Lögberg - 16.10.1952, Side 7

Lögberg - 16.10.1952, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. OKTÓBER, 1952 7 Tvö merkileg fræðirit Eftir prófessor RICHARD BECK Enn munu eigi allfáir í hinum íslenzka hópi vorum vestur hér, góðu heilli, vilja fylgjast með fræðilegum iðkunum heima á ættjörðinni, enda eru framhald- andi menningartengsl við heima landið grundvallaratriði í þjóð- ræknislegri viðleitni vorri. Minnugur þess hvortveggja, vil ég í stuttu máli draga athygli að tveim fræðiritum íslenzkum, er mér bárust nýlega í hendur. Verður þar fyrst á blaði Skírn- ir, hið virðulega ársrit Hins ís- lenzka Bókmentafélags, fyrir ár- ið 1951, en það er 125. árgangur hans. Róa þar á borð margir kunnustu fræðimenn vorir hinn- ar eldri og miðaldra kynslóðar, ásamt yngri efnismönnum á því sviði, svó að vart verður annað með sanni sagt, en að hvert rúm sé þar vel skipað. öndvegi skipar að þessu sinni í ritinu ræða sú hin athyglis- verða um dr. Björn Magnússon Ólsen, er dr. Sigurður Nordal, núverandi sendiherra Islands í Danmörku, flutti um hinn merka og mikilhæfa fyrirrennara sinn í Háskóla Islands á 40 ára af- mæli skólans 17. júní 1951. Næst ritar dr. Þorkell Jó hannesson prófessor ítarlega og gagnfróðlega ritgerð. „Dagur er upp kominn,“ hundrað ára minn- ingu Þjóðfundarins 1851; en þvl næst fylgja eftirtektarverðar „Athugasemdir um fjögur ís- lenzk kvæði“ eftir dr. Jón Helga- son prófessor. Ætla ég, að þeim, sem eigi hafa áður lesið saman þau kvæði, þyki sérstaklega merkilegur samanburður hans á hinu dáða kvæði séra Matthíasar Jochumssonar „Jón Arason á aftökustaðnum" og kvæði norska skáldsins Kristófers Jansonar um sama efni. Dr. Einar Ól. Sveinsson pró' fessor, ritstjóri Skírnis, birtir leinkar skemmtilega ferðaþætti frá Hjaltlandi og Orkneyjum, og er hann lesandanum mjög glögg- ur leiðsögumaður um þ e s s a r fornfrægu slóðir norrænna manna. Fylgir nú hver fræðiritgerðin eftir aðra, og eru þær þessar: „Lénharður og Eysteinn í Mörk“ eftir Pétur Sigurðsson háskóla- ritara; „Víxlkveðandi í Widsiþ, Sturlungu og á Finnlandi“ eftir Sparið peninga! Sparið meira en hálf útgjöld við reykingar! Vélvefjið vindlinga yðar með CIGARETTE MAKER 5 EINU! NotitS vindlinga PAPPlR l\ | 200 I4c vindlingar HEIMSÆKIÐ NÆSTU TÓBAKSBÚÐ iWmmmmm dr. Stefán Einarsson prófessor; „Snæbjörn galti“ eftir Gunnar Benediktsson rithöfund; „Vínar- sálmar“ og Fornt helgidagaboð" eftir Magnús Már Lárusson pró- fessor; „Þáttur um málfræði- störf Eggerts Ólafssonar" eftir Árna Böðvarsson stud. mag.; „Tvær athugasemdir við Banda- manna sögu“ eftir Arnold R. Taylor lektor í Leeds í Eng- landi; „Brot úr ævi íslendings" eftir Grím Jónsson amtmann (í þýðingu Þórhalls Vilmundar- sonar) og „Nokkur handritabrot“ eftir Jakob Benediktsson bóka- vörð. Mun þ e i m, sem íslenzkum fræðum unna og iðka, þykja nokkur fengur að þessum rit- gerðum, þó að þær séu, að von- um, misjafnar að ítarleik og við- fangsefnum. Nýjabragð er og að þeim um ýmislegt, ekki sízt rit- gerð Stefáns Einarssonar, og vel heldur Gunnar Benediktsson, eini leikmaðurinn í hópnum, á hlut sínum. Skírnir flytur einnig að vanda ritfregnir (margar ítarlegar) um ný rit um íslenzk og norræn fræði á íslenzku og erlendum málum. Meðal annars ritar Ein- ar Ól. Sveinsson vinsamlega og verðuga umsögn um The Heroic Age of Scandinavia eftir pró- fessor G. Turville-Petre 1 Ox- ford, er fjallar um hetjuöld Norðurlanda, rökkurskeiðið, þeg- ar Norðurlönd eru að koma fram í dagsbirtu sögunnar, þjóð- flutningaöld og víkingaöld, þeg ar stóratburðir verða að hetju- kvæðum og stórmenni sveipast óðara í rökkurmóðu forneskj- unnar,“ eins og ritdómarinn orð- ar það vel og réttilega. Vil ég mæla með þessu prýðisgóða riti við þá, er fræðast vilja á ensku máli um það merka umbrota- tímabil í menningarsögu Norður landa, sem hér er um að ræða. II Annað rit, sem orðið er unn- endum íslenzkra fræða og bók- mennta kærkomið í hvert sinn, þegar það ber að garði, er Árbók Landsbókasafns íslands, en 7.-8. árgangur hennar, fyrir árin 1950-51, er nýlega kominn út (Reykjavík 1952). Ritstjórinn er Finnur Sigmundsson lansbóka- vörður, og lýsir hann í greina- góðri inngangsritgerð ástandi og starfi safnsins á umræddu tíma- bili. Bókaeign safnsins er nú tal- in um 185,400 bindi prentaðra rita, og var ritaukinn á árunum 1950-51 svipaður og tvö síðustu árin á undan, eða um 8,400 bindi. Hafa safninu eins og áður bor- izt góðar bókagjafir úr ýmsum áttum, meðal annars frá nokkr- um íslendingum vestan hafs. Skal einnar bókagjafar af þeirra hálfu sérstaklega getið í orðum landsbókavarðar sjálfs: „Þá hef- ir Miss T. Hermann í Winnipeg gefið nokkrar nótnabækur, sem verið hafa 1 eigu Péturs Guð- jónssens organleikara, og eru flestar þeirra með áritun til hans frá vinum eða kunningjum. Sýn- ir Jaessi gjöf ræktarþel íslend- inga vestan hafs, sem Lands- bókasafnið hefir oft notið á ýmsan hátt.“ Ennfremur segist landsbóka- verði þannig frá, er hann ræðir um aukningu handritasafnsins: „íslendingur í Winnipeg, Árni Kristinsson að nafni, hefir gefið endurminningar, dagbækur og kvæðasyrpur föður síns, Krist- ins Kristinssonar, sem var Ey- firðingur að ætt og ólst upp í því héraði, en fór um tvítugsald- ur vestur um haf. Þá hefir Páll Kolka læknir afhent safninu að gjöf frá öðrum íslendingi í Win- nipeg, Frikrik Kristjánssyni, við- bótarsendingu af prédikunum Matthíasar Jochumssonar í eigin handarriti, en sami maður hafði áður sent allmikið safn prédik- ana hans, sem Matthías á sínum tíma mun hafa gefið bróður Friðriks, Aðalsteini Kristjáns- syni, en hann er nú látinn.“ Landsbókavörður greinir einn ig, sem vænta mátti, frá fundi skinnblaðs þess úr Heiðarvíga sögu, er vakið hefir mikla at- hygli, og enn mun getið verða. Loks ræðir hann húsnæðismál safnsins, sem eru mestu vanda- mál þess, og er vonandi, að fram úr þeim vandkvæðum ráðist hið bráðasta; annað væri lítt sæm- andi. Þá eru eftirfarandi skrár, er Ásgeir Hjartarson bókavörður hefir samið: íslenzk rit 1949, ís- lenzk rit 1944-1948 (Viðauki og leiðréttingar), íslenzk rit 1950, og rit á erlendum tungum eftir ís- lenzka menn eða um íslenzk efni. Eru skrár þessar hinn mesti fengur fræðimönnum og öðrum, er fylgjast vilja verulega með íslenzkri bókaútgáfu og þá um leið með því, sem er að ger- ast í heimi íslenzkra bókmennta og íslenzkum fræðum. Þá er í ritinu hin gaumgæfi- lega og gagnmerka rannsókn Jóns prófessors Helgasonar á skinnblaði því úr Heiðarvíga sögu, sem fyrr getur, og næst nákvæm lýsing á merku hand- riti ættfræðilegs efnis eftir Einar Bjarnason endurskoðanda. Dr. Guðbrandur Jónsson bóka vörður á hér mjög eftirtektar- verða grein um séra Jón Matt- híasson sænska og prentsmiðju hans, fyrstu prentsmiðju ís- lenzka; en prófessor Magnús Már Lárusson ritáh fróðlega greinagerð um Pétur Palladius, Sjálandsbiskup (1503-1560), rit hans og íslendinga, og kemst að þeirri niðurstöðu, að' samskipti íslenzku og dönsku kirkjunnar hafi á þeim tíma verið stórum nánari, en ætlað hefir verið. Þá er í ritinu skrá eftir Pétur Sigurðsson háskólaritara um skákrit og smáprent um skák, er Willard Fiske lét prenta á ís- lenzku og gaf Taflfélagi Reykja- víkur. Voru þau æði mörg tals- ins, og vann Halldór prófessor Hermannsson að útgáfu sumra þeirra ásamt Fiske, en sneri öðr- um á íslenzku. Lýkur háskólarit- ari skrá sinni með þessum orð- um: „Seint mun ofmetið, hvern þátt Willard Fiske hefur átt í viðgangi skáklistarinnar á ís- landi, fyrst með útgáfu þessari og síðar, og sennilega miklu meir, með skákbókasafni sínu, er hann gaf Landsbókasafni ís- lands eftir sinn dag.“ Loks ritar Finnur landsboka- vörður gagnorða grein, „ítalsk- ur rithöfundur kynnir íslenzkar bókmenntir,“ um bókmennta- fræðinginn og rithöfundinn dr. Giacomo Prampolini, sem heima á í smábænum Spello í Perugia á ítalíu; hefir hann af staðgóðri þekkingu og góðum skilningi ritað um íslenzkar bókmenntir og snúið íslenzkum kvæðum, smásögum og skáldsögum á ít- alska tungu, auk þess, sem hann hefir kynnt löndum sínum bók- menntir vorar í fyrirlestrum og blaðagreinum. Á þjóð vor sýni- lega hollvin og hauk í horni, þar sem þessi ítalski fræðimaður er, og hafi landsbókavörður þökk fyrir grein sína um hann. En jafnan má dæmi slíkra erlendra manna vera oss íslendingum áminning um ræktarsemi við menningarerfðir vorar og varð- veizlu þeirra í landi hér. Slofnun iðnaðarbanka: Iðnaðarmenn og iðnrekendur tilbúnir með framlögin Hvor aðili um sig ábyrgist heiming 3,5 millj. króna Spjaldskrárvélar auðvelda verkið Slík spjaldskrá yrði geisi- mikið verk, ef ekki hefðu verið fengnar sérstakar spjaldskrár- vélar til að vinna verkið með. Hagstofan fékk eina slíka vél um það leyti sem allsherjarmann- tal fór fram 1950. Er hér um hin mestu undratæki að ræða, sem á skömmum tíma geta gefið út- reikninga úr flóknum skýrslum og þannig svarað ýmsum vanda- málum. Fleiri hafa not fyrir vélarnar Ýmsar aðrar stofnanir telja mikilsvert að fá slíkar vélar sér til hjálpar við flókið bókhald og skýrslugerð og óskaði Rafmagns veita Reykjavíkur eftir inn- flutningi á slíkum vélum. Um það leyti hafði dr. Carroll E. Palmer, forstöðumaður berkla- rannsóknardeildar Alþjóða-heil- brigðisstofnunarinnar ritað Sig- urði Sigurðssyni berklayfir- lækni bréf, þar sem hann bauð fram samstarf stofnunarinnar um að heildarspjaldskrá yrði gerð yfir alla Islendinga. Lagði hann til að útvegaðar yrðu slík- ar vélar ér auðvelduðu verkið og bauð að stofnun hans legði fram fé í því skyni. Innflutningur leyfður Ákvað fjárhagsráð að leyfa innflutning nýrrar og fullkomn- ari vélasamstæðu og Alþingi veitti nokkra upphæð í fjárlög- um í því skyni að taka upp sam- starf við Alþjóða heilbrigðis- stofnunina. Vélar þessar eru fyrir nokkru komnar til Reykjavíkur. Verða þær reknar sem sjálfstætt fyrir- tæki en Hagstofa íslands og Raf- magnsveita Reykjavíkur verða í byrjun aðalnotendurnir. Unnið er að heildarspjaldskró yfir alla íslendinga Sú deild Alþjóða heilbrigðis stofnunarinnar, er fæst sér- staklega við berklarann- sóknir, hefir ákveðið á þessu ári að verja allt að 8 þúsund dollurum til þess að komið verði á fót heildarspjald- 4 skrá yfir alla Islendinga. Er þegar hafin vinna við að koma á heildarspjaldskrá yfir alla landsmenn. Sér Hagstofa Is- land um framkvæmd verksins, en aðrir þátttakendur í kostnaði verksins verða fjármálaráðu- neytið, Reykjavíkurbær, Trygg- ingastofnun ríkisins og Berkla- varnir ríkisins. Alhuganir á gangi berkla- veikinnar Færðar verða inn í spjald- skrána m. a. skýrslur um berkla veiki hér á landi og munu vél- arnar auðvelda mjög athuganir á gangi berklaveikinnar hér á landi. Ber sérstaklega að geta þess, að fjárhagsaðstoð Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar er innt af hendi þrátt fyrir það, þó sú stofnun beini nú starfi sínu aðal- lega til þeirra þjóða, er skammt eru á veg kopmar í baráttu sinni við berklaveikina. Mun ákvörð- un stofnunarinnar um aðstoð hingað vera tekin með tilliti til hinna víðtæku berklarannsókna hér og óvenjulegs árangurs, sem hefir vakið alheims athygli. —Mbl., 1. sept. Ákveðið mun vera, að iðnaðar- banki taki hér til starfa á hausti komanda, og hefur, að því er blaðið hefur frétt, hlutafjársöfn- un gengið greiðlega. Félag íslenzkra iðnrekanda og Landssamband iðnaðarmanna hafa unnið að hlutafjársöfnun- inni, og hafa fengizt loforð fyrir meirihluta þess hlutafjár, er með þarf til þess að bankinn geti tek- ið til starfa, þegar reiknað er með framlagi ríkissjóðs. Samkvæmt lögunum um Iðn- aðarbanka er gert ráð fyrir 6V2 millj. króna hlutafé og er gert ráð fyrir, að Fél. ísl. iðnrekenda leggi fram lVz millj. króna, Landssamband iðnaðarmanna iy2 millj., y2 millj. verði, frjáls framlög og leggi ríkissjóður 3 millj. á móti þessu. Samkvæmt því, er Vísir hefur frétt, mun Fél. ísl. iðnrekenda og Lands^ samband iðnaðarmanna ábyrgj ast hvort um sig 1750 þúsund króna hlutafjárframlag eða sam- tals 3y2 millj. kr. þ. e. sitt upp- runaframlag og hið frjálsa lof- orð. Söfnun hlutafjár hefur gengið vel, og ríkir almennur áhugi iðn- aðarmanna fyrir þvi að bankinn taki til starfa, sem fyrst. Vegna skorts á handbæru fé munu margir væntanlegir hluthafar aðeins geta greitt hluta af fram- lagi sínu, en aftur á móti setja tryggingu fyrir eftirstöðvum. Iðnaðarbankinn verður því að treysta á, að ríkissjóður geti innt sína greiðslu af hendi, og skapað með því bankanum skil- yrði til að taka til starfa þegar 1 stað. Lengi hefur verið rætt um nauðsyn iðnaðarbanka, er sér- staklega væri ætlaður til þess að styðja og styrkja iðnrekstur- inn í landinu. Lánsfjárþörf hans er mikil, en búast má við, að iðn- rekendur myndi telja sér skylt að verzla við þenna banka og mætti þá gera ráð fyrir, að þess- ari lánastofnun myndi fljótt vaxa fiskur um hrygg. Um þriðj- ungur landsmanna á nú afkomu sína undir iðnaðinum í landinu og það er ekki vonum fyrr, að sérstakur banki taki til starfa fyrir þessa atvinnugrein. — VÍSIR, 6. sept. Sædjöfullin . . . Framhald af bls. 3 ganga, en svo sem ég er héma, þá ertu sá hugrakkasti maður, sem ég nokkurntíma hef kynnzt.“ Sædjöfullinn stóð og hristi höfuðið. „Ekki meira um það, Skipton skipstjóri,“ tautaði hann. „Ég hirði ekki um neitt hrós. Til þess hef ég ekki unnið. Ég fer aðeins fram á, að þú strikir yfir orð eins og björgun í þessu sam- bandi. Það eru lög hafsins, eins og þú veizt, að skipstjóri yfir- gefur ekki skip sitt, fyrr en það fer niður.“ Skipton skipstjóri starði um stund orðlaus á hinn blinda mann. — Svo sagði hann með hægð: „Það er rétt, Wildridge skip- stjóri. Skipstjóri yfirgefur ekki skip sitt, fyrr en það fer niður. Og það skal standa í skýrslu minni. Hér er líka um að ræða að bjarga mannslífi, og það tel ég mest um vert. Ég veit ekki, hvað menn munu kalla þig, eftir að þú kemst á land á ný, Osbert Wildridge skipstjóri, en ég þori að setja sál mína að veði fyrir því, að það mun enginn kalla þig „sædjöfulinn" framar.“- (Vikingen) — A.B. Handhæg ritvél Vér getum útvegað yður rit- vél, sem þér getið haldið á, með letri yðar eigin tungu. Samið um greiðslur THOMAS & COMPANY 88 Adelaide Street West, Toronto C.C.F. frambjóðendur í 2. kjördeild Til borgarstjóra Don. SWAILES | 1 bæjarráð J. MclSAAC Endurkjósið Howard McKELVEY Kjósið í skólaráð Walter SEABERG Endurkjósið A. N. ROBERTSON KJÓSIÐ í ÞEIRRI RÖÐ, ER ÞÉR ÆSKIÐ Vegna upplýsinga símið 22-958 — 523-777 NYTT " stiL-mt LOK Heldur vindlingatóbaki þínu fersku rr

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.