Lögberg - 12.03.1953, Blaðsíða 6

Lögberg - 12.03.1953, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 12. MARZ, 1953 Gestur Pálsson í Winnipeg Framhald af bls. 3 þótt oft oss trufli marklaust hark: að verða menn með mönnum hér, þars mceld oss leiðin ef. Til þessarar þjóðhátíðar lagði Gestur annars góðan skerf. Var fyrst að lokinni setningarræðu sungið Minni íslands eftir Gest, en síðar á samkomunni flutti hann sjálfur Minni yesturheims. Var kvæði Gests á þessa leið: Til einskis er að glápa’ á gamlar tíðir og gráta frægð, sem nú er orðin hjóm. Hví fá ei skilið dauða-daufir lýðir, c dauðu tré að vaxa’ ei lífsins blóm? Nei, þyngra’ er verkið, landsins lýðir vaki og leggi’ í stritið allt sitt þrek og blóð til þess að lyfta tímans Grettis- taki og til að skapa röskva’ og nýja þjóð. Sú trú er reist á voru vonar- bjargi, að verk það takist heldur fyrr en síð og þjóðin leysist undan fornu fargi og fagni loksins sinni nýju tíð. Þá fyrst mun vakna lýður landsins fríða úr leiðslu-draum og snauðum mœlgis-klið og teyga’ ið bezta’ úr brjóstum sinna tíða og bæta nýrri frægð þá gömlu við. Og hvar sem leið vor liggur vítt um geima, þér, land vort, ei vér gleymum nokkra stund, því alltaf áttu’ í huga vorum heima, í háreyst dags og kyrrum næturblund. Hvort lífsins blær er Ijúfur eða svalur, það landið við oss tengir heilagt band, því þú ert vorrar æsku unaðsdalur þú, okkar bjarta, hjartans, hjartans land. En í ræðu sinni fyrir minni Vesturheims kemst Gestur m. a. svo að orði: Vér höfum allir eða flestir einhvern tíma verið staddir úti á reginhafi, þar sem ekkert sést nema himinn og haf. Svo langt sem mannsaugað nær og hugur- inn getur hugsað, hvelfir himinn- inn sig, og allt í kring breiðir sjórinn sig, óyfirsjáanlegur og óútreiknanlegur. Maður er hvergi á jörðunni eins staddur augliti til auglitis með óendan- leikanum og úfe á hafinu. Og það er ekki óendanleiki í stórktRt- leik einum; það er líka óendan- leiki í fjölbreytni og breytileik. í fljótu bragði sýnist manni reyndar, að hver báran á sjónum sé annarri lík, en þegar maður fer betur að gá að, þá sér maður, að þær eru að einhverju leyti meira eða minna ólíkar hver annarri. Þó maður sigldi um hafið alla sína ævi, frá vöggunni til grafarinnar, þá gæti maður samt aldrei séð tvær bárur, sem væru alveg eins. Og hugsum svo um hverfleikann á hafinu; það getur verið blæjalogn á þessari stundu, og eftir svo sem klukku- tíma eða kannske fáeinar mín- útur þá er allt umhverft. öld- urnar rísa með slíku voðavaldi, að ekkert mannsafl. og enginn skipskraftur getur á móti staðið. Skýin bruna um himinhvolfið, stjörnurnar slokkna á himnin- um, eldingum slær niður, allt í kring, og þrumurnar öskra, svo að ekkert „heyrist nema það, nema það“. Manni finnst stund- um í óveðri á 'hafi úti allt svo óumræðilega stórkostlegt, nærri því eins og nýir heimar væru að fæðast eða gamlar veraldir að ganga til grunna. Þegar maður horfir á náttúru- öflin í allri sinni dýrð, þá finnst manni mannlífið, bæði líf ein- staklinganna og líf þjóðanna, svo óumræðilega smátt og lítil- fjörlegt. Og þó er þjóðlífið hér í Ameríku svo stórkostlegt, svo breytilegt og margháttað, að það er í raun og veru ekki líkt nokkru öðru þjóðlífi í heimi; maður verður að leita til stór- kostleiks, breytileiks og fjöl- breytni hafsins til að finna eitt- hvað samlíkjanlegt við það. Síðan lýsir hann nokkuð þjóð- lífinu og segir að svo búnu: Þessi fjölbreytni gerir það að verkum, að Ameríka er mögu- legleikanna land. Tala möguleg- leikanna er alveg óendanleg. Um þetta óumræðlega mannlífshaf hér í Ameríku velta möguleg- leikans bárur fram og aftur og aftur og fram, upp að fótum hvers einasta manns, sem hér er fæddur eða hér stígur fæti á land. Og manní finnst stundum, að maður þurfi ekki annað en að grípa hendinni niður fyrir fætur sína til að taka upp ein- hvern mögulegleikann, einhverja lukku, og hirða, öldungis eins og þegar malarinn hérna á árun- um fangaði vindana og lét þá í pokann sinn. En þeir láta ekki ætíð fanga sig, þessir mögu- leikar, hérna í Ameríku. Til eru þeir samt, maður horfir á*þá og hefur von um að ná í einhvern þeirra, stritar og berst fyrir þessari von, þangað til maður nær í einhvern eða — deyr. Ég ætla nú aðeins að nefna nokkrar ritstjórnargreinar Heims kringlu frá sumrinu 1891: J. A. MacDonald (foringi íhaldsflokksins, d. 6. júní 1891), 10. júní; Pétur Pétursson (biskup, d. 15. maí 1891), 1. júlí; Skip- gengi Rauðár, 8. júlí; Áhrif verkamannahreyfingarinnar, 15. júlí; Liberalar og Vestur-Canada, 22. júlí; Bera glæpamenn fulla ábyrgð gjörða sinna? (Tekið úr „Siðferðisrannsóknir“ eftir pró- fessor Höffding), 5. ágúst; Dauðahegningin, 12. ágúst. Aðrar greinar mætti og nefna, þótt ekki séu ritstjórnargreinar, en það er hvorttveggja, að hér vinnst ekki tími til að rekja efni þeirra og erfitt getur verið, svo sem ég hef áður minnzt á, að skera úr um höfunda þeirra, því að þær eru að heita má allar nafnlausar. Af ofannefndum greinum hefur Gestur ótvírætt ritað um Pétur biskup og tvær hinar síðastnefndu, en hinar sumar vafasamar. Vesturförin hefur orðið Gesti vonbrigði á ýmsa lund. Hann ætlaði að flýja ýmsa erfiðleika, er hann átti í heima, en fór þá úr öskunni í eldinn. Viðleitni hans til að halda uppi friði með íslenzku blöðunum kom að lok- um fyrir ekki og snerist í svæsna deilu. Einar Hjörleifsson reynd- ist honum ofjarl, var kunnugri öllum málum hér og þrekmeiri bardagamaður. Bætti það og ekki úr skák, að þeir voru gamlir vinir og sársauki ófriðarins því meiri. Augljóst er, að óregla Gests hefur aukizt eftir því sem fram í sótti og hann af þeim sökum ekki ætíð notið sín við blaða- mennskuna. Hefur hann og smám saman fundið, að honum yrði hollast að hverfa frá henni, áður en um koll keyrði, og leita fyrir sér á öðrum vettvangi. Kom það einnig síðar á daginn, að brottför hans var ráðin í ágústlok, og ætluðu útgefendur Heimskringlu að styrkja för hans til hvers þess staðar, er hann kysi sér. En sú för var aldrei farin, því að um miðjan ágúst veiktist hann hastarlega af taugaveiki og lézt að fáum dög- um liðnum hinn 19. ágúst. 1 Lögbergi 26. ágúst segir, að jarðarför hans „fór fram frá ís- lenzku kirkjunni á sunnudaginn var [23. ágúst]. Kl. 3 átti at- höfnin að byrja, og var kirkjan þá orðin troðfull; hefur þar sjálfsagt verið saman komið 1000 manns. Kistan var skrýdd all- mörgum blómkrönsum. Lík- menn voru: Eggert Jóhannsson, J. W. Finney, Eyjólfur Eyjólfs- son, Jón Ólafsson, P. S. Bárdal og Einar Hjörleifsson, en Sigurður J. Jóhannesson hafði yfirumsjón með útförinni. Eftir að mönnum hafði verið gefið tækifæri til að sjá andlit hins látna í síðasta sinn, var sunginn sálmurinn: „Það er svo oft í dauðans skugga- dölum“. Svo flutti séra Jón Bjarnason sína ræðu. Þar á eftir talaði séra Friðrik J. Bergmann. Á eftir ræðunum var aftur sung- inn sálmur. Allmargir fylgdu líkinu alla leið út í kirkjugarð. Séra Jón Bjarnason kastaði þar moldinni á kistuna, og var eitt vers sungið á undan því og annað á eftir. Gestur var grafinn í Brook- side-garðinum, R-hluta hans, leiði nr. 107. Er leiðið víst og sú hugmynd að reisa þar minnis- varða orðin mjög gömul. T. d. átti að verja til þess ágóðanum af útgáfu þeirra Arnórs Árna- sonar og Sigurðar Júl. Jóhannes- sonar af verkum Gests, en hún seldist illa, og hrukku tekjurnar ekki einu sinni fyrir útgáfu- kostnaðinum. Færi vel á, að Þjóðræknisfé- lagið og e. t. v. fleiri aðilar at- huguðu, hvernig bezt yrði búið um leiði Gests Pálssonar. Það er að vísu satt, að æ grær um góðs manns leiði, en hinu megum við þó ekki gleyma, að Sjaldan bautarsteinar standa brautu nær, nema reisi niðr at nið. í Lögbergi var birtur útdráttur úr ræðum beggja prestanna. Ætla ég að lesa hér niðurlag ræðnanna. Og þá fyrst ræðulok séra Jóns: — Og svo þökk frá sjálfum mér persónulega til hans, eigi síður einlæga og hjartanlega, fyrir þann hlýja hug, sem hann bar til mín gegn- um alla okkar viðkynning. Þökk til hans látins fyrir þann ein- læga vilja, sem hann kom með hingað vestur um haf inn í hið sjúka íslenzka þjóðlíf vort hér til þess að láta gott af sér leiða. Þökk fyrir þá sannleikskrítik yfir þjóðlífinu íslenzka, sem hann hefur komið með. Þökk fyrir skáldskapinn hans með öll- um hans meistaralegu skugga- myndum. En þegar vér stöndum frammi fyrir slíkum myrkum myndum tilheyrandi voru eigin lífi, gef, ó guð almáttugur, að eilífðarljósið frelsara vors Jesú Krists sé oss þá ekki ósýnilegt. En séra Friðrik lauk ræðu sinni á þessa leið: Vantrú hans var af allt öðrum toga spunnin en sú vantrú, sem hér hefur mest gjört vart við sig. Fyrir henni hafði hann líka mjög einlæga fyrirlitning. En um kirkjuna og kristindóminn fór hann aldrei fyrirlitlegum orðum; þýðing hvorstveggja fyrir menningar- baráttu mannanna var honum fullljós. Hið trúarlega í sálarlífi mannsins var honum heilagt.' Enda mun það upprunalega hafa verið töluvert sterkt í sálarlífi hans. En það er eins og eitthvað hafi slitnað innan í honum og um leið hafi birta trúarinnar horfið úr hjarta hans. — Öll stefna anda hans var mannúðleg og mild. Að þekkja hann var að láta sér verða vel til hans þrátt fyrir allt, sem að honum var. Mér hefur aldrei orðið jafnvel til nokkurs manns fyrir jafnlitla viðkynning. Hann dvaldi í husi mínu nokkra daga. Við töluðum um margt, sem við höfðum mjög svo ólíkar skoðanir á. En þrátt fyrir það, hvað lífsskoðanir okk- ar voru sundurleitar, hefur mér aldrei verið meiri unun í að tala við nokkurn mann. Það var oft eins og hann með einni örstuttri setning opnaði langt útsýni. Það var stundum dapurt og rauna- legt. En það var einhver töfra- birta yfir því, sem hálfheillandi hélt manni föstum. Heitt og göfugt hjarta, sem oft sló óreglu- lega og villt, titraði á bak við allt, sem hann hefur sagt; maður var hálfhræddur við að koma því of nærri. Svona man ég eftir honum. Og þessa minning um hann ætla ég að geyma. í ljósi hennar vil ég lesa það, sem eftir hann liggur. Það er myrkt og raunalegt. En ég vona og bið, að kærleikssól drottins skíni mér ætíð í gegnum það. Og af því sem ég þannig les skal myndast sá friðarbogi í huga mínum, sem stafar geislum ofan á gröf hans. 1 þessu sama blaði (26. ágúst) er og erfiljóð um Gest eftir sr. Friðrik Bergmann og annað eftir Jóhann Magnús Bjarnason. Þá orti Sigurður J. Jóhannesson frá Mánaskál um Gest og birti í Lögbergi 2. september. Seinna orti Stephan G. Stephansson um Gest, og kom það í Heimskringlu 16. september, og fleiri kvæði birtust þá einnig um Gest, þó að hér verði ekki talin. Frá jarðarför Gests var einnig skýrt í Heimskringlu 26. ágúst og þar birtar tvær minningar- greinar um hann og stutt ævi- ágrip. Er önnur greinin eftir Jón Ólafsson, en hin eftir útgefendur Heimskringlu. Komast þeir m. a. svo að orði, er þeir ræða um samvinnuna við Gest: Eins og enginn verulegur skoðana-mun- ur í aðalmálum þeim, sem fyrir komu á því tímabili, átti sér stað milli vor og hans, þannig var samvinna vor ávallt þýð og vingjarnleg. Og þó að samvinna þessi hefði nú bráðum verið á enda, þótt dauðinn hefði ekki gert svo svip- leg endalok á henni, þá var skilnaður vor og hans ráðinn með vinsamlegu samkomulagi á báð- ar hliðar, og til merkis um það höfðum vér, auk þess að upp- fylla alla samninga við hann, af sjálfshvötum og í virðingarskyni við hann afráðið að gefa honum fría ferð til Norðurálfunnar til þess staðar, sem hann kaus sér. Og síðan segja þeir: Vér gerð- um hvað í voru valdi stóð til að gera honum lífið sem viðunan- legast, og eins og það var ásetn- ingur vor að gera það ekki alveg endasleppt við hann, ef hann hefði lifað, þannig er oss einnig ljúft og skylt að heiðra minning hans látins. 1 nafni vor og lesenda þessa blaðs kveðjum vér hann með heiðri og þökk! I grein sinni segir Jón Ólafsson svo m. a.: Það er ekki tilgangur þessara lína, sem ritaðar eru dag- inn eftir andlát Gests Pálssonar, að fara að rekja æviferil hans eða segja neitt æviágrip. Það verður vafalaust gert á sinni tíð, og ætti að gerast af skilningi á veru hans og kærleik til þess, sem fegurst og bezt bjó í honum, um leið og skáldrit hans í bundnu og óbundnu máli verða gefin út. . Verður því grein Jóns aðeins fáeinar hugleiðingar um skáldið og manninn Gest Pálsson eða einmitt eins og bezt átti við á þeirri stundu. Ellefu árum síðar gaf Jón, svo sem áður er getið, út verk Gests Pálssonar og samdi þá um hann sérstaka rit- gqrð, er birt var með útgáfunni. En þar fylgdi hann því miður ekki þeirri reglu, er hann hafði sett væntanlegum útgefendum í ofannefndri Heimskringlugrein, því að ritgerð Jóns um Gest er sannarlega ekki skrifuð „af skilningi á veru hans og kærleik til þess, sem fegurst og bezt bjó í honum“. Hið ýtarlegasta, sem ritað var um Gest nýlátinn, voru greinar Einars Hjörleifssonar um hann í Lögbergi 26. ágúst og 2. sept- ember. Getur Einar þess, að Gestur hafi hvað eftir annað mælzt til þess við sig, að hann skrifaði um hann, ef hann skyldi deyja, áður en langt um liði. Kvaðst Einar hafa tekið þessu í gamni fyrst, en síðar lofazt til þess, er hann fann, að Gesti van alvara. Kemur Einar víða við í grein- um sínum, rekur fyrst æviatriði hans, en víkur síðan að mann- inum sjálfum og lífsskoðunum hans. Telur Einar hjartagæzkuna þann eiginleikann, sem ríkastur hafi verið í sálarlífi hans. „Hún var það .vafalaust fremur öllu öðru, sem olli því, að þeir, sem þekktu hann bezt, báru ávallt hlýjan hug til hans og létu sér ávallt annt um hann, hvað þreyttir og leiðir, sem þeir urðu á yfirsjónum hans, er voru svo miklar, eins og mörgum er kunnugt. Og hún er dýpsta rótin að því bezta, sem eftir hann liggur og halda mun rithöfunds- nafni hans í heiðri meðal íslend- inga um ókomnar aldir.“ En hugur Gests virtist fullur af mótsögnum, og ræðir Einar í löngu máli um þær andstæður, er toguðust á í sál hans og gerðu honum torvelt að skapa sér ör- ugga trú og sannfæring. Að svo búnu snýr Einar að sög- um Gests, yrkisefnum hans og persónulýsingum, þ. e. öllu lífs- viðhorfi skáldsins. Var sú grein- argerð eflaust hin rækilegasta, sem enn hafði birzt um það efni, enda fáir kunnugri bæði mann- inum og verkum hans en Einar og honum jafnframt fundizt Gestur eiga hönk upp í bakið á sér fyrir ritdóminn góða um smá- söguna Vonir, sem áður er minnzt á. Frá sögum Gests fer Einar yfir í blaðamennsku hans og lofar hann fyrir sumt, svo sem greinar hans um bókmenntir eða svip- myndir þær, sem hann brá stundum upp úr lífinu kringum sig. En niðurstaða Einars verður þó sú, að Gesti hafi að öllu sam- anlögðu ekki látið blaðamennsk- an vel, enda vafalaust gert mikið af því starfi utan við sig. „Hann hafði í raun og veru mjög lítinn áhuga á því, sem einkum er um- talsefni blaða, pólitíkinni, sér- staklega því, sem kallað er praktísk pólitík. Hann hafði gaman af draumum sósíalista og öðrum útópíum án þess hann þó gerði sér mikið far um að gera sér grein fyrir þeim. En honum var síður en ekki' hugðnæm frelsis- og framfara-barátta þjóð- anna í því formi, sem hún eink- um hefur staðið á þessari öld, og þingræðið hélt hann vera mjög iítils vert. Og síðar segir Einar: Hugur Gests Pálssonar sem blaðamanns hneigðist þannig í fremur ó- praktíska átt, og vafalaust fann hann sjálfur til þess eins vel og nokkur annar, að hann var ekki á sinni réttu hillu sem ritstjóri. Þessu næst tekur Einar að ræða um starf Gests við Heims- kringlu, aðstöðu hans þar og sambúð við útgefendur blaðsins. Taldi Einar, að Gestur mundi hafa gert það sjálfur, ef hann hefði lifað, en nú væri hann knúinn til að gera það í hans stað. Mátti hann þó vita, hve viðkvæmt mál þetta var og erfitt fyrir hann að fjalla um það hlut- drægnislaust, svo sem afstöðu hans var háttað bæði til Heims- kringlu og Gests heitins. En Einar hélt áfram ótrauður og hætti ekki fýrr en hann hafði sagt alla söguna — frá sínu sjónarmiði. Ég hef áður birt frásögn Heimskringlumanna um sambúð þeirra við Gest, en Einar gekk svo langt að segja, að allar líkur væru „til þess, að Gestur Páls- son hefði farið lifandi úr þessum bæ, ef sambúð hans við þá, sem yfir Heimskringlu eiga að ráða, hefði verið ánægjulegri“. Af þessum ummælum og skýr- ingunum, sem þeim fylgdu, spruttu síðar hinar herfilegustu deilur milli blaðanna, er hér verða ekki raktar, því að þær eru öllum til skammar, er að þeim stóðu. Voru þær svo rammar, að Einar Hjör- ieifsson gat ekki enn eftir 36 ár, í nýrri ritgerð um Gest með út- gáfunni 1927, litið „á sakar óreiður“. í stað þess að harma hinn forna ófrið og allan þann skaða, sem hann olli, leggur. Einar nú aðeins í eina atlöguna enn við þá Heimskringlumenn. Og sé nokkuð hinum megin, má eins búast við, að málið sé enn þá á döfinni. En Einar hefur þó aldrei erft gamlar væringar við Gest sjálf- an, því að þeir höfðu sætzt, meðan þeir voru saman á vegin- um. Get ég ekki betur endað lestur minn hér i kvöld en með kvæði Einars Hjörleifssonar um Gest, er hann kallar Endur- minningar: Nú ertu þá sigldur á ókunnan sæ — þú ægilegt hafsdjúpið þráðir æ. En hér sit eg eftir hljóður. Og grátskyld viðkvæmni grípur mig. um glaumlausa nótt, er eg hugsa’ um þig sem breyskan, en hjartfólginn bróður. Og Ijúfar minningar lifna mér hjá, sem leyndust í annríkis frosti og snjá, í huganum hlýjum þær spretta. Svo margt verður þegar af minninga gnótt, sem maí-grösum um heita nótt, er döggvast vor dýrlega slétta. í bróðerni sögur við lásum og Ijóð, sem lifir á andlega heimsins þjóð, er ólíkum mœlir á málum. Þú bentir mér oft á það fé, sem þar finnst, og færðir mér gullið, er liggur innst í aldarinnar auðgustu sálum. Þú last mér sjálfur þinn sagnaauð um sjálfselska, táplitla, kúgaða þjóð á mörgu kyrrðsælu kveldi. Um huga mér fögnuður hlakkandi rann, er hitamegnið í sálunni’ eg fann af Prómeþevs eilífum eldi. ✓ í særoki stundum við sigldumst á — og sigling þráðri’ er oft örðugt að ná, því Kári’ en ei kaupmaður ræður. En við réttum svo alsáttir hvor öðrum hönd, því hjörtu’ okkar tengdu saman bönd: við vissum við vorum bræður. Við sátum þar glasaldan glóandi rann, og gleðin og fjörið í æðunum brann, og gnœgt var þá eldheitra orða, og landið var skínandi’ af Ijósi og von, og líf okkar ríkt eins og Salómon, þótt ættum við ekkert að borða. Við leiddumst um haustskóg, er lífsmagn hans þraut og lagt hafði dauðans mund á hann skraut, er enginn kann öðrum að segja. Og sálirnar skulfu, er skrúðlaufið valt: við skildum báðir, hve þrátt ■ fyrir allt er dapurlegt, sárt að deyja. Já, grátskyld viðkvæmni grípur mig um glaumlausa nótt, et eg hugsa’ um þig og ramma nornanna reiði. Og hugann minninga fyllir fans. Eg flétta’ úr þeim ofurlítinn krans og legg hann á skáldsins leiði. Þekktur enskur hljóðfæraleik- ari og tónskáld fékk dag nokkurn heimsókn óþekkts manns, sem bað hann um að líta á tónverk nokkurt eftir sig. Hinn þekkti maður grúfði sig lengi yfir nót- urnar, svo að hinn maðurinn var orðinn allvongóður, en þá leit frægi maðurinn skyndilega upp og sagði: „Hvar í ósköpunum gátuð þér fengið svona dásam- legan nótnapappír?"

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.