Lögberg - 11.06.1953, Page 2
2
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. JÚNI, 1953
Kristján Einarsson á Auðnum
F. 15. des. 1865 — D. 24. des. 1952
„Af stuðla fornu brotinn bergi
reyndist trúr í stærra’ og minna;
vandaður bœði í verki’ og orði
á vegu Drottins fram hann horfði.“
Kristján Einarsson var fæddur
að Hrauni í Aðaldal í Suður-
Þingeyjarsýslu 15. des. 1865.
Hann var elztur af börnum
hjónanna Einars Einarssonar og
Guðbjargar Grímsdóttur, er þar
bjuggu um nokkurra ára bil.
Föðurfaðir Kristjáns var Einar
Jónsson, er mun hafa verið ætt-
aður úr Bárðardal. Foreldrar
Kristjáns fluttu búferlum til
Canada árið 1879, ásamt börnum
sínum 6 að tölu. Af þeim eru nú
á lífi:
Friðfinnur, fyrrum bóndi á
Keldulandi við Gimli; Jakobína,
kona Guðmundar Fjelsted á
Gimli, og Einar, bóndi á Auðn-
um. Látnir eru: Sigurður, um
langt skeið bóndi í Mínerva-
bygð við Gimli, og Ásmundur,
er andaðist ókvæntur og barn-
laus, er lengst ævi sinnar átti
heimili á Auðnum. —
Eftir komu sína til Canada
bjuggu foreldrar Kristjáns um
1 ár í Víðinesbygð og 4 ár við
íslendingafljót (Riverton), en
því næst 4 ár við Sand River,
austan Winnipegvatns. — Þau
námu svo land að Auðnum í
Mínerva-bygð við Gimli árið
1889, og dóu bæði á heimili sonar
síns og tengdadóttur þar.
Kristján átti heimili á Auðnum
samtals í 64 ár; síðustu 35 árin
hjá Einari bróður sínum og konu
hans Sigríði Jónsdóttur Péturs-
sonar; á heimili þeirra andaðist
hann 24. des. s.l.
Vart mun Kristján hafa slitið
bernskuskónum, er hann tók að
aðstoða fátæka foreldra sína með
þeirri vinnu, er hann mátti af
hendi leysa í þarfir heimilisins.
Hann var tæplega 15 ára að aldri,
er hann kom til Canada, en frá
því mátti segja að ævi hans væri
einn óslitinn starfsdagur á meðan
að kraftar hans entust.
Fyrstu dvalarárin hér vestra
vann hann hvaða atvinnu er til
félst: — hjá hérlendum bænd-
um, við sögunarmyllur, og einnig
við járnbrautarbyggingar á ýms-
um stöðum í Manitoba. En á
milli þess er hann stundaði þess-
ar atvinnugreinar, hélt hann
jafnan til á heimili foreldra
sinna, og var ávalt þeirra önnur
hönd við störf er heimilinu til-
heyrðu.
(GRÍMUR THOMSEN)
Heimilisrétt tók hann á landi
næstv.estanvert við Auðnir og
ræktaði það til ársins 1938, að
hann seldi það, en það vor varð
hann fyrir þeirri óhamingju að
missa annan fótinn. Var það
undravert hvernig að hann, þá
maður á 73. aldursári, gat vanist
að læra að nota gerfifótinn; og
þótt hann léti þá af búskap, var
mjög fjarri því að hann hætti að
vinna, enda vanur því frá barn-
æsku að vera kröfuharður við
sjálfan sig og framúrskarandi
skyldurækinn.
Hann mun hafa verið með
fyrstu þreskivélaeigendum í
Nýja-íslandi. Gufuketil þann, er
hann átti, seldi hann árið 1943
til “Contractors”, er hafði með
höndum verklegar framkvæmdir
við byggingu flugvallarins á
Gimli. Hann var maður einkar
verkhygginn, verklaginn og
praktískur í framkvæmdum,
samfara fyrirhyggju.
Kristján var einn hinna kyr-
látu og farsælu manna, er glæddi
hið góða í sálum annara manna
með hógværð sinni, háttprýði og
yfirlætisleysi. Alla ævi var hann
veitandi fremur en þiggjandi.
Um hjálpsemi hans öðrum til
handa munu fáir að fullu vita;
hún var jafnan af hendi leyst 1
kyrþey og án allra auglýsinga.
Hann fylgdi hinni gullnu reglu
Meistarans, að láta ekki hægri
hendi vita hvað sú vinstri gerði;
en það er hugsjón sem lengi
hefir í heiðri verið höfð af ís-
lenzku fólki.
Kristján var maður einkar ís-
lenzkur í anda, fylgdist jafnan
vel með íslenzkum málefnum og
atburðum, bæði heima á ætt-
landi sínu og einnig hér vestra.
Hann var bókhneigður maður,
gæddur haldgóðum og affarasæl-
um gáfum, átti óbrigðult minni.
Þess má geta, að hann var fram-
úrskarandi vel að sér í landa-
fræði og hafði sérstaka unun af
þeirri fræðigrein. Fáir vissu
hversu miklum gáfum hann var
gæddur. Dulur var hann í skapi;
innri rósemi og stilling mótuðu
alla framkomu hans og gerðu
hann ógleymanlegan í hópi ást-
vina, kunningja og samferða-
manna. Hann var félagslyndur,
örlátur og hjálpsamur í fjárfram-
lögum; hann lagði fé í Eimskipa-
lélag Islands, studdi jafnan
Rauða Kross félagið með rífleg-
um fjárframlögum, sömuleiðis
Co-oeration Dairy. Hann var
ávalt traustur stuðningsmaður
Lúterska safnaðarins á Gimli og
ánafnaði honum í erfðaskrá sinni
$1,000,00. Elliheimilinu Betel á-
nafnaði hann aðra $1,000,00.
Sönn skyldurækni einkendi
Kristján alla ævi hans. Ávalt var
hann hjálpsamur á heimili sínu
og kær öllum þar, jafnt yngri
sem eldri. Hann vildi aldrei vera
öðrum til byrði.
Að því hefir þegar verið vikið,
að síðustu 35 æviárin átti Krist-
ján heimili á Auðnum hjá bróður
sínum og tengdasystur. Má með
sanni segja, að hann átti þar
gott heimili; var einn af fjöl-
skyldunni og tók jafnan djúpan
þátt í sorg og gleði heimilisins
öll hin mörgu dvalarár sín þar,
og naut þar hins innilegasta kær-
leika og umönnunar, og í örmum
ástvinanna þar andaðist hann.
Hann fékk heimfararleyfi til
betri tilveru á aðfangadag jóla —
þegar blessuð jólahátíðin var að
ganga í garð. Útför hans fór fram
frá kirkju Gimlisafnaðar þann
27. des. undir stjórn sóknar-
prestsins, séra H. S. Sigmars, að
fjölmennu frændaliði og fólks-
fjölda viðstöddum. Sá, er línur
þessar ritar, flutti einnig kveðju-
orð.
Með Kristjáni Einarssyni er
sanngöfugur maður genginn
grafarveg, einn hinnar „kyrlátu
í landinu", er bar merkið fram
til sigurs, svo að hvergi er blettur
þar á fallinn. „Þar sem góðir
menn ganga, þar eru vegir
Guðs“. S. Ólafsson
Höfðingleg gjöf
fil Skálholts
Séra Valdimar J. Eylands
hefir ritað biskupi bréf, dags. 14.
apríl 1953, þar sem hann kveður
að til sín hafi komið maður að
nafni Árni Pálsson frá Setbergi
í Borgarfirði eystra. Var erindi
hans það, að biðja séra Valdimar
að koma á framfæri $500.00 gjöf
til Skálholtsstaðar frá konu
sinni, Ragnheiði Margréti Er-
lendsdóttur. Er kona þessi fædd
i Skálholti 7. júní 1870, dóttir
Erlendar bónda þar og Margrét-
ar Ingimundardóttur konu hans.
Hún fór vestur um haf árið 1900
og giftist tveim árum síðar Árna
Pálssyni. Þau hafa lengt af búið
nálægt Reykjavíkur pósthúsi
norðarlega í Manitoba, eru nú
hætt búskap og dvelja á Lundar.
Kona þessi hafði séð þess getið
í blöðum, að viðleitni væri hafin
á íslandi til fjársöfnunar í því
skyni að endurreisa Skálholts-
stað og er þessi gjöf hennar
þannig vottur um ræktarsemi
hennar til fæðingarstaðar síns og
ættlands.
Hefir þetta fé nú borizt biskupi
um hendur Útvegsbanka íslands
og hann afhent það féhirði Skál-
holtsnefndar, herra Sveinbirni
Finnssyni forstjóra með krónum
8.280.00.
Gjöf þessara hjóna er ekki að-
eins höfðingleg, hún er jafnframt
uppörfun og hvatning til allra
þeirra, sem Skálholtsstað unna,
um að rétta fram hendur í hinu
mikla viðreisnarstarfi á hinu
forna biskupssetri. Berast þess-
um góðu hjónum hlýjar kveðjur
frá ættlandinu ásamt blessunar-
óskum. — KirkjublaðiB, 11. maí
Glæsileg gjöf til
Hafnarfjarðar-
kirkju
Dr. Árni Helgason ræðismaður
íslands í Chicago og frú hans
hafa nýlega sent Hafnarfjarðar-
kirkju að gjöf mjög fagra og
vandaða altarisstjaka og afhenti
biskup þá við guðsþjónustu í
kirkjunni sunnudaginn 3. maí s.l.
Stjakarnir eru gefnir til minn-
ingar um foreldra Árna, Helga
Sigurðsson og Sigríði Jónsdóttur,
er voru gamlir Hafnfirðingar.
Ársþing Hins Ev. Lúterska
Kirkjufélags
Hið 69. ársþing Hins Ev. Lút. Kirkjufélags íslendinga í
Vesturheimf verður haldið í kirkju Hallgrímssafnaðar
(Calvary Church) í Seattle, Washington, dagana 24.—27.
júní n. k., og hefst með guðsþjónustu og altarisgöngu, kl.
2 e. h. á miðvikudaginn, 24. júní,
Að kvöldi sama dags verður Virgil Anderson, cand.
theol. vígður sem trúboðsprestur kirkjufélagsins.
Á fimmtudaginn, síðdegis, flytur Dr. L. H. Steinhoff,
fulltrúi United Lutheran Church in America, erindi.
Fimmtudagskvöldið verður æskulýðskvöld þingsins;
flytja þá erindi þeir séra Egill H. Fáfnis, séra Haraldur S.
Sigmar og Virgil Anderson.
Á föstudagskvöldið verður sérstök hátíðarsamkoma,
með söng og ræðum. Aðalræðuna flytur væntanlega Dr.
Rúnólfur Marteinsson; aðrir taka einnig til máls.
Þingfundir hefjast kl. 9 að morgni alla þingdagana; gert
er ráð fyrir að þingstörfum verði lokið um hádegi á
laugardag.
Söfnuðum kirkjufélagsins ber að lögum, að senda full-
trúa á kirkjuþing.
Winnipeg, 1. júní 1953
VALDIMAR J. EYLANDS HAROLD S. SIGMAR
Forseti Skrifari
Dag Hammarskjöld
Hann er góður stjórnandi og skipuleggjari og fer dult með
skoðanir sínar
Meðal þeirra atburða, er ný-
lega hafa gerzt og einna helzt
þykja gefa vonir um bætta sam-
búð milli austurs og vesturs, er
samkomulagið, er náðist um
skipan nýs aðalforstjóra fyrir
S. Þ. Trygve Lie sagði af sér aðal
framkvæmdastjórastarfinu 10.
nóv. s.l. og hafði síðan verið
reynt árangurslaust að ná sam-
komulagi um eftirmann hans, en
Rússar og vesturveldin aldrei
getað komið sér saman, en út-
nefning aðalforstjórans fer þann-
ig fram, að fyrst þarf Öryggis-
ráðið að samþykkja hana, en
síðan þing S. Þ. Rússar beittu
neitunarvaldi sínu í Öryggisráð-
inu til að fella útnefningu þeirra
manna, sem vesturveldin höfðu
helzt augastað á, en þau beittu
hins vegar meirihlutavaldi sínu
til að hindra útnefningu þeirra,
sem Rússar töldu sig geta sætt
sig við.
Það gerðist svo nær öllum að
óvörum, að á einum fundi Ör-
yggisráðsins náðist algert sam-
komulag um útnefningu Svíans
Dags Hammarskjölds, en hann
hafði aldrei verið nefndur áður í
þessu sambandi og það ekkert
verið orðað við hann sjálfan,
hvort hann væri fús til starfsins.
Talið er, að það hafi verið full-
trúi Frakka, er átti hugmyndina
um útnefningu Hammarskjölds
og hafi hún m. a. komið Bretum
nokkuð á óvart, er ætluðu sér
að koma Lester Pearson utan-
ríkisráðherra Canada, í stöðuna.
Hammarskjöld taldi sér ekki
fært að skorast undan því að
taka við embættinu eftir að sam-
komulag hafði náðst um hann, og
var útnefning hans síðan sam-
þykkt af þingi S. Þ. Hann tók
síðan við stöðunni fyrir nokkr-
um dögum.
TJmsvifamikið starf
Starf aðalforstjóra S. Þ. er um-
fangsmikið og vandasamt. Starf
hans er eina embættið, sem sér-
staklega er getið í stofnskrá
þeirra. Þar er aðalfojrstjóranum
lýst sem framkvæmdastjóra sam-
takanna með sérstöku valdi og
skyldum. Þeir, sem sömdu stofn-
skrána, gátu þess, að hann ætti
að vera „trúnaðarmaður ríkis-
stjórna.“
Aðalforstjóra S. Þ. hefir verið
fengið meira stjórnmálalegt vald
en nokkrum öðrum embættis-
manni alþjóðasamtaka fyr og
síðar. Hann getur „vakið athygli
Öryggisráðsins á hverju því máli,
sem að hans dómi kann að stofna
friði og öryggi í hættu.“ Aðalfor-
stjórinn hefir því sama rétt og
allsherjarþingið sjálft eða hver
einstök ríkisstjórn, sem meðlim-
ur er í alþjóðasamtökunum. —
Hann er því eins konar vörður
friðar og réttlætis í heiminum.
Aðalforstjórinn annast fjár-
hag og allar verklegar fram-
kvæmdir bandalagsins. Hann er
framkvæmdastjóri allra stofnana
Sameinuðu þjóðanna, að sér-
stofnunum undanteknum. Til
aðalforstjórans ber að stíla öll
skjöl og opinber bréf til Samein-
uðu þjóðanna. Auðsætt er, að
einn maður getur ekki persónu-
lega annast öll þessi störf og þess
vegna hefir aðalforstjórinn sér til
aðstoðar aðstoðar-aðalforstjóra,
sem eru staðgenglar hans í hin-
um ýmsu deildum.
Meðal vandamestu verkefna
aðalforstjórans og starfsliðs hans
er undirbúningur allra funda og
þinga, sem haldnir eru á vegum
S. Þ. og framkvæmdir ákvarð-
ana, sem teknar eru á þingum.
Fjárhagsáætlun Sameinuðu þjóð
anna er samin í nafni aðalfor-
stjórans og á hans ábyrgð. Hann
einn skipar starfslið, en embættis
menn Sameinuðu þjóðanna eru
nú milli 3 og 4 þúsund.
Árslaun aðalforstjórans eru
20 þúsund dollarar (um 326 þús.
ísl. kr.). Auk þess eru honum
veittir 20 þúsund dollarar árlega
í risnu og annan kostnað. Sam-
ei'nuðu þjóðirnar sjá aðalfor-
stjóranum fyrir bústað.
Starfsferill Hammarskjölds
Hinn nýi aðalforstjóri S. Þ.,
Dag Hammerskjöld, er fæddur
29. júlí 1905. Hann er kominn af
sænskri aðalsætt, er mjög hefir
komið við sögu Svíþjóðar á síð-
ari öldum. Faðir haníi sem enn
er á lífi, 91 árs að aldri, var ráð-
herra fimm sinnum og seinast
forsætisráðherra á árunum 1914
til 1917. Bróðir Dags, sem nú er
látinn, var dómari í alþjóða-
dómnum í Haag.
Hammarskjöld nam lögfræði
og hagfræði við háskólann í Upp-
sölum og lauk þaðan prófi með
ágætiseinkunn. Jafnhliða laga-
og hagfræðináminu lagði hann
einnig stund á bókmenntir,
frönsku og heimspeki. Hann
hefir fylgzt vel með í þessum
greinum síðan og er því óvenju-
lega fjölfróður maður og víðles-
inn. Einkum hefir hann lagt sig
eftir nýrri bókmenntum, aðal-
lega þó frönsku, í seinni tíð og
er m. a. mikill aðdáandi enska
Nóbelsverðlaunaskáldsins T. S.
Elliot.
Að háskólanámi loknu var
Hammarskjöld fyrst kennari við
háskólann í Stokkhólmi, en varð
skömmu síðar ritari sænska ríkis
bankans. Árið 1936 várð hann
skrifstofustjóri í fjármálaráðu-
neytinu og fimm árum síðar for-
maður í bankaráði sænska ríkis-
bankans. Hann var á þessum ár-
um nánasti samstarfsmaður
Vigfors fjármálaráðherra, er var
þá einn umdeildasti stjórnmála-
maður Svía. Eftir stríðslokin
gerðist hann fjármálaráðunautur
utanríkisráðuneytisins og hefir
verið fulltrúi þess á flestum efna
hagsráðstefnum, er haldnar hafa
verið undanfarin ár. M. a. hefir
hann verið fulltrúi Svía á fund-
um efnahagsstofnunarinnar í
París og hafa Frakkar mikið dá-
læti á honum. Fyrir rúmu ári var
hann skipaður eins konar aðstoð-
arutanríkisráðherra og heyrði
það m. a. undir þetta embætti
hans að mæta sem aðalfulltrúi
Svía á þingum S. Þ., en hann
hafði oft verið þar fulltrúi áður.
Fer dult með skoðanir sínar
Hammarskjöld hefir aldrei
verið í neinum pólitískum flokki
og hefir löngum þótt erfitt að fá
greinilega vitneskju um skoðan-
ir hans. Hann er talinn meistari
í því að setja skoðanir sínar fram
með fallegu orðalagi, en jafn-
framt svo óljósu, að erfitt sé að
skilja það, sem fyrir honum
vakir. Að þessu leyti er hann
ólíkur fyrirrennara sínum,
Trygve Lie, sem segir venjulega
skoðanir sínar umbúðalaust. Vel
má vera, að þessi framkoma
Hammarskjöld henti betur aðal-
forstjórastarfinu en hin opinskáa
framkoma Lies.
Dag Hammarskjöld er maður
vel kunnur meðal þeirra stjórn-
málamanna, sem tekið hafa þátt
í alþjóðasamvinnu á árunum eft-
ir síðustu heimsstyrjöld og nýtur
vinsælda og trausts í þeim hóp.
Hammarskjöld er þannig lýst, að
hann sé fyrirmannlegur í fram-
komu, en þó frekar óframfærinn
á mannamótum. Þykir stundum
bregða fyrir feimni hjá honum.
En þrátt fyrir það er Hammar-
skjöld ræðumaður ágætur. Hann
er meðalmaður á hæð, bjartur
yfirlitum og snyrtimenni. Hamm
arskjöld er talinn verkhygginn
og stjórnsamur í bezta lagi.
Vinnuharður er hann við sjálfan
sig og þykir sitja lengst allra
manna á skrifstofu sinni, eftir að
aðrir hafa hætt vinu.
Uppáhalds tómstundaiðkun
Hammarskjölds eru fjallgöngur.
í viðtali, sem Hammarskjöld átti
við blaðamenn 1 New York, er
hann kom frá Svíþjóð til að taka
við embætti sínu minntist hann
á þessa uppáhaldsíþrótt sína.
Hann gat þess að bezti fjall-
göngumaðurinn væri sá, sem al-
drei efaðist um, að honum myndi
takast að klífa hæsta tindinn.
Hammarskjöld er ókvæntur og
er nú sagt um hann, að hann sé
þekktasti piparsveinninn í heim-
inum.
Lie var vellátinn
Fráfarandi aðalforstjóri Sam-
einuðu þjóðanna, Norðmaðurinn
Trygve Lie, er löngu heimskunn-
ur maður fyrir stjórnmálastörf
sín, fyrst sem utanríkisráðherra
Noregs á styrjaldarárunum og
síðan sem aðalforstjóri Samein-
uðu þjóðanna. Lie var kjörinn
fyrsti aðalforstjóri S. Þ. 1946 til
5 ára og endurkosinn til þriggja
ára 1950. Síðari kosningin fór
fram eftir að Sameinuðu þjóð-
irnar höfðu tekið í taumana í
Kóreu eftir tillögu Lies. Það
varð til þess, að Sovét-Rússland
viðurkenndi aldrei kosningu
Trygve Lie í embætti aðalfor-
stjórans. Hafa Rússar og stuðn-
ingsríki þeirra gengið framhjá
Lie og ekkert viljað við hann
eiga.
Þessi andstaða Sovét-Rúss-
lands var ein af aðalástæðunum
fyrir því, að Lie sagði af sér em-
bætti hálfu öðru ári áður en em-
bættistími hans var útrunninn.
Lie lýsti því yfir, er hann sagði
embættinu lausu, að hann teldi
að á þeim erfiðu tímum, sem nú
ganga yfir heiminn væri nauð-
synlegt að aðalforstjóri Samein-
uðu þjóðanna nyti trausts allra
meðlimaþj óðanna.
Ræður fulltrúa fjölda margra
þjóða, þegar nýi forstjórinn var
kjörinn, báru það með sér að Lie
á miklum vinsældum að fagna
hjá stjórnmálamönnum heimsins.
Nær undantekningarlaust hörm-
uðu fulltrúarnir að Lie skyldi
láta af störfum. Fulltrúi Sovét-
Rússlands var eina undantekn-
ingin.
—TÍMINN, 26. apríl
Kaupið Lögberg
Víðlesnasta
íslenzka blaðið
STRIVE FOR KNOWLEDGE
In these modern times Business College
Education is not only desirable but almost
imperative.
The demand for Business College Educa-
tion in industry and commerce is steadily
increasing from year to year.
Commence Your Business
Training immediately!
For Scholarships Consult
THE COLUMBIA PRESS LIMITED
PHONE 74-3411 695 SARGENT AVE., WINNIPEG