Lögberg - 21.05.1953, Blaðsíða 2

Lögberg - 21.05.1953, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN. 21. MAÍ, 1953 DÆMISÖGUR JESÚ Á síðastliðnu ári efndi Kirkjublaðið til verðlaunasam- keppni meðal æskufólks um beztu ritgerðir um dæmisögur Jesú. — Fyrstu verðlaun, ókeypis far til Miðjarðarhafs- landa, hlaut iðnskólanemandi, Magnús Jónsson í Háfnar- firði, og birtust ferðaþættir eftir hann í jólablaði Kirkju- blaðsins nú í vetur. Hér birtist nú ritgerð hans um dæmisögurnar, sú er fyrstu verðlaun hlaut. Það er rmkið færzt í fang að festa á pappír hugleiðingar um einn áhrifamesta þáttinn í starfi Krists hér á jörðu, dæmisögur hans. Já, mikið, ef þar á að koma fram nokkuð sem ekki hefur ótal sinnum áður verið skráð á skinn eða pappír, skorið í tré eða bein, höggvið í grástein eða granít, eða meitlað í marmara, Jesú Kristi til ævarandi lofs og dýrðar. Hafa ekki einmitt í rit- verkum um þetta efni fylgzt hvað fegurst að, rökvísin annars vegar og hin skáldlega en sann- færandi innsýn trúarinnar hins vegar? Þótt það megi því virðast sem svo, að hér verði engu við bætt, er þó einn hinna mörgu kosta dæmisagnanna sá, að þær — ein- mitt í hinu aðlaðandi látleysi sínu — mega teljast til sérstæðs flokks listaverka, listaverka, sem eru fögur og að vísu full- komin í sinni óbreyttu mynd, en hvetja einnig njótandann til á- framhaldandi sköpunar, eða a. m. k. stuðla að þroskandi, 'sjálfstæðri framvindu í hans hugarheimi. Að sjá alltaf stærð og fjöl- breytni í því hversdagslega og að venjulegum dómi smáa, er talinn vottur mikilla andlegra hæfileika. Sá mælikvarði er sí- gildur og eldri en hérvist Krists. Hefði Kristur sjálfur hins vegar haft þessa hlið málsins aðallega fyrir augum — eða hver sem vill prédika á þennan hátt — verður kenningin aldrei annað en sýndarmennska. Hvers vegna notaði hann þá svo mikið þessa aðferð? Vegna þess m. a., að með þessu móti var heppilegast að nálægja leyndardóma Guðs ríkis hinu daglega mannlífs- bjástri og brauðstriti. Það var svo hér á landi áður fyrr, að fólk gat átt sömu spari- fötin árum saman, og þau voru alltaf sem ný. Þetta stafaði af því, að ekki var farið í þau nema á hátíðum og tyllidögum og þau jafnvel látin ofan í fatakistuna strax að kirkjuferð lokinni, þótt enn væri langt til háttatíma. • Allir þvoðu sér þegar kirkju- ferð stóð fyrir dyrum, þótt lítið vildi verða um þess háttar verknað í annan tíma. Fjarri skyldi það nútímakynslóðinni að fullyrða, að hliðstætt hafi trúar- lífið verið, trúin hafi verið eins og spariflík, sem alls ekki þótti henta dags daglega. Hún hefði þá verið hafin hátt yfir dagsins önn og geymd í einhvers konar sérstöku hugarhylki, sem hefði verið tillukt, nema rétt á meðan setið var undir ræðu prestsins. En var það ekki eitt með öðru til að fyrirbyggja slíka „spari- trú“, að Kristur notaði dæmi- sagna aðferðina? Ríki hans var ekki af þessum heimi. Fólkinu gekk nógu erfiðlega að skilja það, þótt framsetning kenning- arinnar væri ekki fjarræn og að- eins ætluð til að hugleiða hana þegar ekkert annað kallaði að. Nei, Kristur ætlaðist til að orð hans gætu komið upp í huga ein- staklingsins alltaf og alls staðar. Fjallræðan markar tímamót í starfsferli hans, því að þar tekur hann fyrst opinbera afstöðu gegn Faríseunum. Þar var því áríð- andi að haga orðunum á eftir- minnilegan hátt, enda eru þar fjölmargar stuttar dæmisögur eða líkingar úr daglegu lífi. Þar segir t. d.: „Lítið til fugla himins- ins, þeir sá ekki né uppskera . . .“ Þar sem ekki því hærri mann- virki skyggja á, verður vart litið til lofts svo að ekki sjáist fugl einn eða fleiri á sveimi nær eða fjær í sjóndeildar hálfkúlunni. Þetta er eitt af því, sem fáir at- huga sérstaklega, einmitt af því að það er svo sjálfsagt og venju- legt. Því nær sem dregur mið- baug jarðar, því meira og fjöl- breyttara er allt líf að jafnaði. Á tímum Rómverska heímsveld- isins og lengi síðan voru skot- vopn ekki þekkt, né ýms fjörráð nútímans við menn og málleys- ingja . . . og fuglarnir sveimuðu í friði og áhyggjuleysi yfir fjalls- hlíðum Galíleu fyrir næstum 2000 árum og vitnuðu um hina víðfeðmu umhyggju almáttugs Guðs. Einnig segir í Fjallræð- unni: „Gefið gaum að liljum vallarins . . . .“ Hvar sem er mætir augum alls konar gróður, en jafnvel Salómon konugur í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem eitt þessara blóma. En mennirnir, sem Kristur segir í Fjallræðunni að séu salt jarð- arinnar og ljós heimsins. Eru verk þeirra yfirleitt neikvæð þannig að ekki sé hægt að minn' ast á þau á svipaðan hátt og t. d. fugla loftsins eða liljur vallar- ins? Þannig hafa e. t. v. hugsað einhverjir af hinum mörgu á- heyrendum að Fjallræðunni. Og í ræðulokin fengu þeir svar við spurningu sinni: „Hver sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, honum má líkja við hygginn mann, sem byggði hús sitt á bjargi. Það kom steypi- regn og stormar blésu og skullu á húsinu, en það féll ekki, því það var grundvallað á bjargi. En sá sem heyrir orð mín og breyt ir ekki eftir þeim, hann er líkur heimskum manni, sem byggði hús sitt á sandi. Það kom steypi- regn og beljandi lækir og storm- ar blésu og buldu á húsinu og það hrundi og hrun þess var mikið.“ Þegar því hver einstaklingur hélt heim til sín eftir að hafa hlýtt á Fjallræðuna, — þeir sem ekki höfðu þegar yfirgefið heim- ili sitt, til að fylgja Jesú — var sama hvort fyrir urðu verk Guðs STUIVE FOR KNOWLEDGE In these modern times Business College Education is not only desirable but almost imperative. The demand for Business College Educa- tion in industry and commerce is steadily increasing from year to year. Commcnce Your Busines% Training immediatelg! For Scholarships Consult THE COLUMBIA PRESS LIHITED PHONE 74-3411 695 SARGENT AVE., WINNTPEG eða manna, — allt minnti það á eitt eða annað atriði í kenningu Krists. Þegar verið er við hin daglegu störf, er hugurinn venjulega fyrst og fremst bundinn þeim, eins og vera ber. En Kristur hjálpar oss einnig til að hugleiða Guðs orð út frá einföldustu og algengustu viðbrögðum og hand- tökum daglegra starfa. „Nú á einhver yðar 100 sauði og týnir einum af þeim. Skilur hann þá ekki hina 99 eftir í óbyggð- inni og fer eftir þeim er týndur er, þar til hann finnur hann?“ Eða: „Sjá, sáðmaður gekk út að sá . . .“ eða „Farið þér í víngarð minn . . .“ eða: „Líkt er himna- ríki neti, sem var lagt í sjó og safnaði í sig alls konar fiski . . .“ Heyrzt hefur, að maður sem var eins og fólk flest, hafi komizt til einhvers þess þjóðfélags, þar sem íbúarnir höfðu aðeins fjögur skilingarvit, en vantaði það, sem við teljum fyrst og dýrmætast af þeim, sjónina. Þetta blessaða fólk var ekki sem heild óánægð- ara með sitt hlutskipti en við, því það hafði aldrei haft neitt af þessu skilingarviti að segja. Það stóð á furðu háu menningarstigi að ýmsu leyti. Hinn aðvífandi maður boðaði til fyrirlestrar, og tók að segja fólkinu eitt og ann- að úr sjónarheiminum. Á fáeinar fyrstu setningarnar var hlustað með athygli, en fljótlega fóru á heyrendurnir að grípa fram í og rengja frásögnina meira en lítið. Að hægt væri að gera grein- armun á tveim dauðum hlutum án þess að þar kæmi lykt eða lögun til greina. Hver hafði heyrt aðra eins frámunalega fjar- stæðu! Hann var í þess stað að tala um eitthvað, sem hann kall- aði liti! Nei, slíkur náungi skyldi ekki oftar svíkja fé út úr al- menningi með svoddan fyrir- lestrarhaldi. Og fólkið gekk á hljóðið og hrinti ræðumannin- um út úr salnum. Þessu lauk með því, að hann varð annað hvort að sverja dýran eið þess efnis, að þetta væri alger ósann- indi eða láta skera úr sér þessar kúlur, sem hann sagðist hafa í höfðinu, og veittu honum sjón- ina. Hann tók síðari kostinn, og eftir nokkurn tíma vottuðu læknar borgarinnar, að hann væri orðinn eins og annað fólk. Þessi frásögn virðist e. t. v. öfgakennd við fyrstu athugun. En hvernig tóku margir af hin- um skammsýnu samtímamönn- um Krists frásögnum hans um dásamlega leyndardóma Guðs ríkis? Var aðstaðan milli þeirra og hans svo mjög frábrugðin áðurnefndri afstöðu milli blinda fólksins og hins eina sjáandi manns, sem gat skynjað hina ólýsanlega miklu fegurð og fjöl- breytni þess sem sýnilegt er? Svo er og önnur hlið á þessu máli. Við skulum í huga okkar setjast niður hjá manni, sem hefir verið blindur frá fæðingu. Að öðru leyti þarf hann ekkert að eiga skylt við þjóðfélag hinna blindu, sem áður er getið. Okkur langar til að bæta einni fagurri mynd í hugmyndasafn hans, og viljum lýsa fyrir honum ein- hverju, sem okkur þykir tilkomu mikið, t. d. sólarlagi. Og þá sjá- um við enn eina ástæðuna fyrir myndun sumra dæmisagna Jesú, þeirra sem hefjast á orðunum: „Líkt er himnaríki . . .“ Gæti lýsing sólarlagsins fyrir blinda manninum orðið annað en ófull- komin hliðstæða þessara sagna? Nei, engan veginn. Að vísu ber okkur ekki að dæma, og erum sízt ferðafær um völundarhús þeirra mannlegu hjartna, er slógu austur í Gyð- ingalandi fyrir 2000 árum. En náði þekking Gyðinganna á Guðs ríki nokkru lengra en þekking blinda mannsins á litbrigðum sólarlagsins? Það var Kristur einn, sem þekkti dýrðina í ríki föðursins, og hér hefur verið leitazt við að sýna fram á að ómögulegt er að lýsa fyrir jarð- arbúum nokkru af því, sem við tekur á öðru tilverustigi eða Mikill órangur síldarrannsókna síðari á stigum án þess að tala í líking- um. En það er fleira, sem tekið er til meðferðar í dæmisögun- um. Tilefni margra sagnanna voru ýmist aðfinnslur manna við eitt eða annað í fari Jesú, eða þá spurningar, sem beint var til hans viðvíkjandi ýmsum vandamálum í umgengni við samferðamennina á lífsleiðinni. Af fyrrnefnda toganum eru spunnar sögur eins og Týndi sauðurinn og Glataði sonurinn, en af hinum síðarnefnda t. d. Hinn skuldugi þjónn og Misk- unnsami Samverjinn, Sagan um ríka manninn og fátæka áýnir fánýti áþreifanlegra auðæfa, og sagan um Faríseann og toll- heimtumanninn má segja að sýni hvernig á að tala og ekki að tala, þar sem sagan um sáðmanninn sýnir hvernig á að hlusta og ekki að hlusta eftir röddu Guðs og samvizkunnar. Þótt vandamál mannlífsins virðist æði margvísleg, eru tor- fundnar spurningar þeim við- víkjandi, sem ekki fæst svar við í dæmisögunum. Þær eru heldur hvorki háðar rúmi né tíma. Áður hefur verið getið sagnanna um sáðmanninn, um týnda sauðinn og um netið, sem safnaði í sig alls konar fiski. Standa þær frá- sagnir nokkuð fjær íslenzkum bónda og íslenzkum sjómanni í dag en þær stóðu Gyðingum 1000 árum fyrir íslands byggð? Enn í dag eru hin ónýtu tré höggvin upp eins og ávaxtalausa fíkju- tréð. Enn ganga verkstjórar út, leitandi verkamanna, eins og sá sem gekk út árla dags, til að leigja verkamenn í víngarð sinn, og misjöfn er enn meðferð manna á annarra eignum, ekki síður en þjónanna þriggja á tal- entum húsbónda síns. Hér skal nú þessari fátæklegu ritsmíð lokið. Ég kem auga á marga galla á henni, en leiðast er að ég skuli ekki eiga eins létt með að umbæta þá, og verð ég því að láta hér við sitja. Magnús Jónsson —Kirkjublaðið Um nokkurt skeið hefir verið um það rætt hér á landi, hvort gerlegt muni verða í framtíðinni að leiða rafmagn frá orkuverum hér á landi til næstu landa, t. d. Bretlandseyja, og hafa sumir verið bjartsýnir á, að þetta gæti tekizt. Sex ára lilraunir í Svíþjóð Svíar hafa einna mest gert til- raunir í þessa átt, og flytja þeir á þann hátt út rafmagn til Dan- merkur. Fyrir stuttu er tilraun- um þess’um svo langt komið, að sænskir vísindamenn telja full- víst, að unnt sé að leiða raf- magn með neðasjávarstrengjum mjög langar leiðir. Rafmagn frá íslandi íil Breflands Um þetta er ritað í nýlega út- komnu sænsku blaði, og þar skýrt frá hinum sænsku tilraun- um í þessu efni. Er í greininni einmitt frá því skýrt, að hægt sé, samkvæmt niðurstöðum rann sóknanna, að leiða rafmagn neðansjávar frá íslandi til Eng- lands. Verður málið einmitt vegna þessarar ábendingar ennþá at- hyglisverðara fyrir okkur ís- lendinga. Rafmagn frá íslandi til Frakklands Þá er víst einnig talið lítið því til fyrirstöðu, að leiða mætti raf- magnið enn lengra, jafnvel yfir Bretlandseyjar til Frakklands, hvort sem sá möguleiki hefir hagnýta þýðingu fyrir íslend- inga eða ekki. Nýir möguleikar í þessu sambandi er vert að minnast samþykktar, sem árs- þing iðnrekenda gerði fyrir skömmu, þar sem skorað var á Dr. F. Devold flytur Islendingum fræðslu um efni, sem varðar afkomu þjóðarinnar Dr. F. Devold, hinn norski fiskifræðingur, hélt sinn fyrsta fyrirlestur í fyrstu kennslustofu Háskólans í fyrradag. Var hvert sæti skipað og hlýddu menn á mál hans með mikilli eftir- væntingu. Einnig sýndi hann skuggamyndir frá starfsemi sinni á rannsóknarskipinu G. O. Sars tvö s.l. ár. Fyrirlesarinn skýrði frá því, að áður fyrr hefðu margar kyn- legar frásagnir skapazt um síld- ina, sem ræða hans fjallaði aðal- lega um. Sumir héldu, að hún héldi ár hvert út að ísbreiðu Norður-íshafsins til að verjast hvölum og máfum. Þegar svo margar vertíðir í Noregi bregð- ast í röð, var loks farið að sinna rannsóknum á lífi síldarinnar og eðli með vísindatækjum, ef ske kynni, að takast mætti að segja fyrir um síldarleysisár og aflaárin. Rannsóknir hafnar Hófust nú rannsóknir á haf- straumum og hitastigi sjávarins á þeim slóðum, þar sem síldin var vön að leggja leiðir sínar um, svo og átuskilyrði (svif). Nú er svo komið, að Norðmenn telja sig geta fylgt eftir síldar- göngunum frá því hún hverfur af íslandsmiðum og þar til hún kemur undir strendur Noregs seinnihluta vetrar. Það er eigi ómerkilegt fyrir okkur að minn- ast þess, að það var Árni Frið- riksson, sem fyrstur kom með þá kenningu, að Norðurlands- síldin hér værir af sama stofni og vorsíldin við Noreg, og sem leiddi rannsóknir Norðmanna á þær brautir, sem þeir nú fylgja með þeim árangri að í tvö síðast- liðin ár hafa þeir eða F. Devold ríkisstjórnina að fylgjast vel vel með hinum sænsku tilraun- um í þessa átt. Var á það bent í samþykktinni, að með þessu gætu opnast óþekktir möguleik- ar til nýtingar íslenzkra fall- vatna. Nóg rafmagn í framlíðinni Enda þótt fremur sé hörgull á rafmagni eins og stendur hér á landi, og vitað sé, að enginn af- gangur verði af því rafmagni, sem kemur til notkunar með nýju virkjunum, hefir málið engu að síður raunhæft gildi, því að vonandi verður fljótlega hafizt handa um enn meiri stór- virkjanir, enda vatnsaflið nægi- legt. Má benda á það, að Sig- urður Thoroddsen verkfræðing- ur telur, að fá megi úr Þjórsá einni um tvær miljónir hestafla, og ættu möguleikarnir til út- flutnings á rafmagni fremur að herða á slíkum framkvæmdum. með rannsóknarskipi sínu G. O. Sars fylgt síldinni eftir yfir hafið og sagt nákvæmlega fyrir hve- nær hún kemur og hvaðan á norsku miðin. En norsku fiski- mennirnir eru vantrúaðir á vís- indin ennþá og senda sína 25 þúsund fiskimenn út á miðin og láta þar berast fyrir, unz síldin er komin, alveg eins og áður, en rannsóknir komust á sitt núver- andi þekkingarstig. Sérstaklega eru hitamælingar í sjónum þýðingarmiklar fyrir þessar rannsóknir. Menn hafa verið með getgátur um of heitan sjó og af kaldar straumkvíslir, en hvert er hið ákjósanlegasta hitastig fyrir göngu síldarinnar hefir ekki ennþá fengizt vit- neskja um. Hafa Rússar gert mikilvægar rannsóknir einmitt á þessu sviði við Múrmanskfló- ann. Eitt er mikilsvert fyrir okkur íslendinga, og það er stór- aukinn styrkur til síldarrann- sókna, svo mjög sem fjárhags- kerfi vort er bundið „silfri hafsins." —TÍMINN, 19. apríl Fréttir . . . 3. MAÍ Gerður hefir verið samningur um smíði fyrsta stálskipsins, sem smíðað verður hér á landi. Það er dráttarbátur, sem Stálsmiðjan h.f. smíðar fyrir Reykjavíkur- höfn eftir teikningum Hjálmars R. Bárðarsonar skipaverkfræð- ings. Dráttarbátur þessi á jafn- framt að vera vatnsbátur og ís- brjótur fyrir höfðina. Hann á að vera fullsmíðaður í árslok 1954 og kosta 6,4 miljónir króna. Aðal vélin verður 1000 hestafla þýzk dieselvél. Vélsmiðjurnar Hamar og Héðinn stofnuðu fyrirtækið Stálsmiðjuna fyrir 20 árum. ☆ Ýmsir vinir Handíða- og myndlistarskólans í Reykjavík stofnuðu fyrir nokkru hlutafé- lag til eflingar starfsemi hans, en skóli þessi, sem er fjölsóttur, hefir lítið fé haft til umráða til kaupa á húsbúnaði, verkfærum og hvers kyns kenrisluáhöldum. Einnig hefir það staðið skólan- um fyrir þrifum, að húsnæði hans er að ýmsu leyti óhentugt, og er það áhugamál skólastjórn- arinnar að koma upp skólahúsi. Nú hefir ónefndur Reykvíkingur boðizt til þess að lána hálfa mil- jón króna í 25 ár til byggingar skólahúss, þá er skólastjórnin hefir lokið nauðsynlegum undir- búningi að byggingu hússins og aflað nægilegs stofnfjár. •Cr Yfir 300 manns hafa ákveðið að sitja norræna bindindisþingið í Reykjavík í sumar, 220 þeirra frá hinum Norðurlöndunum. ☆ Vöruskiptajöfnuðurinn í marz mánuði s.l. var óhagstæður um 42 V2 miljpn króna. Inn voru fluttar vörur fyrir rúmar 85 miljónir en út fyrir rösklega 42% miljón. Fyrsta fjórðung þessa árs varð vöruskiptajöfnuð- urinn óhagstæður um rösklega 74 miljónirkróna. Inn voru flutt- ar vörur fyrir tæpar 215 miljónir en út fyrir rösklega 140 miljónir króna. —Alþbl., 11. apríl DREWRYS M.D.334 Niðurslaða lilrauna í Svíþjóð: Hægt að leiða rafmagn fró íslandf til Englands

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.