Lögberg - 21.05.1953, Blaðsíða 8
I
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. MAÍ, 1953
RANNVEIG K. G. SIGBJÖRNSSON:
YFIR FJÖLL OG FYRNINDI
Úr borg og bygð
Þjóðræknisdeildin Frón þakk-
ar hér með eftirtöldu fólki fyrir
bækur gefnar í bókasafn deild-
arinnar: Hr. Lárusi Sch. ólafs-
son, Akranesi, íslandi; J. J. Bíld-
fell; Guðmundi Eyford; Vigfúsi
B. Arason. Fyrir þessar gjafir og
aðrar tjáir deildin sitt innilegasta
þakklæti.
Fyrir hönd deildarinnar „Frón“
J.Johnson, bókavörður
☆
Þær systur Mrs. Finnbogason
og Mrs. Thompson frá Langruth
voru staddar í borginni í fyrri
viku.
☆
The annual meeting of the Ice-
landic Canadian Club will be
held in the lower auditorium of
the First Federated Church,
Banning Street and Sargent Ave
May 25, 1953, commencing at
8.15 p.m.
In addition to the normal
business of an annual meeting,
there will be a special report on
group projects.
A social hour and refresh-
ments will feature a box social.
W. K.
☆
The Women’s Organizations of
Gimli Lutheran Church cordial-
ly invite you to attend their
second annual tulip tea, to be
held in the Georgian Room of
the Hudson’s Bay store on Thurs
day, May 21, 1953 from 3.00 to
5.30 p.m. Featured will be a
bazaar and home cooking and a
White Elephant and home-made
candy sale.
☆
All delegates going to the an-
nual convention of the Lutheran
Women’s League at Riverton
June 12, 13 and 14, and wishing
to travel by bus, please note:
An extra bus wil leave the
Winnipeg bus depot F r i d a y
morning June 12, at 10 o’clock
standard time—11 o’clock Day-
light Saving time.
It will stop at Selkirk, Husa-
vick, Gimli and Arnes a little
earlier than scheduled time be-
cause of no other stops.
The return fare form Winni-
peg $3.75, from Selkirk $2.80,
and from Gimli $1.15.
Please be at the bus depot
early and buy tickets before
boarding the‘bus.
☆
Síðastliðinn laugardag, 16.
maí, fór fram mjög vegleg og
fjölsótt hjónavígsluathöfn í
Fyrstu lútersku kirkju. Voru þá
gefin saman í hjónaband þau
Ronald Kenneth McComb, frá
Toronto, og Clarie Joy Jónas-
son, einkadóttir Victor Jónasson,
forseta Fyrsta lút. safnaðar, og
Friðbjargar (Long) Jónassori,
konu hans.
Að kirkjuathöfninni afstað-
inni fór fram brúðkaupsveizla í
einum af véizlusölum borgar-
innar. — Brúðhjónin lögðu af
stað næsta dag áleiðis austur til
Montreal, þar sem framtíðar-
heimili þeira verður. Lögberg
óskar til hamingju.
☆
Magnús Brandson, 1021 Clifton
Street, Winnipeg, lézt á mánu-
daginn 18. maí, 73 ára að aldri.
Hann hefir búið hér í borginni
í 32 ár, og lagt aðallega fyrir sig
húsasmíði. Auk konu sinnar,
Guðrúnar, lætur hann eftir sig
sex sonu, Kelly, Elis, Sigurð,
William, Gest og Herbert; tvær
dætur, Mrs. M. A. Johnson og
Mrs. F. Nielson; fjóra bræður,
Harry, Odd, önund og Júlíus;
eina systir, Mrs. Sena Benson,
og 19 barnabörn.
Útförin fer fram í dag frá
Fyrstu lútersku kirkju. Séra
Valdimar J. Eylands jarðsyngur.
☆
Mr. Sigbjörn Sigbjörnsson frá
Leslie, Sask., sem dvalið hafði
hér í borg síðastliðinn vetur hjá
dóttur sinni frú Önnu Woods,
706 Home Street, lagði af stað
heimleiðis á föstudaginn var.
Sunday, May 24th is Glenboro
Day at St. Andrew’s Church,
Elgin Avenue. The service will
be held at 7 p.m. and a Fireside
after service.
This year we have a special
treat in store. The ministers of
b o t h United and Lutheran
churches, Rev. Ross Stuart and
Rev. J. Fredriksson will take
part in the service and the joint
choir from Glenboro will lead
the singing. This will be an ex-
cellent oportunity to meet Glen-
boro friends and we hope that
former residents living in the
city will plan to be present with
us.
Would you invite your friends
to come with you to this service
on Sunday, May 24th at 7 p.m.?
Fred J. Douglas
☆
íslenzk smáflögg, 4"x6" að
stærð eru nýkomin í Björnssons
Book Store, 702 Sargent Ave.,
Winnipeg, og seljast fyrir $1.00.
Fréttir . . .
Á þriðjudaginn opnaði Jón
Engilberts listmálari málverka-
sýningu í Listamannaskálanum
í Reykjavík og sýnir þar á ann-
að hundrað myndir, flestar vatns
litamyndir og margar þeirra
málaðar austur í Fljótshlíð í
fyrra sumar. Aðsókn hefir verið
mikil að sýningunni og margar
myndir selst. — Vestur-íslenzk
kona, Gail Magnusson, opnaði
nýlega málverkasýningu í List-
vinasalnum í Reykjavík og sýnir
þar um'30 olíu- og vatnslita-
myndir.
☆ J
Bókmenntafélagið Mál og
menning breytti um útgáfu-
fyrirkomulag í fyrra og gaf út
flokk bóka, sem félagar gátu
valið úr. Félagið hefir nú til-
kynnt að það gefi út annan slík-
an kjörbókaflokk á þessu ári og
verða í honum 9 bækur, þýddar
og frumsamdar. Meðal þeirra
eru Vesilendingar eftir Lúðvík
Kristjánsson ritstjóra, sem rekur
þar höfuðþætti í menningar-,
atvinnu- og þjóðmálasögu manna
á Vesturlandi á tímabilinu 1830
til 1860. Þá er skáldsaga eftir
Agnar Þórðarson, og önnur eftir
Eyjólf Guðmundsson á Hvoli, og
íslenzka þjóðveldið eftir Björn
Þorsteinsson sagnfræðing.
☆
Finnska ríkisóperan er í heim-
sókn í Reykjavík og sýnir óper-
una Österbottningar eftir Leevi
Madetoja í Þjóðleikhúsinu. Hóp-
urinn, sem í eru um 40 manns,
kom til Reykjavíkur á miðviku-
dagskvöldið frá Helsingfors, og
var þá margt manna á flugvell-
inum að fagna gestunum, þegar
þeir stigu út úr flugvélinni Gull-
faxa. Þjóðleikhúskórinn söng
finnska þjóðsönginn og gestirnir
svöruðu með því að syngja ís-
lenzka þjóðsönginn. Kvöldið
eftir var frumsýningin og var
það hátíðasýning. Leiktjöld
höfðu verið gerð hér eftir fyrir-
sögn og teikningum frá Helsing-
fors og hljómsveitarstjórinn pró-
fessor Leo Funtek hafði komið
nokkrum dögum áður vegna æf-
inga. Þjóðleikhúsið var fullskip-
að á frumsýningunnni og meðal
gesta voru forsetahjónin og
finnski sendiherrann hér. —
Finnska söngfólkinu var fork-
unnar vel tekið og það var marg
sinnis kallað fram' 1 loks hvers
þáttar, og að leikslokum var
finnski óperustjórinn Sulo
Raikkönen kallaður fram á svið-
ið og hylltur. Guðlaugur Rósin-
kranz þjóðleikhússtjóri afhenti
honum blómakörfu og þakkaði
honum og gestunum öllum kom-
una. — Finnsku gestirnir fóru í
dag í boði bæjarstjórnar Reykja-
víkur til Þingvalla og að Sogi,
og síðdegis á morgun sitja þeir
boð forsetahjónanna á Bessa-
stöðum. Sýningar á óperunni
verða samtals fimm, en héðan
fer óperuflokkurinn á þriðju-
daginn.
FRAMHALD
— í Vancouverborg —
Þá lentum við suður fyrir
línuna fyr en varði, fyrir sér-
stakt atvik, í fyrirhugaða heim-
sókn til Dr. Haraldar Sigmar og
frú Margrétar. Það skeði með
þeim hætti, að Mrs. Newsone
var með okkur úti í bifreið sinni,
og eitthvað var um það sagt, að
gaman væri að skreppa suður,
hefði verið fyr á degi. Þetta var
eftir messu. „Hvað er það
langt?“ „Fjörutíu mílur.“ Það
var eins og við manninn mælt,
hert á bifreiðinni og strikað
beint suður.
Það var indælt að hitta þau
Dr. Harald og frú Margréti. Það
hafði verið einhver fundur þar
um daginn og við komum þegar
hitt fólkið var nýfarið. Svo átti
að verða annar fundur um
kveldið í fundarhúsinu rétt hjá,
svo það var ekkert tilbreyting-
arleysi á ferð þarna rétt þá. Og
svo mun oftar. Árveknin og góð-
vildin finna sér altaf nægileg
störf.
Eftir stundardvöl á heimili
prestshjónanna og veitingar þar,
fóru þau með okkur yfir á elli-
heimilið „Stafholt". Það er falleg
bygging, sérstaklega bygð fyrir
þetta starf. Grasvöllur og blóma-
beð úti fagurlega útlagt og hirt,
alt að unnið af vistmanni. Við
dyrnar tekur maður eftir því að
það er enginn þröskuldur né
tröppur upp að ganga. Er inn
kemur tekur við fallegur salur.
Þar eru mörg borð á stærð við
„rekstaurant“-borð, þversum
raðað eftir endilöngum salnum.
Á veggnum til hægri er hin alda
fræga mynd Leonardo De
Vince’s — Kvöldmáltíðin — til
vinstri er ágæt mynd af íslenzk-
um sveitabæ — eftirstæling af
sveitabæ er réttara, því að það er
það, sem það er, gerð af íslenzk-
um manni. Þessi eftirstæling er
fjarska vel og smekklega gerð,
þrjú þil fram á hliðið, gras-
þekja, þrefalt ris; alt smekklegt
og fallegt.
Forstöðukonan, Mrs. Scully,
tók okkur opnum örmum og með
innilegri hjartahlýju. Mrs. Scully
er dóttir Hjartar heitins Páls-
sonar og konu hans, alíslezk að
ættum. Hún er atkvæðakona og
ég get ekki hugsað mér annað
en að hún sé ágætiskona, því
viðmót hennar við okkur og öll
framkoma sem og verkið, sem
hún sýndi og sem hún stjórnar,
ber alt vott um það. Mrs. Scully
sýndi okkur herbergin af þeim
ýmsu tegundum, sem við þarf.
Svefnherbergin, eldhúsið, þvotta
húsið, geymsluherbergin með
feikna vistaforða í, kæliskápana,
sérstakt baðherbergi. Vel ber að
minnast þess ,að vistkona þar,
Mrs. Ólafsson að nafni, gaf
feikna vandaðan og mikinn kæli
skáp í minningu um fósturmóður
sína. Svo vinnur þessi kona í
eldhúsinu. — „Svona fólk er til
enn á þessari jörð.“ — Ég sam-
þykki þessa athugasemd.
Við stóðum ekki lengi við, til
þess var ekki tími, en við nutum
stundarinnar fjarska vel í fylgd
með prestshjónunum og for-
stöðukonunni, og í samtali við
kæmum aftur og væri manni
'stór ánægja í að gera það, en
það er háð ýmsum atvikum.
Dr. Haraldur leiddi orð að því
á leiðinni út, að það væri ekkert
smávegis, að Islendingar hér
væru búnir að koma sér upp
fjórum elliheimilum. Já, það er
hverju orði sannara. Það sýnist
líka vera þörf, á því, því það
virðist svo sem við séum öll
orðin alt í einu gömul. — Og þó
er svo stutt síðan við vorum
ung. — En hvað um það, við
höfum fyrir svo óumræðilega
margt að þakka. —
Okkur var sýnt “Television”
— sjónvarp (hefi ég séð ritstjóra
Lögbergs þýða það eða nota)
þarna á „Stafholti". Sýningin
var meinlaus gamanleikur, —
broslegur. Það er í fyrsta sinni
sem ég hefi séð þetta vísindanna
áhald. Það sannarlega minnir
mann á möguleikana, sem eru í
heimi anda og efnis, hve atburð-
irnir geta komið til manns í
skýru ljósi yfir fjarlægðir og
hvers konar erfiðleika, alla leið
til manns, þegar þær kringum-
stæður eru færðar þar að, sem
orka slíku. Alt það sem sigur-
vegari slíkra vísinda vill sýna.
Já, það er víst um það, að það
ler menning og myndarskapur
mikill, að eiga fjögur elliheimili,
auk margs annars, en það er
heldur ekki smálítið lán, að eiga
konur til að stjórna eins og þær
imunu hafa verið og eru, sem
hér koma við málin. Og mér
finst ég vera þess fullviss, að þær
konur sem nú stjórna þessum
tveim heimilum, bæði norðan og
sunnan línunnar, séu í röð
fremstu kvenna sem fylla slík
sæti.
Við mættum þarna frú Emily
Pálsson, ekkju Jónasar Páls-
isonar. Við höfðum ekki sézt
síðan sumarið 1908. Mrs. Pálsson
lítur fjarska vel út og mér fanst
hún ekki bera merki svo margra
ár, sem liðið hafa síðan við
sáumst síðast, enda var hún
ung þá.
Við sáum Halldór og Albertu
Johnson frá Leslie, rétt hjá
heimili prestshjónanna. Þau
voru glöð og kát og ung í anda
og útliti eins og þau eru enn að
árum. Við hefðum viljað sjá
Dóra Halldórsson og fleiri, en
þess var enginn kostur að þessu
sinni.
Svo stönzuðum við aftur á
heimili Dr. Haraldar og frú
Margrétar, þáðum góðgerðir þar
aftur og nutum að öllu alúðar
þeirra og risnu um stund, áður
en við lögðum af stað norður.
Fyrir atvik lærðum við það
í þessari ferð, að séra Haraldur
Sigmar, D.D., þjónaði í 19 ár
að sunnan yfir línuna, frá Moun-
tain og norður í Brown Mani-
'toba. Og altaf þurfti hann að
gera grein fyrir sér, er hann var
að fara yfir línuna. Dr. H. Sig-
mar er því búinn að þjóna fólki
voru býsna lengi, því hjá okkur
í Vatnabygðum var hann í meir
en seytján ár. Og hér hefir hann
verið um skeið.
Alt gekk prýðilega vel hjá
okkur í þessu suðræna ferða-
lagi, á leið heim aftur. Við
þurftum ekkert að fara út úr
bílnum í norðurleið. Embættis-
*
maðurinn kom bara rétt snöggv-
ast út þá og spurði hvort við
hefðum vörur í bílnum. Við
kváðumst ekki hafa neitt. Og
hann trúði því, enda var það
ábyggilega óhætt! Á leiðinni
suður gerðum við grein fyrir
einstaka vistmenn. Við sáum
Guðmund Elíasson, sem lengi
bjó austanvert við Foam Lake,
og H. Laxdal bróðir Þorsteins
Laxdal, fyrrum í Mozart. Þeir
virtust báðir vel hressir. Einnig
talaði ég við Mrs. Þorbjörgu
Árnason systur Sesselju Sigurðs-
son í Foam Lake; fleiri talaði
maður við þarna, myndarfólk
alt saman. Ég skrifaði ekkert
niður hjá mér, svo sum nöfnin
gleymdust þó ég muni eftir per-
sónunni. Minst var á það, að við
okkur á allan réttan hátt. En það
er bezt og kostar ekkert, að
bera pappíra sína í vasanum,
þegar maður fer út að keyra, því
að skeð getur að maður lendi
isuður fyrir línu!
Alt gekk prýðilega og við-
stöðulaust. Henni Hrefnu litlu
gekk vpl að keyra bílinn sinn og
hún skilaði okkur öllum heilu
og höldnu heim um kveldið.
Svo endurtek ég þakklæti
mitt og okkar allra til þeirra,
sem gerðu okkur ánægjulegar
stundir, í þessari óvæntu og
ánægjulegu ferð.
Við höfum mætt hér mörgum
af vinum Dr. Rúnólfs Marteins-
sonar og frú Ingunnar. Mörgum
sem minnast þeirra með kær-
leikum, virðingu og þakklæti
ifrá verutímum þeirra hér og
kirkjulegum störfum, sem og
allri framkomu í hvívetna. í
síðastliðnum mánuði voru níu
ár síðan Dr. Rúnólfur Marteins-
son stofnaði söfnuðinn hér.
■ö
Um verkið í hannyrðum, sem
frú Jónína Johnson vann fyrir
söfnuðinn, hefi ég skrifað dá-
litla grein og sent „Árdísi“ með
ósk um að hún komi þar. Mér
fanst það vel viðeigandi, að það
væri nefnt þar í kvennablaði.
Svo geymast tímarit oft betur,
en blöðin.
☆
í vetur, er við vorum stödd á
„Höfn“, mættum við hjónum,
sem komin eru frá íslandi fyrir
rúmi ári síðan. Þau eru Geir
Jón Helgason og kona hans
Regína. Þau eru svo ungleg í
útliti, að sumar af okkur héldu,
að þau væru að eyða „hveiti-
brauðsdögunum“ í þessu ferða-
lagi. Hjónin eiga þá bara átta
börn, tvö þau elztu gift og eitt
barnabarn. Þetta fólk er sérlega
myndarlegt í útliti. Mr. Helga-
son er lærður fyrir sjómensku
og hefir stundað þá atvinnu-
grein, bæði sem skipstjóri og
stýrimaður, einnig verið lög-
gæzlumaður. Geir Jón kom í
land í New York, er þau komu
að heiman. Svo ók hann með
alla sína fjölskyldu alla leið
norður til Canada, svo vestur
yfir alt landið og yfir Kletta-
fjöllin hingað til Vancouver. —
Svona er að vera góður sjó-
maður. — En að aka þetta í ó-
kunnugu landi með fulla bifreið
af fólki og yfir slík fjöll, er
ekkert smávegis. En alt gekk vel.
Yngsta barn hjónanna fæddist í
Vancouver um það tveim vik-
um eftir að þau komu hingað.
Svo það virðist svo sem lánið sé
með þeim líka. Og maður óskar
þess innilega, að það haldi áfram
að vera það. Þessi fjölskylda er
að gera vel og þeim líður vel.
Ég talaði við frú Regínu sjálfa
í símann áður en ég lauk við
þessar línur.
—Framhald
MESSUBOÐ
Fyrsta lúterska kirkja
Séra Valdimar J. EylancU
Heimili 686 Banning Street.
Sími 30 744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku kl. 11 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
— Argyle Prestakall —
Sunnudaginn 24. maí:
Messa á Baldur kl. 11 f. h.
Special Glenboro Day at St.
Andrews Church at Elgin Ave.
and Ellen St., Winnipeg, at
7 p.m. Fierside after service.
Allir Argyle-búar, fyrrum og
nú, hjartanlega velkomnir.
Sunnudaginn 31. maí:
Glenboro, ferming og altaris-
ganga kl. 11 f. h.
Brú, messa kl. 2 e. h.
Baldur, messa á íslenzku
kl. 7 e. h.
Sunnudaginn 7. júní:
Baldur, ferming og altaris-
ganga kl. 11 f. h.
Grund, ferming og altaris-
ganga kl 2 e. h.
Rev. J. Fredriksson
☆
Lúterska kirkjan í Selkirk
Hvítasunnudag:
Sunnudagaskóli kl. 10 árd.
Ensk messa, ferming ung-
menna kl. 11 árd.
Altarisganga kl. 7 síðd.
S. Ólafsson
☆
— Messuboð —
Messað verður í Guðbrands-
söfnuði við Morden, Man., sunnu
daginn 31. maí, kl. 2 e. h. —
(Standard Time). Messugjörðin
fer fram bæði á íslenzku og
ensku.
S. Ólafsson
Greiðið hagsmunum
Winnipegborgar atkvæði!
Kjósið
JOSEPH STEPNUK
Á mónudaginn 8. júní
sem Progressive Conservotive þingmann
fyrir Winnipeg Centre
Kjördagar
fyrir hinn
ókveðno
kosninga-
dag
K 5. og 6.
• r r
juni
fró kl.
1 til 10
e. h.
• Fæddur í Winnipeg 1898
• Átta ár í bæjarstjórn
• Tók þátt í fyrri heimsstyrjöldinni
4 Heíir barist fyrir velferð heimkominna
hermanna og verkamanna
Greiðið atkvæði þannig:
STEPNUK, Joseph fT|
Símar: 927 019 — 937 015
Published by Progressive Conservative Election Committee
Winnipeg Centre