Lögberg - 23.10.1952, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. OKTÓBER, 1952
5
wwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwww
\l I 4 W4AI
IVISNA
M)
\ / Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON
C. A. C.
Neytendafélag Canada — Canadian Association of Consumers
Húsmæður annast um innkaup
fyrir heimilin og fjölskylduna;
talið er að 85 prósent af því fé,
sem varið er til innkaupa í Can-
ada, fari í gegnum hendur
kvenna.
Það er síður en svo að konur
séu alltaf ánægðar með þær
vörur, sem eru á boðstólum
hvorki hvað snertir verð þeirra
eða fráganginn á framleiðslu
þeirra, en fram til síðustu ára
hafa þær litlu getað áorkað til
bóta í þeim efnum b'æði vegna
þess að áhrifa þeirra gætir lítt
í stjórnmálunum — þær eiga
fáar sæti á þingi eða í stjórnar-
nefndum — og vöruframleiðslan
er að mestu í höndum karl-
manna.
Eini vegurinn er að húsmæð-
ur landsins sameinist; aðeins
þannig geta þær gætt hagsmuna
sinna. The National Council of
Women leitaði víðsvegar skoð-
ana kvenna um þetta mál og
komst að þeirri niðurstöðu að
80 prósent kvenna í Canada
æsktu þess að konur mynduðu
alþjóðarsamtök sín á milli í þeim
tilgangi að gefa húsmæðrum
leiðbeiningar um innkaup á
vörum; í öðru lagi til að þær
hefði félag er yrði milliliður
milli neytenda og stjórnarinn
og milli neytenda og vörufram-
leiðenda. Ef þetta neytenda- eða
húsmæðrafélag yrði öflugt
myndu stjórnarvöldin og fram-
leiðslufélögin sjá þann kostinn
vænstan að taka leiðbeiningar
þess til greina.
Fyrsta sporið í þá átt að stofna
félagið var að fá stjórnina til
að leggja fram fé í ferðakostnað
til Ottawa fyrir fulltrúa frá
fimmtíu og sex leiðandi kvenna-
samtökum landsins og lét stjórn-
in af hendi rakna $15.000 í þess-
um tilgangi. Þing þetta var háð
1947 og voru þar samankomnir
forsetar landssamtaka kvenna í
öllum stjórnmálaflokkunum, —
I.O.D.E., úr kirkjudeildum pró-
testanta, kaþólskra, gyðinga,
hjálpræðishernum og frá Busi-
ness og Professional Women’s
Club og mörgum fleiri. Þótt
þetta væri all-ósamstætt lið,
ríkti hin mesta eining á þinginu
er bar þann árangur að öflugt
og virðulegt neytendafélag hús-
mæðra alls landsins var stofnað
þá þegar án frekara tilstands —
Canadian Association of Con-
sumers — og þykir þetta fyrir-
brigði einsdæmi í sögunni um
einingu og samtakavilja kvenna.
í félaginu eru nú yfir 13.000 ein-
staklingsmeðlimir auk fimmtán
landssamtaka kvenna, er telja
um 500.000 meðlimi. Getur hvaða
kona sem vill gengið í félagið
með því að senda 50 centa með-
limagjald til Canadian Associa-
tion of Consumers, 1245 Well-
ington Street, Ottawa 3, Canada,
og fær hún þá mánaðarlega
ýmsar leiðbeiningar um inn-
kaup, og skýrslur um starf fé-
lagsins. Þangað getur hún og
skrifað varðandi það, er henni
finnst ábótavant við þá vöru er
hún kaupir.
C. A. C. hefir lagfært margt
og komið miklu góðu til leiðar
síðan það var stofnað fyrir
fimm árum. — Húsmæður í St.
John, New Brunswick, höfðu
hugboð um það að bakarabrauð-
in væru ekki fullar 24 únzur,
eins og þau eiga að vera þar.
C. A. C. konur þar keyptu 18
brauð víðsvegar um bæinn og
fengu umsjónarmann stjórnar-
innar til að vlgta brauðin, og
vógu þau aðeins 20 únzur; þetta
varð til þess að hann sá um
framvegis að reglunum væri
framfylgt.
Konum 1 Quebec fannst að
kjötframleiðslufélögin væru að
reyna að ginna þær með því að
vefja bacon innan í gegnsæjan
pappír með rauðum röndum. —
C. A. C. valdi eina borg, Stath-
more í Quebec, sem tilrauna-
stöð; öllum félagskonum þar var
tilkynnt að þær skyldu krefjast
þess, að kjötsölumaðurinn tæki
umbúðirnar af hinu dulbúna
bacon áður en þær keyptu það.
Ekki leið á löngu áður en kjöt-
sölumenn borgarinnar sendu
umkvörtunarbréf til kjötfram-
leiðslufélaganna með þeim ár-
angri að þau héldu fund með
forseta C. A. C. samtakanna og
rauðu randirnar eru nú að hverfa
af bacon umbúðunum.
Margt fleira gagnlegt hefir
C. A. C. framkvæmt og verður
þess getið af og til í þessum
dálkum; aðeins verður hér til-
færð ein sönnun enn um nyt-
semi og framtak þessara kvenna
samtaka:
Sápur og þvoltaduft
C. A. C. rannsakaði sápu- og
þvottaduft og komst að því, að
það var ekki hægt að reiða sig
algerlega á ráðvendni framleið
enda þessarar vöru. Duftið er
selt í pökkum í þremur stær&-
um og á að vera helmingi meira
duft í miðlungspakkanum en í
þeim minsta og helmingi meira
í stærsta pakkanum en í miðl-
ungspakkanum. En við rann
sókn kom það í ljós, að eitthvað
höfðu framleiðendurnir kákað
við vogina því minstu pakkarn-
ir reyndust vera beztu kaupjn.
C. A. C. sýndi stjórnarvöldunum
fram á, að stærðin á sápu- og
þvottaduftspökkunum væri eng-
in sönnun fyrir því hve mikið
væri í þeim. Árangurinn af því
varð sá, að sambandsþingið sam-
þykkti lög 1951 þess efnið að
allir vöruframleiðendur yrðu að
stimpla vöruþyngdina á pakk-
ana, á alla vöru, sem seld er
pökkum. —
Engar vörur eru auglýstar
eins mikið og sápu- og þvotta-
duft; fæstir leggja trúnað á aug'
lýsingarnar og reyna að loka
augum og eyrum fyrir þeim.
Tegundirnar eru svo margar og
nöfnin svo mörg, að fæstar kon
ur vita hvers konar sápu, eða
duft þær eigi að velja. 1 C. A. C.
Bulletin, sem út kom í apríl og
sent er öllum félagskonum eru
ágætar leðibeiningar um hinar
mismunandi tegundir:
Fáanlegar eru fjórar tegundir
af sápu- og þvottadufti, sem er
þannig gerðar að hægt er að
nota það við hvers konar þvott
á heimilinu.
1. Fyrst er hrein óblönduð
sápa í sápustykkjum, sápuflís-
um og sápudufti. Það er Maple
Leaf Flakes, Ivory Snow, Ivory
Flakes, Princess Flakes og Lux.
Ekkert kemst í hálfkvisti við
þessa óblönduðu sápu í rignar-
vatni eða „soft“ vatni fyrir
þvott á fínum fötum og dúkum,
sem ekki eru mjög óhreinir.
2. Við suma sápu er bætt al-
koline-blöndu til þess að ná úr
miklum óhreinindum og einnig
er bætt við sápuna fluorescent-
lit — hin svokallaða „hvítari en
hvít“ sápa. í þessum flokki eru
Thrift Soap Flakes, Quix, Chipso,
Rinso, Oxydol og Supersuds.
Þessar sápur eru sérstaklega
góðar til að ná miklum og fitu-
kendum óhreinindum úr fötum
og dúkum. Ekki er ráðlegt að
þvo úr þeim ull eða fín föt.
3. Þá er komið að hinum
„sápulausu sápum“ — synthetic
detergents. — Hinar léttari og
fíngerðari eru Dreft og Vel. Þær
eru ágætar fyrir ullarefni og fín-
gerð efni, einnig fyrir litað efni,
ef hætta er á því að það láti
litinn. Þær eru og ágætar við
diskaþvott; sápuifroðan rennur
af diskunum og þeir verða speg-
ilgljáandi. Bezti kostur deter-
gant sápunnar er, að hægt er að
nota hana í kalkblönduðu (hard)
vatni og einnig í „soft“ vatni og
jafnvel í sjávarvatni.
4. 1 fjórða flokknum eru hið
sterkara þvottaduft — Tide, Fab,
Surf og Bye. í þessu dufti er
synthetic detergents og alko-
line og önnur efni til þess að
auka kraft þeirra við að ná ó-
hreinindunum úr þvottinum,
einnig er venjulega í þeim
fluorescent litur og í sumum
er carboxymethyl cellulose til
þess að þvotturinn verði ekki
gráleitur eins og oft vildi verða
fyrst er detergent þvottaduftið
kom á markaðinn. Þetta duft er
ágætt til þ'votta þar sem þvotta-
vatnið er kalkblandað — hard.
Stundum reynist vel að blanda
saman sápudufti og detergent
dufti.
MINNINGARORÐ:
Sigurður Finnsson
landnámsmaður og bóndi í Víðisbyggð í Manitoba
F. 8. jan. 1880 — D. 29. júlí 1952
Svo minnumst ei á biturt strit og stríð
Né stutta œvi, löngu týndar grafir,
Og allt það fjör, sem fórst í miðri hlíð,
Né förlað þol og beztu vona tafir.
Því hvern skal segja sælli en landnámsmann?
Með sigurhug í Ijóði og handartáki,
Með nýja og víða veröld framundan,
Og vegleg óðul feðra sinna að baki.
-STEPHAN G. STEPHANSSON
Dánarminmng
Það hefir dreglst alltof lengi
að rita dánarminningu Felixar
heitins Sigmundssonar frá
Grund, þar sem nú eru liðin
meir en tvö ár síðan hann lézt.
En betra er seint en aldrei.
Séra Bjarni A. Bjarnason, er
jarðsöng Felix heit., var beðinn
að rita hana og birta í íslenzku
blöðunum, en einhverra hluta
vegna hafði það gleymzt.
Foreldrar Felixar voru þau
valinkunnu sæmdarhjón Jónína
Cuðrún Jónsdóttir og Sigmund-
ur Gunnarsson Gíslasonar fræði-
manns bónda að Syðra-Álandi
í Þistilfirði. Heiman af íslandi
fluttist Felix með foreldrum
sínum árið 1891 og settust þau
að á Grund í Geysisbygð tveim
árum síðar, og bjuggu þar allan
sinn búskap.. Þegar kraftar
þeirra þrutu tók Felix sál. við
búsforráðum og hjá honum dóu
þau bæði fyrir allmörgum árum,
og reyndist hann þeim um-
hyggjusamur og góður sonur.
Börn þeirra Grundarhjóna
voru:
Sigrún, fyrri kona Jóns Nor-
dals, dáin fyrir löngu síðan;
Gísli, lengj kaupmaður að
Hnausa (dáinn 3. ágúst 1949)
kvæntur Ólöfu Sigurbjörgu Dan-
íelsdóttur Daníelssonar pósts;
Gunnar, dáinn 1928, 36 ára og
ókvæntur; Rannveig, gift And-
rési fóstursyni Finnboga Firm
bogasonar frá Finnbogastöðum
í Breiðuvík; Felix Sigurbjörn,
fæddur 14. jan. 1882, dáinn 21
apríl 1950, ókvæntur; Sigurrós,
gift manni af enskum ættum,
búsett í Saskatchewan.
Þrjú stúlkubörn ólu þau
Grundarhjón upp frá bernskU'
skeiði, þær:
Sigríði, dóttur Sigrúnar dóttur
þeirra, gift James Page, Win-
nipeg; Lillian, dóttur Gísla son-
ar þeirra, dáin ung að aldri;
Pearl, dóttur Rannveigar dóttur
þeirra, gift manni af norskum
ættum, Magnusi Wold, búsett í
nágrenni við Grund; mun Pearl
hafa dvalið hjá afa sínum og
ömmu meðan þau lifðu.
Felix sál. bjó á Grund í mörg
ár eftir lát foreldra sinna, eða
þar til hann kenndi banameins
síns. Eftir það settist hann að
hjá Pearl frænku sinni og
manni hennar, og þar andaðist
hann eftir langt og strangt sjúk-
dómsstríð. Banamein hans var
krabbi í lungunum, reyndist
frænka hans honum með af-
brigðum vel.
Felix sál. var ágætur drengur,
enda vinsæll mjög; hans er því
saknað að makleikum bæði af
vinum og vandamönnum. Gott
var nágrönnunum að leita til
Felixar um hjálp, ef á lá; fáir
munu bónleiðir hafa brott vikið,
ef þess var kostur að uppfylla.
Jóhannes H. Húnfjörð
Sigurður Finnsson var fæddur
í Mikley í Winnipegvatni, 28.
júlí 1880. Foreldrar hans voru
Kristjón Finnsson, alkunnur at-
orku- og athafnamaður, og fyrri
kona hans Sigríður Halldórs-
dóttir Friðrikssonar Reykjalíns,
prests og prófasts á Stað á
Reykjanesi. Sigurður ólst upp í
Riverton og varð snemma harð-
duglegur og framsækinn. Annan
dag febrúarmánaðar 1901 kvænt-
ist hann Hildi Jónínu Sigfúsdótt-
ur Péturssonar bónda að Skóg-
argarði við íslendingafljót og
konu hans Þóru Sveinsdóttur.
Var Hildur hin ágæasta kona að
gjörfuleik og mannkostum og
frábær aðstoð manni sínum á
langri og farsælli samfylgd
þeirra. Hún andaðist 19T. des.
1947 eftir langa rúmlegu.
Börn þeirra eru:
Thora Sigrún, Mrs. J. B. Jó-
hannsson, Árborg; Friðrik, Sig-
fús, Halldór Reykjalín; Sigurður
Hildibrandur og Ásgeir Ingvi,
allir kvæntir og bændur í Víðis-
byggð; Hildur Sigríður, Mrs. H.
Hibbert, Sylvan, Man.; Salín
Rannveig, Mrs. G. Hewson,
Vancouver, B.C.
Látin eru:
Kristjón Baldur, d. 1936 og
Sveinn Erling, d. nýfæddur.
Öll eru börn þeirra gift, einkar
efnilegt fólk og öll búsett í ætt-
byggð sinni, utan tvær systur,
er annað heimilisfang eiga og
skilgreint er; barnabörn eru 31
að tölu.
Látin systkini Sigurðar eru:
Sigríður, kona Gunnlaugs G.
Martin, og Friðjón.
Á lífi eru:
Mrs. Ingunn Fjelsted, Árborg,
Man.; Mrs. Kristín Baldvinsson,
Hnausa, Man.; Mrs. Rósa Helga-
son, Hnausa, Man.; Mrs. Sigríður
Anderson, Árborg, Man.; Miss
Guðrún Finnson, Hnausa, Man.;
Kristjón, bóndi í Víðisbyggð;
Wilfred, bóndi, Hnausa, Man.
Sigurður og kona hans bjuggu
fyrst í ættbyggð sinni við ís-
lendingafljót, en námu land og
settust að-í Víðisbyggð eftir alda-
mót
venju mikinn dugnað og heil-
brigða framsóknarþrá. Marg-
þætt varð athafnastarf Sigurðar
bónda, og varð lífsbaráttan hörð
og í mörg horn að líta. Brátt varð
bú hans umfangsmikið. Um
mörg fyrri ár vann hann utan
heimilis síns að afstöðnum
sumar- og haustönnum. Er vetur
gekk í garð fór hann út í skóga
og vann að trjáviðarsögun, og
hafði stundum margt manna með
sér. Þegar synir hans fengu aldur
til urðu þeir ágætir samverka-
menn hans, jafnt heima og að
heiman; hið sama var að segja
um dæturnar, þær voru ágætir
hjálpendur móður sinnar á
heimilinu, er var eitt af fjöl-
mennustu heimilum Nýja-ís-
lands. Þar hélt um stjórnvöl
hin ágætasta eiginkona og móðir,
er átti flesta þá kosti, er góða
konu mega prýða; er hún með
öllu ógleymanleg ástvinaliðinu
eftirskilda, samferðafólki og
vinum.
Sigurður ávann sér traust
sveitunga sinna og allra þeirra,
er kynni höfðu af honum. Hann
átti stóra hlutdeild í og frum-
kvæði að mörgum framkvæmda
málum byggðar sinnar og héraðs,
og mátti jafnan eiga vísa aðstoð
Sigurður Finnsson
honum vel og gáfu eðlilega útrás
hæfileikum hans. Nokkuð var
hann kappsfullur, ef því var að
skipta; skapgerðin karlmannleg
og hvergi hvikul. Að öllu leyti
var hann hinn ábyggilegasti,
trúfastur og sannur vinur, er í
raun reyndist ágætlega vel.
Sigurður var einkar glæsilegur
maður, mikill að vallarsýn, með
hærri mönnum, en fremur
grannur á vöxt; svipurinn karl-
mannlegur og nokkuð harðger;
ímynd norrænnar karlmennsku,
eða þannig kom hann mér fyrir
sjónir. — Þráðbéinn og íturvax-
inn var hann að hinzta degi
fram.
Nokkur síðari árin hætti hann
búskap og dvaldi þá í Árborg.
Var heilsa konu hans þá mjög
að þrotum komin. Annaðist hann
um hana eftir beztu getu, og af
frábærri nærgætni. Síðustu ævi-
ár hennar dvöldu þau á heimili
dóttur sinnar og tengdasonar,
við alla þá umönnun, er unnt
var í té að láta.
Eftir fráfall konu sinnar dvaldi
Sigurður aðallega á téðu heimili
og leið mjög vel; naut hann sín
ágætlega, enda umkringdur af
börnum sínum og systkinum,
fornum nágrönnum og vinum.
Heilsu hans var tekið að hraka,
þótt hann bæri sig vel. Fáum
vikum áður en dauða hans bar
að> lét hann svo ummælt við
Sameiginlega áttu þau ó- þann, er þetta ritar, að: „Nú
væri hann eins og farmaður^ er
biði byrjar til fegurri stranda.“
Dauða hans bar brátt að — störf
og athafnir dagsins voru á enda
— og þreyttur starfsmaður hafði
hlotið lausn frá margþættum
önnum og erfiði dagsins, er hann
með prýði hafði af hendi leyst.
Útför hans fór fram frá heimili
dóttur hans og tengdasonar í
Árborg og frá samkomuhúsi
Víðisbyggðar þann 1. ágúst. —
Talið var að um 500 manns væri
viðstatt kveðjuathöfnina í heima-
byggð hans. — Sá, er þetta ritar,
flutti kveðjumál með aðstoð Mr.
Virgil Anderson, Stud. theol.
S. Ólafsson
Fréttir . . .
Framhald af bls. 1
fjársjúkdómum eftir því sem til-
tækilegt þætti. Hingað er nú
kominn á vegum stofnunarinnar
skozkur sérfræðingur í sauð-
fjársjúkdómum, og mun dveljast
hérlendis þrjár til fjórar vikur.
☆
Ákveðið hefir verið að taka
upp búfræðikennslu í vetur í
þremur héraðsskólum landsins,
að Núpi, Reykjum í Hrútafirði
og Skógum. Til kennslunnar eru
ráðnir búfræðikandidatar, en
félag þeirra og fræðslumála-
stjóri hafa undanfarin tvö ár
unnið að því að kennsla í bú-
fræðum yrði tekin á námsskrá
við einhverja af héraðsskólun-
um. Hjá grannþjóðunum er
kennsla í undirstöðuatriðum bú-
fræði verulegur þáttur í starfi
margra alþýðuskóla. Verknáms-
eða smíðadeildir hafa verið við
tvo héraðsskóla hérlendis og
gefist vel.
☆
1 vetur fá 22 íslenzkir náms-
menn styrki fyrir milligöngu
norræna félagsins til náms við
lýðháskóla og húsmæðraskóla á
Norðurlöndum, og hrökkva
styrkir þessir til þess að greiða
ýmist allan námskostnaðinn eða
meginhluta hans. Langflestir
fara til Svíþjóðar, eða 15, tveir
til Noregs, einn til Finnlands og
fjórir til Danmerkur. 1 vetur
stunda tveir sænskir nemendur
nám í íslenzkum gagnfræða-
skóla og hafa til þess styrk frá
sænska ríkinu.
☆
Á síðastliðnum vetri fól
menntamálaráðuneytið stjórn
íslenzku orðabókarinnar að hafa
umsjón með skráningu og út-
gáfu nýyrða, sem fé var veitt til
á fjárlögum þessa árs. Dr. Sveinn
Bergsveinsson var ráðinn til
starfans og hefir hann að þessu
unnið frá því í febrúarmánuði
síðastliðnum. Fyrsta hefti ný-
Framhald á bls. 8
Department of Mines and
Natural Resources
Public Notice
Auction Sales of School Lands
PUBLIC NOTICE is hereby
given that certain School Lands
in the Province of Manitoba
will be offered for sale by
PUBLIC AUCTION at the
places and on the dates here-
after mentioned:
WINNIPEG — October 31st,
1952 — 124 parcels. To be held
in Theatre “A”, Government
Building, 469 Broadway Ave.
GRANDVIEW — November
4th, 1952 — 43 parcels. To be
held in the Legion Hall.
ROBLIN — November 6th,
1952 — 58 parcels. To be held
in the School Auditorium.
All sales to
o’clock a.m.
commence at 10
C0PENHAGEN
hans til framkvæmda. Hann var
vel gefinn og vel máli farinn;
létu praktískar framkvæmdir
Lists of Lands, reserve price,
terms and conditions of sale
may be secured on application
to the Lands Branch, Depart-
ment of Mines and Natural Re-
sources, Room 18, 469 Broadway
Avenue, Winnipeg, Manitoba.
Dated at Winnipeg, in Manitoba,
this First day of October, 1952.
R. W. GYLES,
Director of Lands,
Room 18, 469 Broadway
Winnipeg.
Bezta munntóbak
heimsins
Stingandi fótaverkur
Þjáist þér 1 leggjunum evo sem
hnlf væri stungiB I holdiC ? Veit-
ist yBur erfitt aS rétta úr fót-
unum? Þósundir mæla meB
Templeton’s T-H-C’s vegna
skjótrar svíunar & vöðvas&rs-
auka. YCur getur batnaC viC aC
nota T-R-C's. 65 c., $1.35 i lyfja-
búCum. J-838.