Lögberg - 22.01.1953, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 22. JANÚAR, 1953
5
***************************
ÁHIJGAHAL
IWtNNA
Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON
„HLÍN“ ER KOMIN
Bóndi og rithöfundur
Nýlega barst ritstjórn blaðs-
ins 34. árgangur ársritsins
„HLÍN“ í hendur, og má segja,
að hún sé kærkominn gestur.
Frk. Halldóra Bjarnadóttir er
útgefandi og ritstjóri þessa
merka rits og hefir verið það
frá upphafi. Ég hygg, að ekki sé
annað rit nú gefið út á íslandi,
isem bregður upp sannari mynd
af íslenzku þjóðlífi, eins og það
var og eins og það er í dag, held-
ur en einmitt þetta ársrit.
Þeir, sem muna íslenzku
frumherjana í þessari álfu og
hlustuðu á frásagnir þeirra um
ísland, eignuðust fagra mynd af
íslandi, því þótt margar sögur
þeirra fjölluðu um skort og
hvers konar erfiðleika, tvinnuð-
ust saman við þær frásagnir um
manndáð og drengskap; frásagn-
ir um skáld, gáfumenn og fræg-
ar bókmentir og lýsingar af
undur fögru landi. Hin einlæga-
ást þeirra til ættlands síns, sem
e. t. v. hafði aukist í fjarlægð-
inni, blés lífi og lit í sögur
þeirra, svo að hlustendurnir —
venjulega börnin þeirra, — urðu
snortnir, og ísland varð einnig
í þeirra augum landið helga, ef
svo mætti að orði komast.
Þess vegna verða margir af-
komendur hinna gömlu íslenzku,
landnámsmanna sárgramir, þeg-
ar þeir lesa í dagblöðum frá Is-
landi frásagnir um glæpi, laus-
læti, yfirgang og aðra lesti; og
þegar þeir lesa íslenzkar skáld-
sögur, er lýsa íslendingum sem
lítilsigldum vesalingum og
mannskrípum. Þetta kastar aur
á hina fögru mynd af íslandi,
sem skapast hafði í huga þeirra.
,JÞetta fólk er ekki líkt íslend-
ingunum, sem hingað fluttust,“
segja þeir. „Þetta er ekki það
land, sem afi minn og amma,
íaðir minn og móðir sögðu mér
ifrá! Er komin órækt í þjóðina?"
Um blaðafréttirnar er það að
segja, að dagblöð á íslandi, eins
og hér, skýra fyrst og fremst frá
því sem ilt er og aflaga fer. Það
þykir fréttnæmt. Engar fréttir
eru góðar fréttir, eins og þar
stendur. Það, sem til undantekn-
inga telzt, eru fréttir, en ekki
hið almenna. Þess vegna eru
dagblöðin ekki sannur spegill af
þjóðlífinu. — Hér í þessum
dálkum hefir áður verið vikið að
því hve óþarfir sumir íslenzkir
skáldsagnahöfundar hafa verið
þjóð sinni, bæði inn á við og út í
frá og skal því ekki farið lengra
út í þá sálma nú.
„HLÍN“ er merkilegt rit vegna
þess að þar birtist íslenzka þjóð-
in, sérstaklega kvenþjóðin, í
isinni réttu mynd, og sú mynd
kemur engum hér ókunnuglega
fyrir sjónir. Ritstjórinn, Frk.
Halldóra Bjarnadóttir, er gáfuð
og víðsýn kona og framúrskar-
andi ötul; hún hefir bréfasam-
bönd við konur og menn í öll-
um sveitum landsins og einnig
við Vestur-íslendinga, en þeim
hefir hún sýnt mikinn hlýhug,
sérstaklega síðan hún heimsótti
okkur fyrir nokkrum árum. Hún
hefir sambönd við flest ef ekkii
öll kvenfélög landsins og fylgist
uákvæmlega með öllu, sem er
að gerast þeirra á meðal.
Ritið hefst á fögru kvæði
Móðurási eftir Tómas R. Jóns-
son, Blönduósi. I^æst er fram-
haldsgrein ritstjórans um Fé-
lagssamtök íslenzkra kvenna;
felst henni svo til að 1/6 hluti
þjóðarinnar sé bundinn félags-
'Samtökum kvenna „og öll starfa
þessi félög að meira eða minna
leYti til blessunar fyrir land og
lýð.“
Kaflinn um látnar merkis-
konur mun verða mörgum eldri
Islendingum hér hugstæður, því
inn í þær minningar fléttast lýs-
ingar af siðvenjum eins og þær
voru á íslandi fyrir aldamótin,
um það leyti að Vestur-íslend-
ingar fluttu úr landi. Þar er
sagt frá Þorbjörgu Pálsdóttur
írá Bjarnastöðum, er varð rúm-
lega 102 ára gömul. „Og þegar
hún, kona fjörgömul, kom og
signdi sig, að góðum og gömlum
sið, yfir vöggu nýfædds barns,
þá fahnst móðurinni eins og að
völvan góða í ævintýrinu hefði
lagt yfir það blessun sína.“
Ein skemtilegasta greinin í
ritinu er Jólaminningar eftir
Huldu Á. Stefánsdóttur, skóla-
stjóra; segir hún frá undirbún-
ingi fyrir jólin á Möðruvöllum
og hátíðahaldinu þar og enn-
fremur frá jólunum á Akureyri,
en þangað fluttist fjölskyldan
eftir að skólahúsið á Möðruvöll-
um brann 1902. Önnur skemti-
leg endurminningagrein er Úr
Svarfaðardal eftir Sesselju Eld-
járn.
Eins og að venju er ritið mjög
fjölbreytt að efni; í því eru
greinar um uppeldis- og fræðslu-
mál, heilbrigðismál, jarðyrkju,
heimilisiðnað og margt fleira.
Bragi Sigurjónsson skrifar um!
Almannaíryggingar á Islandi og
lætur ritstjóri svo ummælt: —
„Þessi tryggingalöggjöf íslend-
inga mun vera ein hin fullkomn-
asta meðal menningarþjóða."
Einn merkasti þátturinn í
„HLÍN“ er Sitt af hverju; er
hann að mestu kaflar úr bréfum
frá öllum landshornum og jafn-
vel frá Vesturheimi. Auk þess-
ara bréfakafla, sem eru um 50
að tölu eru fleiri bréfakaflar
hingað og þangað í ritinu; sýnir
þetta gjörla hve sambönd rit-
stjórans eru víðtæk. í þessum
köflum kemur greinilega í ljós
hvernig sannþjóðrækið fólk á ís-
landi hugsar og starfar landi og
lýð til heilla; ósegjanlegt fagn-
aðarefni er það þeim öllum, sem
islenzkri menningu unna, hve
marga ber hátt, konur og menn,
er vinna af ást og einurð að vel-
ferðarmálum þjóðarinnar. í
þeirri fylkingu skipar frk. Hall-
dóra Bjarnadóttir það tignar-
sæti, sem henni að réttu ber.
HLÍN verðskuldar aukna út-
breiðslu vestan hafs og te^ur
Mrs. J. B. Skaptason, 378 Mary-
land Str., Winnipeg, á móti pönt-
unum að ritinu. Verðið er 50
cents auk burðargjalds.
☆
Stúlka í kvennaskóla kynnti
eitt sinn „unnusta" sinn fyrir
bekkjarsystur sinni. Það endaði
með því að sú síðarnefnda tók
hann frá henni. Stúlkan, sem
beið þarna lægri hlut, fvlltist
hatri til skólasystur sinnar, hætti
að tala við hana, en skrifaði
henni eftirfarandi bréf:
„Þú þarna, hjartalausa skepna.
Þú veist það vel, að við Gunni
vorum búin að Vera saman í sex
mánuði. Bíddu bara þangað til
ég næ almennilega til þín, þú
einskisnýta fígúra. Ég skal klóra
í augun á þér, rífa í hárið, brjóta
í þér hvert bein og ausa þig auri.
—Þín N.N.
P.S.: Fyrigefðu skriftina.“
„Mamma, þú ert víst ekki
nærri eins falleg og barn-
fóstran."
Mamma hló og lét þetta gott
heita.
„Ég skal segja þér, mamma,"
hélt sá stutti áfram. — „Nú erum
við búin að ganga hérna í
skemmtigarðinum í heilan
klukkutíma og ekki einn einasti
lögregluþjónn hefur kysst þig.“
Að kvöldi dags: Björn J.
Blöndal, Laugarholti.
Samlíkning á dönskum og ís-
lenzkum bændum er höfð eftir
dönskum mennta- og stjórn-
málamanni. Hún hljóðar svo:
„Danskir bændur vita allt um
búskap, ekkert um annað. ís-
lenzkir bændur vita ekkert um
búskap, allt um annað.“ Enda
þótt að öfgar séu í þessari sam-
líkingu, er þar nokkurn sann-
leik að finna. Hvað sem búskap-
arviti íslenzkra bænda líður, er
staðreynd að margir þeirra eru
gjörfróðir um marga aðra hluti
en búskap. Má þar nefna sögu,
skáldskap og stjórnmál. Auk
þess hafa á öllum öldum Islands-
byggðar verið afburða skáld og
snjallir rithöfundar innan ráða
íslenzkra bænda. í þessu efni
virðist ekki vera um mikla aftur
för að ræða, a. m. k. ekki hvað
snertir bænda-rithöfunda. Næg-
ir í þesus sambandi að nefna
fjóra menn, sem allir eru virkir
og býsna snjallir rithöfundar.
Það eru: Eyólfur Guðmundsson,
Hvoli í Mýrdal, Ásgeir Jónsson
frá Gottorp, Benedikt Gíslason
frá Hofteigi og Björn J. Blöndal,
Laugarholti í Borgarfirði. Þessir
bændur hafa í ritum sínum
reynzt svo snjallir um meðferð
íslenzkrar tungu, að af ber.
Langskólagengnir „v í s i n d a -
menn“ í norrænu mfræðum við
Háskóla íslands mega sannar-
lega gæta sín á ritvelli við hlið
þessara bænda. Þessu til stað-
festingar vil ég benda á ritdóm
Benedikts frá Hofteigi um
bók þeirra norrænufræðinga, er
nefnist Á góðu dægri, og út kom
fyrir stuttu síðan í tilefni 65 ára
afmælis próf. Sigurðar Nordals.
----o----
Björn J. Blöndal er borgfirzk-
ur bóndi. Hann hefir byggt
smekklegt nýbýli við heita laug
í Bæjarsveit. Erfiðleikar og á-
hyggjur nýbýlingsins og ein-
yrkjans hafa ekki gert Björn
bölsýnan. Hann sér og skynjar
dásemdir sveitalífsins svo vel og
gagngert, að erfiðleikar þess
hverfa eins og dögg fyrir sólu.
Sannur bóndi skynjar fegurð
lífsins. Hann veit, að hvergi birt
ist hún í fullkomnari dýrð en í
samskiptum og samlífi við móð-
ur náttúru. Bóndinn finnur mátt
sinn og meginn í erfiði sveita
lífsins. Honum birtist vinnu-
gleðin í eigin verkum. Að kvöldi
erfiðisdagsins fer ánægjukennd
um þreytta vöðva. Hann gleym-
ir óhöppum í bjartri trú á, að
ekki tjói að gráta heldur safna
liði. Þegar tíðarfar gerist grá-
leitt og illt er vissan um, að öll
él birta upp. Vorið kemur í allri
sinni dýrð, þegar þess tími er
inni. Það kemur með sól og yl,
svanasöng í heiði, lömb sem
leika um blómgaða bala, gróðr-
arilm úr jörðu og angan úr lofti.
Bóndinn finnur hið nána sam-
starf, sem hann á með skapara
himins og jarðar. Sköpunin er
eilíf í jarðargróðri og búfé og
hvergi fullkomnari. Dýr og jurt-
ir merkurinnar og fuglar hinins-
ins fylla sveitalífið unaði, hverj-
um þeim, sem vill sjá, heyra og
skynja. Þannig er bóndinn Björn
J. Blöndal. Hann hefir auk þess
öðlazt þá náðar gáfu, að geta
miðlað öðrum með hinu ritaða
orði af skynjun sinni á fegurð
tilverunnar. Það gerir hann af
þeirri snilld í bók sinni Ham-
ingjudagar, sem út kom fyrir
tveimur árum, og nú í bókinni
Að kvöldi dags, að hverjum, sem
les, má vera unun ein að þeim
lestri.
1 þessari nýju bók talar Björn
enn sem fyrr við steina og jurt-
ir, dýr og fugla á því fagra huldu
máli, sem því miður of fáir beita,
hrífur Björn lesandann með sér í
æfintýraheima íslenzkrar nátt-
úru. Strengir þeirrar hörpu eru
stilltir og stundum raunar þand-
ir, en bresta hvergi. Hann sér
svo undramargt og svo undur
fagurt, sem öðrum er meinað að
sjá. Hann skilur hinar svo-
nefndu skynlausu skepnur.
Hann neitar að þær séu skyn-
lausar. Mér liggur við að segja,
hann sannar, að þær séu það
ekki, heldur oft miklu vitrari en
hin viti gædda vera.
Á síðkvöldum vorsins fyllir
söngur sólskríkjunnar, hnegg
hrossagauksins og dýrðarsöngur
lóunnar sál bóndans í Laugar-
holti. Hann finnur og skrifar að
slíkar dásemdir hins lifandi lífs
eiga ekkert skylt við gjall og
g 1 a u m samkvæmlssala, s e m
borgarbúinn sækir til þess að
Tímanum er kunnugt um það
að fjölmörg íslenzk innflutnings
fyrirtæki og heildverzlanir hafa
skrifað viðskiptavinum sínum í
Bretlandi og beðið um að vöru-
pantanir, sem búið var að gera
þar á brezkum framleiðsluvör-
um yrðu ekki afgreiddar að
sinni að minnsta kosti.
Afiurkalla panianir
Hafa þau gefið þá skýringu á
þessum ráðstöfunum, að vegna
ríkjandi ástands, sem skapast
hefir í viðskiptum milli land-
anna við aðgerðir brezkra tog-
ara eigenda til að koma í veg
fyrir að landað verði íslenzkum
ísfiski í Bretlandi, telji þeir ekki
fært að flytja brezkar iðnaðar-
vörur til landsins.
Eiga þeir við það, að fólk er í
vaxandi mæli farið að sneiða
hjá brezkum vörum í verzlun-
um hér, ef aðrar eru fáanlegar,
þegar um nauðsynjar er að ræða
en dregur við sig og hættir við
kaup, ef ekki er brýn nauðsyn á
kaupunum.
Andúðin gegn brezkum vörum
Vegna þessa þora heildverzl-
anir ekki eins og stendur að gera
mikil innkaup frá Bretlandi og
hafa tilkynnt viðskiptavinum
gleyma allsleysinu í sjálfum sér.
Tign og helgiró íslenzkrar vor-
nætur er dásamleg. Hvergi er
fremur en þar hægt að finna guð
í alheims geymi og guð í sjálfum
sér.
Stíll Björns J. Blöndals og frá-
sagnarsnilld er með þeim ágæt-
um, að fáum mun fært að feta í
þau spor. Bókin Hamingjudagar
var skær perla í bókaflóði ársins
1950. Að kvöldi dags, hin nýja
bók Björns, er önnur perla, sem
lýsir og á samstöðu í festi með
hinni fyrri. Björn! Haltu áfram
að skrifa. Bættu fleiri perlum
við í sannar bókmenntir.
sínum þar hvernig málum er
komið.
Jafnframt því sem almenning-
ur kippir að sér hendinni með
vörukaup þegar um brezkar vör-
ur er að ræða, gerist það að ís-
lenzkir innflytjendur liggja með
mikið af brezkum vörum sem
ekki er talið unnt að selja eins
og sakir standa, nema ekki fáist
samberilegar vörur annars stað-
ar frá.
Gömul viðskipii stöðvast
Eru kaupsýslumenn mjög ugg
andi vegna þeirra atburða, sem
nú gerast daglegir í viðskipta-
lífi þessara tveggja nákomnu
vinaþjóða og er það von. Þegar
þeir sjá, hvernig stöðva verður
viðskipti við ágætar stofnanir,
sem búið er að skipta við í stór-
um stíl, svo áratugum skiptir.
En augljóst er, að íslendingar
geta ekki haldið lengi áfram að
kaupa b r e z k a r vörur þegar
þeim hefir verið meintað með
alls konar bolabrögðum að koma
á land verðmæti til að greiða
með þessar vörur, enda þótt
brezkur almenningur þurfi á
hinum íslenzka fiski að halda og
milliríkjasamningur sé um lönd-
Fréttir . . .
Framhald af bls. 4
en Karl O. Runólfsson samið
hljómlistina við og byggt þar á
lagi Inga T. Lárussonar. Tuttugu
manna hljómsveit leikur undir.
☆
Stokkseyringafélkgið í Reykja
vík, sem á 10 ára afmæli um
þessar mundir, hefir ráðist í að
láta semja og gefa út sögu
Stokkseyrarhrepps frá fyrstu
tíð og fram til vorra daga, og
ráðið Guðna Jónsson magister
til að standa fyrir því verki. Út
er komið fyrsta bindið af þrem-
ur og heitir Bólstaðir og búend-
ur í Stokkseyrarhreppi. Er þetta
ættfræðileg handbók fyrir alla
Stokkseyringa og menn þaðan
kynjaða, og eru þar nafngreind-
ir um 2500 menn.
☆
Komið er út Bókasafnrii eftir
bókayerðina Björn Sigfússon og
Ólaf Hjartar, og er þetta fyrsta
bókin um bókasöfnun og bóka-
söfn, sem út er gefin á íslenzku.
Útgefandi er Menntamálaráðu-
neytið. í riti þessu er fjallað
m. a. um skráningu, röðun og
flokkun bóka, afgreiðslu útlána
og bókaval og kafli er þar um
sögu og markmið bókasafna.
☆
í maí og júní næstkomandi
verður haldið námskeið í við-
skiptafræðum við Heimsverzl-
unarskólann í Vínarborg fyrir
stúdenta og kandídata frá við-
skiptaháskólum á Norðurlönd-
um. Námskeiðið er haldið aþ til-
hlutan Viðskiptaháskólans í
Kaupmannahöfn og hefir stú-
dentum í Viðskiptadeild Háskóla
íslands verið boðin þátttaka. Til-
gangurinn er að veita norræn-
um viðskiptafræðingum hag-
kvæm skilyrði til nokkurs fram-
haldsnáms erlendis.
☆
Ákveðið hefir verið, að ís-
lenzkir knattspyrnumenn þreyti
þrjá landsleiki í sumar, og verða
tveir við Norðmenn, annar í
Reykjavík, hinn 1 Noregi, og
loks verður landsleikur við Dani
9. ágúst og fer hann fram í
Danmörku.
um.
— TÍMINN, 30. nóv.
HVAÐ ÆTLID ÞÉR FYRIR YÐUR
VÁRÐANDI NYTT LÍFSSTARF í
Canada?
Aðstoð stendur yður til boða
Viljið þér flytja til Canada ættingja frá yðar fyrra heimalandi? Hafið þér í
hyggju að kaupa bújörð, eða stofna fyrir tæki á eigin reikning? Leikur yður
hugur á aðstoð við að nema frönsku eða ensku, eða æskið þér leiðbeininga
varðandi canadisk þegnréttindi? Ef til vill æskið þér upplýsinga um
afkomuskilyrði í hinum mismunandi landshlutum Canada?
Starfsmenn þegnréttindadeildarinnar munu með glöðu geði veita yður þær
upplýsingar, er þér farið fram á. Þessi þjónusta er ókeypis og stendur til
boða öllum nýjum Canadamönnum. Með það fyrir augum að afla þeirra
leiðbeininga og þeirrar aðstoðar, er þér þarfnist, skuluð þér heimsækja eða
skrifa næstu skrifstofu Þegnréttinda og Innflutningsdeildarinnar.
HVERNIG ÖÐLAST SKULI CANADISK ÞEGNRÉTTINDI
Ef þér hafið nýstigið á land sem innflytjandi og eruð 18 ára eða þar yfir,
getið þér þegar í stað tekið fyrsta skrefið til að verða canadiskur þegn.
FYLiLIÐ INN MKÐITI.GJANDI EYÐUBIjAÐ OG FAIÐ BÆKIjING,
FjII SKÝKIH FYItlK YDIR HVAÐ ÞÍ:K SKUIjUÐ taka fykir
DEPARTMENT
OF CITIZENSHIP
- AND -
IMMIGRATION
Citizenship Eranch,
Departmenf of Citizenship and Immlgration,
Ottawa.
Pfease send me the booklet on the steps to
Canadian citizenship.
Name
Address....
Runólfur Sveinsson.
íslenzkir kaupsýslumenn
stöðva vörukaup í Bretlandi