Lögberg - 09.04.1953, Síða 3

Lögberg - 09.04.1953, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. APRÍL, 1953 3 YFIR FJÖLL OG FYRNINDI FRAMHALD í Vancouverborg Það var ýmislegt nýstárlegt á myndinni fyrir mínum augum, suðrænir ávextir, grapes og bananas sprottnir úr íslenzkri mold, í gróðurhúsi að vísu, en það virðist vera alveg sérstakt kraftaverk, að slíkt skuli vera hægt að framleiða svo norðar- lega á hnettinum; en líklega er það kostnaðarsamt. En góð hlýt- ur sú gróðurmold að vera, sem framleiðir þetta. Loftskip var önnur ný sjón fyrir mínum aug- um þarna. Það var töluvert stórt loftfar að búa sig til ferðar. Kona með börn fór um borð. Ég sá vel framan í dreng, sérlega fríðan, sennilega um fimm til sjö ára að aldri, hann horfði með ugg nokkrum niður fyrir sig, niður fyrir vélina á dýpið og umstangið, en alt vritist í lagi. Vélin hóf sig til flugs og hilti síðast undir hana yfir mikl- um jökulskalla. Ég óskaði að engin kona flýgi með börn sín yfir jökla, að gamni sínu. Þá er mikið betra að vera yfir sjónum hversu gífurlegt sem það er. Svo við komum aftur að kven- félags samkomunni hjá lúterska kvenfélaginu í Vancouver í haust. Þar var troðfullur salur af frjálsmannlegu og fínt klæddu fólki. Full borð af mat og mun- um trl sölu, sem jafnaðist á við það bezta af slíku tagi, sem boðið er fram á þannig löguðum mót- um. Og allir sýndust una sér vel, eldri og yngri á sveimi um sal- inn, að velja sér eitthvað til gamans og gagns af því, er á boðstólum var eða í samtali við kaffidrykkjuna og því um líkt. Maður kyntist þarna nokkrum til að byrja með, fleirum síðar smátt og smátt eins og gengur. Svo komu jólin. Jólamessa til- einkuð börnunum var höfð á sunnudaginn fyrir jól. Og hún var framúrskarandi indæl. — Börnunum var gert það ljóst svo Ijúft og eindregið, hver það var, sem kom á jólunum. Barnahóp- urinn hafði gott program þarna undir stjórn sunnudagaskóla- kennaranna. Það var auðfundið, að mikið verk hafði verið lagt í það að kenna og æfa. Börnin sungu jafnvel vers á íslenzku og gerðu mæta vel. Hitt fann ég glögt, að þegar þau fóru að syngja aftur á enskunni, þá var eins og skrúfað væri ljós upp í lampa, svo mikið meira var ör- yggi þeirra. Aftansöngur á ís- lenzku var fluttur á aðfanga- dagskveld, að viðstöddu fjöl- menni. Við jóladagsmessuna heyrðum við í fyrsta sinni, söng- stjörnuna íslenzku hér á Strönd- inni, ungfrú Margréti Sigmar. Henni er mikið lánað, óska ég þess af öllu hjarta, að hún kom- ist þangað heilu og höldnu, sem gáfa hennar liggur hæst til. Af því við höfum oft, þau i fjar- lægðinni, verið að spyrja um hverra manna þessi söngmær væri, eins og forvitnum íslend- ingum er gjarnt, þá ætla ég að leyfa mér að sagja frá því hér. Margrét er dóttir Sigurjóns Sig- mar og konu hans Louise Jakob- son Sigmar. Hún er því bróður- dóttir Dr. Haraldar Sigmar og dótturdóttir Dr. Jakobsonar fyrrum að Wynyard, Sask. Eftir messuna á jóladaginn, var gengið í samkomusal kirkj- unnar, var þar fallega búið jóla- tré — jólatré var einnig uppi í kirkjunni. Það var fjöldi fólks þarna og gleðibragur á fólki, að mætast og talast við. Börnunum voru afhentar gjafir af trénu, svo var marsérað í kringum tréð syngjandi með prestshjónin í broddi fylkingar. Og það var mikið sungið á báðum málunum. Hálfdán Thorláksson hafði mikla forustu um sönginn. Manni finst altaf, þegar maður mætir ein- hverjum af börnum sér Stein- gríms Þorlákssonar, að þar mæti maður vinum. Og Hálfdán er maður „glaður og gunnreyfur", hvar sem maður mætir honum, talinn drengur hinn bezti og kirkjustólpi mikill. Á meðal margra, sem maður mætti þarna, var virðulegur bænda-öldungur, Ófeigur Sig- urðsson frá Alberta, fyrrum ná- granni og vinur Stephans G. Stephanssonar. Ófeigur sækir messur rækilega, fer oft gang- andi um hálftíma ferð þar til og hirðir ekki um þó rigning sé, ef svo ber undir. „Ég held maður sé ekki verri, þó maður vökni svolítið,í‘ heyrði ég hann segja í vetur, er piltar mintust á það við hann, að hann kæmi gang- andi í regni. — íslenzkur maður fer þar, sem Ófeigur Sigurðsson fer: Hann sækir allar samkomur íslenzkar og maður sér og heyr- ir að hann tekur drjúgan þátt í því, sem íslendingar eru að gera félagslega. Þarna á jólunum i»aut maður góðrar stundar við sönginn og „selskapið“. Sunnudagaskóla- kennarar eru fjórir, alt konur. Formensku hefir þar ungfrú Elín Johnson, sérlega aðlaðandi stúlka, upphaflega frá Winnipeg. Annar kennari þar við er ensk kona gift íslenzkum manni, Mrs. Bergvinsson. Þau eru frá Mani- toba, sérlega myndarleg hjón. Mrs. Bergvinsson sagði fram fag- urt ljóð á programms samkomu, sem kvenfélagið hafði síðar í vetur og gerði það af mikilli list. Mér er sagt, að hún lesi og tali íslenzku. Konur, sem hafa á hendi for- mensku í kvenfélagsmálum safn- aðarins, eru: Mrs. Munroe, hún er bróðurdóttir Dr. Björns B. Jónssonar heitins; Mrs.- Guð- mundsson *frá Wynyard, Sask.; Mrs. Gunnarsson, líka frá Vatna- bygðum; Mrs. Isfjörð, ættuð úr Nýja-íslandi, og fleiri. Þessar konur eru allar búsettar til fleiri eða færri ára hér í Vancouver. Þær hafa mikinn áhuga fyrir kirkjumálunum og þeim störf- um, er þar að lúta. Mér yfirsást að minnast þess, að bæði við jólamessuna og á programms samkomunni, söng enskumælandi maður, Gordon að nafni. Hann hefir mikla og fall- ega rödd, og söng með afbrigð- um vel. Organisti safnaðarins, Stefán Sölvason, spilaði undir fyrir hann í bæði skiptin. Fleira fólk kom fram á umræddri sam- komu, þar á meðal ungstúlka, !sem gerði líkamsæfingar af mik- illi list. Formaður safnaðarins heitir Sigfús Gillies, ættaður frá Morden, Manitoba, ritari safnað- arins er Gunnþór Hinriksson frá Selkirk, Bjarni Kolbeins o. fr. Góður söngflokkur er að komast upp undir stjórn Stefáns Sölva- sonar. Svo er bæði unglinga- félag og fermingarflokkur, sem hafa fundi og yfirheyrslur reglu- lega. Séra Eiríkur S. Brynjólfsson KAUPENDUR LÖGBERGS Á ÍSLANDI Gerið svo vel að senda mér sem fyrst greiðslu fyrir yfirstandandi árgang Lögbergs, kr. 75.00. Dragið ekki að greiða andvirðið. Það léttir innheimtuna. Æskilegt að gjaldið sé sent í póstávísun. Þeir sem eiga ógreidda eldri árganga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til mín. BJÖRN GUÐMUNDSSON FREYJUGATA 34. REYKJAVIK I____________________________ er djúpur og einlægur trúmaður og flytur kenningu sína á ein- dregnum játningagrundvelli lút- ersku kirkjunnar. Kirkjusóknin er góð, venjulegast ágæt. Prests- frúin Guðrún Guðmundsdóttir Brynjólfsson, er mesta prýðis- kona og börn þeirra hjóna, þrjú, eru' bæði falleg og efnileg og bera það með sér, að þau eru vel með farin. Þar sem kristindómurinn er stærsta velferðarmál mannanna og hér er að ræða um heppileg- an áhugamann, þá vildi maður óska þess, að íslendingar á Kyrra hafsströndinni tækju sem flestir höndum saman um séra Eirík S. Brynjólfs^on. Manni sýnist það lán, að þeim sendist hann þegar um svo fáa unga eða miðaldra menn er að ræða vor á meðal til prestslegrar þjónustu. Á hverju sem gengur, er farið til prests- ins með mestu sorgir og gleði á lífsleiðinni. Meðal margs annars minnist ég þess, að í hitteð fyrra, er mikið lá við, talaði ég við Dr. Harald Sigmar alla leið frá okk- ur í Leslie, — að heiman — og hingað vestur, samkvæmt sam- þykt heima fyrir, og beiddi hann um embættislega hjálp. Dr. Har- aldur varð við beiðninni og af- greiddi með heiðri og sóma það, sem um var beðið, var þó síður en svo við góða heilsu. Stundum hefi ég verið spurð að því heima fyrir, hvort íslenzkur lúterskur prestur væri hér á Ströndinni, af fólki, sem endilega vildi fá slíkra manna þjónustu. Þetta er alt saman ágætt, en sannleikur- inn er sá, að prestar og þeirra fjölskyldur þurfa sömu lífsnauð- synja við og aðrir og kostnaður á viðhaldi safnaðar í það heila, verður altaf töluverður, jafnvel mikill, ekki sízt nú á tímum, þó vel sé á öllu haldið. ☆ Auk tilgreindra samkvæma, komum við á tvær aðrar sam- komur í vetur. Fyrst hjá Kven- félaginu „Sólskin", sem er gam- alt félag hér á Ströndinni. Það starfar fyrjr sjóð Elliheimilisins „Höfn“ og aðrar slíkar góð- gerðir. Samkoman var haldin í „Sweedish Hall“ og var sæmilega vel sótt. Það hús er vel til fallið fyrir samkvæmi, stórt dansgólf, ágætis eldhús og áfast þar við framreiðsluborð og salur til mötuneytis. Þarna var Tombóla, veitingar og dans með góðum hljóðfæraslætti. Maður mæt$i svo mörgu fólki, gamal kunnug- um og nýrri viðtals vinum, að það yrði of langt mál að telja það upp hér. Manni var ánægja í að tala við alt það fólk, sem maður mætti. Auk þess, sem tal- ið er, var rafflað góðum mun- um og alt gekk út og á miðunum stóð, að alt væri fyrir Elliheim- ilið „Höfn“ og er það prýðilega gert. ☆ Hin samkoman í Sweedish Hall var þjóðræknissamkoma. „Ströndin“ sendi út sínar aug- lýsingar á henni stuttu eftir að séra Eiríkur kom til baka frá Winnipeg. Samkomunni stýrði Mr. Kolbeins. Þar kom fram ágætur söngmaður, Elías Breið- fjörð. Hefir maður séð nafn hans í frásögnum um skemtanir sem þessa héðan að vestan. Þá var ungur maður, nýkominn frá ís- landi, Grettir að nafni, sem lék á harmoniku af mikilli list. Aðalmáttarviður þessarar sam komu var þó mál séra Eiríks S. Brynjólfssonar, frásögn hans af þjóðræknisþinginu og ferðalag- inu öllu. Það var auðheyrt að prestur hafði haft hina mestu ánægju af ferðalaginu og sér- staklega af samfundunum við þjóðræknismenn, einn og alla, þar innra. Hann var oft búinn að dvelja við það í prívat erind- um og flutti mikið mál um það þarna, hve miklir ræðusnilling- ar hefðu komið þarna fram: séra Haraldur S. Sigmar, Valdimar Björnsson, herra dómarinn »W. Líndal, Dr. Beck. — Já, það getur svo sem vel verið, að ég hafi týnt einhverjum þeirra, en séra Eiríkur S. Brynjólfsson var verulega hrifinn af þeim öllum. Prestur minti okkur á söguna af Melkorku, sem hann tók frá sjón- armiðum sögunnar og fegurðar- innar. Séra Sigurður S. Christo- phersson tók söguna fyrir, fyrir nokkru síðan frá sjónarmiði til- finninganna og manndómsins, þó mér þætti hann óþarflega ó- notalegur í garð Jórunnar. — Séra Eiríkur sagði að Jórunn hefði verið „skckungur mikill“; er ég ánægð með þá lýsingu. Fegurð og þróttur líka, er falinn í því, að Melkorka skyldi geta geymt mál sitt þar til drengur- inn hennar þurfti þess með, en ekki gera föntum þeim, er hröktu hana og misbuðu henni það til eftirlætis að tala við þá. Þó skal það viðurkent, að hún hefði getað fyrirhitt verri mann en Höskuld Dalakollsson. Á hinn bóginn er ég samþykk S. S. C. í því, að það er undravert, að ekkert skáldið hefir tekið fyrir sögu Melkorku sem yrkisefni. Stafar það líklega af því, að ísland hefir ekki eignast skáldkonu nægilega sterka og djúpa, sem og staðfasta, til að gera sögu eða leikrit úr henfiar æfi. Um ferðasögu séra Eiríks S. Brynjólfssonar er það frekar að segja, að honum er það í vöggu- gjöf gefið, að geta meðhöndlað hreina gleði ekki síður en djúpa alvöru. Og honum tókst vel með það þarna; auk þess, sem hann sagði ýtarlega frá þeim gæðing- um mælskunnar, er þarna voru samankomnir, þá sagði hann frá ýmsu sem í sjálfu sér eru smá munir, en sem honum brást ekki að láta menn hafa skemtun af. Að síðustu minti ræðumaður okkur á þann sannleika, að með því að halda sem lengst í það, sem bezt er í íslenzku þjóðerni, þá væru menn að sá þeim fræj- um, er til gæfu myndu gróa í canadisku þjóðlífi. Að lokum var sungið þarna Eldgamla ísafold og God save the Queen. FRAMHALD Business and Professional Cards Morgundýrð Fagur rís af djúpi dagur, dýrðargeislum heimur skín. Þú, sem vaknar sæll af svefni, sjá, hér birtist veröld þín. Vonum þínum vigð og starfi, vaxtarmátt þér lífið kýs. Brosir við þér blessuð sólirí, björt og fögur morgundís. Morgunhlýr og mildur blærinn mjúkt um vanga strýkur þinn. Gegnum hugann geislafingur greiða veg í himininn. Loftið hreint sem lindin tæra lífsins örfar strengjaspil. Þar sem allt í árdagsljóma elskar það að vera til. Ástargeislum guðleg sólin gyllir lo-ftsins bláa sal. Allt er samræmt einum vilja, allt sem honum lúta skal. Undradjúp, sem auga mætir, opnar himin þinni sál. Mátt sinn drekkur mannsins hjarta, morgundýrð af lífsins sál. Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC % St. Mary's and Vaughan, Winnlpeg PHONE 92-6441 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Winnipeg PHONE 92-4624 J. J. Swanson & Co. Phone 74-7855 ESTIMATES FREE LIMITED 308 AVKNUE BLDG. WINNIPEG J. M. INGIMUNDSON Fasteignasalar. Leigja hús. Út- Ashphalt Roofs and Insulated vega peningalán og eldsábyrgð, Siding — Repairs bifreiöaábyrgC ,o. s. frv. Country Orders Attended To Phone 92-7538 632 Simcoe St. Winnlpeg, Man. GIMLI FUNERAL HOME SARGENT TAXI Sími 59 Sérfrœðinoar i öTlu, sem aö PHONE 20-4845 útförum lýtur FOR QUICK, RELIABLE SERVICE BRUCE LAXDAL forstjóri Licensed Embalmer DR. E. JOHNSON Dr. A. V. JOHNSON 304 Eveline Street DENTIST SELKIRK, MAN. 506 SOMERSET feUILDING Phones: Offlce 26 — Res. 230 Telophone 92-7932 Ofíice Hours: 2:30 - 6:00 p.m. Home Telephone 42-3216 Thorvaldson Eggertson Dr. ROBERT BLACK Bastin & Stringer Sérfrœðingur 1 augna, eyrna, nef og hálssjúkdómum. Barristers and Solicitors 401 MEDICAL ARTS BLDG. 209 BANK OF NOVA SCOTLA BG. Graham and Kennedy St. Portage og Garry St. Skrifstofuslmi 92-3851 PHONE 92-8291 Heimaslmi 40-3794 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. Creators of Distinctive Printing J. H. PAGE, Managing Director Columbia Press Ltd. Wholesale Dlstributors of Fresh and Frozen Flsh 695 Sargent Ave., Winnipeg 311 CHAMBERS STREET PHONE 74-3411 Offlce: 74-7451 Res.: 72-3917 Offlce Phone 92-4762 Res. Phone 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson 528 MEDICAL ARTS BUILDING Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. Gundry Pymore Ltd. British Quality Fish Nettlng 98 VICTORIA 8T. WINNIPKG PHONE 92-8211 Manager T. R. THORVALDSON Yonr patronage wlll be appreelated A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook St. Selur llkklstur og annast um út- farlr. Allur útbúnaCur s& beitl. StofnaC 1894 Slmi 74-7474 Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposlte Matemlty Pavllion General Hospltal Nell's Flower Shop Wedding Bouqueta, Cut Flowera. Funeral Deslgns, Corsages, Beddlng Plants Nell Johnson Res. Phone 74-6753 PHONB 92-7025 H. J. H. Palmason, C.A. Chartercd Acconntant 505 Confederatlon Llfe Buildlng WINNIPEG MANITOBA jfoknny, JZyan li K / 1070 DOWNINO ST. PMONI 71 >11« 1 WINNIPEG'S riRST "MAILORPHONE" ORDER HOUSE Watch for Opening New Showrooms Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicitors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjansson 500 Canadlan Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 92-3561 Kaupið Lögberg SELKIRK NETAL PRODUCTS Reykh&far, öruggasta eldsvörn, og ftvalt herelnir. Hitaelningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viC, heldur hlta frá aC rjflka flt meC reykum.—SkrtfiC. stmlC til KELLY 8VEINSSON 625 Wall Street Wtanipeg Just North of Portage Ave. Slmar: 3-3744 — 3-4431 BULLMORE FUNERAL HOME Dauphin, Maniloba Eigandi ARNI EGGERTSON, Jr. Kjartan Ólafsson J. WTLFRTD SWANSON & CO. Insurance ta sU its branches. Keal Estate - Mortgages - Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 443 480 LET US SERVE YOU * VAN'S ELECTRIC LTD. 636 Sargent Ave. Authorised Home Appliance Dealert General Electric McClary E3ectrtc Moffat Admiral Phone 3-4890 Minnist CETEL í erfðaskrám yðar. G. 7. Jonasson, Pres. & Man. Dtr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Bimi 92-5227

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.