Lögberg - 12.03.1953, Blaðsíða 5

Lögberg - 12.03.1953, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. MARZ, 1953 5 ÁHIJGAMÁL GVENNA Ritstjón: JNGIBJÖRG JÓNSSON ÞÁTTTAKA ÍSLENDINGA í KVENFRELSIS- BARÁTTUNNI í CANADA Lítið hefir verið ritað um hinn stóra þátt, er íslendingar áttu í því, að konur öðluðust pólitískt réttindi í þessu landi. Dr. Tryggvi J. Oleson skýrir ágæt- lega frá því í fyrsta kafla sögu sinnar um Winnipeg-íslendinga 'hve snemma á árum þeir létu sig skipta ýms almenningsmál, er á döfinni voru í bænum og í landinu, og mun hann væntan- lega skýra frá þátttöku þeirra í kvenréttindamálinu í næsta bindi Sögu Vestur-íslendinga, þótt hann geti varla gert þvi máli full skil með því að honum eru sett þau takmörk að ljúka við söguna í næsta bindi, og er það slæmt, því vissulega er enn fyrir hendi meira efni en í eina bók, ekki einungis úr sögu Winnipeg-íslendinga heldur og úr sögu annara íslenzkra byggð- arlaga. Dr. Tryggvi hefir sannað það með því, sem hann hefir þegar ritað, að hann er gæddur góðum hæfileikum sem sagn- fræðingur og ætti því að hafa óbundnar hendur í þeim efnum. Ekki verður hér heldur skrifað til hlýtar um þátttöku íslendinga í kvenréttindamálinu, því til þess yrði að maður að kynna sér skrif í mörgum blöðum og tíma- ritum, en þau gögn eru ekki fyrir hendi. — Nýlega hefir mér borizt í hendur yfirgripsmesta bókin, sem gefin hefir verið út um kvenréttindahreyfinguna í Canada — “The Women’s Suf- frage Movement in Canada” éftir Dr. Catherine Lyle Clever- don, er University of Toronto gaf út 1950. Hófst hreyfingin í Ontario- fylki undir forustu Dr. Emily Howard Stowe í Toronto nokkru fyrir 1870 og síðar meir varð dóttir hennar, Dr. Augusta Stowe-Gullen, aðalforingi hreyf- ingarinnar þar. En þrátt fyrir þessi umbrot í Ontario varð Manitoba fyrsta fylkið í Canada, sem veitti konum fullkomin pólitísk réttindi. Ekki ábyrgist ég, að frásögnin í þessari bók sé sögulega rétt, en þeir kaflar, sem þýddir eru úr henni orðrétt, eru innan gæsa- lappa og þeir sýna að hlutur Is- lendinga í baráttunni hefir alls ekki verið svo lítill. Og ánægju- legt er að fá álit annara en ís- lendinga sjálfra á afrekum þeirra. „Hreyfingin í Manitoba hófst snemma; tildrögin má rekja til fyrstu ára síðasta tugs nítjándu aldar; þá stofnuðu nokkrar ís- lenzkar konur fyrsta kvenrétt- indafélagið í fylkinu, og reyndar hið fyrsta í öllu Vesturlandi Canada. Þótt stofndagur þess sé óviss, er þó víst, að þetta félag dafnaði vel og færði út kvíar, því í kjörfar þess sigldu önnur íslenzk kvenréttindafélög, er bæði menn og konur áttu sæti í. Þótt þessi félög ættu stundum samvinnu við enskumælandi fé- lög með það að senda nefndir á fund stjórnarvaldanna, þá héldu þau sjálf uppi sjálfstæðri bar- áttu um fjórðungsaldarskeið í kvenréttindamálinu með ítrek- uðum bænaskrám til fylkis- þingsins og með ritgerðum í ís- lenzkum tímaritum og blöðum. Aðalforingi þeirra og ritstjóri var Mrs. M. J. Benedictsson, en hún hélt við bréfasamböndum við Dr. Stowe-Gullen og aðrar kvenréttindakonur í Toronto.“ (Bls. 49). Fyrsta enskumælandi félagið, er veitti kvenréttindamálinu í Manitobafylki fylgi var Women’s Christian Temperance Union (W. C. T. U.); tók það málið á stefnuskrá sína 1893. Aðal- forustukonur þess félags voru Dr. Amelía Yeomans, fyrsti kvenlæknir í Winnipegborg, og Miss Cora Hinds, akuryrkju- sérfræðingur og frægur frétta- ritari Winnipeg Free Press. Þær áttu frumkvæðið að því, að fyrsta enskumælandi kvenrétt- indafélagið var stofnað fyrir vestan Ontario í nóvember 1894, deild í Dominion Enfranchise- ment Association. „Þessi félags- skapur var við líði um tíu ára skeið.“ (Bls. 52). „Eftir að Dr. Yeomans flutti frá Winnipeg lagðist þessi fé- lagsskapur niður vegna forustu- leysis, og íslenzku félögin ein urðu að halda uppi baráttunni.“ (Bls. 52). „Það var logn fyrstu tólf ár tuttugustu aldarinnar í kven- réttindahreyfingunni í Manitoba; þótt W. C. T. U. og íslenzku fé- lögin inntu starf af hendi í kyr- þey, án auglýsinga, virtist málið dautt á yfirborðinu.“ (Bls. 53). Þetta er nú ekki með öllu rétt, því á þessu tímabili, 1898—1910 gaf Mrs. Margrét Benedictsson út Freyju, fyrsta kvenréttinda- blaðið í Canada, og hélt þar uppi, ásamt fleirum, skeleggri baráttu fyrir málinu. Því miður hefi ég ekki nema fáeina árganga þessa rits (Freyju) við hendina, en frá- sögn í maíhefti ritsins 1901 sýnir, að íslendingar voru enn vakandi: „Ungfrú Ingibjörg Jóhannes- dóttir, forseti íslenzka Hvíta- bandsfélagsins í Winnipeg, sem er deild í Women’s Christian Temperance Union (W. C. T. U.), * beitir sér fyrir því að safna nöfnum á bænaskrá um kven- réttindi, sem aðalfélagið ætlar að leggja fyrir Manitobaþingið 1902.“ í sama tölublaði er prentað upp úr dagblaði Winnipegborgar umsögn um „ágætan gest, Sigurð Júlíus Jóhannesson frá íslandi, starfsbróður ungfrú Ingibjargar Jóhannesdóttur, bæði í bind- indismálum og W. C. T. U. mál- um. Hann stundaði guðfræði- nám í Chicago og þar hlustaði hann á fyrirlestra Carrie Nation. Sem svar upp á þá spurningu, hvort aðferð hennar væri af- sakanleg, hélt Jóhannesson á- gæta ræðu og lýéti Carrie Nation sem siðprúðri og góðri konu með mikla ræðumannshæfileika.“ — Það er enginn efi á því, að Freyja og áhrif manna og kvenna eins og þeirra, sem hér er getið, áttu sinn mikla þátt í því að halda kvenréttindamálinu vak- andi á þessum árum, bæði meðal íslendinga og annarra þjóð- flokka. Og eitt er víst að íslend- ingar hófu fyrstir upp merkið á ný eins og hér segir í bók Dr. Cleverdon: „Þótt fylkisþingið undir for- ustu íhaldsflokks Roblins skellti skollaeyrum við málinu kom í ljós vottur um endurnýjaðan á- huga fyrir því árið 1910 á öðrum vettvangi. Tvær bænarskrár frá íslenzku félögunum voru sendar um alt fylkið og lagðar fyrir fylkisþingið.“ (Bls. 54). Ritið Grain Growers’ Guide og Dafoe ritstjóri Free Press veittu jafnan kvenréttindamálinu mik- inn stuðning. Félag verka- kvenna (Women’s Labour League) var stofnað þetta ár og voru réttindi kvenna eitt af þeirra aðalmarkmiðum. Samtök bænda í Vesturfylkjunum gáfu málinu öruggt fylgi sitt. Og árið 1912 var Winnipeg Political Equality League stofnað, sem rak smiðshöggið á sigurvinning Frelsið, sem hann barðist fyrir í Póllandi HLAUT HANN I CANADA Sagan um Wladyslaw Antoni Wyszkowski er lærdómsrík fyrir nýja Canadamenn. Vegna þess, að þessi maður, án föðurlands, fann fósturland í Canada. Hann er föðurlandsvinur, sem barðist fyrir frelsi Póllands 1918 og á ný 1939. Hann kom til þessa lands 1942 sem fulltíðamaður og varð að hefja lífstarf á nýjan leik. í Canada fann Mr. Wyszkowski frelsið, sem hann leitaði að. Hann fann nóg tækifæri og notaði þau að fullu. Hann veitti viðtöku gjöfum Canada og gaf þjóðinni í staðinn hollustu sína, þjónustu og tækni. Nú er Mr. Wyszkowski yfirmaður við verkfræðilegt fyrirtæki, sem í þremur stöðum vinnur að hinum risavöxnu neðanjarðargöngum í Toronto. Mr. Wyszkowski er stórhæfur verkfræÖtngur, sem hafði umsjón með vegamálum í Lodz, sem er næst stærsta borg Póllands, en stofnaÖi síÖar sitt eigið verkfræÖifyrirtæki. Slíkir A.gætis borgarar af mörgum þjóðflokkum stuðla að hinu góða áliti canadísku þjóðarinnar. Og á svipaðan hátt stuðla hin mörgu ágætis efni að óviðjafnanlegum gæðum Weston’s brauðs, kaffibrauðs og brjóstsykurs. Kaupið ávalt það bezta — Kaupið Weston's GEORGE WESTON LIMITED ... CANADA Fréttir fró ríkisútvarpi fslands baráttunnar. Var í því félagi margt mætra manna og kvenna. í janúar. 1914 fanst félaginu tímabært að senda stóra nefnd á fund forsætisráðherra fylkis- ins, Sir Rodmond Riblins; hafði íslenzka kvenréttindafélagið full trúa í þeirri nefnd ásamt mörg- um öðrum félögum. Framsögu- maður nefndarinnar var Mrs. Nellie McClung, frægur rithöf- undur og afburða ræðukona. Forsætisráðherrann fjasaði og svaraði nefndinni illu einu. „Ég hygg að seinna meir fáum við jafnað sakirnar, Sir Rod- mond,“ sagði Mrs. McClung að skilnaði. Kvöldið eftir setti félagið á svið í Walker leikhúsinu leik — „Fylkisþing kvenna“, og var húsið troðfult. Mrs. McClung var forsætisráðherra í leiknum; nefnd karlmanna kom á fund hennar til að biðja um atkvæðis- rétt. Mrs. McClung, „forsætis- ráðherra“, lék Sir Rodmond eins og hann hafði komið fram dag- inn áður svo snildarlega, að allir samkomugestir veltust um af hlátri. 1 marz þetta ár, 1914, tók Liberal-flokkurinn kvenréttinda- málið á stefnuskrá sína, en eins og kunnugt er, var Islendingur- inn Thomas H. Johnson einn af aðalforustumönnum þess flokks. Stuðningsmönnum kvenréttinda málsins fjölgaði með degi hverj- um og þeir fylktu sér í lið með Liberal-flokknum. — Þinghúss- hneykslið 1915 leiddi til nýrra kosninga og gekk Liberal-flokk- urinn sigrandi af hólmi. Norris forsætisráðherra flutti frum- varpið í þinginu um jafnrétti kvenna 10. janúar 1916, en við þriðju umræðu, 27. janúar 1916, flutti frumvarpinu fylgi Hon. Thomas H. Johnson, sonur ís- lenzks frumherja, sem stóð í Framhald af bls. 1 almenninsfi kost á að eignast þær bækur fyrir verð, sem lækkað verður minnst 30% frá upphaf- lega verðinu. Bókaútsala þessi hófst á föstudaginn í Lista- mannaskálanum í Reykjavík, og var ákveðið, að 10% af sölunni tvo fyrstu dagana skyldi renna í barnaspítalasjóð kvenfélagsins Hringsins í Reykjavík. ☆ Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi hefir gefið Barna- spítalasjóði Hringsins 10.000 krónur að gjöf í minningu um herra Svein Björnsson, fyrsta lýðveldisforseta íslands. Segir í bréfi frá ritara Þjóðræknisfé- lagsins að félaginu hafi ekki get- að hugkvæmst annað verðugra fyrirtæki en barnaspítalann í minningu um hinn látna mikil- hæfa þjóðhöfðingja. £r Félagið Samvinnutryggingar hefir frá stofnun úthlutað arði til hinna tryggðu. Árið, sem leið, nam hagnaður af starfinu 2,2 miljónum króna, og verður hálf miljón af þessu greidd beint til hinna tryggðu, en af hinu stofn- aður Stofnsjóður Samvinnu- trygginga. ☆ Rannsóknarráð ríkisins hefur hafið undirbúning að víðtækari hafíssrannsóknum en hingað til brjósjfylkingu fyrir jafnréttind- um karla og kvenna. Manitoba var fyrsta fylkið í Canada, sem veitti konum full- komin pólitísk réttindi. Þessi framsóknarandi, sem auðkendi hin ungu Vesturfylki, gerði hægara um vik að sigrast á þeim íhaldsöflum, sem að verki voru i hinum fylkjunum.“ (Bls. 49). hafa ver;ið gerðar hér við land, og mun einkum verða lögð stund á að safna gögnum um legu ís- breiðunnar fyrir norðan land. Ráðið hefir fyrst um sinn falið Jóni Eyþórssyni veðurfræðingi að annast þetta verkefni fyrir sína hönd. ☆ Tónlistarfélagið í Reykjavík hefir ákveðið, að tónleikar á veg- um þess verði tíu á ári. Á þessu ári mun Kirsten Flagstad koma hingað á vegum félagsins og enn fremur þýzki ljóðasöngvarinn Dietrich Fischer-Dieskau, sem getið hefir sér mikið frægðarorð. Þá hefir og komið til mála, að danska söngkonan Else Brehms komi hingað til tónleikahalds. Félagið hefir og gert samning við Sinfóníuhljómsveitina að hún haldi tvenna hljómleika fyrir félagið á þessu ári og margt fleira er í ráði. í vikunni, sem leið, hélt Elísabet Haraldsdóttir píanótónleika á vegum Tónlistar- félagslns í Reykjavík, og á þriðju daginn leikur hún með Sinfóníu- hljómsveitinni einleik í konsert fyrir klarinett og hljómsveit eftir Mozart. Elísabet hélt tónleika hér á landi sumarið 1947, í Reykjavík, Hafnarfirði og á Akureyri. Hún hefir stundað nám í Kaupmannahöfn og París. ☆ Dr. Victor Urbancic hefir ver- ið ráðinn hljómsveitarstjóri Þjóð leikhússins og verður jafnframt stjórnandi kórs, sem Þjóðleik- húsið er nú að stofna. — Leik- endur frá Þjóðleikhúsinu hafa að undanförnu sýnt sjónleikinn Rekkjuna í nágrenni Reykjavík- ur og nú síðast í Vestmanna- eyjum, ávallt við mikla aðsókn og ágætar undirtektir. 1 þessari viku sýna þeir leikinn á Akur- eyri. Það er á stefnuskrá Þjóð- leikhússins að senda leikflokka út um land til að sýna þar leik- rit, sem áður hafa verið sýnd 1 Þjóðleikhúsinu, og er þetta fyrsta tilraunin af því tagi og gefst ágætlega. ☆ Leikfélag Reykjavíkur hefir sýnt sjónleikinn Ævintýri á gönguför fjörutíu sinnum. Það hefir nú í undirbúningi veiga- mesta leikrit sitt á þessu ári, Vesalingana, eftir Hugo. Horfur eru á því, að félagið hafi fleiri leiksýningar á þessum vetri en nokkurt annað leikár þess. ☆ Nýlega var stofnað átthagafé- lag Strandamanna í Reykjavík og nágrenni og voru stofnendur nokkuð á þriðja hundrað að tölu. Tilgangur félagsins er meðal annars að styðja hvert það mál, sem horfir til hagsbóta og menn- ingar fyrir sýsluna og íbúa hennar. ☆ Þingeyingafélagið í Reykjavík hefir nú starfað 10 ár. 1 upphafi var kosin sögunefnd til að sjá um ritun og útgáfu héraðssögu og eru komnar út tvær bækur í safni þessu og hin þriðja á leið- inni. Á þessu ári kemur út hér- aðslýsing Suður-Þingeyjarsýslu eftir Jón Sigurðsson og héraðs- lýsing Norður-Þingeyjarsýslu er í undirbúningi. Jarð- og land- fræðilýsing héraðsins verður rituð af Jóhannesi Áskelssyni. ☆ Árið, sem leið, hafði Stúdenta- ráð Háskólans forgöngu um vinnumiðlun stúdenta og hefir á- kveðið að halda því starfi áfram og auka eftir föngum. Nefnd hefir verið kjörin til að starfa að því að útvega stúdentum sumar- atvinnu, en margir þeirra kosta nám sitt af þeirri virtnu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.