Lögberg - 11.06.1953, Blaðsíða 5

Lögberg - 11.06.1953, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. JÚNl, 1953 5 WV /UilGAHAL ■WENNA Ritstjón: INGIBJÖRG JÓNSSON * 75 ÁRA AFMÆLI MIKLEYJARSAFNAÐAR II. Eftirmanni séra Jóns Bjarna- sonar í Nýja-lslandi, séra Hall- dóri Briem, mun ekki hafa þótt lífvænleg prestsstaða sín þar eftir hina miklu útflutninga, enda sagði hann af sér stöðunni ári síðar, í marz 1881, og hvarf þaðan burtu. Nú var enginn prestur í Nýja-íslandi og Fram- fari var liðinn -undir lok; hjöðn- uðu nú deilurnar um hríð. — Sjálfsagt hafa húslestrar verið hafðir um hönd á flestum heim- iium; þannig var það í Mikley. Árið 1884 var séra Jón Bjarna- son ráðinn prestur til lúterska safnaðarins í Winnipeg. Um veturinn það sama ár fór séra Hans Thorgrímsson, eftir maður séra Páls Thorlákssonar í Dakota, að gangast fyrir því, að íslenzkir söfnuðir beggja vegna landa- mæranna mynduðu allir eitt kirkjufélag. Var í þeim tilgangi haldinn fundur í janúar 1885 að Mountain og svo stofnfundur í júní sama ár í Winnipeg. Full- trúar voru þar frá söfnuðunum í Nýja íslandi en ekki frá Mikleyjarsöfnuði; hann gekk í kirkjufélagið í júní 1886. Á stofnfundi kirkjufélagsins var rætt um prestsleysið í Nýja- Islandi og forseta félagsins, séra Jóni Bjarnasyni, falið að greiða úr því. Samkvæmt ósk safnað- anna réði hann séra Magnús J. Skaptason 1887 sem þjónandi prest kirkjufélagsins í Nýja- íslandi. Varð hann brátt vinsæll meðal safnaða sinna og gekk nú alt vel um hríð. Eins og áður er getið, gerði Mikleyjarsöfnuður tilraun til að reisa sér kirkju 1878, er ekki varð af vegna ágreinings við myllueigendurna þar, og svo trúmálaágreiningsins og fólks- fæðar eftir útflutninginn. Nú tóku þeir sér fyrir hendur á ný að reisa kirkju. Réði söfnuður- inn tvo bræður frá Gimli yfir- smiði þá Jakob og Vilhjálm Sigurgeirssyni frá Grund í Eyja- fírði. Var kirkjusmíðinni lokið sumarið 1890, og Mikleyjarsöfn- uður, þótt fámennur væri, varð þannig fyrstur af öllum söfnuð- um í Nýja-fslandi að reisa sér kirkju. Nokkrum mánuðum síðar, á páskadaginn!891, gerðist sá sögu legi atburður í Mikleyjarkirkju, að sóknarpresturinn, sr. Magnús J. Skaptason, flutti prédikun og andmælti harðlega ýmsum kenn- ingum lútersku kirkjunnar, hélt svo suður nýlenduna og flutti þessa sömu prédikun yfir öllum söfnuðum sínum. Trúmáladeilur hófust nú á ný og íriðnum var slitið; einn söfnuður sagði presti strax upp þjónustu, aðrir klofn- uðu, þar á meðal Mikleyjar- söfnuður, voru fylgjendur séra Magnúsar þar í meiri hluta og sagði söfnuðurinn sig úr kirkju- félaginu ásamt fleiri söfnuðum í Nýja-íslandi. Fóru safnaðarmál- in í nýlendunni þá á ringulreið. Kirkjufélagið sendi séra Haf- stein Pétursson norður til Nýja- fslands til þess að reyna að jafna deilur manna og semja frið; er sagt frá heimsókn hans til safn- aðanna í Sameiningunni sept. 1892 og þetta meðal annars: „Hann sigldi til Mikleyjar með 4 mönnum, er sendir höfðu verið að sækja hann. Næsta dag mess- aði hann þar og tók margt fólk «1 altaris. Kirkju Mikleyjar- safnaðar segir hann hér um bil fullgerða, vandað hús að öllum frágangi. Er það til mikils hróss fyrir jafnfáa og fátæka menn, °g eyjarbúar eru, að hafa komið UPP sómasamlegu guðshúsi á skömmum tíma, og er auðvitað að þeir hafa ekki getað gjört það, nema með því að taka nærri sér. En svo ættu þeir að hafa hug- fast um leið að kirkjan sé notuð til að staðfesta þá í trúnni, en ekki til þess að uppræta trúna úr hjörtunum.“ Þetta guðshús varð nú að deiluefni, því allir höfðu lagt til þess. Gekk deilan svo langt, að eitt sinn settu utansafnaðar- menn lás á kirkjuna. Þá sendi kirkjufélagið séra Jónas Sigurðs- son norður og gat hann talað svo um fyrir mönnum, að lásinn var tekinn burt, en ekki var deilunni lokið. Séra Jón Bjarnason, for- seti félagsins, gerði sér ferð norður sokkru síðar. „Ekki til að ræða kirkjumál hið ytra,“ segir í Sameiningunni, „heldur til að heilsa upp á menn í Jesú nafni, og eftir mætti hvetja menn til að glæða hjá sér ljós kristinnar trúar í hjörtum og húsum.“ Um heimsóknina til Mikleyjar segir hann þetta: „Að heimsækja Mikleyinga var í alla staði ánægjulegt. — Kirkjan er allsnoturt hús, þótt hún sé ekki stór, byggð úr sandsteypu. Um tíma fyrir nokkrum árum tóku menn í Nýja-íslandi að byggja hús af því efni. En nú hafa menn hætt við þá húsagerð, því hún hefir ekki vel gefist. Uppi yfir dyrum kirkjunnar í Mikley standa letruð þessi orð ritning- arinnar: „Blessaður sé sá, sem kemur í nafni drottins.“ Mikleyjarsöfnuður gekk aftur í kirkjufélagið. Bræðrasöfnuður við Fljótið hafði sent séra Oddi V. Gísla- syni köllun og þjónaði hann Mikleyjarsöfnuði og öðrum söfn- uðum í Nýja-íslandi um þessar mundir. Hann sagði sig úr kirkju félaginu nokkru eftir aldamótin sökum ágreinings út af óvenju- legum lækningum hans. Það var ekki fyr en séra Rún- ólfur Marteinsson gerðist prest- ur í Nýja-íslandi 1901 að ágrein- ingnum um kirkjuna í Mikley lauk, munu vinsældir og lipurð hins unga prests hafa átt mikinn þátt í því. Einn ágætur byggðar- búi, Jón Jónsson að Grund, tók að sér að ná tali af öllum utan- safnaðarmönnum og fékk hann þá til að sleppa tilkalli sínu til kirkjunnar án skilyrða; var það göfugmannlega gert og mikið lán fyrir byggðina, að ekki spunn- ust út af kirkjueigninni hat- ramlegri deilur og málaferli, eins og sums staðar hefir átt sér stað; lítil byggð þolir ekki slíkt. Þótt kirkjan sé eign lúterska safnað- arins fá utansafnaðarmenn hana til afnota þegar þeir þurfa, enda hafa þeir lagt til hennar og gera enn. f Mikleyjarkirkju hefir jafnan verið hátt til lofts og vítt til veggja;.hafa safnaðarmenn ef til vill þessi orð í huga: „í húsi mínu rúmast allir, allir!“ Nú var ekkert því til fyrir- stöðu, að kirkjan væri vígð og fór athöfnin fram 14. sept. 1902. Séra Jón vígði kirkjuna með að- stoð séra Steingríms Thorláks- sonar og sóknarprestsins. „Vígsluathöfnin var dýrðleg og hrifning mannfjöldans mikil,“ ritar séra Rúnólfur. Þarna sáu menn, sem barizt höfðu þungri baráttu fyrir lúterskum kristin- dómi, drauma sína rætast. Ég nefni suma þeirra: Helga á Reynistað, Stefán á Jónsnesi, Halldór í Hlíðarhúsum, Helga Ásbjörnsson, Vilhjálm Ásbjörns- son, Ágúst Magnússon, Stefán á Höfða, Marus Doll og margir fleiri, að ógleymdu kvenfólkinu, sem voru engir eftirbátar karl- mannanna í trúmensku við Krist og kirkju. Árið 1908 var prestakallinu í Nýja-íslandi skipt og hefir Mikleyjarsöfnuður tilheyrt síðan Gimli-prestakalli. Síðan séra Rúnólfur sagði af sér störfum í prestakallinu 1910 hafa þessir prestar þjónað Mikleyjarsöfnuði: Séra Carl J. Olson 1911—17; séra Sigurður Ólafsson, 1921—29; séra Jóhann Bjarnason, 1930—35; séra Bjarni A. Bjarnason, 1931—41; séra Skúli Sigurgeirs- son, 1944—50; séra Harald S. Sigmar, 1951. — Á þessum árum hafa prestar Unitara- og Sambandskirkjufé- lagsins messað af og til í Mikl- eyjarkirkju. Ennfremur er Sam- bandskvenfélag starfandi í byggðinni. Árið 1886, 4. marz, mynduðu 14 konur kvenfélag, hið fyrsta í Nýja-íslandi, er nefnt var Undína, í þeim tilgangi að líkna bágstöddum, en tók svo síðar á stefnuskrá sína að hlynna að lúterska söfnuðinum; hefir það verið stoð hans og stytta í fjölda mörg ár og er það enn. Ekki er messað oft í Mikley, sex til átta sinnum á ári, en sunnudagaskóli er starfræktur stöðugt, og ekki er hægt að minn- ast hans, án þess að geta þess manns, er gerði meira að því að halda uppi kristindómsfræðslu á eyjunni en nokkur annar, en það var Helgi heitinn Ásbjörns- son. í marga tugi ára stjórnaði hann sunnudagaskólanum og undirbjó börnin fyrir fermingu. Hjá honum lærðu þau og mörg að lesa íslenzku. Hann var oftast erindreki safnaðarins á kirkju- þingum. Nemendur hans munu seint gleyma þessum hvítskeggj- aða manni; góðmennskan og trúargleðin skein jafnan af and- liti hans. 'í minningargrein um Helga ritar séra Rúnólfur: „Með Helga látnum hefir Mikley mist kenniföður þó ekki væri hann prestvígður." — Eins og áður er getið, var, kirkjan byggð úr sandsteypu, sem ekki gafst vel, hún var því rifin og önnur kirkja reist 1928. Söknuðu margir gömlu kirkj- unnar; séra Rúnólfur ritaði: — „Andi frumbyggðarinnar spegl- aði sig þar; það var eitthvað þar sterkt og hreint.“ Hin nýja kirkja er líka falleg og er miklu stærri en sú gamla. Guðmundur Olson var yfirsmið- urinn. Árið 1938, 21. ágúst, var nýja kirkjan vígð af þáverandi forseta kirkjufélagsins, séra Kristni K. Ólafsson; voru marg- ir prestar viðstaddir og tóku þátt i athöfninni. Ári síðar var kirkjuþingið haldið í Mikley og þótti þingmönnum ævintýralegt, að sigla þá í fyrsta sinn á kirkju- þing. Og í júní 1949 hélt Banda- lag lúterskra kvenna ársþing sitt í Mikleyjarkirkju. Þótti söfnuð- urinn, kvenfélagið og Mikleying- ar í heild taka höfðinglega á móti gestunum í bæði skiptin. Og nú hefir Mikleyjarsöfnuður haldið upp á 75 ára afmæli sitt; megi starf hans blómgast og blessast á komandi árum. ,Sama vald, er veldur sólnatafli, veitir sér í gegnum mannsins æðar“ Áhrif stjarnanna á vorri jörð Háttsettur embættismaður var á ferð um vetur norður í Yukon- héraði og gamall gullnemi var fenginn til þess að aka honum á sleða. Áður en þeir lögðu af stað breiddi gullneminn feld af villinauti yfir kné þeirra. — Þú átt að snúa hárinu inn, sagði embættismaðurinn. Veiztu ekki að það er langtum hlýrra. Gamli maðurinn sneri feldin- um við og hló. — Að hverju ertu að hlæja? spurði embættismaðurinn. — Ég var að hugsa um vesal- ings villinautin, sagði sá gamli, hvílíkir dauðans bjálfar þau eru að hafa aldrei uppgötvað þetta. "y j7 Okkar a ðVlilli Sagt ^ Eftir GUÐNÝJU GÖMLU I tilliti til alls, sem ritað hefir verið um krýninguna, virðist sem ég geti litlu bætt þar við. Utan þess, ef til vill, að þeir, sem sjá aðeins skrautið og viðhöfnina, fara á mis við dýpri merkingu viðburðarins. Það er vissan um stöðu- leika breska konungsdómsins, sem ég hefi feng- ið síðan ég kom til Canada, er veitir borgurum samveldisríkjanna, þeim er skilja það, sterka öryggistilminningu. Guð blessi drotninguna, sannarlega. ------ O ------ Nú verðum við að snúa okkur frá þessum æðri hugsunum til hversdagslegri hluta. Við konurnar eigum lítinn heim útaf fyrir okkur — fjölskylduna, og innan þess litla hrings reynum við að afla alls þess sem bezt er; það er kanske þessvegna, að við konur viljum reyna eitthvað nýtt, eða krefjumst einhvers betra. Þegar ég kom til Canada, hafði ég aldrei heyrt um bréfklúta, eða FACE-ELLE. Nú get ég ekki hugsað mér að vera án Face-Elle klúta. fteynið þá og athugið hvers vegna Face-Elle er jafnan efst á innkaupalista mínum! ------ O ------ í síðasta dálki mínum sagði ég ykkur frá nýrri uppfinningu— CURITY DIAPERS. Þið verðið að reyna þær. Athugið sjálfur hve Curity barnarýjur eru mjúkur og þerrandi, auðvelt að þvo þsc/, og þær þorna fljótt. Ég skal senda þér eina Curity barnarýju fyrir aðeins 25c í silfri eða frímerkjum er borgar fyrir höndlunnar kostnað — skrifið mér í dag til Curity, 37 Isabella Street, Toronto. Þær munu reynast óvenju góðar, því, þótt þær séu mjúkur og léttar, þerra þær betur og endast betur en venjulegar barnarýjur. Mig langar svo mikið að þú njótir þessarar uppfinningar með mér. ------ O------- Frá borði mínu get ég Séð gómsæta hænsnasteik í GURNEY ofninum okkar. Þetta er önnur nýjung, sem vera mín í þessu nýja landi hefir veitt mér. Stundum stríðir maðurinn minn mér með því að segja að við konurnar höfum of lítið að gjöra í Canada. En hann veit að sá frítími, sem tímasparnaðarvél eins og Gurney eldavélin veitir mér, gerir mér mögulegt að verja meiri tíma með honum og börnunum. Hann getur í rauninni ekki kvartað, því máltíðirnar, sem ég bý til fyrir hann á GURNEY vélinni okkar, eru betri en nokkurn tíma áður — þess nýtur öll fjölskyldan. ------ O ------ Hvað tala konur um þegar þær hittast? Þú og ég vitum það. Alveg það sama og ég rita um í þessum dálkum — nýjar leiðir til að gera lífið auðveldara, ánægjulegra og öruggara. Og þegar ég tala um öryggi, tala ég um IMPERIAL BANKANN. Við sem komum til að byrja lífið á ný i ókunnu landi höfum við mörg vandamál að stríða. Við, fyrir okkar leyti, munum ávalt vera þakklát IMPERIAL BANKASTJÓRA okkar fyrir þolinmóðar útskýringar og vinsamlegar ráðleggingar, sem hjálpuðu okkur og greiddu úr vandamálum. Einnig þú munt njóta þessarar fyrir- greiðslu hjá IMPERIAL BANKANUM. Á jörðinni ríkir nagandi kvíði. — Andrúmsloft þessarar aldar er þrungið feiknum og fárstöfum. Allar þjóðir eru í uppnámi. Andstæðurnar aukast og allt virðist stefna á ógæfuhlið. Tor- tryggni og öryggisleysi er hvar- vetna að finna og friðarhugsjón- in á erfitt uppdráttar. Jafnvel hin dauða náttúra er að byrja að tryllast. Mannkynið greinist í ólíka flökka eftir ólíkum lífsvið- horfum. Stórveldin hervæðast og kappkosta að finna upp ný og ný aleyðingar og drápstæki. Með vaxandi ótta horfir almenningur á þessi tákn tímanna og býst við nýjum skelfingum ofan á þær, sem á undan eru gengnar. Skugg- inn af kjarnorkustyrjöld breiðist út um alla jörð og mannkynið óttast að Ragnarök sé á næstu grösum. Hvar er þá hjálpar og hug- svölunar að leita? Hvergi nema í trúnni á mátt og sigur hins góða, trúnni á æðri máttarvöld, sem hjálpað geta, ef liðsinnis þeirra er leitað. Maðurinn verður að skilja hlutverk sitt og stöðu sína í alheimi. Hann verður að skilja að hann hefir frjálsan vilja til að velja og hafna, en er jafn- framt háður utan að komandi áhrifum, sem geta kollvarpað öllum fyrirætlunum hans, ef þær eru ekki í samræmi við hin eilífu alheims lögmál. Honum verður að skiljast, að „heimsins vél er knúð af einu afli“, sem æðra er allri mannlegri speki, og er því guðdómur. Lausn mannkynsins er komin undir því, að líf þess sé í samræmi við lögmál alheims máttarins, að það sé guðdómin- i;m samtaka. Fleiri og fleiri af andans mikil- mennum þjóðanna taka nú undir þessa skoðun, og það er fyrsta skrefið í áttina að réttu marki. Því svo sannarlega sem hin fáu andans mikilmenni hafa áður leitt þjóðirnar frá villimennsku, þá munu þau leiða þær af þeim villigötum, sem þær eru nú á. ---------------☆----- í mörgum bókum, sem fræði- menn rita og komið hafa út að undanförnu er sagt, að jarðríki sé ekki eina ríki heimsins, sem byggt er, og að maðurinn sé ekki aðeins jarðarborgari, heldur einnig alheimsborgari, í þess orðs fyllstu merkingu. Meðal nýjustu bóka, sem um þetta efni fjalla, er þýzk bók, sem heitir „Wir und das Weltall" og er eftir stjörnuþýðandann Willy Bischoff. Hann gerir þar þann greinarmun á „astrologie“ (stjörnuþýðingalist) og „astro- nomi“, að astrologie sé sú fræði- grein, er fáist við afstöðu stjarn- anna innbyrðis og hverja þýð- ingu hún hafi, en astronomi sé himinþekking. Þess vegna hafi hin fyrrnefnda verið kölluð stjörnuþýðingafræði, en hin „stærðfræði stjörnugeimsins“. — Hvortveggja vísindagreinin sé sjálfstæð, en astrologie hafi það fram yfir að hún sé lífræn og reyni að skilja -hvað liggur til grundvallar að sambandi stjarn- anna. Þessar vísindagreinar geti stutt hvor aðra með aðstoð þriðju vísindagreinarinnar, — stjörnulíffræði. Stjörnulíffræðin sé sú fræði- grein, er rannsakar lífið í alheimi, og samband lífsins í alheimi. Það sé því hennar hlutskipti að rannsaka þau áhrif, sem alheim- urinn hefir á lífið hér á jörð, og þá sérstaklega líf mannanna. Sumir hafa haldið því fram, þegar þekkinguna þrýtur, að þetta eða hitt gerist af tilviljun. En það er ekki um neina tilvilj- un að ræða í stjórn alheimsins, og stjörnufræðingurinn Johann- es Kepler hélt því jafnvel fram á sinni tíð. Þegar vér tölum því um tilviljun, þá er það aðeins vegna ónógrar þekkingar á stjórn heimsins, og fullkomins þekk- ingarleysis á afstöðu hnattar vors í alheimi. Það er hlutverk stjörnulíffræðinnar að styðjast við reynslu og reyna að læra af henni þegar svipaðir atburðir endurtaka sig. Astralogian lítur ekki á menn- ina sem einstaklinga, heldur sem lið í alheimssköpuninni. — Sama valdið, sem stjórnar gangi stjarn- anna og lætur blóm og jurtir vaxa, hreyfir sér einng í sál mannsins. Máðurinn er háður utan að komandi krafti, sem ríkir í alheimi og er öllu æðri og hlýtur því að vera guðdómlegur. Þessi kraftur stjórnar mönnum og heimshverfum og þess vegna hlýtur að vera tilgangur að baki. Það hefir verið sannað vísinda- lega, að eigi aðeins sól vor og tungl hafa geisileg áhrif á lífið hér á jörðu, heldur hafi blátt áfram stuðlað að því, að lífið reis hér á legg. Franski stjörnufræð- ingurinn Camille Flammarion sýndi fram á hver áhrif tunglið hefir á líf manna, og Charles Darwin tók undir það. Og þegar það er nú sannað að tunglið hefir þessi áhrif, þá er skammt til hins að viðurkenna að aðrir hnettir geti haft áhrif á lífið á jörðinni líka, jafnvel á hugarfar og breytni mannanna. Allir geislar, sem til vor stafa utan úr geimn- um, er orka, sem áhrif hefir. Þetta má sjá á því t. d. að ljós frá fjarlægustu stjörnum, hefir áhrif á ljósmyndaplötu, felur í sér kraft, sem gerir breytingar á efnasamsetningi hinnar ljós- næmu filmu. Sérstök áhrif hafa hinar aðrar jarðstjörnur á jörðina, Merkúr, Venus, Marz, Júpíter, Satúrnus, Úranus, Neptúnus og Pluto. Það er eftirtektarvert að sumar vísindagreinir hafa á seinni árum komizt að niður- stöðum í þessu efni, sem eru í fullu samræmi við kenningar astrologiunnar. — Allir þekkja áhrif sérstakra geisla, eins og t. d. útblárra geisla og X-geisla. Þessir geislar stafa utan úr geimnum og þeir hafa úrslitarík áhrif á erfðastöðu mannkynsins. Vér lifum og hrærumst í geisla hafi og til áhrifa þessara geisla er að rekja margt af því, sem gerist í lífi mannanna. Þetta hef- ir nú fengizt sannað með kjarn- orkuvísindunum. Þessir geislar hafa vakið oss til lífsins og áhrif þeirra fylgja oss til æviloka. Lífið er íleiðsla og samræmi. Vorhefti "Scandi- navian Studies" Nýútkomið vorhefti ársfjórð- ungsritsins “Scandinavian Stud- ies”, málgagns Félagsins til efl- ingar norrænum fræðum (The Society for the Advancement of Scandinavian Study), er að all- miklu leyti helgað íslenzkum fræðum. Öndvegi skipar í heftinu rit- gerð eftir dr. Richard Beck, er nefnist “Alexander Pope and Icelandic Literature”, fyrsta heildaryfirlit um það efni á enska tungu, en áður hafði höfundur birt ritgerð um það í „Skírni“. Dr. Beck er einnig meðhöfundur bókfræðilegs yfirlits yfir rit og ritgerðir um norræn fræði, er út komu í Bandaríkjunum síðast- liðið ár (“American Scandinavian Bibliography for 1952”); er þar getið ýmsra rita og fjölda rit- gerða, er varða íslenzk fræði, meðal annars þriggja ritgerða um það efni eftir dr. Stefán Einarsson. Eftir hann er einmg í umræddu hefti ritdómur um 3. bindi af hinni nýju útgáfu af Heimskringlu Snorra Sturluson- ar (íslenzk fornrit XXVIII, Reykjavík, 1951). Aðalritstjóri “Scandinavian Studies” er hinn kunni málfræð- ingur, Prófessor A. M. Sturte- vant, á ríkisháskólanum í Kansas (University of Kansas); en auk hans eiga sex aðrir kenn- arar í norrænum fræðum í Bandaríkjunum sæti í ritstjórn- inni, meðal þeirra dr. Beck og dr. Einarsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.