Lögberg - 16.10.1952, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.10.1952, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. OKTÓBER, 1952 Lögberg GefiíS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 6i)5 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrlft ritstjúrans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN PHONE 21804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Liögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorizcd as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Kunnur fræðimaður lótinn Hinn 1. yfirstandandi mánaðar safnaðist til feðra sinna hinn kunni fræðimaður Kristleifur Þorsteinsson bóndi á Stóra-Kroppi í Reykholtsdal níutíu og eins árs að aldri, fæddur að Húsafelli í Hálsasveit 5. apríl 1861. Foreldrar hans voru Þorsteinn Jakobsson og Ingibjörg Jónsdóttir, er ætt sína rakti til Signýjarstaða. Krist- leifur stundaði fjárgæzlu og sjóróðra þangað til hann reisti bú á Stóra-Kroppi árið 1888. Hann tók um langt skeið virkan þátt í opinberum málum innan vébanda héraðs síns, átti sæti í hreppsnefnd, safnaðaráði og fasteignamatsnefnd; jafnframt gegndi hann síma- stjórasýslan og var fréttaritari útvarpsins frá byrjun; en þó þetta væri alt gott og blessað verður Kristleifs lengst minst sem fræðimanns og verður starf hans á þeim vettvangi þeim mun íhyglisverðara sem vitað er að hann tók eigi að gefa sig að ritstörfum svo verulegu næmi fyr en hann var kominn nokkuð á fimtugsaldur, en frá þeim tíma vann hann ósleitilega að hugðarmál- um sínum með penna í hönd og lét þjóð sinni í arf fagurlega ávaxtað pund. Mesta rit Kristleifs, og það, sem að líkindum heldur nafni hans lengst á lofti, má vafalaust telja Héraðssögu Borgarfjarðar, sem er hvorttveggja í senn stórfróðleg og skemtileg aflestrar; auk þess reit hann fjölda þátta um ýmisleg efni og sæg æviminninga; hann réð yfir ágætum frásagnarstíl og vandaði málfar sitt hið bezta. Kristleifur var tvíkvæntur, fyrri kona Andrína Einars- dóttir frá Urriðafossi, en seinni konan Snjáfríður Pétursdóttir, alsystir Bjarna hreppstjóra á Grund í Skorradal, og mun hún mjög hafa hvatt hann til rit- starfanna. Á níræðisafmæli Kristleifs var fræðimensku hans fagurlega minst í blöðum og útvarpi, þótt fegurst þætti mér ummæli dr. Sigurðar Nordals. Aldrei kom Kristleifur til þessa lands, en þó munu fáir samtíðarmana hans hafa verið kunnugri högum ís- lendinga vestan hafs frá því, er útflutningar þangað hófust og grundvöllur var lagður þar að varanlegu landnámi á síðasta fjórðungi 19. aldar; hann var maður stálminnugur og svo mannfróður að af bar; ég held hann hafi vitað um ætt og afdrif hvers einasta manns, er vestur fluttist úr Borgarfirði hinum meiri, að minsta kosti fanst mér ég verða þess var af bréfum hans, því svo var hann jafnan viss í sinni sök ef borgfirzkar ættir áttu í hlut. Vestur-íslendingar munu jafnan minnast með þakklæti Kristleifs Þorsteinssonar frá Stóra-Kroppi og við minningu hans stendur Lögberg sérstaklega í djúpri þakkarskuld; hann sendi jólablaðinu skemtileg og fræðandi fréttabréf í full þrjátíu ár; títt var það, að Borgfirðingar hér vestra liti inn á skrifstofu Lögbergs, er líða tók að jólum og spyrðust fyrir um fréttabréf frá Kristleifi og hýrnaði þá jafnan yfir þeim, er þeir urðu þess vísari, að bréfið væri komið, og það heldur hreint ekkert smáræðis bréf, heldur þetta um tvær síður í blaðinu. Fundum okkar Kristleifs á Stóra-Kroppi bar ein- ungis einu sinni saman á ævinni, en það var í heim- sókn minni til íslands sumarið 1946. Við hjónin gistum Reykholt og bað ég þá séra Einar Guðnason að haga því svo til, að ég gæti hitt Kristleif að máli og brást hann vel við, því morguninn eftir var Kristleifur kom- inn í Reykholt og áttum við þar nokkurt samtal; hann steypti yfir mig spurningaflóði, þar sem ein spurningin rak aðra, sem mér var um megn að svara, og þá ekki sizt umhugsunarlaust; en svo þurfti ég í raun og veru naumast að svara spurningum, því í flestum tilfellum hafði hann svörin á takteinum sjálfur, því svo var hann vel heima í lífssögu okkar Vestur-íslendinga. í bréfinu, sem mér barst handa jólablaðinu í fyrra, er var eitt af allra fróðlegustu bréfunum og ellimerkja hvergi vart, gaf Kristleifur í skyn, að sennilega yrði það nú síðasta jólakveðjan, en lét þess jafnframt getið, að sá væri vilji sinn, að einhver ættingja sinna eða sifjaliðs, héldi bréfasambandinu áfram og mun eigi örgrant um að svo megi verða. Kristleifur á St^ra-Kroppi unni hugástum hinu fagra og svipmikla Borgarfjarðarhéraði og rann með því saman í eitt; milli bóndans og fræðimannsins ríkti jafnan hið fegursta samræmi. ☆ ☆ ☆ Óafsakanlegt sinnuleysi Kosningar til bæjarráðs í Winnipeg fara fram þann 22. yfirstandandi mánaðar og skal þá kosinn borgar- stjóri til tveggja ára, auk þess sem kjósa verður í hverri kjördeild ákveðna tölu fulltrúa í skóla- og bæjarráð. Mikið veltur að sjálfsögðu á hvernig tekst til um val slíkra manna, því hin vingjarnlega borg okkar á heimt- ingu á góðum starfskröftum. Á undanförnum árum hefir kjörsókn verið svo slæ- leg, að til, vanvirðu hefir mátt teljast; slíkt sinnuleysi er óafsakanlegt og ósamboðið hugsjón lýðræðisins og þar af leiðandi er það siðferðisleg skylda hvers at- kvæðisbærs borgara að sækja kjörstað og greiða atkvæði. Eitt versta veður að sumarlagi um norðurhluta landsins Víðasl aítakarok, stórrigning í sveitum en hríð til fjalla og mikil snjókoma 1 fyrradag skall á um norður hluta landsins hið mesta foraðsveður, svo að víða hefir ekki komið öllu verra norðanveður í ágústmánuði um langt árabil heldur en var í fyrrinótt. Hefir sums staðar orðið verulegt tjón af þessu áhlaupi einkum á heyjum. 1 byggð var víðast stórrigning, en slydduveður er hærra dró, og hríð á fjöllum. Áætlunarbifreið, sem fór um Siglufjarðarskarð í gærmorgun, var þrjá klukku- tíma á leiðinni yfir skarðið, en er vanalega eina klukkustund. Sögðu farþegar mikinn snjó í skarðinu. Vaðlaheiði var ófær litlum bifreiðum í gær, og var einkum mikill snjór austan til á heiðinni og skafrenningur. Á Akureyri er allur fjallahringurinn hvítur. Hvít tún Um Vestfirði, Húnaþing, Skagafjörð, Eyjafjörð, Þing- eyjarsýslur og Múlasýslur snjó- aði í fjöll ,og víða niður í miðj- ar hlíðar og sums staðar niður undir bæi. f Gönguskörðum í Skagafirði voru tún til dæmis alhvít í gærmorgun, er fólk kom á fætur. Kýr voru sums staðar ekki látnar út í gær vegna veðursins, og annars staðar ekki fyrr en síðdegis. Heytjón í Skagafirði Vitað er að sums staðar hafa orðið skaðar á heyi í veðrinu. Hefir það bæði fokið, þar sem veðurhæðin var mest, og eins hafa jafnlendar engjar farið undir vatn og hey skolast brott. 1 Skagafirði var geysimikil úr- koma og eylendið blotnaði mjög, og Húsabakkaflói var í gær eins og fjörður yfir að líta. Þar var mikið af heyi úti, bæði í sæti og flatt. Það, sem flatt var, hefir flotið brott, en sætið stendur upp úr vatninu eins og sker á grunnsævi. f Seyðisfirði fauk eitthvað af heyi, og einnig munu einhverjar skemmdir hafa orðið á heyi á Héraði. Víða um Norður- og Norð- ausutrland var úti mikið af heyi, og sumt af því flatt, og hefir allt gegnblotnað í þessu veðri, þótt ekki hafi beinlínis runnið undir það. í Þingeyjarsýslum snjóaði ofan undir láglendi og festi snjó í uppsveitum. Þar kom mjög illa ofan í hey bænda fyrir há- degi í fyrradag, því framan af degi var bjart og þurrt, en síðan gerði snögglega stórrigningu og hvessti þegar leið á kvöldið. Er hafrót mikið en ekki hefir frétzt itm verulega skaða, og hey munu ekki hafa fokið. í Seyðisfirði var hið mesta stórviðri, og er það til marks, að í skrúðgarði í Seyðisfjarðar- kaupstað brotnaði 5—6 m. hátt, tvístofna reynitré. Var það í læknisgarðinum svonefnda. Skipin leita undir Langanes Húsavíkurbátarnir, er stunda reknetaveiðar austur í hafi, voru komnir austur fyrir Langa- nes, þegar veðrið skall á. Smári komst inn á Raufarhöfn í fyrra- kvöld, en Pétur Jónsson og Hagbarður voru um 40 mílur austur af Langanesi, og voru þeir ásamt fleiri skipum að berja í óveðrinu upp undir land- ið í gær, og áttu eftir um 4 míl- ur. í landvar um klukkan 5 í gær. Ekkert hafði þá orðið að hjá skipum á þessum slóðum svo vitað væri í gærkvöldi. Betra austar á hafinu Þetta er eins og versti vetrar- garður, sagði fréttaritari Tím- ans á Raufarhöfn. Hér var stór- rigning, ofsarok og hafrót í nótt og hélzt fram eftir degi. Hér inni lágu nokkur skip, íslenzk, fær- eysk og norsk, en vitað er um allmörg skip, sem liggja í land- vari undir Langanesi og á leið- inni þangað. Hins vegar virðist vera betra austar á hafinu, og þar sem Súlan og Snæféll voru að veiðum um 150 mílur austur í hafi, var enn sæmilega kyrrt síðdegis í gær, en búizt við að hvessti eftir því sem lægðin færði sig til. Á Vopnafirði var stórrigning og ofsarok í fyrrinótt og gær, en ekki var vitað um teljandi skaða, nema lítilsháttar heyfok og skemmdir af vatni. Þar snjó- aði niður fyrir miðjar hlíðar og var krapahríð«í byggð en festi þó ekki. —TÍMINN, 28. ágúst Læknar og áfengismólin Víðsvegar um lönd er lækna- stéttin stöðugt að snúast meir og meir til varnar gegn áfengis- neyzlunni. Nýlega skrifar dr. Lennox Johnston í brezka lækna blaðið, British Medical Journal, um áfengi og tóbak, að þetta tvennt beri að skoða sem hættu- legt og áfengt eitur líkt og ópíum og kókaín, og eigi ekki að fást nema samkvæmt læknisávísun. — Hann fullyrðir, að áfengissýki og tóbakseitrun séu nú verstu sjúkdómarnir, sem enska þjóðin stríði við Unnt sé þó að lækna mjög auðveldlega báða sjúk- dómana eða stemma stigu við þeim. Ef litið væri á áfengi og ióbak sem hættulegt, áfengt og sljóvgandi eitur, þá mundu lækn ar aðeins örsjaldan láta slíkt úti, þar sem raunverulega sé engin þörf fyrir hvorugt sem læknislyf. Dr. Johnston vandi sig sjálfan af reykingum fyrir 24 árum, en hafði þá reykt í 12 ár. Hann var spurður að því, hvort sjúklingar hans reyktu. „Nei,“ svaraði hann, „fæstir þeirra reykja. Ég ræð þeim til að reykja ekki.“ Þá hefur yfirlæknir í Dan- mörku, George K. Sturup, skrif- að fyrir skömmu í vikurit lækna (Ugeskrift for læger) og lagst mjög gegn blekkjandi auglýs- ingum ölsölumanna. Um götur Kaupmannahafnar hafa farið vagnar með áletrun á þessa leið: „Nýársreikningur — taugaæsing. — Drekkið einn Carlsberg — taugarnar styrkj- ast.“ Gegn þessu fávíslega skrumi Um borgarstjóraembættið eru þrír í vali, Garnet Coulter núverandi borgarstjóri, valinkunnur sæmdar- maður með margra ára reynslu að baki í meðferð bæjar- málefna, Dan. Swailes, C. C. F.-sinni og Stephan Juba, er fyrir því berst, að koma á samdrykkjustofum fyrir karla og konur í borginni. Fylkið liði um Coulter á kosningadaginn og stuðlið í 2. kjördeild að kosningu Mr. Friths í skólaráð og Mrs. Hallonquist í bæjarstjórnina. Free Winter Storage Send your outboard motor in now and hove it ready for Spring. Free Kstimate on repairs * Specialists on . . . Johnson - Evinrude & Elto Service Breen Motors Ltd. WINNIPEG Phone 92-7734 leggst yfirlæknirinn, sem er sér- fræðingur v i ð geðsjúkdóma- stofnun og hefur því kynnzt á- fengisvandamálinu til hlýtar. — Hann minnir á gömlu venjuna að reyna til að drekkja áhyggjum og sorgum í áfengi — og í Dan- mörku sé þá gripið fyrst og fremst til sterka ölsins. „En þetta er hættuleg og svikul að- ferð,“ segir læknirinn, miklar rannsóknir og reynsla í sam- bandi við læknastörf og sjúk- dóma hafi sannað, að þetta sé blekking ein. Erfiðleikarnir magnist aðeins, ef reynt sé að flýja þá þannig. „Tökum við sérfræðingarnir of hart á þessu?“ spyr læknirinn og svarar: „Nei. Við erum sammála aug- Framhald á bls. 8 Frét+ir . . . Framhald af bls. I tónleika, og verða hinir fyrstu seint í þessum mánuði. ☆ Guðmundur Einarsson frá Miðdal hélt yfirlitssýningu á verkum sínum í Listahöllinni í Helsingfors í septembermánuði og sýndi þar 168 myndir, og seldust 40 þeirra. Guðmundur hyggst efna til sýningar á verk- um sínum í Munchen að vori á vegum listamannasambandsins þar. Sýningin í Helsingfors var í boði dr. Bertils Hitze sýningar- stjóra Listahallarinnar. ☆ Bréfaskóli íslenzkra samvinnu félaga hefir nú starfað í 12 ár og á því tímabili hafa innritast í skólann rúmlega 5000 nemendur. Námsgreinar eru nú 24. Á s.l. ári hófu 960 nám í skólanum og um áramótin voru skráðir þar 1690 nemendur. ☆ Nýlega hafa verið birtar skýrslur um hjónavígslur, fæð- ingar og manndauða á íslandi áriðl951. Hjónavígslur voru 1137 að tölu, en hjónaskilnaðir 96. Tala lifandi fæddra barna var 27,5 á hvert þúsund landsmanna, og af öllum börnum fæddum á árinu voru 27,3% óskilgetin, og er sú hlutfallstala heldur lægri en árið áður. Á árinu dóu hér- lendis 1135 manns eða 7,8 af þús- undi og er það lægsta mann- dauðahlutfall, sem dæmi eru til um. Heildarfólksfjölgunin árið, sem leið, var 15,5 af þúsundi. ☆ Sjómannadagsráð í Reykjavík gengst fyrir kabarettsýningum til ágóða fyrir dvalarheimili aldraðra sjómanna og skemmta þar margir erlendir og innlend- ir menn. Dvalarheimilinu hefir verið ætlaður staður og nauð- synleg leyfi eru fengin til byggingarinnar. Flugvélar Flugfélags Islands fluttu samtals 7188 farþega í á- gústmánuði s.l., og hefir félagið aldrei áður flutt svo marga far- Framhald á bls. 5 Viðskiptavelta Winnipegborgar er umfangsmikil við- skiptavelta. Og nú er þörfin brýnni en áður, að umboðsstjórn bæjarmálefna sé í þeirra manna höndum, sem hafa reynslu og æfingu — þá reynslu, sem aðeins margra ára æfing^í meðferð bæjarmálefna ein veitir. GARNET COULTER hefir þessa reynslu — sem skóla- nefndarmaður, bæjarfulltrúi og borgarstjóri. Einmiti nú, frekar en nokkru sinni fyr, þarf Winnipeg á starfs- þekkingu hans að halda — og einmitt þess vegna skuluð þér — greiða þannig atkvæði COULTER, Garnel 1 fyrir BORGARSTJÓRA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.