Lögberg - 16.10.1952, Blaðsíða 1

Lögberg - 16.10.1952, Blaðsíða 1
Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil • Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs 65. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 16. OKTÓBER, 1952 NÚMER 42 Tilkynrting um námskeið í íslenzkum bókmenntum Háskólinn hefir beðið blaðið fyrir eflirfarandi iilkynningu: The Evening Institute of the University of Manitoba announces a course of twelve lectures, “A Reading Course in Icelandic”, on Tuesdays, commencing October 28th. Professor Gudmundsson, the holder of the recently created Chair of Icelandic, offers this winter the Evening Institute’s first course in Icelandic. It is a course that will provide a splendid opportunity for those who know Icelandic and wish to become more familiar with its literature through reading. It will be given mostly in Icelandic. Selected chapters of Icelandic literature will be read, ex- plained, and discussed and related to their social and cultural environment. Fees are $7.50 for the course. You may enrol in advance by going personally to the Evening Institute Office (Room 203, Phone 3-6626), or by mail, enclosing your cheque made payable to the University of Manitoba. Classes are held in the Broadway Buildings (Memorial Blvd. Entrance) at 8 p.m. For further details telephone the Evening Institute Secretary, 3-6626. Fréttir frá ríkisútvarpi íslands Fréttabréf Árborg, Man., 9. okt., 1952 Heiðraði ritsíjóri: Tíðarfar hér hefir verið frem- ur mislynt, sérstaklega haustið. „Dagar vinda og storma,“ eins og spámaðurinn Esikíel komst að orði,“ sagði Grímur með- hjálpari í sögunni „Maður og kona.“ — Nóttina milli 5. og 6. júlí síðast liðinn gjörði óvanalega mikinn storm, svo víða brotnuðu tré niður, mátti heita stórlukka, að ekki urðu stórslys eftir það veður. — Kornuppskera hér er fremur góð, margir komnir langt með þveskjngu (Combines) og sumir búnir, og aðrir eru byrjaðir að plægja; en þá er kemur til sölunnar á korninu, fer að draga ský fyrir sól, því ekki er nú tekið nema fáein „bushel“ af hverri ekru, en ómögulegt að segja nær það sem eftir er verður selt. Það gengur svona í henni veröld, að altaf er eitthvað að. — Haustfiskveiðarnar kváðu vera fremur erfiðar sökum storma og lítill fiskur eftir því sem frétzt hefir, svo alt virðist á sömu bók- ina lært þar sem annars staðar. Töluvert hefir verið hér um giftingar; hefir þeirra verið get- ið í blöðunum. Sú síðasta var hér í Árborg 27. september s.l., er Mr. Charles Buchanan og Miss Kristjana Guðmundsson voru gift, séra H. S. Sigmar frá Gimli framkvæmdi hjónavígsl- una. Maður að nafni Bill Boone og Miss Beatrice Ólafsson voru svaramenn brúðhjónanna. Eftir giftinguna var setin fjölmenn veizla í Framnes Hall. Miss Ólöf Oddleifsson talaði fyrir minni brúðarinnar, en fyrir minni brúðgumans talaði séra H. S. Sigmar. Þrjár frænkur brúðarinnar sungu: Kristín, Herdís og Birdine Johnson. Mr. og Mrs. Fred ísfeld frá Langruth,/ Man., voru í samsætinu, kona hans (Hólmfríður) er systir brúðarinnar. Séra H. S. Sigmar stjórnaði samsætinu. — Meðal gesta frá Wínnipeg voru: Mrs. Buchanan (móðir brúðgumans), Mr. og Mrs. J. Gillies, Mr. og - Mrs. Paul Clemens, Mrs. Stjana Crow og dóttir hennar. — Mynd- ir tók Perry Diamond, er vinnur hjá Frederick Peery Photo- graphers í Winnipeg. Mr. Charles Buchanan vinnur sem dyravörður hjá T. EATON verzluninni í Winnipeg, en brúð- urin er dóttir Guðmundar S. Guðmundssonar og Sesselju T. Ingjaldssonar, þau hjónin eru bæði dáin fyrir nokkrum árum, bjuggu að Framnes, Man. — 1 lok samsætisins þökkuðu brúð- hjónin fyrir alla þá alúð, sem þeim var sýnd, ásamt þeim gjöfum, er þeim voru gefnar. Veitingar gaf Mrs. S. B. Horn- fjörð að Framnes, Man. Tvö dánartilfelli hafa orðið síðan ég skrifaði síðast: Miss Björg Jakobsdóttir Björnsson í Árborg, og Mrs. Elín Einarsson frá Framnesi, ekkja Guðjóns Einarssonar, sem lézt fyrir 6 árum. Þeirra verður væntanlega nánar getið í blöðunum. Mér þykja orðnar miklar framfarir á íslandi, eftir því sem „Tírninn" segir mér: Sykur- mais ræktaður með góðum ár- angri í Hveragerði, ennfremur kaffiræktun. Þýzkur prófessor, dr. H. Lamperts segir: „Á ís- landi gætu risið upp baðlækn- ingahæli, sem yrðu víðfræg." — „Hafinn undirbúningur að smíði stólskips á íslandi. — Hin fyrsta Diesel-vél var smíðuð á íslandi í sumar; smíði hennar hófst 15. maí og var lokið 2. september. Og í sambandi við Iðnsýning- una, er opnuð var 10. septem- ber segir að: „Þar blasi fagrir framtíðarmöguleikar við ís- lenzkri þjóð“. — Þetta ættu sannarlega að vera gleðifréttir öllum löndum hvar sem þeir dvelja á jarðarhnettinum, og í fyllsta máta aðdáunarvert. — Siyrbjörn í Króki Kjörinn forseti Ársþing sameinuðu þjóðanna, hið sjöunda í röð, kom saman í New York á þriðjudaginn; til forseta var kjörinn hinn mikil- hæfi utanríkisráðherra Canada, Lester B. Pearson. Búist er við snörpum umræðum um Kóreu- málin, Tunisíu og Morocco, og vafalaust um fleiri ágreinings- mál. Hundrað og iíu manns lýna lífi, en á þriðja hundrað sæia margvíslegum og háska- legum meiðslum • Á miðvikudaginn hinn 8. yfir- standandi mánaðar kom fyrir á Englandi eitt það ægilegasta járnbrautarslys, sem um getur í samgangnasögu brezku þjóðar- innar; þetta gerðist við bæinn Harrow, sem liggur um tíu míl- ur frá London, og varð með þeim hætti, að hraðlest rakst á farþegalest, sem var grafkyr á spori við járnbrautarstöðina, en í sömu andránni bar að aðra hraðlest, er rakst á þá, sem rétt Minnmgarorð Hinn 11. marz síðastliðinn lézt að heimili sínu í Tantallon, Sask., Sveinn Vopni um langt skeið gildur bóndi þar í bygð; hann veiktist af hjartaslagi í nóvember haustið áður og lá rúmfastur upp frá því. Sveinn var fæddur á Refsstað í Vopnafirði 6. febrúar árið 1881. Foreldrar hans voru Guðjón Jónsson Vopni og Guðríður Sig- urðardóttir; með þeim fluttist hann vestur um haf 1889. Fjöl- skyldan settist fyrst að í Argyle bygð, en fluttist til Tantallon, Sask., aldamótaárið og nam þar heimilisréttarland sex mílur norður af bænum; seinna keypti Sveinn þrjú lönd austur af bæn- um og bjó þar góðu búi í fjöru- tíu ár; hann seldi þá bú sitt og fluttist í bæinn. Hinn 29. nóvember kvæntist Sveinn og gekk að eiga Andreu Petru, dóttur Jóns Geirfinnsson- ar Gunnarssonar og fyrri konu hans Andreu Kristjánsdóttur Lund frá Raufarhöfn. Sveinn og Petreu, dóttur Jóns Geirfinnsson Guðríði Petreu (Mrs. George Besharo), Oddnýju Margréti hjúkrunarkonu, er stundaði af ástúð föður sinn í hinni löngu legu, og Þórunni Josephínu (Mrs. John Thorek), að Esterhazy, Sask.v Auk ekkjunnar og dætr- anna, lifa Svein sex barnabörn, tveir bræður og tvær systur, að viðbættum fjölda vina. Eins og skýrt var frá í síðasta blaði voru hér á ferð í fyrri viku hjónin, Mr. og Mrs. Kjartan Christopherson frá San Franc- isco. — Mr. Christopherson er fæddur að Grund, Argyle, en fluttist með foreldrum sínum, Sigurði og Carrie Christopher- son til Crescent, B.C., 1905. Þar kvæntist hann Guðrúnu Stone- son og fluttist aftur til æsku- stöðvanna, en 1936 flutti hann alfarinn ásamt konu og 9 börn- um þeirra til San Francisco, gerðist hann þar fasteigna- og lífsábyrgðarsali og vegnaði frá- bærlega vel. „Ég fór héðan í febrúar í snjó og kulda, en þegar ég kom þangað tíndi ég blóm með fram veginum," sagði hann. Öll börnin hafa komist vel til manns; drengirnir fjórir voru í hernum í síðustu styrjöld og komu heilir heim; sá elzti, Kjartan, var á íslandi og giftist íslenzkri stúlku, Hrafnhildi Snorradóttur. Elzta dóttir þeirra er hin nafnfræga söng- og leik- kona, Eileen Christie, sem skýrt hefir verið frá í Lögbergi. „Hún vildi ekki breyta nafni sínu,“ sagði Mrs. Christopher- son, „en kvikmyndafélagið vildi stytta það, svo það kæmist fyrir á undan var komin inn, og varð áreksturinn slíkur, að fjöldi vagna sentust út af sporinu og fóru í mjöl; með lestunum þrem- ur munu samtals hafa verið um þúsund farþegar, þar á með- al allmargt barna á skólaaldri; nú er vitað, að hundrað og tíu manns týndu lífi, auk þess sem hátt á þriðja hundrað sætti háskalegum meiðslum. Lögregla, læknar og hjúkru- arkonur komu þegar á vettvang, auk þess sem fjöldi verkamanna unnu að því nótt sem nýtan dag, að leita líka og grafa þau upp úr hrúgöldunum. Reglulegt Alþingi, hið sjö- tugasta og annað löggjafarþing, kom saman til funda 1. okt. s.l., að lokinni guðsþjónustu í dóm- kirkjunni. Séra Eiríkur J. Ei- ríksson á Núpi prédikaði. Er þingmenn höfðu tekið sér sæti í þingsalnum, gekk forseti ís- lands, herra Ásgeir Ásgeirsson, í salinn og las upp forsetabréf um að alþingi sé saman kvatt til funda og lýsti yfir því að Alþingi væri sett< Hann flutti síðan ávarp og komst m. a. svo að orði: „Alþingi á langa sögu og er samgróið landi og þjóð. 1 því speglast örlög þjóðarinnar á hverjum tíma. Vegur þess var mikill á tímum hins forna þjóð- veldis, það veslaðist upp á tím- iim niðurlægingarinnar. Á vor- um dögum hefir þjóðin tekið miklum stakkaskiptum og Al- þingi að sama skapi. Ég er þakk- látur fyrir að hafa átt hér sæti í nærfellt þrjá áratugi.“ Forset- inn sagði síðan: „Um úrræði og leiðir má deila, en hitt er viður- kennt af öllum, að hagur al- mennings, afkoma þjóðarinnar og öryggi, er viðfangsefni þings og stjórnar. Á þessu ári er ýms- um erfiðleikum að mæta, og vafalaust bezt metið og þegið, að þing og stjórn snúist við þeim öndverðum, þó að framorðið sé kjörtímabilsins.“ — Að lokum þakkaði forsetinn gömlum sam- í ljósa-auglýsingunum á leik- húsum.“ „Hefir hún leikið í kvikmynd nýlega?“ „Já, hún lék aðalhlutverkið í A Dream of Jeanie; það er söng- mynd byggð að nokkru leyti á ævisögu Stephen Foster. Vænt- anlega kemur sú mynd bráðlega til Winnipeg. Hún lék líka í stríðsmynd, er nefnist Thunder- bird og nú síðast í litmynd Sweetheart Time. Eileen kemur líka fram á útvarpsskemti- skrám, en hún getur ekki not- fært sér öll þau tækifæri, sem henni bjóðast, bæði við útvarp- ið og við að syngja, vegna þess, að hún er samningsbundin við kvikmyndafélagið, en ég held samt að hún verði á A1 Goodman skemtiskránni, sem heýrist yfir M.B.C. útvarpskerfið á mánu- dagskveldum kl. 9.30, Winnipeg tíma.“ Mrs. Christopherson mintist á fráfall bróður sins, Ellis Stone- son, en þess mikla athafna- manns var þá og áður minst í Lögbergi. „Ellis var afburða- maður frá unga aldri, hann hafði mikla skipulagningargáfu. Þeir aræður mínir höfðu sem sé ekkert til að byrja með, en hafa nú reist yfir tíu þúsund heimili; borgin innan borgarinnar, — Stonestown, — hið síðasta stór- , virki þeirra kostaði yfir 33 miljónir dollara. Bróðir minn var frábærlega vinsæll, því að hann vann ekki fyrst og fremst að því að auðga sjálfan sig heldur að því að byggja upp borgina og auka velsæld íbúa hennar." . „Búa margir Islendingar í San Francisco?" „Nei, ég held að þeir séu um 150, en ég má ekki staðhæfa það,“ sagði Mr. Christopherson. „Þeir hafa margir hverjir kom- ist vel áfram til dæmis hefir Fred Thorarinson reist mikið af byggingum. íslendingar halda dálítið hópinn og er það mikið að þakka séra Octavíusi Thor- starfsmönnum á Alþingi sam- starfið á liðnum árum, góða við- kynningu og vináttu margra, og sagði: „í þeirra félagsskap hef ég fengið rökstudda trú á stjórn- skipulagi voru í aðaldráttum og hæfileikum þjóðarinnar til þess að búa við það. Það er ekkert mannlegt skipulag einhlítt nema mannlegur þroski svari til þess.“ Að svo mæltu árnaði forsetinn Alþingi allra heilla í störfum, en við fundarstjórn tók aldurs- forsetinn, Jörundur Brynjólfs- son. Minntist hann ýtarlega herra Sveins Björnssonar, fyrsta forseta lýðveldisins, er lézt nóttina eftir að Alþingi var slit- ið í vetur, og einnig minntist hann nýlátins fyrrverandi al- þingismanns Sigfúsar Sigur- hjartarsonar. — Daginn eftir voru forsetar þingsins kjörnir og urðu þar engar breytingar. Jón Pálmason er forseti Sam- einaðs Alþingis, Bernharð Ste- fánsson forseti efri deildar og Sigurður Bjarnason forseti neðri deildar. Lagt var fram frumvarp til fjárlaga fyrir 1953 og eft á- ætlaðar heildargreiðslur um 392 miljónir króna og gert ráð fyrir hálfrar miljón króna greiðsluafgangi. Fyrsta umræða um fjárlögin verður á þriðju- daginn. ☆ Milliþinganefnd í áfengismál- um hefir samið frumvarp að nýjum áfengislögum og eru þar ýmis nýmæli og brevtýigar frá eldri lögum. Tekið er fram að tilgangur laganna skuli vera að stuðla að hóflegri meðferð á- fengis og vinna gegn misnotkun þess. Ríkisstjórninni er gefin heimild til að veita Áfengis- verzlun ríkisins leyfi til að brugga hér áfengt öl, en því að- eins að málið hafi áður verið borið undir atkvæði allra kosn- ingabærra manna hér á landi, og meirihluti þeirra, sem atkvæði greiða, goldið leyfisveitingu já- kvæði. Gert er ráð fyrir, að dómsmálaráðherra geti veitt fyrsta flokks veitingahúsum leyfi til vínveitinga, þegar til- tekin skilyrði eru fyrir hendi, og sett eru ný og þrengri ákvæði um vínveitingaleyfi, sem lög- reglustjóri getur gefið. Lagt er til að áfengisvamir verði stór- auknar og stofnaður sérstakur sjóður til að standa straum af kostnaði við þær. Loks eru á- kvæði um að á næstu 5 árum skuli leggja til hliðar 6% af hreinum ágóða Áfengisverzlun- ar ríkisins, og skal helmingi þeirrar upphæðar varið til bygg- ingar drykkjumannahæla og lækningastöðva handa drykkju- mönnum, sjúkrahúsa og elli- heimila, samkvæmt nánari á- kvörðun heilbrigðismálaráð- herra. Hinum helmningnum skal varið að jöfnu til þess að veita félagsheimilum og hótelum vaxtalaus lán. ☆ Berklavarnadagurinn er í dag. Samband íslenzkra berklasjúkl- lakson og konu hans. Þau hafa haft mörg boð fyrir Islendinga á hinu stóra heimili sínu, auk þess hafa þau sent út fréttabréf meðal íslendinga, þau er stundum birt- ust í Lögbergi. ,Það mælir með íslendingum að þó þeir giftist annara þjóða fólki þá halda þeir ekki aðeins áfram að vera íslendingar held- ur tekst þeim oftast að gera konu sína eða mann að Islend- ingi,“ sagði Mrs. Christopherson að lokum. inga selur merki og blað sitt um allt land til ágóða fyrir starf- semina, en nú er meðal annars í ráði að reisa fjóra vinnuskála að Reykjalundi fyrir vistmenn þar, og fékkst í fyrrahaust leyfi til að hefja smíði eins þeirra. Hingað til hafa vinnustofur ver- ið þar flestar í gömlum herskál- um. í ávarpsorðum í blaði S.Í.B.S. segir, að Samband ís- lenzkra berklasjúklinga vilji biðja íslenzku þjóðina að líta ekki á starf þess sem nauðsyn- lega hjálp við takmarkaðan flokk berklasjúklinga eingöngu og stuðning við heilbrigðisyfirvöld landsins í báráttunni gegn þeim sjúkdómi. Sambandið biður þjóðina að líta á starfið af víð- ari grundvelli, sjá það sem upp- haf nýrrar stefnu í félagsmál- um, sem beinist að því að búa svo í haginn að allir öryrkjar geti séð sjálfum sér farborða, breyta styrkþegum í skattgreið- endur og fylla með starfsgleði hið ömurlega tóm í huga hins iðjulausa öryrkja. ☆ Ákveðin hefir verið í höfuð- dráttum sýningarskrá Þjóðleik- hússins á þessu leikári, en það hófst með ballett-sýningum og síðan hefir óperettan Leður- blakan verið sýnd nokkrum sinnum og leikritið Tyrkja- Gudda eftir séra Jakob Jónsson. Á þriðjudaginn verður frum- sýning á sjónleiknum Juno og páfuglinn eftir O’Casey, í þýð- ingu Lárusar Sigurbjörnssonar. Þá verða sýnd leikrit eftir frönsku höfundana Marcel Pagnol og Je^ ** AritvúbL nýtt leikrit eftir Davíð Stefánsson skáld, sem hann kallar Hans Egede og gerist í Noregi, Dan- mörku og Grænlandi, sjónleik- urinn Ástir fjögurra herforingja eftir Peter Ustinov, og Ævin- týri á gönguför eftir Hostrup. Jólaleikritið verður Skugga- Sveinn eftir Matthías Jochums- son, og leikárinu lýkur með sýn- ingum á óperunni La Traviata eftir Verdi. Þá tekur Þjóðleik- húsið upp þá nýbreytni að halda Framhald á bls. 4 Lýkur meistaraprófi Mr. Gordon D. Campbell, er útskrifaðist í verkfræði í fyrra af Manitobaháskólanum, lauk í vor meistaraprófi í þessari sömu grein við háskóla Indíanaríkis í Lafayette; hann fékk háa eink- unn við prófið. Mr. Campbell er sonur Mr. og Mrs. Colin L. Campbell, er áður bjuggu í Winnipeg, en nú eru búsett að Berkley, Mich. Afi hans og amma í föðurætt, voru þau Mr. og Mrs. Malcolm Camp- bell, en móðir hans er Olga, dóttir Sveinbjarnar heitins Árnasonar og Mrs. Árnason, sem á heima að 160 Chestnut Street hér í borginni. Mr. Campbell hefir tekist á hendur ábyrgðarstöðu hjá sam- bandsstjórninni í Ottawa. Skip strandar ó Winnipegvatni Rétt um þær mundir, er blaðið var svo að segja fullbúið til prentunar, bárust þær fréttir, að flutningaskipið Spears, eign Sigurdson Fisheries í Riverton, hefði strandað í aftakaroki á Winnipegvatni snemma á mið- vikudagsmorguninn við Grinde- stone Point, eitthvað um tíu mílur norður af Mikley; skipið var hlaðið fiski; skipshöfn mun öll hafa komist af, að því er Mr. S. V. Sigurdson skýrði ritstjóra Lögbergs frá í símtali. Ægilegt og sérstætt samgangnaslys -^J. B. V. Stutt samtal yið merk hjón

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.