Lögberg - 30.10.1952, Side 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 30. OKTÓBER, 1952
Langt í Burtu
frá
HEIMSKU MANNANNA
Eftir THOMAS HARDY
J. J. BILDFELL þýddi
Húmið í tjaldinu bar einkennilegan blæ.
Hið furðulega hálfgegnsæja eftirmiðdags-
skuggaloft þennan haustdag var aukið og eflt
með lækkandi geislum sólarinnar, sem brutust
í gegnum göt og nfur á tjaldinu og sindruðu
eins og Rambroudts-litgeislar í gegnum blá-
dimmt loftið í tjaldinu, unz þeir brotnuðu á
tjaldveggnum hinum megin og lýstu þar eins
og logandi ljós.
Tray leit í gegnum rifu á klæðatjaldi sínu
til að hyggja að mannfjöldanum og sá þá konu
sína, sem auðvitað hafði ekki minnstu hug-
mynd um að hann væri þar, þar sem að hún
sat eins og drottning sýningarinnar. Hann hrökk
til baka í mesta fáti, því þótt dulbúningur
hans væri óyggjandi, þá var hann ekki í nein-
um vafa um að hún mundi þekkja málróm
sinn. Honum hafði oftar en einu sinni um dag-
inn dottið í hug að vel gæti svo farið, að ein-
hverjir frá Weatherbury yrðu þarna og þekktu
sig, en hann gerði ekki mikið úr því með sjálf-
um sér. „Ef að þeir sjá mig, þá látum þá sjá
mig,“ hafði hann sagt. En Bathsheba var þarna
sjálf, og það gerði allt miklu alvarlegra, og
hann fann til þess að hann hefði ekki gjört
sér nægilega glögga grein fyrir afleiðingunum,
sem að það gæti haft. Bathsheba var svo tign-
arleg og falleg, að kæruleysi hans um Weather-
bury-fólkið breyttist allt í einu. Honum hafði
ekki komið til hugar, að hún mundi hafa eins
mikil áhrif á sig, eins og að hann fann að hún
hafði, og það á augnablikinu. Átti hann að
halda áfram og kæra sig kollóttan? Það gat
hann ekki fengið sig til að gjöra. Á bak við
kænskutilhneiginguna til að leynast vaknaði
blygðunartilfinning fyrir því, að fyrirliði hans
mundi fyrirlíta hann enn meira, þegar að hann
vissi um hið auðvirðilega ástand hans. Hann
virkilega roðnaði þegar að hann hugsaði um
þann möguleika, og hann var reiður sjálfum
sér fyrir að hann skyldi hafa látið andúð sína
á Weatherbury koma sér til að hanga svona
lengi á þessum stöðvum.
Tray var aldrei úrræðabetri heldur en
þegar að hann var í sem mestum kröggum.
Hann lagði saman fellinguna á tjaldinu, en
sneri sér að tjaldinu, sem var á milli hans og
þess hluta tjaldsins, sem eigandi sýningarinnar
var í, og fór inn til hans.
„Fjandinn er laus!“ sagði Tray.
„Hvað er nú?“
„Það er óforskammaður þorpari í tjaldinu,
sem að ég skulda peninga og ég kæri mig ekk-
ert um að hitta hann, en hann er ugglaus með
að þekkja mig og láta taka mig fastan, ef ég
opna á mér munninn. Hvað er hægt að gera?“
„Þú verður að taka þinn þátt í leiknum."
„Ég get það ekki.“
Það verður að halda áfram með leikinn.“
„Vilt þú láta þess getið, að „Turpin“ sé
svo kvefaður, að hann geti ekkí talað, en að
hann ætli sér að taka þátt í leiknum samt?“
Sýningareigandinn hristi höfuðið.
„Ég segi þér, að hvort sem ég leik eða ekki,.
þá opna ég ekki á mér munninn," sagði Tray
ákveðinn.
„Nú jæja,“ sagði hinn. „Ég skal segja þér
hvernig að við skulum hafa það,“ því að hann
var smeykur við að móðga aðal-leikara sinn
eins og á stóð. „Ég segi þeim ekkert um hvort
að þú talir eða talir ekki; halt þú áfram eins
og ekkert hafi í skorist og gjörðu það sem þú
getur með augnatilliti af og til og nokkrum
höfuðhneigingum, þar sem mest á ríður; þeir
átta sig ekki á því að málræðunum sé sleppt.“
Þetta virtist aðgengilegt. Ræður „Turpins“
voru hvorki langar né margar — aðdráttar-
aflið í leiknum lág algjörlega í hreyfingunum.
Svo hófst leikurinn og Black Bess hljóp inn á
grasflötina og lófaklapp áhorfendanna dundi
við. Þátturinn við tollhliðssýninguna, þar sem
embættismennirnir eru á hælunum á Bess og
„Turpin“ og umsjónarmaðurinn fáklæddúr um
miðja nótt með nátthúfu á höfðinu tekur alveg
fyrir að nokkur ríðandi maður hafi farið þar
um; var þetta atriði leiksins svo vel leikið, að
Coggan hrópaði upp, svo að heyrðist um allt
tjaldið: „Vel að verið!“ Og Poorgrass brosti
ánægjulega og bar í huganum saman mismuij-
inn á hetjunni, sem hiklaust reið á hliðið, og
eftirreiðarmönnum hans — embættismönnun-
um, sem hikuðu við það og biðu eftir að það
væri opnað. Þegar að Tom King féll gat Poor-
grass ekki setið á sér að hnippa í Coggan og
hvísla að honum með tár í augum: „Ó, hann
ér virkilega ekki dauður, Jan — heldur sýnist
aðeins vera það!“ Og þegar þættinum var lokið
og það varð að bera Bess út á fleka, sem tólf
menn, er þar voru inni, gáfu sig fríviljuglega
fram til að gera; þá var ekkert sem gat aftrað
Poorgrass frá því að vera einn af þeim og kalla
í Jan til að hjálpa til: „Það er nokkuð til frá-
sagnar í Warren og til að arfleiða böm okkar
að.“ Og Poorgrass sagði oft söguna í Heather-
bury um það þegar að Bess lá á flekanum á
öxlinni á honum, og að hann snerti hófinn á
fæti hans. Ef að það er satt, eins og sumir
halda fram, að ódauðleikinn sé í því fólginn,
að lifa í endurminningum annara, þá varð
Black Bess ódauðlegur þann dag, ef að hann var
það ekki áður.
í millitíðinni hafði Tray bætt nokkrum
dráttum við í hinn vanalega andlitssvip sinn til
að gjöra sig enn torkennilegri, og þó að hann
fyndi til nokkurs óstyrks fyrst þegar að hann
kom út á leiksviðið, þá gerði breytingin hann
óhultan fyrir augum Bathshebu og manna
hennar. Samt sem áður hægði honum mjög
þegar leiknum var lokið.
Það var leikið aftur um kveldið, og þá
voru ljós í tjaldinu. Tray var nokkuð djarfari
í leik sínum að þessu sinni, en hann hafði verið
í leiknum eftir miðjan .daginn og fór með þætti
sina upphátt við og við; og rétt í lok leiksins,
þegar að hann stóð rétt við mannþröngina, sem
stóð í hring allt um kring í tjaldinu, varð hann
þess var, að maður, sem stóð svo sem faðm frá
honum, tók ekki af honum augun. Tray vék
sér til hliðar, þegar að hann sá að maðurinn
var fyrrverandi ráðsmaður Bathshebu, óþokk-
inn Pennyways, sem alltaf hafði hangið í kring
og verið í Weatherbury — erkióvinur konu
hans.
Tray ásetti sér fyrst að látast ekki sjá hann,
og sjá hverju fram vindi. Það var mjög lík-
legt að Pennyways hefði þekkt hann, þá var
það ekki alveg víst. En óbeitin á því að láta
þekkja sig í í nágrenninu við Heatherbury, og
að fréttin um hann í stöðu þeirri, sem að hann
nú var í’ myndi auka fyrirlitningu Bathshebu
á honum, ef hann leitaði heim, kom nú yfir
hann með öllum sínum þunga. Og þess utan,
ef að hann tæki það fyrir að leita ekki til síns
fyrra heimilis, þá mundi fréttin um, að hann
væri á lífi, verða allt annað en skemmtileg.
Og svo var hann mjög áfram um að fá fréttir
um það hvernig að efnahagur konu sinnar
væri, áður en að hann réði við sig hvað gera
skyldi. í þessum kröggum réði Tray við sig,
að hann skyldi fara út og litast um. Honum
datt í hug að það gæti verið snjallræði að finna
Pennyways og vingast við hann, ef hann gæti.
Hann setti á sig þykkt og mikið svart skegg,
sem að hann tók úr forðabúri leikendanna, og
fór svo út og sveimaði um sýningarsvæðið.
Það var nú orðið nærri dimmt, og heiðarlegt
fólk var að búa sig til heimferðar.
Yfir stærsta matsöluplássinu á sýningunni
réði maður, sem heima átti í nærliggjandi bæ.
Það var staður, sem var áiltinn að vera alveg
sérstaklega hugþekkur bæði til þess að fá sér
mat og njóta hvíldar. „Trencher“ gestgjafi, eins
og hann var nefndur í blöðunum, var ábyggi-
legur og heiðarlegur maður, sem gerði sér það
að atvinnu að selja veitingar við slík tækifæri
víðsvegar í landinu. Tjaldið, sem veitingarnar
voru í, var hólfað í sundur í tvennt — æðri og
óæðri hluta, og við endann á æðri helmingn-
um var enn pláss, þar sem hinum allra tign-
ustu gestum var ætlað að sitja, og var sá hluti
girtur af með matborði, og á bak við það stóð
gestgjafinn sjálfur með hvíta svuntu og upp-
brettar hvítar skyrtuermar og leit út eins og
hann hefði aldrei undir húsþak komið. í þessu
allra helgasta plássi voru borð og stólar og
þegar búið var að kveikja ljós, þá leit plássið
glæsilega út með glóðarkeri, silfurborðbúnaði,
kaffikönnu, postulínsbollum og rúsínukökum.
Tray stóð við dyrnar á veitingaskálanum,
þar sem að gipsy-kona seldi pönnukökur, er
hún bakaði á opnum eldi og seldi þær á penny
stykkið. Hann horfði yfir mannhópinn, sem
að inni var. Hann sá Pennyways hvergi, en
hann kom brátt auga á Bathshebu í gegnum
op, sem var inn í hið sérstaka gestapláss við
innri endann á tjaldinu. Tray dró sig undir
eins í hlé og fór að þeim enda tjaldsins, sem
að hún var í og hlustaði í myrkrinu. Hann
heyrði að hún var að tala við einhvern mann
inn í tjaldinu. Hann roðnaði í framan. Hún var
vissulega ekki svo gálaus, að daðra þarna á
sýningunni! Hann fór að brjóta heilann um það,
hvort að hún mundi virkilega halda að hann.
væri dauður. Til þess að reyna að komast að
sannleikanum um það tók Tray pennahníf úr
vasa sínum og risti krossgat á tjaldið. Hann
fór með augað rétt að gatinu, en dró sig undir
eins í hlé, því að augað á honum hafði ekki
verið meira en tólf þumlunga frá höfðinu á
Bathshebu. Það fannst honum vera of nærri
til þess að það væri þægilegt fyrir sig. Hann
gerði annað gat neðar og dálítið til hliðar við
það fyrra, þar gat hann séð hliðina á stólnum,
sem að Bathsheba sat á með því að horfa lá-
rétt inn í tjaldið. Tray gat nú vel séð það sem
fram fór(inni í tjaldinu. Bathsheba hallaði sér
aftur í stólnum, sem að hún sat á og var að
súpa við og við á tei úr bolla, sem að hún hélti
á í hendinni; og mdðurinn, sem við hana var
að tala, var Boldwood bóndi, sem að auðsjáan-
lega hafði fært henni tebollann. Bathsheba,
sem var í léttu skapi, hallaði herðunum út að
tjaldinu, svo að það eins og tók mynd af þeim,
og það mátti segja að hún væri svo að segja í
faðminum á Tray; og hann varð að passa sig að
anda ekki á tjaldið, þar sem að hann húkti og,
horfði inn, svo að hún fyndi ekki yl anda hans
í gegnum það.
Tray fann yl tilfinninganna, sem hann þó
átti ekki von á, streyma um sig, eins og hann
hafði áður um daginn fundið til. Bathsheba var
eins falleg og hún hafði áður verið, og hún var
hans. Það liðu nokkrar mínútur áður en að
hann gat stillt sjálfan sig með að fara inn og
krefjast réttar síns. Svo varð honum ljóst, að
þessi stolta kona, sem að alltaf hafði litið niður
á hann, jafnvel á meðan að allt lék í lyndi á
milli þeirra, mundi hata hann þegar að henni
yrði ljóst að hann væri orðinn að umferða-
leikara. Ef að hann opinberaði sig, þá yrði þeim
kafla í lífi hans umfarm allt að vera haldið
leyndum fyrir henni og fólkinu í Heatherbury,
að öðrum kosti myndi hann verða að skotspæni
fólksins í öllu héraðinu, og þar ofan í kaupið
mundi nafmð „Turpin“ festast við hann á með-
an hann lifði. Það var sýnilegt, að áður en að
hann gæti krafist hennar sem eiginkonu, yrði
sá kafli ævi hans að þurrkast út.
„Á ég að ná í annan tebolla handa þér
áður en þú ferð?“ spurði Boldwood bóndi.
„Þakka þér fynr,“ sagði Bathsheba. „En
ég verð að fara undir eins. Það var yfirsjón
mannsins að halda mér hérna svona lengi. Ég
hefði verið farin fyrir tveimur klukkutímum
síðan, ef að það hefði ekki verið fyrir hann.
Ég ætlaði mér aldrei að fara hér inn; en það
er ekkert eins hressandi eins og bolli af tei, og
ég hefði aldrei fengið hann, ef að þú hefðir
ekki hjálpað mér.“
Tray virti kinnina á Bathshebu fyrir sér
við kertaljósið, sem að logaði í tjaldinu, og blæ-
brigðunum sem léku um hana, og bugðurnar
á snjóhvíta eyranu, sem var í laginu eins og
skel. Oún tók upp ptningabuddu sína og vár
að krefjast þess af Boldwood að borga sjálf
fyrir teið, þegar að Pennyways kom inn í tjald-
ið. Tray skalf á beinunum. Betrunaráform hans
var sjáanlega í hættu. Hann var í þann veginn
að fara frá felustað sínum við tjaldið til þess
að reyna að ná í Pennyways og komast að því,
hvort að hann hefði þekkt sig, þegar að hann
hætti við það þegar hann heyrði samtal, sem
sýndi honum fram á að hann var orðinn of
seinn.
„Fyrirgefðu, frú,“ sagði Pennyways; „ég
hefi fréttir að segja þér, sem enginn má heyra
nema þú ein.“
„Ég get ekki hlustað á þær núna,“ sagði
Bathsheba kuldalega. Það var auðséð, að hún
gat ekki þolað þennan mann, því að satt að
segja var hann sýknt og heilagt að koma til
hennar með slúðursögur til þess að reyna að
koma sér í mjúkinn hjá henni á kostnað þeirra,
sem að hann var að baknaga.
„Ég skal skrifa það á miða,“ sagði Penny-
ways hróðugur. Hann beygði sig niður að borð-
inu, reif blað úr máðri og óhreinni vasabók og
reit á það með gleiðletri:
„Maðurinn þinn er hérna. Ég hefi séð hann.
Hver er nú fífl?"
Hann braut miðann saman og rétti Bath-
shebu hann, en hún leit ekki á hann, rétti ekki
einu sinni út hendina til að taka við honum.
Pennjrways kastaði honum þá í kjöltu hennar
með kuldahlátri og fór.
Þó að Tray gæti ekki séð það, sem að
Pennyways skrifaði á blaðið, þá var hann ekki
í minnsta vafa um af tilburðum hans hvað það
var, sem að hann skrifaði á það, og hann tautaði
lágt við sjálfan sig: „Fjandans óheppni!“ og
bætti svo við einhverju, sem látið hefði í eyrum
eins og drepsóttartal. — í millitíðinni tók Bold-
wood bréfmiðann úr kjöltu Bathshebu og
spurði:
„Viltu ekki lesa það, sem á miðanum er,
frú Tray? Ef ekki þá eyðilegg ég hann.“
„Nú jæja,“ sagði Bathsheba kæruleysis-
lega; „máske það sé óréttlátt af mér að lesa
það ekki; en ég get getið mér til, hvað það er.
Hann vill að ég gefi sér meðmæli, eða þá að
hann er að segja mér frá einhverju hneyksli,
sem komið hefir fyrir hjá vinnufólki mftiu. —
Hann er alltaf að því.“
Bathsheba hélt á blaðinu í hægri hend-
inni. Boldwood rétti henni disk með niður-
sneiddu smurðu brauði; og til þess að taka
sneið af diskinum, skipti hún um, tók blaðið
með vinstri hendinni, sem að hún hélt á pen-
ingabuddu sinni í og lét hana svo síga ofan
með hliðinni á sér fast við tjaldið. Augnablikið
var nú komið fyrir Tray að bjarga máli sínu,
og hann hikaði ekki heldur. Hann leit aftur á
hendina á henni, á gulleita fingurgómana og
á kóralsetta armbandið á úlnlið hennar, sem
að hann kannaðist svo vel við. Svo lyfti hann
tjaldteininum, sem var illa festur, þar sem að
hann stóð, með eldingarhraða, sem að honum
\ ar svo tamur, án þess að taka augað frá gat-
inu á tjaldinu, hrifsaði blaðið úr hendi hennar,
lét tjaldskörina falla aftur, þaut út í myrkrið
og brosti í kampinn, þegar að hann heyrði köll-
in og óhljóðin á bak við sig, og gekk svo rólega
eftir ofurlitla stund að framdyrum tjaldsins.
Aðaláhugamál hans nú var að ná í Pennyways
og koma í veg fyrir að hann ljóstaði upp hver
hann væri þangað til að hans tími væri kominn.
Tray komst að dyrunum, stóð þar í mannþyrp-
ingunni og litaðist um eftir Pennyways, en
vildi þó ekki spyrja eftir honum. Hann heyrði
nokkra menn vera að tala um fífldjörfu til-
raunina, sem gjörð hafði verið fyrir nokkrum
augnablikum með það fyrir augum að ræna
unga stúlku inni í tjaldinu með því að lyfta
upp tjaldskörinni við hliðina á henni. Fólkið
hélt að óþokkinn hefði haldið að blaðið, sem:
hún hélt á, væru bankaseðlar, því að hann
hefði gripið það og þotið í burtu, en skilið pen-
ingabudduna eftir, sem að hún hélt á; og að
hann mundi sannarlega naga sig í handarbökin
þegar að hann sæi það, sem að hann hafði náð í.
En fréttin um þetta virtist ekki vera orðin út-
breidd, því að hún hafði ekki haft nein áhrif á
fiðluleikarann, sem var nýbyrjaður að leika á
fiðlu sína við dyrnar, og ekki heldur á fjóra,
gamla og bogna menn með alvarleg andlit og
göngustafi í höndunum, sem voru að dansa
„Majór Nalley’s Reel“. Á bak við þessa menn
stóð Pennyways. Tray fór til hans, benti honum
og hvíslaði nokkrum orðum að honum; og með
sameiginlegum skilning hurfu þessir tveir menn
út í myrkrið.
LI. KAPÍTULI
Því hafði verið ráðstafað þannig með heim-
ferðina til Heatherbury, að Oak tæki pláss
Poorgrass sem fylgdarmaður Bathshebu og
keyrði hana heim, því komið hafði í ljós að
Poorgrass var orðinn haldinn af sínum gamla
sjúkdómi — sjónhverfingunum — og þess
vegna naumast treystandi að fara með hestana
og líta eftir húsmóður sinni. Oak var svo önnum
kafinn við áð líta eftir sölu á fé Baldwoods,
sem enn var óselt, að Bathsheba réði við sig
að fara ein, án þéss að minnast á það við Oak
eða nokkurn annan, en það hafði hún oft gert
þegar að hún var í kaupstaðarferðum til Caster-
bridge og aldrei hlekkst neitt á. En þar sem hún
hafði lent með Boldwood í veitingatjaldinu,
sem að hún átti reyndar enga sök á, þá gat
hún ekki neitað boði hans um að fylgja henni
heimleiðis á hestbaki. Það var orðið hálfdimmt
áður en hún vissi af, en Boldwood fullvissaði
hana um að ekkert væri að óttast því að tunglið
kæmi upp eftir hálfan klukkutíma.
Undir eins eftir atburðinn, sem gerzt hafði
í tjaldinu, hafði hún risið upp tilbúin að fara —
skelkuð út af því hvað seint væri orðið og
þakklát fyrir fyld og vernd hins gamla elsk-
huga síns — þó að henni þætti miður, að Gabríel
var ekki kominn, sem að hún kaus miklu heldur
til fylgdar, enda var það líka miklu eðlilega og
skemmtilegra, þar sem að hann var bæði um-
sjónarmaður hennar og vinnuhjú. En við því
var ekkert hægt að gjöra; hún vildi ekki undir
neinum kringumstæðum móðga Boldwood; hún
hafði einu sinni gert honum grikk, og svo var
tunglið komið upp og keyrsluvagn hennar til
reiðu, svo hún fór af stað og keyrði eftir vegin-
um, sem lág í bugðum ofan hæðina í áttina til
dimmunnar og þagnarinnar.
Boldwood vatt sér á bak hesti sínum og
kom spölkorn á eftir Bathshebu. Þannig héldu
þau áfram ofan á jafnsléttuna og skvaldrið frá
hæðinni barst til eyrna þeirra eins og málrómur
úr skýjunum, og ljósin blikuðu eins og að þau
væru í byggingu, sem að væri uppi í himin-
hvolfinu. Þau fóru fljótt fram hjá fólkinu, sem
var á skemmtigöngu í kringum sýningarsvæðið
og hæðina, í gegnum Kingsbere og komust á
aðalveginn.