Lögberg - 26.02.1953, Qupperneq 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 26. FEBRÚAR, 1953
Þegar Þormóður rammi fórst
34 Þjóðræknisþing í Vest-urheimi
Skýrsla formanns björgunar-
sveitarinnar
Sunnudaginn 26. nóvember
1950, rétt fyrir kL 13, var ég
staddur hjá Þórhalli Björnssyni
einum af útgerðarmönnum m.b.
„Nóa,“ og sagði hann mér að
hann væri á sjó og einhverjir
fleiri bátar. Sjór var þá orðinn
mikill og v e ð u r ískyggilegt.
Hringdi ég því til Þórarins Dúa-
sonar, formanns slysavarnadeild
arinnar á Siglufirði til að spyrja
hann, hvort hann hefði kynnt
sér hve margir bátar væru á
sjó.
Þórarinn lá veikur og bað mig
að kynna mér þetta. Fór ég þá
samstundis að athuga þetta, og
kom þá í ljós, að róið hefðu um
nóttina 3 mótorbátar og 3 trillu-
bátar. Hringdi ég þá í talstöðina
og bað hana að kalla í mótor-
bátana og biðja þá að líta eftir
trillunum. Voru gerðar margar
tilraunir til að ná sambandi við
bátana, en þeir svöruðu ekki.
Um kl. 13,20 kom fyrsta trillan
og um sama leyti fyrsti mótor-
bátur. Hafði ég þá tal af þeim,
og tjáðu þeir mér að sjór væri að
verða ófær trillum og mikill
stormur. Fór ég þá á símstöðina
og hringdi í skipstjórann á m.s.
„Sigurði,“ og spurði hvort hann
væri fáanlegur til að fara að
leita að trillunum tveim, sem
vantaði, og var hann fús til þess.
Einnig náði ég tali af skipstjór-
anum á m.b. „Særúnu,“ og bað
hann þess sama og gaf hann mér
sömu svör.
í þennan mund var „Nói“ að
koma á landi. Fór ég því og hafði
tal af skipstjóranum og sagðist
hann ekkert hafa orðið var við
triilurnar, en kvaðst hafa séð
m. b. „Þórmóð,“ þegar hann var
að leggja af stað til lands. Hafði
hann þá verið að draga lóðina.
Rétt í þessu kom önnur trillan
og lét illa af veðrinu, sem von-
legt var, enda þótti það ganga
kraftaverki næst, að þessu litla
horni skyldi takast að ná Siglu-
firði í slíku veðri.
Ekkert hafði enn frétzt af
hinni trillunni. Hringdi ég þá á
Haganesvík, ef ske kynni, að
hún hefði hleypt undan veðrinu,
og freistað að taka land þar.
Reyndist það rétt, því að trillan
var þá á sveimi úti á víkinni og
voru menn í landi reiðubúnir að
taka á móti henni. Gekk land-
takan að óskum. Bátarnir, sem
beðnir höfðu verið að leita, voru
nú stöðvaðir, og ekkert hafst að
um sinn, þar sem m. b. „Þor-
móður“ var eigi talinn í hættu
og tæplega sá tími kominn, að
hann væri væntanlegur að landi.
Þetta var um kl. 15. Kom ég
nú við á talstöðinni og dvaldist
þar æði lengi, vegna þess að allt-
af var verið að kalla á „Þormóð“
öðru hvoru, en hann svaraði ald-
rei. Fór ég þá heim, en er bátur-
inn var ekki kominn kl. 17 og
ekkert til hans spurzt, hringdi ég
í vitavörðinn á Sauðanesi, Jón
Helgason, og sagði honum að við
værum farnir að óttast um „Þor-
móð.“ Spurði ég Jón hvort hann
héldi, að þeir hefðu tekið fjörð-
inn. Taldi hann það vafasamt, að
vitaljóst væri. Bað ég hann þá
að gá að, hvort hann sæi nokk-
urs staðar ljós og láta að bíða,
því að Sveinn sonur sinn væri
að koma hlaupandi neðan úr
vita.
Hann kom með þær fréttir, að
hann sæi ljós á bát, sem væri
rétt að segja kominn upp í brot-
ið fram af Sauðanestánni.
Spurði ég hann, hvort hann teldi
það líklegt, að báturinn væri
með vél í gangi, og taldi hann
það útilokað, því að bátinn
hrekti óðfluga að brotinu.
Við slitum nú samtalinu og
fór ég strax að kalla saman
björgunarsveitina, og gekk það
mjög greiðlega. Sagði ég að þeir
yrðu að vera mættir í björgun-
arskýlinu innan hálftíma. Kl.
17,30 voru flestir mættir í skýl-
inu og var þá strax hafizt handa
um að útbúa byrðarnar er sum-
ar hverjar voru allþungar. Þeg-
ar þessu var lokið og byrðarnar
komnar á hvern og einn var kl.
um 17,50. Vegna þess hvað veð-
ur var ískyggilegt hafði ég feng-
ið Sigurð Jakobsson, fyrrum
bónda á Dalbæ, til að vera leið-
sögumann sveitarinnar vestur
yfir fjöilin. Brást hann skjótt og
vel við, og var kominn í björg-
unarskýlið í tæka tíð. Var nú
allt tilbúið til fararinnar. í sveit-
inni voru þessir menn: Sigurður
Jakobsson, sem var leiðsögu-
maður eins og áður segir, Þórir
Konráðsson, Erlendur Stefánsson
Sigurgeir Þórðarson, Stefán Guð
mundsson, Jón Sveinsson, Bragi
Magnússon, Alfreð Jónsson, As-
grímur Stefánsson, Haraldur
Pálsson, Oddur Oddson, Sig-
tryggur Flóventsson, Jóhann
Sigurðsson, Þormóður Stefáns-
son og undirritaður.
Var nú lagt af stað í bíl frá
skýlinu fram á Hafnarhæð. Veð-
urhæðin var um 8 vindstig, mik-
il snjókoma en lítið frost. Þegar
við fórum úr bílnum var kl. 18,-
05. Var nú haldið á brattann,
Sigurður fyrstur og svo hver af
öðrum í slóð hans upp svokall-
aðan Strengshrygg. Það er mel-
hryggur, sem liggur frá Hafnar-
hæð og upp undir Fífladalsbrún.
Leið þessa valdi Sigurður með
það fyrir augum að losna við
mestu ófærðina vestur yfir fjöll-
in, en þessi leið er nokkru lengri
en önnur, sem farin er í góðri
færð. Af hrygg þessum hafði
skafið vegna hvassveðurs, en
þar gætti hins vegar nokkurrar
klakastorku og hálku.
Þegar við vorum komnir í um
það bil 1000 feta hæð var komin
iðulaus hríð, hörkufrost og veð-
urhæðin um 10 vindstig. Upp
er samt haldið hægt og sígandi
og skriðið á köflum þegar mestu
hryðjurnar gengu yfir.
Ég get ekki annað en rómað
stillingu mannanna og æðru-
leysi á leiðinni yfir fjöllin í roki,
hríð ,og náttmyrkri. Það sást
ekki handa skil, en enginn
mælti æðruorð, en það þakka ég
mest því, að allir treystu leið-
sögn Sigurðar Jakobssonar. Þeg-
ar komið var upp á Fífladals-
brún, sem er í um 1500 feta hæð,
var gengið yfir Fífladali, yfir
Leirdali og í Strandsskarð, sem
er nokkru vestar, nærri vestur
við svonefnda Skjaldarbreið.
Var þessi krókur tekinn til að
losna við mestu ófærðina. Það-
an var svo tekin stefna, sem
næst í norður á Langahrygg, og
farið eftir honum niður í dal-
botn.
í dalbrotninum byrjaði ófærð-
in fyrst fyrir alvöru. Leiðin lá
nú eftir Göngutungum, hæðar-
dragi, er liggur eftir dalnum að
Dalbæ, þar sem áður bjó leið-
sögumaður okkar, Sigurður Jak-
obsson. Þessi leið úr dalbotni að
Dalbæ sagði Sigurður vera rösk-
an hálftíma gang í góðu færi, en
það tók okkur 1 kl. og 20 mín.
að komast þetta, enda var snjór-
inn aldrei minni-en í hné og all-
víða umbrota færi og alltaf þetta
ofsaveður í fangið. Húsin á Dal-
bæ sáum við ekki fyrr en við
áttum örskammt að þeim, en
þangað komum við kl. 21,15. Á
Dalbæ var engin viðdvöl höfð.
Sagði Sigurður okkur, að þaðan
væri 45 mín. gangur út í Sauða-
nesvita. Færðin út á bakkana að
Sauðanesvita var allsæmileg,
nema yfir Herkonugil, sem er
skammt fyrir vestan vitann. Gil
þetta er ægibratt og þverhníptir
bakkar fyrir neðan í sjó fram,
og var það eini verulegi tálminn
frá Dalbæ að vitanum. Foraðs-
veður var og virtist enn fara
versnandi. Svo mikið var dimm-
viðrið, að ekki sáum við ljós vit-
ans fyrr en við komum að Engi-
dalsá, sem er 6 til 8 hundruð
metra vestan við vitann. Geng-
um við nú fram á nef eitt á
vestri bakka árinnar, og var það
staður sá, er okkur var símleið-
is frá Sauðanesi sagður slysstað-
urinn.
En þarna braut fleiri hundruð
metra út, eða það sem við sáum,
en ekki urðum við bátsins varir.
Var þá gengið nokkuð vestur
með bökkum og leitað undan
veðrinu, en ekki sáum við bát-
inn. Setti nú kvíða að mönnum,
og flaug okkur í hug að við hefð-
um komið of seint. Varð það að
ráði að fara heim að Sauðanesi
og fá a vita vissu sína þar. Fóru
nú byrðarnar að segja til sín og
óhugur og kvíði, þó enginn léti
bilbug á sér fitina, þessi þungu
spor kvíðans og óvissunnar heim
að Sauðanesi.
Þegar heim kom að Sauðanesi
var húsfreyjan að koma heim
frá kvöldmjöltum með mjólkur-
föturnar í hendinni. Varð þar
fagnaðarfundur, því hún sagði
okkur greinilega til bátsins og
þar með að tveir heimamenn
stæðu þar vörð.
Bauð húsfreyja okkur nú
mjólk og smurt brauð. Var
mjólkurfatan tæmd á skammri
stundu. Greip hver maður brauð
sneiðar, en síðan var þotið af
stað, og sá nú ekki þreytu á
nokkrum manni. Var hlaupið
mður á bakka, en þar hittum við
heimamennina, nokkru vestar
en við höfðum áður leitað, og
fylgdu þeir okkur á strandstað-
inn. Ekki leizt okkur á, er á
strandstaðinn kom, því að þar
var á að geta 80 metra hár bakki
snarbrattur og fótfestulítill í sjó
fram, og ekki sáum við bátinn af
brúninni. Var nú' liðinu skipt.
Fóru 9 menn niður í fjöru á vað
en 6 voru eftir uppi á brúninni
til að halda í vaðinn, draga upp
á og fylgja fyrstu mönnunum
heim. í fjörunni var ekki vært
fyrir sjógangi, og tókum við
okkur stöðu á klettasillu í á að
gizka 4 metra hæð frá fjörunni.
Bátsverjar höfðu látið belg
reka í land svo ekki þurfti að
skjóta, en taugin var svo stutt,
að þeir er tóku á móti belgnum
urðu að standa í sjó upp í mitti
við að hnýta saman. Síðan var
blökkin með tildráttartauginni
dregin fram af bátsverjum og
fest í vantinn. Voru nú skip-
verjar dregnir að landi í sjónum
hver af öðrum á tildráttartaug-
inni, því að líftaugina var engin
leið að bera með sér yfir fjöllin
í þessu veðri. Að björgun mann-
anna var unnið af slíku kappi,
að ekki mun hafa liðið nema 20
eða 25 mín. frá því að sveitin
kom á brúnina þar til skipstjór-
inn, sem var síðasti maður frá
borði, kom í land. Bátsverjar
voru orðnir mjög kaldir og þrek-
aðir, enda búnir að vera hold-
votir og skýlislausir í þessu
veðri í 6 til 7 klst. frá því að
þeir fengu áfallið sem stöðvaði
vélina. Ferðin heim að Sauða-
nesi með bátsverja var nokkuð
erfið, en gekk þó ekki ver en
það, eð ekki leið nema 1.15 mín.
frá því, að við fórum frá bænum
og þar til við komum heim með
síðasta manninn.
Björgunarsveitin var glöð og
reif að loknu starfi. Bar furðu
lítið á þreytu eftir langa og erf-
iða göngu, en talið er að 18 til
20 km. séu frá Siglufirði á
strandstað.
Ljúft er og skylt að geta þess,
að mjög tvísýnt hefði orðið um
björgun bátsverja, ef ekki hefði
notið við aðstoðar og umönnun-
ar'heimilisins að Sauðanesi. Ég
fullyrði, að enginn okkar, sem
komum að Sauðanesi, eftir björg
unina gleymir þeirri alúð og
hlýju, sem mætti okkur þar.
Rausn þeirra hjóna, Jónu Jóns-
dóttur og Jóns Helgasonar, bar
íslenzkri gestrisni vitni og sýndi
einnig, að mannkostina getur ís-
lenzka útnesjaveðráttan aldrei
lamað, hversu harðleikin sem
hún er. Allir bátsverjar og björg
unarsveitin gistu að Sauðanesi
um nóttina og undu sér vel í
örygginu þar.
Kl. 11 f. h. daginn eftir var
lagt af stað heimleiðis í blíð-
skaparveðri. Sóttist gangan vel
og undruðust allir hve ferðin var
auðveld og gekk fljótt, því að
komið var til Siglufjarðar kl.
14,30. Urðu þar miklir fagnaðar-
Framhald af bls. 4
hvors tveggja þarf verulega
listamenn, fyrir hið fyrra lista-
menn máls og stíls á tveimur
tungumálum, og fyrir hið síðara
hugsjónaauðugan og handlipran
fagmann, sem er til þess fær að
túlka anda og efni hinna fornu
hetjusagna þannig að þær verði
aðgengilegar fyrir listasmekk
lesandans. Þegar svo þessir fag-
menn eru fundnir og fengnir,
þarf fjárráð eilítil til að kosta
þessi fyrirtæki. Ef til vill væri
viturlegt, að þetta þing kysi
nefnd til að athuga þetta mál, frá
öllum hliðum. •
\
Þá er þess að geta að á s.l.
þingi flutti hinn víðkunni áhuga
og dugnaðarmaður dr. Th. Thor-
lakson mjög athyglisverða ræðu
um viðhorf Vestur-íslendinga til
sameiginlegra áhugamála austan
hafs og vestan, og bennti í því
efni á möguleika til víðtækra
félagssamtaka þeim til eflingar.
Bennti hann t. d. á skógræktar-
mál Islands, sem gjarnan gæti
komið til greina sem sameigin-
legt verkefni fyrir öll félags-
samtök íslendinga hér o. fl. Ræð-
an vakti mikla athygli, eins og
við var að búast, og var prentuð
í íslenzku blöðunum hér, og
sömuleiðis í úrdrætti í tímariti
Icelandic Canandian Club. Því
miður er dr. Thorlakson ekki
staddur á þingi nú til að inn-
leiða þetta mál á ný, en mun
væntanlega leggja ákveðnar til-
lögur fram við stjórnarnefnd fé-
lagsins innan skamms.
Til fræðslumála má t e 1 j a
margt sem unnið hefir verið, og
unnið er í þessu félagi. Þar til
heyrir kennarastóllinn í ís-
lenzku við fylkis-háskólann hér,
þessi glæsilegi draumur, sem nú
er orðinn að veruleika, sem æ
meiri vonir standa þó til. Þá má
einnig nefna lestrar flokka þá í
íslenzku, sem prófessor Finn-
bogi skipualgði og veitir for-
stöðu, bæði í sambandi við
kvöldnámsskeið Háskólans, og
nokkru síðar á Gimli. Eru þess-
ir lestrarflokkar vel sóttir á báð-
um stöðunum og veita fólki
mikla ánægju og fræðslu. Þá má
heldur ekki gleyma íslenzku
kennslu barna, sem um margra
ára skeið var veitt í svo nefnd-
um Laugardagsskóla. Á síðari
árum varð það ljóst, að því fyr-
irkomulagi varð að breyta, því
að þrátt fyrir góða kennslu-
krafta fór aðsóknin sífellt þverr-
andi. Nú í vetur hefir það tek-
ist, fyrir framtakssemi prófessor
Finnboga, að koma þessu starfi
í nýtt og betra horf. Er nú
kennsla veitt í fundarsal Fyrstu
lútersku kirkju, á milli kl. 11 og
12 á sunnudögum. Aðsókn að
þessum barnaskóla hefir verið
langt um vonir fram, nálegt 50
börn hafa komið suma dagana.
Búist er við að svipuð starfsemi
hefjist í kirkju Sambandssafnað-
ar innan skamms. Góðir kennslu
kraftar hafa fengizt, og má nú
segja, að þetta mál sé vel á veg
komið. Nokkur skortur mun þó
enn vera á kennslutækjum, svo
sem stafrófskverum og léttum
lesbókum. Einhverntíma koma
væntanlega „linguephone“ plöt-
urnar á íslenzku, sem prófessor
Stefán Einarsson er nú að semja
tekstana að. Verða þær kær-
komnar öllum þeim ungu, sem
læra vilja íslenzka tungu.
fundir með bátsverjum og að-
standendum þeirra.
Það er einróma álit okkar,
sem fórum þennan leiðangur, að
ferðalagið yfir fjöllin hefði ver-
ið lítt hugsanlegt án leiðsagnar
Sigurðar Jakobssonar, eða
minnsta kosti hefði það tafizt
um 1 til 2 klukkutíma.
Að endingu vil ég svo færa
öllum, sem að þessari björgun
unnu, mínar alúðarfyllstu þakk-
ir fyrir dugnað þeirra, æðruleysi
og þrautsegju.
Siglufirði í nóvember 1950
SVEINN ÁSMUNDSSON
— VIKINGUR
Útgáfumál
Útgáfumál félagsins snúast nú
einkum um Tímaritið og út-
breiðslu þess. Þetta mál var mik-
ið rætt á síðasta þingi, og loks
samþykkt tilaga þess efnis, að
meðlimagjald félagsmanna skuli
hækkað úr einum dollar í tvo,
að meðtöldu Tímaritinu. Enn-
fremur var samþykkt að 50 cent
af þessum $2.00 skuli ganga til
deilda —'þannig fá menn Tíma-
ritið og félagsréttindi í þjóð-
ræknisfélaginu fyrir $1.50 á ári.
Er auðsætt, að tekjur félagsins
af slíku útgáfufyrirtæki eru alls
engar. Hins vegar myndi með
öllu ókleift að gefa ritið út, ef
því væri ekki fleytt með aug-
lýsingum, sem í sjálfu sér eru
bein gjöf. Þetta er vandræða bú-
skapur og er félaginu með þessu
bundinn fjötur um fót. Er til-
gangslítið að gera samþykktir á
þingum um fjárfrekar fram-
kvæmdir, ef um leið er alltaf
sunginn sálmurinn um það hvað
við séum fáir, fátækir og smáir,
með undirspili galtómrar fjár-
hirzlu.
Var fyrr í þessari skýrslu vik-
ið að útbreiðslu Tímaritsins á
íslandi. Hún hefir ávallt verið
nokkur, en á síðari árum hefir
hún farið minnkandi, vegna ó-
reiðu, sem virðist hafa verið á
útsending ritsins til kaupenda,
og á innköllun gjalda. Nú vildi
svo vel til, að Gísli Jónsson, rit-
stjóri Tímaritsins, brá sér til ís-
lands í fyrra sumar, og kom
hann þá nýrri og góðri skipan á
þessi mál, með aðstoð nokkurra
áhugamanna í Þjóðræknisfélagi
Islendinga í Reykjavík. Tók
Sigurður Sigurgeirsson banka-
ritari, sonur Sigurgeirs biskups,
að sér afgreiðslu ritsins á íslandi.
Er það mál þannig komið í góðs
manns hendur. Á Gísli þakkir
skilið fyrir framtakssemi sína,
og heppilegar ráðstafanir sem
hann gerði, félagsins vegna, í
þessu máli.
Afmæli skáldanna, Stephans G.
Stephanssonar og Gests
Pálssonar
Á síðasta þingi var samþykkt
áskorun til stjórnarnefndar fé-
lagsins um að beita sér fyrir því
að aldarafmælis Stephans G.
Stephanssonar skyldi minnst
með sem víðtækustum og virðu-
legustum hætti. Nefndin hefir
fjallað um þetta mál, og mun það
nú aftur koma fyrir þetta þing.
Þess má geta að ungmennafélög
nokkur á Islandi, eru að beita
sér fyrir því að skáldinu verði
reistur minnisvarði í fæðingar-
sveit sinni í Skagafirði, og er
hugmyndin að minnisvarðanum
verði komið upp á þessu ári. 1
þessu skyni hafa verið mótuð
minnismerki úr silfri, sem hafa
verið seld víðsvegar á Islandi,
og einnig hér, þessu máli til
stuðnings. Hefir dr. Richard
Beck ritað um málið, og haft um-
sjón með minnismerkjum þess-
um. Munu þessi merki nú til sölu
hjá Davíð Björnssyni bóksala
hér í bænum, og ef til vill
fleirum.
Aldarafmælis Gests Pálssonar,
skálds, verður minnzt með sam-
komu, sem sérstaklega er helguð
honum og áætlað er, að fari fram
í lok þessa þings.
Nýtt félag
Eins og þegar er kunnugt, er
nú myndað pýtt félag með æsku-
lýð af íslenzkum ættum hér í
borginni. Kennir félagið sig við
Leif Eiríksson, og er skipað stór-
um hóp hins efnilegasta fólks.
Var þessi hreifing hafin undir
forustu Walters J. Lindal dóm-
ara, sem nú er forseti Icelandic
Canadian Club og einnig heiðurs
forseti þessa nýja félags. Enda
þótt að þetta nýja félag sé form-
lega óháð hinum eldri félögum
meðal íslendinga, stendur það
þó á hama grunni og þau, og
hefir hliðstæð áhugamál og
stefnuskrá. Þjóðræknisfélagið
óskar hinu nýja félagi í velfarn-
aðar, og hygur gott til samvinnu
við það í framtíðinni.
Önnur mál
Önnur mál, auk þeirra sem hér
hefir verið vikið að, koma vafa-
laust til umræðu á þessu þingi.
Það er svo margt, ef að er gáð,
sem gera þarf. Um fram allt:
Það þarf að herða á sókninni á
öllum sviðum starfsmála okkar.
Meðlimatala félagsmanna þarf
að aukast að miklum mun. A-
hugamenn okkar deyja árlega,
sem aðrir menn, eða hverfa frá
störfum fyrir elli sakir eða
hrumleika. Of fáir gefa sig fram
til að fylla skörðin. Mörg hundr-
uð íslendinga á dreifingunni
miklu um ala þessa heimsálfu
myndu fagna því að fá Tímarit
okkar í hendur, ef einhver benti
þeim á að það væri til, og að það
er sama sem gefið. Mikill fjöldi
íslenzkra kvenna eru giftar am-
erískum mönnum, og búsettar
út um alla Ameríku. Vísast hafa
þær, margar hverjar, lítil sam-
bönd við þjóðbræður sína. Hvers
vegna ekki að reyna að ná sam-
bandi við þessar konur, og fá
þær til að gerast áskrifendur að
blöðum okkar og Tímariti félag-
sins?
Deildir félagsins, víðs vegar,
þurfa að safna kröftum, og sums
staðar þarf blátt áfram að vekja
þær aftur til starfs og dáða. Það
þarf að stuðla að því, að sú eina
íslenzka bókaverzlun, sem er til
hér vestan hafs, geti haldizt við
sómasamlega. Það þarf að treysta
betur menningartengslin við ís-
land með ýmsum ráðum, og efna
ef unnt er, til mannaskipta í stór
um stíl. Öll félög, a. m. k. hér i
Winnipeg og nágrenni þurfa að
gera sitt ýtrasta til eflingar
kennarastólnum í íslenzku hér
við Háskólum, einkum í því að
afla honum nemenda, og auka
hróður hans á allan hátt. Hér
þarf, á sínum tíma, að rísa sam-
komuhús og félagsheimili, sam-
boðið sögu okkar og eðli Islend-
inga. Það þarf að útvega hæfi-
legt húspláss fyrir ýmsa verð-
mæta muni félagsins, sem sum-
ir liggja undir skemmdum í kjall
ara hússins, sem eitt sinn var
kent við Jón Bjarnagon, en sum-
ir eru í vörzlu minni, og nýlega
afhentir mér af fyrirrennara
mínum í forsetaembætti, séra
Philip Péturssyni.
Við þurfum sjálfir að vakna
til meðvitundar um þann regin-
sannleika, að þetta félag getur
því aðeins lifað og unnið að því
marki, sem það hefir stefnt að
og starfað fyrir í meira en þrjá-
tíu ár, ef við, meðlimir þess og
velunnarar, gerum okkur grein
fyrir breyttum aðstæðum frá
því sem áður var, og leggjum
fram verulegar fórnir, í fé og
kröftum, því til framdráttar.
Við höfum lyft Grettistökum
áður; við eigum enn nóga dáð
og drengskap til að gera slíkt
hið sama nú.
Vil ég svo leyfa mér að enda
þessa ræðu með því að tilfæra
hin fögru orð, er hinn látni for-
seti íslands, Herra Sveinn Björns
son, mælti til okkar á tuttugu og
fimm ára afmæli félagsins. Ég
vona að þau séu enn í góðu gildi:
„Ég sé í huga mínum fjölda
ágætra Vestui* Islendinga
streyma úr mörgum áttum,
suma um langan veg til árs-
þings félagsins. Það eru
hvorki vonir um glys, ver-
aldar auð né eitthvað ann-
að, sem í askana verður
látið, sem draga ykkur til
þessa fundar. Það er taug,
sem er miklu dýrmætari.
Hún er sprottin af sama toga,
sem sú hin ramma taug er
„rekka dregur, föðurtúna
til.“
„Þið h a f i ð gert I s 1 a n d
stærra, og verið okkur Is-
lendingum hér heima til
heilbrigðar áminningar um
skyldu okkar við þjóðleg
verðmæti. Þetta hhýjar okk-
ur um hjartarætur.“
Göngum þá heil til starfa.
Megi hjörtun verða hlý, og vilj-
inn stæltur til dáða á þessu þrí-
tugasta og fjórða ársþingi Þjóð-
ræknisfélags Islendinga í Vestur
heimi.