Lögberg


Lögberg - 26.02.1953, Qupperneq 5

Lögberg - 26.02.1953, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. FEBRÚAR, 1953 5 ********* vvwvwvv'rvw ****** Ál l 4 AHÍI tvVCNNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON FRÚ LÁRA BJARNASON Aldarafmæli 1842 — 1942 Pétur GuSjohnsen (1812—187§) heflr hlotiS þá viCurkennlngu aS vera faiSir söngs og tónlistar á islandi; ætli þaö sé ekki orS aS sönnu, aS dóttir hans, frú Lára Bjarnason (1842—1921) hafi veriS einn aSal-brautrySjandinn í hljóm- listarmenningu Islendinga vestan hafs? — Þegar ég var viSstödd samkomu söngflokks Fyrstu lútersku kirkjunnar á miövikudagskveldiö I fyrri viku, fannst mér sem andi þessarar mikilhæfu konu svifi þar enn yfir vötnum; þess vegna baS ég Mrs. Fióru Benson um leyfi til að birta hina fögru grein, er hún reit í Sameininguna á aldarafmæli frú Láru, en Mrs. Benson var henni nákunnug frá barnæsku, var í söngflokkum, sem frú Lára kendi og æfSi, og kunni vei aS meta hæfileika hennar og mannkosti. —I. J. Lára Michaelína Guðjohnsen Bjarnason var fædd 16. maí 1842 í Reykjavík. Faðir hennar var Pétur Guðjohnsen, söngfræðing- ur, og móðir hennar, Guðrún Sigríður Knudsen. Lára var elzt af fimtán börnum þeirra hjóna. Á æskuheimili hennar ríkti atorka og sparsemi, sönglist og mentun, og kærleiksrík samúð allra. Hún fékk góða bókment- un og lærði að leika á píanó og gítar. Fimtánda nóvember 1870 gift- ist Lára séra Jóni Bjarnasyni og árið 1873 fluttu þau vestur um haf og eftir dvöl í ýmsum borg- um í Bandaríkjunum komu þau til Nýja-lslands árið 1877 og áttu þar heima til 1880. Starf hennar meðal landa sinna í Vesturheimi var nú hafið. Hún fór marga ferð, fótgangandi með manni sínum, nýlenduna á enda. Tvo vetur af þeim þremur, er þau hjón áttu heima í Nýja- Islandi, starfrækti frú Lára skóla fyrir öll þau börn og ungmenni er vildu nota þessa kenslu, endurgjaldslaust. Árið 1880 fóru þau hjónin til íslands og störfuðu á Seyðis- firði, en árið 1884 komu þau aftur vestur yfir hafið og settust að í Winnipeg, þar sem séra Jón hafði tekið köllun frá Fyrsta lúterska söfnuði, og var heim- ili þeirra þar til dauðadags. Aðal starf frú Láru var fyrir söfnuð- inn. Hún starfaði með frábærri samvizkusemi og ósérhlífni að öllu, sem hún tók sér fyrir hendur. Ár eftir ár veittu þau hjónin mörgum ungmennum tilsögn í því að lesa og skrifa ensku og íslenzku og einnig reikning. Sjálf kendi frú Lára mörgum að spila á píanó og gítar, einnig veitti hún tilsögn í söng og hann- yrðum; alt þetta endurgjalds- laust, af einskærum áhuga fyrir velferð landa sinna hér. Einn flokkur nemenda fór út, er annar kom inn á heimili þeirra. Heimili þeirra var miðstöð og vermireitur hins íslenzka og kristilega mentalífs vestan hafs. Hann var leiðtoginn og kenni- maður ,hún var kenslukona og forsöngvari. Eins og hann var andlegur faðir Vestur-íslend- inga, var hún móðir þeirra. Ó- teljandi eru þær menta- og gleði- stundir, er ménn áttu á heimili þeirra. Frú Lára stofnaði Ársloka- samkomuna, er Sunnudagaskóli Fyrsta lúterska safnaðar í Win- nipeg heldur árlega sunnudag- inn milli jóla og nýárs. Æfingar hófust á hverju hausti með fyrsta sunnudegi í októbermán- uði, strax á eftir sunnudaga- skóla, sem þá var haldinn kl. 3 e. h., og þá er þessar æfingar hófust, var hún búin að semja skemtiskrá samkomunnar. Hún hafði valið lög (ensk, skandinav- isk, þýzk) og skrifað upp með eigin hendi nóg fyrir allan flokk- inn, og við þessi lög hafði hún látið þýða eða yrkja vers. Það eru margir íem hugsa með kær- leika og þakklæti, (þó þeir eða þær hafi aldrei haft orð á því oþinberlega) til frú Láru, fyrir það hve vandvirk og einbeitt hún var í þessu starfi. Þessar samkomur voru hámark sunnu- dagaskólastarfsins og bera enn avöxt í hugarfari og framkomu Frú Lára Bjarnason margra, er urðu aðnjótandi til- sagnar af hendi Mrs. Bjarnason. Út af þessu starfi hafa mörg unaðsrík lög leiðst inn til al- mennings hér, í „Laufblöðum“ og í „Söngbók Bandalagsins", auk þeirra, er aldrei voru prent- uð, en sem margir eiga skrifuð af Mrs. Bjarnason Frú Lára var sunnudagaskóla- kennari í mörg ár og organisti Sunnudagaskólans, forseti kven- félagsins og starfandi meðlimur bandalagsins. Gestrisni á heimili hennar var aðdáanleg og var hús þeirra hjóna ætíð opið fyrir fundi allra nefnda, er störfuðu að velferð safnaðarins. Eitt sinn sem oftar þá er djáknanefndin mætti á heimili þeirra, vakti ein nefnd- arkonan máls á því, hve kjör margra gamalmenna, íslenzkra, væru hörð: að þau lifðu í mjög köldum og óvistlegum herbergj- um, og eins hve örðugt væri fyrir nefndina að hlynna að þeim vegna þess, hve langt væri á milli þeirra og hve ákjósanlegt það væri að koma mörgum saman undir eitt þak. Þá segir Mrs. Bjarnason: „Þér meinið þá gamalmennaheimili?“ Frá því var farið að vinna að þessari hugmynd að koma á fót heimili, þar sem íslenzkir menn og kon- ur gætu notið sælla og áhyggju- lausra sólsetursdaga. Eins og ætíð vill vera, voru margar raddir á móti þessari hugmynd. Sumir sögðu: „Hvar hugsið þið ykkur að finna fólk til þess að fylla slíkt heimili?11 En djáknanefndin vissi vel hver þörfin var, og þessi góða hug- mynd náði sér niður í hugum og hjörtum almennings og eftir að kvenfélagið afhenti kirkjufé- laginu peningaupphæð, var stofnun þessi, sem nú heitir „Betel“, sett á fót og er nú, eins og almenningur kannast við, eitt vinsælasta fyrirtæki Hins evang- eliska lúterska kirkjufélags Is- lendinga í Vesturheimi. Það er oft að við sjáum ekki eða gjörum okkur ekki grein fyrir því, sem nálægt okkur er; en er árin líða og við sjáum í íjarlægð, hve stórkostlegt starf þessarar ljúfu, látlausu konu, frú Láru Bjarnason, var, þá hljótum við að fyrirverða okkur fyrir það hve litlu við margar komum í verk. Við heyrum svo oft kvartanir yfir því, hve mikið við höfum að gjöra. Mrs. Bjarna^ son fann mest til þess hve tím- inn var naumur til þess að koma í verk því, sem hana vantaði að gjöra. Heimili hennar var ætíð til reiðu sem griðastaður fyrir fólk, er kom inn í bæinn til að leita sér læknishjálpar eða at- vinnu og eins, er sjúklingar komu út af spítalanum. Fyrir fundi og æfingar Glee Club Bandalagsins, hina árlegu sam- komu sunnudagaskólabekkja séra Jóns og frú Bjarnason og margs og margs annars; og eitt, sem við húsmæður getum metið sérstaklega er það, að ætíð og æfinlega var heimili hennar hreint og fágað, þrátt fyrir það, að hún var önnum kafin í starfi safnaðarins, er tók hana svo mikið út af heimilinu. I Guð leit í náð sinni til Islend- inga á fAimbýlingsárunum hér í álfu og sendi þeim leiðtoga og við hlið hans konu, sem var ein- beitt, sjálfstæð, sístarfandi, sí- hugsandi, þrekmikil og sparsöm, einlæg og hreinskilin í öllu. Hún hvarf sjálf á bak við hið mikla starf, er hún hafði helgað líf sitt. í hvert sinn, er- söfnuðurinn sýndi séra Jóni heiður eða við- urkenningu, sagði hann, að ef hann ætti nokkurn heiður skilið, væri það að miklu meira en helmingi konunni sinni að þakka, því þegar hann væri dapur og vondaufur, talaði hún íhann kjark. Þetta er sannarlega sá fegursti vitnisburður, sem nokkurri konu getur hlotnast, aðdáun og þökk frá manni, sem allir vissu að var hreinn og einlægur, tryggur og öruggur vinur í lífi og dauða. Það sýnist viðeigandi að nú á aldarafmæli þessarar hugprúðu og fórnfúsu landnámsmóður, að koma á fót í minningu um hana minningarsjóð, er varið skyldi til mentunar í hljómlist hæfum nemendum af íslenzkum stofni, því sönglistin var eitt af hennar mörgu og miklu áhugamálum. Hví ekki að beita sér fyrir um þetta nú þegar? Guð blessi minningu hennar og veiti okkur stýrk til að fara að fordæmi hennar 1 starfshátt- um, á braut þeirrar þróunar, sem fram undan bíður. Flóra Júlíus Benson Fréttir fró ríkisútvarpi íslands Framhald af bls. 1 Á fimmtudaginn var hleypt af stokkunum í Hollandi nýju skipi fyrir Samband íslenzkra sam- vinnufélaga. Það er smíðað í bænum Hardinxweld og var gef- ið nafnið Dísarfell. Skip þetta ér rösklega 900 lestir „deadweight“ og sérstaklega gert með tilliti til flutninga á minni hafnir landsins. Botninn er tvöfaldur og komið þar fyrir olíugeymum og getur skipið flutt 300 lestir af ol'íu, auk eigin brennsluolíu, og hefir fullkomin tæki til að losa olíuna á smáhöfnum landsins. Heimahöfn Dísarfells verður Þorlákshöfn. Skipstjóri verður Arnór S. Gíslason, sem verið hefir fyrsti stýrimaður á Arnar- felli. ☆ Áætlað er, að nýja Laxár- virkjunin verði takin í notkun í ágústmánuði í sumar. Unnið var við hana í allt haust og þar til vika var af desember, en þá lagðist vinna niður sökum verk- falls, en hófst aftur 12. janúar. Tíðarfar hefir verið mjög hag- stætt og hefir það greitt fyrir framkvæmdum í vetur. Virkjun þessi verður tæp 12,000 hestöfl, og er orkuveitusvæðið frá Húsa- vík til Akureyrar að byggðum Eyjafjarðar meðtöldum. Raf- magnsaukningin fer bæði til kaupstaðanna og sveitanna, t. d. þegar til Aðaldals, og lögð hefir verið háspennulína út með Eyja- firði vestanverðum til Dalvíkur. Akureyringar og Húsvíkingar hafa og þörf fyrir stóraukið raf- magn vegna vaxandi iðnaðar. ☆ Ákveðið hefir verið, að Andrés Eyjólfsson alþingismaður verði í kjöri fyrir Framsóknarflokkinn í Mýrasýslu í kosningunum til al- þingis í sumar. ☆ Vélbáturinn Drífa frá Reykja- vík, 40 lesta bátur með sex manna áhöfn, strandaði aðfara- nótt föstudags rétt sunnan við Kalmannstjörn í Höfnum. — Bj örgunarsveitin í Höfnum fór á staðinn, kom línu til bátsverja og dró þá í land í björgunar- stóli. Mátti það ekki tæpara standa, því að bátnum hvoldi skömmu eftir að hinn síðasti var kominn í land. ☆ 1 janúarmánuði s.l. luku 14 stúdentar kandídatsprófi við Há- skóla íslands, einn í guðfræði, þrír í læknisfræði, 9 í lögfræði og einn í íslenzkum fræðum. ☆ Þeir Helgi Elíasson fræðslu- málastjóri og Jón Emil Guðjóns- son framkvæmdastjóri Bókaút- gáfu Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins eru á förum til Bandaríkjanna, en þar munu þeir dveljast þrjá mánuði á veg- um Bandaríkjastjórnar, og kynn- ir fræðslumálastjóri sér skóla- mál, heimsækir skóla og aðrar menningar- og fræðslustofnanir, en Jón Emil Guðjónsson hyggst einkum kynna sér bókaútgáfu og prentsmiðjur. ☆ Bæjarstjórnir í Vestmanna- eyjum, ísafirði og Akureyri hafa samþykkt að þar gkuli fara fram atkvæðagreiðsla um það, hvort hafa skuli áfengisverzlun opna. Áður hafði bæjarstjórn Reykja- víkur ákveðið atkvæðagreiðslu um þetta í Reykjavík. ☆ Leikfélag Reykjavíkur hafði á miðvikudagskvöldið frumsýn- ingu á gamanleik eftir enska höf- undinn Walter Ellis, og heitir leikritið Góðir eiginmenn sofa heima. Þýðandi er Inga Laxness. Leikstjóri er Einar Pálsson, en aðalhlutverkið leikur Alfreð Andrésson. — Leikfélag Reykja víkur heldur jafnframt áfram sýningum á Ævintýri á göngu- för, sem það hefir nú sýnt nær því 40 sinnum í vetur, og enn fremur er þar í undirbúningi sýning á Vesalingunum eftir Victor Hugo, og hefir Gunnar R. Hansen gert leikrit úr skáldsög- unni og verður leikstjóri. ☆ 1 gær var opnuð í Listvina- salnum í Reykjavík sýning á málverkum eftir Emií Thorodd- sen, sem lézt árið 1944. Þar eru sýndar 117 myndir, olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar, en myndir þessar gerði Emil á aldrinum 13 til 24 ára. Pantið ókeypis eintok í dag SEED HDUSE • Gefin út af etærsta fræ og gróðurhúsafélagri t Canada. pú munt hafa ánægju af hverri blaðsíðu I þessari. vingjarnlegu og fróðlegu bók. Hún Stóra 1953 FHÆ og GR6ÐFR- b'sir 2000 jurtum þar á meðai iffrCAnrtirTw . njjum op sjaldgæfum tegundum HuSABOKIN, sú bezta! svo gem jjybrid Tomatoes, Hybrld Cucumbers, Hybrid Onions, Blue 148 mynda Leaf Arctic Hedge, Rosa Multi- siOur flora fræ og plöntur. Multi- 20 síður i flowered Sweet Peas, Astolat Utum Pink Series Delphiniums, Dwarf Fruits, 6-í-l Multiple Epli, ný moldar frjófgunarefni, Dverga- matjurtir fyrir litla garða og valití matjurta-, blóma- og hús- jurtafræ, plöntur, blómlaukar og annaS svo að garður þinn 1953 verði sem beztur. PantiS f dag. GEORGETOWN . . . ONTARIO Fréttir af þióðræknisþingi Að morgni síðastliðins mánu- dags var 34. ársþing Þjóðræknis- félagsins sett hér í borg og hófst það með guðræknisathöfn, er séra Eiríkur Brynjólfsson frá Vancauver stýrði; sungnir voru sálmarnir, „Þín miskunn, Ó Guð“ og „Faðir andanna“. Aðsókn við þingsetningu var drjúgum betri en við hefir gengist um allmörg undanfarin ár og var það öllum mikið fagnaðarefni. Forseti fé- lagsins, séra Valdimar J. Ey- lands flutti því næst ávarp sitt, eða boðskap sinn til þingsins; var erindið gagnhugsað og hið bezta samið og flutt af góðri rögg; var forseta þakkað ávarpið sam- kvæmt uppástungu frá Dr. Beck og reis þá þingheimur úr sæti; svo var tekið til óspilltra mál- anna um almenn þingstörf og fastanefndir skipaðar; starfs- fundum lauk ekki fyr en um miðaftan; fréttir að þessu sinni hljóta óhjáhvæmilega að verða ónógar vegna þess að ritstjórinn vegna daglegra anna, gat ekki sótt fundi nema aðeins á hlaup- um. Við þessa fulltrúa og aðra utanbæjarmenn urðum vér varir á þingi. Gimli: Mrs. J. B. Johnson, Mrs. H. G. Sigurðsson, Mrs. W. J. Árnason, Mr. Daníel Halldórsson, Séra H. S. Sigmar og Mr. og ÍÆrs. Páll S. Pálsson. Árborg: Mrs. Kristveig Jó- hannesson, Mr. Páll Stefánsson, Mr. Sigurður Einarsson, Páll Johnson, Mrs. Herdís Eiríksson og Mrs. Jónína Einarsson. Geysir: Mrs. Hrund Skúlason. Lundar: Mr. Dan Lindal, Mrs. L. Sveinsson, Mrs. G. Eyjólfsson og Ólafur Hallsson. Selkirk: Mrs. A. Guðbrands- son, Mrs. Margrét Goodman, Mrs. J. Eiríksson, Mr. Einar Magnússon og Mr. og Mrs. Skag- fjörð. Keewatin: Mr. B. Sveinsson. Morden: Mr. og Mrs. T. J. Gíslason og Mrs. Tómasson. Vancouver: Séra Eiríkur Brynjólfsson. Leslie: Páll Guðmundsson. Wynyard: Mr. og Mrs. Hóseas Pétursson. Mountain: Mr. Haraldur Ólafs- son, séra Egill H. Fáfnis og Dr. Richard Beck. Glenboro: Séra Jóhann Fred- riksson og Mrs. Margrét Joseph- son. Nöfn þingfulltrúa deildar- innar Fróns hafa áður verið birt. Heillaóskaskeyti bárust félag- inu frá Dr. Helga P. Briem, sendi herra íslands í Stokkhólmi, Þjóð- ræknisfélagi íslands, undirritað af formanni og skrifara, herra Sigurgeiri Sigurðssyni biskup og Ófeigi J. Ófeigssyni lækni; enn- fremur frá frú Ingibjörgu Claessen-Thorláksson, er veitt hafði þá nýverið viðtöku 10 þús- und króna gjöf til barnaspítala- sjóðsins í Reykjavík frá Þjóð- ræknisfélagi íslendinga í Vestur- heimi. Um kvöldið hélt Frón Miðs- vetrarmót sitt undir forustu Jóns Ásgeirssonar við afarmikla að- sókn og fjölbreytta skemtiskrá; var þar um að ræða fjórsöng, lestur frumsaminna ljóða, ágæta myndasýningu og mergjað er- indi, er Valdimar Björnsson fjár- málaráðherra Minnesota-ríkis- flutti. Því næst var stiginn dans. Skjaldarglíma Ármanns var háð í Reykjavík á sunnudaginn var og voru keppendur 8. Sigur- vegari varð Ármann J. Lárusson, Ungmennafélagi Reykjavíkur. — ☆ Hingað til lands er kominn norski skautahlauparinn Reidar Liaklev til að þjálfa íslenzka skautamenn. Hann dvelst fyrst um sinn á Akureyri, en þar á skautamót íslands að fara fram um næstu helgi, en síðan kemur lann til Reykjavíkur. Reykvískir skautamenn hafa ekki getað æft skautahlaup í vetur, því að skautasvell hefir vantað. ☆ Skákþingi Norðlendinga er nýlega lokið. Skákmeistari Norð- urlands varð Jón Þorsteinsson, Akureyri. Guðjón M. Sigurðsson frá Reýkjavík tefldi á þinginu, sem gestur, og urðu þeir Jón Þorsteinsson og hann efstir og jafnir að vinningatölu. ☆ í s.l. mánuði flutti brezki nátt- úrufræðingurinn Peter Scott fyrirlestur í Royal Festival Hall í London um rannsóknarleiðang- ur þann, sem hann og nokkrir fé- lagar hans fóru ásamt dr. Finni Guðmundssyni sumarið 1951 upp að Hofsjökli til að rannsaka lifn- aðarháttu heiðagæsarinnar og merkja heiaðgæsir. Salurinn, sem tekur yfir 3000 manns í sæti var þéttskipaður. Peter Scott er væntanlegur hingað til lands í sumar til að halda áfram merk- ingum á heiðagæsum, og í ráði er, að hershöfðinginn kunni, Alanbrooke lávarður, verði í för með honum og fari norður að Mývatni til að kvikmynda fugla- lffið þar. { Sendið engin meðöl fril Evrópu ! þangað iil þér hafið fengið vora nýju verðskrá. j Skrtfiö eftir hinni nyju 1953 vcrðskrá, sem nú takteinum. J j Verð hjá oss er mlklu l;ezrn en nnnars stnðnr í Cnnada. fRIMIFON — $2.10 fyrlr 100 töflur { STREPTOMYCIN — 50c grammið í J Sent frá Etröpti iun víða veröld. jnfnvel nustan járntjnldslns. —■- i l l*óst«Jald lnnifallð. ! STARKMAN CHEMISTS j j 403 BI.OOR ST. WEST TOROXTO J -■—*———»— ------------:— -----------------» STKIVE FOR KNOWLGDGE In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business Training Immediately! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIMITED PHONE 74-3411 695 SARGENT AVE., WINNIPEG

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.