Lögberg - 12.03.1953, Blaðsíða 1

Lögberg - 12.03.1953, Blaðsíða 1
Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - Oil - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs 66 ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 12. MARZ, 1953 Phone 72-0471 BARNEY'S SERVICE STATION NOTRE DAME and SHERBROOK Gas - OU - Grease Tune-Ups Accessories 24-Hour Service Repairs NÚMER 11 Fréttir fré ríkisútvarpi íslands 22. FEBRÚAR Vísitala framfærslukostnaðar í Reykjavík hinn 1. febrúar s.l. var 157 stig, og kaupgajaldsvísi- tala fyrir febrúar reyndist vera 147 stig. ☆ 1 janúarmánuði s.l iferð vöru- skiptajöfnuðurinn við útlönd ó- hagstæður um 26,2 miljónir króna. Út voru fluttar vörur fyrir 46,4 miljónir króna, en inn fyrir 72,6 miljónir. 1 janúarmán- uði í fyrra varð vöruskiptajöfn- uðurinn óhagstæður um 40,5 miljónir króna. ☆ Hinn 28. janúar s.l. bárust ríkisstjórn Islands skilaboð frá brezku ríkisstjórninni um land- helgismálið. íslenzka ríkisstjórn- in hefir fyrir nokkru svarað skilaboðum þessum. 1 fréttatil- kynningu frá stjórninni um þetta segir, að ekki þyki rétt, meðan málið er á umræðustigi, að rekja efni þessara skilaboða nema með samþykki beggja ríkisstjórnanna, en svar íslenzku stjórnarinnar er í fullu samræmi við yfirlýsta stefnu hennar í málinu. ☆ Árið 1948 ákvað utanríkisráð- herra, Bjarni Benediktsson, að fá þrjá sérfróða menn, pr til- nefndir væru af utanríkisráðu- neytinu, hæstarétti og lagadeild Háskóla Islands, til að fram- kvæma fræðilega rannsókn á rétti íslands til Grænlands, svo að álit þeirra lægi fyrir áður en endanleg afstaða yrði tekin til tillagna þeirra, er fram hafa komið um slíkar réttarkröfur. Nefndina skipuðu Gizur Berg- steinsson hæstaréttardómari, Ólafur Jóhannesson prófessor og Hans G. Andersen þjóðréttar- fræðingur. — Ríkisstjórninni barst álit nefndarinnar seinni- hluta nóvembermánaðar 1952 og var það afhent þingmönnum 3. desember s.l. Ríkisstjórnin ákvað síðan að birta almenningi álitið og hefir það verið gefið út í bókarformi. Nefndin er sammála um það, að ekki sé fyrir hendi nægilegur grundvöllur fyrir réttarkröfum af hálfu íslend- inga. — Álitsgerðina sjálfa samdi Gizur Bergsteinsson hæsta réttardómari og skiptist hún í tvo meginkafla, réttarsögulegan hluta og þjóðréttarlegan hluta, og er þar að lokum rakinn all- ýtarlega dómurinn í Grænlands- máli Dana og Norðmanna, sem upp var kveðinn 1933 af milli- ríkjadómstólnum. Segir höfund- ur, að dómurinn stefni allur að því, að kveða svo rækilega á um ríkisforræði Danmerkur yfir Grænlandi að enginn, sem dóm- inn les muni ganga þess dulinn, að öðrum ríkjum muni ekki stoða að gera kröfu til Græn- lands. Ekki verði séð, að íslend- ingar hafi með tómlæti og að- gerðarleysi fyrr eða síðar spillt rétti sínum til Grænlands, og ekki verði séð að íslendingar hefðu unnið nokkurn rétt til Grænlands, þótt þeir hefðu kraf- izt þess, er þeir sömdu við Dani 1918, eða gengið inn í mál Norð- manna og Dana fyrir alþjóða- dómstólnum. ☆ Búnaðarþing var sett í Reykja- vík í fyrradag og gerði það for- maður Búnaðarfélags Islands, Þorsteinn Sigurðsson. Á fundi þingsins í gærmorgun flutti land- búnaðarráðherra Hermann Jón- asson erindi um viðhorf í land- búnaðarmálum. Þrjátíu mál hafa verið lögð fram, aðallega erindi frá búnaðarsamböndunum og mestmegnis um betra grasfræ, aukið lánsfé til ræktunar og framræslu og um kornrækt. Þá er og fjárhagsáætlun Búnaðar- félags íslands fyrir þetta ár, og breytingartillögur við lög fé- lagsins. ☆ í vikunni, sem leið voru til- kynnt nokkur framboð við al- þingiskosningarnar, sem fram eiga að fara í sumar. Ásgeir Bjarnason alþingismaður verður í framboði af hálfu Framsóknar- flokksins í Dalasýslu, Haraldur Jóhannsson hagfræðingur af hálfu Sósíalistaflokksins í Borg- arfjarðarsýslu, og af hálfu Sjálf- stæðisflokksins Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson hagfræðingur í Vestur-Isafjarðarsýslu og Ing- ólfur Flygenring í Hafnarfirði. ☆ Fjársöfnun Rauða krossins til fólks á flóðasvæðinu í Hollandi nam í fyrrakvöld 268.000 krón- um. — Almennur fjársöfnunar- dagur Rauða kross deildanna um land allt var á miðvikudaginn, öskudaginn, eins og venja er. Fjölmennust Rauða kross deild- annar er Reykjavíkur-deildin, en í henni eru á þriðja þúsund fé- lagsmenn. Meginviðfangsefnin hafa verið tvö að undanförnu: rekstur sjúkravagna fyrir Reykjavík og sumardvalir barna. Sjúkravagnarnir eru tveir og fóru á s.l. ári á fjórða þúsund ferðir vegna sjúkraflutninga. Hið nýja og stóra barnaheimili Rauða krossins í Laugarási í Biskups- tungum tók til starfa á árinu, sem leið, og þar dvöldust 112 börn í sumar. Reykjavíkur- deildin hefir nú hug á því að koma sér upp birgðum af hjúkr- unargögnum, sem hægt væri að grípa til, ef farsóttir geisuðu eða ef til hernaðar eða annarra óskapa kæmi. Auk þess þyrfti að vinna að þjálfun hjálparsveita, sem leyst gætu af hendi brýn- ustu hjúkrunarstörf, ef slys eða farsóttir bæri að höndum. ☆ Það slys varð nýlega, að 16 ára piltur, Kristján Jósteinsson frá Kleifum í Kaldbaksvík á Strönd- um hrapaði í gljúfur í Kaldbaks- dal og beið bana. Átta ára dreng- ur, Bjartmar Elisson, féll á mánudaginn í Sælingsdalslaug og drukknaði. Á þriðjudagsmorg- un tók mann út af vélbátnum Haföldunni frá Ólafsvík og drukknaði hann. Hann hét Sumarliði Guðbjartur Sumarliða son. ☆ Fyrrihluta þessa mánaðar voru gæftir yfirleitt góðar og afli báta víða góður. ☆ Gullfaxi, millilandaflugvél Flugfélags Islands, flaug á fimmtudaginn til Meistaravíkur í Austur-Grænlandi með röskar 5 lestir af ýmis konar varningi til manna þeirra, er þar hafa vetursetu við rannsóknir á blá- grýti. 1 námabænum og við flug- völlinn þar eru 45 menn í vetur. Þetta er í fyrsta skipti, sem Gull- faxi lendir á flugvellinum í Meistaravík, en þar hefir verið gerð flugbraut, sem er 1800 metrar á lengd og 50 á breidd. ☆ Bókaútgefendur hérlendis eiga nú mikið safn bóka frá síðustu árum, og hafa ákveðið að gefa Framhald á bls. 5 ÞORLÁKUR NELSON Dáinn 4. febrúar, 1953 Vinirnir hverfa ört og ýmislega, einn varst þú, sem kvaddir þetta sinn. Þorlákur kæri, þig ég lengi trega, þú varst falslaus trygðavinur minn. Skýr og fróður fyrirmyndarmaður, mætur drengur öllum reyndist þú, manndómsríkur, gestrisinn og glaður, á góðum orðstír hafðir sanna trú. í fornum sögum varstu sérfræðingur, sem kunnir bezt að meta vísdóm þann. Víðsýnn, réttsýnn, ramrnur Islendingur, ráðvandari mann ég aldrei fann. Smíðisgripi alla vildir vanda, varaðist að svíkja nokkurn mann. Verkin þinna lipru listahanda, lofstýr hlutu fyrir meistarann. Þú ert héðan frá oss horfinn — dáinn, hart og sárt er víst að taka því. Eflaust var þér heitust hjartaþráin, henni að mæta sælli bústað í. Ástarkveðju á eftir þér ég kalla, ótal þakkir fyrir samleið hér. Blessi drottinn þig um eilífð alla. Engill þinn hjá guði fagnar þér. V. J. Guttormsson Leitar landsvistar í Danmörku Pólskur flugmaður, sem auð- sjáanlega var ekki alls kostar ánægður með framtíðarhorfurn- ar í föðurlandi sínu, hypjaði sig á brott þaðan um miðja fyrri viku í nýtízku jet-flugvél rúss- neskri, lenti í Danmörku og leit- aði þar landvistar; flugvélin var af hinni svonefndu MIG-15 gerð. Dönsku hernaðaryfirvöldin settu svo strangan vörð um flugvöll- inn, vélina og flugmanninn, að jafnvel lögreglan var útilokuð; sýnt þykir að flóttamanninum verði heimiluð landvist í Dan- mörku þó eigi sé fullráðið hvað um flugvélina verði; þó má víst telja, að hún verði grandskoðuð frá tæknilegu sjónarmiði; pólsk flugvél elti flóttamanninn, en varð að hörfa til baka að svo búnu því ávalt dró sundur með þeim á fluginu. Hyggja á innrás Nú er staðhæft að Social Credit-sinnar hyggi alvarlega á pólitíska innrás í Manitobafylki við næstu fylkis- og sambands- stjórnarkosningar; aðaltrúboði Social Credit-flokksins í Alberta, Orvis A. Kennedy frá Edmonton, er nýlega kominn hingað til borgar í því augnamiði að tala kjark í skoðanabræður sína og honum til aðstoðar er nú einnig hér staddur P. W. Paynter frá Vancouver, varaformaður flokks ins í British Columbia; bera þess- ir skörungar sig allborginmann- lega og staðhæfa, að þeir muni útnefna þingmannsefni í flestum, ef ekki öllum kjördæmum fylk- isins við hvorutveggja kosningar; verið er nú þegar að undirbúa fundarhöld í hinum ýmissu kjör- dæmum. Vitja á fund forseta Þeir Eden utanríkisráðherra Breta og Butler fjármálaráð- herra hafa dvalið í Washington undanfarandi daga og átt við- ræður við Eisenhower forseta og aðra valdamenn ameríska varð- andi fjárhagsmál og vafalaust að einhverju leyti stjórnmálin líka, einkum þó með hliðsjón af breyttu viðhorfi, sem hugsan- legt er að skapast geti vegna frá- falls Stalíns. JOSEPH STALIN forsælisráðherra Rússlands látinn. Sjá bls. 4 Úr borg og bygð ÞAKKARORÐ Hjartans þakklæti eiga þessar línur að flytja öllum þeim, sem á einhvern hátt auðsýndu okkur hluttekningu og aðstoð við frá- fall okkar elskaða eiginmanns, föður og afa, Ágústs Magnús- sonar. Við þökkum sérstaklega prest- inum dr. R. Marteinssyni, sem flutti húskveðju og skilnaðar- ræðu í kirkjunni; söngstjóranum V. J. Guttormssyni og öllum þeim, sem þátt tóku í sögnum; útfararstjóranum, líkmönnunum og öllum viðstöddum vinum, er sýndu hluttekningu með nær, veru sinni. Við þökkum konun- um fyrir þeirra miklu aðstoð, sem gjörði það mögulegt að hafa veitingar að athöfninni afstað- inni. Við þökkum einnig og engu síður öllum þeim, sem veittu okkur hjálp við það að stunda hinn látna í hans langa og erfiða veikindastríði; sérstaklega lækn- inum Dr. S. Paulson fyrir hans miklu alúð og nærgætni. Sömu- leiðis Ástu Sigurðsson, systur ekkjunnar, og fjölskyldu hennar fyrir ómetanlega aðstoð og hlut- tekningu. Ekkja, synir og uppeldisdætur hins látna og fjölskyldur þeirra Synir og uppeldisdætur vilja af alhuga þakka móður sinni, Mrs. Ragnheiði Magnússon fyrir þá óumræðilegu nákvæmni og fórnfærslu, sem hún sýndi í sambandi við hina löngu og erfiðu legu okkar ástkæra föður. Alt í uppnámi í íran Að því er nýjustu fregnir frá Tehran, höfuðborginni í íran herma, liggur enn við stjórnar- byltingu í landinu. Forsætisráð- herrann Mossadegh, varð að flýja bústað sinn og leita skýlis í húsakynnum ameríska sendi- ráðsins um hríð; þingflokkur hans var klofinn og heimtuðu þeir, er í andstöðu komust, að hinn aldni leiðtogi legði niður völd, en hann var nú ekki alveg á því, að til slíkra óyndisúrræða yrði gripið; hann hafði enn her- inn á valdi sínu og skipaði svo fyrir, að hervörður yrði settur um þinghúsið meðan þing yrði kvatt saman til að jafna sakir; tókst honum að fyrirbyggja að þingið lýsti vantrausti á stjórn- inni, að minsta kosti um hríð, en þó er síður en svo, að hún sé föst í sessi; hitt sýnist miklu lík- legra, að til mikilla tíðinda kunni þá og þegar -að draga, er gerbreytt geti viðhorfinu í öllu 1 stjórnarfari landsins; hefir for- sætisráðherra nú látið setja all- marga höfuðandstæðinga sína í steininn. Jon Sigurdson Chapfer Anniversary The Jon Sigurdson Chapter, I.O.D.E. will observe its 37th anniversary by holding a Bridge party in the lower auditorium of the First Federated Church, Friday, March 20, at 8.15 p.m. Mrs. E. ísfeld is general convener. Prizes will be given for the highest score at bridge. A silver collection will be lifted at the tables. All the good friends and loyal supporters of the chapter have always made it a point to attend the anniversary party. They find it is a plesant informal way of enjoying an evening among their friends. And they are always mindful, too, that by coming they will be giving support to a good cause. So we invite you to come to yet another anniversary party of the Chapter, and a jolly evening with your frinds. íhugunarverð þingræða I fyrri viku flutti Dr. S. O. Thompson þingmaður Gimli kjördæmis ræðu í fylkisþinginu, er vakti geisimikla athygli og dagblöð borgarinnar fóru lof- samlegum orðum um, og Winni- peg Tribune gerði að umtalseíni í ritstjórnargrein; ræðan fjallaði að miklu leyti um bágborinn hag fiskimanna við Winnipegvatn, er ræðumaður kvað minna á miðaldamyrkur og fjárhagslega þrælkun; var hann harðorður í garð útgerðar- og fisksölufélag- anna, sem hann að vísu viður- kendi að lagt hefðu í ærinn kostnað, og vildi að rannsóknar- nefnd yrði sett í málið til að athuga gaumgæfilega hin lík- legustu skilyrði til úrbóta. Dr. Thompson vildi að fiski- menn ættu hliðstæðan íhlutunar rétt varðandi sölu afurða sinna við þá, sem landbúnað stunda eins og málum þeirra nú er háttað; þá mælti hann og með því, að fiskimönnum yrði séð fyrir landrými svo þeir gætu að einhverju leyti trygt framtíð sína og sinna með landbúnaði samhliða fiskiveiðunum. Hlýfrur námssfryrk Hermann Arason, bóndi í Glenboro, hlaut þetta ár Nuffield Foundation námsstyrkinn; er þessi styrkur veittur árlega tveimur ungum og efnilegum bændum í Canada, í Austur- og Vesturfylkjunum, er fá með- mæli Canadian Federation of Agriculture. í styrknum felst 6 mánaða dvöl á Bretlandi við landbúnaðarnám. Foreldrar Hermanns eru — August, sonur landnámshjón- apna Önnu og Skapta Arasonar, og Aurora, dóttir landnáms- hjónanna Vilborgar og Olgeirs Frederickson. Hermann lauk prófi í búnaðarfræði (Diploma Course) við Manitobaháskóla og rekur búskap á 320 ekrum af landi. Hann hefir tekið mikinn þátt í 4-H Clubs starfsemi og í Junior Seed Growers Clubs; hann hefir tekið þátt í sam- keppni í ræðuhöldum og hlotið verðlaun á því sviði. Hann legg- ur af stað til Bretlands í byrjun aprílmánaðar. Enn um hópferðina fril íslands í sumar Freslurinn til að lilkynna þátttöku framlengdur Flugfélagið Loftleiðir hefur tilkynnt mér nýlega, að það sé reiðubúið að framlengja ákvörð- unarfrest okkar til 10. apríl (í stað 30. marz áður). Er því enn tæpur mánuður til stefnu; en þó er nauðsynlegt, að menn hafi tilkynnt þátttöku sína til mín eigi síðar en 1. apríl. Verð- ur þá staða málsins auglýst og enn tekið á móti þátttöku- tilkynningum fáeina daga, ef herzlumun vantar. Þá hef ég fengið nokkrar frekari skýringar á tilboði Loft- leiða, og er ljóst af þeim eins og hinu upphaflega skeyti, að til- boðið er miðað við heildarleigu (20.000 dali) án tillits til farþega- fjölda að öðru leyti en því, að hann fari ekki fram úr 50. Fáist sú tala og samningur verði þar- afleiðandi gerður um förina, höfum við skuldbundið okkur til að standa skil á leigugjaldinu. En fari svo, að einhverjir verði að hætta við förina, t. d. sökum veikinda, hljótum við að gera allt sem við getum til að fylla auðu sætin. Hefur og flugfélagið Loftleiðir boðizt til að hlaupa undir bagga að einhverju leyti, ef svo tækist til, að einhverjir yrðu að hætta við förina af óvið- ráðanlegum orsökum og ókleift reyndist að útvega farþega í þeirra stað. Bréf um kostnað á íslandi er nú á leiðinni til mín, en hefur því miður ekki borizt mér í tæka tíð fyrir þetta blað. Get ég þó til bráðabirgða sagt um það at- riði bæði af eigin raun og sam- tali við fólk, er fór til Islands í fyrra sumar, að 250—300 dalir (ca 4250—5100 krónur) muni verða nægur eyðslueyrir þeim, er kosta yrði sig að öllu leyti á íslandi. En hinn, sem ætti þar einhverja að, eyddi að sjálf- sögðu mun minna. Vestur-lslendingar! Nú ríður á, að þessi för blessist, og það mun hún gera, ef allir þeir, sem frekast hafa ástæðu til, taka nú þegar á sig rögg og fylla flokkinn. Hvað má höndin ein og ein? Allir leggi saman! Finnbogi Guðmundsson 30 Cavell Apts., 449 Kennedy Street Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.