Lögberg - 23.10.1952, Síða 6

Lögberg - 23.10.1952, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. OKTÓBER, 1952 Langt í burtu frá HEIMSKU MANNANNA Eftir THOMAS HARDY J. J. BÍLDFELL þýddi „Já, hún gjörir það, herra. Ég hefi verið hjá henni í gegnum alla erfiðleika hennar — og þegar að Tray dó — og ef að hún skyldi gifta sig aftur, þá býst ég við að ég yrði hjá henni.“ „Hún hefir lofað þér því, eðlilega," sagði ástfangni klókindarefurinn himinlifandi glaður yfir því að orð Liddy gáfu til kynna að Bath- shebu hefði komið til hugar að ske kynni að hún gifti sig aftur. „Nei, hún hefir nú í rauninni ekki lofað því. Ég held það aðeins sjálf.“ „Já, já, ég skil það. Þegar að hún minnist á, að hún máske gifti sig aftur, þá gengur þú út frá......“ „Hún minnist aldrei á það, herra,“ sagði Liddy og furðaði sig á hversu heimskur að Boldwood virtist vera orðinn. „Auðvitað ekki,“ flýtti Boldwood sér að segja, og vonin, sem vaknað hafði hjá honum þvarr. — „Þú þarft ekki að seilast svona langt með hrífuna, Liddy — stutt og tíð hrífuför eru drjúgust. — Jæja, það er nú máske bezt fyrir hana, þegar að hún er orðin sjálfs sín herra aftur, að láta þar við sitja — og sleppa ekki sjálfstæðinu aftur.“ „Húsmóðirin sagði áreiðanlega einu sinni, þó að hún hafi kannske ekki meint það, að hún gæti gift sig, ef að hún vildi, eftir sjö ár frá því í fyrra.“ „Ó, eftir sex ár frá því nú. Hún sagði það. Það er víst álit flestra ráðsettra og málsmetandi manna, að hún gæti gift sig strax, hvað svo sem að lögfræðingarnir hafa um það að segja.“ „Hefir þú verið að spyrja þá um það?“ spurði Liddy ofur sakleysislega. „Nei, langt því frá,“ sagði Boldwood og roðnaði. „Liddy, — Oak sagði að þú þyrftir ekki að vera hér lengur en þér sjálfri sýndist. Ég ætla nú að halda áfram dálítið lengra. — Vertu sæl!“ Hann fór í burtu óánægður við sjálfan sig og fyrirvarð sig fyrir að hafa í fyrsta sinni á ævinni framið það, sem nefna mátti — undir- ferli. Vesalings Boldwood hafði ekki meiri hug- mynd um fágaða kænsku heldur en sleggju- hamar, og hann var órólegur út af því, að hafa gjört sjálfan sig heimskulegan, og það sem verra var — fyrirlitlegan. En þrátt fyrir það hafði hann þó til endurbóta komist að einu sannleiksatriði, sem að var honum nýtt og afar þýðingarmikið, en það var, að eftir rúm sex ár gat Bathsheba virkilega gifst honum. Það var eitthvað ákveðið í þeirri von, því þó að honum væri ljóst, að Bathsheba hefði máske ekki meint mikið með því, sem að hún sagði við Liddy um giftingu, þá sýndi það samt, að hún hafði látið sér það til hugar koma. Þessi hugsun fór Boldwood aldrei úr huga. Sex ár voru að vísu langur tími, en hann var óneitan- lega miklu styttri — en aldrei, sem að liugur hans hafði fram að þessu orðið að sætta sig við og þola. Jakob varð að vinna tvisvar sinnum sjö ár fyrir Rakel. Hvað var það að bíða í sex ár eftir slíkri konu sem Bathsheba var? Hann reyndi að telja sér trú um, að biðin væri á- kjósanlegri Heldur en þó að hann gæti gifst henni strax. Hann fann að ást sín til hennar var svo djúp, sterk og guði vígð, að hún hefði ekki gert sér grein fyrir mætti hennar, og biðin gæfi honum tækifæri til þess að sýna henni og sanna hve róttæk ást hans væri. Að þessi sex ár mundu líða, eða verða eins og ein mín- úta í lífi hans. Svo lítið mat hann hið jarðneska líf sitt, þegar að hann bar það saman við sam- búðina við hana. Hann ásetti sér að láta þessi sex ár verða óumræðileg og draumsæl tilhuga- lífs ár. Það var höfuðatriði lífs hans að þetta næði fram að ganga — allt annað var einskis vert. í millitíðinni, snemma og seint á sumrinu, var fjársýningin í Greenhill undirbúin, og nú var að henni komið. — Þá sýningu sótti margt fólk frá Weatherbury. L. KAPÍTULI Greenhill var í Novgorod í Suður-Wessex, og var önnumkafnasta, glaðværasta og hávaða- samasta plássið, sem að til var þar um slóðir og jafnvel víðar, einkum á fjársýningardaginn. Þessi sýningarstaður var uppi á hæð, þar sem sem að fornar garðbyggingar voru enn í góðu gildi. Þar var mikill víggarður og hringmyndað gerði allt í kringum hann upp á háhæðinni, sem að nokkur skörð voru fallin í hér og þar. Tvö aðalhlið voru á gerðinu, hvort á móti öðru, og lágu bugðóttar götur upp að þeim og sýn- ingarsvæðinu, sem var slétt flöt um tuttugu ekrur að stærð, innan gerðisins. Á sýningar- svæðinu stóðu nokkrar varanlegar byggingar, en flestir, sem þangað komu; höfðu með sér tjöld, sem þeir sváfu og mötuðust í á meðan að sýningin stóð yfir. Fjárhirðar sem komu langt að á sýninguna fóru að heiman frá sér með fjárrekstur sinn nokkrum dögum og jafnvel viku áður en sýn- ingin átti að byrja, og þeir ráku fjárhópa sína hægt og gætilega —-fóru aldrei lengra en ellefu til tólf mílur á dag, og hvíldu féð á næturnar í haglendi með fram veginum, eins og samið hafði verið um fyrir fram. Fjármennirnir gengu á eftir hópum sínum á daginn með krókstaf í hendi og malpoka um öxl, sem að þeir geymdu vikuforða sinn í. Þegar kindur gáfust upp, urðu haltar eða báru, sem stundum kom fyrir hjá þeim, er langt áttu að fara, voru þær látnar í vagnkassa, sem að hestur gekk fyrir og þannig fluttar á sýningarstaðinn. Weatherbury-bændurnir þurftu ekki á þeim útbúnaði að halda, því að þeir áttu ekki svo langt að sækja. Sýningar- og markaðsfjárhópur þeirra Bathshebu og Boldwoods bónda var tilkomu- mikill og stór og vakti almenna eftirtekt, og í þetta sinn fylgdi Oak flokknum auk fjárhirðis Boldwoods og Cain Balls, og þeir ráku hann eins og leið liggur í gegnum Kingsbere-þorpið áleiðis til hæðarinnar, og á eftir þeim lallaði George gamli. Haustsólin skein skáhalt á hæðina um morguninn og döggvott næturfallið glitraði eins og perlur á hæðinni. Moldreykjarmekkir risu upp og sátu eins og skýbólstrar á milli limgarðanna, sem voru sitt hvoru megin við vegina, sem að lágu upp að hæðinni úr öllum áttum; þessir miklu mekkir færðust smátt og smátt nær hæðinni og flokkarnir sáust brátt þræða sig eftir götunum, er lágu í ótal bugð- um upp á toppinn á hæðinni. Þannig komu hóparnir sígandi og seint hver á eftir öðrum og fóru inn í gerðið, sem fram undan þeim var, í tugum saman, einn á eftir öðrum — þar var kollótt fé og hyrnt fé — blátt fé og rautt fé, mórautt fé og brúnt fé, og jafnvei grænt fé og dökkrautt fé, eftir því sem litunarmanninum datt í hug, eða bæjarvenja var orðin. Menn kölluðu og hundar geltu í ákafa, en hjarðmenn- irnir, sem að margir hverjir voru komnir langt að, létu sig hávaðann litlu skipta, þó að þeir þreyttust aldrei á að tala um óvanalega við- burði, sem áð fyrir þá hafði borið, og risa- vaxnir fjárhirðar risu hér og þar upp úr hópn- um eins og geisistórir dýrðlingar á meðal krjúp- andi biðjenda. Margt af fénu, sem á sýningunni var, var South Downs og svo gamla hyrnda fjártegund- in frá Wessex, og af þeirri fjártegund var flest af fé þeirra Bathshebu og Boldwoods. Þetta fé kom á sýningarsvæðið um klukkan níu, hornin lágu fagurlega niður með vöngumnn í ótal velvöndum bugðum og huldu eyrun. Á undan og á eftir komu aðrar fjártegundir eins loðnar og pardusdýr, þó að engir sæjust blett- irnir. Þar var líka nokkuð af Oxford-fé, sem að ullin var farin að byrja að hrokkna á, eins og hár á höfði barns, en þó tóku Leicester- kindurnar þeim fram hvað hár- eða ullarprýð- ina snerti, en þær voru þó ekki eins hrokknar og Cotowolds-féð. En lang tilkomumestur af öllu fénu var dálítill hópur af Exmoor-kindum, sem af tilviljun var á sýningunni þetta ár; þær voru kolóttar í framan og á fótunum, með dökkum stórum hornum, og ullin myndaði kraga í kringum dökkleitt ennið og nefið, svo að þær skáru sig úr öllu öðru fé, sem þar var. Allt þeta fé, sem var síjarmandi og krafsandi, var dregið í dilka áður en morguninn var hálfnaður, og hundarnir, sem tilheyrðu hverj- um flokk fyrir sig, voru bundnir við dilka- veggina. Gangar fyrir fólkið lágu í gegnum dilkana, sem voru fullir af fólki víðsvegar að, er var að kaupa og selja. Á öðrum stað á sýningarsvæðinu fóru at- hafnir af öðru tagi að vekja eftirtekt þegar leið fram að hádeginu. Þar var verið að reisa nýtt stórt og mikið belgtjald. Eftir því sem lengra leið á daginn og fjárhóparnir seldust losnuðu fleiri og fleiri fjárhirðar frá fjárgæzlunni og gátu snúið athygli sinni að öðru. Þeir fóru þangað sem verið var að setja upp tjaldið og spurðu mennina, sem að því unnu hvað þar ætti að fara fram. Þeir sögðu að þar ætti mikil sýning fram að fara, sem héti „Turpin’s Ride to York“ og „Death of Black Bess“, án þess að líta upp frá vinnu sinni. Undir eins og tjald þetta var komið á lagg- irnar hófst þar bumbusláttur og hornablástur ásamt opinberri tilkynningu, og Black Bess stóð þar utan gátta sem óræk sönnun þess, að auglýsingamaðurinn, sem stóð við leiksviðið, þar sem fólkið átti að ganga yfir þegar að það fór inn 1 tjaldið, segði satt, og svo var tal hans sannfærandi, að fólkið tók brátt að streyma inn í tjaldið, og með þeim fyrstu sem inn fóru, voru þeir Jan Coggan og Joseph Poorgrass. „Það er þessi stóri dóni, sem er að ýta á mig!“ æpti kvenpersóna, sem var rétt fyrir framan Jan, þegar troðningurinn var sem allra mestur. / „Hvernig get ég varist því að ýta, þegar ýtt er á mig?“ spurði Coggan önugur og leit í áttina til þessarar persónu, þó að hann gæti sig hvergi hreyft í troðningnum. Svo varð dálítil þögn; drumbuhljóðið og lúðrablásturinn dundi aftur við og það kom nýr fjörkippur í fólkið og það þrýsti enn meira á þá, sem fyrir framan það voru, svo að Coggan og Poorgrass voru aftur klemdir að kveniólk- inu, sem á undan þeim var. „Ó, að varnarlaust kvenfólk skuli þurfa að vera undir miskun þessara ribbalda gefið!“ hrópaði ein af þessum konum, þar sem hún var klemmd í þyrpingunni. „Heyrið þetta!“ sagði Coggan, þar sem að hann stóð í þrönginni, og leit í kringum sig; „hafið þið nokkurn tíma heyrt til jafn ósann- gjarnrar konu, eins og þessarar? Sem að ég er lifandi maður og gæti komizt út úr þessari ostkássu, þá gæti þessi andstygðar kvensnift étið hana sjálf fyrir mér!“ „Stilltu þig, Jan,“ hvíslaði Joseph Poor- grass að honum. „Þær gætu fengið karla sína til þess að myrða okkur, því að mér sýnist á augnaráði þeirra að þær séu syndugar konur.“ Jan þagði, eins og að honum væri það ekki á móti skapi, þó að vinur hans talaði um fyrir honum, — og þeir mjökuðust smátt og smátt að stiganum. Poorgrass var klemdur eins og kaka í þrönginni með sex ,Pence‘ í hendinni, en það var fyrir innganginum, þau voru orðin svo heit, að konan með glitralfdi látúnshring- inn á hendinni og hvítmálaða andlitið og herð- arnar sem að við þeim átti að taka, ætlaði að brenna sig á þeim og henti þeim annað hvort af hræðslu við að einhver brögð væru í tafli, eða að hún mundi brenna sig á þeim. Fólkið tróðst allt inn í tjaldið, svo að það var til að sjá að utan eins og útroðinn kartöflu- poki með gúlum og hnúðum, þar sem að höfuð, herðar og olnbogar fólksins lágu út að því. í bakparti aðaltjaldsins voru tvö smátjöld þar sem sýningarfólkið hafði fataskipti. Annað þeirra, þar sem karlmennirnir skiptu um bún- inga, var hólfað í sundur í miðju með millivoð, og öðrum megin við voðina sat ungur maður og var að fara í stígvél; þessi ungi maður var enginn annar en Sergeant Tray. Það er í stuttu máli hægt að greina frá hvernig á því stóð að Tray var þarna kominn. Skipið, sem að hann var tekinn um borð í, 1 Budmond, var í þann veginn að leggja til hafs og var mannfátt. Tray réði sig til starfs á því, en áður en það lagði út var bátur sendur til Leistead Cove til að vitja um föt hans, en þau voru horfin eins og Tray reyndar bjóst við. Hann komst á endanum til Bandaríkjanna, þar sem að hann dró fram lífið við að kenna leik- fimi, skylmingar og hnefaleik í ýmsum bæjum.. Hann var ekki lengi að þreytast á þessu starfi. Það var einhver snertur af dýrslegri fágun í fari hans, og hvað skemmtilegar sem þessar framandi krinumstæður voru á meðan að nóg var til hnífs og skeiðar, þá urðu þær leiðinlega grófar þegar að peningarnir þrutu. Og svo á- sótti sú hugsun hann stöðugt, að hann þyrfti ekki annað en að fara heim til Englands og síðan til Weatherbury til þess að hann gæti krafist heimilis og allsnægta. Hann var oft að brjóta heilann um, hvað Bathsheba mundi halda um hann, hvort hún mundi halda að hann væri dauður. Að síðustu kom hann til Englands; en meðvitundin um, að hann væri að nálgast Weatherbury, dró úr heimkomufögnuði hans og ásetninguí hans um að hipja sig heim í hornið dofnaði. Hann hugsaði til landtökunnar í Liverpool og, ef að hann skyldi nú fara heim, að þá yrðu móttökurnar líklega allt annað en skemmtilegar; því það, sem Tray átti til af því, sem nefna mætti viðkvæmni, voru bráða- birgðar duttlunga-innföll, sem að stundum ollu honum eins mikilla óþæginda, eins og þó að þau hefðu verið heilbrigð og sterk. Bathsheba var ekki kona, sem hægt var að leika sér með, eða kona, sem líkleg var til þess að þola og líða þegjandi; og hvernig gat hann hugsað tii sambúðar við djarflynda konu, sem að hann til að byrja með varð að vera kominn upp á með húsaskjól og fæði? Og svo var það aldeilis ekki ólíklegt, að kona hans mundi komast í kröggur með búskapinn, ef það væri þá ekki komið á daginn nú þegar, og þá mundi hann verða ábyrgðarfullur fyrir lífsframfæri henn- ar, en slíkt líf var allt annað en eftirsóknarvert — fátæktarbasl með endurminninguna um í'anny eins og skugga á milli þeirra, sem væri ergjandi fyrir hann, en espandi fyrir hana. — Með þessar hugsanir um ófarir, eftirsjónir og vanvirðu, sem allar blönduðust saman í huga hans, dró hann það dag frá degi að halda heim til sin, og hefði hætt við það áform með öllu, ef hann heíði getað fundið pláss til að vera í, eins tryggt og hið forna heimili sitt. í júlimánuði hafði Tray komist í kynni við umferðarsýningarflokk, sem hélt sýningar í útjoðrum bæja á Norður-Englandi. Hann kynnti sig eiganda sýningarinnar með því að temja, villta hesta, sem að sýningunni tilheyrðu, með því að skjóta með skammbyssu á hestbaki á harða stökki í gegnum epli, sem hékk á þræði, og fleiri þessháttar leikbrögð, en þau hafði hann tamið sér þegar að hann var í hernum. Tray var tekinn í ílokkinn, og í leiknum Turpin var hann aðalpersóna leiksins. Hann var ekk- ert sérlega mikið upp með sér af þeirri upp- heíð, en hann hétt að það gæti veitt honum tíma til að hugsa betur ráð sitt. Það var þannig aí tilviljun og án þess að hann hefði ráðið það við sig hvað hann ætlaði sér að gera í fram- tíðinni, að hann var kominn þarna á sýninguna i Greenhill. Það var farið að kvelda og eitirfarandi at- burðir höfðu átt sér stað fyrir framan sýninga- skálann. Bathsheba, sem Poorgrass hafði keyrt á sýninguna um morguninn, hafði eins og allir aðrir heyrt talað um hr. Francis, hinn mikla leikara og hestamann, sem ætti að leika Turpin, og hún var ekki orðin of gömul né og áhyggju- full til þess að langa til að sjá leikinn. Þessi sýning var sú lang tilkomumesta, sem að sýnd var. I kringum stóra tjaldið voru mörg minni sýningartjöld, eins og hænu-ungar í kringum móður sína. Mannþyrpingin var komin inn í tjaldið og Boldwood, sem hafði beðið allan daginn eftir tækifæri til að tala við Bathshebu, sá nú að hún var ein og fór til hennar. „Ég vona, að fjársalan hafi gengið vel í dag, frú Tray,“ sagði hann hikandi. „Ó, já, þakka þér fyrir,“ svaraði Bathsheba og roðnaði lítið eitt í framan. „Ég var svo heppin að selja allt féð, þegar við komum upp á hæðina í morgun, svo að við þurftum ekki að reka það í réttina.“ „Svo þú ert nú alveg frí?“ „Já, nema ég þarf að sjá einn kaupandann eftir tvo klukkutíma; annars væri ég farin heim. Ég var að horfa á stóra tjaldið þarna og auglýsinguna. Hefurðu nokkurn tíma séð leikinn „Turpin Ride to York“? „Turpin“ var virkilega til, var það ekki?“ „Jú, áreiðanlega, frá upphafi til enda er leikurinn sannur. Mig minnir að ég hafi heyrt Coggan segja, að ættingi sinn hefði þekkt Tom King Turpin vel.“ „Coggan er heldur gefinn fyrir að segja furðulegar sögur, ekki sízt þegar ættfólk hans á í hlut. Ég vona að það sé hægt að trúa þeim.“ „Jú, jú, við þekkjum Coggan öll. — En „Turpin“ var til. Þú hefir líklega aldrei séð leikinn?" Nei, aldrei. Mér var ekki leyft að fara inn í slík pláss þegar að ég var ung. Heyrirðu! Hvað gengur á? En þau köll!“ „Ég á von á, að Black Bess sé kominn af stað. Skildi ég rétt, að þig lagaði til að sjá leikinn, frú Tray? Fyrirgefðu ef mér skeikar, en ef svo er ekki þá skal ég með ánægju út- vega þér sæti.“ Hann sá, að hún var á báðum áttum og flýtti sér að bæta við: „Ég bíð ekki eftir að sjá hann; ég hefi séð hann áður.“ Bathshebu langaði auðvitað til að sjá leik- inn, en hafði hikað af því hún veigraði sér við því að fara inn ein. Hún hafði verið að vonast eftir því að Oak mundi koma, því aðstoð hans í slíkum tilfellum var alltaf vel þegin frá henn- ar hendi, en hann sást nú hvergi, og hún sagði því: „Ef að þú vildir vera svo góður að líta inn og sjá hvort það er nokkurt pláss þar inni, og ef svo er, þá held ég að ég fari inn um stund.“ .Eftir dálitla stund var Bathsheba komin inn í tjaldið með Boldwood við hlið sér, sem leiddi hana til einkasætis og fór svo strax út aftur. Þessi einkasæti voru á bekk ,sem settur var á mjög áberandi stað í hringsætunum í tjaldinu, fóðraður með rauðu klæði, og á gólf- inu undir honum var gólfdúkur, og þegar að Bathsheba leit í kringum sig sá hún sér til mikillar undrunar, að hún var sú eina, sem sat í þessu einkasæta-plássi í tjaldinu, en allur mannfjöldinn stóð í þéttum hring umhverfis sýningarsvæðið, þar sem að hann gat séð miklu betur það sem íram fór fyrir helmingi minna verð. Það voru því eins margir, sem horfðu á hana, þar sem að hún sat í tignarsæti sínu ein- sömul með rautt tjald á bak við sig, eins og á 'skopleikarana á leiksviðinu, sem voru að sýna ýmsa leiki þar. „Turpin“ hafði ekki látið sjá sig enn. Eftir að Bathsheba var nú einu sinni komin á þennan stað, varð hún að gera sér það að góðu og vera þar kyrr. Hún settist niður og breiddi úr kjól sínum á bekkinn sitt hvoru megin við sig með nokkrum myndugleika. — Eftir nokkrar mínútur sá hún á rauðleitan hálsinn á Coggan, sem að stóð rétt fyrir framan hana, og helgiandlitið á Joseph Poorgrass þar skammt frá.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.