Lögberg - 21.05.1953, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.05.1953, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 21. MAÍ, 1953 Lögberg Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Gefíð öt hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE. WINNIPEG, MANITOBA J. T. BECK, Manager Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, M.AN. PHONE 74-3411 Verð $5.00 um árið — Borgist fyrirfram The ' Logherg" is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorlzed as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Hugleiðingar um stjórnmál Stjórn sú, sem með völd hefir farið í Manitobafylki um langt skeið undir forustu Mr. Campbells, gengur til kosn- inga eins og vitað er þann 8. júní næstkomandi, og ætti, ef alt skeikar að sköpuðu, að vera hárviss um glæsilegan sigur; hún hefir í flestum efnum hreinan skjöld og þarf ekkert að hylja. Engin stjórn gerir svo öllum líki og það hefir Campbell- stjórnin heldur ekki gert og nægir í því efni að vitna í fálm fiskiveiðaráðuneytisins í garð fiskimanna og fiskiðn- aðarins í heild; vonandi ræðst þó svo fram úr þessu vanda- máli, að allir aðiljar megi sæmilega vel við una, enda hafa nokkrar ráðstafanir þegar verið gerðar í úrbótaátt; í flest- um tilfellum öðrum hefir stjórnin reynst framtakssöm og víst er um það, að landbúnaðurinn á henni margt og mikið gott upp að unna. Mr. Campbell getur verið harður í horn að taka ef því er að skipta; hann átti ekki sjö dagana sæla í fyrra meðan deilan út af raforkumálunum stóð sem hæzt; en svo fóru þó leikar, að hann hafði sitt fram með samhljóða stuðningi allra þingflokka; óx vegur hans mjög í þeirri viðureign, og þetta mikla velferðarmál, eitt út af fyrir sig, ætti að nægja til að tryggja stjórn hans endurkosningu. Hvaða flokkar ættu að taka við af Mr. Campbell og Liberal-Prógressívflokknum? íhaldsmenn með Mr. Willis í broddi fylkingar? Hann átti um hríð sæti í samsteypu- stjórn Mr. Campbells og sýndist kunna þar vel við sig unz persónumetnaðurinn steig honum svo til höfuðs, að hann sagði skilið við garðana í gröf, hugðist að leggja undir sig fylkið og komast sigri hrósandi í stól forsætisráðherrans; að honum verði kápan úr því klæðinu munu harla litlar líkur til. Mr. Willis er engan veginn öfundsverður af hinu pólitíska hlutverki sínu; nú finnur hann sig knúðan til að úthúða Mr. Campbell fyrir þá hluti, sem hann lagði blessun sína yfir meðan hann átti sæti í samsteypustjórninni; af- staða hans er hvorttveggja í senn afkáraleg og brjóstum- kennanleg. Að flokkur C. C. F.-sinna, þó sprautur hans þeyti þokulúður sinn í erg og gríð, magnist svo að kjörfylgi, að hann fái myndað ráðuneyti, kemur vitaskuld ekki til nokk- urra mála, enda hitt líklegra, að hann fækki fremur en fjölgi þingsætum sínum. En hvað er um Social Credit, uppvakninginn frá dögum Mr. Brackens? Eru líkur á að hann haldi veglega innreið sína í stjórnarsetrið á Broadway? Slíku mun naumast þurfa að gera skóna; þessi flokkur er eins og allir vita grímu- klæddur afturhaldsflokkur, þó hann beri nokkura helgi- slepju utan á sér og telji sig hreinan af allri synd. Eini flokkurinn, sem komið getur til mála að kjós- endur sameinist um, er Liberal-Prógressív flokkurinn með Mr. Campbell í fylkingarbrjósti. * Það er þessi flokkur, sem barist hefir nótt sem nýtan dag gegn hækkun farmgjalda; það er þessi flokkur, sem hefir svo bætt hagsmunasambandið milli fylkisstjórnar og bæja- og héraðsstjórna, að skattar hafa hvergi verið hækk- aðir og fasteignaskattur í Winnipeg verið lækkaður; og það er þessum flokki að þakka og núverandi stjórn, að fjár- veitingar til vegabóta, heilbrigðismála og mentamála eru nú langtum hærri en nokkru sinni fyr, og það er líka þessum flokki að þakka og ágætri forustu hans, að fjárhagur fylkis- ins stendur nú á traustari grunni en dæmi voru áður til, jafnframt því sem jafnt og þétt hefir verið grynnt á skuld- um fylkisins. Raflýsingum um sveitir fylkisins hefir miðað svo ört áfram, að á betra verður ekki kosið, og verður þess nú ekki langt að bíða, að rafmagn komist inn á hvert einasta og eitt heimili, og þá er einnig vonandi, að íslenzkir kjósendur í Gimli kjördæmi og St George kjördæminu gleymi því ekki, er að kjörborðinu kemur þann 8. júní, hverjum þeir eiga að þakka að bílaferjurnar, er teknar verða í notkun í sumar; önnur tengir Mikley við meginlandið, en hin verður við The Narrows við Manitobavatn. Þessar miklu og þörfu samgöngubætur má fyrst og fremst þakka þingmönnum áminstra kjördæma, þeim Dr. S. O. Thompson og Chris Halldórssyni, auk þess samúðarríka eyra, er stjórnin veitti málflutningi þeirra. Margt fleira mætti til telja Campbellstjórninni til ágætis þó hér verði nú látið staðar numið að sinni. Dónarfregnir Konráð Eyjólfsson var fseddur þann 6. sept. 1866; hann lézt að Churchbridge, Sask., þ. 3. marz, 86 ára gamall. Konráð kom til Canada frá Kálfárdal í Laxár- dal í Húnavatnssýslu árið 1887 og settist að í grend við bæinn Churchbridge. — Á systkinum hans, sjö, veit ég engin deili, nema Elísabetu, ekkja, Mrs. Sigurðsson, sem kom vestur um aldamótin með fimm ung börn. Elísabet varð hundrað ára gömul s.l. mánuð. Hún hefir verið hjá bróður sínum og bróðursyni flest árin hér vestra. Árxð 1887 giftist Konráð Guð- björgu Sveinsdóttur; hún var úr sömu sveit og hann á íslandi. Hann misti hana eftir stutta sambúð. Þau eignuðust eina dóttur, Mrs. K. Sigurdson, að Langly Prairie, B.C. Árið 1892 kvæntist Konráð í annað sinn Maríu Guðbrands- dóttur Sæmundssonar frá Churchbridge systur Sigurðar Guðbrandssonar frá Baldur, Man. Þau eignuðust 12 börn, sex dóu í æsku. Þau, sem lifa for- eldra sína, eru: Kristbjörg, Mrs. K. Johnson frá Tantallon, Sask.; Dísborg, Mrs. Headman, Breden- bury, Sask.; Árni í Port Arthur, Ont.; Jón og Guðbrandur, bænd- ur við Churchbridge, og Gísli í Port Moody, B.C. Konráð var einn af okkar hug- prúðu, tignu og góðu mönnum, samkvæmur sinni fegurstu trú- arhugsjón, gamalmenni, sem allir dáðust að. Prúð og göfug gamalmenni hafa eilífðar áhrif á samferðafólk sitt, eldri og yngri. í kyrþey sá þau sæði eilífra verðmæta, það vex í reiti helgra minninga og göfugrar sálar. Konráð var einn af þess- um mönnum og áhrif hans eru víðtæk. Konráð tók sér heimili, þar sem kallað var á Hólnum, nokkrar mílur norður af Church- bridge. Heimilið var mitt í stórri bygð og miðstöð ferðamanna úr öllum áttum. Það var sjálfsagt að koma við hjá Konráð á Hóln- um. Þar mættu allir bróðurhug, sérstakri gestrisni og hjálp — þeir, sem þess þurftu með. Það mun enginn hafa komið til Kon- ráðs og Maríu á Hólnum, sem ekki fékk með sér veganesti sem mörgum varð blessunarríkt í blíðu og stríðu. Heimilið var gleðiheimili; þar var sungið og skemt sér. Heimilið var andríkt, tilbeðið í anda og sannleika. Við höfum séð á bak einum af okkar beztu mönnum. Seinustu árin var Konráð hjá syni sínum, Guð- brandi og konu hans Margréti; þar naut hann ástríkis og *um- hyggju barna sinna og vina. Hús- kveðja fór fram á heimilinu og útförin frá Concordia kirkjunni þ. 6. marz. Séra Jóhann Fred- riksson jarðsöng. Drottinn blessi minningu þessa góða og göfuga manns. J. F. Ingibjörg Jakobína Oliver var var fædd þ. 2. marz 1875; hún lézt þ. 27. apríl s.l. að Baldur, Man., 78 ára gömul. Ingibjörg var fædd heima á íslandi; for- eldrar hennar voru hjónin Jón Jónsson frá Kraunastöðum í S.- Þingeyjarsýslu og Sigurborg Jónsdóttir úr sömu sveit. Ingibjörg giftist eftirlifandi manni sínum Ólafi Jónssyni Oliver frá Húsavík í S.-Þing- eyjarsýslu þ. 13. maí 1898. Þau komu til Ameríku aldamótaárið; settust fyrst að við Brú, fluttu tveim árum seinna til Baldur og áttu þar heima í rúm 50 ár. Þeim varð sjö barna auðið, tvö dóu í æsku; fjögur eiga heima á Baldur: Sigurborg, Mrs. Magnús- son; Helga, Mrs. J. Davíðsson; Jónas og Þóra í foreldrahúsum; Baldur á heima í Souir, Man. Barnabörnin eru 9. Eins og áður er getið, áttu þau hjónin heima á Baldur í rúm 50 ár; þau voru því í hóp frum- byggjanna og tóku drjúgan þátt Fréttir fré ríkisútvarpi íslands í að byggja bæinn og bygðina. Þau voru í lúterska söfnuðinum frá byrjun, voru skyldurækin og lögðu til sinn skerf. Sigurbjörg var á fyrsta stofnfundi kven- félags lúterska safnaðarins og starfandi meðlimur þess meðan kraftar entust. — Félagssystur hennar'viðurkenndu starf henn- ar með því að gjöra hana að heimurðsmeðlimi. Börn þeirra og vinir héldu upp á 50 ára hjú- skaparafmæli þeirra árið 1948. Börn hennar og heimili bera vott um elskulega móður og eig- inkonu; nágrannarnir bera henni fögur ummæli. Það er orðstír, er aldrei deyr. Við þökkum henni fyrir fylgdina í öll þessi ár, gangan varð léttari af því þú varst með. Hinnar látnu er sárt saknað úr vinahópnum. Hafðu þökk fyrir alt og alt. Húskveðja fór fram á heimilinu og jarðar- förin frá Immanuel kirkjunni að Baldur þ. 29. apríl. Sóknar- presturinn jarðsöng. Ingigerður Sveinsson, móðir Mrs. Ingi Helgason frá Glenboro, lézt á heimili dóttur sinnar þ. 24. apríl. Jarðarförin fór fram frá lútersku kirkjunni á Gimli mánu daginn þ. 27. apríl. Séra H. Sig- mar og séra S. Ólafsson jarð- sungu. — Æviminning hinnar látnu verður rituð af kunnugum seinna. Guðbrandur Breiðfjörð andað- ist snögglega á heimili sínu við Churchbridge þ. 6. maí s.l. Hann var fæddur á íslandi þ. 24. sept. 1882. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Magnússon frá Hamars landi í Reykhólasveit við Breiða- fjörð og Kristbjörg Guðbrands- dóttir Sæmundssonar frá Firði í Múlasveit. Guðbrandur átti einn bróðir, séra Magnús Breið- fjörð, d. 1946. Ekkja Guðbrandar er af sænskum ættum, Viola Elenor Svedberg; börnin eru öll á unga aldri, Magnús, Sigurður, Kristín, Eric, Viola og Bryan. Drengirnir Magnús og Sigurður eiga að fermast í sumar. Það er þung sorg að missa föðurinn frá svo mörgum ungum börnum, og kringumstæður erfiðar. „Drottinn, græddu djúpu sárin, Drottinn, þú átt ráðin nóg. Lít á ekkjutregan, tárin, , tæmdu þennan harmasjó.“ Drottinn blessi ekkjuna og börnin. Húskveðja fór fram frá heim- ilinu og jarðað frá Þingvalla- kirkjunni þ. 8. maí. Séra Jóhann Fredriksson frá Glenboro jarð- söng. Árni Jónsson var fæddur þ. 2. ágúst 1873. Hann dó á elliheimil- inu Betel þ. 6. maí, 79 ára gamall. Foreldrar hans voru hjónin Jón Jónsson og Solveig Jónsdóttir frá Þrándarkoti í Laxárdal í Dalasýslu. Systkini hans voru fimm. Systir og bróðir munu vera á lífi heima á íslandi, og Kristján Johnson í Bredenbury, Sask. Árni heitinn kom til Canada árið 1883, var um stund í Win- nipeg, og um tíma í Church- bridge, Sask. Þar kvæntist hann Hólmfríði Sigurveigu Gillis og misti hana eftir stutta sambúð. Þau eignuðust tvær dætur: Sigurveigu, sem er látin, og Hólmfríði til heimilis í Toronto, Ont. — Húskveðja var flutt af sóknarprestinum á Betel. Kveðju orð voru flutt í lútersku kirkj- unni að Baldur og jarðsungið í kirkjugarðinum að Grund þann 11. þ. m. Sóknarpresturinn þjónaði. Lilja Bárðarson lézt á Al- menna sjúkrahúsinu í Winnipeg þ. 9. maí s.l. Hún var fædd að Grund í Argylebygð þ. 31. marz 1902. Foreldrar hennar voru hjónin Sigmundur Bárðarson og Helga Eiríksdóttir frá Rauðanesi í Borgarhreppi í Mýrasýslu. Þau voru frumbyggjar hér í bygð- inni, komu til Canada 1886. — Framhald af bls. 1 vélum og tækjum í Banda- ríkjunum. ☆ Fulltrúar íslands á ráðgjafar- þingi Evrópuráðsins, alþingis- mennirnir Jóhann Þ. Jósefsson, Rannveig Þorsteinsdóttir og Stefán Jóhann Stefánsson fóru til Strassborgar á þriðjudaginn og sitja fundi þingsins. ☆ Dr. Darko Cernej, hinn ný- skipaði sendiherra Júgóslava á Islandi afhenti nýlega forseta ís- lands trúnaðarbréf sitt við há- tíðlega athöfn að Bessastöðum, að viðstöddum utanríkisráð- herra. ☆ Landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins, sem haldinn var í Reykja- vík, lauk á sunnudagskvöldið og var þá kosið í miðstjórn og voru þeir allir endurkjörnir einróma Ólafur Thors, Bjarni Benedikts- son, Gunnar Thoroddsen, Jó- hann Þ. Jósefsson og Pétur Ottesen. Ólafur Thors var endur- kjörinn formaður flokksins. ☆ Landsfundur Þjóðvarnarflokks íslands var haldinn í Reykjavík dagana 2. og 3. maí. Var þar mörkuð stefna flokksins í ein- stökum málum, kjörin miðstjórn og flokksráð. Formaður er Valdi- mar Jóhannsson ritstjóri. ☆ L^ndssamband framhaldsskóla- kennara hefir í samráði við fræðslumálastjórnina ákveðið að efna til námskeiðs og sýningar í vor, og er þar sérstaklega miðað við þarfir kennara í náttúru- fræði og landafræði. Er tilgang- urinn sá að gera tilraun til þess að auka lifandi fræðslu í þeim námsgreinum, sem mest snerta atvinnuhagi íslendinga. ☆ Nýlega er lokið aðalfundi Samlags skreiðarframleiðenda. Heildarframleiðsla á árinu, sem leið var 1857 lestir og var fram- leiðsla þessi seld fyrir 16,3 milj- ónir króna til Þýzkalands, Eng- lands, Hollands, Belgíu og Noregs. í ár er mikið magn af fiski verkað á þennan hátt og hefir þegar verið samið um sölu á töluverðum hluta þess fisks, sem nú er í verkun. ☆ Ríkið hefir með tilhjálp Odd- fellowreglunnar látið reisa fá- vitahæli í Kópavogi og var það Lilja heitin var á unga aldri, er hún misti foreldra sína og var uppalin af elztu systur sinni, Ólínu, sem var henni sem bezta móðir. Systkinin voru ellefu; þrjú dóu í æsku, Sigurður og Mrs. J. Breiðdal dóu árið 1923. Þau sem syrgja systur sína eru: Ólína, Guðbjörn og Eiríkur á föðurleifðinni; Jórunn, Mrs. McLeod, að Shoal Lake, Man.; Jón, bóndi við Baldur, og Felix til heimilis í St. Vital, Man. — Jarðarförin fór fram frá Grund- ar kirkjunni þ. 13. maí að fjöl- menni viðstöddu. Sóknarprest- urinn jarðsöng. formlega tekið í notkun í fyrra- dag. 1 húsi þessu er rúm fyrir rösklega 30 vistmenn. Hæli þetta kostaði rúmlega tvær milj- ónir króna og af þeirri upphæð lagði Oddfellowreglan fram 825.000 krónur, en það er bruna- bótafé það, sem reglan fékk, er Laugarnesspítali brann. Talið er, að þörf sé þriggja fávitahæla til viðbótar af líkri stærð og þetta hæli, og er þeim öllum ætlaður staður í Kópavogi. ☆ Seint í þessum mánuði er væntanlegt til landsins skip, sem dæla á skeljasandi upp úr Faxa- flóa og flytja til Akraness á at- hafnasvæði semmentsverksmiðj- unnar, sem þar er fyrirhuguð. Unnið er að því, að gera þar þró undir skelja sandinn. ☆ Árni Helgason ræðismaður ís- lands í Chicago hefir gefið Hafn- arfjarðarkirkju tvo fagra kerta- stjaka til minningar um for- eldra sína, Sigríði Jónsdóttur og Helga Sigurðsson, er bjuggu í Hafnarfirði. Biskup íslands af- henti gripi þessa við guðsþjón- ustu í kirkjunni s.l. sunnudag, en sóknarpresturinn séra Garðar Þorsteinsson tók við gjöfinni og minntist gefandans og foreldra hans. ☆ Árshátíð nemendasambands Verzlunarskólans var haldin síð- asta apríl og var um leið kveðju- samsæti fyrir Vilhjálm Þ. Gísla- son útvarpsstjóra, fyrrverandi skólastjóra verzlunarskólans, og konu hans. Gamlir nemendur færðu honum að gjöf útskorinn öndvegisstól, sem Ríkarður Jóns- son hefir gert. Framhald á bls. 5 Verndið velsæld Manitoba HLUSTIÐ Á! Látið eigi undir höfuð leggjast, að hlusta á þessi mikilvægu útvarpserindi, er fjalla um staðreyndir (ekki aðeins loforð), varð- andi athafnir Campbell- stjórnarinnar— Standard Time MAY 25 CKY, Winnipeg 8.55 p.m. CKX, Brandon 6.30 p.m. CKDM, Dauphin___ 6.05 p.m. MAY 26 CKRC, Winnipeg 8.25 p.m. CKX, Brandon 11.10 a.m. CKDM, Dauphin 10.55 a.m. MAY 27 CKSB, St. Bon. 6.30 p.m. CKX, Brandon 9.00 p.m. CKDM, Dauphin , 6.05 p.m. MAY 28 CKY, Winnipeg 8.35 p.m. CKX, Brandon 8.00 p.m. CKDM, Dauphin 6.05 p.m. MAY 29 CKY, Winnipeg 8.55 p.m. CKX, Brandon 10.30 p.m. CKDM, Dauphin 6.05 p.m. MAY 30 CKRC, Winnipeg 3.55 p.m. (Clíp and keep for reference) Styðjið Liberal Progressive Endurkjósið CAMPBELL stjornma Published by Liberal Progressive Ass’n Kjósendur í St. Andrews kjördæmi! Fylkið liði um THOMAS P. HILLHOUSE við fylkiskosningarnar þann 8. júní næslkomandi og tryggið með því endurkosningu CAMPBELLSSTJÓRNARINNAR. MR. HILLHOUSE hefir reynst samvizkusamur og ábyggi- legur þingmaður. . Birt a8 tilhlutan Liberal-Progressive samtakanna í St. Andrews kjördæmi.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.