Lögberg - 11.06.1953, Síða 3
LÖGBERG, FIMMTUDAGINN 11. JÚNÍ, 1953
3
Uppgötvanir í Galapagosför Heyerdahls
vekja stórmikla athygli
Hinn heimsfrægi norski vis-
indamaður, Thor Heyerdahl, sem
alkunnur er af Kon-Tiki-leið-
angrinum, er hann fór til sönn-
unar þeirri kenningu sinni, að
Pólýesíumenn hefðu farið yfir
hafið frá Suður-Ameríku á
timburflekum, hefir nú lokið
öðrum vísindaleiðangri, sem
ekki mun síður þykja merki-
legur. -Að þessu sinni fór hann
til Galapagoseyja, út af vestur-
strönd Suður-Ameríku, og fann
fornleifar, sem lengi mun verða
um rætt meðal fornfræðinga.
. i
. I
Thor Heyerdahl segir frá
Þegar Heyerdahl kom úr þess-
um leiðangri, lét hann meðal
annars svo ummælt:
— Með fyrri rannsóknum mín-
um sannaði ég, að menningar-
þjóðir hafa fyrir tíma Inkanna
siglt á balsaflekum frá Suður-
Ameríku til Pólýnesíu. Það er
mjög eðlilegt, að það hvarfli að
manni að þeir hafi á ferðum sín-
um uppgötvað Galapagoseyjar,
sem eru miklu nær. Samt sem
áður hafa bæði fornfræðingar og
þjóðfræðingar hafnað þeirri til-
gátu jafn eindregið og siglingum
á balsaflekum um Kyrrahafið,
áður en ég fór þetta sjálfur. í
öllum fornfræðiritum, sem á
þetta minnast, er fullyrt, að eng-
ar fornmenjar sé að finna á
Galapagoseyjum. En nú mega
menn gera svo vel að leiðrétta
fræði sín.
Baðmullarjurtin
Það, sem vakti fyrst grun
minn, segir Heyerdahl enn-
fremur, var útbreiðsla baðmullar
jurtarinnar á eyjunum. Ég áleit
hana þangað komna af manna-
völdum. Eitt af því, sem við
fundum, var líka gamalt, indí-
ánskt spunahjól, sem fólgið var
í jörðu á stað, þar sem mikið óx
af baðmullarjurt.
Fornleifarnar fundum við yfir-
leitt með því að beita hugmynda-
flugi okkai' og setja okkur í spor
hinna fornu sæfara. Við reynd-
um að hugsa eins og við ímynd-
uðum okkur, að þeir hefðu hugs-
að, er þeir komu að eyjunum á
flekunum sínum. Við leituðum
að lendingarstöðum, sem hent-
uðu flekum, og við leituðum að
lindum, þar sem drykkjarvatn
fékkst.
Merkir jornleifafundir
Við fundum enga grafreiti, og
ég býst ekki við, að fólk hafi
haft þarna fasta búsetu til lang-
frama. En sums staðar hefir ver-
ið búseta öldum saman. Þar hafa
Indíánarnir af meginlandinu
veitt skjaldbökur, stundað fisk-
veiðar og ræktað baðmull. Við
þessar fornu búðir voru geysi-
legir gorphaugar. Þar fundum
við aragrúa brota úr gömlum
ieirvarningi og verkfærum úr
steini. Þessi brot eru ekki ásjá-
leg, en hvert og eitt þeirra hefir
langa sögu að segja. Það mun
taka langan tíma að rekja þá
söguþætti alla og skeyta þá sam-
an, en það verður merk saga, er
hún kemur öll í dagsins ljós.
Darwin og þráunarkenningin
Hin nýja saga Galapagoseyja
hefst, er hinn spænski biskup,
Thomas de Berlanga, fann eyj-
arnar 1535. Þá var þar engin
mannabyggð, og allt frá þeirri
stund hafa fræðimenn talið, að
þar hafi aldrei verið byggð. Ná-
kvæmléga 300 árum síðar kom
frægur maður til eyjanna. Það
var Charles Darwin, þá ungur
maður á leið umhverfis hnöttinn.
Darwin dvaldi margar vikur
á eyjunum, og rannsóknir hans
þar urðu grundvöllurinn að þró-
unarkenningu hans og kenning-
unni um uppruna tegundanna.
Þá voru alar lifandi verur á eyj-
unum dauðspakar og kunnu ekki
að óttast menn. Darwin áleit sem
aðrir, að eyjarnar hefðu ekki
verið byggðar.
För Iinkakonungsms
Hins vegar voru túil forna
sagnir um Inkakonunginn Túpak
Júpankví, sem fór á Kyrrahaf
með tuttugu þúsund menn á
miklum flota balsafleka. Túpak
var eitt ár í leiðangri sínum, og
er hann kom aftur hafði hann
sögu að segja af fjarlægum eyj-
um, sem enginn vissi fyrr um.
Þar var byggð, og hafði hann
hertekið nokkra fanga, sem voru
svartir á hörund, en auk þess
hafði hann mikið af gulli og
silfri. Margt bendir til þess, að
Iinkakonungur á fimmtándu öld
hafi komið til Galapagoseyja.
Vísindamenn hafa ekki viljað
trúa sögum um þennan Iinka-
konung. Menn trúðu því ekki
fyrr en Heyerdahl sannaði annað
á eftirminnilegan hátt, að Indí-
ánar hefðu siglt yfir opið haf á
balsaflekum sínum.
Eldri en lnkamenningin
Kon-Tiki-leiðangurinn koll-
varpaði öllum fullyrðingum vís-
indamannanna um óhæfni balsa-
flekanna til langsiglinga, og nú
hefir leiðangur Heyerdahls til
Galapagos sannað með fornleifa-
fundum, að Indíánamenningin
náði miklu víðar en áður var
talið. En fornleifar, sem fundust,
eru ekki allar frá öld Inkanna,
heldur sumar miklu eldri. Það er
talið sannað, að hinir fornu íbúar
Perú og Ecuadors hafi verið sæ-
farar, sem staðið hafi jafnfætis
hinum norrænu víkingum, og
þeir fóru frá Suður-Ameríku til
Galapagos til fiskveiða og baðm-
ullarræktar, enda þótt það sé
svipuð vegalengd og frá Noregi
til Englands. 1 ljósi þess, hve
þetta fólk gat sýnilega gert, er
ekki óhugsandi, að Túpak Inka-
konungur hafi á sínum tíma get-
að siglt til eyja í námunda við
Ástralíu og hertekið þar sína
svörtu fanga. Það hefði verið för,
sem líka mátti við siglingu Leifs
heppna til Vínlands. Fólk það,
sem bjó í Perú á undan Inkunum,
var vel mannað. Það er ekki ólík-
lega til getið, að það hafi flutzt
vestur á bóginn og numið land á
eyjum, sem eru miðja vega í
Kyrrahafinu, og raunar telur
Heyerdahl þetta sannað mál.
Flekarnir, sem það notaði, telur
hann, að hafi verið stærri en
Kon-Tiki og rúmað fimmtíu
manns hver. Upphaflega hélt
hann, að þeir hefðu verið látnir
reka yfir hafið, en eftir Kon-Tiki
leiðangurinn álítur hann, að
þeim hafi verið stýrt, og megi af
fornum letrum sjá, hvernig sá
stýrisbúnaður hafi verið. Þetta
er heldur ekki svo furðulegt, því
enn eru balsaflekar notaðir til
fiskveiða á afskekktum stöðum
og voru einnig notaðir til lang-
flutninga með ströndum fram
allt til ársins 1916, og þessum
flekum er hægt að stýra og hafa
vald á á svipaðan hátt og segl-
skútum.
—TÍMINN, 7. maí
Gleðimót
HVAÐ FINNST YÐUR?
Teljið þér fœrt að kynna dönsku þjóðinni óskir Islendinga um
afhendingu handritanna, frekar en gert hefir verið?
Jónas Jónsson, fyrrv. ráðherra
íslendingar hafa lítið gert til
þess að skýra handritamálið fyrir
útlendingum. Fræðimenn, sem
kynnzt hafa hinum hörmulega
útbúnaði Árnasafns í höndum
dönsku menntamálastjórnarinn-
ar, hafa að kalla má ekkert gert
til þess að krefjast réttmætra úr-
bóta. Bjarni Gíslason rithöfund-
ur í Danmörku hefir fylkt kenn-
urum dönsku lýðháskólanna til
fylgis við málstað íslendinga.
Hann hefir aleinn og stuðnings-
laust ritað fjölmargar fræði-
greinar í dönsk blöð og andmælt
skoðunum dönsku prófessorana,
sem eru okkur andvígir í þessu
máli.
Þegar Jón Sigurðsson sótti
frelsismál íslendinga í hendur
Dana, ritaði hann fræðilega um
málið á dönsku og sigraði í rit-
deilu fremsta fræðimann Dan-
merkur, sem um málið fjallaði.
Þá fékk hann og Björnstjerne
Björnsson og Maurer prófessor
auk fleiri þekktra manna til þess
að skrifa um rétt íslendinga í
norsk, þýzk og ensk blöð.
Nú á landið fjölda háskóla-
kennara og annarra lærdóms-
manna, sem gætu skrifað um
handritamálið í útlend blöð, en
gera það ekki. Málið verður tor-
sótt. Enn er tími til fyrir þessa
menn að gera skyldu sína.
Magnils Jónsson, alþm.
Mín skoðun er sú, að handrita-
málið sé prófsteinn á það, hversu
norræn samvinna stendur föstum
fótum. Rök íslendinga í málinu
eru mjög ljós og einföld og ýmsir
góðir menn, bæði íslenzkir og
danskir vinir okkar hafa skýrt
málstað okkar ýtarlega í dönsk-
um blöðum og fyrir dönskum
ráðamönnum. Vil ég þar sérstak-
lega nefna þá Nordal, sendi-
herra, og Martin Larsen, lektor,
sem í skarplegum greinum hefir
tætt í sundur firrur dönsku há-
skólamannanna, sem ýmsir hafa
því miður hvorki orðið sjálfum
sér né þjóð sinni til sóma í máli
þessu.
Það er vitanlega mikilsvert að
gera dönskum almenningi Ijósan
málstað okkar í handritamálinu,
en þau skrif verka bezt, ef þau
koma frá Dönum sjálfum. Úrslit
málsins velta þó vitanlega á
skilningi hinna dönsku stjórn-
málaleiðtoga. Þar koma fyrst og
fremst til greina persónuleg við-
töl. Á þeim vettvangi hefir
Nordal sendiherra unnið málstað
okkar mikið gagn.
Danskir valdamenn vita mæta
vel, að Islendingar eru einhuga
þessu máli. Þar sem „Vísir“
mun einkum hafa leitað álits
míns vegna setu minnar í Norð-
urlandaráðinu, vil ég taka það
fram, að ég ræddi handritamálið
við ýmsa valdamestu stjórnmála
leiðtoga í Danmörku og voru
þeir allir mjög vinveittir okkur
málinu. Má þar fyrstan telja
Hans Hedtoft, formann lang-
stærsta flokks Danmerkur, sem
nú er forseti Norðurlandaráðsins.
Það er ágætt að skrifa greinar
bæði í dönsk og íslenzk blöð til
skýringar málstað okkar, en það
er líka hægt að skrifa of mikið
og verða þannig góðu máli til
tjóns. Meðan við vitum það, að
margir áhrifamestu menn Dana
vilja verða við óskum okkar, þá
er það málstað okkar -ekki til
gagns að blanda inn í skrif um
málið svívirðingum um Dani al-
mennt, eins og því miður hefir
komið fyrir, en slík skrif eru ein-
mitt kærkomnust þeim Dönum,
sem eru okkur andvígastir.
Gunnar Gunnarsson,
rithöfundur
Mér er ekki fullkunnugt, hvað
gert hefir verið, en sumt finnst
mér orka tvímælis, einkum að
stoð er fengin hér heiman að til
stuðnings þeim einkennilega mál
stað, að sterkari aðilanum beri
óskorað eignarhald á félagsbúf,
er til var stofnað af veikari aðil-
anum forspurðum, enda aldrei
rekið með hag hans sérstaklega
fyrir augum og raunar þann veg,
að menningarverðmætum ýmiss
konar var með konunglegum til-
mælum og viðsjárkaupum stýrt
og smalað til miðstöðva erlendis,
en síðan viðskipti í búinu talin
morgungjöf eða guð veit hvað
og því einkaeign handhafa. Æski-
legt virðist, að sem flestum Dön-
um yrði gert ljóst, að handrita-
málið muni verða rekið hófsam-
lega, en af fullri festu, þangað
til þeim rétti er náð, sem þeir
sjálfir mundu manna líklegastir
að halda til streitu, stæðu þeir í
sporum vor íslendinga eða líkt
að vígi gagnvart sér stærri þjóð.
—VÍSIR, 28. apríl
Sunnudaginn, 31. maí var mann-
fagnaður mikill á heimili Vil-
helms Kristjánsson og Jónu,
konu hans, að 499 Camden Place
Winnipeg. í heiðursskyni við
móður Vilhelms, Margréti
Knstjánsson, sem er til heimilis
hjá þeim, höfðu þau hjónin boð-
ið til miðdagsverðar öllum syst-
kinum hennar, ásamt mönnum
þeirra og konum.
Danielsons syskinin eru átta
að tölu. Foreldrar þeirra voru
Daniel Sigurðsson, sonur Sigurð-
ar Jónssonar á Tjaldbrekku, fyr-
rum hreppstjóra í Hörðudal (sjá
„Bóndinn á Heiðinni“, bls. 66),
og Kristjönu, konu hans, dóttir
Jörundar Guðbrandssonar (ríka)
á Hólmlátri á Skógarströnd, sem
var af hinni alkunnu Víðidals-
ætt. Daniel og Kristjana komu
til þessa lands 1894 og voru
frumbyggjar í Grunnavatns-
byggð. Afkomendur þeirra nú á
lífi, í mimmta lið eru um hundr-
að og fimtán. Elzta dóttir þeirra
Danelía, gift Stefáni Daniels-
syni, dó fyrir allmörgum árum.
Ein af Danielsons systrunum,
Salome, og maður hennar Jón
Th. Johnson, sem búa í Van-
couver, gátu ekki sótt þetta
gleðimót, sökum fjarlægðar. Hin
syskinin sjö sem voru þarna
samankomin settust nú að borð
um, ásamt heimilisfólki, þessi
systkini Margrétar:
Hergeir Danielson, Lundar;
Sigurður Danielson Holm og
kona hans Sigríður, Lundar;
Kristján og kona hans Kristjana,
Winnipeg; Anna, Mrs. S. Eyolf-
son, Vestfold, Man.; Jensína og
maður hennar Guttormur J Gut-
tormsson, skáld frá Riverton; og
Hjálmur Danielson og kona hans'
HólmfríðUr, Winnipeg.
Að lokinni miðdagsveizlu,
skemtu systkinin sér við samtal,
þar til síðar um daginn þá er
yngri kynslóðina fór að drífa að
úr öllum áttum, því Jóna og
Vilhelm höfðu efnt til annarar
og stærri veizlu þá eftirnónið.
Streymdu nú að heimilinu börn
og fjölskyldur Danielsons sysk-
inanna, þau er heima eiga í Win-
nipeg og nærliggjandi sveitum.
Var þá hópurinn orðinn um
fimtíu manns. Voru bornar fram
rausnarlegar veitingar fyrir alla
og skemti fólk sér vel fram á
kvöld, við samræður og söng.
í veizlulok ávarpaði Hólmfríð-
ur Danielson húsráðendur, og
þakkaði þeim, fyrir hönd gest-
anna, þetta rausnarlega og á-
nægjulega heimboð. Sigurður
Holm flutti Margréti, systur
sinni, nokkur árnaðar orð í
bundnu máli og einnig þakkar-
stef til húsfreyjunnar, Jónu
Kristjansson sem af svo miklum
kærleik og hugulsemi hafði sýnt
Margréti, tengdamóður sinni
þessa ástúð.
Það er oft gestkvæmt á heim-
ili Jónu og Vilhelms, þar eð
Jóna á einnig fjölmennt frænda-
lið, og þau hjón eiga marga góða
vini. Jóna er dóttir Helga Jóns-
sonar frá Öskjuholti, og konu
hans Ástu ,sem látin er fyrir
nokkrum árum. Jóna og Vilhelm
eiga fimm mannvænleg börn,
Tvær dætur, Evelyn (Mrs. J.
Downey) og Dorothy eru út-
skrifaðar af Manitoba háskóla.
H. D.
COPENHAGEN
Bezta munntóbak
Keimsins
Business and Professional Cards
Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CLINIC St. Mary’s and Vaughan, Wlnnipeg PHONE 92-6441 I 1 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smilh St. Winnipeg PHONE 92-4624
J. J. Swanson & Co. LIMITED 308 AVENUE BLDG. WINNIPEG Fasteigiiasalar. Leigja hús. Út- vega peningalún og eldsábyrgS, bifreitSaábyrgS o. s. frv. Phone »2-7538 Phone 74-7855 ESTIMATES FREE J. M. IN6IMUNDS0N Ashphalt Roofs and Insulated Siding — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnipeg, Man.
SARGENT TAXI PHONE 20-484S FOR QUICK, RELIABLE SERVICE Dr. A. V. JOHNSON DENTIST 506 SOMERSET BUILDING Telephone 92-7932 Home Telephone 42-3216
DR. E. JOHNSON 304 Eveline Street SELKIRK, MAN. Phones: Office 26 — Res. 230 Office Hours: 2:30 - 6:00 p.m. ; Dr. ROBERT BLACK Sérfræbingur 1 augna, eyrna, nef og hálssjúkdúmum. 401 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusfmi 92-3851 Heimasimi 40-3794
Thorvaldson Eggertson Basiin & Stringer Barristers and Solicitors 209 BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. PHONE 92-8291 Creators of Distinctive Printing Columbia Press Ltd. 695 Sargent Ave.. Winnipeg PHONE 74-3411
CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Director Wholesale Distributors of Freah and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlre: 74-7451 Re*.: 72-3917 Aristocrat Stainless Steel Cookware For free home demonstrations without obligation, write phone or call 302-348 Main Street, Winnipeg Phone 92-4665 “The King of the Cookware”
Offlce Phone Res. Phone 92-4762 72-6115 Dr. L. A. Sigurdson S2S MEDICAL ARTS BUILDING Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment. Gundry Pymore Ltd. British Quality Fish Netting 58 VICTORIA ST. WINNIPKG PHONE 92-8211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage wHl be appreclated
A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 84 3 Sherbrook St. Minnist BETEL
Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaSur sá beztl. StofnaB 1894 Slmi 74-7474 í erfðaskrám yðar.
1
Phone 74-5257 700 Notre Dame Ave. Opposite Matemity Pavilion General Hospltal Nell's Flower Shop Weddlng Bouquets, Cut Flowers. Funeral Designs, Corsages. Beddlng Plants NeU Johnson Res. Phone 74-6753 ) Phone 92-7025 H. J. H. PALMASON Chartered Accountant 505 Confederation Life Buhding WINNIPEG MANITOBA
y faknnyj Hyan Parker, Parker and Kristjansson Barristers - Solicilors Ben C. Parker, Q.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjanason 500 Canadlan Bank of Comm.rce Chambers Wlnnipeg, Man. Phona 92-3561
UN yi 908 Sargent Ave. Ph. 3-1365
K WINNIPEG'S FIRST "MAILORPHONE" ORDER HOUSE
Write for our Spring and
Summer Catalogue
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 60 Louise Street Sfmi 92-5227
Lesið Lögberg
SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, öruggasta eldsvörn, og ávalt hereinir. Hitaeiningar- rör, ný upþfynding. Sparar eldi- viB, heldur hita frá aB rjflka út meB reykum.—SkrifiB, sfmiB til KELLY SVEINSSON 625 Wah Street Winnlpeg Just North of Portage Ave. Slmar: 3-3744 — 3-4431 BULLMORE FUNERAL HOME Dauphin, Manitoba Elgandi ARNI EGGERTSON, Jr.
J. WILFRID SWANSON 8t CO. Insurance ln ah its branches. Real Estate • Mortgages • Rentals 210 POWER BUILDING Telephone 937 181 Res. 403 480 LET US SERVE YOU VAN'S ELECTRIC LTD. 636 Sargent Ave. Aulhorixed Home Applianc* Dealert General Electric McClary Electric Moffat Admiral Phona 3-4890