafnaðargeði, en þegar að hún hélt að hann væri sér tapaður, þá sá hún eftir honum. — Hún sá um landverk- in, tók á móti hagnaðinum, án þess að kæra sig mikið um hann, og lagði fé sitt í fyrirtæki, af því að hún hafði gert það áður, sem að henni þó fannst, að ekki væri langt um liðið, að væri óra tíð. Hún leit til baka yfir liðna tíð, eins og að hún væri dauð umheiminum, og það eina, sem að hún héldi enn nokkurnveginn óskertu, væri hugsunin og að hún gæti með henni, eins og fína fólkið í sögu skáldsins, setið og brotið heilann um hve dýrmæt gjöf lífið hefði verið. Ein afleiðingin af þessu sinnuleysi hennar var sú, að hún gerði alvöru úr því að fela Gabríel umsjónarmannsstöðuna á búi sínu, sem að hann hafði reyndar óbeinlínis haft á hendi lengi, og hækkaði kaup hans að mun, en slíkt hafði litla þýðingu út á við. Boldwood hélt sig sem mest frá öllu fólki og hafðist ekki að. Mikið af hveitinu hans og allt byggið hafði eyðilagst í rigningunni, það spýraði og hljóp í skán og var gefið svínum að síðustu. Hið einkennilega hirðuleysi, sem ólli þessum skaða, varð að umtalsefni fólksins allt í kring, þó að það hins vegar færi ekki hátt með það; og það var veitt upp úr einum af verka- mönnum Boldwoods, að gleymska ætti engan þátt í hvernig farið hefði, því að hann hefði verið minntur á hættuna eins oft og að verka- menn hans hefðu þorað að minna á það. En það var eins og Boldwood vaknaði eitt kveldið, þegar hann sá að svínin vildu ekki snerta skemmda byggið, og hann sendi eftir Oak. Hvort sem að honum hefir dottið það í hug sökum þess, að Bathsheba var nýbúin að hefja hann í tigninni eða ekki, þá fór hann fram á það við Gabríel, að hann tæki að sér yfirum- sjón á landi hans ásamt Bathshebu, vegna þess, að hann gæti ekki hjá slíkri hjálp komist, og að ekki væri hægt að fá betri mann til þess heldur en hann. — Óhappa-stjarna Gabríels var óðum að setjast. Þegar Bathsheba frétti um þessa ráðagerð, því Oak sagði henni auðvitað frá henni, þá tók hún henni dauflega. Henni fannst að bæði löndin væru of víðtæk til þess að einn maður gæti litið eftir þeim eins og vera bæri. Bold- wood, sem var ákveðinn í þessu fyrir persónu- legar frekar en hagsmunalegar ástæður, benti á það, að ef Oak hefði hest til sinna eigin af- nota, að þá væri ekkert þessu til fyrirstöðu, því að löndin lægju hlið við hlið. Boldwood ræddi þetta ekki sjálfur við Bathshebu heldur við Oak, sem var milligöngumaður. Samkomu- lag um þetta komst á að síðustu; og við sjáum Oak nú sitjandi á fallegum hesti ríða daglega meðfram landareignunum, sem voru um tvö þúsund ekrur að stærð, glaðan í skapi og at- hugulan, eins og að hann ætti alla uppskeruna. En húsmóðirinn, sem átti annan helminginn, og herrann, sem átti hinn, sátu heima í húsum sínum í angist og einveru. Út af þessu ástandi öllu saman komst sá orðrómur á sveim um vorið, að Gabríel væri að sölsa undir sig fé um fram það, sem að honum bæri með réttu. „Hvað heldurðu," sagði Susan Tall; — „Gabríel Oak er heldur en ekki farinn að hreykja sér. Hann er nú farinn að ganga á skóm, sem að ljómar af tvisvar og þrisvar í viku og í þeim sést varla járnnagli, — og pípu- hatt á sunnudögum, og þekkir varla fjárhirðis- slopp lengur. Þegar ég sé fólk reigjast áfram, eins og hann, þá er mér allri lokið, og segi ekki meira.“ Það varð að síðustu opinskátt, að þó að Bathsheba borgaði Gabríel ákveðið kaup, sem óháð var öllu kornverði, að hann hafði gjört samning við Boldwaad um að fá vissan part af uppskerunni — lítinn part að vísu, en það voru peningar, sem voru á æðra, eða hærra stigi, heldur en aðeins kaup, og gaf möguleika fyrir þróun, sem að ákveðna kaupið gaf ekki. Sumir voru farnir að hugsa um Oak eins og að hann væri að nálgast það takmark að komast í heldri mannatölu. Þó að hagur Oaks hefði þannig vaxið, þá hélt hann sér við sömu lifnað- arhætti: hann bjó í sama húsinu, bjó til sinn eigin mat, gerði við sokkana sína sjálfur, og bjó oft um rúmið líka. En hann var ekki aðeins kærulaus um álit annara, heldur hélt hann líka fast við gamla siði — aðeins fyrir það, að þeir voru gamlir. Það lék nokkur vafi á ástæðu hans fyrir því. Glóandi von hafði kviknað hjá Boldwood í sambandi við Bathshebu, sem gekk tilbeiðslu- óráði næst, er hvorki tími, kringumstæður, gott né illt fékk haggað. Þessi eldheita von hafði fengið nýja vængi á tímabilinu, sem liðið var síðan að almenningu áleit að Tray væri druknaður. Hann ól ákaft á henni, en óttaðist að gjöra sér grein fyrir henni sökinn þess, að sannleikurinn mundi þá opinbera ástríðu hans. Bathsheba hafði að síðustu verið talin á að skrýðast sorgarklæðum, og útlit hennar, þegar að hún kom inn í kirkjuna þannig búin, jók vikulega á þá von Boldwoods, að hinn rétti tími væri að nálgast — þó að það væri máske ennþá langt þangað til, að bið hans yrði endur- . launuð. Hvað lengi hann yrði að bíða, hafði hann enn ekki gert sér grein fyrir. Það sem hann ásetti sér að reyna að leggja áherzlu á var, að þessi reynslutíð Bathshebu hefði gjört hana miklu hugsananæmari, en að hún hafði verið í sambandi við tilfinningar annara, — og hann vonaði, að ef að hún í framtíðinni fengist til að giftast nokkrum manni, að þá yrði það hann. Það var ástæða til að ætla, að hún bæri hlýhug til hans undir niðri; sjálfsásökuninni fyrir órétt þann, sem að hún í hugsunarleysi/ hafði gert honum, var óhætt að treysta nú fremur en áður. Að það mundi vera mögulegt að ná góðvildarsambandi við hana, sem leiddi til verzlunarlegrar og hagkvæmilegrar sam- vinnu við hana, sem að gæti borið ávöxt í framtíðinni, en láta ekkert bera á eldinum, sem að inni fyrir brann. Slíkar voru hugsanir Boldwoods. Bathsheba var máske sérstaklega töfrandi í augum miðaldra fólks um þessar mundir. Æskufjörið, sem hafði verið mikið og svellandi, var að nokkru orðið þjálfað; hin upphaflega draumgleði hennar var farin að stillast þannig, að þátttaka hennar var orðin almenn og eðli- leg í hinum daglegu viðburðum hversdags- lífsins, og henni hafði tekist að færast inn á það rómantíska svið, án þess þó að tapa til- linnanlega hinu fyrra. Bathsheba, sem hafði verið að heiman í tvo mánuði í heimsókn hjá frænku sinni í Norcombe,, gaf Boldwood tækifæri til að að grennslast eftir líðan hennar, þegar að hún kom heim aftur. — Það voru liðnir níu mánuð- ir frá hinu viðtekna ekkjuástandi hennar, og til þess að reyna að komast að því hvernig að hugur hennar væri til sín, átti eftirfarandi samtal sér stað úti á engjum á milli Boldwoods og Liddy þjónustustúlku, sem að þar var við vinnu: „Mér þykir vænt um að sjá þig úti við, Liddy,“ sagði Boldwood glaðlega. „Ég vona, að frú Tray líði vel eftir burtveruna,“ hélt hann áfram eins rólegur og kaldur og fjarlægur ná- granni hennar hefði verið líklegur að vera. „Henni líður vel, herra minn.“ ^ „Kát á ég von á.“ „Já, hún er kát.“ „Sagurðu kvíðafull?“ „Nei, nei. Ég sagði aðeins að hún væri glöð.“ „Segir hún þér allt um hagi sína?“ „Nei, herra.“ „Sumt?“ „Já, herra.“ „Frú Tray ber mikla tiltrú til þín, Liddy, og það réttilega, máske.“ í þessu frjálsa landi, með því að kaupa Canada Spariverðbréf, getið þér eignast upphæðir, er greiða áhugamálum yðar veg, eða gripið til ef vanda ber að höndum án þess að þau glatist eða séu tekin eignarnámi. Canada Spariverðbréf eru boðin út í þeim tilgangi, að þér getið sparað með fullu öryggi. öll auðlegð Canada felst að baki þeim — fólkið og náttúrufríðindin. Það er engin tryggari innstæða hugsanleg. Til hægðarauka — getið þér greitt út í hönd eða gegn afborgunum hjá bönkum, fésýslufélögum, er með slíkt verzla, eða gegn launafrádrætti hjá yðar eigin félagi. Og þurfið þér skyndilega á peningum að halda getið þér fyrirvaralaust fengið verðbréfin útleyst á fullu verði hjá hvaað banka, sem er. Þau eru betri en reiðufé því þau gefa af sér góða vexti. Canada borgar yður fyrir að hjálpa sjálfum yður. Canada Savings Bonds eru innstæða yðar . . . í FRELSINU Kaupið yðar hlut í dag — Sjöunda útboð nú á markaði

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.