Lögberg - 22.01.1953, Side 4

Lögberg - 22.01.1953, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. JANÚAR, 1953 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefið lit hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift rltstjórana: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 74-3411 Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Jólaferð ausfur að hafi Eftir FINNBOGA GUÐMUNDSSON Það er varla í frásögur færandi, þó að einhver bregði sér bæjarleið um jólin svona til hátíðabrigða, en þar sem lagt hefur verið að mér að skýra ögn frá ferð þeirri, er ég gerði fyrir skömmu austur til Boston á fund í Modern Language Association, er bezt að sjá, hvað upp kemur, þegar ég sezt við skrifborðið. Ég lagði af stað 19. desember og flaug á fjórum tímum til Toronto, þar sem skipt var um vél og síðan látið dynja suðaustur til New York. Hlýtur byr að hafa verið mjög hagstæður, því að við vorum nauma 2 tíma á leiðinni þangað frá Toronto. Kom ég mér nú fyrir í stórborginni, og um kvöldið, er ég var úti að ganga niðri í miðbænum, hver haldið þið, að líði þar ofan strætið nema Vilhjálmur Þ. Gíslason. Hafði mér verið sagt fyrr um kvöldið, að hann væri farinn heim til Islands. En eins og menn vita af frásögnum íslenzku blaðanna, var Vilhjálmur vestra í boði Bandaríkjastjórnar að kynna sér og heimsækja leikhús, út- varpsstöðvar og aðrar menningarstofnanir. Var það furðuleg til- viljun, að við skyldum hittast þarna á förnum vegi og báðir held ég jafnundrandi yfir þeirri ráðstöfun forsjónarinnar. Vorum við síðan nokkuð saman í New York næstu daga, unz Vilhjálmur á sjálfan aðfangadag flaug heim með íslenzkri flugvél frá félaginu Loftleiðum. Öfundaði ég hann dálítið, en lét það þó ekki á mig bíta, enda væsti ekki um mig aðfangadagskvöldið, því að þá var ég boðinn til frænda míns Agnars Tryggvasonar (Þórhallssonar), full- trúa Sambands íslenzkra samvinnufélaga í New York, og konu hans Hildar Þorbjarnardóttur (Björnssonar) frá Geitaskarði í Langadal. Var rétt eins og maður væri kominn norður á eitthvert höfuðbólið heima, sami blærinn og sama veizlan: íslenzkar rjúpur og hangikjöt — og laufabrauð, sem frúin hafði skorið og bakað af norðlenzkri list. Húsfreyjan las jólaguðspjallið, og sungið var Heims um ból og nokkrir fleiri jólasálmar. Tveir gestir voru auk mín, Jónas Kristjánsson frá Akureyri og þýzkur maður, vinur hjónanna, er seinna, þegar röðin var komin að jólagjöfunum, snaraði sér í jóla- sveinsgervi. Brá börnunum heldur í brún, þegar hann barði að dyrum, þó að þau tæki honum vel, er þau höfðu áttað sig á honum og erindi hans. Daginn eftir, á jóladag, var Stefáns Einarssonar von með lestinni frá Baltimore á leið til Boston, og fundumst við í New York og urðum samferða norður. Átti þingið reyndar ekki að hefjast fyrr en hinn 27. des., en Stefán þurfti að vera á fundi með útgáfunefnd American Scandinavian Foundation. Er Stefán, svo sem kunnugt er, að vinna að íslenzkri bókmenntasögu frá upphafi og fram á okkar daga, og ætlar fyrrgreind stofnun að gefa hana út, að öllum líkindum næsta ár (1954). Verður mikill fengur og hagræði að því verki og ekki að efa, að það verður ritað bæði af víðtækri þekkingu og glöggri yfirsýn. Stefán vinnur einnig um þessar mundir að kennslubók, er nota á með íslenzkum textum, er teknir hafa verið á hljómplötur (Linguaphone). Bjóst hann við að Ijúka því verki á þessu ári eða hinu næsta. Kennaraþingið hófst nú 27. des. og stóð þrjá daga. Er þing- sóknarmönnum skipt í nokkra aðalflokka eftir þeim tungumálum, er þeir kenna, en þeim svo skipt smærra eftir ástæðum (málfræði, bókmenntir, ákveðin tímabil o. s. frv.). Síðan kemur hver hópur saman á tilteknum stað og stundu, erindi eru flutt og stundum hafðar umræður á eftir. Er mönnum frjálst að hlusta á erindi í öðrum flokkum, ef eitthvað er þar á ferðinni, sem þeir hafa sérstakan áhuga á. íslenzk fræði eru í flokki með Norðurlandamálum, og var fundur þeirrar deildar haldinn að kvöldi fyrsta þingdagsins. Var Stefán Einarsson að þessu sinni fundarstjóri, en ritari P. M. Mitchell frá háskólanum í Kansas. Á dagskrá vöru 4 erindi, hið fyrsta um Kensingtonsteininn, er Eric Wahlgren frá Californíuháskólanum í Los Angeles ætlaði að flytja. En það erindi fórst fyrir. Óvenjumikið fjölmenni var á fundinum, víst 50—60 manns, og héldu sumir, að það væri að nokkru Kensingtonsteininum að þakka, menn hefðu búizt við fjörugum umræðum um það gamla þrætuepli. A. m. k. gengu nokkrir af fundi, þegar tilkynnt var, að erindið um hann yrði ekki flutt. Næsta erindi fjallaði um tækniheiti í nútímaíslenzku (The Technical Vocabulary of Contemporary Icelandic), og flutti það Madison S. Beeler frá Californíuháskólanum í Berkeley. Hafði hann viðað að sér dæmum úr Morgunblaðinu á ákveðnu tímabili (mig minnir tveimur mánuðum snemma á síðasta ári). Erindið var stutt, en fróðlegt, sýndi mönnum, við hvaða erfiðleika er að etja og hvar íslendingar (eða öllu heldur Morgunblaðið) eru á vegi staddir í þessum efnum. Urðu talsverðar umræður um erindi Beelers. Madison S. Beeler hefur kennt íslenzku í vetuí í Berkeley, hafði 6 nemendur fyrra missirið, og stóð ekki til, að hún yrði kennd lengur, en þá höfðu 5 af nemendum hans komið til hans og beðið hann að kenna íslenzkuna áfram til vors, og ætlaði hann að verða við ósk þeirra. Næsta erindi á dagskrá var um Vínland hið góða og nýjustu rannsóknir, sem fram hafa komið um það. Var Henry Goddard Leach þar kominn með stafla af bókum um efnið og reifði það síðan bæði í gamni og alvöru. Vínlandsferðir hafa orðið mörgum að yrkisefni, ef svo mætti segja, og margt af því, sem um þær hefur verið skrifað, reynzt mesta glundur, jafnvel á miðri 20. öld. Einar Haugen frá Wisconsin-háskólanum í Madison flutti síð- asta erindið, sem á dagskrá var: Problems of Communications in Scandinavia, þ. e. um þá örðugleika í samskiptum Dana, Norð- manna og Svía, sem beinlínis eru sprottnir af mismun hinna þriggja tungumála þeirra, þá og hvað hafi verið gert og gera megi til þess, að heldur dragi saman með þeim. Hafði Einar dvalizt á Norðurlöndunum þremur nokkurt skeið við rannsóknir á þessu efni. Hafði hann lagt spurningar fyrir fjölda manna í hverju landi og síðan unnið úr svörunum margs konar fróðleik. Var erindi hans skemmtilegt, og spunnust af því talsverðar umræður. Að dagskrá lokinni stöldruðu menn við og spjölluðu saman, enda er sá þátturinn í slíku þinghaldi, er lýtur að persónulegum kynnum manna og samfundum, ekki sízt mikils verður. Við vorum þarna þrír íslendingar, við Stefán Einarsson og Jóhann Hannes- son, er í sumar var skipaður umsjónarmaður íslenzka bókasafns- ins við Cornell-háskólann í 'íþöku. Tók hann við því starfi af Kristjá'ni Karlssyni. Jóhann er frá Siglufirði, lauk stúdentsprófi á Akureyri 1940, lagði síðan stund á enska tungu og bókmenntir vestur í Berkeley í Californíu og tók þar meistarapróf. Að svo búnu sneri hann heim og fékkst við enskukennslu í Reykjavík um hríð, rri. a. við háskólann. Til Iþöku kom hann þó úr vesturátt, hafði kennt nokkurn tíma í enskudeild háskólans í Berkeley. Hyggur Jóhann gott til bókavörzlunnar, enda hefur hann jafnan lagt sig eftir íslenzkum fræðum, þótt hann kysi sér ensku til háskólanáms. Margs konar fræðafélög héldu þing í Boston um þetta sama leyti og í sambandi við aðalkennaraþingið, svo að erill var mikill á mönnum þessa dagana. Bókaverzlanir og útgáfufyrirtæki efndu til bókasýninga, og var þar margt fróðlegt að sjá. Ekki veit ég tölu á þátttakendum í þingi þessu, en þeir hafa þó sjálfsagt skipt þúsundum. Væri margt hægt frá því að segja og ýmsu, er þar fór í'ram, en ég læt þetta nægja. Þrjá íslendinga hitti ég, búsetta í Boston, Sigurð Jónsson, er kennir efnafræði við lyfjafræðiskóla þar í borg, Pálma M. Sigurðs- son, fyrrum í Winnipeg og Chicago, og Kornelíus Haralz frá Reykjavík, og stunda þeir Pálmi og Kornelíus sjómennsku. Sögðu þeir mér, að líklega væru um 70—80 íslendingar búsettir í Boston, en erfitt væri orðið að henda reiður á þeim. Einn daginn fór ég út á Harvardháskóla (sem er einn af hér um bil 30 háskólum Bostonborgar og nágrennis), og er það ekkert smáflæmi, sem hann stendur á. Fór ég aðallega til að skoða bóka- safnið þeirra, Widener-safnið svonefnda, sem er eitt af öndvegis- söfnum Bandaríkjanna. Er þar dágott safn íslenzkra bóka, og kynnti ég mér það lítillega. Frá Boston fór ég aftur til New York, en stanzaði þar nú skemur en fyrr. Ég sagði víst ekki frá því áður, að mér voru sýnd húsakynni Sameinuðu þjóðanna. Gerði það Daði Hjörvar, er út- varpað hefur fréttum þaðan til íslands undanfarin ár. Fór hann með mi§ um þingsalina alla, og var þar margt fallegt að sjá, og fróðlegt þótti mér að líta yfir starfsmannahjörðina 1 einum mat- sal byggingarinnar, þar sem saman hafa verið komin menn og konur af langflestum þjóðum heims. Ekki voru þeir að bítast þar eða berjast, heldur sátu í friði að mat sínum. Einn daginn fór ég upp í Empire State bygginguna, hæsta mannvirki í heimi. Var það mikil sjón að líta þaðan yfir stein- kastala borgarinnar, þessa tröllasmíð eða Grjóttúnagarða. Var bygging Sameinuðu þjóðanna, tæpra 40 hæða hús, ekki meiri til að sjá en einn eldspýtustokkur, sem einhver tröllkarlinn hefði sett þarna upp á rönd, og skýjakljúfarnir þá á borð við dávæna vindla! Af þeim íslendingum, sem ég hitti eða hafði samband við í New York, minnist ég þess, að þeir Hannes Kjartansson ræðis- maður og ívar Guðmundsson blaðafulltrúi báðu mig fyrir sér- stakar kveðjur til Vestur-lslendinga, og kem ég þeim nú á framfæri. Frá New York fór ég með lest til Iþöku að heimsækja þá Halldór Hermannsson og Jóhann Hannesson. Margir þeir, sem á þingið komu í Boston, minntust Halldórs og söknuðu hans og þótti sjónarsviptir að honum í þingsalnum. En um Halldór mætti við hafa lýsingu Heimskringlu, þar sem segir frá Inga Svíakon- ungi, er hann var staddur á konungastefnu í Elfunni, að hann „var einna mestur og þrekulegastur, og þótti hann öldurmannlegastur“. Halldór átti ekki heimangengt að þessu sinni, um það hefur gigtin séð, sem setzt hefur að honum og gefur honum „engi frið“. En hugurinn er enn hinn sami, og á honum sér engin merki hvorki aldurs né gigtar. Hann er eins og örninn, sem situr hátt uppi á hamri og horfir þaðan yfir víðan völl. Verk hans öll, bókavarzlan og aðdrættirnir, prentuðu skrárnar og ritgerðirnar í safninu Islandica, eru fyrir löngu orðin ómetanleg hverjum þeim, er við þessi fræði fæst, og þó munu þeir fleiri, sem á ókomnum dögum eiga eftir að njóta elju hans, víðsýni og skarpskyggni. Gaman var að koma í íslenzka bókasafnið með Jóhanni og renna augunum um bókaraðirnar. Er eins og maður trúi því ekki fyrr en tekið er á því, hver kynstur hafa verið skrifuð á íslenzku — og um íslenzk efni á öðrum tungum. Frá íþöku var ferðinni heitið til Toronto, og greip ég nú tæki- færið að skoða Niagara-fossana í leiðinni. Get ég sagt, að ég hafi ekki séð heiðarlegan foss, síðan ég fór af íslandi. Varð ég ekki fyrir vonbrigðum af fossunum, því að þeir steypast fallega fram af gljúfurbarminum og hika hvergi í fallinu. Þá var ekki dynur- inn lítill og huggun að heyra hann, áður en lagt var á slétturnar í’ossalausar og brimlausar. Borgir eða bæir standa við gljúfrið beggja vegna, og er ólíku saman að jafna, hve miklu er staðarlegra Canada-megin, þar sem á barminum eru fagurlögð stræti, glóandi garðar og reisuleg hús. Hafa Bandaríkjamenn af litlu að státa á sínum bakka, nema ef vera skyldi því, að fossarnir falla þeirra megin — Canadamönnum til augnayndis! í þessum efnum er þjóðgarðurinn í Blaine til fyrirmyndar, þar sem ekki má á milli sjá, hvor fegurri er, sá hlutinn, sem sunnan er landamæranna, eða hinn fyrir norðan. I Toronto fór ég að finna dr. Milnes, einn af kennurum þýzku- deildar háskólans þar (University College). Hafði ég heyrt, að hann kenndi m. a. íslenzku. Tók hann mér hið bezta, sýndi mér hluta af háskólanum og kynnti mig nokkrum kennurum, þeirra á meðal formanni þýzkudeildarinnar, Barker Fairley. Var það fyrir atbeina. hans og áhuga dr. Milnes, að hafin var íslenzkukennsla við háskólann síðastliðið haust og ákveðið, að hún skyldi fara fram innan vébanda þýzkudeildarinnar. Fengust þegar 6 nem- endur, 2 úr þýzkudeildinni, 2 úr hinni ensku, 1 úr sögu og annar, ég man ekki hvaðan. Eru þeir flestir eða allir að vinna að meistara- eða doktorsritgerð. Geta menn þá kosið sér íslenzku sem eina grein af nokkrum, sem nauðsynlegar eru taldar til viðbúnaðar slíkri ritgerð. Einn þessara nemenda er héðan frá Winnipeg, Þór Þorgrímsson (sonur sr. Adams heitins Þorgrímssonar og konu hans Sigrúnar Jónsdóttur). Var mér það mikil hvöt að hitta dr. Milnes, kynnast áhuga hans og því starfi, sem þarna fer fram. Þótti honum og fróðlegt að frétta héðan, einkum af bókakosti okkar, en hann hefur mikinn hug á að afla íslenzkra bóka eða bóka um íslenzk efni, og hafði þegar orðið nokkuð ágengt. í Boston hafði ég hitt sem snöggvast kennara frá einum há- skólanna í Montreal, J. P. Yinay, og kenndi hann þar íslenzku í málvísindadeild skólans. Hef ég ekki enn kynnt mér til fullnustu, hve víða íslenzka er kennd við canadiska háskóla, en þessi dæmi sýna, að eitthvað er á seyði, sem okkur má verða til uppörvunar í því starfi, sem hér er verið að vinna að. Af ferð minni frá Toronto til Winnipeg er ekkert að segja, og gekk hún þó eins og í sögu. Enda ég svo þetta spjall og bið menn virða á hægri veg. Fréttir fró ríkisútvarpi íslands Framhald af bls. 1 ingur, þá Jónas Þorbergsson út- varpsstjóri og af hálfu Norð- lendinga Friðjón Skarphéðins- son bæjarfógeti á Akureyri og sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu. ☆ Flutningar með flugvélum Flugfélags íslands urðu meiri á s.l. ári en nokkru sinni áður. Vélar félagsins flugu nær því 1.400.000 kílómetra og fluttu um 38.000 farþega, þar af á sjötta þúsund milli landa. Milli Græn- lands og íslands voru fluttir 600 farþegar á árinu. Vöruflutning- ar námu 767 lestum. Félagið hef- ir nú 7 flugvélar í förum. Fastir starfsmenn þess eru 109. ☆ Tunnuverksmiðja ríkisins á Siglufirði tók til starfa á þriðju- daginn var og hafa 60 manns at- vinnu þar. Afköstin eru 50 til 60 tunnur á klukkustund. ☆ Nýlega var stofnað Stúdenta- félag Suðurlands og á það /heim- ili að Selfossi. Tilgangur félags- ins er að stuðla að auknum kynnum og félagsskap stúdenta á félagssvæðinu, styðja að varð- veizlu sjálfstæðis þjóðarinnar, og ljá lið menningar- og fram- faramálum Suðurlands. Formað- ur félagsins er Lúðvík D. Norð- dal héraðslæknir á Selfossi. — 1 gær hóf göngu sína á Selfossi nýtt blað, sem nefnist Suður- land og ætlað er sérstaklega Árness-, Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu. Ritstjóri er Guðmundur Daníelsson rithöf- undur og skólastjóri á Eyrar- bakka. Blað þetta kemur út hálfsmánaðarlega og á að vera hlutlaust 1 stjórnmálum, en hyggst bjóða stjórnmálaflokkun- um einn dálk hverjum í hverju blaði. ☆ Aðfaranótt fimmtudags kvikn- aði í vesturálmu hússins Aðal- götu 30 á Siglufirði. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var mikill eldur í geymsluherbergi inn af verzluninni Bræðraá, sem er til húsa í þessari álmu húss- ins. Eldurinn var slökktur á tveimur klukkustundum, en miklar skemmdir urðu og meðal annars komst reykur og vatn í kvikmyndasal bæjarins, sem er í þessari byggingu. Sýningarvél- ar skemmdust þó ekki. ☆ Islenzka félagið Eddafilm hef- ir samið við sænska félagið Nordisk Tonefilm um kvik- myndun á skáldsögunni Sölku Völku eftir Halldór Kiljan Lax- ness, og er það ráðið, að myndin verður tekin í sumar, og mun einn kunnasti kvikmyndaleik- stjóri Svía, Arne Mattson, stjórna myndatökunni, en kvik- myndahandritið gerir rithöf- undurinn og leikarinn Rune Lindström í samráði við höfund- inn. Eddafilm kostar mynda- tökuna að einum fimmta. Þeir Mattson og Lindström eru staddir í Reykjavík, hafa litast um í nágrenni bæjarins að leita að heppilegum stöðum til mynda tökunnar og ákveðið meðal annars að nokkur atriðin verði tekin í Grindavík. Leikarar verða flestir sænskir, og koma leikararnir og starfsmenn aðrir seint í júní í sumar og verða þá tekin öll atriði myndarinnar, sem úti gerast, en hin í kvik- myndaveri félagsins í Stokk- hólmi. Gangi allt að óskum getur verið að frumsýningin verði um nýjárið næsta vetur, og sam- tímis í Reykjavík og Stokk- hólmi. ☆ Skrifstofa verðgæzlustjóra ger ir mánaðarlega athugun á smá- söluverði ýmissa vörutegunda í verzlunum í Reykjavík. Er þetta gert fyrir Hagstofu Islands og meðalverð hinna athuguðu teg- unda lagt til grundvallar út- reikningi vísitölu framfærslu- kostnaðar. Viðskiptamálaráðu- neytið /hefir ákveðið að skrif- stofan birti framvegis lægsta, hæsta og meðalsmásöluverð nokkurra vörutegunda til leið- beiningar fyrir almenning. ☆ Á árinu, sem leið, urðu bygg- ingaframkvæmdir á vegum hins opinbera nokkru minni en að undanförnu og valda því verð- hækkanir. — Fullgerðir voru nokkrir skólar og félagsheimili, sundlaugar gerðar og sundskýli, unnið að byggingu fjórðungs- sjúkrahúss á Akureyri, heilsu- verdarstöðvar í Reykjavík, full- gert fávitahæli og lokið við röntgendeild Landsspítalans, — svo að nokkuð sé talið af fram- kvæmdum þessum. ☆ Samband íslenzkra samvinnu- félaga er um þessar mundir að athuga möguleika á því að hefja hér á landi verksmiðjufram- leiðslu á steinsteypuhlutum til bygginga með nýrri hollenzkri aðferð, sem þegar hefir rutt sér til rúms í nokkrum löndum. Telja ráðamenn SÍS mest um vert að afla sér reynslu af bygg- -inga-aðferð þessari við aðstæður hér á landi, og athuga síðan fjöldaframleiðslu slíkra húsa. Mótin, sem í er steypt, eru dýr og verður því að vera markaður fyrir margra hluta gerða í hverju móti. ☆ í Þjóðleikhúsinu er nú Skugga Sveinn sýndur og franski sjón- leikurinn Topaz, og er jafnan uppselt á báða. Á föstudaginn verður þar frumsýning á ballett, sem heitir Ég bið að heilsa. og er saminn eftir kvæði Jónasar Hall- grímssonar. Danski ballettmeist- arinn Erik Bidsted og kona hans Lisa Kjærgard hafa kennt listdans í vetur á vegum Þjóð- leikhússins og hafa haft um 80 nemendur. Þau dansa aðalhlut- verkin í ballettinum Ég bið að heilsa, sem Bidsted hefir samið, Framhald á bls. 5 Sendið engin meðöl til Evrópu 1 þangað til þér hafið fengið vora nýju verðskrá. | Skrlflð cftlr hlnnl nýju 1053 vcrfiskrá, scm nú cr á taktclniun. j Vcrfi hjá oss cr mlklu hcirrn cn annars stnðar í Canndn. \ RIMIFON — $2.10 fyrir 100 töflur ! STREPTOMYCIN — 50c grammið ! Scnt frá Kvrópn mn vífin vóröW. Jnfnvcl aostnn járntjalilslns. — j 1‘óstRjnld Innlfallð. STARKMAN GHEMISTS ! 403 HI,()OII ST. WKST TORONTO I

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.