Lögberg - 26.02.1953, Blaðsíða 8
8
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. FEBRÚAR, 1953
Um hópferðina tiS íslands í sumar
Ég þykist vita, að menn séu
enn að átta sig á auglýsingu
minni í síðasta blaði, því að
margs þarf að gæta, áður en
hægt er að ráðast í slíka för. Er
því ekki að marka, þótt enn hafi
ekki borizt margar umsóknir.
Ég býð enn eftir upplýsingum
um kostnað á íslandi, en þær
mun ég birta jafnskjótt og þær
koma.
Ég hef orðið þess var, að menn
hafa verið í vafa um, hvernig
þeir ættu að skilja atriði það,
er ég sagði, að fargjaldið yrði
að vera óendurkræft, og vil því
fara um það fáeinum orðum.
I fyrsta lagi þarf ekki að taka
það fram, að öllum verður skilað
aftur fé sínu, fáist ekki næg þátt-
taka og engin samningur því
gerður. En fáist 50 manns og
samningur verði gerður um ferð-
ina, vandast málið. Hættu t. d. 5
á síðustu stundu við förina og ó-
kleift reyndist að fylla í skörðin,
næmi sá halli 2000 dölum. Yrðu
hins vegar aðeins 2—3 sæti auð,
gæti komið til greina að jafna
þeim niður og hækka fargjaldið
örlítið fyrir vikið. Annars verð-
ur flugfélagið sjálft að setja á-
kvæði um þessi atriði, og hef ég
skrifað eftir þeim. Er viðbúið,
að félagið muni verða eins rými-
legt í þessum sökum og það frek-
ast treystir sér til. En varnaglann
vildi ég reka strax í upphafi, svo
að menn hugsuðu alvarlegar um
þetta en þeir kannske ella
mundu.
Eins og menn muna, ætlaðist
ég til, að menn tilkynntu þátt-
töku sína fyrir 15. marz, og hefði
þá í huga, að við hefðum, væri
vélin ekki orðin full, 2 vikur
fyrir lokasóknina fram til 30.
marz, þegar við þyrftum að segja
af eða á. Ætla ég að flytja þenn-
an frest til 20. marz í stað hins 15.
Bið ég menn svo að fylgjast
með frekari upplýsingum í næstu
blöðum og vænti þess, að menn
hiki ekki við að spyrja mig, ef
þeir eru í nokkrum vafa um ein-
stök atriði málsins.
Finnbogi Guðmundsson,
30 Cavell Apts.,
449 Kennedy St.,
Winnipeg.
Úr borg og bygð
— DÁN ARFREGNIR —
Guðný Aðalbjörg Jóhannesson
lézt á heimili dóttur sinnar, Mrs.
C. L. MacLean að Pilot Mound,
Man., þ. 25. janúar 1953, 87 ára
gömul. Foreldrar hennar voru
hjónin Kristján Ástnundsson frá
Tjörnesi í S.-Þingeyjarsýslu og
Guðrún Andrésdóttir frá Héðins-
höfða. Guðný heitin giftist heima
á íslandi Kristjáni Jóhannessyni,
mun hann hafa verið úr Þistíl-
firði. Þau komu til Canada árið
1899. Þau áttu lengi heima við
Markervill í Alberta; þar lézt
Jóhannes árið 1926. Þau eignuð-
ust tvær dætur, önnur dó í æsku,
hin heitir Lilja, Mrs. C. L.
McLean að Pilot Mound, Man.
Guðný var hjá dóttur sinni sein-
ustu árin. Þar leið henni eins vel
og hugsast gat. Kveðjuathöfnin
fór fram frá útfararstofunni í
Pilot Mound þ. 28. jan. s.l., og
hún var jarðsungin sama dag í
grafreitnum að Grund, Man., af
séra J. Fredriksson.
☆
Jón Jóhann Thorlacius var
fæddur í Dalasýslu þ. 18. desem-
ber 1885. Hann dó að heimili
sínu við Silver Bay, Man., þ. 11.
fébrúar s.l. 67 ára gamall. For-
éldrar hans voru Ólafur Helga-
son Thorlacius frá Skarfsstöðum
í Dalasýslu og Guðrún Daða-
dóttir frá Hörðudal í sömu sveit.
Börn þeirra voru 12. Tvö eru
KAUPENDUR LÖGBERGS
Á ÍSLANDI
Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir
yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið
ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna.
Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem
eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir
að snúa sér til mín.
BJÖRN GUÐMUNDSSON
FREYJUGATA 34 . REYKJAVÍK
H.F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS
ÁÐALFUNDUR
*
Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélag Islands, verður
haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugar-
daginn 6. júní 1953 og hefst kl. 1.30 e. h.
1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum
á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfir-
standandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur
fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga
til 31. desember 1952 og efnahagsreikning með at-
hugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar
og tillögum til úrskurðar frá endurskoðendum.
2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skipt-
ingu ársarðsins.
3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins, í stað
þeirra sem úr ganga samkvæmt samþykktum
félagsins.
'4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer,
og eins varaendurskoðanda.
5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem
upp kunna að verða borin.
Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir huthöfum og
umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík,
dagana 2.—4. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir
umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í
Reykjavík. Óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri
umboða séu komin skrifstofu félagsins í hendur til skrá-
setningar, ef unnt er, 10 dögum fyrir fundinn, þ. e. eigi síðar
en 26. maí 1953.
Reykjavík, 28. janúar 1953.
STJÓRNIN
dáin, Búi og Sigurborg. Árni,
Ólafur, Daði, Helgi, Sigríður
(Mrs. Hördal) og RóSa (Mrs.
Skagfeld) eiga heima við Silver
Bay, Guðný (Mrs. O. Sigurdson),
Ásthildur og Helga eiga heimá
í Winnipeg.
Jón heitinn kvæntist eftirlif-
andi konu sinni, Emmu Sveins-
dóttur Skagfeld árið 1918. Þau
reistu sér bú skammt frá Silver
Bay og var þar altaf heimili
þeirra. Þau eiga sex börn: —
Lorence, Jóhann og Wilson, Elín
(Mrs. H. Koops), Guðrún (Mrs.
A. Larson) og Beatrice (Mrs. S.
Johnson). Útförin frór fram frá
Betel kirkjunni að Silver Bay
þ. 16. febrúar s.l. Séra Jóhann
Fredriksson frá Glenboro jarð-
söng.
☆
Um hádegisbilið síðastliðinn
þriðjudag lézt að heimili sínu á
Lundar, Ágúst Magnússon fyrr-
um sveitarskrifari 89 ára að aldri,
fæddur 25. október 1863 að Kot-
hvammi í Vatnsnesi í Húna-
vatnssýslu. Hann lætur eftir sig
ekkju sína, Ragnheiði Jóhanns-
dóttur Straumfjörð, og þrjá sonu
og þrjár uppeldisdætur. Útförin
fer fram á laugardaginn að
Lundar undir forustu þeirra
séra Valdimars J. Eylands og Dr.
Rúnólfs Marteinssonar. Hinn
látni var um alt hinn mesti
sæmdarmaður.
• ☆
Síðastliðinn miðvikudags-
morgun lézt á Almenna sjúkra-
húsinu hér í borginni Mr. C. P.
Paulson, áður á Gimli, níræður
að aldri; útförinni hefir enn eigi
verið ráðstafað.
☆
Jóhannes Hallsson andaðist á
Almenna sjúkrahúsinu í Winni-
peg, þann 10. febr. eftir tæpa
mánaðarlegu þar. Sjúkur hafði
hann verið fluttur á sjúkrahúsið
frá einbúa-heimili Sínu á Snake
Island í Lake Winnipeg, en þar
hafði hann búið hin síðustu ár.
Jóhannes var fæddur að Réttar-
holti í Skagafirði, 25. ágúst, 1876.
Hann var sonur Halls bónda
Hallssonar frá Skúfsstöðum í
Skagafjarðarsýslu og miðkonu
hans Jórunnar Jóhannesdóttur.
Jóhannes fluttist vestur um haf
með föður sínum 1886. Faðir hans
nam land og nefndi Flugustaði
og bjó þar í 16 ár; þaðan flutti
hann í Árnesbygð, nam þar land
og nefndi Björk. Albróðir hins
M ESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Séra Valdimar J. Eyland*
Heimili 686 Banning Street
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Sunnud. 1. marz
Ensk messa kl. 11 árd.
Sunnudagskóli kl. 12
Islenzk messa kl. 7 síðd.
Fólk boðið velkomið.
S. Ólafsson
☆
— Gimli Lutheran Parish —
H. S. Sigmar, Pastor
Sunday March lst
9:00 A.M. Betel
11:00 A.M. Gimli
2:00 P.M. Riverton
7:00 P.M. Arborg.
March 8th at 2 P.M.
Special Service in Arborg
Lutheran Church.
látna er Hallur Hallsson til
heimilis í Riverton, Man. Hálf-
systkini Jóhannesar á lífi eru:
Vilhjálmur, búsettur í Beard-
more, Ont.; Ólöf, kona Einars
Magnússonar, Selkirk, Man.;
Guðrún, gift Axel Melsted, Camp
Morton, Man.; Anna, kona
Björns Péturssonar, Winnipeg.
Látnar systur Jóhannesar eru:
Mrs. Lilja Eyjólfsson, Mrs.
Helga Markússon, Lára og
Jónasína Margrét, báðar látnar
á ungþroska aldri.
Jóhannes var vandaður og
grandvar maður og einkar trúr í
störfum og allri framkomu, á-
gætlega liðinn og átti ítök í
margra hugum. Aðallega stund-
aði hann fiskiveiðar, en vann
Rödd frá Betel
„Fyrst allir aðrir þegja, þá
ætla ég að segja“, meira get ég
ekki tileinkað þessum línum úr
þessu alkunna erindi. Fyrir
nokkrum árum birtist fréttabréf
héðan með fyrirsögninni „Mín
fyrstu jól á Betel“. Þetta fanst
mér vera vel tilfallin fyrirsögn,
því það sem manni finst aðdáun-
ar- og undravert í fyrsta sinni
verður oft hverfult og hversdags-
legt þess oftar, sem það endur-
tekur sig, og allir vita og skilja,
að mjög er ólíkt að koma úr fá-
menni í fjölmenni, frá erfiði og
áhyggjum til áhyggju- og iðju
leysis ásamt beztu aðbúð á allan
hátt, sem öllum njótendum ber
að þakka og þá auðvitað nærtæk-
ast að þakka forstöðukonu og
framkvæmdanefnd; en það þakk-
læti á sér líka dýpri rætur, og á
ég þar við gjafir og góðvilja, sem
þessari stofnun er sýndur; án
þess væri ekki hægt að láta fólki
líða eins vel.
Þó það sé öðrum skyldara, sem
eiga að sjá um hag heimilisins,
en það er okkar skylda sem njót-
um að þakka það, sem beinlínis
er sent til glaðnings og góðgjörða
til vistfólksins, sem var mikið
þessi jól; og er mér sagt, að þetta
hafi altaf verið gjört frá því elli-
heimilið var stofnað. Eflaust
hefir þetta verið þakkað munn-
lega, en opinberlega man ég ekki
til að ég hafi heyrt það þakkað,
nema aðeins getið í síðasta gjafa-
lista. Þetta sjálfboða kærleiks-
verk finst mér þó að ekki megi
gleymast, því allir vita að slíkt
kostar mikla peninga og fyrir-
höfn, og undir þann sama flokk
heyra allar þær heimsóknir, sem
hingað eru gerðar bæði af kven-
félögum og einstaklingum fólki
til ánægju andlega og líkamlega.
Þrjár slíkar heimsóknir höfuni
við fengið síðan í september síð-
aðliðnum. Lúterska kvenfélagið í
Winnipeg kom hér 11. september
1952; Kvenfélagið í Selkirk kom
25. samamánaðar og Dorcas
kvenfélagið á Gimli 15. janúar
1953. öll þessi félög hafa flutt
með sér gjafir og gleðskap fyrir
alla auk þess sem margir hafa
mætt þar persónulegum vinum,
og alltaf hefir verið stutt skemti-
skrá; og núna síðast flutti frú
A. Blöndal skemtilega ferðasögu
um íslandsför sína síðastliðið
sumar. Öllu þessu fólki séu
kærar þakkir fyrir sín göfugu
og góðu verk og vilja. Jafnframt
ofanskrifuðu má ekki gleyma
því, sem mestan hátíðabrag setti
á jólin hér, en það var koma
Óla Kardal og konu hans, því auk
aðdáenda sinna hér sem söng-
manns á Óli hér marga vini frá
veru sinni hér og persónulegri
prúðmensku. Oft er Óli búinn
að skemta Betelbúum með söng,
víst altaf endurgjaldslaust; er
það fáheyrt eða einstakt, að
menn, sem búnir eru að verja
bæði tíma og peningum til að
æfa sig og fullkomna í ein-
hverri list skemti öðrum hvað
eftir annað án endurgjalds; og
ég vona að ég tali hér fyrir munn
allra: kærar þakkir Óli og ein-
lægar heilla- og hamingjuóskir
til þín og þinna, og við vonum að
þér megi auðnast að syngja oft
hér á Betel. D. H.
jafnan hverja vinnu er til féll.
Um 4 ára bil vann hann í þjón-
ustu C. P. R. fé'lagsins í vestur-
fylkjum Canada. Útför hans fór
fram frá kirkju Bræðrasafnaðar
í Riverton þann 13. febr. s.l. —
Séra Sigurður Ólafsson jarðsöng.
☆
I frásögn síðasta blaðs um hina
miklu söngsamkomu í Fyrstu
lútersku kirkju, láðist að geta um
tvísöng þeirra Fjeldstedbræðra
frá Árborg, er vakti almenna
hrifningu.
☆
Mr. og Mrs. Hóseas Pétursson
frá Wynyard dvelja 1 borginni
þessa dagana og sitja þjóðræknis-
þingið.
☆
Mrs. Harry Marvin frá
Churchbridge, Sask., er í bæn-
um um vikutíma í heimsókn hjá
Mrs. G. Jóhannesson 739 Alver-
stone St.
☆
Til sölu
Ágæt verzlunarbúð til sölu nú
þegar í bæ í suðvestur hluta
Manitobafylkis; í bænum og um-
hverfi býr fjöldi íslendinga. —
Fyrirspurnir sendist á skrifstofu
Lögbergs.
☆
A meeting of the Jon Sigurd-
son Chapter I. O. D. E. will be
held at the home of Mrs. T.
Hannesson, 878 Banning St„
Winnipeg, on Friday Eve.,
March 6th at 8 o’clock.
Það var í skóla í Varsjá, höfuð-
borg Póllands.
Skólastjórinn: — Hvað heitir
faðir þinn?
Nemandinn: — Stalín.
Skólastjórinn: — Hvað heitir
móðir þín?
Nemandinn: — Pólland.
Skólastjórinn — Hvers vilt þú
helzt óska þér?
Nemandinn: — Að hann faðir
minn láti hana móður mína í
friði.
☆
Örvænting
Bandarískur margmiljónamær
ingur Hector Orr Munsel var
orðinn dauðþreyttur á ríkidæmi
sínu og ákvað að gefa allar milj-
ónir sínar til góðgerðarstofnana,
hvað hann og gerði.
— Loksins, sagði hann að því
loknu, — get ég verið frí og frjáls
og þarf ég ekki lengur að hafa
áhyggjur út af peningum.
En daginn eftir fékk hann bréf
frá lögfræðingi sínum þar sem
honum var tilkynnt að frændi
hans væri látinn og hefði eftir-
látið honum hvorki meira né
minna heldur en 200 miljónir
dollara!
Fræðsluvi ka
1-7 marz
Hentuqur tími til að * HelmsækJa skólann
• Aðstoða kennarana
• Veita skólaráðinu fuiltingi
• Styðja að fræðslu útbreiðslu
• Afla þér upplýsinga um mikilvægi
víðtækari mentunar
Þetta er þitt áhugamál — Þínir peningar — Framtíð barns þíns
Afmælíssamkoma Beíels
undir umsjón Kvenfélags Fyrsta lúterska safnar
verður haldin í
FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU
á Victor Street
þriðjudaginn 3. marz 1953. — Byrjar kl. 8.15 e. h.
Ávarp samkomustjóra Séra V. J. Eylands
Einsöngur Miss Ingibjörg Bjarnason
a) Sat hjá læknum
b) Nú er veðrið svo grott
' I samræmi við söngvana, er sungnir voru mikið hér á fyrri árum,
. verður söngkonan búin eins og þá tíSkaSist.
Fiðluspil — Islenzk lög Allan Beck
Samskot — Afmælisgjafir til Betel
Ræða Séra H. S. Sigmar
Bréf frá forstöðukonu Betels verður einnig lesið af ræðuinanni
Einsöngur — Þrír íslenzkir söngvar Albert Halldórsson
GOD SAVE THE QUEEN
Við hljóðfærið: Mrs. W. Kristjanson
AS lokinni skemtiskrá er öllum boðiö að setjast til borös við kaffi-
. veitingar (rúgbrauíS, rúllupylsu, pönnukökur o. fl.) I neöri sal
’ kirkjunnar.
IT PAYS TO SHOP
œt EATON’S
YOU WILL AGREE
WHEN YOU SEE
EATON'S
Summer
CATALOGUE
Hin nýja Verðskrá EATON er mesta og bezta verzlunar-
miðstöðin, er hefir á boðstólum í þúsunda tali vörur. sem
heimilið þarfnast við því verði, sem á við tekjur fjöl-
skyldunnar.
^T. EATON C?-,
WINNIPEQ CANADA,
EATON ORDER OFFICES IN MANITOBA
IBrandon - Dauphin • Flin Flon - Fort Churchill - Neepawa - Portage la Prairie I
Swan River - The Pas ‘ l» winnipti, Phon »r viilt t>« W«« K.fljw 1» Tht Malt Otitt Hígt. |