Lögberg - 19.03.1953, Blaðsíða 5

Lögberg - 19.03.1953, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 19. MARZ, 1953 5 ******************* ÁHUGAMÁL LVENN/L Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON I Forsetahjónin heimsækja Eilliheimilið Grund Forsetahjónin heimsóttu Elli- og hjúkrunarheimilið Grund í Reykjavík hinn 26. /. m. Við það tækifœri fórust forsetanum hr. Ásgeiri Ásgeirssyni orð á þessa leið: Góðir áheyrendur. Það er okkur hjónunum sönn ánægja að heimsækja þessa stofnun, bæði vegna stofnunar- innar sjálfrar og hinna mörgu vistmanna. Á síðasta ári átti Elli- og hjúkrunarheimilið „ G R U N D “ þrjátíu ára afmæli. Þá var tæki- færi til að rifja upp ánægjulega sögu um vöxt og viðgang mikils mannúðarstarfs allt frá litla húsinu við Kaplaskjólsveg með rúmlega tuttugu vistmönnum og til þessarar miklu stofnunar, þar sem nú stöndum vér, og sem rúmar hátt á fjórða hundrað vistmanna og starfsmanna. Hér hefir verið framför á öllum svið- um, bókasafn, vinnukennsla og heilsugæzla, og fleira mætti telja um stjórn stofnunarinnar. Um- gengnin utanhúss er bæjarprýði, sem allir vegfarendur njóta, blómin og garðyrkjan á sumrin og skreyting á hátíðum. Mér virðist og, að þessu stóra l^eimili hafi haldizt vel á forstöðufólki og ber það gott vitni því starfi, sem hér er haldið uppi. Ég vil ekki láta hjá líða að nefna á nafn einn þeirra, sjálfan formann heimilisstjórnarinnar, um þrjá- tíu ára skeið, eða frá upphafi vega, og heimilisprest síra Sigur- björn Á. Gíslason. Hans mun lengi minnzt í sambandi við hið góða starf fyrir gamalt fólk. Fæðisdagar aldraðs fólks eru á annað hundrað þúsund á ári í þessari prýðilega reknu sjálfs- eignarstofnun. Skuldir eru hverf andi móts við hina miklu eign, og ættu þó helzt að vera engar. Það eiga allir þökk sem hér hafa staðið að verki. Það sem mest er um vert, er að hér eru ræktar skyldur við gamalt fólk, sumt slitið af störf- um og sumt farið að heilsu. Sú skuld hefir ekki ætíð verið greidd í þessu lífi hér á landi fremur en annars staðar. Það mætti segja ófagrar sögur af því ræktarleysi frá fyrri öldum, en það skal þó ekki rifjað upp að þessu sinni. Og fram á síðustu tíma hafa kjör gamals fólks verið mjög misjöfn og stundum misk- unnarlaus. Einstæðingum er mest vorkunn og þeim, sem þurfa að þræla með þverrandi kröftum. Starfsemin hér er af kristilegum rótum runnin og vaxandi skilningi hins opinbera á skyldum við ellina. Auk þess eru það ýmsar breyt- ingar á heimilisháttum, húsnæði og heimilishjálp, sem valda því, að elli- og hjúkrunarheimili eru nú nauðsynlegri en nokkru sinni áður. Samvizka þjóðarinnar heimtar þau. Já, þjóðin hefir samvizku, hún getur verið góð eða vond eins og hjá öðrum. En ég hygg, að hún sé betur vakandi og sterkari nú á síðari tímum en áður var. Það var einu sinni lítil stúlka að rog- ast með eitthvað í fanginu, og maður, sem fram hjá gekk, sagði við hana: „Er þetta ekki allt of þung byrði fyrir þig, • telpa mín?“ „Þetta er engin byrði,“ sagði stúlkan, „það er hann bróðir minn.“ Hún er sterkari nú en áður fyrr, krafan um að gæta bróður síns. Kristin- dómurinn er að því leyti ríkari í nútíma þjóðfélagi, hvað sem líður trúnni. Þó vil ég bæta því við, að mannúðin og menningin á rætur sínar í trú, sem hærra bendir, og á það á hættu að skrælna upp, ef hún fær enga næringu þaðan. Það er einn skýrasti mæli- kvarðinn á menninguna, hvaða tillit er tekið til 'æskunnar og ellinnar og hvernig að þeim er búið. Æskan leikur sér og ellin á að fá að njóta hvíldar frá þeim störfum, sem eru orðin ofurefli. Hin erfiðari skyldustörf tilheyra miðbiki ævinnar og er það þó ekki allt lífið. Æskan og ellin eru líka æviskeið í sínum fulla rétti. Ellin hvarflar huganum aftur til sinnar eigin æsku og mætir hinni upprennandi æsku á miðri leið ! í ljóðum, þulum og endurminn- ingum. Það mildar ellina að muna sína eigin æsku. Minning- arnar eru gull, sem gamla fólkið leggur í lófa barnanna. Oft er það gott, sem gamlir kveða. Gamalt og gott, segjum við, og það á ekki sízt við um gamla fólkið, sem við kynntumst í æsku og minnumst með meira þakklæti en annara vandalausra. Og sín á milli hefir gamla fólkið margs að minnast. Meðal jafnaldra eru allir ungir. Það er komið í höfn, öldur lífsins lægð- ar, og litið í ljósi langrar lífs- reynslu yfir farinn veg. Einmana ellin e'r erfiðust, en að eldast saman í félagi er létt. „Já, mannstu þetta“ — segir hver við annan og lifa glaðir saman í endurminningunni. Það kvartar enginn um aldur- inn, sem hefir eða finnur nægi- leg hugðarefni. Með aldrinum koma tránstundirnar, sem er frjálst að fylla með sínum eigin hugðarefnum. Ég hefi stundum heyrt, að konur eldist betur en karlar, og það má vel vera. En ef svo er, þá* er það mikið vegna þess, að þær eigi meiri og fleiri hugðarefni — bæði til munns og handa. Þær kunna fleiri kvæði, segja meir frá minningum sínum og kunna fleiri handbrögð við létta vinnu og heimilisstörf. Þetta ættum vér karlmenn að leggja oss á minni og vekja hjá oss og glæða nógu snemma ýms hugðarefni og kunnáttu, sem geta tekið við, þegar atvinnunni sleppir. En þó sú fyrirhyggja hafi ekki verið höfð, hygg ég, að flestir muni á efri árum, koma niður á nokkra fjársjóði, ef þeir grafa fyrir í huga sínum. Auk þess hefir ævikvöldið sitt eigið ljós. „Tölum við um tryggð og ást, tímann löngu farna, unun sanna, er aldrei brást, eilífa von Guðsbarna“, segir Stein- grímur. Það kvartar enginn vitur maður yfir sínu æviskeiði, heldur færir sér í nyt, það sem það hefir að flytja. Ellin hefir stundum verið kölluð: æskuár hins eilífa lífs. Og engin orð þekki ég fegurri og ástúðlegri um stund viðskilnaðarins en þessi: „Nú lætur þú, herra, þjón þinn í friði fara, eins og þú hefir heitið mér, því að augu mín hafa séð hjálpræði þitt.“ —Kirkjublaðið Eroll Flynn er annað hvort mjög marglyndur maður, eða óviðunandi eiginmaður, því að mörgum sinnum hefir hann kvænzt. Nýlega kom hann til Hollywood út af skattamálum og var þá ný eiginkona í för með honum. Bob Hope, hinn óbetranlegi, tók þeim tveim höndum, óskaði þeim allra heilla og hvíslaði að brúðgumanum: „Það er langt síðan þú hefir kvænzt svon a indælli ungri stúlku!“ Yfir fjöll og fyrnindi Framhald af bls. 2 nýja heimili hjúkrunarkvenna nemenda (for Student nurses). Það er níu hæðir alls með full- komnasta útbúnaði af öllu sem við þarf. Neðar á þverstræti á móts við spítalann er ný og veg- leg bygging, sem nefnist British Columbia Institute. Alt er þetta að heita má í hvyrfingu hérna vestur á strætunum. Austan við okkur og beint á hlið við húsið eru margir skólar, barnaskólar og fleira. Þar er margt manna og glaðir og kátir menn eins og verða vill, þar sem margt manna er saman komið. Að þessu sinni sem oftar eru það börnin, sem gleðja mann með gleði sinni og leikjum. Eitt af því sem maður hefir oft haft gaman af að horfa á, eru litlu lögregluþjónarnir, — það eru drengir úr barnaskólan- um, sem kennt er að gæta um- ferðar. Þeir bera sig vel og virð- ast sinna vel starfi sínu. Þeir bera sinn einkennisbúning, hvít- ar húfur og hvítar, spaðamynd- aðar veifur. Þetta sýnist vera mjög æskilegt til að innræta börnum og unglingum vandann, sem því fylgir, fyrir mönnum, að umgangast hvorir aðra, þar sem svo margt manna er saman komið og margbreytileg um- ferðin. Það er líka ánægjulegt, að sjá tillitið, sem tekið er til þessara starfa barnanna. Þegar drengurinn með hvítu húfuna kemur í broddi fylkingar með hópinn sinn, skólasystkini sín, á fjölfarið stræti, til að fara yfir eða komast um borð í vagninn, þá stanzar öll umferð þar á með- an eins óg sjálfiir konungurinn væri á ferð. Og drengurinn gætir þess, að alt sé í lagi. Allir verða að vera í réttri röð og ganga í takt. — Og þá sýnist alt ganga vel. Af því við erum að tala um umferð, þá skal þess minst, að þó maður heyri nokkuð um slys- farir hér, þá mun óvíða meiri athygli vera veitt hinum gang- andi manni en hér er gert. Manni er sagt að gangandi maðurinn eigi réttinn hér, sá er ekur skal stanza. Þeir gera það. Þó ég fari ekki nema á næsta horn og yfir, þá hefi ég séð fyrir mig og aðra oft, að þeir sem aka eftir kross- brautinni stanza og benda hinum gangandi manni að halda áfram. Og þeir bíða á meðan hann eða hún fer yfir strætið. Vinir okkar tóku okkur út með sér til að sýna okkur borg- ina eitthvað um tveim vikum eftir að við komum. Við fórum lengi fyrst vestur á þessu stræti. Þar meðfram eru „golf“ grundir. Þar enn vestar er háskóli fylkis- ins. Það er fallegt umhorfs á öllu þessu svæði. Háskólinn er marg- ar veglegar byggingar til að sjá. í þessu ferðalagi var haldið upp á háan hól, sem nefnist “Little Mountain”. Þaðan er sérlega fallegt útsýni yfir mikinn part af borginni. Vancouver gerir, þaðan horft, bæði fagra og aðsópsmikla mynd í blæbrigðum ljóssins með fjöllin í baksýn og sjóinn í um- hverfinu. Svo er víðar úr þessari fögru borg. I janúar voru miklar rigningar, sumum geðjast miður að þeim, aðrir segja að þokuloftið hafi læknandi áhrif á augu sín séu þau sár og þreytt af áreynslu. Tólfta janúar komu hér fríðir gestir. Það voru rauðbrystingar, hópur af þeim. Hér úti fyrir er hátt tré, sem mér er sagt af eig- anda hússins, að heiti Rown Tree eða reyniviður. Á því var mikið af rauðum berjum og rauðbryst- ingarnir gerðu sér mikla máltíð af þessu. Daginn eftir heyrði ég þá syngja, en fjórtánda janúar var alt að mestu hljóðnað. Fá- einir af þeim fóru um undir trjánum og tíndu upp það, sem þeir höfðu mist niður af berjum, en það heyrðist vart hljóð af söng þeirra eftir petta né varð maður var við hér um slóðir, að þeir bygðu sér hreiðum. En það var gaman að sjá þá og heyra og ég vona, að maður sjái þá síðar meir. Við höfum komið um suður- part borgarinnar og ofan að English Bay. Á þeirri leið blasir borgin við í ýmsum myndum, yndislega falleg húsahverfi frá hlíðum og halla til borgar, eins og raðað væri spilahúsum fyrir börn að leika sér að. Fjallaþyrp- ing í baksýn. Það eru Strand- fjöllin (Coast range). Svo var töluverður spölur af sveitasýn, ónumið land og líka sveitabær á aðra hönd, en vel uppbygt borg- arhverfi á hina. Er við komum ofan að English Bay, þar er fjara ofan áð, var Ægir dálítið úfinn og meira að segja söng í brimi. Við Jóhanna fórum ofan í fjör- una, því< að ég vildi fyrir hvern mun snerta Kyrrahafið. Óðar en varði stóð ég með báða fætur í sjó og fékk líka tíma til að grípa ofan í sjóinn. — Nú var ég komin alla leið vestur að hafi. Frá þessum stöðvum getur að líta langt út á hafið, og hillir í fjarska út í eyjuna Vancouver Island. Maður er mintur á hið mikla og ægilega veldi hafsins, þó ekki sjáist meira af sjónum en það, sem augað eygir þarna. Hvítfalda öldurnar syngja við sinn sigurtón, jafnvel þó brim- sogið sé ekki meira en svo, að sá sem bleytir fætur sína, geti sem bezt komist undan hættu. — Ekki sízt ef einhver leiðir hann! Þetta sérstaka ferðalag var fyrsta marz eftir messu. Við héldum þaðan og ofan á bryggju. Þar voru mikil en þó þögul tíðindi. Verkafall var á. Raðir af hlöðnum kornvögnum í nálægð við hinar stórkostlegu kornhlöður — sementssteyptar — sem eru eins og partur af bryggjunni. Mörg skip og stór á höfninni, en alt var kyrt og hljótt, það bærðist ekki á neinu. Enginn undirbúningur undir mánudagsvinnu. Eingin hreyf- ing. Hópar af hvítum sjÓfuglum, á stærð við ritur eða svo, syntu með mikilli kyrð á grængolandi sjónum rétt fyrir neðan bryggj- una. Það var eins og á korn- vögnunum stæði skrifað eitt orð: „Mannshugurinn“. Hvílíkt þó veldi er hann. Hann stöðvaði allan þennan mikla útbúnað hér, á sjó og landi. Öll hin mikla nyt- semi, sem hann hafði bygt og framleitt, var í nokkurs konar auðn af því mannshugurinn reis öndverður við einhverju því, er við þurfti til að halda áfram. Það var eitthvað stórraunalegt við alla þessa hljóðnun þarna, þó glaða sólskin væri og fjöllin, borgin og fjarsýni til hafs blasti við. borginni, en er hraustur og ern vel, svo sem ekkert hafi ískorist á hans leið. Þá sáum við þarna Þórð Kristján Kristjánsson, sem er kunnur maður fyrir ljóð sín og greinar í blöðum okkar. Við þekktum hann, en hann þekti ^xkur ekki. Hann sýndi okkm sérlega fallegt ljóð, sem hann hafði ort í minningu um móður sína. Þá sáum við þarna Mrs. Margréti Arngrímsson, er var um langt skeið búsett hér vestur í bygðinni, ekkja Stefáns Arn- grímssonar. Vig kyntumst henni dálítið fyrst á árum í Saskat- chewan, dugleg og myndarleg kona og sérlega trygg þeim sem hún tekur því við. Hún er fóstra Thor Arngríms, þess er kom af stað hinu svonefnda “Totem“- leikhúsi. Ekki hefi ég komið þangað enn, en fólk, sem ég get reitt mig á að smekkvísi, segir þar alt með góðum smekk og gangi. Og ég er að vona, að ég geti komist þangað einhvern- tíma. Enn sá ég mann, sem ég bar góð kensl á og þó sérstaklega kannaðist maður við fólk hans, en það var Stefán Stephensen dóttursonur séra Stefáns heitins í Vatnsfirði og sonur Einars læknis Guðjohnsen og því bróð- ursonur frú Láru heitinnar Bjarnason. Stefán hefir mikið gaman af að tala um ýmislegt frá Djúpi og frá tíð afa síns, sem þótti hinn merkasti maður og séra Stefán í Vatnsfirði var um alla ísafjarðarsýslu talinn bú- höldur með ágætum, og þó hann þætti nokkuð vinnuharður, þá var hann og einnig talinn gull- áreiðanlegur maður í öllum við- skiftumi Þetta heyrði ég svo fjarska oft talað um heima. Þessi safnaðarsamkoma kven- félagsins hafði margt til síns á- gætis. Fyrst var sýnd mynd frá íslandi “The Northern Story — British Picture. — Séra Eiríkur S. Brynjólfsson kynti myndina á sinn sérstaka, ljúfmannlega og skemtilega hátt með því að segja okkur fyrst hver hefði sent sér hana, en það var prófessor Finn- bogi Guðmundsson; svo las prestur upp kafla úr sögu eftir Agnes Rothary og setti það líf í myndina. Síðan var hún sýnd. Danskur maður aðstoðaði séra Eirík Brynjólfsson eitthvað, en út úr myndinni talaði enskur maður. Hann talaði fjarska vin- samlega um fiskiveiðar og verzl- un íslendinga heima, um hve mikil nauðsyn þeim væri á við- haldi þeirra mála og atvinnu. Vitaskuld var ekki farið út í nein sérmál, það ég man, á þessu sviði né öðru, en það var vin- semdin ein, sem andaði frá myndinni, fyrir munn mannsins, sem þar um mælti. Menn óskuðu að myndin væri mikið lengri, er búið var. FRAMHALD Minningarorð Trausti Isfeld, um langt skeið búsettur í Selkirk, Man., andað- ist að heimili sínu 405 Dufferin Ave., þann 5. marz. Hann var fæddur að Hrafnshóli í Hjalta- dal í Skagafjarðarsýslu, 23. júlí 1881. Var Hrafnshóll eignarjörð foreldra hans. Faðir hans var Guðjón Jóhannsson ísfeld, en móðir hans var Sigríður Sigurð- ardóttir frá Holtsmúla í Skaga- fjarðarsýslu, kona Guðjóns. —• Síðar keyptu foreldrar hans jörð- ina Nautabú og bjuggu þar þaðan af eða þar til þau fluttu til Vestur heims með börnum sínum árið 1900. Á fyrri dvalarárum sínum hér í landi vann Trausti aðallega við bygginga - og landbúnaðarstörf. Um mörg síðari ár stundaði hann málaraiðn. Systkini Trausta eru: Tryggvi, búsettur í Skaga- fjarðarsýslu; Gísli, til heimilis i Blaine, Wash.; Ástvaldur, til heimilis í Albertafylki; Sigurður, búsettur í Winnipeg; Árni, látinn í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum; og Hólmfríður, Mrs. G. I. Goodman, Woodroyt, Man. Trausti var tvígiftur. Þrjú börn eru á lífi af fyrra hjónabandi hans. Síðari kona hans er Áróra Herdís Guðmundsson. — Þau bjuggu eitt ár í Vancouver, B.C., en 33 ár í Selkirk. Þau eiga einn son, Guðjón T. ísfeld; hann er málari að iðn og búsettur í Winnipeg. Trausti var gæddur góðum og sérstæðum gáfum. Hann var vel hagmæltur, hafði mikla ást og unun af skáldskap; vel söngvinn; fróður í mörgu, er laut að Is- landi og sögu þess, heima-alinn íslendingur að hugsun og skap- ferli, sem starfaði að þjóðræknis málum, er hann unni. — Hann bar þjáningar þær, er leiddu hann til dauða, með hugarró og öruggu trausti til Guðs. í sjúk- dómsstríðinu naut hann ágætrar umönnunar konu sinnar. Sonur hans stóð við hlið móður sinnar og styrkti hana af fremsta megni. Við útför hans var að beiðni hans lesin vísa, er hann hafði ort á síðari ævidögum: Bát minn þó að beri í strand betri stað ég fanga. Ég veit að Drottinn lífs á land leyfir mér að ganga. Útför hans fór fram frá Lang- rills útfararstofu og kirkju Sel- kirk-safnaðar, þann 12. marz. — Sóknarpresturinn og séra Valdi- mar J. Eylands fluttu kveðjumál. S. úlafsson Félagslífið Það gladdi okkur mikið fyrst eftir að við komum á meðan ó- yndið var mest í okkur, að fá bæði Lögberg og Free Press. Hvernig sem pólitíkin hefir oltið og hvað annað, þá hafa þau blöð verið í okkar samfylgd, minni að minsta kosti, síðan maður kom hingað ^1902. Að ég las þau hjá öðrum, en keypti hvorki þau né önnur blöð framan af árum mín- um hér, gerir ekkert til. Ég sá þau samt. Það næsta, sem kom á daginn vár, að séra Eiríkur S. Bryn- jólfsson var svo vænn að heim- sækja okkur. Við höfðum mikla ánægju af því. Nokkru seinna var haldin samkoma hjá safnað- ar kvenfélaginu. Við fórum þangað. Það var nærri undarlegt að koma inn í sal fullan af ís- lenzku fólki og þekkja þar vart nokkurn mann. Þó var það svo, að þegar við komiyn í dyrnar kom maður á móti Sigurði og heilsaði honum vinalega. Þeir höfðu verið saman úti á Winni- pegvatni fyrir fjörutíu og átta árum hjá Kristjáni heitnum Pálssyni og aldrei sézt síðan. Jón Sigurðsson heitir maðurinn og .vinnur enn baki brotnu hér í DEHDRN COMMERCIAL CATTLE Reduce Waste from Bruising and Carcass Damage. AVOID THE MARKETING PENALTY Plan Dehorning Campaigns — Borrow dehorners and calf gougers from your Agricultural Representative. Control Contogious Abortion (Bang's Disease) Plan vaccination campaigns in your districts. Consult a registered veterinarian and arrange for his services. A grant of $1.00 per head payable on all calves vaccinated. Treat Cottle for Warbles Now Control this serioús cattle pest by treating with Warble Fly Powder. Secure supplies of Powder from your Municipal Office of your Agricultural Representative. Improve the Quolity of Your Cattle Secure a pure bred bull under the Pure Bred Sire Purchase Assist- ance Policy. Department pays 20% of Purchase Price (Maximum grant not to exceed $80.00). Policy available to owenrs of grade herds only. ANNUAL AUCTION SALES Winler Fair Building, Brandon Bred Sow Sale Wednesday, April Ist 12:30 P.M. Bull Sale Thursday, April 2nd 10:30 A.M. Horse Sale Thursday, April 9th 1.00 P.M. All sales under auspices of Provincial Livestock Associations. For further particulars apply to Livestock Branch, Legislative Buildings., % WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.