Lögberg - 23.10.1952, Síða 3

Lögberg - 23.10.1952, Síða 3
3 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. OKTÓBER, 1952 SIGURÐUR MAGNÚSSON: Farið út á yztu þröm Heimsókn í musierið, sem byggi var úr efnum frá íialíu og Kína Litið inn á knæpu þar sem þrælar ópíumsins þjóna eiiurguðnum BANGKOK, laugard. 23. 8. — Það heitir Wat Benchamabopitr, sem þýðir „hofið er reist var af fimmta einvaldanum,“ en það er þó oftast nefnt Marmaramusterið, og þannig kennt við byggingar- efnið, sem er aðaluppistaða þess leið út til ítalíu. Raunar var einnig farið upp til Kína eftir tígulhellunum í þökin, en eðalsteinar, gull og aðrir góð- málmar, sem prýða hinar mörgu byggingar að utan og innan, sótt- ir til margra fjarlægra landa. — Frægustu húsagerðarmeistarar ríkisins voru tilkvaddir, en þeir sóttu aftur ráð utan að og lögðust á eitt um sköpun lista- v e r k s , sem samboðið væri f i m m t a einvaldanum, Chula- longkorn konungi, sem ákvað árið 1899 að láta endurreisa þetta gamla musteri, svo að það yrði sæmilegt minnismerki sjálf- um honum og Gautama Búdda til dýrðar. Það var einmitt á þessum stað, sem Chulalongkorn eða Rama V, hafði í æsku gegnt prestþjónustu, og þangað ákvað hann að flytja skyldi ösku lík- amsleifa sinna, er dagur hans væru allir, og setja hana undir fótskör sjálfs Phra Buddha Jin- arja. Meðan unnið var að musteris- byggingunni hugkvæmdist kon- ungi að gaman væri að safna á einn stað margvíslegum mynda- styttum, er sýndu hvernig lista- menn ólíkra tímabila og ýmissa þjóðerna hefðu mótað hugmynd- ir sínar um meistarann Buddha, og í því skyni lét Rama konung- ur bæði leita um allt ríki sitt og einnig til annarra landa. Árang- urinn varð sá, að um 500 styttur standa nú í súlnagöngum must- erisins, allar í meira en líkams- stærð, flestar ævagamlar, en nokkrar eftirlíkingar fornra og frægra höggmynda, sem sjálfar voru of litlar til þess að falla inn í þá umgerð, er sköpuð hafði ver- ið í þessu skyni. Munkarnir fjórir Þarna situr meistarinn í ýms- um stellingum. Hann er t.d. með krosslagða fætur og í andlegri uppljóman, stendur og réttir fram hendur til þess að hasta á hafið, setur niður deilur milli manna, skýrir hin leyndardóms- fullu rök lífs og dauða, rís, sigri hrósandi, upp af krónu lótus- blómsins, íhugull, dularfullur, oftast alvörugefinn, en stundum brosmildur og ljúfur. Fjórir snoðklipptir munkar, klæddir gulum skikkjum, ganga hægt og stefna inn í musteris- garðinn, þar sem við stöndum. Seo Hemanchayart, leiðsögu- maður minn, sem man hvers ég hef óskað, segir: „Nú“ — og þá göngum við fram á móti munk- unum, leggjum lófa saman og hneigjum okkur. Þeir nema stað- ar og svara kveðjunni á sama hátt. Hemachayart tekur þá tali. Af látbragði þeirra er mér ljóst, að afráðið sé að verða við óskum mínum. Svo göngum við allir sex inn í eitt hinna mörgu af- hýsa musterisins. Þar eru okkur fengnir stólar, en munkarnir fjórir setjast með krosslagðar fætur upp á pall. Þeir eru ber- sýnilega í bezta skapi, lausir við alla tilgerð og koma frjálsmann- lega fyrir. Fyrst hélt ég, að þeir væru allir um tvítugt, en svo kom í ljós að tveir voru hálf- þrítugir en hinir nokkuð á fert- ugsaldri, og er þetta eitt af því marga, sem veldur því að eftir- leiðis mun ég skipta fólki hér í þrjá flokka, börn, unga og gamla, en til þeirra, sem ég nefni unga, geta þeir talizt, sem eru frá 18-45 ára, og er mér oft alveg ómögulegt að segja, svo að vit sé í, á hvaða þrepi þess aldurs- stiga staðið er. Sá munkanna fjögurra, er elztur var í hettunni og orð hafði fyrir þeim bræðrum, heitir Kiti- , og sótt var á sínum tíma alla wong Veshi. Hann mælti á þessa leið: „Sá er siður hér í Siam, að þeir, er vilja vera með mönnum taldir, verja a.m.k. þrem mán- uðum æsku sinnar til prestþjón- ustu og er það talið lágmark þess, er þarf til þess að kynnast grundvallaratriðum trúarbragða vorra, auk þess sem hreinlífi er öllum unglingum hollur skóli. Heimilt er þó hverjum að fara, er hann vill, áður en lokið er þessum þriggja mánaða tíma, en talinn er það vottur iskyggilegs óstöðuglyndis að fara fyrr en þetta skeið er á enda. Margir þeir, er ákveða sjálfir að verða prestar gera það að ráði ættingja, hefja þjónustu þegar á unga aldri, en tvítugir taka þeir venjulega ákvörðun um hvort áfram skuli haldið eða aftur snúið. Heimilt er hverjum að hverfa úr prestastétt og taka upp önnur störf, hvenær sem þess er óskað. Ég kom fyrst fjórtán ára gam- all 1 klaustur og eru nú þrettán ár síðan ég, þá tvítugur, hafði aldur til að ákveða sjálfur að helga líf mitt þessarri köllun. Fari svo að ég sannfærist um að önnur störf væru mér eiginlegri, þá má ég, átölulaust, fara héðan á morgun. — Sá, sem vill helga líf sitt prest- þjónustu þarf til þess eftir- greint: þrjá gula dúka, en það eru þrenn föt okkar, því að við notum ekki annað fatnaðar, en einn gulan dúk í senn, rakvél, nál, tvinna og vatnsílát. Algengt er að þeir, sem fjáðir eru, gefi klaustri því, þar sem þeir kjósa að dvelja, eignir sín- ar, en fleiri eru þeir þó, sem koma með tvær hendur tómar. Mörg eru klaustrin rík að jarð- eignum, en önnur eiga lítið sem ekkert af löndum eða lausum aurum og verða prestarnir þá að lifa á því einu, sem þeim er gef- ið hverju sinni. Við byrjum daginn klukkan 4 á morgnana, en þá erum við vaktir með bjölluhljómi og er þá risið úr rekkju. Fyrsta klukku tímanum verjum við til bæna- lesturs, en klukkan 6 eigum við að vera komnir út í götur og göngum við þá framhjá flestum húsum borgarinnar, svo að öll- um, er vilja, gefist tækifæri til þess að minnast hins mikla meistara vors með því að láta blóm eða mat, — oftast hrísgrjón — af hendi rakna til okkar. Þér megið ekki kalla þetta betl. Það er alrangt, því að það erum við sem gefum. Svo er hverjum í sjálfsvald sett, hvort hann notar tækifærin. Við borðum árbít um 9 leytið, eftir að heim er komið frá því að áminna almenning um að rækja trú sína, og að því búnu lesum við í hinum helgu fræðum til kl. 11, en þá neytum við hinnar einu máltíðar dagsins. Eftir það meg- um við ekkert bragða nema te eða vatn. Frá kl. 12-6 megum við verja tímanum að vild, og lesa margir þá, en frá kl. 6-7.30 flytjum við kvöldbænir í kap- ellu og næstu klukkustundirnar eru oftast notaðar til andlegrar íhugunar, unz gengið er til náða. Maturinn í klaustrunum er einfaldur en hollur og eru hrís- grjón oft helzta uppistaða mál- tíðarinnar. Við sofum á hörðum trébekkjum. Áfengis megum við ekki neyta, en tóbak er okkur heimilt. Krafan um einlíf er und- antekningarlaus. Við megum ekki fara í leikhús eða sækja kvikmyndasýningar en 1 e i k i megum við fara í heima í klausturgarði. Okkur er gefinn kostur á að sækja skóla, þar sem kennt er allt það, er varðar Buddhatrú, en auk þess eitt eða tvö tungumál. Hér hef ég nú reynt að verða við ósk yðar um að segja frá nokkrum þeim atriðum, sem varða, ef svo mætti segja, hið ytra borð embættis vors. Hitt — hið innra — verður ekki skýrt. Það verður einungis lif- að, og það er venga þess, sem ég hef verið hér í nítján ár og mun verða öll þau ,sem ég á ólifuð. Lífsflótti, spyrjið þér? Vitan- lega. Það er mergurinn málsins og takmarkið að hverfa alveg frá þessu lífi til annars, sem betra er og æðra.“ Samtalinu var 1 o k i ð. Svo spenntum við greipar og hneigð- um okkur. Eftir litla stund var Wat Benchamabopitr — marm- aramusterið mikla — að baki, þar sem fim'mtíu Búddhar standa vörð um ösku Rama hins fimmta, þar sem hún hvílir við gullinn fótstall Phra Búddha Sinarja, þar sem munkurinn Kitiwong Veithi mun síðar leggj- ast, saddur lífdaga, til hinztu hvíldar og þannig ná hinu æðsta takmark ævi sinnar. Nýr heimur „Hvert skal nú halda?“ spurði Seo Hemachayart. „Það er bezt að fara alla leið út á hinn endann, svo að maður hafi einnig þar farið út á yztu þröm,“ svaraði ég. „Nú er rétt að koma inn í einhverja ópíumhol- una.“ „Gott og vel,“ svaraði hann „Ökum þá í ópíumknæpu.“ Á leiðinni þangað sagði hann mér að ópíumneyzla væri leyfi- leg í landinu, en óheimilt væri að hafa það um hönd nema á vissum stöðum, sem löggiltir væru í því skyni, gegn mjög háu gjaldi, ópíumrækt væri í land- inu, að það væru Kínaverjar, er einkum neyttu þess, og að fátítt væri að menntamenn gerðust þrælar þessa eiturs, en algengt væri það meðal menntunarlítilla erfiðsmanna, einkum samlor- anna, hinna þríhjólandi stéttar bræðra kínverzku kúlianna. Hann kvað eitt ópíumhylki kosta hálfan sjötta tecal, en sú mynt er að verðgildi svipuð ís- lenzkri krónu, og úr því fengj- ust 5-6 pípur, en algengt væri að menn neyttu a. m. k. tveggja hylkja á dag. — Raunar færi það mjög eftir efnahag manna og þess væru mörg dæmi að menn eyddu öllu fé og hverri stund til ópíumneyzlunnar og að margir glæpir ættu rót að regja til þess að verið væri að útvega peninga til ópíumreykinga. Við stöðvuðum nú bifreiðina ög gengum þar inn, sem mér sýndist fyrst vera venjulegt veitingahús, því að nokkrir menn sátu í anddyri og supu gos- drykki eða kaffi, en þegar lengra var komið og augun farin að venjast rökkrinu, þá opnað- ist alveg nýr heimur. — VÍSIR, 5. sept. í Hagtíðindum er þess getið að fyrstu 7 mánuði þessa árs eða frá áramótum til júlíloka hafi verið fluttar inn drykkjarvörur fyrir um eina silljón króna, eða nánar tiltekið fyrir milljón og 50 þúsund krónur. Hins vegar hefur áfengisverzlun ríkisins á sex fyrstu mánuðum ársins, eða til júníloka, selt áfengi fyrir hvorki meira né minna en um 30 milljónir króna eða nánar til- tekið kr. 29,593,238, og geta menn á þessu séð lítið dæmi um álagn- ingu ríkisins. Það, sem af er þessu ári hefur áfengissalan þó verið í heild heldur minni í krónutali en á sama tíma í fyrra. Fyrri helming Mirtningarorð Guðmundur Pétursson andað- ist að Elliheimilinu Betel, á Gimli, þann 26. sept. Hann var fæddur að Hólmakoti í Hraun- hreppi í Mýrasýslu 31. ágúst 1877. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson bóndi þar og fyrri kona hans Sigurlaug Sig- urðardóttir, systir Sigurðar Sig- urðssonar kennara við Mennta- skólann í Reykjavík, er ungur druknaði í Reykjavíkurhöfn. Guðmundur missti móður sína á barnsaldri, en ólst upp með föður sínum og síðari konu hans, Margréti ólafsdóttur frá Skíðs- holtum. Þau fluttu vestur um haf 1902 og settust að í Geysis- byggð í Nýja-íslandi. Átti Pétur systur þar í byggð, Mrs. Björg- hildi konu Gísla bónda Gísla- sonar á Gilsbakka. Pétur faðir Guðmundar bjó í Fljótsdal, og þar andaðist hann. Tvö hálf- systkini Guðmundar, Sigurður Kristinn og Ragnhildur, dóu á unga aldri. Ein hálfsystir hins látna, Mrs. Halldór Sigurðsson í Winnipeg, er á lífi. Vel reyndist Guðmundur föð- ur sínum og heimili hans. Eftir lát föður síns átti Guðmundur jafnan heima í Fljótsdal, og bjó einn, en vann jöfnum höndum utan heimilisins árum saman meðan kraftar hans leyfðu. Var hann trúr þjónn, vandaður mað- ur og trygglyndur; engum manni vildi hann mein gera. Guðmundur var fremur ein- mana maður, og efri æviárin urðu honum alltorsótt leið upp á hinn örðuga hjalla efri áranna. Hann átti trygga vini, er hann hafði athvarf hjá, sem glöddu hann og réttu honum kærleiks- hönd — og þeirra á meðal var systir hans og maður hennar. Guðmundur hændi að sér börn og var einkar barngóður maður. Sá, er línur þessar ritar, minn- ist hjálpsemi hans og hlýleika í fiskiveri á Winnipegvatni og bróðurlegrar samúðar, er hann, harðþjálfaður og öllu vanur, sýndi nýkomnum „emigranta" unglingi. Ef til vill hafa aðrir sömu sögu að segja. — Verðmætin eru ekki öll í löndum og lausum aurum, heldur einnig fólgin í því að létta öðrum byrðar og rétta hjálparhönd, ef þess er kostur; en það hygg ég að Guðmundur Pétursson hafi jafnan verið fús að gera meðan hann mátti. — Þrotinn að heilsu og þreki fyrir aldur fram kom hann til Betel 15. nóv. 1951, varð því dvöl hans þar nokkru skemmri en eitt ár. Á Betel naut hann góðrar að- hjúkrunar og leið vel þótt heilsu hans hrakaði. Var hann þakk- látur fyrir að hafa komist þar í höfn; hann andaðist þar, eins og að ofan er getið. — útför hans fór fram frá Elliheimilinu Betel undir stjórn sóknarprestsins á Gimli. Við Geysis-kirkju fjölmenntu vinir og nágrannar hins látna manns. Undirritaður flutti þar kveðju mál og jós moldu. ársins n:m salan þá kr. 29,841.70, en á fyrri helming þessa árs kr. 29,593,238. í Reykjavík var vínsalan um hálfri milljón króna minni nú, en í fyrra. Þá nám vínsalan í Reykjavík fyrri helming ársins kr. 24,356,968, en nú kr. 23,891, 024; á Akureyri nam vínsalan í fyrra kr. 2,433,814, en nú kr. fyrra en nú kr. 626,400; á Seyðis- 2,364,393; á ísafirði kr. 582,269, í firði kr. 369,684 í fyrra, en kr. 406,009 nú; á Siglufirði kr. 752, 152 í fyrra, en kr. 771,558 nú; í Vestmannaeyjum kr. 1,346,823 í fyrra, en nú kr. 1,534,008. — A. B. 4 sept. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg PHONE 92-6441 J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance in all its branches. Real Estate - Mortgages • Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargenl Ave., Winnlpeg PHONE 74-3411 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh Sl. Winnipeg PHONE 92-4624 Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Ashphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. GIMLI FUNERAL HOME Sími 59 Sérfrœöingar i öllu, sem aö útförum lýtur BRUCE LAXDAL forstjóri Licensed Embalmer % Dr. A. V. JOHNSON DENTIST 506 SOMERSET BUILDING Telephone 92-7932 Home Telephone 42-3216 Dr. ROBERT BLACK SérfrœBingur i augna, eyrna, nef og hálssjúkdðmum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 92-3851 Heimasimi 40-3794 Comfortex the new sensation tor the modern girl and woman. Call Lilly Matihews. 310 Power Bldg., Ph. 927 880 or evenings. 38 711. Gundry Pymore Ltd. British Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST. WINNIPEG PHONE 92-8211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreclated Minnist EETEL í erfðaskrám yðar. PHONE 92-7025 H. J. H. Palmason, C.A. Chartered Aecountant 505 Confederation Life Building WINNIPEG MANITOBA Parker, Parker and Kristjansson Barrisiers - Solicilors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadlan Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 92-356] G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 404 SCOTT Blk. Síml 02-5227 BULLMORE FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr. Kaupið Lögberg S. Ólafsson Drykkjarvörur fluttar inn fyrir 1 millj. kr.# en seldar hér fyrir 30 millj. Business and Professional Cards

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.