Lögberg - 16.10.1952, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 16. OKTÓBER, 1952
Úr borg og bygð
Frá Þjóðræknisdeildinni
á Lundar
Samkoma verður að Lundar
föstudagskvöldið 24. október kl.
8.30.
Skemmtiatriði verða:
1. Ávarp, séra Valdimar J.
Eylands.
2. The Northern Story, brezk
kvikmynd tekin á Islandi.
Finnbogi Guðmundsson
mælir fyrir myndinni.
3. Fiskveiðar Islendinga, er-
indi flutt af segulbandi.
Davíð Ólafsson fiskimála-
stjóri.
4. Kórsöngur, undir stjórn
Vigfúsar J. Guttormssonar.
☆
— „ÁRDÍS" —
Ársrit Bandalags lúterskra
kvenna, ÁRDIS-1952, er nýkomið
út; fæst keypt hér í borginni
hjá:
Mrs. B. S. Benson,
Columbia Press Ltd.
Mrs. J. S. Gillies,
680 Banning Street.
Verð 75 cents.
☆
Sljórnarnefnd
Elliheimilisins Betel á Gimli,
er nú skipuð þessum mönnum:
Formaður, séra Sigurður Ólafs
son, Selkirk, Man.
Skrifari, Valdimar Sigvalda-
son, Árborg, Man.
Féhirðir, O. B. Olson, C.A.,
78 Queenston St., Winnipeg.
Meðstjórnendur, S. M. Back-
man, Ste. 40, Bessborough Apts.,
Winnipeg, Harold Bjarnason,
Gimli, Man., S. A. Anderson,
Baldur, Man.
☆
Kennarar í Inspectorial Divis-
ions 22 og 23, héldu tveggja
daga þing í Winnipeg síðast-
liðna viku og var Mr. F. K.
Sigurdson frá Lundar kosinn
forseti þessara samtaka; fyrr-
verandi forseti var Miss Solome
Halldorson, skólastjóri á Stone-
wall.
☆
Mr. og Mrs. Valgardson frá
Moose Jaw komu til borgarinn-
ar á laugardaginn ásamt dóttur
sinni, Avis, og syni sínum, Nor-
man, til að vera viðstödd gift-
ingu systurdóttur Mr. Valgard-
sons, Eileenar Johnson.
Dr. og Mrs. S. E. Björnsson
frá Miniota komu til borgarinn-
ar í fyrri viku; sat Dr. Björnsson
læknaþingið, sem þá fór fram.
☆
Á sunnudaginn 12. okt. lézt í
bílslysi Jóhannes Tryggvi Sig-
urdson, 322 Vimy Road, Kirk-
field Park, Winnipeg, 70 ára að
aldri. Hann var fæddur á Is-
landi, en fluttist til Manitoba
fyrir 52 árum. Hann var vél-
stjóri hjá Dominion Linseed
félaginu þar til hann lét af
störfum 1950. Auk ekkju sinnar,
Guðrúnar, lætur hann eftir sig
tvo sonu, Gunnar og Sigurð, og
sex dætur, Mrs. J. Stevenson,
Mrs. P. Sepke, Mrs. S. McLen-
nan, Mrs. R. Rydyk, Mrs. J.
Magnet og Mrs. N. Boychuk; enn
fremur 20 barnabörn og eitt
barnabarnabarn. Hann verður
jarðaður að Víðir, Manitoba.
☆
— GIFTING —
Á laugardaginn 11. október
voru gefin saman í hjónaband í
Fyrstu lútersku kirkju, Eileen
Soffía Johnson, dóttir Mr. og
Mrs. G. J. Johnson, Garfield
Street, og William Donald
Mitchell Stewart, forstjóri endur
skoðendafélags hér í borg. Séra
Sigurður Ólafsson frá Selkirk
framkvæmdi hjónavígsluna; —
Kerr Wilson söng brúðkaups-
söngvana, en Mrs. Eric ísfeld var
við hljóðfærið. Svaramenn voru
Miss Doris Wilson frá Montreal
og G. H. Horner. Vegleg og fjöl-
menn brúðkaupsveizla var setin
í Fort Garry hótelinu. Heimili
Mr. og Mrs. Stewart verður í
Winnipeg.
☆
Fyrir rúmri viku komu hingað
til borgarinnar Mr. og Mrs. J. A.
Miller frá Gander, Newfound-
land; Mrs. Miller ér Margrét
dóttir þeirra Mr. og Mrs. J. B.
Lifman frá Árborg. Með þeim
kom Mrs. Lifman, er dvalið hafði
um hríð hjá dóttur sinni og
tengdasyni í Gander og Miss
Sólborg Lifman, er gegnt hefir
skrifstofustörfum í Gander ár-
langt.
☆
I septemberhefti ritsins The
Country Guide er minst á höf-
undinn Kristine Kristofferson
og skýrt frá uppruna hennar og
ævi, í tilefni þess að þá verður
skáldsaga hennar, Tanya, birt
sem framhaldssaga í ritinu.
Lagði stund á alþjóðaviðskipti, sjó- og
félagarétt við Harvard
Spjallað við Tómas Árnason
Fyrir nokkru kom hingað til
lands ungur lögfræðingur, Tóm-
as Árnason að nafni, ættaður frá
Seyðisfirði. Hann lauk lögfræði-
prófi við Háskólann hér 1949 og
hefur dvalizt í Bandaríkjunum
að undanförnu í rúmt ár við
.framhaldsnám og notið til þess
styrks, er bandaríska ríkisstjórn-
in veitti. Tómas, er starfaði sem
lögfræðingur á Akureyri, áður
en hann hélt vestur um haf,
stundaði nám við frægasta laga-
skóla Bandaríkjanna Harvard
Law School. Styrkur sá, sem
hann naut var fólginn í greiðslu
alls ferðakostnaðar í sambandi
við dvölina í landinu, skólagjöld
voru greidd og uppihald allt.
Fjórir íslendingar hlutu slík-
an styrk á s. 1. ári, en hann var
veittur s a m k v . lögum, sem
kennd eru. við bandarísku þing-
mennina Smith og Mundt, og
eiga þau að stuðla að auknum og
gagnkvæmum kynnum meðal
frjálsra þjóða.
☆
Blaðið náði tali af Tómasi, er
hann kom fyrir skömmu til bæj-
arins og leitaði nokkurra frétta
um námsdvöl hans vestra og
hvernig hann hefði kunnað skóla
vistinni.
Hinn óhóði umsækjondi
er óbyrgist
Beztu hæfni í sljórnarframkvæmdum
Enga hækkun verzlunar- eða fasteignaskatta
Betra hlutskipti fyrir bifreiðaeigendur
Aukningu iðnaðar í Winnipeg, og þróun þess að
borgin geti orðið miðstöð allra flugmála
Canada (All Canadian Air Centre)
Betri samvinnu í fylkismálum
Sanngjarna og skynsamlega áfengislöggjöf
JUBA, frambjóðandinn,
sem hefir ungmannsáhuga,
einnig reynslu, og hefir
sýnt og sannað hæfileika
til að starfa fyrir fólkið,
einnig að leggja sig í líma
fyrir málefnið.
. JUBA, frambjóðandinn,
sem hefir ákveðna stefnu
að bjóða hverjum borgara.
Það er ástæðan
,Að við þörfnumst
Breytingor
við"
Rtephen Juba,
Sýnið yðar góðu dómgreind
Kjósið fyrir borgarstjóra
Slephen JUBA
f ramkvæmdarst j óra
Kalli Torfason, er um langt
skeið hefir starfrækt leigubíla-
stöð á Gimli, .hefir nú flutt á-
samt fjölskyldu sinni til Win-
nipeg.
Mrs. G. J. Jóhannson, Alver-
stone Street, fór til Glenboro
um helgina í fylgd með Mr. og
Mrs. K. Christopherson frá San
Francisco.
☆
Mrs. Rúna Árnason frá Gimli
kom til borgarinnar fyrir helg-
ina til að vera viðstödd giftingu
bróðurdóttur sinnar, Eileenar
Johnson.
☆
Sveinbjörn Pálsson frá Hecla
var í borginni í fyrri viku; kvað
hann fiskafla við eyna mjög lít-
inn og fiskverðið óákveðið.
☆
Samkvæmt frétt úr The Sel-
kirk Enterprise er séra Harald
S. Sigmar frá Gimli nú staddur
á kirkjuþingi í Seattle.
☆
Mr. Paul Aðalsteinn Sigurd-
son, sonur Mrs. Pálínu Sigurd-
son og Tryggva heitins Sigurd-
son, fyrrum að Morden, Man.,
giftist hinn 30. ágúst síðastlið-
inn Miss Yvadell Rampton,
einnig frá Morden. Hjónavígslan
fór fram í St. Paul United
Church í Morden. Brúðhjónin
sigldu til Englands með Empress
of Scotland 27. sept. og þaðan
til íslands, en þar ætlar Mr.
Sigurdson að stunda kenslu-
störf í vetur; hann er bróður-
sonur frú Guðrúnar, ekkju Guð-
mundar skálds Friðjónssonar frá
Sandi.
Icelandic Canadian
Club Meeting
The first meeting of the Ice-
landic Canadian club in the
1952—53 season will be held
Oct. 20, commencing at 8.30 p.m.
in the lower auditorium of the
First Federated church, Banning
Street.
Prof. Finnbogi Guðmundsson
will give a short talk and there
will be selected musical num-
bers.
Following the business meet-
ing and program will be a social
hour featuring square dancing
with Geo. Nick, assistant dir-
ector of the Provincial Physical
Fitness Program, as Master of
ceremony.
Members are privileged to
bring a friend. Prospective
members are invited to attend.
You will enjoy the Icelandic
Canadian club! W. K.
Á kynningarnámskeiði
— Ég fór utan flugleiðis 25.
júlí 1951, segir Tómas, og dvald-
ist fyrstu sex vikurnar á kynn-
ingarnámskeiði, sem stúdentar
frá um 20 löndum sátu. Var það
ætlað til þess að kynna okkur
útlendingunum land það, er við
sóttum heim og bandaríska þjóð-
háttu. Námskeiðið var haldið í
Hudsondalnum, skamman veg
frá New York og var það hið
nytsamlegasta á allan hátt.
Við lagadeild Harvard
— Að námskeiðinu loknu hóf
ég framhaldsnám við Harvard
háskólann og lagði stund á sjó-
rétt og félagsrétt með sérstakri
áherzlu á skipulag, stjórn og
r e k s t u r bandarískra hlutafé-
laga. Einnig lagði ég stund á al-
þjóðaviðskiptafræði og fjallaði
ritgerð sú, sem ég gerði að nám-
inu loknu um þá grein. (Legal
Problems of World Trade).
— Hvernig þótti þér skólaver-
an?
— Harvard háskólinn er rek-
inn með miklum myndarbrag og
sækja hann stúdentar frá öllum
ríkjum Bandaríkjanna. Einnig,
hitti ég þar marga lögfræðinga
frá öðrum löndum, sem þar
stunduðu sérnám í hinum ýmsu
greinum.
Kennslufyrirkomulag við skól
ann er með nokkuð öðrum hætti
en hér heima. Starfar það helzt
af því, að réttarskipun Banda-
ríkjanna er frábrugðin íslenzkri
í ýmsum atriðum og einnig það
að skólinn er gamall og kennslan
í mörgu hefðbundin, þótt margt
nýtt sé þar og á prjónunum.
Harvard lagaskólinn nýtur
mjög mikils tfausts um öll ríkin,
og það ekki sízt vegna þess hve
hann hefur rutt brautina um
kennslu í ýmsum nýjum grein-
um lögfræðinnar.
Hjá Standard Oil Company
— Fórst þú nokkuð víðar um
Bandaríkin og kynntir þér fræði
grein þína?
— Já, að loknu náminu við há-
skólann fékk ég góðan ferða-
styrk til þess að ferðast um í
sambandi við námið.
Dvalist ég við fyrirtækið
Standard Oil Company, sem er
til húsa í New Jersey. Var ég
þar í sex vikur og kynnti mér
olíufluthinga og olíuviðskipti al-
mennt. Einkum fylgdist ég með
starfsemi Esso Export Corpora-
tion, sem sér um sölu á olíu til
annarra landa og Esso Shipping
Company, er sér um olíuflutn-
ingana. Var dvöl mín þar hin
ánægjulegasta, enda margt að
sjá og læra í hinum risastóru
fyrirtækjum þessum.
Veglyndi Bandaríkjasljórnar
— En hvernig féll þér við
bandarísku þjóðina og lífsháttu
hennar?
— Prýðilega í einu orði sagt
Bandaríkjamenn eru mjög frjáls
lyndir og lausir við formlega og
þvingaða framkomu, glaðlegir og
vingjarnlegir.
Lífskjörin þar í landi eru ákaf-
lega góð, og einkum er það eftir-
tektavert hve velmegun og hag-
sæld er almenn og útbreidd og
fjárráð meiri en hér.
Ég þarf auðvitað ekki að taka
fram hve nytsamt það er og gagn
legt, að fá tækifæri til sérnáms
við svo ágætan háskóla sem Har-
vard ,en það myndi langflestum
íslenzkum námsmönnum gjör-
samlega ókleift ef styrkur slík-
ur, sem ég naut af hálfu Banda-
ríkjastjórnar hefði ekki komið
til. G. G. S.
— MBL. 29. ágúst
MÆÐI
SKJÓTUR
BATI
Berjist ekki við suSandi andardrátt,
hósta eða andarteppu. TakiS RAZ-
MAH töflur, sem eru sérstaklega
gerSar vegna mæSi, andþrengsla og
lfkra óþæginda; þaS verkar skjðtt og
þér njðtiS fullrar sveínværSar. 65 c,
$1.35. R-53.
Læknar . . .
Framhald aí bls. 4
lýsingastjóra ölsölunnar um það,
að auglýsingin hrífi. Hún hrífur
allt of vel. Fólk, sem vanlíðan á-
sækir fer eftir auglýsingunni og
tekur að „hressa“ sig annað slag-
ið. — En þetta er það, sem eflir
drykkjuskapinn ---- meiri öl-
drykkja, einmitt þetta, sem aug-
lýsingin ráðleggur. En hver
verður svo afleiðingin? Efling
drykkjuskaparins. Auglýsingin
er jafnskaðleg, segir læknirinn
ennfremur, og ölsala á vinnu-
stöðvum . . . afleiðingarnar eru
svo eyðilögð heimili, ógæfa
næstu kynslóðar, öryggisleysi og
aftur vanlíðan og taugabilun, og
þar með grundvöllur fyrir öl-
auglýsingar næstu kynslóðar.
Hvað er svo um íslenzka
læknastétt að segja? Eigum við
að unna henni sannmælis? Ég
stóð upp frá ritvélinni og
hringdi til landlæknis og spurði:
— Hve margir læknar á Islandi
eru algerlega bindindismenn?
Landlæknir hló við og sagðist
ekki geta svarað þessu, en eftir
sér mætti hafa það, að sú breyt-
ing hafi orðið til batnaðár í sinni
tíð, að þar sem óregla hafi helzt
einkennt stéttina áður, sé það nú
reglusemi og bindindi.
Ég hef leitað mér upplýsinga
um þetta og hygg, að óhætt megi
fullyrða, að mestur hluti lækna-
stéttarinnar. á íslandi annað
hvort afneiti áfengisneyzlunni
gersamlega eða snerti áfengi svo
lítið, að ekki sé orð á gerandi.
Einhverjir finnast þó sennilega
enn breyzkir, en þjeir eru ekki
margir. En nefna mætti nokkra
forustumenn stéttarinnar, svo
asson, Sigurð Sigurðsson berkla-
sem landlækni, dr. Helga Tóm-
yfirlækni, Gnðmund Karl Pét-
ursson yfirlækni ,og fleiri á-
gætismenn, sem eru fyrirmynd-
ir í þessum efnum, og er slíkt
Séra Valdimar J. Eylands
Heimili 686 Banmng Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnd. 19. okt.
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli kl. 12
Ensk messa kl. 7 síðd.
Fólk boðið vel komið
S. Ólafsson
ekki lítill styrkur fyrir bindind-
ismálið. Þannig er þetta orðið
víða um lönd, og er það mikið
fagnaðarefni og spáir góðu um
sigur yfir áfengisbölinu. En eig-
um við þá ekki, öll alþýða manna
að leggja eyrun að orðum hinna
sérfróðu manna, eins og t. d.
þessara tveggja lækna, danska
og enska, sem að framan eru
nefndir, viðurkenna, að þeir
segja sannleikann, og að það er
sannleikurinn einn, sem getur
gert okkur frjálsa menn, einnig
frjálsa frá drykkjusiðunum og
áfengisbölinu? Látum ekki ræt-
ast á okkur, að heyrandi heyr-
um við ekki.
Pétur Sigurðsson
— EINING, septemberbl.
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMUNDSSON
FREYJUGATA 34 . REYKJAVIK
The Use of
Commercial Fertilizers
Barley Production
■n
Barley responds to the use of commercial fertilizers
better than any other grain crop. In North Dakota
where conditions are very similar to Manitoba, George
Simons, County Agent in Griggs county, reports an
increase in yield of from 44.1 bushels per acre to 59.5
or an increase of 15.4 bushels per acre. He states: “In
our trials, I have found that commercial fertilizer gives
excellent responses on barley. There is a greater root
development, thicker stands, earlier maturity, increased
test weght and best of all increased yields.” On this
market he reckons the net cash increase per acre, i.e.,
less cost of fertilizer, to beí
$17.83 from barley
10.25 from oats
8.80 from wheat
In Manitoba the fertilizer used is Ammonium Phos-
phate in either of two formulations—11-48-0 or 16-20-0.
The Manitoba Fertilizer Board recommend for barley
the use of 30 to 40 lbs. per acre of 11-48-0 when sown on
summerfallow and 40 to 60 lbs. per acre of 16-20-0 when
sown on stubble land. More recent experiments would
indicate that the higher rates give correspondingly
higher yields. The fertilizer for barley should be applied
with a fertilizer attachment on the drill so that the
fertilizer may be placed in the soil near the seed.
Plan to fertilize your barley next year. To be sure
of a supply place your order early with the fertilizer
dealer in your town.
For further information write to:
BARLEY IMPROVEMENT INSTITUTE
206 Grain Exchange Building, Winnipeg
Twenty-third in series of advertisements. Clip for scrap book.
This space contributed by
THE DREWRYS LIMITED
MD-323