Lögberg - 23.10.1952, Page 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. OKTÓBER, 1952
Fréttir fró ríkisútvarpi íslands
þar sýna ýmsir fjöllistamenn.
Málari að nafni Veturliði
Gunnarsson hefir málverkasýn-
ingu í Listamannaskálanum í
Reykjavík, og í Listvinasalnum
var opnuð í fyrrakvöld sýning
báta- og sjávarmynda eftir 23
íslenzka málara, og heitir sú
sýning Ör nauslum. Meðal þeirra
sem þar eiga myndir, eru Jó-
hannes Kjarval, Jón Stefánsson
og Ásgrímur Jónsson.
☆
Bókaútgáfan Helgafell hefir
gefið út bók eftir Halldór Kiljan
Laxness, er hann skrifaði ungur,
og dr. Stefán Einarsson fann fyr-
ir löngu hjá frönskum munkum.
Þetta er eitt af drögum Laxness
að Vefaranum mikla frá Kasmír.
— I byrjun desembermánaðar
kemur út ný skáldsaga eftir
Halldór Kiljan Laxness, er hann
hefir unnið lengi að. — Helga-
fell hefir byrjað útgáfu nýs
tímarits um menningarmál, og
nefnist það VAKI. Ritstjórar eru
fjórir ungir menntamenn.
Séra Valdimar J. Eylands
Heimili 686 Banning Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 26. okt.
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagaskóli á hádegi
Islenzk messa kl. 7 síðd.
Fólk boðið velkomið.
S. Ólafsson
Miklar jarðræktarframkvæmdir í
Eyjafjarðarsýslu í sumar
Úr borg og bygð
Þann 19. þ. m. andaðist á
sjúkrahúsi að McCreary, Nan.
Jóhannes Tryggvi Sigurðsson,
fyrrum bóndi í Víðisbyggð, Man.
af afleiðingum af slysi. Hann
var fæddur að Eyford, N. Dak.
18. maí 1882, sonur Johns Sig-
urðssonar og konu hans Þórunn-
ar Bjarnadóttur. Jóhannes kom
til Canada árið 1900. Þann 27.
jan. 1907 kvæntist hann og gekk
að eiga Guðrúnu Björgu Hall-
grímsdóttur Johnson, er lifir
hann, ásamt þessum börnum
þeirra, sem öll eru gift:
Laufey, Fisher River; Gunnar,
bóndi í Víðisbyggð; Þórunn, til
heimilis í Winnipeg; Stefanía,
Sigurður og Sigurrós, öll búsett
í Winnipeg, og Jónína, í Prince
Rupert, B.C. Tveir bræður hins
látna, Jóhannes og Einar, eru á
lífi.
Jóhannes bjó um 40 ára skeið
í Víðisbyggð, en flutti fyrir 6
árum síðan til Winnipeg. Hann
var lífsglaður fjörmaður, er vildi
öðrum til góðs vera í hvívetna.
Útförin fór fram frá Clark-
Leatherdale útfarstofu og Víðis
Hall í heimabyggð hans að fjöl-
menni viðstöddu. Þar mælti séra
Sigurður Ólafsson kveðjuorð og
jós moldu.
☆
Frú Þórdís Guðmundsson frá
Elfros, Sask., sem gegnt hafði í
40 ár póstmeistaraembætti þar
í bænum, er nú alflutt austur til
Niagara Falls, Ont., þar sem hún
hygst að dvelja framvegis hjá
börnum sínum.
☆
The Womens Association of the
First Lutheran Church will meet
in the church parlors Tuesday,
Oct. 28, at 2.30 p.m.
☆
Þeir séra Jóhann Fredriksson
frá Glenboro og Jónas Kristjáns-
son mjólkuriðnaðarfræðingur af
Akureyri, sem dvalið hefir um
hríð í Glenboro hjá systur sinni
og tengdabróður, Mr. og Mrs.
Páll Anderson, komu til borgar-
innar á mánudaginn á leið norð-
ur til Lundar, en þangað var
séra Jóhann kvaddur til að
jarðsyngja Bessa Byron frá Oak
Point, sem nýlega lézt þar af
slysförum, svo sem frá er skýrt
á öðrum stað hér í blaðinu.
Gefin voru saman í hjónaband
á prestssetrinu í Selkirk, Man.,
þann 18. okt., Norman Douglas
Johnstone, Árborg, Man., og
Beatrice Eleanor S n i f e 1 d,
Hnausa, Man. Við giftinguna að-
stoðuðu Miss Sigurbjörg Snifeld,
systir brúðarinnar og Mr. Ed-
'ward James Sloma. Nýgiftu
hjónin setjast að í Árborg. Séra
Sigurður Ólafsson gifti.
☆
Mr. Páll Johnson frá Vogar,
Man., var staddur í borginni í
fyrri viku.
☆
— GIFTING —
Á þriðjudaginn 21. okt. voru
gefin saman í hjónaband í París
á Frakklandi Miss Thora Asgeir-
son, píanisti, dóttir Mr. og Mrs.
Jón Asgeirson, Lipton Street,
og Ronald Perry Du Bois frá
San Francisco; hann er af
frönskum og hollenzkum ættum,
Master of Arts frá San Francisco
háskólanum og stundar nú nám
í listmálningu í París.
Lögberg flytur ungu hjónun-
um innilegar hamingjuóskir.
☆
Mr. Björn Jónasson frá Silver
Bay, oddviti Siglunessveitar, var
staddur í borginni fyrripart
vikunnar.
☆
Mr. H. W. Sigurgeirsson út-
gerðarmaður frá Hecla, kom til
borgarinnar um helgina.
☆
Dr. Richard Beck prófessor
við ríkisháskólann í Grand
Forks, N. Dak., og frú, komu
hingað norður til að vera við-
stödd útför Jóns Sigurðssonar
frá Rauðamel, sem fram fór að
Eriksdale.
☆
íslenzkar hljómplötur fást
nú í
Björnsson's Book Store,
702 Sargent Ave.,
Winnipeg.
☆
Kaupið „Sögu Islendinga í
Vebturheimi IV. bindi eftir
Próf. T. J. Oleson, $5.75 og
$4.50. — Úrval af öðrum bókum
á sanngjörnu verði hjá
Björnsson's Book Slore,
702 Sargent Ave.,
Winnipeg.
Skógfræðingur fró
Alaska kynnir sér
skógrækt ó íslandi
Hingað er kominn banda-
rískur skógfræðingur á veg-
um FAO til þess að kynna
sér skógrækt á íslandi og
veita leiðbeiningar í þeim
efnum.
Skógfræðingur þessi heitir dr.
Raymond Taylor og starfar í
Alaska við rannsóknarstöð
Bandaríkjanna í Juneau.
Aðdragandi heimsóknar dr.
Taylors er sá, að á fundi FAO
(Matvæla- og landbúnaðarstofn-
unar Sameinuðu þjóðanna) í
Róm s.l. haust, fór fulltrúi ís-
lands, Árni G. Eylands, þess á
leit við stofnunina, að Islend-
ingum yrði látin í té tæknileg
aðstoð frá þessum aðila í þeim
greinum, sem við teldum þörf
á. Varð þetta til þess, að hinn
18. ágúst s.l. var undirritaður
samningur um, að hingað kæmu
tveir menn frá FAO í þessum
erindum. Skyldi annar vera sér-
fróður maður um sauðfjársjúk-
dóma, en hinn um skógrækt.
Nú er skógfræðingurinn kom-
inn, eins og fyrr greinir, en von
á hinum sérfræðingnum innan
skamms.
Hér mun dr. Taylor dvelja um
hálfan mánuð eða svo, og ferð-
ast með fulltrúum Skógræktar
ríkisins til þeirra staða, sem gefa
bezta hugmynd um skógrækt á
íslandi, svo sem til Hallorms-
staðar, um Suðurlandsundir-
lendi og víðar.
ísland er aðili að FAO, eins
og kunnugt er, en sú stofnun
hefir fjölmörgum heimsfrægum
sérfræðingum í ýmsum greinum
á að skipa, og má vafalaust
vænta góðs af aðstoð þeirri, sem
stofnunin getur í té látið.
„Laugarnesleir" seldur í
Los Angeles
Laugarnesleir vekur athygli
víðar en á iðnsýningunni,
því að munir frá þessu fyrir-
tæki eru til sýnis og sölu í
þekktri stórverzlun í borg-
inni Los Angeles á Kyrra-
hafsströnd Bandaríkjanna.
Fyrirtækið, sem selur þessa
íslen?ku leirmuni, heitir J. W.
Robinson, og er talið vanda mjög
vöruval sitt og selja ekki nema
smekklega og óvenjulega hluti.
Það er Hal Linker, kvikmynda-
tökumaður og fyrirlesari, sem
hefir haft milligöngu um þetta,
en hann hefir haft sex sýningar
á íslandsmynd sinni í Los An-
geles, en áhorfendur voru um
8500. í myndinni er meðal ann-
ars sýnt, er Lauganesleirmunir
verða til ,og hefir það atriði
hennar vakið mikla athygli víða.
Fór Linker á fund innkaupa-
stjóra J. W. Robinson og spurði,
hvort fyrirtækið hefði ekki á-
huga fyrir slíkum leirmunum.
H a f ð i innkaupastjórinn s é ð
myndina og orðið hrifinn af
mununum, og gat Linker fljót-
lega útvegað nokkuð af leirmun-
um, einar tvær sendingar, sem
líkuðu strax svo vel, að þær seld-
ust upp á svipstundu.
Er hér einkum um að ræða
„Líkjör-sett,“ könnur, öskubik-
ara og fleira þess háttar, en litir
í leirmunum þessum hafa vakið
athygli þeirra, sem séð hafa
vestur í Kaliforníá
Um leið eru munir þessir
skemmtileg landkynning, en neð
an á þá eru greypt orðin „Ice-
land-original-Gestur,“ sem merk
ir, að þetta sé íslenzk frumstíð,
en Gestur (Þorgrímsson) hefir
mótað þá. Sigrún Guðjónsdóttir,
kona hans, hefir síðan málað þá,
og telja kupnáttumenn þetta
mjög smekklega gert.
I næsta mánuði verður opnuð
á vegum fyrirtækisins J. W.
Robinson alþjóðleg vöru og
listgripasýning (International
Fair), og mun Hal Linker þá sjá
um, að munir frá Laugarnesleir
verði þar til sýnis.
— VÍSIR, 9. sept.
Framhald af bls. 5
yrða er í prentun, og eru þar
samtals um 5000 orð. Safnið á
fyrst og fremst að gegna hlut-
verki tæknilegrar orðabókar, og
eru þar því ekki eingöngu ný-
yrði í strangasta skilningi held-
ur einnig þekkt orð, og við það
miðað að bókin geti komið að
sem víðtækustum notum. Fyrsta
heftið verður 12 til 13 arkir.
☆
í dag fara fram prestskosning-
ingar 1 þremur nýjum presta-
köllum í Reykjavík og eru um-
sækjendur samtals ellefu.
☆
Kvenfélagið „Hringurinn" í
Hafnarfirði hefir í tilefni af 40
ára starfsafmæli sínu tilkynnt
bæjarstjórn Hafnarfjarðar að
það hafi ákveðið að gefa lækn-
ingatæki og sjúkrarúm til vænt-
anlegrar fæðingardeildar í bæn-
um. Nemur andvirði þessarar
gjafar um 120.000 krónum.
☆
Fyrstu opinberu hljórnleikar
Sinfóníu-hljómsveitarinnar á
þes^u hausti verða á þriðjudag-
inn kemur, og er hinn fastráðni
stjórnandi hennar og listræni
leiðbeinandi, Olav Kielland, ný-
lega kominn til Reykjavíkur.
Ákveðið er, að hljómsveitin
haldi að minnsta kosti 9 hljóm-
leika fyrir almenning á þessu
starfsári og verður hver þeirra
endurtekinn fyrir skólafólk, sem
fær þar ókeypis aðgang. Um 50
manns leika nú í sveitinni. —
Kielland hljómsveitarstjóri sagði
í viðtali um daginn, að aðalhlut-
verk slíkrar hljómsveitar væri
það, að vera lyftistöng tónlistar
sinnar eigin þjóðar. Stjórnandi
hennar þyrfti helzt að vera inn-
lendur maður með djúpan skiln-
ing á þjóðlegri tónlist, jafnframt
því sem hann kynni skil á al-
þjóðlegri list. Að loknum fyrstu
hljómleikum Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar fer Kielland til
Parísar og stjórnar þar hljóm-
sveit kennara og prófessora við
tónlistarháskólann í París og
syngur Kirsten Flagstad með
hljómsveitinni. Öðrum tónleik-
um Sinfóníuhljómsveitarinnar
hér stjórnar Róbert A. Ottoson
og þá leikur Erling Blöndal
Bengtson með sveitinni.
Leikfélag Reykjavíkur hefur
á miðvikudagskvöldið frumsýn-
ingu á íslenzkum ballett, Ólafi
liljurós eftir Jórunni Viðar og
Sigríði Ármann, og óperunni
Miðlinum eftir Menotti. Miðill-
inn verður sunginn á íslenzku
og gerði Magnús Ásgeirsson þýð-
inguna. Aðalhlutverkin syngja
3ær Guðmunda Elíasdóttir og
Þuríður Pálsdóttir. Sýningunni
stjórnar Einar Pálsson. Hljóm-
sveitarstjóri á báðum sýningun-
um er Róbert A. Ottóson.
☆
Þjóðleikhúsið sýnir um þess-
ar mundir óperettuna Leður-
blökuna og sjónleikinn Júnó og
páfuglinn eftir Sean O’Casey.
Frumsýning þessa leiks var á
þriðjudagskvöldið. — Aðalhlut-
verkin leika Valur Gíslason og
Arndís Björnsdóttir, en leik-
stjóri er Lárus Pálsson. Lárus
Sigurbjörsson þýddi leikritið á
íslenzku.
☆
Konrad-Maurer stofnunin í
Kiel hefir boðið íslenzkum stú-
dent styrk til námsdvalar næsta
kennslumisseri, 1. nóvember til
28. febrúar, og er styrkur þessi
ókeypis dvöl í stúdentagarði
með kvöld og morgunverði, 70
ríkismörk á mánuði og undan-
þága frá kennslugjaldi. Um-
sóknir sendist Háskóla íslands
fyrir 16. þ. m.
☆
Ungur söngvari, Guðmundur
Baldvinsson að nafni, sem und-
anfarið hefir stundað nám á
ítalíu, hélt söngskemmtun í
Reykjavík um daginn og var vel
tekið. — í Sjálfstæðishúsinu er
sýnd Haustrevían 1952, en þar
syngur danska söngkonan Manja
Maurier, og í Austurbæjarbíó
er Sjómannadagskabarettinn, en
Nýræklir í ár fulli eins miklar
og áður — byggingafram-
kvæmir eiiihvað minni
Samtal við
(ÓLAF JÓNSSON
héraðsráðunaut
Sumarið 1951 voru grafnir
framræsluskurðir í Eyja-
fjarðarsýslu og þeim hluta
S.-Þingeyjarsýslu, er liggur
að Eyjafirði, er námu 250.000
teningsmetrum, og á yfir-
standandi sumri mun fram-
kvæmdirnar ekki minni,
sennilega eitthvað meiri, en
mælingum er ekki lokið,
enda eru skurðgröfur enn
að verki hjá ræktunarsam-
böndunum og munu verða
fram á haustið, eftir því
sem tíð leyfir.
Þessar upplýsingar fékk blað-
ið hjá Ólafi Jónssyni héraðs-
ráðunaut, er það leitaði fregna
hjá honum af ræktunarfram-
kvæmdum í héraðinu.
Framkvæmdirnar í sumar
í sumar hafa skurðgröfurnar
verið að verki hjá öllum rækt-
unarsamböndunum nema Svarf-
aðardal, en þar var mikið unnið
í fyrra. 1 stórum dráttum eru
framkvæmdirnar þessar: Hjá
Ræktunarsambandi Saurbæjar-
og Hrafnagilshreppa hefir í
sumar aðallega verið unnið
syðst í Hrafnagilshreppi, á
Grund, Mið húsum, Finnastöð-
um, Torfum og Möðrufelli og
einna mest á síðasttöldu jörð-
inni, enda standa þar yfir mikl-
ar framkvæmdir. Eru tveir synir
Kristins bónda Jónssonar að
stofna þar nýbýli. Þetta rækt-
unarsamband á sjálft skurð-
gröfuna og starfrækir hana.
Hjá Ræktunarsambandi Öng-
ulsstaðahrepps vinnur skurð-
igrafa, sem er eign Vélasjóðs og
hefir hún unnið nyrzt í hreppn-
um í sumar, í bæjarröðinni frá
Kaupangi og norður úr að
Hreppamótum. Þar utan við er
að verki skurðgrafa Ræktunar-
sambands Grýtubakka- og Sval-
barðsstrandarhrepps. Hefir hún
að undanförnu unnið á Veiga-
stöðum og er um þessar mundir
að byrja í Sigluvík, en fyrr í
sumar starfaði hún í Höfða-
hverfi, og þar var einnig mikið
grafið í fyrra. Ræktunarsam-
band Árness- og Árskógshreppa
hefir skurðgröfu frá Vélasjóði,
hefir hún til þessa aðallega
starfað syðst í Árskógshreppi, í
Kálfsskinni og Rauðuvík og held
ur nú inn eftir, um Fagraskóg,
Kjarna til Arnarness. Þessi
grafa var að starfi í Svarfaðar-
dal í fyrra. Næst sunnan við er
grafa Vélasjóðs, starfrækt af
Ræktunarsambandi Glæsibæjar,
Skriðu og Öxnadalshreppa. Sú
grafa vann fyrst í Kræklinga-
hlíð, en síðan í Öxnadal og er
þar að starfi nú. Loks er svo
skurðgrafa Akureyrarbæjar, sem
unnið hefir að framræslu fyrir
ýmsa ræktunarménn í nágrenni
bæjarins. Að öllu samanlögðu
má telja víst, að grafnir hafi
verið meira en 250.000 tenings-
metrar. — Ólafur Jónsson taldi
að nýræktir í héraðinu væru
fullt eins miklar í ár og í fyrra,
en byggingarframkvæmdir eitt-
hvað minni. Hann taldi að hey-
skapur mætti teljast sæmilegur
allvíða, einkum innfjarðar, en
rýrari en ella allvíða sökum kal-
skemmda á s.l. vori.
Kal og grastegundir
Þegar blaðið spurði Ólaf um
álit hans á rannsóknum þeim,
sem gerðar hafa verið á kal-
skemmdum í ár og fregnir hafa
birzt af í blöðum, sagði hann, að
enn hefði ekkert komið fram í
blaðafregnum, sem ekki væri
áður vitað. Ólafur framkvæmdi
sjálfur athuganir á kali fyrir
nokkrum árum og skrifaði ítar-
lega um það efni í Ársrit Rækt-
unarfélags Norðurlands. Er þar
m. a. bent á þolni háliðargrass-
ins, sem virðist vera aðalniður-
staðan nú. í framhaldi af þessu
sagði Ólafur Jónsson, að gras-
fræblöndur þær, sem fengist
hefðu hér að undanförnu, hefðu
valdið sér vonbrigðum, og því
miður væri ekki sú bót orðin
á grasfræsölunni, sem hann og
fleiri ræktunarménn hefðu
vænzt. Til dæmis væri ástæða
til að ætla, að háliðagrasið, sem
var í blöndu þeirri, sem seld var
í vor, hefði ekki spírað að gagni
nema að einhverju leyti. Gras-
fræblöndur þaer, sem fengust
fyrir stríð, reyndust vel, og taldi
Ólafur ástæðulaust að breyta
þeim nema fyrir lægju sannan-
ir um betri blöndur, en slíkar
sannanir væru ekki fyrir hendi.
Yfirleitt virtist sér að vanda
þyrfti meira til grasfræinn-
kaupa og grasfræblöndu en nú
er gert.
—DAGUR, 24. sept.
Uppskeru lokið í
Vafnabygðum
Blaðið Wynyard Advance, er
Lögbergi barst nýlega í hendur,
lætur þess getið, að vegna hins
hagstæða veðurfars, sem ríkt
hafi undanfarnar vikur vestur
Dar, megi svo segja að þresk-
ingu í Vatnabygðunum sé í raun
og veru lokið; uppskeran yfir
aöfuð var bæði mikil og góð.
—• Innköllunar-menn Lögbergs
Bardal, Miss Pauline Minneota, Minnesota
Minneota, 'Minnesota Ivanhoe, Minn., U.S.A. ;
Einarson, Mr. M. Arnes, Manitoba
Fridfinnson, Mr. K. N. S. Arborg, Manitoba
Arborg, Manitoba Geysir, Manitoba Hnausa, Manitoba ; Riverton, Manitoba Vidir, Manitoba ;
Arnason, Mr. R Elfros, Saskatchewan
Gislason, T. J. Morden, Manitoba
Gislason, G. F. Churchbridge, Sask. Bredenbury, Sask.
Grimson, Mr. H. B. Mountain, North Dak.
Mountain, N.D. Edinburg, North Dak. Gardar, North Dak. Hallson, North Dak. ; Hensel, North Dak.
Johnson, Mrs. Vala Selkirk, Manitoba
Bjamason, Mrs. I Gimli, Manitoba
Gimli, Manitoba Husavik, Manitoba ' “Betel”, Gimli, Man. Winnipeg Beach, Man
Lindal, Mr. D. J. ...Lundar, Manitoba
Lyngdal, Mr. F. O. Vancouver, B.C.
5973 Sherbrook St. Vancouver, B.C.
! Middall, J. J Seattle, Wash., U.S.A.
6522 Dibble N.W.
Seattle, Wash., U.S.A. \
Myrdal, S. J. Point Roberts,
Box 27 Wash., U.S.A.
Oleson, G. J. ... Glenboro, Manitoba
Glenboro, Man. Baldur, Manitoba Cypress River, Man.
Olafson, Mr. J. . Leslie, Saskatchewan
Simonarson, Mr. A. Blaine, Washington
R.F.D. No. 1, Blaine, Wash. Bellingham, Wash.
Sigurdson, Mrs. J Backoo, North Dak.
Backoo, N.D., U.S.A. Akra, North Dak. Cavalier, North Dak.' Walhalla, North Dak.
Valdimarson, Mr. J. Langruth, Manitoba
Langruth, Man. Westbourne, Manitoba