Lögberg - 09.04.1953, Síða 5

Lögberg - 09.04.1953, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 9. APRIL, 1953 5 WVWWVVVVWVVVWVW ÁHIG4HÁL rVENNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON GÓÐ BÓKAGJÖF Nýlega hefur íslenzkudeild Manitobaháskóla borizt góð bókagjöf sunnan úr Bandaríkj- um. Er gefandinn frú Caroline Foulke Urie í Cleveland, Ohio. Sendi frú Caroline bækurnar fyrst til frú Guðrúnar Skapta- son, 378 Maryland Street hér í bæ, en hún kom þeim síðan á framfæri. Eru þær Caroline og Guðrún gamlar vinkonur. Frú Caroline er systurdóttir Arthurs M. Reeves (1856—1891), en hann ritaði á sínum tíma merkilega ritgerð um Vínlands- ferðir Islendinga og lét þá jafn- framt ljósprenta allar hinar helztu frumheimildir um þær. Hét verk hans The Finding of Wineland the Good. The History of the Icelandic Discovery of America, London 1890. Er þar þetta mál allt tekið föstum tök- um og um það fjallað af raunsæi og skarpskyggni, ímyndunarafl- inu ekki gefinn laus taumur eins og hjá svo mörgum, er um þetta höfðu ritað á undan Reeves. Var Reeves mikill styrkur að því, að hann hafði verið á ís- landi árið 1879 með Willard Fiske og numið þá íslenzku all- vel. ÍÞýddi hann síðar Pilt og stúlku, og kom þýðingin, Lad and Lass, út í London 1890. Enginn veit nú, hve miklu Arthur Reeves mundi hafa af- kastað í þágu íslenzkra fræða, ef honum hefði orðið lengri líf- daga auðið, en það hörmulega slys varð 25. febrúar 1891, að járnbrautarlest, sem hann var á ferð með vestur í Bandaríkjun- um, hljóp af teinunum, og fórst Reeves þar á samri stundu. 1 Kaupmannahöfn hafði Reeves kynnzt Valtý Guðmunds- syni og Valtýr verið Reeves innan handar við handritarann- sóknir hans, jafnframt því sem hann vann síðar að þýðingum með honum bæði á Pilti og stúlku og Laxdælu, og var hinni seinni ekki lokið, þegar Reeves dó. Skrifaði Valtýr síðar um rannsóknir Reeves og rit hans um Vínlandsferðir, í XIII. ár- gang Tímarits bókmenntafélags- ins 1892, en síðar ritaði Richard Beck allýtarlega um Reeves, í Almanak Ólafs Thorgeirssonar 1935, og enn fleira hefur verið ritað um hann á íslenzku. Vinátta Valtýs og Reeves leiddi til sambands við ættmenn hans vestra, þegar þeir Valtýr og Þorsteinn Erlingsson voru árið 1896 boðnir vestur til forn- leifarannsókna í Massachusetts í Bandaríkjunum. Heimsótti Val- týr þá systur Reeves, frú Mary Foulke, í Richmond í Indiana. Var þá ráðið, að Guðrún systir Valtýs færi þangað og kenndi Caroline, elztu dóttur frú Mary, íslenzku. Dvaldist Guðrún þar í 6 mánuði 1896—97. Síðar á árinu 1897 voru þær Caroline og Guð- rún saman á Islandi og seinna um hríð í Kaupmannahöfn. Með íslenzkunáminu og dvöl- inni á íslandi komst Caroline í kynni við íslenzkar bókmenntir og mat þær mjög mikils upp frá því. En auk íslenzkunnar lagði hún stund á fjölmörg önnur tungumál og gerðist brátt bæði víðlesin og gagnmenntuð. Við ljóðagerð hefur hún nokkuð fengizt og við ritstörf, og er bókin Pilgrimage of Protest að nokkru orðin til úr bernsku- minningum hennar. Frú Caroline er nú um áttrætt °g býr hjá dóttur sinni í Cleve- land. 1 bókgjöf hennar eru um 30 verk, alls tæp 50 bindi, og lang- flest þeirra í forkunnarfögru bandi. Skulu hér fáein nefnd sem dæmi: Snorri Sturluson: Heimskringla, I—IV, Kaup- mannahöfn 1893—1901, útg. Finnur Jónsson. Codex Regius Frú Caroline Foulke Urie af den ældre Edda (ljósprentuð útgáfa Eddukvæða), útg. Finnur Jónsson og L. Wimmer, Kaup- mannahöfn 1891. — Graduale. Ein Almennileg Messusaungs Bok, Hólum 1765. — Saxo Grammaticus: Den danske Krönike, þýdd af Anders Sören- sen Vedel, Kaupmannahöfn 1851. — Danmarks Gamle Folkeviser, I—V, Kaupmannahöfn 1853— 1889, útg. Svend Grundtvig o. fl. — Illustrations of Northern Antiquities, Edinburgh 1814. — M. Mallet: Northern Antiquities, London 1847. — Viktor Rydberg: Teutonic Mythology, London 1889. — Paul B. Du Chaillu: The Viking Age, I—II, London 1889. — Anglosaxon Classics. Nor- ræna. Embracing the History and Romance of Northern Europe, útg. Rasmus B. Anderson, I— XIV, 1907. Eru þetta mestallt verk, sem voru ekki til fyrir í íslenzka bókasafninu við háskólann og því góður fengur að þeim. Vant- ar þar nú langtilfinnanlegast rit á enska tungu um íslenzk fræði, bæði þýðingar hvers konar og skýringarrit. Er þessi gjöf af þeim sökum og ekki sízt vegna hins góða gefanda, sérstaklega kærkomin. Verður seint ofmet- inn sá styrkur, sem unnendur ís- lenzkra fræða erlendis hafa veitt íslendingum bæði fyrr og síðar. F. G. HUGSAÐ TIL BARNANNA Oftast eru það börnin, sem ekki eru farin að lesa, er biðja fullorðna fólkið um að segja sér sögur. Ég fyrir mitt leyti held, að ég muni harma það einna mest seinna meir, þegar ég færð- ist undan að verða við bón þeirra vegna þreytu eða annríkis Ég held, að það séu margir for- eldrar, sem fara á mis við þá ánægju, þegar lítið barn hjúfrar sig í fangi þeirra, lítur upp með stórum eftirvæntingarfullum augum og spyr: „Hvað svo?“ Kvöldsögurnar hjá okkur eru kallaðar Grétu-sögur, vegna þess að fyrsta sagan, sem við bjugg- um til, var um litla stúlku sem hét Gréta. Þær byrja flestar á því að Gréta liggur í rúminu sínu og getur ekki sofið. Svo lendir hún í alls konar ævintýrum. Hafið þið t. d. nokkurn tíma heyrt um litlu stúlkuna, sem var í „hitapokalandinu" og kom syndandi til að tala við hitapoka- kónginn. En þegar hún var boð- in .að borða hjá karlinum í tungl- inu og allt á borðinu var gult á litinn, meira að segja tómatarnir líka. Einu sinni var hún líka í dós, sem var hálf-full af bóni og renndi sér í bóninu eins og á rennibraut. Við þá lesendur, sem hrista höfuðið og segja: „Hvaða vit- leysa er þetta,“ segi ég: „Ég kenni í brjósti um ykkur, því þið hafið ekki gefið ykkur tæki- færi til að nota hugmyndaflug- ið.“ Og við hina segi ég: „Reynið þetta sjálf.“ —Kvennasíða Mbl. FjárhagsörðugSeikar og ofdrykkja valda mestum örðugleikum í hjónaböndum 9celattdic- Gattadiait Glub Meetá- The Icelandic Canadian Club meeting of March 30th, was memorable for the many new members present. Sixty-three have joined the Club since the new year. The chairman and President of the Club, Judge W. J. Lindal, spoke at some length on co- operation between the Icelandic National League, the Icelandic Canadian Club, and the Leif Eriksson Club. He compared the relationship of these three or- ganizations to the association of the sovereign nations of the Commonwealth. Edvald Olson, Superintendent of the Indian Agencies for Manitoba, who was the first President of the Icelandic Club, was the guest speaker. He sketched the origin of the Club. A group of younger members of the National League faced, in 1933 with the question of their coi?tinued association with the League, decided that this could best be done in a junior or- ganization using the English language in their proceedings. This led to the Young Ice- landers organization, subse- quently named the Icelandic Canadian Club. Meetings were at first held in private homes. Wilhelm Kristjanson wel- comed the new members. He, expressed gratification at the large number joining and spoke briefly on the aims and ideals of the Club, stressing its impor- tant role in the transmission of the ancestral heritage from an Icelandic to an English speaking generation. Dr. Larus Sigurdson, first vice-president of the Icelandic Canadian Club read the roll of new members. Reverend V. J. Eylands brought greetings from, the National League, Mr. J. Fyrir tveimur árum síðan var komið á fót í Stokk- hólmi skrifstofu, sem veitir leiðbeiningar og aðstoð í fjölskylduvandamálum. Er hér um opinbera skrifstofu að ræða, en rekstur hennar er' greiddur af almannafé. Starfsemi skrifstofunnar er fólgin í*því, að sporna við hjónaskilnuðum, áður en það er um seinan. Skrifstofa þessi á samstöðu með öðrum opinberum stofnun- um, sem láta sig varða hag al- mennings, nema hlutverk henn- ar er að reyna að varna slysum, þar sem almenningsstofnanir hafa vanalegast því hlutverki að gegna, að rétta hlut einstaklinga eftir að í óefni er komið. Einstæð stofnun Enn sem komið er, er þessi skrifstofa sú eina sinnar tegund- ar, sem nú starfar. Og á þeim tveimur árum, sem hún hefir verið starfrækt, hafa um sjö fjölskyldur leitað til hennar. í flestum tilfellum hefir verið leitað til hennar í sambandi við erjur milli hjóna, sem hafa oftast nær stafað af lélegri fyrirsjá mannsins fyrir heimilinu, of- drykkju, þreytu og ótrúmensku. Asgeirsson from Frón, and Dr. Géstur Kristjanson from the Leif Eriksson Club. Musical items on the program consisted of a group of vocal solos by Miss Evelyn Thorvald- son, accompanied by Miss Sigrid Bardal, and a group of violin solos by Palmi Palmason, ac- companied by Charles Johnson. Following the program, re- freshments were served and a social hour was enjoyed by all. —H.F.D. Sálfraeðingar og lögfræðingar Starfslið skrifstofunnar er mestmegnis sálfræðingar og lög- fræðingar, sem hver á sína vísu aflar sér sérþekkingar á vissum málum, sem borin eru fram við stofnunina. Hver sá, sem leitar til stofnunarinnar ræðir við þessa menn um vandamál sín, eftir þv) hvers eðlis þau eru. í tveimur þriðju tilfellanna leita báðir aðilar til skrifstofunnar, en til hennar hafa leitað yfir þúsund manns og rætt þar um hjónabandsyandamál sín. Fjárhagur og ofdrykkja Það hefir komið í ljós við rekstur þessarar skrifstofu, að aðalorsökin til vandræða í hjóna böndum er fjárhagsástæður heimilisins_ og er það reiknað til eins þriðja hlutar. Einn fimmti hjónabandsvandræða stafa af ofdrykkju: Þegar um er að ræða misnotkun áfengis, hafa ráðgjaf- Fulltrúaráð Sjómannadags- ins í Reykjavík og Hafnar- • firði hélt aðalfund sinn s.l. laugardag. Eignir Sjómanna- dagsráðs og byggingarsjóður Dvalarheimilis aldraðra sjó- manna nema nú samtals kr. 3.274.292,14. — Eignaaukning byggingarsjóðsins á árinu nam kr. 465.456,27. Voru þar af frá Sjómannadeginum rúmlega 117,3 þús. kr. Hitt eru aðallega gjafir, sem byggingarsjóðnum hafa bor- izt á árinu, en þær hafa bæði verið margar og miklar. Eins og kunnugt er þá var byrjað að grafa fyrir grunni dvalarheimilisins í haust og er nú fyrir nokkru lokið að grafa og sprengja fyrir grunninum. Útlagður byggingarkostnaður var um áramót kr. 168.526.78. Beðið er eftir ákvörðun Fjár- hagsráðs um leyfi til bygginga- framkvæmda á árinu, en þegar það er fengið mun byggingin verða boðin út, og er nú langl komið að ganga frá útboðinu. en Ágúst Steingrímsson, bygginga- fræðingur, hefir gert allar teikn- ingar og mun annast útboðið ásamt bygginganefndinni og ýmsum sérfræðingum. Mikill á- hugi er að koma byggingunni upp sem fyrst. Fulltrúaráði sjó- mannadagsins hafa þegar borizt umsóknir frá væntanlegum vist- mönnum. ar stofnunarinnar komist að þeirri niðurstöðu, að venjuleg- ast sé það ekki misklíðin í hjóna- bandinu, sem eigi orsökina. Skýrslur sýna, að orsökina til ofdrykkjunnar er að finna, áður en aðilinn gekk í hjónaband. Það hefir komið í ljós, að eigin- konur ofdrykkjumanna eru all- ar sömu manngerðar. Ofdrykkju maðurinn velur sér helzt þá konu, sem er traust og áreiðan- leg, samvizkusöm og skyldu- rækin. Konu, sem er ennfremur mjög vanaföst hvað alla lifnað- arháttu snertir. Byrja nýtl líf Mikið hefir borið á því, að fólk hefir forðazt í lengstu lög, að leita til stofnunarinnar með vandamál sín. Og í fyrstu var það mjög- fátítt að karlmenn leituðu til hennar. Nú- hefir starfsemin aukizt mjög og þeir sem einu sinni hafa leitað að- stoðar skrifstofunnar, eru henni mjög þakklátir og hafa margir þeirra byrjað nýtt líf. Á fundinum bættist við eitt félag í Sjómannadagsráðið, báta- félagið „Björg“ í Reykjavík. Stjórn Fulltrúaráðs sjómanna- dagsins var öll endurkosin og sömuleiðis byggingarnefnd Dval arheimilis aldraðra sjómanna. Framkvæmdastjóri Fulltrúa- ráðsins og byggingarnefndarinn- ar er Björn ólafs, skipstjóri, Mýrarhúsum og hefir hann verið það síðan 1. okt. s.l. Formaður Sjómannadagsráðs er Henry Hálfdánsson. Á fundinum voru kosnar nefndir til undirbúnings næsta sjómannadegi. —Mbl., 4. marz Það var einu sinni maður, sem hafði tæmda síld í keri í garði sínum. Hann hleypti smám sam- an vatninu úr kerinu, og að lok- um var svo komið fyrir síldinni, að hún lifði án alls vatns. — Þá fylgdi hún eiganda sínum eftir, hvar sem hann fór. Dag nokkurn fóru þau út að ganga, og þurftu að fara yfir brú. Þá var síldin svo óheppin að hún datt út af brúnni og niður í ána — og drukknaði! ☆ Kvenþjóðin notar mikið vara- lit, eins og kunnugt er. Hafa sumir reiknað út, að væri saman- lagðar allar þær stengur af vara- lit, sem ein kona notar á 5 árum, myndi stöngin vera jafnhá og konan sjálf. i ]j/r Okkar a SMilh Sagt ^ Látið ekki undir höfuð leggjast að fagna vori — \ takið hvíld þó ekki sé nema augnablik, njótið A sólarylsins og látið hlýjan andvaran leika yður / um kinnar. Er það nokkurt undrunarefni þó vér / fögnum aðkomu þessarar dásamlegu árstíðar? Vorið er táknræn ímynd endurfæðingar og hinnar eilífu þróunar. Frelsun landsins úr hel- greipum vetrar hefir djúp áhrif á alla — og vonin leysir oss úr viðjum þjakandi örvæntingar, ® þess vegna er það, að í önnum hreingerninga styðjumst vér við sópinn og lítum langt fram í tímann og njótum friðandi sælukendar vegna vorsins og vegna þess að vér erum á lífi. ------#------ —TÍMINN, 4. marz 3,2 milj. króna s byggingarsjóði Dvalar- heimilis aldraðra sjómanna Það er gott að búa í Canada og finna til þess öryggis, sem ábyrg lýðræðisstjórn veitir þegnum sínum. Á sérstæðan og persónulégan hátt njótum vér eins hins fullkomnasta bankakerfis, sem til er í víðri veröld. Fræðsla vor frá barnæsku um gildi sparseminnar, veitir oss fullnægju í því að vita að sparifé vort er ávalt tryggt. Banki vor er IMPERIAL BANK OF CANADA og vér mælum sterklega með honum. Liprir og vingjarnlegir bankaþjónar skýra fyrir yður hvernig opna skuli sparisjóðsreikning og margt annað sem Imperial bankinn hefir að bjóða. Til dæmis getið þér í Imperial bankanum ávalt haft peninga og vegabréf trygg, sent peninga ávísanir hvert sem er, haft hlaupareikning til greiðslu reikninga og þar getið þér jafnvel keypt ríkisskuldabréf. ------☆------ Sláandi dæmi upp á nytsemi sparnaðarins blasir við á heimilum okkar um þessar mundir, og þetta er hin nýja og undurfagra Gurney gaseldavél, og hjá því fer ekki að húsmæður finni til metnaðar yfir slíkum dýrgrip. Og hvílík uppörfun við malreiðsl- una. Yður getur ekki mistekist með Gurney vegna þess að sjálf- virk áhöld tempra og viðhalda jöfnum hita í ofninum frá einu horni til annars. Og vélin er þannig gerð, að aukið rými fæst í eldhúsinu. Að ofan er starfsvæði, er kemur sér vel, og að neðan 1 viðbót við hitunarofninn, er bökunar og glóðarofn, áhaldageymsla. Og þá þykir fjölskyldunni ekki síður vænt um hurðargluggann, er ávalt sýnir hvernig matreiðslunni líður. Vér segjum öllum frá hve Gurney-vélin hefir endurgætt matarlystina og auðveldað matreiðsluna. ------☆------' Jafnvel þegar vorið gengur í garð, verður kvef því tíðum samfara. Einkunnarorð vor eru: „Ef þér getið ekki fyrirbygt kvef, reynið samt að láta yður líða eins vel og framast má verða“. Er fyrstu einkenna verður vart í fjölskyldunni, þá er hlutaðeiganda fenginn kassi af Face Elle silkipappírs vasaklútum, stórt glas af ávaxta- blöndu, og síðan er honum sagt að hátta. Alt þetta er harla mikilvægt. Hvíld og gnótt drykkj- ar hreinsar líkamskerfið um leið og Face Elle vasaklútar veita mikil þægindi. Mýkindi og haldgæði Face Elle vasaklúta útiloka nefsárindi. Og vegna þess að henda má jafnóðum vasaklútum þessum, þarf enginn að óttast, að sýklar berist í fjölskyldunni frá manni til manns. Vér gerum okkur að reglu, að vera aldrei án birgða af Face Elle í 3ja raða gulum kassa og 2ja raða grænum kassa. Ó, vor, Ó, vorfögnuður. Gleðjumst allir sem einn! Sendið engin meðöl til Evrópu þangaS til þér hafið fengiS vora nýju verSskrá. skrlfift efíir lilnnl nyju 1953 vcrðskrá, sem nú or á taktcinuin. ) Verð hjá oss cr mlklu lægrn cn nnnars staðar í Cnnadn. \ RIMIFON — $2.10 fyrir 100 töflur ! STREPTOMYCIN — 50c grammið ) Scnt frá Evrópn ntn víða vcröltl. jnfnvcl nustnn járntjulilslns. — ! i IVistcJiild innlfallð. i STARKMAN CHEMISTS | J 463 IH.OOTÍ ST. WEST TOltO.VTO ! I I STRIVE FOR KNOWLEDGE In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commence Your Business Training tmmediately! For Scholarships Consult THE COLEMBIA PRESS LIDIITED PHONE 74-3411 695 SARGENT AVE., WINNIPEG

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.