Lögberg - 12.03.1953, Blaðsíða 3

Lögberg - 12.03.1953, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. MARZ, 1953 3 greinar „Hkr.“ voru svo lagað- ar, að hver heilvita maður gat séð, að þær voru lausar við alla flokka og höfðu engan annan til- gang en þann einan að reyna til að sýna það, sem „Hkr.“ áliti vera satt í þessu máli án þess að gera það í þjónustu nokkurs flokks. Síðar í greininni lýsir Gestur fundinum 27. febr. allnákvæm- lega. Segir hann þar m. a., að fundarstjóri hafi, þegar Jón Ólafsson hafði lokið máli sínu, strax spurt, „hvort nokkur vildi tala fyrir hönd konservatíva flokksins, en þar gaf sig enginn fram. Ritstj. „Hkr.“ bað um orðið frá óháðu sjónarmiði, og var það veitt.“ Við sjáum, að Gestur heldur því eindregið fram, að hann hafi ekki verið talsmaður íhalds- flokksins á fundi þessum né heldur í greinum þeim, er hann hafði skrifað um tollamálin. En viðbúið er, að Gesti hafi reynzt erfitt að telja mönnum trú um það, því að í sjálfri kosninga- vikunni hafi menn hlotið að fylgja öðrum hvorum flokknum og önnur afstaða ekki komið til greina. Svar Gests til Einars heldur áfram í Heimskringlu 1. apríl, og ræðir hann enn ýtarlega um tollamálin. En í Lögbergi, er út kom þenna sama dag, svarar Einar ýmsu í grein Gests frá vikunni áður. Kallar Einar grein sína „Samvizkusök“ og segir m. a.: Það er þá loksins komið upp úr dúrnum, að það var „sam- vizkusök“ fyrir íslenzku blöðin að skipta sér af pólitík landsins um síðastliðnar kosningar, og sú samvizkusök, sú mikla yfirsjón þarf langorðra afsakana við. Og síðar segir Einar: Ritstjóri Hkr. hefur hvað eftir annað látið mikið yfir því í blaði sínu, hve mjög hann hafi lagt ríkt á, að friður gæti haldizt milli Winni- peg-blaðanna íslenzku. Fyrir nokkru síðan sagðist hann hafa átt „meiri þátt í því en nokkur annar maður“, að sá friður hefur haldizt síðan hann kom, og í síðasta blaði segist hann „dags daglega“ hafa lagt „stöðu sína í hættu“ fyrir þann frið. — Lögberg er orðið þreytt á þessu og spyr, hvort nokkur ástæða hafi verið til ófriðar, hvort Lög- berg hafi ekki lengstum lagt vel til Heimskringlu á þessu tíma- bili og viðurkennt ritstjóra hennar. Þá ber hann Gesti enn sem fyrr á brýn, að hann hafi ekkert vit á hérlendum stjórnmálum og sé honum því bezt að hafa sig ekki í frammi um þau. Þriðja svargrein Gests kom í Heimskringlu 8. apríl. Minnist hann þar m. a. á samvizkusökina og segir, að „það eina, sem Hkr. hefur sagt, er það, að það sé samvizkusök fyrir íslenzku blöðin hér að fleygja sér út í kosningahríðina, þegar þau ekkert höfðu gert til þess að fræða íslendinga um hérlenda pólitík fyrr en allt var í báli og brandi. Þá ræðir hann nokkuð um það far, sem hann hafi gert sér til að kynna sér stjórnmál þjóðarinnar og hrindur ádrepu Einars um fávísi hans í þeim efnum. Loks heldur hann enn fram heiðri sínum af friðnum langa milli blaðanna. Nú mætti ætla, að tími hefði verið kominn til að ljúka þessari deilu, kosningarnar um garð gengnar fyrir löngu og önnur mál eflaust farin að kalla að, en svo reyndist ekki alls kostar. Sókn var hafin á ný í grein, sem Einar Hjörleifsson kallaði Póli- tískur ánamaðkur og kom í Lög- bergi 15. apríl. Hófst hún á þessa leið: Heimskringla er skrítið blað. Hér um daginn sagði hún — upp á fínan máta, vitaskuld, en þó mjög ljóslega og skilmerki- lega — að íslendingar hér í landi væru svo hringlandi vitlausir í pólitík, að það væri „samvizku- sök“ fyrir blöðin að vera að tala við þá um landsins mál um kosningaleyti, þannig að nokk- urri ákveðinni skoðun á þeim málum væri fram haldið. — Síðan ræðst hann af krafti að Heimskringlu og endar á þess- um orðum: I stað þess að reiðast ætti hann [Gestur P.] að taka sig til og hugleiða með stillingu, hvernig ástatt er, hugleiða það, að hann gerir aðeins sjálfan sig hlægi- legan með því að vera að gefa í skyn, að sín pólitíska vizka sé svo mikil og hin pólitíska fáfræði íslendinga yfir höfuð aftur á móti svo lítilmótleg, að það sé „samvizkusök“ fyrir sig að demba allri þeirri vizku ofan á alla þá fáfræði, þar sem þó ein- mitt því er svo varið, að nær því allir íslendingar hér í fylkinu hafa, eftir því sem hann sjálfur segir, þegar /yrir löngu ráðið af að fylgja frjálslynda flokknum, þrátt fyrir það að hann hefur verið í minni hluta og valdalaus — en hann sjálfur, ritstjórinn, er ný-kominn hingað til lands, skilur mjög sárfá orð í landsins tungu og botnar auðsjáanlega ekki lifandi vitund í þess málum. Margur hefur eflaust búizt við svari Gests í Heimskringlu 22. apríl, en þar kom þá ekkert frá honum, blaðið fullt af bréfum héðan og handan. Sumar gekk nú í garð, og á samkomu íslendinga í Albert Hall sumardaginn fyrsta, 23. apríl, voru sungnar Vorvísur eft- ir Einar Hjörleifsson og Sumar- vísur eftir Gest, en þær síðan birtar í báðum blöðunum 29. apríl. Ætla ég að lesa hér eitt erindi eftir hvorn, rétt til þess að við sjáum, hvernig legið hefur á þeim um sumarmálin. Vorvísur Einars eru margar, og ég gríp hér aðeins eina: Sjá brostin dauðans bönd. Hið unga fræ, er fjötrað lá í frosti og hvítum snjá, það leysir lífsins hönd. Tra la la la. Það upp í sólarylinn grær og upp mót sólu hlær. En Sumarvísur Gests eru tvær, og er hin síðari á þessa leið: Sumarið blessaða signdu nú alla, sveipaðu lífhjúp hvem aumasta rann. Reistu hvert mannstrá, sem rétt er að falla, reistu hvern fátækling, blessaðu hann. Vermdu hvert hjarta, er lífsþreytan lýr. - Ljómaðu bjartast þars auming- inn býr. Nú er því tími að vinna og vaka verk sinnar köllunar dýrmæt og skýr, tími að likna þeim, lífshríðar þjaka; látum nú sjá, hvað vor mannást er dýr. Við finnum þrekmuninn á þessum tveimur erindum og að Gesti er allt annað en gleði í hug við sumarkomuna að þessu sinni. Hann hefur verið að bræða með sér, hvernig hann ætti að snúast gegn árás Einars í Lögbergi 15. apríl og loks ákveðið að svara honum óbeint og grípa til þess vopnsins, er hann átti hvassast, þótt hann mætti vita, að það hyggi ekki stærst, en það var háðið. Skrifaði hann nú tvær Gamangreinar um Lögberg, og hét hin fyrri Jóhann Sólskjöldur og Lögberg, en hin síðari Upp úr? Nei. Eru þær báðar allníð- angurslegar og einkum þó seinni greinin, er hefst á þessa leið: Það var ekki smáræðis „pró- sessía“ um bæinn hérna á dög- unum, þegar sjö vitringar Lög- bergs gengu í hátíðagöngu upp til skrifstofu Lögbergs til þess að ráðgast um það merkismál, hvort hægt mundi að draga Lög- berg upp úr, sem eins og lesend- um Hkr. er kunnugt datt ofan í kosningavilpuna hérna á dögun- um og hefur legið þar síðan. Dregur Gestur að svo búnu hverja myndina annarri háðu- legri af þeim félögum og lætur allt vaða, hversu svívirðilegt sem það er. Mátti hann þó vita, hver eftirköstin yrðu og að Einar mundi ekki vægja honum, þegar hann svaraði. Hefur og brátt kvisazt, að Gestur mundi ekki eiga von á góðu í næsta Lög- bergi, svo sem séð verður á eftir- farandi klausa í Heimskringlu 6. maí: Lögbergs-kindur hafa jarmað það út um allan bæinn, að í dag komi slík dómadags-heljar-voða- feikna skammargrein í Lögbergi um ritstj. Hkr., að slíku andans heljar-bjargi hafi enginn maður á jarðríki á annan kastað frá því að jörðin byggðist. Slíkur ber- serksgangur hefði verið á Mr. E. Hjörleifsson, meðan hann var að rita greinina, að stjórnarnefndar- djákninn Magnús Paulson hefði orðið að stýra hendi hans, til þess að hann ræki ekki alla prentarana í gegn með pennan- um. Vitaskuld talið víst, að ritstj. Hkr. þori aldrei að opna munn- inn framar móti Lögbergi. Þessi „dómadags-heljar-feikna skammargrein“ kom nú í Lög- bergi þennan sama dag, 6. maí. Kallaði Einar greinina 1 holunni. Undrast hann fyrst svar Gests, sem hann telur „að líkindum það einkennilegasta svar, sem enn hefur verið komið með af nokkrum ritstjóra nokkurs blaðs í pólitískri „discussion“ Víkur hann síðan að Gaman- sögum Gests um Lögberg og telur „vitaskuld, að enginn Lög- bergsmaður þykkist af öðrum eins samsetningi“, en getur samt ekki leynt því, hve honum hefur sviðið undan háði Gests. Og undir lok greinarinnar segir Einar m. a.: En þó hann |Gestur] gæti ekki hrært legg né lið í pólitíkinni, þá langaði hann til að slá þó eitthvað um sig. Þess vegna tekur hann nú að sveigja talið að prívatmálum blaðs vors og þeirra, sem næst því standa. Hann getur gert það því óhræddari sem hann veit, að honum verður ekki goldið líku líkt af vorri hálfu og hans líf verður látið í friði. En þetta eru aðeins orð, því að í greininni bæði á undan og eftir þessum setningum hefur Einar verið að svívirða Gest og það sízt óvægilegar ^n Gestur þá Lögbergsmenn. Fer Einari í grein sinni líkt og Hjalta Skeggjasyni forðum, er hann kvað: Eigi vil ek goð geyja, grey þykkir mér Freyja. í Heimskringlu 13. maí svarar Gestur greinum Einars frá 15. apríl og 6. maí. Minnist hann fyrst á gamangreinar sínar og segir um þær m. a.: Þessar „gamangreinar“ í næstseinasta blaði Hkr. voru og áttu ekki að vera neitt „svar“ til Lögbergs. Þær báj-u það með sér, að þær voru, eins og vant er að vera hjá oss, bara græskulaust gaman og ekkert annað. Svarar hann síðan greinum Einars í all-löngu máli. Þótt Gestur kallaði greinar sínár græskulaust gaman, var Einar ekki alveg á því og ritaði langa grein í Lögberg 20. maí undir yfirskriftinni Svar Hkr. Skipti hann henni í 5 liði: I. Svarið, II. Rógur Hkr., III. Kerskni Hkr. og níð, IV. Hlátur- mildi Hkr. og V. Ábyrgðin. Ber hann Gest fyrir því í seinasta liðnum, að aðstandendur Heims- kringlu hafi aukið atriðum í gréin hans 13. maí að honum fornspurðum. Kemst Einar m. a. svo að orði, er hann ræðir þetta frekara: E/ verkamenn blaðsins, eða aðrir aðstandendur þess, leyfa sér að falsa greinar ritstjóra síns, setja í laumi inn í þær atriði, sem honum eru til stórskammar, þá má geta nærri, að staða hans hefur einhvern tíma verið örðug fyrri. Þá leynir það sér ekki, að það hefur ekki verið alveg út í loftið, þegar hann lýsti því yfir í blaði sínu, að hann hefði marg- sinnis lagt stöðu sína í hættu, meðan hann reyndi að halda blaði sínu lausu við óþverrann. Og þá verður meiri ástæða en menn hingað til hafa haft veður af til að dæma hann og blaða- mennsku hans með vorkunnsemi og miskunn. Við þetta vildi Gestur þó ekki kannast og birti eftirfarandi til- kynningu í Heimskringlu 27. maí: Undirritaður man ekki eftir og kannast ekki við að hafa haft ummæli þau, sem hermd eru eftir mér í seinasta blaði Lög- bergs, 20. maí, undir nr. V. í greininni móti Hkr. Þessi deila tvímenninganna var nú senn í rénum. Gestur hafði veikzt og aðrir séð um blaðið á meðan, en 27. maí tók hann aftur til og ritaði grein um íslendingadaginn, er hann vildi láta halda á Jónsmessu 24. júní. Greindi menn á um bezta tím- ann til hátíðahaldanna líkt og sumarið áður, en þá fóru þau fram 2. ágúst. Lagði Gestur ríkt á, áð íslendingar yrðu samtaka um að gera þessi hátíðahöld sem veglegust, og kvað ófriðinn milli blaðanna ekki koma því máli neitt við. Deiluefni þeirra Gests og Ein- ars var þó ekki alveg úr sög- unni og snerist um hríð í þrætu milli þeirra Gests og Sigtryggs Jónassonar, eins aðalútgefanda Lögbergs. Hafði Gestur birt 3. júní bréf, er Sigtryggur hafði skrifað Ross nokkrum varðandi auglýsingar stjórnarinnar í ís- lenzku blöðunum. Þá kvað Sig- tryggur í bréfi þessu Lögberg hafa verið vinveitt stjórninni í Ottawa og mundi það reiðubúið að veita henni í næstu kosning- um, ef sanngjarnlega væri farið að við blaðið. Ritaði Sigtryggur grein um þetta í Lögberg 17. júní, er hann kallaði Vindhögg Heimskringlu, en Gestur svaraði um hæl (í Hkr. 24. júní) og nefndi grein sína Vindegg. Gestur gat þó ekki alveg gleymt grein Einars frá 20. maí, og svarar hann henni að nokkru í Heimskringlu 1. júlí. Er fyrirsögnin Til Lögbergs og upphaf greinarinnar á þessa leið: Vegna rúmleysis í blaðinu og ýmsra annarra orsaka hefur skömmunum í Lögbergi 20. f. m. í greininni „Svar Heimskringlu“ ekki verið svarað til þessa. í raun og veru álítum vér ekki greinina í heild sinni svara- verða. Vér vitum vel, að sumum kaupendum Heimskringlu hefur þótt það undarlegt, að vér skyld- um ekki svara með annarri enn svæsnari skammargrein, en bæði var það, að vér þóttumst hafa sent Lögbergi nógar hnútur á undan og oss stóð alveg á sama, hvor síðast hafði orðið, vér eða Lögberg, þegar um hreinar og bláberar skammir var að ræða, og annað hitt, að oss þótti þetta kosningamál vera orðið alltof langt fyrir stærð blaðs vors, enda þörf á að ræða mörg önnur áríðandi mál, og ef til kæmi, rífast um þau við Lögberg, en ekkert komst að, meðan á þess- um kosningadeilum stóð. Það væri líka skrítið, ef íslenzl^u blöðin, lítil vikublöð, hefðu rúm til að rífast hálft ár eða lengur um atriði, sem ensku dapblöðin voru löngu hætt að nefna á nafn. Oss fannst það skylda vor að sjá voru blaði farborða, svo það drukknaði ekki í þessum kosningar-polli, hvað svo sem Lögberg gerði. Svarar Gestur síðan sérstak- lega 2 atriðum í grein Einars, en gerir það svo stillilega, að Einar hefur ekki séð ástæðu til að ýfast frekara við hann. Hefur Einar verið orðinn langþreyttur á þessum deilum engu síður en Gestur, svo sem augljóst er af fyrsta erindi hans í Minni Vestur--Islendinga, er hann orti fyrir Þjóðhátíðina, er ákveðið hafði verið að halda 18. júní, en það hljóðar svo: Nú leggjum niður þref og þjark, er þreyttum áður vér, og munum eitt er allra mark, Framhald á bls. 6 Offlce Phone 92-4762 Res. Phone 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Offlce Hours: 4 p.m,—6 pjn. and by appolntment. Dr. P. H.T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Winnipeg PHONE 92-6441 J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgC, bifreiðaábyrgC o. s. frv. Phone 92-7538 SARGENT TAXI PHONE 20-4845 FOR QUICK. RELIABLE SERVICE DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MAN. Phones: Office 28 — Res. 230 Office Hours: 2:30 - 6:00 p.m. Thorvaldson Eggertson Bastin & Stringer Barristers and 8olicitor$ 206 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managlng Director Wholesale Dlstrlbutors of Freah and Frozen Flsh 311 CHAMBERS STREET Offlce: 74-7451 Bes.: 72-3917 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook St. Selur llkkietur og annast um flt- farir. Allur ðtbúnaCur eá bestl. StofnaC 1894 Slmi 74-7474 Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Maternity Pavllion General Hospltal Nell's Flower Shop Weddlng Bouquets, Cut Flowers, Funeral Deslgns, Corsages. Bedding Plants Nell Johnson Res. Phone 74-6753 $ohnny. Hyan J, 1 ^ I07S DOWNINð ST. PHONE 711111 l WINNIPEC'S FIRST "MAILORPHONE" ORDER HOUSE Watch for Opening New Showrooms Kaupið Lögberg 1ELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hereinlr. Hitaeiningar- rör, ný uppíynding. Sparar eldl- vlC, heldur hita frá aC rjúka út meC reykum.—SkriflC, slmlC til KELLY SVEINSSON 625 WaU Street Wlnnipeg Just North of Portage Ave. Slmar: 3-3744 — 3-4431 J. WILFRID SWANSON & CO. Insurance ln aU its branches. Real Estate - Mortgages • Rentali 218 POWKB BUILDING Telephone 937 181 Res. 493 4*0 LET US SERVE YOU S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Winnipeg PHONE 92-4624 Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Ashphatt Roofs and Insulated Slding — Repairs Country Orders Attended To (32 Slmcoe St. Winnlpeg, Man. GIMLI FUNERAL HOME Sími 59 Sérfrœdingar i öllu, sem að útförum lýtur BRUCE LAXDAL forstjðri Licensed Embalmer Dr. A. V. JOHNSON DENTIST 506 SOMERSET BUILDING Telephone 92-7932 Home Telephone 42-3216 Dr. ROBERT BLACK SérfrœCingur 1 augna, eyrna, nef og hálssjúkdömum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofuslmi 92-3851 Heimasími 40-8794 Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargent Ave., Winnlpeg PHONE 74-3411 Gundry Pymore Ltd. Brltlsh Quallty Fish Nettlng 53 VICTORIA ST. WINNIPEG PHONE 92-8211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage wUl be appreclatod Minnist BETEL í erfðaskrám yðar. PHONE 92-7025 H. J. H. Palmason, C.A. Chartered Accountant 505 Confederation Llfe BuUdlng WTNNIPEG MANITdBA Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 506 Canadlan Bank of Commerce Chambers Winnlpeg, Man. Phone 92-3561 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Simi 92-6227 BULLMORE FUNERALHOME Dauphin, Manitoba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr. VAN'S ELECTHIC LTD. 636 Sargent Ave. Aulhorixed Home Applianoa Dealers General Electric McClary Qedric Mofíat Admiral Phone 3-4890

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.